Entries by Ómar

Grindavíkurvegir áður fyrr

Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða. Fótspor hans og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð.  Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af […]

Seljabúskapur – endalokin

Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í Andavara árið 1916 um „Endalok seljabúskaparins“ hér á landi: „Menn höfðu til forna miklu meira í seljum en nú og sel voru víða hátt til fjalla og heiða; þau lögðust niður, ekki vegna þess að landkostir rýrnuðu, heldur af breytingu á búskaparlagi og af vinnufólkseklu, það hefir altaf smátt og smátt […]

Hugsað til Krýsuvíkurbergs

Myndina [s/h] hér að neðan tók sænskur ljósmyndari, þá konunglegur hirðljósmyndari. Hann sagði, að stórfenglegri sýn hefði aldrei borið fyrir auga myndavélar sinnar, og svo áfjáður var hann í myndir, að fylgdarmenn hans urðu að halda í fæturna á honum, svo að hann steypti sér ekki fram af bjargbrúninni í algleymi sínu við myndatökuna. „Krýsuvíkurberg […]

Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs – II

Árið 2013 var gerð viðarmikil fornleifaskráning í Eldvörpum ofan Grindavíkur, „Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs„. Áður hafði svæðið verið fornleifaskráð af ónákvæmni. Í inngangi skýrslunnar, sem gefin var út í framhaldinu, segir m.a.: „Að beiðni Ásbjörns Blöndal, forstöðumanns þróunarsviðs HS Orku, tóku skýrsluhöfundar, Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, saman […]

Garðakirkja endurreist – Sigríður Thorlavius

Sigríður Torlavius skrifar í Tímann árið 1965 um endurreisn Garðakirkju: „Í meira en sex hundruð ár hafði staðið kirkja að Görðum á Álftanesi. Frá kirkjudyrum höfðu menn sýn yfir strönd og nes horfðu vestur um flóa, í sólsetursglóð eða kólgubakka. Þaðan mátti sjá fólk starfa að landbúnaði og við sjófang, báta róa til fiskjar, snúa […]

Krýsuvík kemst í eign Hafnarfjarðar

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og […]

Oddur V. Gíslason

Í bókinni „Sjómannasaga“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, segir m.a. frá Oddi V. Gíslasyni: „Enginn maður ljet meira til sín taka öryggismál sjómanna á erfuðustu árum þilskipanna en sjera Oddur V. Gíslason að Stað í Grindavík (f. 8. apríl 1836, d. 10. jan. 1911). Oddur var einkennilega samsettur maður, ákafamaður og brennandi í andanum, síleitandi og […]

Gunnuhver

Þjóðsagan um Gunnu við Gunnuhver á Reykjanesi er eftirfarandi: „Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandi við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti semhann átti að hafa tekið af henni, líklega upp í skuld. Kerling tók sér það svo nærri að hún heitaðist við […]

Breiðagerðisstígur neðanverður

Ætlunin var að ganga upp í Breiðagerðissel (Auðnasel) og huga að götum upp frá því og síðan áleiðis niður á Vatnsleysuströnd. Til hliðsjónar var hafður þjóðleiðauppdráttur Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1831, en hann var lengi notaður sem helsta leiðsögn ferðalanga um Landnám Ingólfs. Leiða má af því líkum að þær götur, sem þar eru sýndar, […]

Breiðagerðisstígur ofanverður

Ætlunin var að fylgja götu, sem sjá má á upppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1831, en á honum eru dregnar upp helstu þjóðleiðir í landnámi Ingólfs. Á uppdrættinum liggur Sandakravegurinn t.a.m. milli Innri-Njarðvíkur og Ísólfsskálavegar, en ekki úr Vogum, eins sýnt hefur verið á kortum í seinni tíð. Þá er Skógfellavegur ekki á uppdrættinum. Fyrrnefnd […]