Entries by Ómar

Dauði Runólfs í Kólgu

Gísli Sigurðsson skrifaði um „dauða Runólfs Runólfssonar í Kólgu“ (Klapparkoti) í Faxa árið 1965: „Alla nítjándu öldina og að minnsta kosti fyrsta tug þessarar aldar sóttu menn af öllum Suðurnesjum verzlun sína til Keflavíkur. Ekki var það fyrr en eftir 1910, sem farið var að vinna að vegabótum þar um slóðir, þannig að gera vegi […]

Fitjakot

Fitjakot var upphaflega fornt býli í Kjalarnesþingi. Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði“ árið 2018 er m.a. fjallað um kotbýlið undir fyrirsögninni „Fitjakot, saga, minjar og örnefni„: „Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð […]

Fornvegir ofan Reykjavíkur

Á uppdrætti, sem fylgir örnefnalýsingu fyrir Grafarholt og Korpúlfsstaði má sjá gamlar þjóðleiðir frá og til Reykjavíkur að norðan og austan, þ.e. „Norður- og Vesturlandsveg fyrir aldamótin 1900“, „Þingvallaveg hinn forna“ og „Austurveg hinn forna„. Í „Byggðakönnun 7 fyrir Árbæ“ frá árinu 2017 m.a lesa eftirfarandi um „fornar leiðir og greiðasölu„: „Elsta þjóðleiðin til og […]

Bullaugu

Skrifað var um „Bullaugu“ í Morgunblaðið 3. mars árið 1962: „Þegar ljóst var, að ekki væri með auðveldu móti hægt að virkja vatnið í hrauninu hjá Jaðri, var fenginn jarðbor til borunar í Grafarlandi á landi því, sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið úthlutað undir golfvöll. Ástæðurnar til þess, að boranir hófust þarna voru nokkrar m.a.: […]

Hlöðuneshverfi

Eftirfarandi var skrifað um Vatnsleysuströnd (Narfakot, Halldórsstaði, Hlöðunes og Atlagerðistangavita) í Morgunblaðið árið 1970: „Þetta var á einum hinna frosthýru daga í fyrri viku, þegar loftið var tært, eilítið skæni á pollum eftir nóttina, en sól á suðurhveli, og þeim ekkert að vanbúnaði, sem langaði í hressandi helgargöngu um íslenzka náttúru; hún er söm við […]

Laugarnesið – Guðfinna Ragnarsdóttir

Guðfinna Ragnarsdóttir skrifaði um „Laugarnesið“ í rit Ættfræðingafélagsins árið 2017: „Það lætur ekki mikið yfir sér Laugarnesið, þessi snubbótti tangi sem teygir sig til norðvesturs út í flóann í átt að Engeynni. En þar leynist bæði löng og merk saga, saga kvenna og karla, saga atburða og örlaga, saga biskupa og valda, saga mennta og […]

Reykjanesskagi – jarðfræði

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn; um 2.000 ferkm að flatarmáli. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki.  Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan [sjálfan] Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum. […]

Laugarnes – menningar- og búsetulandslag

Búseta hófst í Laugarnesi skömmu eftir landnám. Samkvæmt Jarðabókinni frá 1703 voru þá í Laugarnesi fjórar hjáleigur og íbúar 28. Búskapur var þá mestur hjá bóndanum í sjálfu Laugarnesi en í kotunum var hokurbúskapur. Tvö hjáleigukotanna stóðu hvort við sína vörina, Norðurkotsvör og Suðurkotsvör. Norðurkot var áður kallað Sjávarhólar en Suðurkot, sem    var nær […]

Esjan – Ingvar Birgir Friðleifsson

Sjáið tindinn, þarna fór ég! Eftirfarandi viðtal um Esjuna og nágrenni tók Anna G. Ólafsdóttir við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing, fyrir Morgunblaðið sunnudaginn 20. september 1998: „Fátt þykir Reykvíkingum betra en að hafa óskert útsýni yfír Esjuna. Anna G. Ólafsdóttir grófst fyrir um hin ólíku svipbrigði fjallsins í spjalli við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing og […]

Krýsuvík – höfuðból og fjórtán hjáleigur

Árið 1989 ritaði Ólafur E. Einarsson eftirfarandi grein í Dagblaðið-Vísir undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess„. Tveimur árum áður (7.  mars, bls. 4-6) hafði hann ritað grein í Lesbók Morgunblaðsins um sama efni.  „Svo segir í fornum ritum að Grindavík eða Grindavíkursókn takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land […]