Entries by Ómar

Mannvirki í seljum

Selstöðvar voru tímabundnar nytjastöðvar frá einstökum  bæjum. Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar af yfir 420 slíkum. Mannvirki í seljum á Reykjanesskaganum, auk húsanna, eru hlaðnir stekkir og kvíar, nálægar réttir, fjárskjól með hleðslum fyrir og í, hlaðnar fjárborgir eða –byrgi, manngerðir brunnar og vatnsstæði, hlaðnir nátthagar og vörður, ýmist við selgöturnar eða selin sjálf. […]

Fornleifar og menningin

Selin á Reykjanesskaganum, mannvirki þeim tengdum og leiðir að þeim teljast til fornleifa. Á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands á Netinu er m.a. fjallað um fornleifar. Þar segir að “fornleifar séu efnislegar minjar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðirnar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg […]

Fiskgeymsla – leyndardómur „Tyrkjabyrgjanna“ í Sundvörðuhrauni

Margir hafa sótt Selatanga heim, eina þekktustu verstöð Reykjanesskagans fyrrum. Færri vita að svipaðar minjar má finna nokkrum öðrum stöðum í nágrenni Grindavíkur, s.s. mikla þurrkgarða, -byrgi og ekki síst – fískgeymslur. Vegna þess hversu fáir vita af öðrum mannvirkjum hafa þau að mestu fengið að vera í friði og því varðveist nokkuð vel. Mannvirkin á Selatöngum hafa látið […]

Fyrstu ár Keflavíkur

Eftirfarandi frásögn frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur um „Fyrstu ár Keflavíkur“ má lesa í Faxa 1947: „Blaðið hefur tryggt sér nokkrar greinar um ýmsan gamlan fróðleik af Suðurnesjum, og birtist fyrsta greinin í þessu blaði. Er það frú Marta V. Jónsdóttir sem þessar greinar ritar. — Frú Marta Valgerður Jónsdóttir er fædd 10. jan. 1889, að […]

Krýsa og Herdís – saga

Krýsuvík er austastur bær í Gullbringusýslu með sjávarsíðunni, en Herdísarvík er vestastur bær í Árnessýslu. Þetta eru næstu bæir sinn hvoru megin við sýslumótin; hvort tveggja er landnámsjörð og svo að ráða sem sín konan hafi gefið hvorri nafn er þar bjuggu lengi, og hét sú Krýs er byggði Krýsuvík, en Herdís sú er setti […]

Almenningur

Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust í konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir það voru þær í eigu bænda þar til búskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á meðan […]

Hafnir – mannvistarleifar

Bæjarsamfélagið Hafnir á Reykjanesi (Reykjanesskaga) gefur heilstæða mynd af búsetu- og atvinnuháttum íbúanna allt frá landnámi til þessa dags. Fjölmargar fornleifar á svæðinu endurspegla hvorutveggja, auk þess sem hús og önnur nútímamannvirki sýna þróun byggðarinnar á liðinni öld. Nú er meginbyggðin umleikis Kirkjuvog og Kirkjuvogskirkju. Áður náði hún í vestri að Kalmannstjörn (Junkaragerði) og Merkinesi […]

Fjórða eldgosið ofan Grindavíkur á fjórum mánuðum

Fjórða eldgosið ofan Grindavíkur, á milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Stóra-Skógfells, hófst kl. 20:23 þann 16. mars 2024. Þetta er sjöunda hrinan í röð eldgosa á þessum sveimi síðan 2021. Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024 og þriðja 8. febrúar 2024. Fyrri goshrinurnar voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring, en […]

Tvær tilbúnar vörður í suðaustanverðri Miðnesheiði – skilti

Skammt norðan Nesvegar millum Reykjaness og Reykjanesbæjar hefur tveimur tilbúnum vörðum fyrir komið; nokkurs konar minnismerkjum.  Á sitthvorri vörðunni er skilti þar sem á má lesa eftirfarandi texta: Á þeirri vestari; „Bandaríski herinn á Íslandi„ Vorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir […]

Tvær aldir í Keflavík

Dr. Fríða Sigurðsson skrifaði árið 1972 í Sunnudagsblað Tímans um upphaf þéttbýlis, „Tvær aldir í Keflavík„: „Í Keflavík hafði öldum saman aðeins verið bóndabær. Víkin hafði reyndar verið notuð sem höfn, ef ekki fyrr, þá að minnsta kosti með vissu síðan í byrjun 16. aldar, en enginn kaupmaður hafði þar fast aðsetur á undan Holger […]