Entries by Ómar

Járngerðarstaðir – Tyrkjaránið – skilti

Í tilefni að uppsetningu söguskiltis á atburðarsviði „Tyrkjaránsins“ við Járngerðarstaði var efnt til menningar- og sögutengdrar göngu um gamla Járngerðarstaðahverfið (2006). Skiltið, sem staðsett er við horn Verbrautar og Víkurbrautar, á auk þess að minna á sögulegt upprunahlutverk Járngerðarstaða í þróun byggðar í Grindavík. Ætlunin er að setja svipuð skilti upp á fleiri sögustöðum í […]

Álfsnes

Í „Fornleifaskráningu á efnisvinnslusvæði við Álfsnesvík Þerneyjarsundi“ árið 2018 segir m.a. um bæina Sundakot/Niðurkot og Glóru/Urðarkot: Sundakot „Saga Sundakots er nokkuð sérstök, þar sem í túnfætinum hefur verið verslunarstaður á miðöldum nefndur Þerneyjarsund. Á þjóðveldisöld voru helstu útflutningsvörur Íslendinga ullarvörur. Helstu kauphafnirnar, „hin sjálfgerðu skipalægi frá náttúrunnar hendi, hafa verið í grennd við aðallandbúnaðar- héruðin.“ […]

Helgafell – skilti

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum: „Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um […]

Möðruvallasel I, II, III og IV

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir um Möðruvelli: „Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“ Þar segir einnig: „Suinadals Kot, hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur […]

Tyrkjaránið á Íslandi

Bókin „Tyrkjaránið á Íslandi„, útgefin 1906, fjallar, líkt og titillinn gefur til kynna, um heimildir og sögu Tyrkjaránsins hér á land í byrjun 17. aldar. Hér verður drepið niður í tvo kafla bókarinnar; „Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627“ og „Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá„: „Rán það og manndráp þau, sem tyrkneskir sjóreyfarar […]

Írafellssel

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir um Írafell: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.“ „Í Svínadal eru þessi örnefni: Harðivöllur heimastur að Rauðhúfugili (djúpt jarðfallsgil). Þá Selflatir og Selgil. (Þar var haft í seli áður fyrr),“ segir í örnefnaskrá. Selið er ofarlega á smáþýfðri, grösugri og mosavaxinni tungu milli tveggja gilja […]

Fornar leiðir á Íslandi – Kristborg Þórsdóttir

Þegar forleifaskráningar einstakra svæða eru skoðaðar mætti ætla að forfeður og -mæður hefðu farið í þyrlum frá einum stað til annars því sjaldnast er þar getið um vegi, götur eða leiðir þeirra á millum. Í grein Kristborgar Þórsdóttur,í riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, […]

Samgönguminjar eru líka minjar

„Frá örófi alda gengu menn að mestu þangað sem þeir þurftu að fara, það má því segja að tveir jafnfljótir hafi verið fyrsta samgöngutæki mannkynsins. Svo var farið að nýta hesta og önnur dýr til að bera menn á milli staða og loks komu annarskonar samgöngutæki, svo sem hestvagnar og bílar komu enn síðar. Eitt […]

Saga Suðvesturlands – kort

Á „Sögukorti Vegagerðarinnar um Suðvesturland“ má lesa eftirfarandi: „Saga Suðvesturlands, frá Hvalfjarðarbotni að Reykjanestá og austur til Krýsuvíkur, er afar áhugaverð. Það var þar sem hið endanlega landnám Íslands hófst um árið 874 þegar Ingólfur Arnarsson nam allt svæðið og er talið að bær hans og Hallveigar Fróðadóttur, konu hans, hafi staðið í Reykjavík. Þar […]

Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum

Í Morgunblaðinu 1964 er m.a. fjallað um makaskipti á jörðum í Hafnarfirði og Garðahreppi undir fyrirsögninni „Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum“: „Matthías Á. Mathiesen hafði framsögu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Þar er lagt til, að kaupstaðurinn og Garðahreppur skipti á löndum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Matthías Á. […]