Krýsuvíkurbjarg

Eftirfarandi texta um “Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar” mátti lesa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950:

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

“Eftir að hafa lesið greinarstúf nokkurn, sem birtist í „Hamri“ þ. 20. þ. m. og bar nafnið: „Búskaparbröltið í Krýsuvík“, eftir Ingólf fyrrverandi bónda Flygenring, hefur sjálfsagt margur hugsað á þessa leið: Því fer nú enn þessi blessaður maður að skrifa um landbúnað og reyna að leggja stein í götu landnámsins í Krýsuvík. Á kannske hans bitra reynsla við landbúnað að vísa okkur leið til nýrra átaka á þessu sviði? Eða er það ef til vill kaldhæðni örlaganna, að einmitt nafnið, sem höfundur velur á grein sína, er svo átakanlega sönn lýsing á búskaparháttum höfundar sjálfs, er hann fyrir mörgum árum, sem ungur búfræðingur rak landbúnað að á heimajörðinni Hvaleyri, einni beztu jörð hér í grennd?
Á ekki hér við: ver farið, en heima setið? Ég verð nú að segja það, að mér finnst yfirleitt ekki svo mikill áhugi hjá þjóð vorri fyrir landbúnaði, að annað henti betur en að þeir sem orðið hafa úti á vettvangi landbúnaðarstarfa séu með úrtölur og vonleysi.

Ingólfur Flygerieng

Ingólfur Flygering – f: 24. júní 1896, d; 15. september 1979. Bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916–1919.  Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1951–1954. Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Væri ekki betur viðeigandi að heyra eitthvað um landbúnað frá fyrirmyndarbændum, sem hafa jákvæða reynslu, eins og t. d. Helga Þórðarsyni, sem tók við jörðinni, er höf. gafst upp og hætti að búa, og hefur rekið fyrirmyndarbúskap á þessari jörð um fjölda ára með glæsilegum árangri, og sýndi með því hversu megnug móðurmoldin er að skapa börnum sínum velsæld og auð, ef fyrir hendi er framsýni, dugnaður og óbifanleg trú á mátt moldarinnar. Við höfum ávallt nóg af víli og voli, og stunum uppgefinna manna, þessum eldgamla kotungs hugsunarhætti, sem gætir enn allt of mikið, þessar sífelldu úrtölur og skammsýni, sem virðast vera eins og óumflýjanleg örlög margra þeirra manna, sem hrakið hafa eins og reköld upp á náströnd íhaldsins.

Það eru hugumstórir hugsjónamenn, sem eru stöðugt eins og í snertingu við sjálfa framvindu lífsins, sem hverju bæjarfélagi er svo nauðsynlegt að hafa til starfa á hverjum tíma, og við Hafnfirðingar getum hrósað happi yfir að hafa haft slíka menn í fararbroddi um langt skeið, og munu áreiðanlega hafa áfram.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

Þjóðfélagsleg þróun hinna síðari ára hefur verið mörgum ærið áhyggjuefni, þessi sífelli fólksstraumur úr sveitunum á mölina, jafnhliða því að fisikimiðin eru ískyggilega að láta á sjá, og eins hitt að hinn aukni sjávarhiti, beínlínis valdi því að margar fiskitegundir leiti nú norðar á bóginn, og þar með fjarlægjast strendur vors lands.
En þessi loftlagsbreyting getur aftur á móti haft óútreiknanlega þýðingu fyrir landbúuaðinn, og vel mætti segja mér, að við værum nú að komast inn á hitatímabil. Þessu til sönnunar skal bent á fátt eitt.

Fyrir um þremur árum koma í ljós bæjarrústir undan jökulröndinni á Breiðamerkurfjalli. Þetta er talinn vera bær Kára Sölmundarsonar, Breiðamörk.
Á hvað bendir þetta?

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Það bendir til þess, að þá er Kári reisti bæ sinn þá hafi staðið yfir langt hitatímabil, því að engum dettur í hug að Kári hafi reist bæ alveg uppi við jökulrönd, heldur hafi jökullinn þá verið mjög fjarri. En nú eru jöklarnir alltaf að eyðast og gera vonandi langan tíma enn.
Það er kannske eðlilegt, að í peningaflóði stríðsáranna hafi tilfinning manna fyrir þýðingu landbúnaðar eitthvað sljóvgast.

En nú beinast hugir hugsandi manna aftur að þessum mikilvæga atvinnuvegi.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Og er það ef til vill ekki táknrænt upp á hinn rnikla framfararhug, sem ríkt hefur hér í þessu bæjarfélagi undanfarin 24 ár, að Alþýðuflokkurinn sem var brautryðjandi í bæjarútgerð hefur nú merki landbúnaðarins hátt á loft með hinu glæsilega landnámi í Krýsuvík. Og svo aftur á móti sami flokkurinn, sem skellti sér eins og steinrunnið nátttröll í veg fyrir bæjarútgerðina, ætlar sér að leika sama leikinn við landnámið í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík.

En við Hafnfirðingar sjáum nú til þess 29. jan. að sú aðför misheppnaðist.
Nei, það er áreiðanlegt að nú ríður mikið á, að allir sameinist bæði það opinbera og einstaklingar í hinu „mikla átaki“, sem bíður íslenzku þjóðarinnar í því að hefja landbúnaðinn á það stig, sem honum ber, til þess að hann verði fær um að skapa sjálfum okkur og börnum okkar velsæld og auð um ókomin ár.

Reykjavík

Kútterar á legu.

Ekki er úr leið að minna á í þessu sambandi, að stórútgerðin á sína fyrstu tilveru að þakka landbúnaðinum. Þ.e.a.s. að fyrstu kútterarnir, sem keyptir voru til landsins og urðu grundvöllur stórútgerðar, voru keyptir í Englandi fyrir gullpeninga, sem fengust fyrir íslenzku fjallasauðina, sem seldir voru lifandi til Englands. Þetta er ekki ófróðlegt fyrir þá að vita, sem líta niður á landbúnaðinn. Minna má á, að Alþýðuflokksmenn mega vera ánægðir yfir því að eiga ekki ómerkari samherja í áhuga fyrir eflingu landbúnaðar en t. d. eins og Jón H. Þorbergsson, bónda á Laxamýri, sem hefur verið óþreytandi árum saman að hvetja íslenzku þjóðina til nýrra átaka landbúnaðinum til eflingar, og eins sjálfan forseta Íslands, sem í gagnmerkri nýársræðu hvatti íslenzku þjóðina til nýrra dáða á sama sviði.

Krýsuvík

Fjósið og turnarnir í Krýsuvík 2023.

Kjósendur góðir, forustumenn okkar Hafnfirðinga eru áreiðanlega á réttri leið. Þeir eru vissulega í samræmi við sjálfa framvindu lífsins, því að framtíðin mun sýna, ef við Íslendingar eigum að geta lifað menningarlífi í okkar eigin landi og verða sjálfum okkur nógir, þá verður það landbúnaður, að meira leyti en sjávarútvegur og iðnaður, sem mun koma til með að standa undir velsæld okkar um ókomin ár.
Möguleikarnir í Krýsuvík eru nær ótæmandi, og ef miðað er við það þar sem tækni og nýting hvers konar jarðargæða er komin á fyllsta stig, þá er óhætt að fullyrða, að Krýsuvíkin gæti fætt okkur Hafnfirðinga, að verulegu leyti. – M

Hmar 1950

Hamar 1950.

Í nefndum Hamri 1950 mátti lesa nefnda grein Ásgeirs um “Búskaparbröltið í Krýsuvík”.: “Þegar Krýsuvíkureignin var keypt, var lítið látið uppi um, til hvers hún yrði notuð, nema að reynt yrði að nota jarðhita eða orku gufunnar til þess að framleiða rafmagn, sem leitt yrði til Hafnarfjarðar. — Aftur á móti virtist allt óráðið með ræktun landsins, en margir bjuggust við, að geta fengið þar smáblett fyrir sumarbústað og einhverja garðrækt. Ur þessu hefur ekki orðið ennþá, enda annað komið upp á teningnum, því að eftir 1940, þegar bærinn hafði orðið miklar tekjur, fóru Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn að líta hýru auga til Krýsuvíkur og láta sér detta í hug að reka þar búskap. Smámsaman kom þetta betur í ljós og út úr ráðagerðum Alþýðuflokksins kom fjós fyrir 100 kýr — til að byrja með — og fyrst og fremst ræktun vegna nauðsynlegs heyafla, en auk þess átti að reisa garðyrkjustöð, þar sem hita átti gróðurh. með hveragufu. Þessu næst voru menn ráðnir til þess að skipuleggja og síðan að stjórna framkvæmdum þessum.

Hamar 1950

Hamar 1950.

Fyrst var hafist handa um byggingu gróðurhúsa og húsnæðis garðyrkjumanna, einnig plægt upp nokkuð land, sem ætlað er að rækta. Síðastliðið sumar er hafin bygging á fjósi, tveir heyturnar voru byggðir og haldið áfram smíði á íbúðarhúsi fyrir bústjóra kúabúsins. Svona standa framkvæmdir þessar nú og er það mikið kapps mál bæjarstjórnarmeirihlutans, er enn situr við völd hér í bæ, að halda þessu áfram, hvað sem tautar.
Væri nú ekki úr vegi að staldra við og spyrja: „Hver nauður rak bæjarstjórnina til þess að ráðast í þetta?.
Fyrst er byrjað á gróðurhúsum, þar sem ræktaðir eru tómatar og blóm og máske eitthvað fleira. Var einhver skortur á þessum vörutegundum eða var það gróðavonin sem dró? Allir vita að nóg er til af þessum varningi og þeir sem framleiða þess ar vörur eiga yfirleitt gróðurhús, sem ekki kosta nema lítið brot af því verði er gróðurhús og aðrar framkvæmdir í Krýsuvík kosta, svo að með öllu er útilokað að þessi framleiðsla geti staðið undir kostnaði, hvað þá gefið arð, því að sjálfsögðu bætist við beinan reksturskostnað afborgun og vextir, eins og allir þurfa að greiða.
KrýsuvíkÞá er næsta að athuga kúabúið, sem eins og áður er getið, er skemmra á veg komið, eða með öðrum orðum, fæst er þar enn fyrir hendi sem með þarf, nema ráðsmaðurinn, en verkefni virðist lítið fyrir hann enn sem komið er, þó hefir hann verið á launum vegna þessa fyrirtækis nær 3 ár og mun hann ráðinn alllangt fram í tímann. Hefði nú ekki verið hyggilegra að leita til ráðunauta Búnaðarfélags Íslands um þessi mál, í stað þess að ráða menn til margra ára til þess að undirbúa þessi verk, fyrst endilega þurfti að fara út í þetta ævintýri, það hefði ekki kostað mikið fé að leita til Búnaðarfélagsins.

Krýsuvík

Gróðurhúsin 1950.

Nú er búið að eyða í framkvæmdir í Krýsuvík hátt á fjórðu milljón króna, þar hefur bæjarútgerð og bæjarsjóður lagt fram fé og auk þess verið tekið lán til viðbóta með veði í Krýsuvík. Til þess að ljúka þessum mannvirkjum þarf enn mikið fé, að minnsta kosti tvær milljónir króna. Hvernig þeir, sem málum þessum hafa stjórnað, hugsa sér að fá lán til þessara framkvæmda, veit ég ekki, en hitt veit ég að aðrar framkvæmdir bíða, sem meira liggur á og ég er þess vegna með því að harðloka Krýsuvíkurhliðinu — eins og Alþýðublað Hafnarfjarðar orðar það —, því það er fásinna að halda áfram á þessari braut, án þess að stinga við fótum; en að sjálfsögðu þarf jafnframt að gæta þess að bjarga því, sem bjargað verður. Bæjarsjóður fer ekki neins á mis við slíka ráðstöfun, því að frá Krýsuvíkurbúskapnum er ekki neinna tekna að vænta.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Þær framkvæmdir, sem mest liggur á að haldið sé áfram eftir fyllstu getu, eru fyrst og fremst hafnargerðin, vatnsveitan og elliheimilið auk þess er viðhald gatna og endurbætur á því sviði, sem veitir ólíkt meiri atvinnuverkamönnum til handa framkvæmdir í Krýsuvík.” – Ingólfur Flygenring

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 27.01.1950, Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar, bls. 1 og 2.
-Hamar, 3. tbl. 20.01.1950, Búskaparbröltið í Krýsuvík, Ásgeir Flygering, bl.s 4.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1050.