Entries by Ómar

Skjaldarmerki – sögubrot

Uppruni Frá fornu fari hafa hermenn skreytt skildi sína en riddaratíminn í Evrópu ca. 1050-1450, var blómatími skjaldramerkjanna. Þá höfðu skjaldarmerkin hagýta þýðingu, m.s. samfara notkun lokaðs hjálms er olli því að ekki sást í andlit riddarans. Skjaldarmerkið var því oft það eina sem þekkja mátti riddrana á. Riddararar og lénsmenn þáðu skildi með merkum […]

Heimildir – Byggðalagasaga – Reykanesskagi vestanverður

Eftirfarandi er yfirlit yfir sögu einstakra byggðalaga á Reykjanesskaganum vestanverðum:  -Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesnesið okkar. Kaflar úr sögu Bessastaðahrepps. Bessastaðahreppur 1998. 48 bls. Þetta er kennsluefni í samfélagsfræði fyrir nemendur Álftanesskóla og er að nokkru stuðst við efni bókarinnar Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Efnið nær frá landnámi til loka 20. aldar. -Anna Ólafsdóttir […]

Hraunin II

Gengið var um Hraunin og Hraunabæina svonefndu, s.s. Straum, Gerði, Þorbjarnastaði, Óttarstaði, Eyðikot og Lónakot. Tólf bæir, lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir stóðu á ströndinni frá Straumsvík suður að Lónakoti. Þar var kallað í Hraunum og heitir svo enn þó að nú sjáist þar aðeins garðar, tóftir og nokkrir sumarbústaðir. Þarna er unaðsreitur fegurðar, samt minna […]

Reykjanesskagi – smáspeki

Reykjanesskaginn á sér magnaða sögu. Íbúarnir hafa hins vegar oft verið meira sem þátttakendur en gerendur í hinum stærri atburðum, s.s. atburðunum í kjölfar átaka Englendinga og Þjóðverja og aftöku Jóns Arasonar. Mikil umferð fólks var um svæðið alls staðar af landinu, það kom á vertíðir og fór síðan. Kot voru mörg hver lítil og […]

Hafnir í gamla daga

“Það er haft eftir Magnúsi Stephensen, að samkvæmt ævagömlum heimildum hafi mest allur hluti Reykjaness árið 1000 sokkið í sæ, og þá komið upp Geirfuglasker. Ætti þá fyrir þann tíma að hafa verið land langt norðvestur út fyrir Eldeyjar, þannig að Eldey og drangar þeir, sem þar eru, hafi á þeim tíma og fyrr verið […]

Miðnesheiði – þeir urðu úti

 “Frá því að föst verslun hófst í Keflavík hafa Suðurnesjamenn, allir vestan Vogastapa, þar með talin Grindavík og nokkuð úr Vogum og Strönd, átt margar göngur til kaupstaðar síns. Mestar voru voru þessar ferðir um vetrartímann, því þá voru allir karlmenn heima við heimili sín. Að vísu fengu flestir bændur, fyrir aldamót, aðalbirgðir til heimila […]

Bollasteinn – Ólöf Nordal

Úti við Gróttu á Seltjarnarnesi er útilistaverk Ólafar Nordal (fædd 1961); Bollasteinn. Það er gert úr heilum grágrýtissteini sem í er sorfin hringlaga fótbaðs- eða vaðlaug. Listaverkið var sett upp um 2005 og er á svonefndum Kisuklöppum. „Laugin er lýst upp með mildu rafljósi að innanverðu og í hana rennur stöðugt óblandað, forkælt jarðhitavatn úr […]

Hallgrímur Pétursson á Suðurnesjum

“Einhvern tíma snemma vors árið 1637 kemur skip sem oftar fyrir Reykjanes og stefnir til Keflavíkur. Bát er róið út í skipið og leggjast að hlið þess. Forvitin augu beinast að bátsverjunum úr landi. Hún er þögul, en hann er ræðinn og léttur í máli. Áður en lent er í fjörunni hafði hann sagt nokkur […]

Er Reykjanes sama og Suðurnes?

Á Vísindavef Hákóla Íslands má lesa eftirfarandi svar Svavars Sigmundssonar, fyrrv. forstöðumanns Örnefnastofnunar um „Er Reykjanes sama og Suðurnes?“: „Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: „Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land […]

Ranglát

Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði vildi vekja athygli á eftirfarandi eftir ferð um Sveitarfélagið Garð fyrir stuttu: „Takk fyrir síðast. Þegar við fórum ferðina um Garðinn var ég spurður um vörðu sem er syðst á Langholtinu í Leirunni, og vissi ég það ekki þá. Nú hef ég komist að því. Varðan heitir Ranglát og var […]