Háspennulínan „Ljósafoss—Elliðaár“ um Mosfellsheiði
Jakob Guðjohnsen skrifaði í Tímarit Verfræðingafélags Íslands árið 1937 um „lagningu háspennulínunnar á Mosfellsheiði árið 1935 frá Ljósafossi í Sogi (Ölvusvatnsá) að Elliðaánum„. Lína þessi hefur nú verið tekin niður en í gamla línustæðinu má enn víða sjá spor hennar í umhverfinu, bæði eftir vegagerðina og staurana. Hafa ber í huga að framkvæmd þessi fór […]