Eiríksvegur

Hér er ætlunin að fylgja Almenningsveginum frá Kúagerði í Voga. Stuðst verður m.a. við lýsingu Sesselju Guðmundsdóttur í bókinni “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi” er endurútgefin var út árið 2007. Um er að ræða nákvæmasta rit um örnefni, vettvangsferðir og sagnir á svæðinu. Auk þess er stuðst við handrit Erlendar Magnússonar á Kálfatjörn þar sem hann lýsir Almenningsveginum svo allri leiðinni frá Reykjavík til Njarðvíkur, sem hann fór margoft.
BergþórsvarðaÞegar leiðin var gengin að þessu sinni, frá norðri til suðurs – og til baka (svona til að bera saman smáatriðin), kom ýmislegt áhugavert í ljós. Við meginleiðirnar liggja hliðarleiðir. Til dæmis má ætla að Almenningsvegurinn hafi fyrrum legið eins og hann liggur nú frá Kúagerði, með Arnarvörðu, niður að Kálfatjörn og áfram með Arnarbæli niður að Vogabæjum. Á þessari leið er hann lítt lagaður að öðru en því sem þótti allra nauðsynlegast. Vörður (vörðubrot) eru fáar, en fjölgar er nær dregur endimörkum hans beggja vegna. Út úr Almenningsvegi hefur þróast “Hestaslóð”, hestvagnsgata. Lagfæringar á veginum er allt frá Kúagerði að Bergþórsvörðu. Frá henni hefur verið lagður, annað hvort nýr vegur eða eldri vegur endurbættur, að Flekkuvíkurstíg (Refshalastíg).

Almenningsvegur

Almenningsvegur – Arnarhóll.

Í örnefnalýsingu fyrir Flekkuvík er þar getið um “Almenningsgötur” er bendir til þess að þær hafi verið fleiri en ein á þessum slóðum, sem þær og eru. Gata liggur frá Bergþórsvörðu til norðurs, um náttúrulega steinbrú á Hrafnagjá og síðan áfram uns sést heim að Flekkuvík. Þar beygir gatan vestur heiðina, en Flekkuvíkurstígurinn liðast niður heiðina heim að bæjum. Efri hluti götunnar gæti hafa verið Flekkuvíkurstígur. Hestvagnsgatan er frá Kúagerði að Vatnsleysu. Þar hefur hún beygt áleiðis heim að bæ og kemur aftur í ljós á milli og sunnan bæjanna. Þaðan er stutt að gatnamótum Flekkuvíkurstígs.

Almenningsvegur

Almenningsvegur – ofan Kálfatjarnar.

Önnur gata, ólöguð, liggur svolítið upp fyrir Bergþórsvörðu og beygir þar einnig til norðurs, yfir hlaðna brú á Hrafnagjá. Þaðan er gatan óljós, en lengra má sjá hvar hún beygir um 90° til vesturs, áleiðis upp heiðina að Arnarvörðu, sem fyrr er nefnt. Þótt Almenningsvegurinn aðskiljist Eiríksvegi að mestu leyti frá Kúagerði að Bergþóruvörðu má ætla, af landfræðilegum aðstæðum, að Eiríksvegur hafi verið lagður ofan á Almenningsleiðina á þessum kafla því þar sem sá fyrrnefndi endar í Flekkuvíkurheiðinni heldur sá síðarnefndi áfram upp hana að Arnarvörðu. Þetta virðist flókið, en ef eftirfarandi skýringarmynd er skoðuð af götum í heiðinni ætti þetta að vera svolítið augljósara hvað framhaldið varðar.
Göngusvæðið

Ferðin hófts i Kúagerði; á Akurgerðisbökkum. “Sagnir eru til um að Akurgerði hafi forðum verið í Kúagerði. Fjórir vegir frá mismunandi tímum liggja um [Vatnsleysustrandar]hreppinn endilangan. Sá nýjasti og jafnframt efsti er línuvegur sem gerður var árið 1992 og fylgir hann rafmagnslínu frá Fitjum í Njarðvík að Hamranesi í Hafnarfjarðarlandi. Vegurinn er lokaður almennri umferð. Reykjanesbraut var gerð á árunum 1960-64 og fyrsti hluti tvöföldunar hennar var tekinn í notkun árið 2004 og enn er verið að vinna við breikkun, þ.e. árið 2007.
SkeifubrotGamli-Keflavíkurvegurinn eða Strandarvegur var lagður á árunum 1906-’12 og lá hluti hans allfjarri byggðinni á sunnanverðri Ströndinni en um 1930 var sá partur færður neðar. Gamli-Keflavíkurvegurinn var í upphafi hestvagnavegur og mátti sjá langar vagna- og skreiðarlestir liðast eftir veginum en 1917 tók
u bílarnir við. Hér suður um Strönd og að Vogum verður nafnið Strandarvegur haft yfir Gamla-Keflavíkurveginn. Reiðvegur liggur og með Strandarveginum frá Vatnsleysu og suður í Voga (en hann verður ekki hafður í hávegum hér).”

Kúagerði

Kúagerði 1912.

Ef staðnæmst er við Kúagerði má sjá hvar Eiríksvegur liggur frá Akursgerðisflötum sem og Almenningsvegurinn. Við framangreindar götur á Ströndinni má bæta Kirkjugötunni er lá samfelldur um bæjartraðirnar. Kirkjubrúin sunnan Kálfatjarnar er á þeirri leið.
“Almenningsvegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur víðast hvar tiltölulega stutt frá byggð, þó yfirleitt ofan við Gamla-Keflavíkurveginn og innarlega í Hvassahraunslandi einnig ofan Reykjanesbrautar. Í lýsingu Péturs Jónssonar af Kálfatjarnar- og Njarðavíkursókn frá árinu 1840 er leiðinni lýst svohljóðandi: “Vegur liggur gegnum heiðina frá Stóru-Vogum beint að Breiðagerði, svo með bæjum við túngarða inn fyrir Kálfatjörn, aftur þaðan frá gegnum heiðina inn hjá Vatnsleysu.” Almenningsvegurinn er til hliðar og sunnan við Eiríksveginn á þessum kafla.
SkeifaBátar voru notaðir en hestar til fólks- og vöruflutninga hér í sveit á öldum áður og margar heimildir bera vitni um.
Nafnið Almenningsvegur, yfir gömlu þjóðleiðina, virðist hafa verið notað af Voga- og Vatnsleysustrandarbúum og trúlega líka búendum utar á skaganum því þar sem vegurinn liggur um Hvassahraunsland og innar er hann frekar kallaður Alfaraleiðin. Nafnið sem við notum hér suður frá gæti tengst því að um veginn fóru Suðurnesjamenn um aldir til eldiviðartöku og kolagerðar í Almenning en það er kjarrsvæðið milli Afstapahrauns og Kapelluhrauns, ofarlega. Björn Gunnlaugsson, fyrsti íslenski kortagerðarmaðurinn, setur Almenningsveginn inn á kort árið 1831, en á kortum sem gerð hafa verið eftir það er hann ekki skráður
.”
Hverfum nú aftur til upphafsstaðar. “Við höldum nú í vesturátt frá Kúagerði meðfram Strandarvegi sem lá áður um Vatnsleysu og áfram (nú er búið að byggja brú og hringtorg aðeins sunnar á brautinni. Eftir u.þ.b. 400 m komum við að litlum uppmjóum hól með hundaþúfu fast við veginn sem heitir Tittlingahóll. Ein heimild segir hólinn hafa í upphafi heitað Þyrsklingahól en nafnið afbakast í tímans rás. Víða við sjó hjá Vatnsleysu einkennast hólarnir af háum “hundaþúfum”.
AlmenningsvegurNeðan vegar sjáum við Steinkeravík (Stekkjarvík) og upp af henni komum við fyrst á Almenningsveginn. Fyrrum kölluðu sumir hreppsbúar Almenningsveginn Einingaveg og kom það líklega til af því að í landamerkjalýsingu Jóns Daníelssonar í Stóru-Vogum frá árinu 1840 er eyða í handritinu fyrir framan orðið “…eningsveginn”. Einhverjum hefur sennilega þótt hægast að túlka þetta hálfa orð sem einingaveginn og þannig er það örnefni komið til.
Á
 þessum slóðum sjáum við annað sýnishorn af vegagerð fyrri tíma en það er Eiríksvegur og liggur vegarstæðið þráðbeint frá Akurgerðisbökkum, en þeir eru neðan og vestan við Kúagerði, og áfram vestur yfir holt og hæðir. Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í Reykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba. Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tímann fyrir síðustu aldamót. Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum, ýmist ofan eða neðan hans, og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegur neðstur, svo Almenninsgvegur og Eiríksvegur efstur.

Almenningsvegur

Á Almenningsvegi.

Neðri-Grænhóll er u.þ.b. miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar, vestur af afleggjarnum að háspennutengingu fiskeldistöðvarinnar á Vatnsleysu. Efri-Grænhóll er ofan við brautina.
Ofan við Strandarveg á móts við Stóru-Vatnsleysu er túnblettur og suðvestan hans er mikil varða um sig en að nokkru leyti hrunin sem heitir Bergþórsvarða eða Svartavarða. Varðan hefur líklega verið innsiglingarvarða fremur en mið. Suðuaustur og upp af Bergþórsvörðu er svo Slakkinn, mosalægð sem gengur upp undir Reykjanesbraut og um hann liggur nýja tengibrautin frá hringtorginu til Strandarinnar.
Digravarða og Digravörðulágar eru örnefni á þessum slóðum og líklega er Digravarða spöl sunnan við Bergþórsvörðu, á hól sem er vel gróinn í toppinn. Varðan hefur verið mikil um sig fyrrum en er nú aðeins grjóthrúga. Fyrir ofan Digruvörðu eru Digruvörðulágar.”

Vatnsleysuströnd

Almenningsvegur – Eiríksvegur ofan Vatnsleysu.

Nefnd Digravarða sést tæpast nú orðið. Við Bergþórsvörðu beygir Almenningsvegurinn um 90° til norðurs. Þar hefur og nýr vegur (hugsanlega ofan í gamlan) verið lagður. Sá vegur liggur norðlægar með beina stefnu á Hrafnagjá. Á henni, þar sem vegurinn liggur yfir gjána, er náttúruleg steinbrú. Þaðan í frá er vegurinn augljós að Flekkuvíkurstíg (Refshalastíg), (sjá síðar).
Eiríksvegurinn liggur hins vegar þarna áfram upp upp með hólnum norðanverðum – áðeiðis upp í Flekkuvíkurheiði, langleiðina að Þrívörðuhól. Almenningsvegurinn (eystri) liggur hins vegar til norðurs skammt ofan við Bergþórsvörðu, á brú yfir Hrafnagjá skammt sunnan “hestvagnsgötunnar”. Skammt norðar beygir gatan um 90° til vesturs og liðast þaðan upp heiðina áleiðis að Arnarvörðu. Norðan Bergþórsvörðu er Almenningsvegurinn tvískiptur. Skýringin gæti verið þróun vegarins frá því að vera göngu- og hestagata yfir í að verða hestvagnagata. Þarna gæti hafa verið tenging við veg frá Vatnsleysu, en tenging inn á hestvagnagötuna (vestari götuna) er norðar, ofan túngarðs. Til gaman má geta þess að á báðum götunum mátti sjá leifar af skeifum. Hér á eftir er efri (eystri) leiðinni lýst.
BrúNæst liggur leið okkar um Hafnhóla. Suðvestur frá Bergþórsvörðu er hár og mikill hóll, nokkuð kúptur, sem heitir Litli-Hafnhóll, Neðri-Hafnhóll eða Eystri-Hafnhóll og við hann er loftnetsmastur og sjálfvirk veðurstöð. Sunnar og fast við Reykjanesbrautina að neðanverðu er svo Stóri-Hafnhóll, Efri-Hafnhóll eða Syðri-Hafnhóll. Jón Helgason (1895-1986) ömmubróðir minn sem alinn er upp í Litlabæ á Strönd sagði mér að sá hóllinn sem heitir Litli-Hafnhóll hafi heitið Stóri-Hafnhóll, og öfugt, því hann hafi sýnist stærri frá sjó.
Nú förum við yfir Hrafnagjá og þá rétt austan við afleggjarann að Minni-Vatnsleysu. Gjáin liggur niður um tún Stóru-Vatnsleysu og þar í sjó fram. Margir telja þessa gjá framhald hinnar eiginlegu Hrafnagjár sem er ofan og innan við Voga, en samkvæmt loftmynd og öðrum athugunum er svo ekki.

Arnarvarða

Rétt vestan gjárinnar komum við að Vatnsleysustekk í lítilli kvos fast við og neðan Eiríksvegar en stuttu ofan við nýju tengibrautina. Eiríksvegargerðarmenn hafa látið óhreyft grjótið í stekknum sem segir okkur að líklega hafi hann verið í notkun þegar vinnan stóð yfir.” Ekki er þó með öllu útilokað að eitthvert heimilisfólk að Vatnsleysu hafi meinað vegagerðarmönnum að hrófla við stekknum, enda hafi það haft taugar til hans frá fyrri tíð. Dæmi eru um að öðrum mannvirkjum í Vatnsleysulandi hafi verið hlíft þrátt fyrir að notkun þeirra hafi þá verið hætt.

Almenningsvegur

Almenningsvegur – refaskyttubyrgi.

“Á móts við Flekkuvíkurafleggjarann hefur lítið grjótbyrgi verið byggt ofan í Almenninsgvegi en á þessum slóðum er sá vegur u.þ.b. 50 m fyrir ofan Strandarveg. Nú hækkar landið aðeins og til vinstri handar er rismikil og falleg hólaþyrping sem ber við himinn, heita þar Miðmundahólar og ofan þeirra Miðmundalágar. Hólarnir eru ekki eyktarmark frá Flekkuvík sem mætti ætla við fyrstu sýn né heldur eyktarmark frá öðrum bæjum í grennd að því er virðist.
Á háheiðinni norðvestur af Miðmundahólum og nær Strandarveginum, er Arnarvarða eða hluti hennar á hól en við hólinn norðanverðan liggur Almenningsvegurinn. Arnarvarða er á mörkum Flekkuvíkur og Kálfatjarnar.”

Braggagrunnur

Þegar komið er upp að Arnarvörðu má sjá yfir gjörvalla heiðina. Ætla mætti að hér hafi tilgangum um verið náð með “ofanleiðinni”, en að sjálfsögðu hlýtur hann að hafa verið allt annar. Ef skoðaðar eru loftmyndir af svæðinu má ætla að í raunþrátt fyrir nokkra hækkun, hafi þessi “úrleið” ekki verið lengri svo nokkru nemi. “Vestari leiðin” liggur þó betur við fæti, liggur neðar og er greiðfærari. Hún liggur neðan við Stúlknabyrgi, en við nánari skoðun virðist þar hafa verið um “sæluhús” eða skjól að ræða á leiðinni. Nafnið er vel við hæfi.

Almenningavegur

Almenningsvegur genginn.

Tvívörðuhóll heitir hóll rétt niður og vestur af Arnarvörðu fast við Strandarveginn og vestan undir honum er Miðmundastekkur sem líklega er frá Flekkuvík. Á hól upp af og við Tvívörðuhól er braggagrunnur ef einni varðstöð stríðsáranna og að henni liggur greinilegur vegarslóði. Tvívörðuhæð er hæðin kölluð en Tvívörður voru neðan Strandarvegar.
Suður af Tvívörðuhól sjáum við klapparhryggi með grasrindum utan í sem hita Löngubrekkur. Þesar slóðir eru kallaðar Hæðin en á há Hæðinni er Stefánsvarða neðan vegar. Stefánsvarðan er eitt helsta kennileitið á leiðinni. Varðan er óvenjuheilleg og stendur skammt neðan þjóðvegarins á hæstu hæðinni norðan Kálfatjarnar, eða öllu heldur austan Litlabæjar. Varðan er nánar tiltekið á há Hæðinni norðan Vatnsleysustrandarvegar.

Árnavarða

Almenningsvegurinn lá um Hæðina skammt sunnan við vörðuna og má enn sjá móta fyrir honum á köflum. Varða þessi er kennd við Stefán Pálsson útgerðarmann á Stóru-Vatnsleysu. Stefán Pálsson fæddist í Hvassahrauni 5. febrúar 1838. Hann giftist 24. nóvember 1865 Guðrúnu Gísladóttur, þá 40 ára ekkju. Þau bjuggu á Minni-Vatnsleysu og síðan, að því er virðist, á Stóru-Vatnsleysu. Vegagerðarmenn er unnu við gerð þjóðvegarins ofan Strandarbæjanna í byrjun 20. aldar rifu vörðuna eins og svo margar aðrar á þessum slóðum og notuðu grjótið sem kanthleðslur í nýja veginn. Eftir að hæðin hafði verið vörðulaus í u.þ.b. hálfa öld tóku þeir Jón Helgason og Magnús sonur hans sig til árið 1970 og endurhlóðu vörðuna. Í stein í vörðunni mót austri er klappað nafnið Stefánsvarða. Magnús var um skeið minjavörður í Byggðasafni Hafnarfjarðar og skrifaði margar fróðleikslýsingar um mannlífið þar fyrrum, s.s. “Byggð í byrjun aldar.” Til fróðleiks má geta þess að Magnús sótti áður steininn í vörðuna heim að gamla bænum á Minni-Vatnsleysu og markaði sjálfur áletrunina í hann til minningar um nefndan Stefán.”

Vatnsleysuströnd

Almenningsvegur – Eiríksvegur ofan Vatnsleysu.

Hér “vatnar undir” lýsinguna. Verið var að rekja “eystri” leiðina um Almenningsveg, en hér er allt í einu komið niður á “vestari” leiðina, þ.e. hestvagnagötuna. Ástæðan er líklega sú að hvorutveggja er Almenningsvegur, frá mismunandi tímum. Skammt frá má sjá leifar af fyrstu vegagerð Strandarvegar, sem síðan hefur verðu færður skammt ofar.
Arnarvarðarleiðin, þótt hún virðist lengri í fyrstu, en einstaklega áhugaverð. Frá henni er hið ágætasta útsýn um gjörvalla Vatnsleysustrandarheiði. Ætla mó þá að ferðalangar fyrrum hafi ekki verið að leita eftir slíkum hughrifum á erfiðri þjólðeið millum áfangastaða.

Almenningsvegur

Vegur ofan Arnarvörðu.

Líklegt má telja ef nágrenni Arnarvörðu er skoðað nánar megi þar finna leiðir upp frá henni að áfangastöðum ofar í heiðinni.
Tveir hólar eru neðan við vörðuna; Stefánshólar. Norðan undir þeim nyrðri er Borgarkotsstekkur. Aðeins vestar en Löngubrekkur er svo klapparhóll, brattur að norðanverðu, sem heitir Grjóthóll. Á þessu svæði er Almenningsvegurinn frekar óljós.” Aftur er hér aftur horfið til “vestari leiðar” Almenningsvegar. Hún sameinast vestari leiðinni neðan undir Hæðinni. Engin ummerki um hana er að sjá vestar, ofan núverandi Strandarvegarm enda má ætla að leiðin hafi fyrrum legið áleiðis niður að Kálfatjörn.
GamlivegurFast ofan og austan við Kálfatjarnarvegamót er Prestsvarða sem ein heimild kallar Staðarvörðu og í henni neðarlega er steinn sem vísar á kirkjustaðinn. Suðaustur af vörðunni er langur klapparhóll með lítilli grjótþúst á og heitir hann Klifflatarhóll en fyrir austan og ofan hann er nokkuð stór þúfumói sem kallast klifflatir.” Reyndar eru engin ummerki eftir Almenningsveginn (eystri) á þessum slóðum. Líklegra er að hann hafi sameinast vestari götunni undir Hæðinni og legið með henni að garðhliði Kálfatjarnar.
Þegar skoðaðar eru aðstæður austan og vestan Kálfatjarnar má glögglega sjá hvar leiðir hafa legið að höfuðbýlinu. Hlið er á grjótgarði að vestanverðu þar sem Almenningsvegurinn hefur legið að. Vestan hans sést í hestvagnagötuna ofan suðurgarðs Kálfatjarnar. Þar liggur hún áleiðis upp með ofanverðum túnum Þórustaða, ofan við Þórustaðaréttina. Enda segir í sóknarlýsingunni frá 1840 að vegurinn hafi legið þarna ofan túngarða.
ÁsláksstaðastekkurÞórustaðarstígur liggur frá túngirðingu Þórustaða, u.þ.b. 200 m norðan afleggjarans að bænum og allt upp að ufir fjallgarðinn (Vesturháls). Stígurinn er ógreinilegur fast við og ofan Strandarvegar. Skammt ofar við götuna er Þórustaðaborg. Stígurinn var einnig kallaður Kúastígur á þessu bili því kúm var beitt við borgina á sumrin. Þórustaðaborgi hefur upphaflega verið fjárborg, en fjárborgum var stundum breytt í stekki eða aðrar byggingar sem hentuðu búskaparháttum hvers tíma og það virðist hafa verið gert þarna.
Stuttu ofan og á móti Landakoti er breitt og flatt holt sem heitir Skálholt og um það eru mörk Landakots og Auðna. Á Skálholti eru a.m.k. þrjár vörður og leifar af litlu grjótbyrgi með vörðu í. Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa s
unnin í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum er uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.”
VarðaRétt ofan við syðstu sumarbústaðina í Breiðagerði er nokkuð áberandi varða og fast neðan hennar komum við á “Hestaslóðina” sem svo var nefnd. Þetta er nokkuð breiður vegur, flórlagður á köflum og hefur verið lagður með hestvagnanotkun í huga. Almenningsvegurinn er að mestu horfinn á þessu svæði vegna nýrri tíma framkvæmda.
Hér í krappri beygju Strandarvegar erum við komin að Gamlavegi en hann liggur frá Breiðagerði svo til beint yfir heiðina og mætir bílveginum aftur nokkuð sunnan Brunnastaðahverfis. Víða er um kílómeters leið frá bæjum að Gamlavegi sem þótti langt enda um klappir og holt að fara, oft með þungar byrðar. Bændur höfðu þar hver sitt hlið og brúapall og á einstaka stað má enn sjá merki um hlið og götur frá veginum í átt til bæja. Strandarbændur undu ekki vegarstæðinu og  börðust hart fyrir vegi nær byggðinni. Árið 1930 var, eins og fyrr segir, nýr vegur gerður og Gamlivegur lagur af með lítilli eftirsjá búenda í Áslákstaða-, Hlöðunes- og Brunnastaðahverfi. Nú er Gamlivegur notaður sem reiðvegur.”
StúlknabyrgiGamlivegur er að sjálfsögðu fyrrum hluti Gamla-Keflavíkurvegar (Strandarvegar). Líklegt má telja að hann hafi verið lagður yfir “hestvagnsgötuna”. Út frá henni liggur síðan gamli Almenningsvegurinn upp heiðina áleiðis að Arnarbæli.
“Vatnsleysustarndarrétt eða Strandarrétt stendur á sléttu klapparholti vestan Árnastekks. R
éttin var hlaðin úr múrestinum og var vígð árið 1956, en fyrir þann tíma var lögrétt hreppsins í Vogalandi suður undir Vogastapa. Fast við réttina að austanverðu stóð Ásláksstaðarétt en grjótið úr henni var notað í vegarlagningu. Fyrir ofan Strandarrétt standa tvær háreistar vörður þétt saman en þær hlóðu sér til gamans tveir vikapiltar á Sjónarhóli fyrir fáum áratugum.
Hér er mjög erfitt að rekja Almenningsveginn en þegar sunnar dregur verður hann greinilegri.

Friggjargras

Rétt sunnan og ofan við vegamót Gamlavegar og Strandarvegar í Breiðagerði er Krummhóll með uppmjórri vörðu á og í framhaldi og upp af honum kemur svo Borg en það er langt holt nokkuð gróið og þar gæti hafa verið fjárborg fyrrum. Ofarlega í holtinu eru rústir af beitarhúsum. Aðeins neðar er greinilega nýrri fjárhústóft. Rétt ofan og austan við efri rústirnar er lítið vatnsstæði í klöpp, vel falið í viki undir lágum hólum. Ofan og austan við Borg er stekkur sem heitir Litlistekkur.
Vatnshólar heita tveir hólar fast ofan Gamlavegar beint suður af Árnastekk. Suðvestur af Rauðstekk eru fallegustu og grónustu hólar heiðarinnar en þeir heita Arnarbæli eða Arnarbælishólar. Hólarnbir eru mjög áberandi og sjást víða að Stuttu ofna og sunnan við Arnarbæli er Ásláksstaðastekkur í Kúadal, heillegar hleðslur.”
Við Arnarbæli greinist Almenningsvegur; annars vegar vestur fyrir hólana og hins vegar austur fyrir þá. Austari gatan er greinilegri. Líklega hefur Kúadalur verið talinn álitlegri áningastaður áður en lokaáfanganum var náð niður að Vogum.
“Slysabeyja er á mótum Gamlavegar og Strandarvegar. Þegar Gamli-Keflavíkurvegurinn var aðalsamgönguæð Suðurnesjabúa ultu bílar oft í þessari hættulegu beygju og af því degur hún nafnið. Syðst við Slysabeygju að ofanverðu er hóll sem heitir Lúsaborg. Heimild er til um Lúsaborgarvörðu en engar hleðslur eru sjáaanlegar þarna og engar sagnir til um borg á þessum stað.

Almenningsvegur

Fast upp af Stekkholti eru tveir Presthólar. Sigurjón Sigurðsson (1902-1987) frá Traðarkoti segir í örnefnalýsingu af Brunnastaðalandi: “Sagt er, að þeir fragi nafn sitt af því, að einhvern tíma hafi hóllinn (hólarnir) staðið opinn og sést inn í hann (þá) og hafi prestur í fullum skrúða staðið þar fyrir altari.”
Milli Presthólanna liggur Almenningsvegurinn og er mjög greinilegur þar og því tiltölulega auðvelt a rekja sig eftir honum frá hólunum og suður í Voga. Gatan hefur verið vörðuð á þessum kafla fyrrum en nú standa aðeins lágreistar grjóthrúgur eftir. Sumstaðar hverfur hún alveg í grjótmela og moldarflög en annarsstaðar, t.d. austan við Presthóla, sjást djúp hófaför í klöppunum.”
Reyndar sjást engin fá hófaförin þarna, en af verksummerkjum að dæma má telja augljóst að þarna hafi gatan legið.

Almenningsvegur

Almenningsvegur.

Nú erum við komin á Hæðina við Voga þar sem Strandarvegur gengur út úr Vogaafleggjara. Ef grannt er leitað má finna syðsta hluta Almenningsvegar þar sem Hæðina þrýtur til austurs og þá sitt hvoru megin Strandarvegar.”
Reynt hefur verið að lýsa Almenningsveginum á Ströndinni af tímafrekri nákvæmni. Eflaust mun, við nákvæmari skoðun, koma í ljós einhverjar hjáleiðir, sem ekki hafa verið nefndar.
Í Ísafold, 11. okt. 1890, má lesa eftirfarandi:
Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum “Svívirðingin”, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðsmarkið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við Varðahinn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er
allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og
lengra ætla ég ekki að fara að sinni. Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi. Ég skal leyfa mér að láta í ljósi skoðun mína um það; það fara svo margir þennan veg, að vonandi er, að einhverjir fleiri en ég skýri frá, hvernig þeir álíti þessu best í lag hrundið.
Sá vegur liggur vestur
Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa).

Strandarvegur

Strandarvegur.

Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við
á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn. Ritað á Fidesmessu 1890. Vegfarandi.”
Gatnakerfi Vatnsleysustrandar verður gefinn nánari gaumur á næstunni. Hér var um að leiða lokaáfanga á 1200. FERLIRsáfanganum á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild m.a.:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi 2007.
Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl.
-Erlendur Magnússon, Kálfatjörn – handrit

Horft.