Entries by Ómar

Garðakirkja á Álftanesi – Árni Óla

Í Jarðabókinni 1703 eru Garðar á Álftanesi sagðir eiga selstöðu við Kaldá, væntanlega í Kaldárseli. Nú er að mestu búið að eyðileggja minjar hennar, en líklegt má telja að selstaðan geti verið allt frá því á 16. eða 17. öld. Minjar annarrar selstöðu í Garðalandi eru í Helgadal. Þar hefur verið kúasel af tóftunum að dæma, […]

Fimmta eldgosið ofan Grindavíkur á sex mánuðum

Eldgos hófst af miklum krafti við Sundhnúk ofan Grindavíkur klukkan 12:46 í dag, 29. maí 2024. Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss og náði upp í um 3,5 km hæð. Gosið er greinilega stærst gosanna í þessari hrinu. Umfangs hraunsins gæti orðið um 5-5,5 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Nú þegar er kominn […]

Hverafuglar

Árni Óla fjallar um „Hverafugla“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972: „Ein af furðum Íslands eru hinir svonefndu hverafuglar. Engar frásagnir höfum vér um, hve langt er síðan menn veittu þeim fyrst eftirtekt, en fyrir 200—250 árum er þeirra viða getið. Þeirra hefir helzt orðið vart í Árnessýslu, en ekki ber lýsingum manna nákvæmlega saman um […]

Reykjanesfjallgarður – ferðasaga – Ólafur Þorvaldsson

Eftirfarandi frásögn um „Ferð yfir Reykjanesfjallgarðinn“ er Ólafs Þorvaldssonar í Sunnudagsblaði Tímans árið 1969. Ólafur og fjölskylda hans bjó um tíma í Herdísarvík og hefur skrifað margan fróðleiksþáttinn um svæðið: „Ferð þessa fór ég að liðnum fardögum árið 1928. Ég lagði upp frá Hafnarfirði, einhesta, á hina ævafornu, fjölförnu leið milli Selvogssveitar og Hafnarfjarðar, sem […]

Eilífsdalur – Eilífshaugur – Orrustuhóll – Meðalfellssel – Dyljáarsel

Þegar horft var inn í Eilífsdal til suðurs frá bænum mátti sjá brattar hlíðar á þrjá vegu. Vinstra megin bar Skálatindur við himinn, hægra megin Þóreyjartindur og Eilífstindur innst og efst. Hann trjónir efst á láréttu standbergi, líkt og að um Vestfjarðardal væri að ræða. Vinstra megin við Eilífstind er Geldfjárhlíð með háum fossum (heita […]

Suður í Hraunum I

Eftirfarandi grein eftir Gísla Sigurðsson um Hraunabæina, „Suður í Hraunum„, birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978: „Hraunamennirnir gapa hvorki né góna lengur, því þeir eru engir til utan einn maður. Skilyrði til nútíma búskapar eru þar naumast fyrir hendi, en unaðslegt er að ganga þar um í góðu veðri. Suður í Hraunum er mikill unaðsreitur, […]

Suður með sjó – Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, ritaði þrjár greinar í sunnudagsblað Tímans árið 1964 undir yfirskriftinni „Suður með sjó„. Þar segir m.a.: „Af Hvaleyrarholti blasir við yngsti hluti Íslands, Reykjanesskaginn. Þar eru engar jarðmyndanir eldri en frá ísöld. Þá hlóðust upp fjöll um sunnan- og austanverðan skagann, en þau hlaða síðan hrauni á hraun ofan og heyja landvinningastríð […]

Reykjanesbær – strandstígur frá Grófinni að Stapa

Í Reykjanesbæ er nú búið að leggja göngustíg með strandlengjunni allri frá Helguvík að Stapanum. Ef hann er genginn allur varir gangan í 2 klst og 2 mín. Á leiðinni er búið að merkja nokkra staði og koma fyrir fróðlegum upplýsingaspjöldum. Reyndar er stígurinn ekki alveg samfelldur því milli Kirkjuvíkur í Ytri-Njarðvík og Víkingaheima í Innri-Njarðvík er […]

Víðines, Fitjakot og Vogar

Bærinn Víðines er á Kjalarnesi, á sunnanverðu Álfsnesi. Vestan hans er Gunnunes, vestast á Álfsnesi. Fátt er um örnefnalýsingar fyrir jörðina Víðines, en þó er ein þeirra ítarlegust. Þar segir: „Jörð í Kjalarneshreppi næst vestan við Fitjakot. Upplýsingar um örnefni gaf Þorlákur Kristjánsson frá Álfsnesi. Móti Fitjakoti er lækur sá, sem Selalækur heitir. Hann rennur […]

Álfsnes – hóll og laug

Bærinn Álfsnes er á Álfsnesi á Kjalarnesi. Í örnefnaskrám er m.a getið um gamlan bæjarhól, svonefndan Hulduhól (Hólinn) neðan við bæjarhúsin og laug (vatnsstæði) ofan þeirra. „Hulduhóll var 20 – 30 m frá bænum í suðaustur. Hann var stór um sig, stórþýfður og ávalur á alla kanta. Í honum var talið huldufólk, og sá B.[irgir] […]