Entries by Ómar

Háspennulínan „Ljósafoss—Elliðaár“ um Mosfellsheiði

Jakob Guðjohnsen skrifaði í Tímarit Verfræðingafélags Íslands árið 1937 um „lagningu háspennulínunnar á Mosfellsheiði árið 1935 frá Ljósafossi í Sogi  (Ölvusvatnsá) að Elliðaánum„. Lína þessi hefur nú verið tekin niður en í gamla línustæðinu má enn víða sjá spor hennar í umhverfinu, bæði eftir vegagerðina og staurana. Hafa ber í huga að framkvæmd þessi fór […]

Bessastaðir – Bessastaðakirkja II

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins. Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. aldar.Eftir siðaskiptin vænkast hagur […]

Sveppir I

 Á Íslandi eru nú þekktir um 2000 tegundir af sveppum. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir. Til kólfsveppa teljast meðal annarra allir svokallaðir hattsveppir. Einnig teljst ryð- og sótsveppir sem lifa á […]

Hagavík, Lómatjörn og Hagavíkursel

Hagavík var jörð í Grafningi, hjáleiga frá Ölfusvatni 1706 en þó talið „Gamalt býli“, Skálhotlsjörð. getið í Harðarsögu: „Högni hét maðr [augugr] ok bjó í Hagavík, skammt frá Ölfusvatni“. Jarðarinnar er getið í máldaga Ölfuskirkju sem átti 12 hdr í Ölfusvatni og Hagavík um 1180. Sunnan Hagavíkur er Bæjarfell. Vestan þess er Leirdalshnúkur. Gata lá […]

Friðlýstar fornleifar

Eftirfarandi eru friðlýstar fornleifar og minjastaðir á Reykjanesskaganum: Þingvellir, Alþingisstaðurinn forni. Þar var Alþingi Íslendinga háð frá því um 930 til ársins 1798. Á Þingvöllum eru friðlýstar allar þingbúðarústir og aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað beggja vegna Öxarár ásamt rústum fornra býla. Þingvellir er fyrsti þjóðgarður Íslendinga frá árinu 1928. Þingnes […]

Gamli Þingvallavegurinn – sæluhúsin

Gamli Þingvallavegurinn var lagður frá Geithálsi austur að Almannagjá á árunum 1890-1896 undir verkstjórn Árna Zakaríassonar og Einars Finnssonar. Guðjóni Helgason á Laxnesi vann m.a. að endurbótum vegarins snemma á 20. öld. Gamli Þingvallavegurinn var mikið framfaraspor á sínum tíma, hann var byggður á hestvagnaöld en nýttist einnig eftir að tímar bílsins runnu upp. Vegurinn […]

Keflavíkurflugvöllur (Meeks) – varnarsvæðið

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni. Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda. Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif […]

Kálfatjarnarhverfi

Ólafur Erlendsson og Gunnar Erlendsson, bóndi á Kálfatjörn lýsa hér Kálfatjarnarhverfinu. Gunnar er fæddur í Tíðagerði í febrúar 1920. Tíðagerði var byggt úr landi Norðurkots. Hann fluttist að Kálfatjörn fárra vikna gamall og er uppalinn þar. Ólafur er einnig fæddur í Tíðagerði, í október 1916, og ólst þar upp til tvítugs. Hér er getið hluta […]

Keflavíkurjörðin

Kaupstaðurinn Keflavík stendur við samnefnda vík er markast af Hólmsbergi að norðanverðu, af Vatnsnesi að sunnanverðu, og gengur inn úr vestanverðum Stakksfirði, en svo nefnist syðri hluti Faxaflóa, sem markast af Rosmhvalanesi og Kvíguvogastapa að austanverðu. Heimafólk segir að fallegt sé í Keflavík – þegar vel viðrar. En þar gnauða líka vindar allra átt. Landsynningurinn […]

Duushús

Árið 1845 eru eftirtaldir kaupmenn með verslun í Keflavík: Martinus Smith, Sveinbjörn Ólavsen, W. Ch. H. Fischer og Gros Knutsen. Árið 1848 kaupir Peter Duus Keflavíkurverslunina, sem var norðan Stokkavarar og verslaði hann til 1864 að sonur hans, Hans Peter Duus tók við henni og verslaði hann til dauðadags, en hann lést 23. júlí 1884, […]