Entries by Ómar

Slokahraun – Eyrargata – Hraunkotsgata – Þórkötlustaðagata

Gengið var um Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns austan Grindavíkur. Slokahraun er líklega um 2400 ára. Hraunið er hluti af Sundhnúkahrauni. Önnur nafngreind hraun í sama gosi eru Blettahraun og Klifhólahraun. Slokahraun rann í mjórri ræmu til suðsuðausturs frá gígunum sunnan Sundhnúks, milli Vatnsheiðar og Hópsheiðar. Getið er um Slok í tveimur örnefnaskrám Þórkötlustaða í […]

Kapellurnar í Kapelluhrauni og í Kapellulág – Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn skrifaði um fornleifarannsóknir í Kapelluhrauni vestan Hafnarfjarðar og Kapellulág austan Grindavíkur í „Árbók hins íslenska fornleifafélags“ árið 1955: „Á tveimur stöðum á Reykjanesskaga eru örnefni dregin af kapellu. Þau eru Kapelluhraun í landi Lambhaga í Garðahreppi og Kapellulág hjá Hrauni í Grindavík. Báðum örnefnunum eru tengdar sagnir, sem snúast um mannvirki á stöðunum. […]

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr „Jarðfræðikort af Suðvesturlandi“ í mælikvarðanum 1:100 000. Kortið byggist á fjölmörgum eldri jarðfræðikortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1211-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. […]

Hellisbrú í Ölfusi

Í „Fornleifaskráning á Suðurlandi vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurlandsvegar“ – Unnið fyrir Vegagerðina, Bjarni F. Einarsson, desember 2008, er fátt um örnefni eða minjar á þessu svæði. Þó er a.m.k. getið tveggja, annars vegar „Hellisbrú“ og hins vegar „Kallþúfa“, sbr.: Hellisbrú Í Sunnlenskar byggðir segir að Páll Melsteð sýslumaður hafi látið gera Hellisbrú um 1840. […]

Sogasel

Bæirnir Kálfatjörn og Þórustaðir höfðu áður í seli á Fornaselshæð, vestan Rauðhóls norðan Keilis og síðan vestur undir Oddafelli, en fengu síðan mun betri selsstöðu í Sogaseli í skiptum við Krýsuvík fyrir uppsátur á Ströndinni. Enn má sjá leifar selstöðvanna, ekki síst í Sogagíg. Elsta selstöðin, frá Krýsuvík, er reyndar utan við gíginn, neðarlega í […]

Þórkötlustaðanes III

Eftirfarandi frásögn um „Grindavík“ birtist í Alþýðublaðiðinu 22. mars árið 1964: „Sunnan á Reykjanesskaganum er Nestota, tvínefnd, heitir Hópsnes vestan megin og Þórkötlunes austan megin. Grindavíkin er slitin sundur af þessu nesi. Á því sjálfu er engin byggð, hins vegar eru hverfin beggja vegna við og sést ekki á milli. Í krikanum austan nessins er […]

Gamlar slóðir í Hafnarfirði fyrrum – Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson skrifaði um „Gamlar slóðir“ Hafnfirðinga í Hamar 1954: „Inn á Flatahrauni mátti til skamms tíma sjá troðning, vallgróinn, í hrauninu sunnan Reykjavíkurvegar. Troðningur þessi lá niður Flatahraunið hjá neðsta hvíldarklettinum eftir balanum, þar sem nú stendur Tunga. Var þar í eina tíð tveggja mannhæða djúpur hraunbolli. Af balanum lá troðningurinn niður í Djúpugjótu […]

Almenningsvegurinn til vesturs (suðurs)

Hér er ætlunin að fylgja Almenningsveginum frá Kúagerði í Voga. Stuðst verður m.a. við lýsingu Sesselju Guðmundsdóttur í bókinni „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ er endurútgefin var út árið 2007. Um er að ræða nákvæmasta rit um örnefni, vettvangsferðir og sagnir á svæðinu. Auk þess er stuðst við handrit Erlendar Magnússonar á Kálfatjörn þar sem […]

„Hallgrímshellan“ í Þjóðminjasafninu

Löng leit hafði verið gerð að „Hallgrímshellunni“ svonefndu, en hún átti að vera aflöng steinhella á klöpp skammt norðan Þórshafnar við Ósa. Á hellunni átti að vera áletrun (HPS), sem m.a. hefur verið eignuð séra Hallgrími Péturssyni, presti í Hvalsnesi. Leitinni löngu lauk loks í munasafni Þjóðminjasafns Íslands í Kópavogi þar sem Lilja Árnadóttir, yfirmaður […]

Hraunssandur – Festarfjall – Skálasandur

Meðfram fræðslufæti Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, var gengið um Hraunssand og Skálasand undir Festisfjalli (Festarfjalli), þar sem þjóðsagan er tengist bergganginum og festinni á að hafa gerst. Svæðið lýsir stórbrotinni jarðsögu storkubergs, setbergs og myndbreytts bergs, gefur setlögun fyrri jökulskeiða og forðum sjávarstöðu til kynna og kynnir til sögunnar bergganga, syllur og innskot, sprungufyllingar, frumsteindir og […]