Entries by Ómar

Húshellir II

Inngangur Húshellis er í vestanverðri fallinnar hraunbólu. Þegar inn er komið blasir við mikill geymur og eru gangar í allar áttir. Á miðju gólfinu er hlaðið hús, ca. 2×2 metrar í ummál. Bein eru í einum gangnanna, þeim er liggur í suður.  Ekki er vitað af hverju beinin kunna að vera. Ekki er heldur vitað […]

Flekkuvík – rúnasteinn

Árni Óla skrifaði um „Rúnastein í Flekkuvík“ í Strönd og Voga: Rúnasteinn í Flekkuvík „Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekku-leiði, og þar ofan […]

Elliðaárdalur III

Í skýrslu um „Sjálfbæran Elliðaárdal – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016„, er m.a. fjallað um sögu og minjar í dalnum. Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 26. mars 2015 var skipaður starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal. Starfshópurinn fékk það hlutverk að gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Við gerð skýrslunnar var rætt […]

Nafngjafi Reykjavíkur – Reykjanes

Garðar Svavarsson skrifar um örnefnið „Reykjanes“ í Morgunblaðið 16. apríl 2006 undir fyrirsögninni „Nafngjafi Reykjavíkur„: „Nafnið Reykjavík er okkur tamt í munni, en sjaldnast leiðum við hugann að því af hverju það er dregið. Hér verður fjallað um uppruna og sögu örnefnisins. Á norðurenda Örfiriseyjar handan olíustöðvar er örnefnið Reykjanes. Fleiri staðir á landinu bera […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2024

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú, árið 2024, haldinn í 27. sinn. Leikurinn er, líkt og jafnan, bæði fjölbreyttur og skemmtilegur. Þemað að þessu sinni er þjóðsögur og ævintýri . Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfréttar og forstjóri Hönnunarhússins, lagði út leikinn. Lykillinn að leiknum, Ratleikskortin, liggja frammi, án endurgjalds, á eftirtöldum stöðum: Fjarðarkaupum, Bókasafni Hafnarfjarðar, Ráðhúsinu, Bensínstöðvum N1, […]

Skógrækt ofan Hafnarfjarðar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 25. október 1946. Félagið er með þeim stærstu á landinu og starfið er mjög blómlegt. Upphafið Þegar Skógræktarfélags Íslands var stofnað 1930 voru nokkrir Hafnfirðingar á meðal stofnenda og á næstu árum bættust fleiri í hópinn. Skógræktarfélag Íslands var stofnað sem höfuðfélag skógræktarmála og ráðgefandi aðili fyrir héraðsfélög vítt og breitt […]

Skansinn – upplýsingaskilti

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar: „Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó. Varnir gegn útlenskum hervíkingum Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til […]

Garðar um aldarmótin 1800 og Kaldársel

Fjallað er m.a. um „Séra Markús Magnússon í Görðum á Álftanesi“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1992 og Alþýðublaðinu árið 1958. Í síðarnefndu skrifunum er getið um tengsl Markúar og mannvirkja í og við Kaldársel. Í Lesbókinni segir: „Næstan merkisklerka sem setið hafa í Görðum má telja Markús Magnússon (1748-1825) sem þjónaði Álftnesingum frá 1780 til […]

Hús Bjarna riddara og Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hús Bjarna riddara Sívertsens er að Vesturgötu 6 í Hafnarfirði. Byggingarár: 1803-1805, hönnuður: Ókunnur. Byggðasafnið tók við húsinu 1974. Það var friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. Sögufræg hús í Hafnarfirði Í Þjóðlífi 1987 er fjallað um „Sögufræg hús í Hafnarfirði“: „Í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið við Vesturgötu […]

Sumardvöl og fiskeldi við Straumsvík

Nokkrir sumarbústaðir voru byggðir í Hraunum við Straumsvík nokkru fyrir miðja 20. öldina. Meðal þeirra sem heilluðust af þessu sérstæða og að margra mati fallega landsvæði voru þrír félagar, bræðurnir Marinó og Kristinn Guðmundssynir sem voru báðir málarameistarar og Björn Jóhannesson doktor í jarðvegsfræði sem hafði mikinn áhuga á hegðun laxfiska. Þeir voru afar heillaðir […]