Slokahraun – Eyrargata – Hraunkotsgata – Þórkötlustaðagata
Gengið var um Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns austan Grindavíkur. Slokahraun er líklega um 2400 ára. Hraunið er hluti af Sundhnúkahrauni. Önnur nafngreind hraun í sama gosi eru Blettahraun og Klifhólahraun. Slokahraun rann í mjórri ræmu til suðsuðausturs frá gígunum sunnan Sundhnúks, milli Vatnsheiðar og Hópsheiðar. Getið er um Slok í tveimur örnefnaskrám Þórkötlustaða í […]