Entries by Ómar

Landamerkjastöplar milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar

Í Dagblaðinu í apríl 1978 er m.a. fjallað um skiptar skoðanir á nýsamþykktum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem síðar urðu grundvöllur að uppbyggingu íbúabyggðar í landi Setbergs. Áður hafði Hafnarfjarðabær vaxið með eignarnámi nálægra jarða, en að þessu sinni var sú aðferð valin að nágrannasveitarfélög kæmu sér saman um breytingar á umdæmismörkum þvert á einstakar […]

Bessastaðir – Bessastaðakirkja I

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.” Í Öldinni okkar segir árið […]

Grindavíkurhellir – Dýrfinnuhellir

Gengið var um Grindavík og m.a. hugað að Grindavíkurhelli og Dýrfinnuhelli við Skipsstíg í Skipsstígshrauni. Áhugasömum Grindvíkingum var boðin þátttaka. Upphafsstaður var í Kúadal suðvestan við Hesthúsabrekku. Við Kúadal er varða við gömlu leiðina frá Þórkötlustaðahverfi inn á Skipsstíg, hina gömlu þjóðleið milli Járngerðarstaða og Njarðvíkur. Frá henni var haldið yfir að Stamphólsgjá. Austan við […]

Íslenski fáninn

Fánanefndin 1913 Hinn 30. desember 1913 skipaði ráðherra nefnd „til þess að taka gerð fánans til rækilegrar íhugunar, kynna sér eftir föngum hvað fullnægja myndi óskum þjóðarinnar í þessu efni og koma fram með tillögur til stjórnarinnar um lögun og lit fánans svo snemma að stjórnin geti gert Alþingi, þá er það kemur saman næst, […]

Seljabúskapur

Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem lítið var um haga nærri bæjum að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. […]

Dyravegur – Sporhella

Dyrafjöll eru á Hengilssvæðinu norðnorðaustan við Hengilinn, vestan Nesjavalla. Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn. Á […]

Vigdísarvellir – búseta

Á vefsíðu Minjastofnunar getur að lesa eftirfarandi um Vigdísarvelli austan við Núpshlíðarháls (Vesturás): „Á Vigdísarvöllum má sjá mjög fallegt og heillegt minjasvæði kotbýla frá 19. öld. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í […]

Hellisgerði – skilti

Við inngang Hellisgerðis, skrúðgarðs Hafnfirðinga, er skilti með eftirfarandi upplýsingum: Saga Hellisgerðis Þann 15. mars árið 1922 hélt Guðmundur Einarsson framsögu á fundi Málfundafélagsins Magna er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Svaraði hann spurningunni játandi, m.a. með því að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði bænum til mikillar prýði. […]

Hellisgerði 100 ára – sagan

Almenningsgarðurinn Hellisgerði er sagður opnaður fyrir eitt hundrað árum, 24. júní 1923, og í tilefni af því blésu Hafnfirðingar til veislu laugardaginn 26. ágúst 2023. Garðurinn var þó formlega stofnaður 1. mars sama ár. Það breytir þó engu í hinu sögulega samhengi… Hellisgerði – Níutíu ára skrúðgarður Í Skógræktarritinu 2013 er fjallað um „Hellisgerði – […]

Strandstígur – Hjónin í kassahúsinu

Við Strandstíginn í Hafnarfirði eru nokkur upplýsingaskilti. Skiltin eru í umsjá Byggðasafns Hafnarfjarðar. Um þessar mundir (2023) prýða skiltin ljósmyndir hjónanna í Kassahúsinu, þeirra Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttir. Myndinar eru frá Hafnarfirði. Ljósmyndirnar eru að stórum hluta frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur ásamt Byggðasafni Hafnarfjarðar. Myndirnar eru afrakstur hjónanna Herdísar Guðmundsdóttur og Guðbjarts Ásgeirssonar en þau […]