Skjaldarmerki

Landvættaskjaldarmerkið

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands, hið nýja, prentað sem fylgiblað við Stjórnartíðindi fyrir Ísland, 1919 A. 2. Blaðast. 25,5 x 18 cm. Prentað í Kaupmannahöfn eptir uppdrætti, sem Ríkharður Jónsson gjörði fyrir Jón Magnússon forsætisráðherra eptir tillögu gef. Komið hafði fram tillaga um að hafa skjaldarmerkið fjórskiptan skjöld, eða með 4 reitum, og sína landvættina í hverjum. Sú tillaga var studd af nokkrum stjórnmálamönnum og því tók gef. það tillit til hennar og landvættanna, að hafa þá fyrir skjaldbera, þegar skjaldberar yrðu sýndir með merkinu, sem hann lagði til að hafa með sömu gerð og þjóðfánann, ef skjaldarmerkið með fálkanum yrði af numið aptur og ekki að eins breytt í því fálkamyndinni, eins og hann hafði farið fram á í Árb. Fornleifafjel. 1915, 23, og ef ekki yrði tekið upp aptur í stað fálkamerkisins hið forna Þorskmerki, sem hann lagði til að fremur yrði tekið upp en þjóðfánamerkið eða nokkurt annað skjaldarmerki, ef fálkamerkið yrði afnumið. : Hafði hann fengið fjölda marga málsmetandi menn í Reykjavík til þess að senda stjórnarráðinu áskorun um þetta, en það ekki sinnt því. Eptirá viðurkendi þó Jón Magnússon ráðherra fyrir gef., að hann þá væri orðinn þeirrar skoðunar, að rjettast hefði verið að halda fálkamerkinu með breyttri mynd. Ríkarður Jónsson hafði mjög nauman tíma til að gera frummynd sína og lagði gef. til að hún yrði ekki prentuð þannig: einkum var hann mótfallinn lögun skjaldarins að neðan, fyrir komulaginu á skildi og skjaldberum, þessari gerð á griðungnum og bergrisanum. En prentuninni var hraðað og látið sitja við fyrirmyndina svo sem hún var. Blaðið fjekk gef. hjá stjórnarráðinu. Það er nú í gyltri umgerð með gleri í: st. að utanmáli 32,2 x 24,8 cm. Sbr. nr. 8210.

Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.“
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði teikninguna af skjaldarmerkinu að undangenginni samkeppni, sem m.a. Jóhannes Sv. Kjarval tók þátt í. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem um getur í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en þar segir svo:

Skjaldarmerki

Þegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson þremur ráðuneytisstjórum (Vigfúsi Einarssyni, Agnari Kl. Jónssyni og Birgi Thorlacius) ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Við, sem fengum þetta verkefni ræddum nokkuð um breytingar á sjálfu skjaldarmerkinu, og þá einkum, hvort taka bæri upp á ný fálka á bláum skildi. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Vorum við allir sammála um þetta og ræddum málið á fundi með forsætisráðherra og féllst hann á þessa skoðun. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna. Frummyndin er í Þjóðminjasafninu, nr. 15026.

„Haraldur (Gormsson Dana) konungr bauð kunnugum manni at fara í hamförum til Íslands og freista, hvat hann kynni segja honum.

Skjaldarmerki

Skjaldarmeri Einar Jónsson á 1000 ára afmæli Alþingis 1930.

Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar váru fullir af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir ormar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann. En hann lagðisk í brot ok vestr fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eptir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svá mikil, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi annarra fugla, bæði stórir ok smáir. Braut fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógurliga. Fjöldi landvétta fylgdi honum. Brot fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes ok vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuðit hærra en fjöllin ok margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austr með endlöngu landi – „var þá ekki nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millim landanna,“ segir hann, „at ekki er þar fært langskipum.“

Skjaldarmerki

Ekki voru allir ánægðir með teikninguna. Kom til orða síðar að leita til skjaldarmerkjafræðinga í páfagarði í þessu sambandi, en þeir voru þá svo önnum kafnir við gerð skjaldamerkja fyrir nýútnefnda kardinála að þeir máttu ekki vera að því að sinna öðrum verkefnum. – Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið” á Kirkjubæjarklaustri.
Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:
„Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, vinstra megin skjaldarins, bergrisi, hægra megin, gammur, vinstra megin, ofan við griðunginn, og dreki, hægra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.”
Landvættirnar fjórar koma eins og áður sagði úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá Haraldi konungi sem sendi mann til Íslands til að kanna aðstæður. Hann fór til Íslands í hvalslíki, synti í kringum landið og rakst á leið sinni á margar furðuverur. Við Vopnajörð blasti við honum dreki mikill, með orma, pöddur og eðlur í kringum sig, við Eyjafjörð tók á móti honum fugl svo stór og mikill að vængirnir náðu á milli tveggja fjalla. Á Breiðafirði rakst hann á griðung mikinn sem fór að gella ógurlega að honum en er hann kom suður fyrir Reykjanes tók á móti honum bergrisi sem bar höfuðið hærra en fjöllin öll. Sendimaðurinn komst því hvergi að landi og fór til baka og sagði konungi fréttirnar.Þessar fjórar yfirnáttúrulegu furðuverur standa vörð um hvern landsfjórðung fyrir sig og sem skjaldberar skjaldarmerkisins standa þær sem slíkar. Skjaldarmerkið sjálft sem er auðkenni stjórnvalda ríkisins er skjöldurinn með íslenska fánanum og hægt er að nota það með eða án skjaldberanna.

Það er hugmyndin um þessar hollvættir landsins, sem liggur að baki gerð skjaldbera skjaldarmerkisins eins og það varð árið 1919. Kom til athugunar að hafa sína landvættina í hverjum reit skjaldarins, en horfið var að því að taka landvættirnar ekki í sjálft skjaldarmerkið, heldur sem skjaldbera.

Lýðveldisskjaldarmerkið
Skjaldarmerki ÍslandsÞegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra, Björn Þórðarson, þremur ráðuneytisstjórum ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna.
Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið“ á Kirkjubæjarklaustri.

Alþingi

Minnispeningur-Alþingi 1930.

Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.

-Af vefsíðu stjornarradid.is
-https://framsokn.is/nyjast/frettir/thingflokki-framsoknarmanna-afhent-falleg-gjof/

Skjaldarmerki

Ljósmynd á spjaldi, 23,7 x 19,2 cm að stærð, af skjaldarmerki Íslands eftir teikningu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.

Íslenski fáninn
Skjaldarmerki komu að góðum notum, þegar herklæði voru þannig að erfitt var að þekkja vin frá óvini í orrustu nema skjaldarmerki segðu til um hverjir þar færu.
Skjaldarmerki

Á fyrri öldum var skjaldarmerki Íslands lengi saltfiskur á rauðum skildi.

Sömu merki voru einnig löngum notuð í innsiglum, þótt engra lita gætti þar. Innsigli Hrafns Sveinbjarnarsonar er elsta innsigli Íslendings, sem vitað er um. Var það fingurgull með nafni hans og merktur á hrafn, gjöf frá Bjarna Kolbeinssyni, biskupi í Orkneyjum.
Við gerð skjaldamerkja tíðkast ákveðnar meginreglur, bæði að því er varðar skjaldarmerki einstaklinga, ætta, þjóðhöfðingja og ríkja. Skjaldarmerki er einungis það, sem markað er á sjálfan skjöldinn, en umhverfis eru skjaldberar svo sem landvættirnar umhverfis íslenska ríkisskjaldarmerkið. Tveir málmar og fjórir litir koma við sögu í gerð skjaldamerkja; gull eða gulu litur í þess stað, silfur eða hvítur litur, blátt, rautt, svart og grænt. Höfuðreglan er að láta ekki málm liggja að málmi (gull, silfur eða gult og hvítt) eða lit að liti, heldur eiga litur og málmur að skiptast á. Undantekningar og frávik eru þó frá þessu, einkum ef aukið er við fornt merki eða því breytt á annan hátt. Þá er þess að geta að þegar talað er um hægri og vinstri í skjaldamerkjafræði, þá er miðað við þann, sem er að baki skildinum, heldur á honum.

Skjaldarmerki

Árið 1903 var ákveðið að skjaldarmerki Íslands skyldi vera hvítur íslenskur fálki á bláum grunni. Þetta merki þótti veglegra en eldra merkið sem var flattur þorskur. Fálkamerkið var notað til 1919, þegar nýtt skjaldarmerki var tekið í notkun.

Þótt skjaldarmerki einstakra manna hafi ekki verið mörg á Íslandi, þá hafa þau þó tíðkast. Í fornum ritum er getið um skildi, sem dregnar voru á myndir, t.d. ljón, og í innsiglum voru ýmsar myndir. Á 14. og 15. öld voru nokkrir Íslendingar gerðir að riddurum og tóku sér þá skjaldarmerki. Loftur ríki Guttormsson er sagður hafa haft hvítan fálka á bláum feldi sem sitt skjaldarmerki, en aftur á móti höggorm í innsigli sínu. Torfi Arason hafði að skjaldarmerki hvítabjörn á bláum feldi og hálfan hvítabjörn upp af hjálminum. Björn ríki Þorleifsson hafi samskonar skjaldarmerki nema hvað hvítabjörninn upp af hjálminum var heill.
Þeir, sem sæmdir voru stórkrossi Dannebrogsorðunnar, áttu að láta gera sér skjaldarmerki, ef þeir höfðu ekki slík merki fyrir. Þegar farið var að veita Íslendingum þetta orðustig, létu ýmsir þeirra gera sér skjaldarmerki svo sem fyrsti Íslendingurinn, sem hlaut stórkross Dannebrogsorðunnar, dr. Pétur Pétursson biskup.

Á árunum 1950-1959 starfaði á vegum danska forsætisráðuneytisins nefnd, sem ráðuneytið hafði falið að gera athugun á og tillögur um notkun ríkisskjaldarmerkis Danmerkur.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands frá dögum Gissuarar jarls, skv. tilgátu P. Warmings.

Einn nefndarmanna, P. Warming, lögfræðingur, sem var ráðunautur danska ríkisins í skjaldamerkjamálum, hefur síðar látið í ljós álit sitt á því hvernig ríkisskjaldarmerki Íslands muni hafa verið fyrir 1262-1264, þ.e. áður en landið gekk Noregskonungi á hönd, og hvernig skjaldarmerki Noregskonungs hafi verið, þegar hann notaði merki sem konungur Íslands.
Til er frönsk bók um skjaldarmerki, talin skráð á árunum 1265-1285. Nefnist hún Wijnbergen-skjaldamerkjabókin og er varðveitt í Koninklijk Nederlandsch Gencotschap voor Geslachot en Wapenkunde í Haag. Efni hennar var birt í Archives Heraldiques Suisses á árunum 1951-1954.

Á bakhlíð eins blaðsins í bókinni (35.) er m.a. sýnt merki konungsins yfir Íslandi, þ.e. merki Noregskonungs sem konungs Íslands eftir atburðina 1262-1264.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Konungs Íslands samkvæmt franskri skjaldamerkjabók frá 13. öld geymd í Wijnbergen í Hollandi.

Skjaldarrendur eru dökkar, en þverrendur bláar og hvítar (silfraðar). Tveir þriðju hlutar skjaldarins neðan frá eru með þverröndum, silfruðum og bláum til skiptis. Efsti þriðjungur skjaldarins er gylltur flötur, án þverranda. Á skjöldinn er markað rautt ljón, sem stendur öðrum afturfæti niður við skjaldarsporð, en höfuð ljónsins nemur við efri skjaldarrönd. Í framlöppum ljónsins er öxi í bláum lit á efsta þriðjungi skjaldarins (hinum gyllta hluta), en skaftið, sem nær yfir sjö efstu silfruðu og bláu rendurnar, virðist vera gyllt, þegar kemur niður fyrir efstu silfurröndina. Ljónið í skjaldarmerki Noregs var ekki teiknað með öxi í klónum fyrr en á dögum Eiríks konungs Magnússonar eftir 1280.Þetta umrædda skjaldarmerki virðist eftir hinni frönsku bók að dæma hafa verið notað af Noregskonungi sem konungi Íslands eftir árið 1280. Þótt öxin bættist í skjaldarmerkið eftir árið 1280, er hugsanlegt að sama eða svipað skjaldarmerki, án axar, hafi verið notað af „Íslandskonungi“ áður, e.t.v. strax frá 1264.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Kristjáns 10. konungs Íslands 1918 til 1944 og Danmerkur 1912 til 1947. Tákn Íslands er silfurlitur fálki í vinstra horni neðst. Nýtt skjaldarmerki án fálka Íslands 1948.

Um þorskmerkið sem tákn Íslands eru ekki skráðar heimildir fyrr en svo löngu seinna að notkun þess þarf ekki að rekast á þetta merki eða önnur, sem kynnu að hafa verið notuð sem merki Íslands.
Skjaldarmerki „Íslandskonungs“, sem að framan getur, virðist þannig myndað, að norska skjaldarmerkið, gullið ljón á rauðum grunni, er lagt til grundvallar, en litum snúið við: rautt ljón á gullnum grunni. Þessi breyting ein er þó ekki látin nægja, heldur er tveimur þriðju hlutum skjaldarins að neðan breytt þannig, að þar skiptast á bláar og silfraðar þverrendur, neðst blá, síðan silfruð, þá blá aftur og svo koll af kolli, en efsta silfraða þverröndin liggur að þeim þriðjungi skjaldarins, sem er gullinn.
Það skjaldarmerki, sem þegar hefur verið til og menn hafa viljað virða og taka tillit til um leið og við það var bætt hluta af ríkisskjaldarmerki Noregs, hlýtur að hafa verið skjaldarmerki Íslands fyrir árið 1262. Það skjaldarmerki hefur samkvæmt framansögðu verið skjöldur með tólf silfruðum (hvítum) og bláum þverröndum, efst silfur og neðst blátt. Í einfaldleik sínum er þetta frá skjaldarmerkjafræðilegu sjónarmiði fallegt merki.

Skjaldarmerki

Kóróna í skjaldarmerki Íslands, hinu eldra af landvættaskjaldarmerkjunum og tók við af fálkamerkinu og þar áður því með útflatta þorskinum. Merkið var í gildi 1919-1944, þegar Ísland var enn í konungssambandi við Dani. Konungsúrskurður kvað á um að í merkinu skyldi vera krýndur skjöldur sem á væri fáni Íslands. Skjaldarmerkið teiknaði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari og útskurðarmeistari. Þetta tiltekna merki er 70×70 cm stórt, gagnskorið í tré. Ekki er vitað hvort Ríkarður hafi sjálfur skorið það en það hefur vissulega verið gert af færum myndskera og það kom til Þjóðminjasafnsins frá Alþingi. Síðara landvættamerkið sem tekið var í notkun eftir lýðveldisstofnunina er að sjálfsögðu kórónulaust.

Ef þetta er rétt tilgáta, þá er elsta íslenska ríkisskjaldarmerkið álíka gamalt og það norska, en norska skjaldarmerkið (án axar) þekkist frá dögum Hákonar IV. Hákonarsonar. Fjöldi þverrandanna í Íslandsmerkinu þarf ekki að tákna neitt sérstakt, en gæti leitt hugann að því að Íslandi mun í upphafi hafa verið skipt í tólf þing, þótt því hafi að vísu verið breytt áður en sá siður barst til Norðurlanda á tímabilinu 1150-1200 að taka um skjaldarmerki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands, hið nýja, prentað sem fylgiblað við Stjórnartíðindi fyrir Ísland, 1919 A. 2. Blaðast. 25,5 x 18 cm. Prentað í Kaupmannahöfn eptir uppdrætti, sem Ríkharður Jónsson gjörði fyrir Jón Magnússon forsætisráðherra eptir tillögu gef. Komið hafði fram tillaga um að hafa skjaldarmerkið fjórskiptan skjöld, eða með 4 reitum, og sína landvættina í hverjum. Sú tillaga var studd af nokkrum stjórnmálamönnum og því tók gef. það tillit til hennar og landvættanna, að hafa þá fyrir skjaldbera, þegar skjaldberar yrðu sýndir með merkinu, sem hann lagði til að hafa með sömu gerð og þjóðfánann, ef skjaldarmerkið með fálkanum yrði af numið aptur og ekki að eins breytt í því fálkamyndinni, eins og hann hafði farið fram á í Árb. Fornleifafjel. 1915, 23, og ef ekki yrði tekið upp aptur í stað fálkamerkisins hið forna Þorskmerki, sem hann lagði til að fremur yrði tekið upp en þjóðfánamerkið eða nokkurt annað skjaldarmerki, ef fálkamerkið yrði afnumið. : Hafði hann fengið fjölda marga málsmetandi menn í Reykjavík til þess að senda stjórnarráðinu áskorun um þetta, en það ekki sinnt því. Eptirá viðurkendi þó Jón Magnússon ráðherra fyrir gef., að hann þá væri orðinn þeirrar skoðunar, að rjettast hefði verið að halda fálkamerkinu með breyttri mynd. Ríkarður Jónsson hafði mjög nauman tíma til að gera frummynd sína og lagði gef. til að hún yrði ekki prentuð þannig: einkum var hann mótfallinn lögun skjaldarins að neðan, fyrir komulaginu á skildi og skjaldberum, þessari gerð á griðungnum og bergrisanum. En prentuninni var hraðað og látið sitja við fyrirmyndina svo sem hún var. Blaðið fjekk gef. hjá stjórnarráðinu. Það er nú í gyltri umgerð með gleri í: st. að utanmáli 32,2 x 24,8 cm. Sbr. nr. 8210.

Það, að ljónið í norska skjaldarmerkinu skuli á mynd í umræddri bók vera með öxi, sem einmitt var bætt í merkið í þann mund sem bókin hefur verið í smíðum, sýnir að sá, sem lét setja bókina saman, hefur haft glögga vitneskju um norræn skjaldarmerki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands átti eftir að taka breytingum frá fyrstu útgáfu.

Það, sem hér að framan er sagt um merki Íslands fyrir og eftir 1262, er lausleg frásögn af áliti P. Warming, lögfræðings og skjaldarmerkjaráðunauts í Kaupmannahöfn.Merkið, sem getið er um, skjöldur með tólf þverröndum, hvítum (silfruðum) og heiðbláum til skiptis, er hugsanlega það merki (eða fáni) sem Hákon konungur fékk Gissuri Þorvaldssyni í Björgvin 1258, er hann gerði hann að jarli.
Tilgátu P. Warmings um merki Íslandskonungs hefur verið andmælt, t.d. af Hallvard Trætteberg, safnverði í Noregi, og telja sumir merkið í Wijnbergen-bókinni tilbúning og hugarflug teiknarans. Þeim andmælum hefur P. Warming svarað og bent á að skjaldarmerkjabókin sé yfirleitt nákvæm og áreiðanleg svo sem um skjaldarmerki Englands, Skotlands, Írlands, Manar og Orkneyja, og ekki sé undarlegt að Ísland hafi haft sérstakt merki, þegar þess sé gætt að lítil samfélög eins og Mön, Orkneyjar, Jamtaland og Færeyjar höfðu sín merki.
Hvað sem líður merki Íslandskonungs, þá telur P. Warming allt benda til þess að skjöldurinn með tólf hvítum og bláum þverröndum sé hið upprunalega (skjaldar)merki Íslands.

Skjaldarmerki

Tryggvi Magnússon var fyrsti auglýsingateiknari Rafskinnu árin 1935-1945 og árið 1944 var teikning hans af landvættunum viðurkennd sem opinbert skjaldarmerki lýðveldis Íslands.

Skjaldarmerki lýðveldisins Íslands, eftir 1944, er silfurlitaður kross á himinbláum skildi, með eldrauðum krossi varpað inn í silfurkrossinn. Skjaldarmerkið prýða hinir fjóru landvættir Íslands, einn fyrir hvern landsfjórðung: griðungur (Vesturland), gammur (Norðurland), dreki (Austurland) og bergrisi (Suðurland). Þeir standa á helluhrauni. Höfundur skjaldarmerkisins var Tryggvi Magnússon.

Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.“ Þetta var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands, 1918–1944.

-Af vefsíðinni stjornarradid.is
-https://is.wikipedia.org/wiki/Skjaldarmerki_%C3%8Dslands

 

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands.

Fáni

Kálfatjörn

Ofan Kálfatjarnarvarar á Vatnsleysuströnd er upplýsingaskilti með eftirfarandi fróðleik:

Kálfatjörn„Í fjörunni hér að vestanverðu er Kálfatjarnarvör. Út af vörinni er legan en svo nefnist lónið innan stærsta kersins, Markkletts. Norðan klettsins er Kálfatjarnarsund, þröng og skerjótt innsigling inná Lónið. Miðið í Kálfatjarnarsund er Sundvarða í Keili. Varðan er á Klapparhól nyrst í Goðhólstúni. Hún er nú hrunin en leifar hennar má enn sjá á hólnum. Keilir var algengt fiskimið enda áberandi í landslagi. Vestur af Markkletti er lítið sker, Geitill. Í stillu má oft sjá og heyra í selum sem liggja þar.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Strandlengja hreppsins var um aldir einhver mesta veiðistöð landsins, allt þar til enskir togarar lögðu undir sig fiskimiðin við sunnanverðan Faxaflóa í lok 19. aldar. Hver einasti bóndi á Ströndinni var þá útvegsmaður og áttu sumir marga báta. Á hverri vertíð voru þar álíka margir aðkomusjómenn og íbúar í sveitinni. Á vertíðum var fólksfjöldinn í hreppnum vel á annað þúsund.

Kálfatjörn

Kálfatjörn. Bakki fjær.

Fisk var að fá meðfram öllum Strandarbrúnum og á Strandarleir út af þeim, ýmist á handfæri eða í net. Einnig var fiskur sóttur á Sviðin og í Garðsjó. Strandarbrúnir eru hraunbrúnir nokkuð undan landi sem mynduðust á þurru í lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum þegar sjávarstaða var lægri. Meðfram allri starndlengjunni má finna fjölda mannvistarleifa sem vitna um liðna búskapar- og atvinnuhætti.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – sjóbúð séra Stefáns.

Á klapparhól sunnan við Kálfatjörm stóð sjóbúð sem séra Stefán Thorarensem prestur á Kálfatjörn (1857-1886) lét reisa. Sjóbúðin rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Stefán hafði lengi útgerð á Kálfatjörn.“

Kálfatjörn

Kálfatjörn – upplýsingaskiltið ofan Kálfatjarnarvarar.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð til íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964, brennd til grunna 2010 og endurgerð 2020. Kirkjan á sér þó engri sögu. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

KrýsuvíkurkirkjaÞegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að ekki var lengur hægt að hafast við í honum, flutti ábúandinn, Magnús Ólafsson, í kirkjuna. Hún var því afhelguð og notuð sem bústaður um tíma. Þangað komu margir á ferðum sínum um Krýsuvík og nutu skjólsins þótt stundum væri vistin köld á vetrum. Ofn var þá í kirkjunni og var hann kyntur duglega, en kulnaði á millum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Kirkjan er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar.
Krýsuvík fór endanlega í eyði eftir 1950. Stórbýlið Krýsuvík hafði um tíma 14 hjáleigur, enda jarðgæði mikil áður en uppblástur tók að herja. Víða í Krýsuvík má sjá búsetuminjar, allt frá Selöldu í suðri að Kleifarvatni í norðri, Seljabót í austri og Selatöngum í vestri. Sunnanverð Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Sveinn Björnsson, listamaður og lögreglumaður, hafði vinnustofu í Ráðsmannshúsinu í Krýsuvík. Þegar hann andaðist 28.04.1997, sjötíu og tveggja ára, var hann jarðaður í Krýsuvíkurkirkjugarði 9. maí. Þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum síðan 1917.

Sjá meira um Krýsuvíkurkirkju HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, og HÉR.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 2019.

Garðskagi

Fyrstu heimildir um ljósvita á Garðskaga er frá því 1847, en þá var hlaðin varða til leiðarvísis sjófarendum. Varðan var hlaðin úr grjóti og upp úr henni stóð járnstöng. Í blöðunum frá þeim tíma segir, að í ágústmánuði 1847 hafi komið með póstskipinu smíðuð járnvarða, sem setja eigi upp á Garðskaga, til leiðarvísis skipum sem sigldi inn Faxaflóa. Gert er ráð fyrir, að varðan með grjótstöpli, sem undir hana verði hlaðinn, verði 15 álna há (3,7m). Þetta var leiðarmerki um daga en ekki viti.

Garðskagi

Garðskagi – Gamli Garðskagavitinn.

Árið 1897 var svo byggður ljósviti á Garðskagatá. Það var ferstrengd bygging úr steinsteypu, 12.5 metrar á hæð og 3,25 metrar á hverja hlið. Áfast við hann var varðhús, þar sem vitavörðurinn hélt til um nætur. Umhverfis vitan var pallur, hlaðinn úr höggnu grjóti, um 3 metrar á hæð. Í vitanum voru sett mjög vönduð ljósatæki, sem var olíulampi. Ljósbrjótur magnaði ljósið og sneri lóðaklukka ljósbrjótnum. Hana þurfti að vinda upp á fjögra klukkustunda fresti og því talið nauðsynlegt, að vitavörðurinn dveldist í varðhúsinu um nætur. Á síðari árum þótti ekki hættulaust að dveljast í vitanum þegar mikið brimaði og var þá vitans gætt frá vitavarðahúsinu.

Garðskagi

Garðskagi – Nýi Garðskagaviti.

Nýr viti var svo byggður á Garðskaga árið 1944 og var ein höfuðástæða þess, að sjór hafði gengið mikið á landið frá því að gamli vitinn var byggður. Nýji vitinn er sívalur turn úr steinsteypu, 28 m. á hæð með ljóshúsi. Garðskagavitin mun vera hæsti viti á landinu, það er að segja, byggingin sjálf. Ljóstæki gamla vitans voru flutt yfir í nýja vitann, en fljótlega kom þó rafljós í stað olíuljóssins, í fyrstu frá vindrafstöð, en síðar frá Sogsvirkjuninni og var ljósmagn vitans aukið um leið. Árið 1961 var vitinn búinn sænskum ljóstækjum og var hann með sömu ljósmerkjum og sá gamli (upplýsingar um ljósmerki). Radiomiðstöð var tekin í notkun á Garðskaga árið 1952 fyrir atbeina Slysavarnafélags Íslands og fjórum árum síðar var sú stöð leyst af hólmi með ljósradiomiðunarstöð, sem er miklu langdrægari og fullkomnari.

Garðskagi

Garðskagi – nýi vitinn.

Í BS-ritgerð Sigurlaugar Herdísar Friðriksdóttur í Lanbúnaðarháskóla Íslands, „Vitinn á Garðskaga – Hönnun umhverfis, aðgengis og aðkomu“ frá árinu 2022 má lesa eftirfarandi um minjar á Garðskaga:

Fyrsti viti
Árið 1847 var elsti vitinn á Garðskaga hlaðinn en það var hlaðin grjótvarða. Grjótvarðan var 7 m á hæð og upp úr henni stóð 3,7 m hár járnkarl. Árið 1884 var síðan sett lítið timburskýli á vörðuna og inn í það var sett ljósker. Talið er að grjótvarðan hafi verið um 100 m norðvestan við gamla Garðskagavita.

Gamli viti

Garðskagi

Garðskagi – Gamli vitinn.

Árið 1897 var síðan byggður viti á Garðskagatá. Vitinn var byggður eftir teikningu frá danskri vitamálastjórn. Gamli vitinn er ferstrendur og byggður úr steinsteypu. Vitinn er um 11,4 m á hæð en með ljóshúsi var hæð hans um 15 m. Byggð var varðstofa við vitann og árið 1933 var gert anddyri við varðstofuna.
Þegar vitinn var fyrst byggður var gras fyrir framan hann og náði það líklega fram á Garðskagarif. Í dag er land alveg gróðurlaust í kringum vitann. Skömmu eftir að vitinn var byggður sáust merki um að tanginn sem vitinn er á væri að verða fyrir rofi vegna sjávargangs. Erfitt var orðið að komast að vitanum í slæmu veðri skömmu eftir að hann var byggður og var því byggð göngubrú yfir í vitann árið 1912. Vegna sjávarrofs við vitann var steyptur pallur við hann árið 1925.

Garðskagaviti

Garðskagaviti vígður – Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir (Lóa) frá Réttarholti í Garði.

Gamla vitanum var lokað þegar nýr viti var byggður en vitinn hefur þó gegnt ýmiss konar tilgangi síðan þá. Á árunum 1962-1978 notaði Náttúrufræðistofnun Íslands vitann sem fuglaathugunarstöð. Í dag er hægt að leigja vitann við ýmis tilefni, til að mynda fundi eða í skemmtanir. Árið 2003 var vitinn friðaður.

Nýi viti

Nýi vitinn á Garðskaga var byggður árið 1944 og var hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Vitinn er sívalur og er um 28,6 m hár frá undirstöðu að ljóshúsi. Neðst er þvermál vitans 7,5 m en 5 m efst. Garðskagaviti er hæsti sérbyggði vitinn á Íslandi. Vitinn er steinsteyptur og var húðaður með ljósu kvarsi en árið 1986 var hann kústaður með hvítu þéttiefni.
Vitavörður hafði fasta búsetu á svæðinu og starfaði við vitavörslu til ársins 1979. Haldnar hafa verið ýmsar listasýningar í nýja vitanum. Til að mynda hefur meðal annars verið haldin hvalasýning með teikningum, Norðurljósasýning RAX og vitasýning af vitum á Suðurnesjum.

Vitavarðarhús

Garðskagi

Garðskagi – Vitavarðahúsið.

Byggt var vitavarðahús árið 1933, húsið er steinsteypt og var notað sem íbúðarhús fyrir vitavörð. Árið 1951 var byggð viðbygging við vitavarðarhúsið en það var ferkantaður turn sem notaður var fyrir miðunarstöð og nokkur útihús tilheyrðu einnig búi vitavarðar. Húsið hefur nú verið notað undir ýmsar listasýningar ásamt því sem húsið hefur verið nýtt sem aðstaða fyrir sölu á handverkum.

Mikið er um minjar í Garðskaga. Svæðið hefur langa sögu af akuryrkju og hefur breski herinn einnig verið með viðveru á svæðinu á sínum tíma.

Garðskagi

Breskir dátar í viðbragðsstöðu við Garðskagavöll.

Gamli Garðskagaviti er einnig talinn til minja á svæðinu.
Steypt gangstétt lá frá gamla vita að bæjarstæði og var hún 170m á lengd og 1m á breidd. Í dag er enn steypt göngubrú sem liggur frá gamla vita að bílastæðinu. Göngubrúin er um 40 m á lengd og hefur henni verið haldið við með hlöðnu stórgrýti meðfram henni til þess að forðast rof.

Bær

Á árum áður var bær suðaustan við gamla vitann, fyrir framan vitavarðarhúsið, en ekki er hægt að sjá greinilegt byggingarlag fyrir bænum í dag.

Útihús
Nokkur útihús voru við bæinn en talið er að þau hafi verið þrjú í heildina.

Garðskagi

Garðskagi – túnakort 1919.

Fyrsta útihúsið var norðvestan á Garðskaga, nálægt nýjum vita, og tengdist bænum sem var þar áður. Í dag má sjá steyptan sökkul þar sem útihúsið stóð en sökkullinn er 3,2×3,2 m að stærð og er um 0,2 m á hæð. Annað útihús var norðan við vitavarðarhúsið en ekki sjást nein ummerki um útihúsið. Þriðja útihúsið var við vitavarðahúsið en engin ummerki eru um útihúsið.

Kálgarður

Garðskagi

Garðskagi – túnakortið frá 1919 sett ofan á loftmynd 2020.

Kálgarður var við bæjarstað og útihús 1. Ummerki um kálgarðinn sjást ekki en hins vegar var gerði við kálgarðinn sem er enn varðveitt í dag. Kálgarðurinn var 35x23m að stærð og myndaði 90 gráðu horn. Á norðurhluta kálgarðsins var kantur sem afmarkaði garðinn. Veggirnir á kantinum sjást enn og er hann frá 0,4m – 0,8m á hæð.

Akurreinar
Á Garðskaga voru akurreinar girtar af en þeim var skipt í fernt. Sumar akurreinarnar voru aflangar. Garðarnir voru hlaðnir upp úr klömbrum eða sverði. Lítið var um að hlaða þessa garða upp úr grjóti. Leifar eru af þessum görðum en um 18 akurreinar er um að ræða.

Túngarðar

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Á svæðinu voru þrír túngarðar en má finna ummerki um tvo af þeim. Fyrsti túngarðurinn var í kringum tún bæjarins á Garðskaga en ekki eru ummerki um túngarðinn í dag. Annar túngarðurinn var við tún á suðvesturhorni Garðskaga, við núverandi veg. Garðurinn var um 100m langur og sjást leifar af honum í dag. Garðurinn er um 0,5m breiður og hæsti puntur er um 0,6m hár. Þriðji túngarðurinn og einn elsti garður á svæðinu er túngarður sem er staðsettur rúmum 160m frá strönd. Garðurinn er talin vera partur af rúmum 230m kafla af garði en tengsl á milli hafa rofnað á nokkrum stöðum. Túngarðurinn er um 4-6 m á breidd og er á milli 0,2m – 0,3m á hæð.

Skagavöllur

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Þann 10. maí 1940 hernam Breski herinn Ísland. Á þessum tíma voru ekki til flugvellir á Íslandi en flugvélar voru mikilvæg hernaðartól og þurfti herinn því flugvelli. Mikilvægt var að finna staði sem voru nálægt siglingarleiðum. Herinn hafði ekki tæki og stórar vinnuvélar og því var einnig þörf fyrir að finna svæði þar sem hægt væri að gera flugbrautir á skömmum tíma með litlum kostnaði. Fundu þeir slíkt svæði á Garðskaga þar sem landið þar er óvenju slétt og jarðvegur þéttur og sendinn þannig að vatn settist hvergi að í langan tíma í senn. Samið var við landeigendur á svæðinu og hófust framkvæmdir á flugvellinum haustið 1940. Menn úr Garðinum, Sandgerði og annars staðar af Suðurnesjunum unnu við verkið.

Garðskagi

Garðskagaflatir – loftmynd 1954.

Stærsta verkið var að jafna völlinn þar sem torfið var fært til og síðan tyrft aftur yfir. Bifreiðar, hjólbörur og hestvagnar voru notaðir við að færa sand og túnþökur. Flugvöllurinn var síðan tilbúinn vorið 1941 og fyrsta flugvél lenti á vellinum einn sumardaginn síðar það árið. Flugbrautin var um 90 m breið og 1050 m löng en hún náði frá Garðskagavegi að Hafurbjarnastöðum. Flugvöllurinn var hins vegar ekki notaður mikið þar sem Bandaríkamenn byggðu stærri flugvöll á Miðnesheiði. Skagavöllurinn var því helst notaður sem neyðar- eða æfingavöllur.“

Heimild:
-Vitinn á Garðskaga – Hönnun umhverfis, aðgengis og aðkomu, Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir, 2022.
-https://www.visitreykjanes.is/is/stadur/vitarnir-a-gardskaga

Garðskagi

Garðskagi – minjastaðir.

Þorbjarnarstaðir

Menningarlandslag eru svæði sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður, og sem þar með bera í sér menningarsögulegt gildi.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg í Selvogi.

Í menningarlandslagi birtist hin sögulega vídd í umhverfi okkar. Það er stöðugum breytingum háð, þar sem gamalt hverfur og nýtt tekur við. (Kulturmiljøet i landskabet, frjálsleg þýðing). Einnig svæði, þmt. menningarlegar og náttúrulegar auðlindir, sem tengjast sögulegum atburðum, aðgerðum eða einstaklingum eða fela í sér önnur menningarleg, þjóðfræðileg, málsöguleg eða fagurfræðileg gildi og öll sýnileg eða ósýnileg ummerki sambúðar manns og lands.
Fyrsta skrefið er að vita hvað er hægt að vernda. Til þess þarf skráningu. Skráning og geymsla upplýsinga þarf að vera vel skipulögð. Það kallar á kortlagningu. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir á skipulögðu formi, svo sem á korti, er kominn grundvöllur til að nýta þær við ákvarðanatöku, t.d. við gerð skipulagsáætlana – ekki bara „spari“ heldur alltaf.

Hvað er hægt að skrá? (dæmi)

Miðmundarvarða

Miðmundarvarða við Þorbjarnastaði.

Álagablettir
Álfabyggðir
Beitarhús
Dysir
Draugasögur

Eyktamörk
Gamlar byggingar
Gamlar leiðir
Gangnamannakofar
Garðar
Grasamór
Hákarlshjallar
Hreiðurstæði Íslendingasöguslóðir
Jarðhýsi
Kirkjustaðir

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Kvíar
Lendingar
Mið af sjó
Mógrafir
Naust

Sagnir
Selalagnir
Skáldaslóðir
Stafkirkjur
Stekkir Sölvafjörur
Tóftir
Tófugren
Vatnsból
Veðurteikn
Veiðistaðir
Verbúðir

Vorrétt

Vorréttin í Hraunum.

Vígðir blettir
Vörður
Þjóðsögur
Örnefnasögur
Örnefni
Öskuhaugar
(3 x 13 atriði)

Menningarlandslag og sjálfbær þróun
Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ (Brundtlandskýrslan 1987) eða „Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar“ (Máltæki frá Kenya).

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Til að þróunin sé sjálfbær, þarf hún að vera það jafnt í vistfræðilegu, efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Hluti ábyrgðarinnar sem við berum gagnvart komandi kynslóðum felst í því að varðveita þann fjölbreytileika sem er til staðar og þá þekkingu sem honum fylgir. Fjölbreytnin er mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar.

Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) (þar með talin erfðafræðileg fjölbreytni, fjölbreytni tegunda og fjölbreytni vistkerfa)

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Skipuleg skráning menningarlandslags er skammt á veg komin, en mikið af upplýsingum er til. Ísland er jaðarbyggð með sérstakt hlutverk. Sértækar staðbundnar aðgerðir geta reynst nauðsynlegar til að viðhalda fjölbreytileikanum. Stafræn kortlagning opnar nýja möguleika og auðveldar ákvarðanatöku.
Höfum í huga að: Gamalt fólk deyr; oftar en æskilegt er – og með því hverfur vitneskja, sem við, unga fólkið, gætum nýtt okkur.

-Stefán Gíslason MSc Umhverfisstjórnun. Úr erindi er flutt var á afmælisráðstefna Landverndar laugardaginn 30. október 1999.
-http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1080.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur – dæmi um menningarminjar.

Landrof

Gróður breytist frá einum tíma til annars. Margt getur haft áhrif á það. Reykjanesskaginn er ágætt dæmi um miklar gróðurbreytingar frá upphafi landsnáms til dagsins í dag.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari fljótlega eftir að land byggðist. Frjókornarannsóknir hafa sýnt að láglendi var að miklu leyti skógi eða kjarri vaxið við landnám. Landið hefur því tapað nær öllum sínum skógum og kjarri og hugsanlega meira en helmingi gróðurþekju sinnar á síðastliðnum 1100 árum. Víða í byggð virðast umskipti frá skógi eða kjarri í nær skóglaust land hafa verið snögg og ef til vill aðeins tekið einn til tvo mannsaldra. Jarðvegur breyttist einnig. Jarðvegur myndaður eftir landnám er víða grófkornóttur með lélega samloðun, hann er ljósari og með miklu meira af áfoksefnum en jarðvegur frá því fyrir landnám. Jarðvegsbreytingarnar sýna hversu þétt uppblásturinn fylgdi í kjölfar skógaeyðingarinnar.

Eldgos

Eldgos í Fagradalsfjalli.

Ísland er eitt virkasta eldfjallaland í heimi. Hér hafa orðið gos að meðaltali á um 5 ára fresti frá landnámi. Gosunum fylgir gjóska sem sest í jarðveginn og ljær honum óvenjulega eiginleika, bæði eðlisfræðilega og efnafræðilega. Gjóskan er eðlislétt – allir vita hve léttur vikur er. Vindur og vatn ná því að hreyfa og flytja kornin auðveldlega til. Þykk öskulög mynda lög í jarðveginum sem auðveldlega grefst undan eða fýkur burt þegar gróðurhulan verndar ekki lengur.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Þá er Ísland ákaflega vindasamt land. Sé gróðurþekjan fjarlægð er jarðvegurinn mjög auðrofinn hvort heldur er af vindi eða vatni. Einkum hefur vindurinn verið afkastamikill. Verstu uppblástursskeiðin er ekki hægt að kalla annað en náttúruhamfarir. Dæmi er hinn hamslausi uppblástur sem geisaði í Landssveit og Rangárvöllum og náði hámarki undir lok 19. aldar og sem hefði getað lagt stóran hluta Rangárvallasýslu í eyði. Gróður eyddist annars vegar við uppblástur þannig að vindurinn reif burt jarðveg þar til ekkert varð eftir nema jökulurðin undir en hins vegar við það að þau ógrynni sands sem losnuðu og bárust but með vindi, lögðust yfir gróður annars staðar og kæfðu hann.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Þetta tvennt, tíð eldgos og vindasamt veðurfar, var vissulega til fyrir landnámen olli þó ekki verulegum skaða á gróðurþekju. Eldgos hafa ekki verið tíðari eftir landnám en næstu árþúsund þar á undan.
Sigurður Þórarinsson benti t.d. á að útbreiðsla skóga á Suðurlandi gæfu ekki til kynna að eldgos væru frumorsök að eyðingu skóga: helstu skógarleifar er þvert á móti að finna í nágrenni virkustu eldfjallanna.

Rof

Rof á Krýsuvíkurheiði.

Bæjarstaðarskógur er nálægt rótum Öræfajökuls, Næfurholtsskógur og Galtalækjarskógur eru í næsta nágrenni Heklu og í Skaftártungum, skammt austan Kötlu, er talsvert kjarr. Merki um staðbundinn uppblástur munu finnast í jarðvegi frá því fyrir landnám en þau eru fá. Meira að segja feiknarleg gjóskugos, miklu stærri en komið hafa eftir landnám, virðast ekki hafa valdið verulegri jarðvegseyðingu. Hún hófst ekki fyrr en þriðji þátturinn bætist við með umsvifum mannsins.

Rofabarð

Rofabarð.

Því er stundum haldið fram að jarðvegseyðingu megi rekja til kólnandi loftslags. Fátt bendir til þess að svo sé. Uppblástur hófst skömmu eftir landnám og áður en veðurfar tók að kólna að ráði nálægt 1200. Þorleifur Einarsson taldi til dæmis að á þeim tíma hafi holtin umhverfis Reykjavík verið orðin gróðurvana og uppblástur þar um garð genginn. Annað sem mælir á móti því að frumorsök hnignandi gróðurfars hafi verið kólnandi loftslag er að skógar virðast víða hafa haldist lengst inn til landsins, á mörkum byggðar og óbyggða sem sést til dæmis á breyttum skógarítökum kirkna. Þar hefðu þeir þó átt hörfa fyrst vegna kólnandi loftslags. Litla ísöldin hefur þó lagst á sveif með eyðingaröflunum og haft áhrif, til dæmis í stærri jökulfljótum sem brutu gróið land, meiri jökulhlaupum og í framskriði jökla sem skildu seinna eftir sig gróðurvana auðnir og báru oft einnig fram fínkornótt efni sem farið gat á flakk.

Oddafellssel

Oddafellssel – í selstöðum frá örófi alda hefur gróður haldist allt til þessa dags þrátt fyrir gróðureyðinguna umhverfis.

Það sem líklega skipti sköpum og hrinti af stað vítahring jarðvegseyðingar eftir landnám er að gjóskufall hefur miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir gróður á skóglausu landi. Nokkurra tuga sentimetra gjóskufall getur kæft gróður á graslendi og þar sem beit eða sláttur hefur tekið ofan af gróðri, og náð að drepa allar plönturnar sem flestar hafa sína vaxtarbrodda neðanjarðar, í sverði eða rétt ofan við yfirborð. Þá liggur gjóskan óvarin fyrir vindi og vatni og verður upphaf að sandfoki og frekari gróðureyðingu á nærliggjandi svæðum þegar aðflutt efni kæfa gróður á nýjum stað. Jafnþykkt gjóskulag kann að hafa lítil áhrif á skóg og kjarrlendi þar sem eru tré og runnar sem standa upp úr. Botngróður deyr en hávaxnari gróður heldur að gjóskunni og kemur í veg fyrir að hún fari að fjúka, og skapar auk þess betri skilyrði fyrir uppvöxt botngróðurs á nýjan leik.

Hér má heyra í Ríó Tríóinu; „Landið fýkur burt“ – Sjá og HEYRA.

-Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í líffræði við HÍ.
-http://www.land.is/landbunadur/wglgr.nsf/key2/hofudstodvar.html
-https://www.youtube.com/watch?v=mBwrzCNSP0s

Rof

Landrof.

Njarðvíkursel

Landnám Ingólfs markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fyrrum landnám Ingólfs – kort Björns Gunnlaugssonar 1844.

Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af landinu öllu. Þar búa hins vegar um 200 þús manns eða tæplega 70% þjóðarinnar.
Gróðurfarslega er Landnám Ingólfs víða grátt leikið. Kemur þar til eldvirkni fyrri tíma auk þess sem svæðið hefur mátt þola ofbeit aldirnar í gegn, líkt og mörg önnur svæði hér á landi. Engu að síður hefur Landnám Ingólfs orðið útundan í viðleitni til landgræðslu á síðustu áratugum. „Gróður fyrir fólk“ leggur áherslu á að gróður eykur útivistargildi lands. Heiðmörkin er gott dæmi þar um, svæði sem lengst af var hrjóstrugir melar og hraunflákar en er nú, fyrir framsýni manna um miðja 20. öld, gróðursæl útivistarparadís fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Á íslenskan mælikvarða eru veðurfarsleg gróðurskilyrði á svæðinu góð og óhætt er að fullyrða að þegar Ingólfur Arnarsson nam þar land hafi svæðið verið nær algróið og láglendið skógi vaxið. Nú, rúmlega 1100 árum síðar, er myndin allt önnur, gróðurfarið ber dapurleg merki aldalangrar búsetu, gróðurnýtingar og annarra mannlegra aðgerða, enda hefur svæðið verið þéttbýlt allt frá landnámi til þessa dags. Skógi og kjarri hefur að mestu verið útrýmt og hefur það víða leitt til mikillar jarðvegs- og gróðureyðingar sem enn hefur ekki tekist að stöðva.

Fossárrétt

Fossárrétt 2009 – að hverfa í plantaðan skóg.

Ástæða er til þess að ætla að þrátt fyrir margháttaðar landgræðsluaðgerðir sé gróðurþekjan á svæðinu enn á undanhaldi og aðeins á friðuðum svæðum getur gróður talist í framför.

Nú má víða á Reykjanesskaganum sjá ummerki uppgræðslu og gróðuraðhlynningar. Trjáplöntum hefur verið komið fyrir í fornum tóftum, tré þekja gömul fjárskjól og stekkir hafa horfið í skóga.

Baðsvellir

Selsminjar í skógi á Baðsvöllum.

Minna þarf áhugafólk um uppgræslu og skógrækt að huga að hugsanlegum mannvistarleifum á einstökum svæðum áður en lengra er haldið. Svæði hafa verið endurskýrð, s.s. Sólskógur þar sem áður hétu Selbrekkur. Selsminjarnar þar hafa verið kaffærðar í skógrækt. Trjám hefur verið plantað í Njarðvíkursel við Seltjörn og í Rósel við Ró[sa]selsvötn ofan Keflavíkur. Þar hefur skógræktarfólk einnig plantað trjám í hina fornu Melabergsleið (Hvalsnesgötu). Þá hafa tré verið gróðursett ofan í fornminjar í svonefndum Selskóg á og ofan Baðsvalla norðan Þorbjarnarfells, líkt og í Víkursel vestan Öskjuhlíðar. Svona mætti, því miður, lengi telja…
Sjá meira HÉR og HÉR.
Heimild:
-http://www.gff.is/landnam-ingolfs.html

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Staðarborg

Við Vatnsleysustrandarveg, ofan Kálfatjarnar er skilti. Á skiltinu er eftirfarandi fróðleikur:

Staðarborg

Staðarborg – upplýsingaskilti.

„Staðarborg er um 1.5 km frá Vatnsleysustrandarvegi, um miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Vatnsleysutrandarvegar í stefnu á Trölladyngju (suðaustur). Borgin sést þó ekki fyrr en komið er nokkuð upp í heiðina vega hæða sem skyggja á hana. Varðan hér litlu austar heitir Pestsvarða. Frá henni má fylgja lágum vörðum sem vísa leiðina að borginni. Fyrst er komið á langan klapparhól er heitir Klifflatarhóll. Þar eru tvær vörður. Þaðan skal fylgja vörðum sem sjást þar til Staðarborg blasir við.

Fjárborgin mikla
Staðarborg er stór og listilega hlaðin fjárborg. Líklegt er að borgin hafi verið hlaðin sem skjól fyrir fé í illviðrum. Áður fyrr voru borgir hlaðnar til að spara húsbyggingar. Þá voru gripahús af skornum skammti heima við bæi og var sauðfé haft úti eins lengi og unnt var. Sauðamenn sem þá voru á flestum bæjum önnuðust sauðféð og fylgdust með því ef þurfa þótti.

Staðarborg

Staðarborg.

Engar heimildir eru til um aldur Staðarborgar. Þó er talið víst að borgin sé nokkur hundruð ára gömul og teljist því til fornminja. Borgin er mjög heilleg og hefur ekki verið hreyft við henni utan þess að ofan dyranna voru tveir stórir steinar sem notaðir höfðu verið sem árefti yfir dyrnar til varnar þess að stórgripir kæmust inní borgina. Snemma á 20. öld lenti hins vegar stórgripur þar inni. Til að ná gripnum út var áreftið fyrir ofan dyrnar tekið svo þær uðu heilar uppúr. Staðarborg var friðlýst árið 1951 samkvæmt lögum um verndun fornminja.

Þjóðsagan

Staðarborg

Staðarborg að innanverðu.

Í þjóðsögu einni er sagt frá því að presturinn á Kálfatjörn hafi fengið hleðslumann til að hlaða borgina. Helðslumaðurinn vandaði vel til verka og notaði grjót úr nágrenninu. Ætlun hans var að hlaða borgina í topp eins og aðrar smærri fjárborgir sem voru víða um land. Má því til stuðnings skoða hleðsluna að innan sem var farin að slúta nokkuð. Er prestur komst að þessu varð hann reiður og harðbannaði þetta þar sem einsýnt var að fullhlaðin yrði borgin hærri en kirkjuturninn á Kálfartjarnarkirkju og tilkomumeiri í alla staði. Við þetta á hleðslumanni að hafa gramist svo að hann hljóp frá ókláruðu verkinu og fór frá presti.

Örnefnin í Strandarheiði

Staðarborg

Staðarborg – örnefnin í heiðinni (SG).

Örnefnin hafa að geyma ákveðna sögu og með þeim má oft átta sig á með hvaða hætti landið var nýtt á mismunandi tímum. Örnefnin í heiðinni eru mörg og gönguleiðirnar margar eins og gefur að skilja ef horft er til landnotkunar áður fyrr þegar lifað var af því sem landið gaf. Þá var landið að mestu notað til sauðfjárræktar. Í kjölfar aukinnar vélvæðingar og umbóta í landbúnaði, s..s aukinnar túntæktar, girðingu heimatúna og áburðarnotkunar, um og eftir aldamótin 1900, færðist sauðfjárræktin í aukum mæli frá selstöðum í heiðinni í heimatúnin. Í kjölfarið minnkaði notkun örnefna í heiðinni og er svo komið í dag að mörg þeirra hafa fallið í gleymsku.“

Framangreindur fróðleikur er ágætur – svo langt sem hann nær. Hafa ber í huga að sunnan við Staðarborgina er áberandi hóll. Á henni eru leifar óþekktrar fjárborgar. Austan hennar er annar áberandi hóll með fjárborgarleifum. Vestan Staðarborgar er svo mjög svo áhugaverð Þórustaðaborgin.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Þinghóll

Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, reistur 1962.

Kópavogur

Þinghóll – dysjar.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog en til þess kom þó aldrei.
Merkasti atburður sem tengist þingstaðnum er erfðahyllingin 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakonungi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.

Þinghóll

Þinghóll – minjar.

Síðasta aftakan sem fór fram á þinginu í Kópavogi var þann 15. nóvember 1704. Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi. Jarðneskar leifar Sigurðar og Steinunnar fundust þarna skammt frá er brúin yfir Kópavogslækinn var byggð.
Til er önnur sögn tengd Þinghólnum en hún segir að þar í grennd hafi sést til huldukonu einnar og mun það hafa verið á sama tíma á hverjum degi. Sást hún ganga frá Þinghólnum í átt að Borgarholtinu.

Þinghóll

Minnismerki um erfðahyllinguna á Þinghóli.

Erfðahyllingareiðurinn – Skjalið er varðveitt Þjóðskjalasafni í skjalasafni Öxarárþings, Alþingisbók frá Bjarna Þorsteinssyni.
Texti erfðahyllingareiðsins er ekki til í frumriti en hér er hann tekinn eftir alþingisbók í Þjóðskjalasafni.
Efni skjalsins er á þá leið að á Kópavogsfundinum 1662 hafi Íslendingar gengið undir einveldi Danakonungs en það hafði hann þegar fengið í Danmörku tveimur árum fyrr. Ætlast var til að gengið yrði frá málum á alþingi en höfuðsmaðurinn, Henrik Bjelke, kom ekki til landsins í tæka tíð.

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Ýmist er talað um erfðahyllingareið eða einveldisskuldbindinguna. Textinn er til í nokkrum afritum. Hér er eiðurinn í alþingisbók, sem óvíst er hver ritað hefur, og má benda á síðustu orðin á blaðsíðunni „O tempora! o mores!“ (Ó tímar, ó siðir!) sem bera vitni um dapurt hugarástand skrifarans.
Á Kópavogsfundi viðurkenndu Íslendingar einveldi Danakonungs og höfðu Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup og Árni Oddsson lögmaður forystu fyrir landsmönnum þar. Með tímanum komst allt ríkisvald (löggjafarvald, framkvæmdavald og æðsta dómsvald) í hendur konungs og embættismanna hans. Í raun var kóngur þó farinn að ráða því sem hann kærði sig um á Íslandi löngu fyrr og viðurkenning einveldisins var fremur formsatriði en breyting.

Þinghóll

Þinghóll.

Forsaga málsins er sú að ári áður hafði Danakonungur ákveðið að svipta aðalinn öllum völdum og stofna konungseinveldi í ríki sínu í samstarfi við borgara Kaupmannahafnar. Íslendingar samþykktu hið sama á Kópavogsfundi með því skilyrði að þeir fengju að halda fornum lögum sínum, frelsi og rétti. Það virðist einkennileg krafa þegar þess er gætt að allt átti þetta að hverfa með einveldisskuldbindingunni.
Kópavogsfundurinn hlaut óvænta athygli löngu síðar þegar Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja dró fram í dagsljósið tvo bréfmiða sem Árni Magnússon handritasafnari hafði skrifað nokkrum áratugum eftir fundinn. Þar segir að Brynjólfur biskup og Árni Oddsson hafi verið neyddir til að skrifa undir skuldbindinguna með vopnavaldi, Árni hafi streist á móti heilan dag en loks látið undan og undirritað skjalið grátandi. Þótti 19. aldar mönnum þetta talandi dæmi um svívirðilega framkomu Dana gagnvart Íslendingum í gegnum tíðina.

(Byggt á riti Gunnars Karlssonar, Kóngsins menn. Reykjavík 1990, Mál og menning).
Heimildir: Einar Laxness. Íslandssaga a-ö, II. bindi. Reykjavík 1995. Vaka – Helgafell – og Árni Daníel Júlíusson, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Ólafur Ísberg (ritstj.). Íslenskur söguatlas I. Reykjavík 1989. Almenna bókafélagið.

Þinghóll

Þinghóll.