Bessastaðir – konungsgarðurinn 1720

Bessastaðir

Einar Laxness skrifar í  Sögu árið 1977 um Konungsgarðinn á Bessastöðum, „Plan og Prospect af Bessesteds kongsgaard“ árið 1720:
Bessastadir 1789„Bessastaðir á Álftanesi komust í eigu Noregskonungs á miðri 13. öld, þegar eignir Snorra Sturlusonar voru gerðar upptækar eftir dráp hans. Á miðri 14. öld mun staðurinn hafa orðið það, sem síðar var nefnt „konungsgarður“, þ. e. embættisaðsetur æðsta erlenda fulltrúa konungs á Íslandi, hirðstjóra, síðar höfuðsmanns, eða umboðsmanns hans, svonefnds fógeta. Íslenzkir menn, sem höfðu hirðstjóravöld, sátu á höfuðbólum sínum.
Eftir einveldistöku í Danmörku 1661 og erfðahyllingu í Kópavogi 1662 urðu breytingar í stjórnsýslu á Íslandi, sem komust í framkvæmd á árunum 1683—88. Þá var í stað höfuðsmanns skipaður landfógeti 1683 til að annast fjármál og verzlun og stiftamtmaður (stiftbefalingsmaður) 1684 til að annast æðstu stjórn Íslandsmála í umboði konungs. Þar sem embætti stiftamtmanns var í upphafi einungis tignarstaða, sem í var skipaður Ulrik Christian Gyldenlove, 5 ára gamall launsonur Kristjáns konungs V., var sérstakur fulltrúi hans, amtmaður, skipaður 1688 með búsetu á Íslandi og skyldi annast dómsmál og kirkjumál. Þessir tveir embættismenn, landfógeti og amtmaður, áttu báðir að hafa aðsetur í konungsgarði á Bessastöðum. Má því gera ráð fyrir, að þar hafi löngum verið veglegri húsakynni en annars staðar á landinu.
bessastadir 19. oldUm 1720 var svo komið, að konungsgarður var í mjög bágbornu ástandi. Það staðfestir sú lýsing, sem Peder Raben stiftamtmaður hefur komið á framfæri við konung í
gegnum rentukammer í Kaupmannahöfn, en amtmaður var þá Niels Fuhrmann og landfógeti Cornelius Wulf. Í skjölum rentukammers frá þessum árum er að finna uppdrátt
af Bessastöðum, — „plan og prospect af Bessesteds kongsgaard“, — sem sýnir glögglega húsaskipan á þessum tíma á staðnum. Í hinum dönsku skýringum við uppdráttinn eru öll uppistandandi íveruhús, svo og kirkja, sögð „brostfældig“, þ.e. hrörleg, svo að þau eru næsta ónothæf. Ennfremur er þarna að finna teikningu af nýrri byggingu, sem gerð er tillaga um að reisa. Þessar myndir, sem ekki hafa birzt áður, fylgja hér með, lesendum Sögu til fróðleiks um það, hvernig konungsgarður á Bessastöðum leit út á öndverðri 18. öld. Þær eru varðveittar á Þjóðskjalasafni.
bessastadir nuAfleiðing umkvartana stiftamtmanns um slæmt ástand húsa á Bessastöðum, leiddi einungis til þess, að reist var nýtt timburhús á árunum 1721—25 (fyrir rúmlega 1000 ríkisdali); um það bil tveimur áratugum síðar var ástand þess orðið svo slæmt, að þar fóru fram endurbætur (fyrir um 1500 rd.) 1748—52. Ekki voru þær endurbætur til frambúðar, því að 1760 var ákveðið að reisa nýtt hús úr steini fyrir amtmann einan, þar sem landfógeti (Skúli Magnússon) hafði fengið byggða Viðey og stjórnin látið reisa þar stórhýsi (1752—54). Þannig reis hin nýja Bessastaðastofa á árunum 1761—66, sem hýsti amtmann og frá 1770 stiftamtmann til 1805, þegar latínuskólinn var þangað fluttur, en stiftamtmaður hvarf til Reykjavíkur; þessi Bessastaðastofa stendur enn, nú sem forsetasetur.
Kirkjan á Bessastöðum, sem sést á uppdrættinum, mun reist um 1620 og hlaut gagngerðar endurbætur síðar á 17. öld. 1720 er henni lýst, eins og öðrum staðarhúsum, sem „brastfældig“. Samt stóð þessi kirkja uppi lengi enn, því að nýju steinkirkjunni, sem ákveðið var að reisa 1773, var ekki lokið fyrr en upp úr 1790, og í raun ekki fullgerð fyrr en um 1820. Er það sú kirkja, sem enn stendur.
bessastadir 1720Skýringar á dönsku, sem fylgja uppdrætti af konungsgarði
á Bessastöðum 1720 (stafrétt):
A. Amptmandens Huus, som hand boer udi, er bögt af Tömmer og Deler, er Gammelt og megit bröstfeldig.
B. og C er tuende öde Pladser huor paa har Staaet huuse til forne Amptmanden tilhörte.
D. huus for Amptmandens Folk, Opbögt af Jord og Steen, mens formedelst dets Bröstfeldighed, bliver neppe halfdeelen nötted.
E. et huus huor udi har veret en mölle tilforne huuset er böggit af Steen og Jord, dog Saaledis forfaldet at det snart af ingen nottis.
F. Landfogdens huus huor udi hand Boer er bogit af Jord og Tömmer, er gammelt og megit bröstfeldig.
G. Kaldis St. Nicolay Kierke er bogt af Tre og Deler, megit forfalden og bröstfaldig.
h. Indgangen till Kongsgaarden.
i. Dören paa Amptmandens huus.
k. Dören till Möllehuuset.
1. Dören till Amptmandens Folkes huus.
m. Dören till Landfogdens huus.
n. Denn Store kierke Dör.
o. Een liden dör paa Kierken.
p. Een liden opkastning af Jord, om kring Kierken, som giör Kirkegaarden.
q. Tuende—Jordhöyer, saaledis opkasted Jefnsides af huerandre, med en gang imellem dem lige for Kierke Dören.“

Heimild:
-Saga, 15. árg. 1977, Einar Laxnes, bls. 223-226.

Bessastaðir

Bessastaðir.