Entries by Ómar

Þorbjarnarstaðir – örnefni

Hér verður vitnað í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum og nágrenni. Hún var upphaflega skráð af Gísla á sjöunda áratugnum eftir Ástvaldi Þorkelssyni frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónssyni frá Hlíð, Magnúsi Guðjónssyni frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfssyni frá Eyðikoti. Einnig studdist hann við gömul landamerkjabréf.    3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og […]

Stekkjargil – skilti

Neðan Stekkjargils vestan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað fjallar um plöntur og hitt um búskaparhætti. Á fyrra skiltinu; „Stekkjargil„, segir m.a.: „Í Stekkjargili eru margar tegundir platna. Hér fyrir neðan eru myndir og lýsingar á nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þesssa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda […]

Þingvellir – skilti II

Skammt frá fyrrum Valhöll á Þingvöllum, fast vestan við brúna yfir Öxará, er skilti þar sem gestir eru boðnir „Velkomnir til Þingvalla“ með eftirfarandi boðskap: „Þingvellir við Öxará er merkasti sögustaður Íslands og hvergi kemur saga lands og þjóðar fram með sterkari hætti. Hér var Alþingi stofnað um árið 930 og kom það hér saman […]

Reimleikar í Valahnúkshellinum

Árið 1804 rak á land á svo nefndri Valahnjúksmöl á Reykjanesi geysistóran timburflota. Var hann alveg ein samfelld heild og gyrtur afardigrum járnböndum. Allt voru það ferstrend tré. Það var til marks um stærð flotans, að 10 metra löng tré stóðu upp á endann í honum. Töluvert hafði verið af fötum og fataræflum upp á […]

Þingvellir – skilti I

Á skilti við Þingvallabæinn má lesa eftirfarandi fróðleik: „Þingvallabær er opinber sumardvalur forsætisráðherra. Hann er jafnframt notaður fyrir móttökur á vegum forsætisráðherra. Á Þingvöllum hefur líklega staðið skáli að fornu en á 19. öld stóð þar gangabær sem sneri stöfum til suðurs. Sbemma á 10. öld voru Þingvellir teknir til afnota fyrir Alþingi og var […]

Hafnir – Hunangshella

Þegar gengið er eftir gömlu götunni, alfaraveginum sunnan Ósabotna til Hafna, er slétt jökulsorfin grágrýtishella á hægri hönd, nú orðin nokkuð gróin. Á hellunni, sem nefnd er Hunangshella, er varða. Gamla gatan er vörðuð, en vörðurnar eru nú flestar fallnar. Á Hunangshellu, segir sagan, var finngálkn unnið fyrrum. Finngálkn er það dýr kallað sem köttur […]

Fjall eða fell?

Fólk hefur löngum deilt um tilefni örnefna á fjöllum, fellum, hæðum og hólum. Á Reykjanesskaganum má t.d. finna Fagradalsfjall, Húsafjall, Fiskidalsfjall, Borgarfjall, Festarfjall, Latsfjall, Fjallið eina og Bláfjöll. Fellin eru fleiri, s.s. Bæjarfell, Helgafell, Sandfell, Þórðarfell, Mælifell, Arnarfell, Vörðufell, Driffell, Oddafell, Húsafell, Sílingafell, Sýrfell, Geitafell, Vífilsfell, Snókafell, Lambafell, Kóngsfell, Skálafell, Grímannsfell, Reykjafell, Lágafell, Úlfarsfell, Mosfell […]

Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar

Eftirfarandi texta um „Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar“ mátti lesa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950: „Eftir að hafa lesið greinarstúf nokkurn, sem birtist í „Hamri“ þ. 20. þ. m. og bar nafnið: „Búskaparbröltið í Krýsuvík„, eftir Ingólf fyrrverandi bónda Flygenring, hefur sjálfsagt margur hugsað á þessa leið: Því fer […]

Konur við fiskvinnu – J. Ross Browne

Vitað er að konur hafa í gegnum Íslandsaldir oft á tíðum borið hita og þunga dagsins. Til eru ýmsar frásagnir því til staðfestingar, einkum frá gestkomandi útlendingum. J. Ross Browne og fleiri ferðabókahöfundum, sem ritað hafa um Ísland, verður tíðrætt um það, að konur í Reykjavík vinni margvíslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglífi, a.m.k. þegar […]

Elínarstekkur

Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld. Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi. „Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, […]