Entries by Ómar

Bakki – sagan

Í skýrslu Þjóðminjasafnsins árið 2004 um fornleifaskráningu í Garðahverfi 2003 má m.a. lesa eftirfarandi um Bakka: „Bakki er talinn meðal jarða í eigu Garðakirkju í máldögum frá 1397 og 1477, hann er nefndur í Jarðaskrá kirkjunnar 1565, þá byggður Jóni Jónssyni og í Gíslamáldaga 1570. Þegar Jarðabók var gerð 1703 var þetta lögbýli í kirkjueign, ábúandi Jón Pétursson […]

Steinar/Steinsstaðir – síðasti steinbærinn

„Lítið er til af ritheimildum sem varða gamla bæinn Steina við Hamarsgerði í Hafnarfirði og ekki er til túnakort. Þetta stafar sjálfsagt af því að bærinn var lítill með takmörkuð umsvif. Talið er að bærinn hafi verið byggður 1887 eftir að búsetu í Sjóbúðarbæjunum var hætt.  Eldra nafnið á honum er Steinsstaðir. Fyrsti ábúandi hét […]

Reykjanesskagi og Sir George Steuart Mackenzie

Ólafur Grímur Björnsson skrifaði um ferðir Sir George Mackenzie um Reykjanesskagann og nágrenni árið 1810 í Náttúrufræðinginn 2007: „Skotinn Sir George Steuart Mackenzie (1780-1848), 7. barónett af Coul, kom til Íslands 1810 ásamt félögum sínum, Henry Holland (1788-1873), nýútskrifuðum lækni frá Edinborgarháskóla, Richard Bright (1789-1858), en hann var þá nýbyrjaður í læknisfræðinámi þar, og Ólafi […]

Hlíð – Vogsósar – Strönd

Gengið var frá Hlíð við Hlíðarvatn, að Vogsósum, Fornagarði fylgt upp túnið og síðan haldið áfram eftir Kirkjugötunni að Strönd í Selvogi. Skoðaðar voru tóftirnar í Hlíð, sem mun hafa verið landnámsbær Þóris haustmyrkurs. Reyndar er talið að rústir þær hafi verið á tanga eða hólma, sem er út í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi […]

Víkurholt – Vatnsendaborg – Hnífhóll – Garðaflatir

Gengið var upp á Víkurholt frá sauðahelli undir Kolanefi, um Ljóskollulág og Vífilsstaðasel, niður að Grunnavatni syðra, upp á Þverhjalla að Vatnsendaborg, niður að Hnífhól og að Gjárétt í Búrfellsgjá með viðkomu á Garðaflötum. Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima […]

Kópavogsdalur – Fossvogsdalur – Elliðaárdalur

Dalurinn, eða öllu heldur dalirnir, frá Kópavoginum og upp að Elliðavatni er hið ákjósan-legasta göngusvæði. Bæði er hægt að halda sig á sléttum göngustígum og ekki síður víkja af þeim og skoða það sem svæðið hefur upp á bjóða, hvort sem um er að ræða minjar, gróður eða dýralíf. Um er að ræða 5-6 km […]

Hraunin- framtíð

„Framtíð Hrauna við Straumsvík er óráðin, en samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði notaður undir hafnar- og iðnaðarsvæði. Fyrir nokkrum árum stofnaði áhugafólk um verndun Hrauna, Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar, til þess að vekja athygli á þessu einstaka svæði. Í frétt í MBL, þriðjudaginn 6. júlí, 1999, sagði […]

Djúpudalaborg – Nessel – Hellisþúfa – Fótalaus – Imphólarétt

Gengið var um Djúpudalahraun að Djúpudalaborg, þaðan upp í Nessel og áfram upp á Kvennagönguhól. Þá var haldið upp á Hellisþúfu og skoðaður Hellisþúfuhellir. Loks var gengið niður hæðina að vestanverðu, að klöppinni Fótalaus og staðnæmst við Imphólaréttina. Austurmörkin á Nesi lágu frá Þrívörðum við sjó, um Djúpudali og þaðan í Kálfahvamm í Geitfelli (Fálkaklett). […]

Járngerðarstaðarétt

Um tíma var fjárrétt við Járngerðarstaði í Grindavík. Hennar er hvergi getið í skráðum heimildum. Réttin sést á loftmynd frá 1954, en um 1960 er hún horfin að mestu. Fjárréttin var þar sem nú er vesturgafl Þorbjarnar h/f, þ.e. þar sem hlaðin er braut upp á efri hæð hússins. Ekki er ólíklegt að grjótið úr […]