Lækjarbotnar

Margt hefur verið sagt um Fjalla-Eyvind, mesta og einstakasta útilegumann Íslands, sem ekki getur staðist – og er þó af nógu að taka. Á vefsíðu segir m.a.: “Í Engidal er hellir sem er talinn vera ævaforn útilegumannabústaður.

Hellir í Hengli

Talið er að Eyvindur Jónsson (Fjalla-Eyvindur) og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útlegð þeirra, vorið 1678.” Jafnframt fylgdir lýsingunni að Eyvindur og Margrét hafi verið handtekinn og færð á Þingvöll.
Þessi fullyrðing passar engan veginn. Fjalla-Eyvindur var að vísu Jónsson en eiginkona hans hét Halla Jónsdóttir. Engar sannanlegar sagnir eru um að Halla hafi hafst við í Henglinum, hvað þá Eyvindur, a.m.k. ekki Fjalla-Eyvindur, því hann fæddist ekki fyrr en árið 1714. Þá voru þau hjón aldrei færð á Þingvöll þrátt fyrir að hafa einu sinni fengið dóm. Þau sluppu jafnan úr klóm yfirvalda er vildu hefta frelsi þeirra.
Eyvindur Jónsson fæddist að Hlíð í Hrunamannhreppi árið 1714, sem fyrr sagði. Hann lést á Hrafnsfjarðareyri um 1780, á áttræðisaldri (1785 mun þó nær sanni). Halla mun hafa látist skömmu síðar, eða fyrr segja sumar heimildir. Þau munu grafin við Staðarkirkju, sumir segja þá að Eyvindur hafi verið grafinn við bæ sinn að Hrafnsfjarðareyri. Engar sönnur hafa verið færðar á það. Hins vegar er ljóst að hann var gerður útlægur í u.þ.b. 40 ár fyrir litlar sem engar sakir. Ef “glæpamannaframleiðendur” hafa verið til hér á landi voru þeir uppi á 18. öldinni þegar margir voru gerðir að þjófum af óljósi tilefni, jafnvel orðrómi einum saman. Ástæðurnar voru Rústir í Hvannalindumoft aðrar en opinberaðar voru. Yfirvaldið elti þá miskunnarlaust uppi og refsaði með grimmilegum hætti, án þess að vörnum væri við komið. Þetta tímaskeið í Íslandssögunni einkenndist af miklum kuldum og meðfylgjandi hungri alþýðunnar. Þúsundir landsmanna dóu úr kulda, aðrir féllu úr hor. Margir reyndu að bjarga lífi sínu með því að nálgast nauðsynlegar bjargir, s.s. sauði eða hross annarra, við litla samúð þeirra er áttu – og áttu þeir þó nóg af öllu.
Ismar og stefnur hafa jafnan verið í réttu hlutfalli við viðhorf yfirvaldsins. Þegar fólk hefur verið brennimerkt, smánað, sent í þrælkunarvinnu eða líflátið af litlum tilefnum, breytist viðhorfið smám saman, ekki síst vegna krafna um úrbætur er dugað gætu betur. Útlaginn Fjalla-Eyvindur, mestur fjallamanna og fróðastur landsmanna um öræfi landsins áður en yfir lauk, skaðaði aldrei nokkurn mann þótt hann hafi tekið og matreitt sauði þeirra er gert höfðu á hlut hans. Útlaginn bjó yfir geysilegum fróðleik um aðstæður, möguleika og hentugustu leiðir um hálendið á tímum er þær þóttu nauðsynlegar. Skilningsleysi yfirvalda og stafblinda lagabókstafsins komu í veg fyrir mikilvægar framfarir sárþjáðar þjóðar á þeim tíma.
FylgsniEyvindur, sem ávallt komst undan ásókn yfirvaldsins, mátti ekki frekar en aðrir mannlegir við stórbrotnustu náttúruöflunum, ösku og eimyrðu, og fór með eiginkonu sína frá Hvannalindum árið 1783 að Hrafnsfjarðareyri þar sem hann bjó aldraður í skjóli skilningsgóðra manna síðustu æviár sín, á bæ, sem hann hafði sjálfur reist upp úr eyðibýli um 1755, á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna.
Sagan um Höllu þar sem hún á að hafa verið handtekinn og höfð í tukthúsinu í Reykjavík, núverandi stjórnarráði Íslands, er ýkjusaga. “Um haustið var einhvern dag sólskin og fagurt veður með hægri kælu. Sat Halla þá úti undir bæjarvegg og hafði orð á því “að fagurt væri á fjöllunum núna”. Nóttina eftir hvarf hún og fannst ekki aftur. En nokkrum árum seinna fannst konulík uppi í Henglafjöllum og tveir sauðir hjá, er hún hafði krækt undir styttuband sitt.” Þessi saga er sögð í bréfi séra Skúla Gíslasonar prests að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1860 til Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Önnur svipuð er frá Suðurlandi, þar sem Halla dvaldi um skeið í umsjá fólks og náði sér eftir lasleika. Fræg er sagan er Eyvindur bjargaði henni úr höndum yfirvaldsins eftir þaulsetna eftirför. Hvarf hann með Höllu út í dimma þoku er sveipaði þau frelsishjúp.
Framangreindar sögur er einungis fáar af þeim útilegumannahjónum. Svo mikill ótti var við útilegumenn á 18. og 19 öld að jafnvel hinir huguðustu menn þorðu vart liðsfáir og óvopnaðir yfir hálendið. Flestir töldu útilegumenn vera á hverju strái og mikluðu vandann eftir því. Þó var ekki öðru fólki til að dreifa á þessu svæði, utan Arnesar og Abrahams, er dvöldu með þeim tímabundið. Báðir náðust og fengu hegningu.
Jafnan er þess getið í annálum að þeir, sem sóttu hvað harðast að Eyvindi og Höllu, fengu makleg málagjöld. Rústir EyvindaversSýslumaður í Hreppum, er fastast sótti að þeim, missi 80 fjár, jafn margt og Eyvindur hafði skilið ummerki eftir á Hveravöllum, og sýslumaður er náði að handsama þau fyrir vestan, hrökklaðist frá embætti stuttu síðar. Eyvindur virðst hafa valið úr gangnafénu það er tilheyrði þeim er gerðu honum erfitt fyrir, en lét fé annarra í friði.
Eyvindur og Halla eignuðust a.m.k. 3 börn, auk þess em Halla hafði eignast son með fyrrum bónda sínum, er hafði látist. Ólöfu, og e.t.v. fleiri börn, þurftu þau að yfirgefa að Hrafnsfjarðareyri er þau hjónin þurftu skyndilega að hverfa þaðan. Guðrún fylgdi þeim á fjöll, en var síðar 12 ára gamalli komið í fóstur til vilvaldarmanna á Vestfjörðum. Hún var eina barnið, sem hafði alist upp meðal útilegumanna hér á landi. Saga hennar er og að mörgu leyti merkileg. Eitt barnanna lést skömmu eftir fæðingu, sennilega úr kulda eða hungri. Gömlu hjónin bjuggu síðustu árin sín í skjóli Ólafar að Hrafnsfjarðareyri, en þá hafði hún byggt þar upp býli ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Olíferssyni.
Saga Fjalla-Eyvindar lýsir miklum kærleika um grundvallaratriði, sterkum ættartengslum og harðneskju yfirvalda, en um leið alþýðlegri samúð með ofsóttum lítilmagnanum. Spyrja má – hvað hefur í rauninni breyst í þeim efnum á tæplega þriggja alda skeiði í sögu þessarar þjóðar. Svarið gæti verið margþvælt, allt eftir því hver væri spurður, en niðurstaðan er og mun verða ein – ekkert.
Af framangreindu má sjá að yfirvöld geta með meðvituðu viðhorfi og ígrundaðri eftirfylgju, ráðið miklu um fararheill fólks til lengri framtíðar. Meðvitunarleysið virðist hins vegar hafa verið mikið um allt of langt skeið – jafnvel allt til þessa dags.

Heimildir m.a.:
-Guðmundur Guðni Guðmundsson – Saga Fjalla-Eyvindar.

Áletrun