Entries by Ómar

Möðruvallasel I, II, III og IV

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.” Þar segir einnig: “Suinadals Kot, hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 […]

Írafellssel

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.” “Í Svínadal eru þessi örnefni: Harðivöllur heimastur að Rauðhúfugili (djúpt jarðfallsgil). Þá Selflatir og Selgil. (Þar var haft í seli áður fyrr),” segir í örnefnaskrá. Selið er ofarlega á smáþýfðri, grösugri og mosavaxinni tungu milli tveggja gilja sem hallar […]

Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum

Í Morgunblaðinu 1964 er m.a. fjallað um makaskipti á jörðum í Hafnarfirði og Garðahreppi undir fyrirsögninni “Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum”: “Matthías Á. Mathiesen hafði framsögu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Þar er lagt til, að kaupstaðurinn og Garðahreppur skipti á löndum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Matthías Á. […]

Hafnarfjörður – Kotin og þurrkvíin

Hér segir Gísli Sigurðsson lögregluþjónn nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar […]

Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson

Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri skrifar um Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – í Sveitarstjórnarmál árið 1974: Saga „Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Gnúpur fór til íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land […]

Hraun – Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason á Hrauni er manna kunnugastur um örnefni og staðhætti á jörðinni Hrauni skammt austan við Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Rætt var við Sigga þar sem hann dvelur um þessar mundir á Hjúkrunarheimilinu að Víðihlíð við góða umönnun. Sigurður fæddist á Hrauni 5. maí árið 1923 og hefur búið þar fram til þessa. “Ég veit […]

Slokahraun – Eyrargata – Hraunkotsgata – Þórkötlustaðagata

Gengið var um Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns austan Grindavíkur. Slokahraun er líklega um 2400 ára. Hraunið er hluti af Sundhnúkahrauni. Önnur nafngreind hraun í sama gosi eru Blettahraun og Klifhólahraun. Slokahraun rann í mjórri ræmu til suðsuðausturs frá gígunum sunnan Sundhnúks, milli Vatnsheiðar og Hópsheiðar. Getið er um Slok í tveimur örnefnaskrám Þórkötlustaða í […]

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr Jarðfræðikort af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:100 000. Kortið byggist á fjölmörgum eldri jarðfræðikortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1211-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. Á […]

Þórkötlustaðanes III

Eftirfarandi frásögn um Grindavík birtist í Alþýðublaðiðinu 22. mars árið 1964: “Sunnan á Reykjanesskaganum er nestota, tvínefnd, heitir Hópsnes vestan megin og Þórkötlunes austan megin. Grindavíkin er slitin sundur af þessu nesi. Á því sjálfu er engin byggð, hins vegar eru hverfin beggja vegna við og sést ekki á milli. Í krikanum austan nessins er […]

Almenningsvegurinn til vesturs (suðurs)

Hér er ætlunin að fylgja Almenningsveginum frá Kúagerði í Voga. Stuðst verður m.a. við lýsingu Sesselju Guðmundsdóttur í bókinni “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi” er endurútgefin var út árið 2007. Um er að ræða nákvæmasta rit um örnefni, vettvangsferðir og sagnir á svæðinu. Auk þess er stuðst við handrit Erlendar Magnússonar á Kálfatjörn þar sem […]