Hafnarfjarðarhöfn

Á Norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar er upplýsingaskilti með eftirfarandi fróðleik:

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarsjóður Hafnarfjarðar var stofnaður formlega 1. janúar 1909 sjö mánuðum eftir stofnun Hafnarfjarðarbæjar, sem sjálfstæðs bæjarfélags. Strax var mikill hugur í Hafnfirðingum í uppbyggingu hafnarinnar og var hafskipabryggja tekin í notkun árið 1913 og má geta þess að Gullfoss, flaggskip HF Eimskipafélags Íslands, lagðist í fyrsta sinn við bryggju á Íslandi, þegar hann lagðist við hafskipabryggjuna í Hafnarfirði árið 1915.
Næstu hafnarframkvæmdir voru bygging Nýju bryggjunnar, 190 m. langrar trébryggju árið 1930 og síðar var farið í að verja innri höfnina með byggingu tveggja stórra hafnargarða að norðan og sunnanverðu í Firðinum. Norðurgarðurinn var byggður á árunum 1941-48.
Fyrsti stálþilskanturinn í höfninni var Norðurbakkinn, 173 m. langur sem kom sunnan við gömlu hafskipabryggjuna árið 1960 og hann var síðan lengdur í um 250 metra árið 1969.

“Frá náttúrnnar hendi var Hafnarfjarðarhöfn ein besta höfn suðvesturlands og var hún ein aðalhöfn landsins um aldaraðir. Þar gátu skip legið örugg í flestum veðrum, auk þess sem innsiglingin var hrein, dýpi gott og haldbotn góður.

Upphaflega var varningur úr skipum ferjaður í land í litlum árabátum en upp úr aldamótunum 1900 óx bærinn hratt og jókst þá bæði útgerð til mikilla muna svo og vöruflutningar um höfnina. Var þá orðið aðkallandi að bæta úr vandanum með því að smíða hafskipabryggju. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 var bæjarfélaginu skipaður grundvöllur til að hefja framkvæmdir við höfnina með hafnarreglugerð sem samþykkt var í desember sama ár.

Hin 10. ágúst 1909 var lögð fram tillaga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um smíði hafskipabryggju og hófust framkvæmdir í nóvember 1911. Um veturinn var unnið að gerð vörupalls og undir vor var hafist við að steypa upp hús og bólverk við hina fyrirhugðuðu hafskipabryggju. Bryggjusmíðin sjálft hófst í maí 1912 og var það í febrúar árið eftir að hafskipabryggjan í Hafnarfirði var vígð við hátíðlega athöfn. Bryggjan var úr timbri en uppistöðustaurar allir járnklæddir til varnar sjávarmaðki. Landálman var 8.3 m á breidd og 53 m á lengd en bryggjuhausinn var 12.4 m á breidd og 50 m á lengd.

Hafnarfjarðarhöfn

Gullfoss, flaggskip HF Eimskipafélags Íslands, lagðist í fyrsta sinn við bryggju á Íslandi, þegar hann lagðist við hafskipabryggjuna í Hafnarfirði árið 1915.

Útgerðin í bænum óx jafnt og þétt og þegar líða tók á þriðja áratug 20. aldar varð ljóst að skortut á bryggjurými í höfninni var orðinn tilfinnanlegur. Við þessu var fyrst brugðist með því að lengja bryggjuna árið 1925 og í kjölfarið með byggingu nýrrar bryggju, innan við þá sem fyrir var. Sú bryggja var tekin í notkun árið 1931 og var hún um 190 m löng og 12 m breið.

Sumarið 1959 hófust framkvæmdir að nýju við höfnina þegar hafist var handa við að reka niður stálþil á milli gömlu og nýju bryggunnar og mynda þannig nýjan hafnarbakka en í kjölfarið var gamla bryggjan rifin.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn – hafskipabryggjan; stálþilið komið.

Tíu áruð síðar var ákveðið að lengja viðlegurýmið um 90 metra og árið 1975 var “Nýja bryggjan” rifin og var þá Norðurbakkinn kominn í endanlega mynd. Á fyrstu árum 21. aldarinnar urðu miklar breytingar á norðurbakka hafnarinnar þegar frystihús Bæjarútgerðarinnar var rifið og uppbygging íbúðabyggðar hófst á svæðinu.”

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Norðurbakki 2023.