Entries by Ómar

Hvalsneskirkja – Freyja Jónsdóttir

Freyja Jónsdóttir skrifði um „Hvalsneskirkju“ í Dag árið 1999: „Á Hvalsnesi hóf Hallgrímur Pétursson prestskap sinn og þar missti hann Steinunni dóttur sína. Hvalsnes er á vestanverðum Reykjanesskaga, sunnar á strandlengjunni en Sandgerði. Þar var fyrst byggð kirkja 1370 sem vígð var sama ár. Þá átti kirkjan sjö kvígildi, fjórðung í heimalandi og jörð í […]

Konungsútgerðin á Suðurnesjum

Fríða Sigurðsson skrifaði grein um Afnám konungsútgerðar 12. des. 1769 í Faxa árið 1969: „Það hefur sennilega alltaf verið róið á Íslandi, en útgerð á fiskimiðin var ekki hafin að ráði fyrr en þau þáttaskil gerðust í íslenzkri verzlunarsögu á öðrum fjórðungi 14. aldar, að sjávarafurðir urðu helzta útflutningsvara þjóðarinnar. Þá fóru allir, sem nokkuð […]

Varmi – Skálafell

Leitað var að Varma í Skálafelli, vestustu dyngju Reykjanesskagans (78 m.y.s.). FERLIR hafði áður skoðað Skálabarmshellir, sem utan í efsta gíg fellsins. Fara þarf niður í hellinn á bandi því hann er um 5 metra djúpur – til að byrja með. Í allt er hellirinn um 50 metra langur og um 15-17 metra djúpur, frá […]

Stafnes – konungsútgerð

Fríða Sigurðsson skrifaði um konungsútgerðina á Stafnesi í Faxa árið 1969: „Konungsútgerðin hafði aðalbækistöð sína á Stafnesi. Þaðan var stutt á miðin. Þar var „annáluð veiðistöð“, talin bezta vetrarverstöðin á öllu landinu. Jafnvel Hólabiskupsstóllinn lét róa frá Stafnesi. 1742, þegar Skúli Magnússon var ráðsmaður á Hólum, komu þaðan 9 sjómenn suður á Stafnes, og enn […]

Vogavík og Vatnsleysuvík

„Um og eftir aldamótin 1900 var útgerð í Vatnsleysustrandarhreppi vart svipur hjá sjón miðað við það umfang sem verið hafði á meginhluta síðari helmings liðinnar aldar. Róðrabátaútgerð var þó stunduð á vetravertíð frá flestum bæjum meðfram ströndinni frá Hvassahrauni að Vogastapa. Segja má að útvegsmenn í hreppnum hafi verið nokkuð fljótir að tileinka sér vélbáta […]

„Sjóðheit djásn beint úr ofninum“ – Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson

Í Fréttablaðinu þann 30. ágúst 2021 segja Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson sögu gossins í Geldingadölum á Fagradalsdfjalli í stuttu máli og lýsa aðstæðum eftir goslokin undir yfirskriftinni „Sjóðheit djásn beint úr ofninum„: „Það eru ekki margir staðir á jörðinni þar sem náttúrudjásn bókstaflega poppa upp úr jörðinni. Ísland er einn þeirra, enda eitt […]

Hveragerði – stofnun og þróun

Hveragerði er að mörgu leyti sérstakt samfélag – svo að segja í miðju öðru sveitarfélagi. Í Sveitarstjórnarmálum 1986 fjallar Karl Guðmundsson um „Hveragerðishrepp fjörutíu ára„. Þar segir m.a.: „Á árinu 1946 var Hveragerðishreppur stofnaður með skiptingu úr Ölfushreppi. Dómsmálaráðuneytið gaf út tilskipun hinn 13. marz það ár þess efnis, að frá og með 1. janúar […]

Bálkahellir – að liðnum áratug

Gengið var í Klofning í Krýsuvíkurhrauni. Þar var farið í Bálkahelli og Arngrímshelli. Fyrrnefndi hellirinn er um 500 m langur. Hann endurfannst fyrir einum áratug eftir að hafa gleymst og legið í þagnargildi í um 170 ár. Efsti hlutinn er að jafnaði um 7 m breiður og 5 m hár. Neðsti hlutinn er heill með […]

Mela-Seljadalur – Melasel

Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“. „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð […]

Kerlingahnjúkur – Kóngsfell – drykkjasteinn – Grindarskörð

Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla. Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu). Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til […]