Entries by Ómar

Strandstígur – Hjónin í kassahúsinu

Við Strandstíginn í Hafnarfirði eru nokkur upplýsingaskilti. Skiltin eru í umsjá Byggðasafns Hafnarfjarðar. Um þessar mundir (2023) prýða skiltin ljósmyndir hjónanna í Kassahúsinu, þeirra Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttir. Myndinar eru frá Hafnarfirði. Ljósmyndirnar eru að stórum hluta frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur ásamt Byggðasafni Hafnarfjarðar. Myndirnar eru afrakstur hjónanna Herdísar Guðmundsdóttur og Guðbjarts Ásgeirssonar en þau […]

Hafnarfjarðarhöfn; Norðurbakkinn – skilti

Á Norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar er upplýsingaskilti með eftirfarandi fróðleik: „Frá náttúrnnar hendi var Hafnarfjarðarhöfn ein besta höfn suðvesturlands og var hún ein aðalhöfn landsins um aldaraðir. Þar gátu skip legið örugg í flestum veðrum, auk þess sem innsiglingin var hrein, dýpi gott og haldbotn góður. Upphaflega var varningur úr skipum ferjaður í land í litlum árabátum […]

Umhverfisstofnun fer villu vega

Ratleik Hafnarfjarðar barst í ágústmánuði (2023) skondin ábending frá Umhverfisstofun eftir athugasemdir hennar til Hafnarfjarðarbæjar varðandi staðsetningu merkis ratleiksins í gervigíg við Litluborgir ofan Helgafells: „Sæll Guðni, okkur hefur borist ábending frá Umhverfisstofnun vegna ratleiks sem m.a. er í Litluborgum. Það er vinsamleg ábending að færa til stöð nr. 16, þar sem mosinn í kringum […]

Hraun – niðurrif

FERLIR grennslaðist fyrir um nýlegt niðurif gamla íbúðarhússins að Hrauni í Grindavík og sendi því byggingarfulltrúa bæjarins eftirfarandi fyrirspurn: „Sæll, áttu afrit af nýlegu bréfi Minjastofnunar um íbúðarhúsið (1929) að Hrauni, sem nú hefur verið rifið. Kannski leynist þar gagnlegur fróðleikur um byggingarsögu hússins? sbr. „Fundur 74. Hraun 129179 – Umsókn um byggingarheimild Niðurrif – Flokkur 1, […]

Skjaldarmerkin

Landvættaskjaldarmerkið Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.“ Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði teikninguna af skjaldarmerkinu að undangenginni […]

Forn merki

Skjaldarmerki komu að góðum notum, þegar herklæði voru þannig að erfitt var að þekkja vin frá óvini í orrustu nema skjaldarmerki segðu til um hverjir þar færu. Sömu merki voru einnig löngum notuð í innsiglum, þótt engra lita gætti þar. Innsigli Hrafns Sveinbjarnarsonar er elsta innsigli Íslendings, sem vitað er um. Var það fingurgull með […]

Kálfatjarnarvör – skilti

Ofan Kálfatjarnarvarar á Vatnsleysuströnd er upplýsingaskilti með eftirfarandi fróðleik: „Í fjörunni hér að vestanverðu er Kálfatjarnarvör. Út af vörinni er legan en svo nefnist lónið innan stærsta kersins, Markkletts. Norðan klettsins er Kálfatjarnarsund, þröng og skerjótt innsigling inná Lónið. Miðið í Kálfatjarnarsund er Sundvarða í Keili. Varðan er á Klapparhól nyrst í Goðhólstúni. Hún er […]

Krýsuvíkurkirkja V

Krýsuvíkurkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð til íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964, brennd til grunna 2010 og endurgerð 2020. Kirkjan á sér þó engri sögu. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Þegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að […]

Vitar á Garðskaga og minjar umleikis

Fyrstu heimildir um ljósvita á Garðskaga er frá því 1847, en þá var hlaðin varða til leiðarvísis sjófarendum. Varðan var hlaðin úr grjóti og upp úr henni stóð járnstöng. Í blöðunum frá þeim tíma segir, að í ágústmánuði 1847 hafi komið með póstskipinu smíðuð járnvarða, sem setja eigi upp á Garðskaga, til leiðarvísis skipum sem […]

Verndun menningarlandslags – Stefán Gíslason

Menningarlandslag eru svæði sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður, og sem þar með bera í sér menningarsögulegt gildi. Í menningarlandslagi birtist hin sögulega vídd í umhverfi okkar. Það er stöðugum breytingum háð, þar sem gamalt hverfur og nýtt tekur við. (Kulturmiljøet i landskabet, frjálsleg þýðing). Einnig […]