Entries by Ómar

„Úr sögu landhelgisvarnanna“ og Carl Nilson á Anlaby – Árni Óla

Í Lesbók Morgunblaðsins 1927 fjallar Árni Óla um Nilson skipstjóra á Anlaby – „Úr sögu landhelgisvarnanna„: „Það var rjett fyrir aldamótin, að yfirgangur erlenrka botnvörpuskipa byrjaði hjer við land fyrir alvöru. Landhelgisgæsluna hafði þá danska skipið „Heimdallur“ og gekk hann vel fram þann tíma ársins, sem hann var hjer við land. En á haustin og […]

„Klukka dauðans“ í Staðarkirkjugarði – séra Gísli Brynjólfsson

Í Morgunblaðinu 1970 er grein; “ Í Staðarkirkjugarði“ eftir séra Gísla Brynjólfsson. Þar fjallar hann um klukkuna í Staðarkirkjugarði og aðdraganda að komu hennar við strendur Grindavíkur: „Klukkan í Staðarkirkjugarði – Þetta er klukka dauðans.“ „Það er hún, þessi gamla, kopargræna skipsklukka í litla turninum í kirkjugarðinum á Stað, sem hringir líkhringinguna út yfir leiðin […]

Draumar og fyrirboðar um náttúruhamfarir á Reykjanesi

Í Bæjarblaðinu, útgefnu af Stapaprenti, árið 1991 er fjallað um mögulegan „Suðurlandsskjálfta árið 2020“ sem og „Drauma og fyrirboða um náttúruhamfarir á Reykjanesi„: „Eigum við á suðvesturhorninu yfir höfði okkar það gífurlegar náttúruhamfarir, að Reykjanesskaginn klofni frá landinu? Allir hafa einhvern tímann heyrt minnst á hinn svokallaða Suðurlandsskjálfta; stóra jarðskálftann, sem talið er að snarpur […]

Þorbjarnarstaðir – vanmetnir

Í Fjarðarpóstinum 1989 er fjallað um „Þorbjarnarstaði í Hraunum“ og spurninguna um hvort þeir skyldu friðaðir: „Skipulagsnefnd hefur rætt um friðunarmál í nágrenni Hafnarfjarðar. Að sögn Jóhannesar Kjarval skipulagsstjóra hefur hann lagt til, að Þorbjarnarstaðir og næsta nágrenni verði sett á fornleifaskrá. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, kannaði og skráði rústirnar að Þorbjarnarstöðum á árunum 1976 […]

Bæjarnafnið Járngerðarstaðir í Grindavík – Skúli Magnússon

Í Faxa 2007 skrifar Skúli Magnússon um „Bæjarnafnið Járngerðarstaðir í Grindavík„. „Stutt athugun á tilurð þess Eitt aðaleinkennið á byggð á utanverðum Reykjanesskaga voru lítil þorpshverfi sem í upphafi urðu til út frá einu aðalbýli sem aftur í byrjun varð til við góða lendingu þaðan sem stutt var á góð fiskimið. Dæmi um slíkar jarðir […]

Krýsuvíkurkirkja – Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson skrifaði um „Krýsuvíkurkirkju“ í Lögberg-Heimskringlu árið 1962: „Þegar þess var farið á leit við mig, að ég skrifaði fyrir þetta blað nokkuð um Krýsuvíkurkirkju, varð mér fyrst ljóst, hve lítið það er, sem ég veit í þessu efni, — en menn fara stundum enn þá í geitarhús að leita ullar. Ég er því […]

Sorgarsteinn – Auðsholtshellir

Í „Aðalskráningu fornleifa í Ölfusi, Áfangaskýrslu II“ frá árinu 2017 segir m.a. um „Auðsholt, Sogarstein og Auðsholtshelli„: „30 hdr, 1708. JÁM II, 408. 42 2/3 hdr. 1844. JJ, 74. 1397: LXXXII. Audshollt. Heilog kirkia j Audzhollti a .ij. kyr. Hun a innann sig kross. alltarisklædi oc dvkur. kluckur .ij. paxspialld. portio Ecclesiæ vmm .ij. ar […]

Ágrip af sögu Austurvegar síðastliðin 30 ár – Ólafur Ketilsson

Í Tímann árið 1955 ritaði Ólafur Ketilsson „Ágrip af sögu Austurvegar síðastliðin 30 ár„. Ólafur Ketilsson, eða Óli Ket, eins og hann var jafnan nefndur, var víðfrægur rútubílstjóri millum m.a. höfuðborgarinnar og uppsveita Árnessýslu. „Hæstvirtir alþingismenn. Fyrir 69 árum var unnið við þær framkvæmdir í landi voru, að staðsetja og leggja veg frá Reykjavík og […]

Óbrennishólmi I

Tiltölulega stutt er í Óbrennishólmann í Ögmundarhrauni, þangað sem ferðinni var heitið. Hægt er að ganga inn í hólmann vestast í honum eða fylga stígnum uns komið er að þvergötu til vinstri. Hún liggur í gegnum hraunið og inn í suðaustanverðan hólmann. Á hæð í sunnanverðum hólmanum er nokkuð stór fjárborg – að ætla mætti. […]

VE 113 – letursteinn

Í hól á lóð Karlsskála, Víkurbraut 13, í Grindavík er steyptur sléttur steinn með áletruninni „VE 113„. Í gegnum steinnin gengur járnteinn. Rætt við nokkra staðkunnuga um tilurð steinsins, en fátt var um svör. Karlsskáli var byggður árið 1923. Núverandi eigandi hanns er Gunnar Ólafsson, Sæbóli (Víkurbraut 5). Hann sagði að steininn hafi verið þarna […]