Landamerkjastöplar milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar
Í Dagblaðinu í apríl 1978 er m.a. fjallað um skiptar skoðanir á nýsamþykktum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem síðar urðu grundvöllur að uppbyggingu íbúabyggðar í landi Setbergs. Áður hafði Hafnarfjarðabær vaxið með eignarnámi nálægra jarða, en að þessu sinni var sú aðferð valin að nágrannasveitarfélög kæmu sér saman um breytingar á umdæmismörkum þvert á einstakar […]