Setberg

Eftirfarandi grein um Jón á Setbergi birtist í Litla-Bergþóri árið 1996:
„Einhvern tíman fyrir löngu síðan ákvað ég með sjálfum mér að skrifa þátt um langafa minn, Jón á Setbergi,áður en ég „setti upp tærnar“. Enda er allt hæpið með handskriftina eftir að maður er kominn í þær stellingar. Hann hóf hér vist sína tæpum hundrað árum áður en ég fæddist, þó hefi ég afhonum glöggar sagnir frá fyrstu hendi því móðir mín Helga Eiríksdóttir húsfreyja á Stekk í Garðahreppi sem fædd var 1. október 1879 að Kjarnholtum í Biskupstungum var sonardóttir hans. Hún ólst upp að verulegu leyti hjá þessum afa sínum. Þegar ég var á barns- og unglingsaldri sagði hún mér margt af búskaparháttum á Setbergi og ýmsu fleira varðandi þennan afa sinn. Eg mun vera sá eini af hinum fjölmörgu núlifandi afkomendum Jóns á Setbergi sem hefi af honum glöggar sagnir frá fyrstu hendi, það getur því ekki talist nein ofrausn þó ég komi því nú í verk að skrá eitthvað sem ég veit með vissu um þennan forföður minn.
Skollagróf 14. mars 1996 – Jón Sigurðsson.

Setberg

Teikning af Setbergsbænum eftir Sir Joseph Banks frá 1772.

Jón Guðmundsson var fæddur 24. desember 1824 á Fossi í Hrunamanna-hreppi. Ég tel þó víst að þarna skakki einum degi, því hann taldi sinn fæðingardag vera Þorláksmessu en ekki aðfangadag jóla.“Hann var samtíða sínum foreldrum óslitið fram yfir sinn tvítugsaldur því er ósennilegt að þarna hafi orðið dagabrengl innan fjölskyldunnar, hitt er mun sennilegra að talan 24. hafi slæðst inn í kirkjubók í stað 23. Faðir Jóns var Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi, sem jafnan var kenndur við Haukadal í Biskupstungum og móðir hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum. Hún var af hinni þekktu Hörgsholtsætt. Jón sótti til föður síns sauðgleggni og mikla fjármennskuhæfileika, þó hann yrði aldrei þjóðsagnapersóna á sviði fjárgleggninnar á borð við föður sinn. Hann stóð þó tvímælalaust langnæst föður sínum á sviði sauðgleggni og fjármennsku af öllum börnum Guðmundar Eiríkssonar.
Hann var víst ekki hár í loftinu þegar hann fór að fylgja föður sínum um Fosshagana í smalamennskum og annarri fjárgæslu. Á sínum efri árum ræddi hann oft um fjárstúss sitt í Fosshögum enda var hann á 12. aldursári þegar foreldrar hans fluttu þaðan. Á næstu sex árum lenda foreldrar hans í sífelldum búferlaflutningum, búa ekki á færri en fjórum jörðum á þessu sex ára tímabili. Þar til á vordögum 1842 að þau setjast að í Haukadal þá er Jón sonur þeirra á 18. ári. Næstu fimm árin er hann enn með foreldrum sínum í Haukadal.
Fyrri kona Jóns var Guðrún Egilsdóttir frá Tortu. Faðir hennar var Egill Þórðarson bóndi þar og móðir hennar kona Egils var Guðlaug Gísladóttir frá Kjarnholtum. Þannig er ég að tveim þáttum ættaður frá Kjarnholtum, þar sem Guðlaug móðir Guðrúnar langömmu minnar var þaðan og á aðra grein Kristín móðurmóðir mín sem var dóttir Guðmundar Diðrikssonar bónda þar.
Vorið 1847 fara Jón og Guðrún að búa á Tortu. Þeim fæðist drengur vorið áður, þá eru þau bæði á vist í Haukadal hjá foreldrum Jóns. Þegar þessi fumburður þeirra fæddist er Guðrún 30 ára en Jón langafi minn 22ja ára, því hún var röskum átta árum eldri en hann. Eftir 11 ára sambúð missir hann þessa fyrri konu sína. Torta var örreytiskot í túnjaðrinum í Haukadal. Þarna bjó þó Jón langafi minn í 14 ár við sæmilegan efnahag þrátt fyrir íþyngjandi ómegð.
Fyrri hluta þessa tímabils bjó hann í skjóli foreldra sinna og efalaust öll árin við aukinn aðgang að landsnytjum heimajarðarinnar, með öðrum hætti var afkoman á Tortu óhugsandi. Þeir feðgar Guðmundur Eiríksson og Jón sonur hans, sem jafnan var nefndur Jón á Setbergi eftir að hann settist þar að, voru báðir viðkynningar góðir og léttir í máli. Aldrei hafði langafi minn viljað láta tala illa um Tortu sem bújörð þó í raun væri hún bæði lítil og léleg. Hann sagði að Tortu nafnið væri ekki annað en afkáralegt auknefni því jörðin hefði heitið „Laufviðarstaðir á Beinárbökkum“. Þetta sagði hann að sjálfsögðu í gríni, en ég trúi að í bakgrunni hafi legið sú minning að þarna komst hann vel af og átti á margan hátt góða daga, m.a. vegna þess að hann hafði greiðan aðgang að Haukadalslandinu langt umfram það sem landsnytjar hjáleigunnar afmörkuðu.
Seinni kona Jóns var Vilborg Jónsdóttir frá Einholti í Biskupstungum. Hún var fædd árið 1832. Þeirra fyrsta barn fæddist í Einholti 6. maí 1859. Fljótlega fer hún að búa á Tortu með langafa mínum, en á vordögum 1861 flytja þau að Helludal, búa þar í tvö ár. Þar næst eitt ár í Bryggju sem er fardagaárið 1863-4.
Þá tekur langafi minn sig upp úr Biskupstungum með allt sitt, bæði fólk og fénað og sest að á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þessi jörð fylgdi þá Garðahreppi. Þarna fær hann í leiguábúð hálflenduna en á hinum hlutanum voru 5 kot, sem ég ætla að þá hafi verið öll í ábúð. Hann tekst á hendur þessa búferlaflutninga að nokkru leyti fyrir áeggjan föður síns, sem þá var orðinn gamall og blindur, en milli þeirra feðga var góð og varanleg vinátta.
Ekki kunni hann allskostar við þá fjárgæslu sem Hvaleyrarjörðin útheimti því þar var talsverð flæðihætta frá sjó. Engar sögur fóru af því að þessir annmarkar jarðarinnar hafi höggvið skorbilda í bústofn hans, enda var hann víst aldrei orðaður við slóðaskap og slælega fjármennsku í sínum búskap.
Á Hvaleyri búa þau í þrjú ár 1864 – 7. Í fardögum 1867 losnar í ábúð Setberg, sem einnig var í Garðahreppi. þangað flytja þau um vorið. Fljótlega festi hann kaup á jörðinni og þar bjuggu þau þar til þau urðu ellimóð og hætta búskap og luku sínum lífdögum í Hafnarfirði. Segja má að jafnskjótt og þessi hjón voru sest að á Setbergi voru þau kennd við þennan bæ og svo er raunar enn þegar þeirra er minnst. Eftir því sem ég best veit komst þessi langafi minn alltaf heldur vel af alla sína búskapartíð. Hann átti efnaða foreldra, og faðir hans stólaði strax mikið á hann í fárbúskapnum, því mætti ætla að hann hafi strax á unglingsaldir átt í séreign fleira af kindum en almennt gerðist. Slíkt var í þá daga líklegasta leiðin til efnahagslegs sjálfstæðis.
Þau þrjú ár sem Jón bjó á Hvaleyri urðu honum áfallalaus í búskap, og þar fjölgaði hann fénu nokkuð, enda mun hann hafa gengið nokkuð á sauðastofn sinn þá hann tók sig upp austur í Biskupstungum. Fargaði þá öllum rosknum sauðum úr stofninum, e.t.v. mest af því að hann hefir álitið að þeir yrðu óeirnir í ókenndum högum. Þegar hann er sestur að á Setbergi fer hann ört að fjölga fénu, og varð fljótlega fjárríkastur allra Innnesjabænda. Þó hann alla sína tíð kæmist heldur vel af, þá efnaðist hann bæði fljótt og vel eftir að hann gerðist bóndi á Setbergi. Gamla Setbergstúnið þótti á þess tíma mælikvarða allstórt og vel grasgefið. Engjablettir voru einnig í landinu þó í litlum mæli væri.
Fjárland á Setbergi var mjög gott, skjólsælt og kjarngott til beitar. Jón á Setbergi var víst ekki mjög kirkjurækinn en komst þó vel af við prestinn í Görðum, enda var þessi langafi minn maður viðræðugóður og vinsæll.
Eins og áður er komið fram fjölgaði fé hans ört eftir að hann settist að á Setbergi. Þá tók að þrengjast þar í högum. Garðakirkja átti bæði slæju og beitilönd fjarri kirkjustaðnum, sem að hluta til mun hafa, fyrr á tíð, verið sellönd frá Gröðum. Þessi lönd leigði Jón um árabil af Garðapresti bæði til beitar og slægna.
Að jafnaði voru á Setbergi fjórar kýr í fjósi auk geldneyta. í geldgripa hópnum sem ekki var stór voru uxar og þar á bæ nefndir „básgeldingar“ til aðgreiningar frá öðrum geldingum, en langafi minn var langa ævi þekktur sem gildur sauðabóndi. Básgeldingarnir voru að jafnaði leiddir á blóðvöll 3ja vetra gamlir, og það gerðist síðsumars áður en venjuleg sláturtíð hófst. Þarna var gott búsílag til matfanga og húðin til skógerðar.
Þó Setbergshagar séu að mestu óbrunnið land þurftu þeir að smala sínu marga fé vítt um hraunlendi, sem er býsna skæðafrekt. Frá því kýr voru leystar út á vordögum var einhver liðléttingur látinn gæta nautgripanna í haga þar til heima heyskap var lokið. Mest vegna þess að verja þurfti slægjubletti á útjörðinni, en þar syðra voru grasnytjar til slægna mjög takmarkaðar. Hrossaeign á Setbergi var mjög takmörkuð, enda hrossa- gönguland af mjög skornum skammti. Vegna hrossfæðar varð sá sem „fór á milli“ með heybandslestina að ganga, þó var heimreiðsla drjúlöng af Garðaflötum og þar um kring af leigulandinu, þó enn lengra úr Elliðavatnsengi, en þar fékk Jón á Setbergi oft léðar slægjur. Kaupstaðaaðdrættir voru aftur á móti kátlega auðveldir, því leiðin frá Setbergi í Hafnarfjörð var aðeins til jafns við eina bæjarleið.
Langafi minn átti að jafnaði 1 – 2 reiðhesta. Ég veit með vissu að þeir voru vikaliprir og vel tamdir, og þykir mér gott til þess að hugsa að þessi forfaðir minn þurfti ekki að ferðast á stampgengu. Móðir mín mundi vel síðasta reiðhest afa síns, rauðstjörnóttan, lipran og viðbragðsfljótan.
Setbergsmenn smöluðu að jafnaði allt gangandi, enda mikið af hraunlendi því sem þeir þurftu að smala á engan hátt hollt hestafótum. Hér á eftir vil ég greina frá ýmsu öðru varðandi búskaparhætti Jóns á Setbergi og þá fyrst og fremst því sem sneri að fjárbúskap hans. Eins og áður er fram komið var hann mjög nákvæmur og snjall fjármaður. Hafa verður í huga að á þeim tímum var ullin og tólgin aðal verðmætin sem sauðfjárbú skilaði, þá voru ekki enn runnir upp þeir tímar að innlegg dilka væri undirstaða afkomunnar. Fastastæða í fjárbúskap fyrri tíma var því sauðaeign. Þá var mikils um vert að ullarlag þeirra væri gott. Svo til öll hrútlömb voru gelt í vorsmölun nema eitt og eitt sem líkleg þóttu sem hrútsefni. Þau hrútlömb sem ekki komu að í vorsmölun voru gelt að haustinu. Langafi minn setti á svo til alla lambgeldinga, aðeins einn og einn lenti á blóðvelli og þá sem einhver vanmeta skepna. En hann hafði verið vandlátur á val lífgimbra. Þær áttu að vera með breiðan spjaldhrygg og vel holdfylltar á bak, helst með breiða og framskotna bringu, ullargóðar, m.a. ullaríylltar innanlæris, því nárabert fé stóð sig mun verr á beit í vetrarhörkum.
Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar. Gemlingum var að sjálfsögðu beitt, enda var innlokun ekki holl upphafsvist fyrir verðandi útigöngufé.
Jón á Setbergi hafði engin handahófs vinnubrögð þegar kom að því á haustnóttum að „sauma fyrir“, allar þær „bróderingar“ þurftu að vera afstaðnar fyrir Marteinsmessu sem er 11. nóvember. Fyrst er að telja lambgimbramar sem að sjálfsögðu voru allar fyrir seymdar. Svo saumaði hann fyrir flestar sínar ær sem voru á 2. vetri, aðeins öríáar þær vænstu og þroskamestu höfðu hrút á þeim aldri. Þannig báru flestar hans ær ekki fyrr en 3ja vetra. Með þessum hætti famaðist stofninum miklu betur, og af þessum ungu ám fékk hann mikla og verðmæta ull. Þar að auki sauðarreyfin þykk og þelgóð. Hann saumaði einnig fyrir rosknar ær sem þá skiluðu þyngri föllum og meiri mörtil tólgarinnleggs við frálag á komandi hausti.
Þótt fyrirseymur finnist ekki lengur fjárhjörðum vil ég koma nánar að þessu handbragði, sem fyrst og fremst lýsti smekkvísi Jóns og foreldra hans gagnvart ýmsu er að fjármennsku laut.“Þegar ég var að alast upp syðra í Stekk, sem var í sama hreppi og Setberg varfyrirseymsla enn mjög algeng varðandi lífgimbrar og einnig með rosknar ær, sem farga átti haustið eftir.
Mér er enn í fersku minni hve það var til stórra lýta þegar saumað var fyrir af meiri háttar smekkleysi, en víða vildi það við brenna. Oft stagað út á hnútur og læri „leppar“ óhönduglega sniðnir. Auk þess óvandlega saumað, þá vildi við brenna að ær og gimbrar „lembuðust með leppnum“ eins og sagt var, þar með var ætlunarverkið allt úr skorðum.
Jón á Setbergi lagði svo mikið upp úr því að þetta verk væri unnið af traustleika og smekkvísi að lengi vel vann hann þetta verk sjálfur, og allt til sinna búskaparloka taldi hann tryggara að fylgjast með þessu verki úr nálægð.
Móðir mín var víst fljótlega fim með nálina enda treysti hann henni strax á barnsaldri við þennan „saumaskap“. Hún kenndi mér þessi handtök meðan ég enn var ungur. Þess vegna þykist ég enn kunna þessi löngu aflögðu vinnubrögð.
Langafi minn hafði lært handtökin af móður sinni, en alltaf hafði faðir hans fylgst með verkinu. Sennilega til að fullvissa sig um að traustleika og smekkvísi væri örugglega gætt. Eins og fram kemur áður þá vandaði Jón mjög val á lífgimbrum og eins þeim hrútum sem blanda átti í stofninn en þeim var aldrei sleppt í ær fyrr en þeir voru á öðrum vetri.
Á þessum tímum var ullin verðmæt, þess vegna dugði ekki að horfa framhjá ullargæðunum, enda gerði langafi minn það ekki. Ég veit það af eigin reynslu að talsvert má greina það á feldi unglamba hvort reifi verða illhæruskotin. Hann setti aldrei á gimbrar sem hann taldi að bæru með sér þennan galla og þær ær veturgamlar sem skiluðu illhærum í sínu fyrsta reifi fóru undantekningarlaust á blóðvöllinn, eins var um hrútana. Það leiddi af sjálfu sér að þeir blönduðust ekki ærstofninum. Með þessum hætti ræktaðist fljótlega upp stofn með þeim ullareiginleikum sem að var stefnt. Þelið var megin verðmæti ullarinnar, togið varð þó að vera sterkt og ekki of stutt á algeru útivistarfé.
Jón á Setbergi lét ekki sitt marga útigangsfé þvælast um einhvers staðar eftirlitslaust. Þar kom þrennt til, fyrst og fremst vildi þessi nákvæmi fjármaður fylgjast vel með hjörðinni, í öðru lagi var þess full þörf að hafa stjórn á því hvar og hvernig svo stór hjörð gekk að beitinni, og í þriðja lagi varð að fylgja hjörðinni vegna affalla sem bráðapestin olli. Einmitt vegna „pestarinnar“ varð strax snemma hausts að fylgja fénu öllum stundum daglangt.
Bráðapestin var alltaf skæðust á haustin og aldrei eins mögnuð og í hæglætisveðri þegar hrímfall var mikið og viðvarandi, en hrímið fylgdi mest hægri haustkælu sem kunnugt er. Þessum stóra fjárhópi fylgdu alltaf tveir karlmenn allt frá haustnóttum og framundir vor. Þannig var auðvelt að stjórna því hvar féð gekk að jörð hverju sinni, og með þessu móti einu var hægt að „skera af“ þær kindur sem tóku „pestina“. Bráðapestin var skæðust í yngsta og vænsta fénu. Þessa vegna olli hún mjög miklum skaða. Við þennan vágest hafði verið óbúandi án þess að gæta fjárins svona nákvæmlega. Með þessari daglegu gæslu var unnt að lóga þeim kindum sem dauðvona urðu, þannig spilltist átan af þeim ekki verulega, nema feitin rann við suðu mun meira en þegar fargað var heilbrigðu fé.
Ég trúi að langafa mínum hefði búnast talsvert verr ef nýtingin á þessu fé hefði ekki verið í svo góðu lagi sem hún var, því á Setbergi var þungt heimili vegna mikillar ómegðar. Strax og farið var að gæta fjárins á haustin var það „bælt“ sem kallað var, við tvo hella suðvestur af svonefndri Setbergshlíð. Þarna átti féð náttból allan gæslutímann enda var hraunið vel gróið á alldrjúgri spildu.
Fyrrgreind náttból var drjúglangt frá bænum. Þær kindur sem farga þurfti voru þannig meðhöndlaðar að fyrst var þeim látið blæða, síðan var hleypt innan úr þeim frá þind og aftur úr. Síðan urðu fjármennimir að axla þessar fárakindur og bera heim að kveldi. Með fyrstu skímu að morgni þurftu þeir svo að fara til fjárins, því ekki dugði að það væri farið að dreifa sér þegar komið var að náttbólinu. Auk þess vildu þeir helst koma að hópnum áður en féð stóð upp, því hver ein kind sem teygði sig um leið og hún stóð upp úr bæli sínu varð ekki „pestinni“ að bráð næstu 30 klst. Þetta máttu þeir gerst vita sem stóðu yfir fé að staðaldri.
Ég hefi oft hugsað til þess hve það hefir komið sér vel hve skjólsælt var víða í þessum högum. Þess hafa fjárgæslumenn og hjörðin notið ríkulega í hreti og hreggviðrum.
Víða var í Setbergshögum eski og sauðamergur ásamt valllendis- og víðigróðri. Auk þessa var fénu beitt vítt um hraunfláka sem voru utan heimalands, á því svæði eru víða beitilyngsbreiður.
Eftir því sem ég þekki frá uppvexti mínum í sambandi við vetrarbeit þá er fátt sem jafnast á við beitilyngið. Það er tvennt sem skapar manni sátt við hraunlendið. Í fyrsta lagi lynggróðurinn og þá alveg sérstaklega beitilyngið og í öðru lagi skútar og önnur skjól, sem hraunflákarnir búa sauðkindinni.
Eins og áður er komið fram í máli þessu var Jón á Setbergi líkt og faðir hans Guðmundur Eiríksson vel að sér um allt sem laut að sauðfjárbúskap. Hann var einnig líkur föður sínum í því hve hann var fótfrár og slyngur smali, að mínu viti verður enginn virkilega slunginn smali nema sá sem skynjar hin væntanlegu viðbrögð sauðkindarinnar undir hinum breytilegustu kringumstæðum.
Sínu létta og giktarlausa smalaspori hélt hann fram á gamalsaldur rétt eins og faðir hans, þess vegna entist hann lengi vel að standa yfir fé sínu, sem alltaf var gert haust og vetur. Tveir synir hans af fyrra hjónabandi voru mest með honum í þessar fjárgæslu, þeir Guðjón og Egill.
Eins og áður var getið fylgdu tveir menn hjörðinni frá haustnóttum til vordægra. Þessir fjárglöggu menn þekktu að sjálfsögðu hverja einustu kind og hverjum einstakling var gefið nafn þó hópurinn væri stór. Það er sama um búfé og umhverfið að nöfnin dýpka sambandið á alla lund. Nafnlaus kind, hæð eða slakki er fjær manni í vitundinni en það sem heiti hefur.
Jón á Setbergi var réttabóndi í Gjárarrétt öll þau ár sem hann bjó á þeirri jörð. Hann þótti ölkær nokkuð og veitull á vín en gætti þess hófst að fjármannsheiðri hans var jafnan borgið þó Bakkus væri með í för.
Móðir mín sagði að afi sinn hafi aldrei verið illur né þrasgjarn við vín en stundum smástríðinn. Langafi minn hafði verið dagfarsprúður og þægilegur húsbóndi, enda mjög hjúasæll. Glaðvær og skemmtilegur á heimili og einnig í viðkynningu út á burt. Ekki kann ég neitt að segja frá dagfari Guðrúnar langömmu minnar, sem varfyrri kona Jóns, en Vilborg á Setbergi, sem var seinni kona hans þótti harðlynd nokkuð og átti það til að vera dálítið snefsin í svörum. Hún var mikill forkur til allra verka. Hjálpsöm og greiðvikin við þá sem minna máttu sín. Sýndi stundum mikla höfðingslund og átti það til að vera stórgjöful. Þegar leið á búskaparferil Jóns fór að búa á Setbergi í félagi við hann Guðjón sonur hans. Þeir feðgar höfðu átt vel skap saman, enda báðir lundþjálir og samvaldir í fjármenskunni og öðrum bústörfum. Þeir áttu hvor sinn fénað bæði kindur og annan búsmala. Féð var allt í einni hjörð, og í þessum félagsbúskap var féð í sömu haust- og vetrargæslu og áður hafði verið meðan Jón bar einn ábyrgð á búrekstrinum. Jón á Setbergi var talinn maður vel vitiborinn, einnig verklaginn og afkastadrjúgur. Svo var einnig um marga hans nánustu afkomendur.
Þegar til margra einstaklinga er litið í ætt þessari finnst mér allgreinilegt að konur hafi verið körlum fremri bæði að dugnaði og verklagni.
Enginn má taka það svo að ég álíti t.d. að synir Jóns hafi verið einhverjir amlóðar, enda mun það fjarri veruleikanum. Hitt er margvitað að erfðir greinast á ýmsa lund. Mér kemur þess vegna í hug að þetta hafi greinst svona sérstætt frá foreldrum Jóns á Setbergi. Faðir hans Guðmundur Eiríksson var einstakur fjármaður, m.a. svo fjárglöggur að sá eiginleiki verður nærri að teljast til eindæma, og vissulega hefur þetta erfst frá honum í allríkum mæli.
Þó Guðmundur þessi væri verkfús og fljótur til þá þótti hann hvorki bráðlaginn né burðarmikill. En Guðbjörg Jónsdóttir móðir Jóns þótti bæði mikilvirk, fjölhæf og mjög lagvirk. Einnig var Guðbjörg talin stálgreind en bóndi hennar bara í meðallagi á því sviði. Af því ég hefi mjög glöggar sagnir af þessum langafa mínum trúi ég að hann hafi í ríkum mæli erft bestu eiginleika frá báðum sínum foreldrum.

Í lokin ætla ég að skrá börn þau sem Jón eignaðist, þau voru ekki færri en 19 og 17 þeirra náðu fullorðinsaldri. Með fyrri konu sinni Guðrúnu Egilsdóttur átti hann 9 börn, sem hún ól á 11 árum.
1. Egill f. 21. júní 1846 í Haukadal, hann dó 14. nóv. sama ár.
2. Guðlaug f. 20. okt. 1847, á Tortu í Biskupstungum hún dó á Setbergi 1869, þá 22ja ára gömul. Ógift og barnlaus.
3. Guðbjörg, eldri, f. 13, febrúar á Tortu 1849. Hennar maður var Sveinn Einarsson frá Miðfelli. Bjuggu fyrst í Syðra-Langholti svo í Ásum í Gnúpverjahreppi. Þau áttu 6 börn.
4. Guðrúnf. á Tortu 8. apríl 1850. Hennar maður var Árni Árnason verkam. Hafnarfirði. Þau áttu 3 börn.
5. Guðbjörg, yngri, f. á Tortu 3. ágúst 1851. Hennar maður var Magnús Halldórsson frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Þau fóru til Ameríku. Þau áttu 3 dætur.
6. Guðjón f. á Tortu 29. nóv. 1852. Dó 1913. Hans kona var Stefanía Gísladóttir frá St. Lambhaga í Hraunum. Bjuggu fyrst á Setbergi svo í Suðurkoti í Krýsuvík, síðast í Gerði í Hraunum. Þau áttu 2 syni. (Hraunbæir var syðsta byggð í Garðahreppi).
7. Eiríkur f. á Tortu 5. águst 1854. Dó 1918. Hans kona var Kristín Guðmundsdóttir, frá Kjarnholtum. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Biskupstungum og alltaf við mjög lítil efni. Þau áttu 7 börn. Eiríkur og Kristín voru móðurforeldrar mínir.
8. Egill f. á Tortu 13. des. 1855. Hans kona Guðrún Ólafsdóttir frá Elliðakoti. Þau bjuggu í Krýsuvík. Þau voru barnlaus.
9. Ingveldur f. á Tortu 22. okt. 1857. Hún dó ungbarn. Með seinni konu sinni Vilborgu Jónsdóttur átti hann 10 börn, sem hún ól á 14 árum.
10. Guðrún f. í Einholti, maí 1859. Hennar maður var Sigurjón Jónsson frá Hraunprýði í Hafnarfirði. Þau fóru til Ameríku. Þau áttu 3 börn.
11. Sigríður f. á Tortu 20. maí 1860. Hennar maður var Helgi Sigurðsson verkamaður í Hafnarfirði. Þau áttu 7 börn.
12. Kristín f. á Tortu 12. maí 1861. Hennar maður Hans Linnet kaupmaður í Hafnarfirði. Þau áttu 3 börn.
13. Ingveldur f. í Helludal 22. okt. 1862. Hennar maður Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi. Bjuggu fyrst í Litla-Lambhaga og seinna á Þorbjarnarstöðum, sem eru Hraunbæir. Þau áttu 12 börn.
14. Vilborg f. á Bryggju 2. des. 1863. DÓ21. apr. 1941. Hennar maður var Jón Guðmann Sigurðsson frá Haukadal. Þau bjuggu fyrst í Haukadal síðan á Tortu en lengst á Laug og við þann bæ var Vilborg jafnan kennd. Þau áttu 14 börn.
15. Sigurbjörg f. á Hvaleyri 26. febr. 1865. Hennar maður var Guðmundur Jónsson frá Urriðakoti, sem er næsti bær við Setberg. í Urriðakoti bjuggu þau langa búskapartíð. Þau áttu 12 börn.
16. Elín f. á Hvaleyri 26. júní 1866. Hennar maður var Þorvarður Ólafsson frá Vötnum í Ölfusi. Þau bjuggu á Jófríðarstöðum. Þau áttu 10 börn.
17. Guðmundur f. á Setbergil. ágúst 1868. Hans kona var Guðrún Guðmundsdóttir frá Hlíð í Garðahreppi. Þau bjuggu fyrst á Setbergi fá ár, fluttust svo að Hlíð og þaðan til Hafnarfjarðar. Þau áttu 3 börn.
18. Jón f. á Setbergi 12. júlí 1870. Dó giftur og barnlaus 1926. Hafði ungur numið trésmíðar úti í Noregi. Dó frá miklum efnum en engum afkomendum.
19. Rannveig f. á Setbergi 8. júní 1873. Hennar maður var Kristinn Kristjánsson frá Hlíðarnesi á Álftarnesi. Þau áttu 4 börn.

Ekki er ofmælt að segja að Jón á Setbergi hafi verið sæmilega kynsæll. Af þeim 17 börnum hans sem upp komust áttu 14 þeirra afkomendur og barnabörn hans voru 89 talsins.
Einhvern tíman nálægt aldamótum brugðu þau búi Jón og Vilborg og flytjast þá til Hafnarfjarðar.
Langafi minn lifði fram á árið 1909 og hefir þá verið á 85. aldursári. Vilborg deyr árið 1917 og hefur líka verið á 85. aldursári því hún var átta árum yngri en hann.
Hér lýkur að segja frá langafa mínum Jóni á Setbergi. Hinum léttstíga smala og lundprúða dreng.“

Heimild:
Litli-Bergþór, 17. árg. 1996, 3. tbl. bls. 18-22.

Brekka

„Við höldum nú vestur að Stapa. Á þeirri leið eru réttir þeirra Vogamann, hlaðnar úr grjóti undir klapparholti nokkru. Þetta eru gömlu réttirnar á Suðurnesjum, og þangað kom fé úr öllum nálægum hreppum og margt fólk, meðan réttadagurinn var einn af hátíðardögum ársins. [Hún var staðsett  vestan undir klapparhól þar sem nú er fiskeldisstöðin. Grjótið úr henni var flutt í einhverjar fyllingar í Vogunum, líklega höfnina 1955-60. (SGG)].

Brekka

Skammt fyrir ofan er Suðurnesjavegurinn og liggur upp á Stapann sunnanverðan. [‘’Suðurnesjavegurinn’’ er  elsti Keflavíkurvegurinn (bíl-) sem lá þarna neðan við núverandi veginn suður á Stapa og sést en að hluta, byggður  1911-12.  Sá  lá svo upp Essið eins og alltaf var sagt. T.d. : ‘’Bíllinn er að koma niður Essið’’ (SGG)]. Við höldum gamla veginn, lá út með Stapanum, og verður þá brátt fyrir okkur dæld eða skarð í Stapann. Þetta er hið alkunna Reiðskarð, þar sem alfaravegurinn lá öldum saman, brattur nokkuð og stundum ófær á vetrum vegna fannkyngi í skarðinu. [Reiðskarð er fyrsta skarðið af fjórum á austurhluta Stapans. Hin eru Kvennagönguskarð, Brekkuskarð og Urðarskarð í þessari röð til vesturs.] Utan við skarðið hækkar Stapinn mjög, og með flóði fellur sjór þar upp að honum, svo ekki verður komizt nema klöngrast hátt í skriðum. Nú er fjara og leiðin greið.
Utan við þessa forvaða er svo komið að Hólmabúðum, sem eru Stapinngegnt Vogabæjunum. Þar eru háar og grýttar skriður á aðra hönd, með nokkrum grasgeirum á milli, en klettabelti efst í brúnum. Á hina höndina skagar nes út í víkina. Þetta er Hólminn, og hér hefir eflasut verið veiðistöð um margar aldir. Saga þeirrar er nú glötuð, nema hvað nokkuð er vitað um sögu Hólmans síðan um 1830-40, að hin svonefnda „anlegg“ rís þar upp. En svo nefndu menn í daglegu tali hús þau, er Knudtzon lét reisa þarna, salthús og fisktökuhús. Knudtzon var aldrei kallaður annað en „grósserinn“.
Mjór tangi tengir Hólminn við land. Þar standa skrokkar af tveimur gömlum vélbátum og hallast hvor upp að öðrum í sameiginlegu umkomuleysi. Þetta voru einu sinni glæsilegar fleytur, sem drógu björg í þjóðarbú, en eru nú ekki annað en tvö útslitin hró, sem lokið hafa ætlunarverki sínu. Og á skeri þar rétt fyrir innan er ferlíki nokkurt, hálft í sjó og hálft uppi á skerinu [Langaskeri]. Þetta er einn af innrásarprjámum þeim, er bandamenn smíðuðu til að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944.
En Hólmurhvernig stendur á því, að slíkt fartæki er komið hér inn á Vogavík? Sú er saga til þess, að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prjámum eftir stríðið og lét draga þá hingað. Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.

Þegar komið er út í Hólminn, er hann nokkuð stór og hringlaga. Má þar sjá leifar af miklum mannvirkjum. Fyrst er það grunnur undan stóru húsi, sem líklega hefir verið fisktökuhús og íbúðarhús umsjónarmannsins, sem þarna var. Þetta hús hefir verið um 15 metrar á lengd og breitt að því skapi. Þar hjá er grunnur undan öðru húsi, og þar mun hafa verið salthúsið, sem tók 2000 tunnur af salti. Steinstéttir eru umhverfis þessi hús, en hvort það hafa verið gangstéttir, eða ætlaðar til að breiða á þær fisk, verður ekki sagt.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.

Fremst á Hólminum eru rústir af grjótbyrgjum, þar sem vertíðarmenn hafa saltað fisk sinn. Hefir sjórinn brotið nokkuð af þessum byrgjum, svo að nú verði eigi séð, hve mörg þau hafa verið, en heillegar tóftir standa eftir af sumum. Þarna eru leifar af miklum grjótgörðum. Tvö svæði á stærð við meðalkálgarð eru þar afgirt með grjótgörðum, og getur verið, að annað þeirra hafi verið bátaskýli, og hafi menn dregið inn í það báta sína þegar mjög hvasst var, svo að þá tæki ekki upp. Þessi rétt eða skýli hefir verið við lendinguna innan á Hólmi, en svo var önnur lending uan á honum. Seinustu útgerðarmenn þarna, meðan „anleggið“ var, voru bændur úr Kjós, af Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og úr Reykjavík. Er talið, að þeir hafi haft þar 18 bata.

 

Prjámi

Seinasti „útlendingurinn“, sem gerði þarna út, var Haraldur Böðvarsson kaupmaður á Akranesi. Hann eignaðist fyrsta vélbát sinn, „Höfrung“, árið 1908 og gerði hann út frá Vestmannaeyjum á vertíð 1909. Þetta var ekki nema 8 tonna bátur, og Haraldi leizt ekki á að hafa hann þar. Og eftir að hafa athugað alla staði hé rnærlendis, taldi hann Hólmabúðir á Vogavík heppilegasta útgerðarstaðinn fyrir sig. Þar var gott lægi fyrir litla vélbáta innan við Hólminn, og þar mátti draga þá á land, ef þurfa þótti. Aðvísu var gamla verstöðin komin í eyði fyrir löngu, en hann reisti þarna dálítið hús í félagi við annan útgerðarmann, og gerði síðan út þar í þrjú ár, eða þar til hann fluttist til Sandgerðis með útveg sinn. Tveir af kunnustu útvegsmönnum við Faxaflóa, Geir Zoëga og Haraldur Böðvarsson, byrjuðu því báðir útgerð sína í Vogunum.
Þurrabúð rís í Hólmi 1830. Bjarni Hannesson hét sá, er þar bjó fyrstur. Hann mun hafa dáið um 1844. Kona hans, Valgerður Þórðardóttir, gftist síðan Guðmundi Eysteinssyni, er verið hafði vinnumaður hjá þeim, og voru þau í Hólmabúðum fram til 1848.
það er á þessu tímabili, að Knudyzon byrjar „anleggið“ þarna. Mun hann hafa haft þar sérstaka afgreiðslumenn, en ekki hafa dvalizt þar nema tíma og tíma. Hólmabúðir munu þá hafa verið orðnar grasbýli. Leggur Knudtzon það undir sig, þegar Guðmundur fór þaðan, og fylgir það síðan stöðinni.
StapabúðÁrið 1850 kemur í Hólmabúðir Jón Snorrason dbrm. á Sölvahól í Reykjavík, og er hann fyrst nefndur verzlunarþjónn, en síðar verzlunarstjóri. Fær Jón þann vitnisburð, að hann sé „prýðilega að sér og gáfaður dánumaður“. Hann var þarna í sex ár. Næstur honum er Kristján Jónsson, og er hann þar í þrjú ár. Síðan er Guðmundur Magnússon þarna í eitt ár.
Árið 1860 koma þau þangað Jón Jonsson prentari, sem kenndur var við Stafn í Reykjavík, og kona hans Sólveig Ottadóttir, Guðmundssonar sýslumanns. Þau eru þar í þrjú ár. Þá tekur við Egill Ásmundsson, en næsta vetur hrapaði hann í Vogastapa og beið bana.
Árið 1864 koma svo Jón Breiðfjörð og Arndís Sigurðardóttir að Hólmabúðum, og var Jón forstjóri stöðvarinnar um 12 ára skeið. Á sama tíma rak hann einnig útgerð fyrir sjálfan sig, og var þarna oft 14 manns í heimili hjá þeim. Vorið 1876 fluttust þau svo að Brunnastöðum.
Næsti forstjóri Hólambúða var Stefán Valdimarsson Ottesen, og gendi hnn því starfi fram til 1882. Þá er mjög farið að draga úr útgerð þarna. Eftir það kom þangað Björn nokkur Guðnason og var þar til ársins 1898. Hann hefir sennilega verið seinasti störðvarstjóri í Hólmi. Seinasti maður, sem þar bjó, hét Elís Pétursson, og var hann þar aðeins árið. Síðan fara engar sögur af stöðinni, og munu húsin hafa verið rifin um aldamót [1900].
StapabúðÁ undirlendinu meðfram Stapanum eru rústir af tveimur býlum, sem upphaflega voru þurrabúðir, en urðu að grasbýlum. Annað þeirra hét Brekka. Þetta býli reisti Guðmundur Eysteinsson, er hann fór frá Hólmabúðum 1848, og bjó hann þar fram til 1861. Síðan eru þar nokkrir ábúendur skamma hríð, en 1869 flyzt þangað Guðmundur Jónsson og bjó þar í full 30 ár  og hafði húsmennskufólk á vegum sínum. Árið 1899 koma þangað hjónin Pétur Jónsson og Guðlaug Andrésdóttir ásamt sex uppkomnum börnum sínum. Pétur bjó þana til dauðadags 1916, og var þar þá oft mannmargt. Síðan bjó ekkja hans þar eitt ár, en þá tók við búinu tengdasonur hennar, Magnús Eyjólfsson, og bjó þar fram um 1930, en hafði þó býlið undir miklu lengur. Á Brekku stendur enn stofuveggurinn, hlaðinn forkunnarvel úr grjóti.
ÁrtalssteinnKippkorn utar eru rústir hins býlisins, en það hét Stapabúð. Þar reisti fyrst Jóhannes nokkur Guðmundsson 1872 og bjó þar tvö ár. Næsti ábúandi, Pétur Andrésson, bjó þar þrjú ár. Þá fluttist þangað ekkja, Herdís Hannesdóttir, ásamt 4 börnum sínum og bjó þar til 1885. Seinustu árin bjó þar á móti henni tengdasonur hennar, Eiríkur Eiríksson, sem var kvæntur Guðlaugu Helgadóttur. Eftir það koma þangað hjón, er bjuggu það aðeins árið. En síaðn flytjast þangað Jón Jónsson og Kristín Illugadóttir og búa þar til ársins 1896. Þegar þau fluttust þaðan, lagðist Stapabúð í eyði, en bóndinn á Brekku mun hafa nytjað tún það, sem þar hafði verið ræktað og mun hafa verið um kýrfóðursvöllur. Á Stapabúð er járnþak baðstofunnar enn uppi hangandi. Hér mótar fyrir gömlum grjótgörðum, og má vera, að sumir af þeim hafi verið gerðir til að þurrka á þeim skreið, því útræði var hér og á Brekku áður en býlin komu. Hjá Stapabúð eru einnig rústir af saltfiskbyrgjum, en þau hafa ekki verið gerð fyrr en farð var að salta fisk, og saltfiskverkun hófst ekki hér við Faxaflóa fyrr en á árunum 1820-1840.

 

Kerlingabúð

Enn utar með Stapanum eru hinar svonefndu Kerlingabúðir. Þar hefir aldrei verið neitt býli, heldur aðeins sjóbúð og sést nú lítið af þeim, því að sjór hefir brotið þær að mestu leyti.
[Um Kerlingabúðir segir sagan: „Kerlingabúðir heita gamlar verbúðatóftir undir Vogastapa, við endann á Rauðastíg. Þar voru einhvern tíma einhverjir aðkomusjómenn. Sagt er, að drengur hafi komið til þeirra og beiðzt gistingar, og var hún föl. En til drengsins spurðist aldrei síðan. Var það almannrómur, að sjómennirnir hafi drepið hann og haft líkamann til beitu.
Ekki er kunnugt, hvers vegna þarna kallast Kerlingabúðir, en sagan segir, að sjómenn þessir hafi einu sinni haft hlutakonu eða fanggæzlu, og farið með hana eins og drenginn – (B.H.).
StapabúðÖnnur saga segir: „Kerlingarbúðir heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar (heimild: örnefnaskrá).]
Hérna undir Vogastapa, þar sem nú eru aðeins gamlar rústir, hefir sjálfsagt verið mikil verstöð fyrrum, jafnvel frá Hrolleifs dögum, því að hér hefir hagað enn betur til um sjósókn heldur en á Gufuskálum, þar sem Steinunn gamla ákvað að vera skyldi vermannastöð frá Hólmi í Leiru. Vermenn hafa átt hér búðir öldum saman, þó að þeirra sjáist nú engar minjar. Sumar hefir sjórinn tekið, en aðrar hafa breytzt með tímanum og grjótið úr þeim notað í nýjar byggingar. Hér hafa verið góðri lendingarstaðir, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, og sjaldan brást afli undir Stapanum. Eftir að fyrstu, litlu vélbátarnir komu, var gott vetrarlægi fyrir þá innan við Hólminn. En þegar stóru vélbátarnir komu, þár var þar ekki lengur griðastaður og þá varð að gera höfn og hafnagerð.

Heimild:
-Árni Óla, Strönd og Vogar, 1961.

Hólmabúð

Herdísarvíkurhraunshellir
Stefnan var tekin suður og niður Herdísarvíkurhraun frá Sængurkonuhelli. Með í för var rúmlega 8 metra langur stigi sem og Björn Hróarsson, hellafræðingur, sá Íslendingur, sem ásamt félögum sínum, hafa hvað oftast fyrstir manna, skoðað hina ýmsustu staði undir yfirborði skagans.
HerdísarvíkurhraunshellirÆtlunin var að komast niður í Herdísarvíkurhraunshelli, sem SG kom auga á fyrir skömmu. Um er að ræða tiltölulega lítið op á sléttri hraunhellu skammt ofan við ströndina, en niðri virtist ókannað gímald. Hvað þar kynni að vera vissi enginn því ekki er vitað um nokkurn mann, hvorki lifandi né dauðann, sem þangað hefur komið. Þó er ljóst, að ef sá hinn sami hefur komist niður, hefur hann örugglega ekki komist lifandi sömu leið til baka. Og þótt landssvæðið sé ekki langt frá þéttbýlinu á Suð-Vesturlandi er þarna um algerlega ókannaðan stað að ræða á jarðkringlunni. Hér var því um frumkvöðlaför að ræða og líklega yrðu þeir, sem „innvolsið“ litu augum, þeir fyrstu sem það gerðu. Það eru ekki margir ókannaðir staðir á Íslandi, en þó er vitað um nokkra, sem þarf að berja augum, suma reyndar með svolítilli fyrirhöfn.
Hellirinn er, sem fyrr segir, skammt ofan við Herdísarvíkurbjargið, svo aldrei var að vita hversu langt sjórinn gæti hafai náð að honum.
Opið er í rauninni vandfundið. Vörðubrot er þó norðan við það, líklega til að vara við hættunni, sem það gæti haft í för með sér. Í snjó eða lágrenningi gæti sá, sem væri þarna á ferð, auðveldlega horfið niður um gatið, án þess að nokkur yrði þess var – og allra síst hann sjálfur.
Þegar farið er niður í „gímald“ sem þetta er mikilvægt að gera sér grein fyrir tilgangum, huga vel að öllum aðstæðum sem og öllum búnaði. Gera þarf ráð fyrir því að komast upp aftur að könnun lokinni. Lántakanda stigans var best treystandi til þessa því á honum hvíldi sú kvöð að koma honum samviskusamlega til skila.
HerdísarvíkurhraunshellirStiginn var útbúinn til niðurhals. Að því búnu fetuðu leiðangursmenn sig niður á við, þrep af þrepi. Snjóskafl var í botninum. Ýmsar tegundir mosa þöktu berg og steina. Í rauninni gæti þetta vel verið ævintýraheimur gróðurfræðinga því þarna voru ýmsar skuggsælar plöntur. Fallegur burkni óx t.d. undir opinu. Hreiður voru á syllum. Undir bergveggjunum féllu dropar í grunnar tjarnir. En hvorki var að sjá ummerki túpu eða hraunrása. Svo virtist sem þarna væri um að ræða tæmda kvikuþró undir storknaðri hraunhellu. Grjótið, sem fallið hafi niður úr þakinu gæti hafa lokað fæðurásinni, en ekki var að sjá glerjung eða merki um mikinn hita á veggjum.
Þótt Herdísarvíkurhraunshellir hafi ekki opnast inn í hraunrásir er hvelfingin merkileg út af fyrir sig. Og hún er ekki síst merkilegt fyrir það að hafa nú verið könnuð, 1132 árum eftir að fyrstu norrænu mennirnir fetuðu sig þarna með ströndinni í leit að öndvegissúlum þess fyrsta landnámsmanns, sem skv. seinni tíma ritum, er sagður hafa tekið sér fasta bólfestu ekki alllangt frá. Líklegt má þó telja að þá hafi ströndin verið mun utar en nú er og „gatið“ því ekki verið í alfaraleið, hvorki þá né síðar. Og ólíklegt er að nokkur maður fari þarna niður næstu árin eða áratugina – jafnvel næstu 1132 árin.
„Landkönnun“ voru fyrrum álitið bæði þarft og mikilvægt framlag til „sameignamyndunar“ þjóðar. Flest fólk vildi vita sem mest og best um umhverfi sitt. En það var fyrrum… Í dag eru gildin önnur.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Flatahraun

Gengið var frá Hraunsholtstúni upp á Gjárréttarstíg með norðanverðu Flatahrauni í Garðabæ. Stígnum var fylgt framhjá Stekkjartúnsrétt (neðri) og inn í Garðahraun, framhjá Miðaftanshól og yfir Reykjanesbraut, en stígurinn er undir brautinni á kafla, upp með Dyngjuhól, á Moldargötur og eftir Grásteinsstíg yfir Urriðakotshraun að Kolanefi og þaðan stíg upp í Selgjá.

Flatahraun

Flatahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Á Flatahrauni eru hlaðnir garðar og sjá má móta fyrir öðrum minjum. Réttin er hlaðin utan í hraunhól og við hana er tóft. Sunnar liggur Hraunsholtsselsstígur upp í Hraunsholtssel sunnan undir Hádegishól og Hraunsholtsstígur um Álftanesstíg og Kirkjusstíg að Görðum. Norðvestar í hraunkantinum sést móta fyrir tóft í gróinni kvos. Hraunsholtshellir er í norðanverðum hraunkantinum skammt vestan við þar sem stígurinn liggur upp á hraunið.
Flatahraun og önnur hraun, sem nefnd verða hér á eftir, eru í rauninni öll komin frá Búrfellsgígnum; Búrfellshraun – 7270 ára gamalt -, en hafa verið nefnd ýmsum nöfnum á leið þeirra að endamörkum, s.s. Urriðakotshraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun, Flatahraun, Hafnarfjarðarhraun og Gálgahraun að austanverðu og Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun og Stekkjarhraun að vestanverðu.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn.

Ofan við Miðaftanshól er járnbrautargatan yfir Garðahraunið, eða sá hluti, sem eftir er af henni. Járnbrautin átti að ganga milli Hafnarfjarðar og Vífilsstaða, en gatan er vera átti undir teinana er það sem eftir er af þeirri framkvæmd. Um er að ræða tiltölulega slétta götu og miklar hleðslur á köflum. Fallegasti hluti hennar lá ofan við fiskreitina ofan við Hafnarfjörð, en byggt hefur verið á öllu því svæði. Eftir er u.þ.b. 100 metra kafli í Garðahrauni þar sem, að því er virðist, hafi verið hætt við framkvæmdina við norðurbrún hraunsins.

Jónshellar

Jónshellar.

Austan brautarinnar var stígnum fylgt til suðurs upp með Svínahrauni, en síðan vikið af honum og Jónshellnastíg fylgt að Jónshellum. Gróið er yfir hann að mestu, en þó má á stöku stað sjá móta fyrir henni og fallegar hleðslur á köflum. Skammt ofan við hellana liggja Moldargötur. Haldið var upp með vestanverðum hraunkantinum að Urriðakotshrauni, framhjá Maríuhellum og Dyngjuhól (var svo nefndur af Urriðakotsbúum, en Hádegishóll af Vífilsstaðafólki – eyktamark þaðan) með Dyngjuhólsvörðum og götunni fylgt langleiðina upp að Stekkjartúnsrétt (efri), en áður en komið var alveg að henni beygir gatan inn í hraunið, við Hraunholtsflöt.

Þar tekur Grásteinsstígur við og liggur síðan til austurs með norðanverðum hraunkantinum, framhjá heillega hlöðnu fjárhúsi (Gráhellufjárhúsi) við Gráhellu, áfram inn á Flatir.

Urriðakot

Urriðakot – fjárhústóft í Urriðakotshrauni.

Úr þeim liggur gatan upp á hraunhrygg, framhjá fjárskjóli utan í hraunklettum og áfram framhjá Sauðahellunum nyrðri undir Kolanefi. Þaðan liggur gata upp (suður) með Vífilsstaðahlíðinni og niður í Selgjá að norðanverðu. Grásteinsstígur nær að Kolanefninu. Ekki vannst að þessu sinni tími til að skoða fjárborgina norðan götunnar sem og fjárhústóftirnar við hana. Selgjá og minjarnar í henni eru hins vegar sérstakur kapítuli og verður hvorutveggja lýst í annarri FERLIRslýsingu.
Frábært veður – Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2001.

Maríuhellar

Maríuhellar.

Straumur

Eftirfarandi umfjöllun um „Hraunabæina“ eftir Gísla Sigurðsson birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000:
Straumur-231Nútíminn fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að landinu; það væri búið að moka hólunum ofaní lautirnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitthvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfarirnar þarna hjá garði. Og Hraunamennirnir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverfinu. Það mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ.

Þorbjarnarstaðir
Thorbjarnastadir-231Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. Í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt. Einn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hrauninu, vatnsból sem ekki hefur brugðist.

Þýskubúð
ThysakabudSteinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæjanna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað. En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins. Þá voru verzlunarbúðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðarvarir syðri og nyrðri.
Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskonar bíslag sem hangir uppi. Á barnsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð.

Jónsbúð
Jonsbud-221Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir þollar. Jónsbúðarvör er beint niður af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við vörina. Tvær samliggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur verið. Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niðurstöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í ljós. Þó voru rústir bæjarins nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu. Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból.
Tvær prufuholur sem grafnar voru í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fiskur og fugl hefur verið á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Önnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið heilþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Úr fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá blessaðri skepnunni. Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldri gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þess konar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20.

Ottarsstadir - loftmynd IITvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fagurlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við húsin. Þarna stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði, sem Stefán Rafn byggingameistari eignaðist og eiga hann og Eiríkur bróðir Thorolfs Smith fréttamanns heiðurinn af bænum eða sumarbústaðnum eins og hann er nú.

Óttarsstaðir eystri
Ottarsstadir eystri IIUmhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældarlegt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðrum Hraunabæjum. Þarna eru grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar.
Í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarðabókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðirnar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða. Auk þess eru kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar“ sem taka á í Almenningi og „leverast in natura“ heim til Bessastaða. En það er sama sagan og í Lónakoti og áður var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu fiska, þá guð gefur fiskinn af sjónum“.
Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hefur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunnindum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn falla“, hrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon. Gallar jarðarinnar eru hinsvegar að engjar eru ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torfstunga, þ.e. torfrista, er nánast engin.

ottarsstadir-gislatoft

Vatn var sótt í djúpan brunn í túninu á aðfallinu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður voru nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðru sem fokið hefur í hann.
Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið Jamestown mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárujárnsklætt. Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.

Óttarsstaðir vestri
Ottarsstadir vestri IISpölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og lfklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.
Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri voru hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar tU 1966, en dóu þá með þriggja vikna milibili.
Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu eru núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af því að halda bænum í góðu horfi.
Ottarrsstadir-221Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkamburinn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni voru hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraunsteini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndilega, sögðu mér kafarar sem voru að skoða sig um á botninum.
En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaðavör til að draga fisk úr sjó og eiga eitthvað í soðið. Og enginn horfir lengur út á flóann og hefur áhyggjur af því að Garðhverfingar séu rónir á undan Hraunamönnum eins og segir í húsganginum.
Fátt stendur eftir annað en náttúran í allri sinni dýrð og fegurðin. Þeir sem fara með skipulagsmál í Hafnarfirði virðast ekki gefa mikið fyrir þesskonar landkosti. Að minnsta kosti var búið að gera ráð fyrir því á aðalskipulagi frá 1997 að allt svæðið frá Straumsvík og vestur fyrir Óttarsstaði yrði gert að iðnaðarog athafnasvæði í tengslum við nýja höfn. Síðar hefur því lítillega verið breytt; meðal annars vegna verndaðra fornminja á Óttarstöðum. Eftir stendur að megnið af svæðinu á að eyðileggja; nútíminn mun um síðir senda sínar jarðýtur á hraunið nema einhver hulinn verndarkraftur komi í veg fyrir það.

Helstu heimildir:
-Óprentuð örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar lögregluþjóns í Hafnarfirði.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
-Hraunin við Straumsvík, Kynningarbæklingur um útivistarsvæði í Hraununum. Útg. af Umhverfis- og útivistarfélagi Hafnarfjarðar.
-Jónatan Garðarsson: útivistarperlan í Hraunum, Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti. 1998.
Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson: Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Jóhannes Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson, Stefán Eiríkur Stefánsson og Sigurður Guðjónsson: Dvergbleikja á mótum ferskvatns og sjávar. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Arnar Ingólfsson: Lífríki í tjörnum við Straumsvík. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Munnlegar heimildir: Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 2000, bls. 4-6.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Viðarkol

Í „Sagnir og þjóðhættir“ eftir Odd Oddsson er kafli um Viðarkol. Þar segir m.a.: „Þar sem ekki var kostur á rekavið, sem mjög víða hlaut að vera sökum staðhátta, var eigi annars að neyta til hita í húsum og til matselda en skógarviðar, sem til allrar hamingju var nægð af, því að víst hefur það satt verið, að landið var víða skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Annars hefðu skógarnir ekki þolað hina takmarkalausu rányrkju í tíu aldir. er mesta undur, að nokkur einasta aðgengileg hrísla skyldi vera uppi standandi eftir þann tíma á landinu.
Skógur í hraunum ofan Hafnarfjarðar

Það segir sig sjálft, að býsna mikið af skógarviði hefur þurft til máleldanna, þar sem ekki var öðru að brenna, sauðatað – skán – ekki til. Sauðfé gekk úti, og mykja nautpenings var borin á völl, eins og Íslendingasögur sýna, til þess að fá betra gras – töðu af taði. En til þess að fá töðuna enn betri, einkum af hálendinu, fann Njáll upp á því að aka skarni á hóla, til þess að þar yrði „taða betri“…
Hvergi er þess getið að menn hér í fornöld hafi notað mó til eldsneytis, svo að annaðhvort hefur uppgötvun Torf-Einars eigi verið hér almenn kunn eða menn eigi þekkt mó eða hirt um að afla hans fyrr en seinna á öldum. Að vísu nefna sögurnar „fauskagröft„, en naumast getur það átt við mótöku, þótt gerð hafi verið í sama augnamiði, þar sem það var orðið, eftir skógareyðing, nærtækara að grafa upp kalvið og hálffúnar ræturnar en að sækja í skóginn sjálfan, og verið í rauninni einskonar „aukatöð„, eins og nú mundi kallað.
Viðarkolagerð 1870 - W-pediaÞað, sem knúði þó allra mest til skógarhöggsins og olli víst langmest eyðingu skóganna, var hin geysimikla eldsneytisþörf til járnvinnslunnar – „rauðablástranna„. Geta má nærri, hversu óhemju mikið af skógarviði, niðurhöggnum og brenndum til kola, hefur þurft t.d. til að bræða við, drepa og reka svo sem 50 kg af járni úr mýrarrauða, þangað til að það var orðið hentugt til smíða, því að afbragssmiður með sæmilegum tólum á 19. öld þurfti eina tunnu af góðum viðarkolum til þess að smíða við einn einasta venjulegan sláttuljá (samsoðinn). Að vísu hafa rauðablástrarnir ekki varað mjög lengi, því að efni til þeirra hafa gengið til þurrðar, og nægilegt járn hefur farið að flytjast til landsins, en eldsneytisþörfin til heimilisnotkunar og kolagerðin til járnsmíðanna hélt áfram allar aldir fram yfir miðja síðustu öld [19. öld]. Silfursmiðir notuðu viðarkol jafnvel lengur, ef smíða þurfti stóra hluti…
Möguleg viðarkolagröf á Skálholti í StrandarheiðiNú á tímum er svo margt að breytast bæði til hins betra – og verra – og margt að falla og fallið úr sögunni, þar á meðal viðarkolin. Á síðustu árum viðarkolagerðarinnar var ég að vísu ungur, en nægilega gamall þó til þess að muna vel eftir henni. Má vera, að yngri mönnum og eftirkomandi kynslóðum þyki það eigi með öllu ófróðlegt að fá lýsingu af kolagerðinni og notkun kolanna um 1874 á Suðurlandi, er sennilega hefur verið með líkum hætti um allt land frá fornöld, nema þá allt stórfelldara, og kolin þá brennd í skóginum, en eigi heima.
Á haustin eftir fyrstu réttir hófust skógarferðir. Menn sammældu sig til þeirra eftir ástæðum og höfðu svo marga klyfjahesta, er þurfa þótti, ef skógarhöggið var ótakmarkað, sem þá var orðið óvíða. Flestir urðu að kaupa skóginn. Var víst verð greitt fyrir að mega höggva hestburðinn. Fór það eftir gæðum viðarins, en algengast voru það 5 fiskar og þaðan af minna. Nokkrar jarðir áttu sjálfar skóg á landareign sinni, og einstöku jörðum fylgdu skógarítök á fjarlægum stöðum, annað hvort heilar torfur eða þá ákveðið hestburðatal. Þetta voru upphaflega gjafir frá guðhræddum mönnum til kirkna og bænahúsa, er þá voru á jörðum þessum.
Þeir sem áttu hTóft í Kolhólumina stærri skóga eða stór ítök, gátu höggvið eftir vild og selt öðrum, sem ekkert tilkall áttu til skógar, og það voru langflestir, sem ekki áttu það. Sumstaðar áttu heilar sveitir skóg saman, ef hann lá í afréttarlandi þeirra. Fóru þá ítök hverrar jarðar eftir hundraðatali hennar, miðað við hestburði…
Þegar komið var í skóginn, tóku menn að viða – höggva – af kappi, en hvað fljótt það gekk, fór eftir ýmsum kringumstæðum, svo sem því, hvað mikið skyldi viða, hversu skógurinn var þéttur, menn duglegir, veður hentugt o.fl. Engir voru umsjónarmenn eða neinar reglur um, hversu höggva skyldi, en ætlazt var til, að hver hrísla væri höggvin á snið, og öxin væri blaðþunn og biti vel, til þess að rótarstúfurinn – stofninn – merðist eigi eða rifnaði, en væri sléttur og hallur, svo að vatn gæti ekki gengið í hann og valdið fúa. Að  vísu þótti ekki gott að róðurfella stórar spildur, en ekki var samt horft í það, ef svo stóð á, að það þótti að einhverju leyti hagkvæmt. Þegar búið var að viða nægilega mikið, voru hríslurnar bornar saman og þær smærri bundnar í bagga – baggaviður, – en þær stærri í langa ströngla, er drógust á hestinum, vissu stofnarnir upp en limið niður, dragnaviður. – Þurfti mikla vandvirkni og aðgæzlu við að búa svo um, að þessar klyfjar meiddu ekki hestinn að aftan eða væru honum til hindrunar í göngu…
Kolgrafarholt í StrandarheiðiEftir að komið var úr skógi, var það haft að hjáverkum, er annað nauðsynlegt var eigi til að starfa, að kvista viðinn þannig, að allir angar og lim var höggvið af hríslunum, að þeim undanskildum, er ætlaðar voru til að skýla heyjum með. Lim var haft til eldiviðar, einkum til að svíða við svið og hita við kaffiketilinn í smiðjum, er það þurfti að gera fljótt og annað var yfir hlóðum í eldhúsinu. Einnig var limið haft í sópa til að sópa með innanhúsa og í heygörðum og til aðstoðar við barnauppeldið. Síðan var viðurinn greindur sundur. Það stærsta var haft til áreftis á fénaðarhús. Börkurinn var flisjaður af lurkunum með hníf. Hét það að birkja, og var börkurinn soðinn til litar á skinn. Sumir lurkar voru svo gildir að neðan, að nota mátti þá í hagldir og skammorf o.fl., en það beinasta og kvistalausa var geymt uppi í eldhúsi til næsta sumars og látið reykjast þar og harðna, síðan bútað og klofið og notað í hrífutinda um sláttinn. Því var viðurinn birktur, að hann þótti þá betur verjast fúa en ella.
Allt hið smærra af viðnum, en þó svo stórt, að nema mundi fingursgildleika, var ætlað til kola. Var það látið í tómt og þriflegt úthýsi, t.d. hesthús við bæinn. Var hentugt, að það væri með dyrum á hliðarvegg.

Brennisel-121

Á mitt gólfið var látinn kláfur með reiðingsdýnu ofan á. Á hann settist maður og hafði fyrir framan sig trékubb – fjalhöggið – jafnháan sætinu. Maðurinn sneri móti dyrum og hafði viðinn til vinstri handar, tók svo með hægri hendi lurk eftir lurk og hjó þá með biturri öxi í svo sem 7 cm langa búta, sem hrukku undan högginu út í hinn auða enda hússins og lentu þar í hrúgu. Þetta hét að kurla og bútarnir kurl. Nú voru lurkarnir oft kræklóttir og misfimlega til höggvið, og því var það, að kurlin hrukku víðsvegar um allt annað en þeim var ætlað. Gætti þess auðvitað mest, ef kurlað var úti, en ávallt nægilega mikið til þess að sanna forna málsháttinn „sjaldan koma öll kurl til grafar“. Mönnum þótti skemmtilegt verk að kurla, þ.e.a.s. ef kurlin létu nefni á þeim í friði. Einhverntíma á stekktíðinni á vorin, í logni og þurviðri, voru kurlin brennd til kola. Á háum stað og þurrum var gerð skálmynduð gryfja, kolagröfin. Fór stærð hennar eftir, hvað mikið skyldi brenna. Átti gröfin að vera hér um bil barmfull af kurlum. Byrjað var á þessu verki snemma dags, er veður þótti einhlítt, því að hvorki mátti vera regn né vindur, á meðan á brennslunni stóð, ef vel átti að fara. Á botn gryfjunnar var látinn logandi eldur og kurlunum komið fyrir þar ofan á þannig, að eldurinn gæti læst sig um alla gröfina og leikið jafnt um öll kurlin.
Þegar loginn Kolviðarhóllvar kominn upp úr kurlunum, var gröfin byrgð með torfi og mold, svo að hvergi gæti logað upp úr. Allur vandinn var í því fólginn að byrgja gröfina á réttum tíma. Verst fór, ef það var gert of seint eða illa, því að þá brunnu kolin til ösku meira og minna. Hitt var ekki heldur gott, að þau yrðu illa brennd, ef loginn var kæfður of fljótt, því að þá urðu kolin lakari til að sjóða járn við, og ekki reykjarlaus. Eftir að búið var að byrgja gröfina, varð að sjá um, að aldrei logaði upp úr, varð því maður ávallt að vera við gröfina, þar til hætt var að rjúka og glóðin kulnuð, varaði það oft allt að sólarhring. Þegar víst var, að kalt var orðið í gröfinni, var hún opnuð, kolin tekin upp, látin í smiðju, geymd þar í bing og tekin til notkunar eftir þörfum. Það var ærinn vandi að brenna vel kol, og flestir opnuðu gröfina með talsvert kvíðablandinni eftirvæntingu um, hversu tekizt hafði. Vel brennd viðarkol áttu að vera jöfn í allri gröfinni, svört að innan, gljáandi í broti og helzt með silfurlit að utan. Eftir að steinkol tóku að flytjast til landsins, voru viðarkol næstum einungis notuð til dengslu sláttuljáanna á sumrin, en til þess voru steinkolin óhæf sökum of sterks og ójafns hita og reyks…“.
Umfjöllunin getur síðan um ljáinn, þróun hans og notkun.

Heimild:
-Oddur Oddsson, Sagnir og þjóðhættir, Ísafoldarprentsmiðja, 1941, bls. 107-119.Hrísskógur í Almenningi ofan Hrauna

Í morgun var vinsælasti morgunsjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, NBC Today show, sendur út héðan frá Íslandi.
Útsendingar fóru fram í Bláa Ásdís Dögg Ómarsdóttirlóninu, við Gullfoss, á jökli og víðar. Um 6-8 milljónir manna horfa jafnan á þennan þátt. Að þessu sinni bar hann þemayfirskriftina „Ends of the earth“. Auk Íslands var Belize, Ástralía og Afríka fyrir valinu. Á myndinni hér til hliðar er Al Roker, þáttastjórnandi, að ræða við fulltrúa FERLIRs í þættinum, Ásdísi Dögg Ómarsdóttur, um bráðnun jökla, uppruna jökulánna, John Wayne-stílinn, grunnatriði ferðalanga, jökla, eldgos og dýrð sólarlagsins.
Sjá slóðina HÉR (sittu róleg/ur – upptakan spilar sig sjálf).
Sjá má meira HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Ásdís er alinn upp á Reykjanesskaganum. Á myndinni að ofan má sjá Ásdísi á Indíánanum í Kleifarvatni fyrir áratug.

Kotvogur

Eftirfarandi sögu um „Eldhnöttinn“ í Höfnum má lesa í Leiftri árið 1915:
„Saga Árna prests Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. En samkvæmt bendingu frá honum var leitað umsagnar Ketils bónda Ketilssonar yngra í Kotvogi, er gaf í sumum atriðum fyllri og nánari frásögn, sem bætt var inn í aðalsögnina.
Hafnir-333Sumarið 1886 kom eg að Kotvogi í Höfnum til Ketils dbrm. Ketilssonar, er þar bjó þá. Bað eg hann að segja mér sögu af eldhnetti þeim, sem eg hafði heyrt sjómenn segja frá að hann og fleiri hefðu séð. Var eg austur í Miðfelli í Hreppum í Árnessýslu, þegar eg heyrði söguna fyrst. Ketill varð við þessum tilmælum mínum. Hóf hann þá sögu sína á þessa leið: Eg stundaði refaveiðar á vetrum. Einu sinni var eg að egna fyrir tóur fyrir ofan Kirkjuvogs-túngarðinn. Þetta var árið 1839. Með mér var Jón Halldórsson frá Kirkjuvogi, er druknaði 1852. Hann var í sömu erindagerðum og eg. Þetta var um dagsetursbil. Tungl var í fyllingu og bjart veður. Sá eg þá hvar kom dökkleit hnoða. Líktist hún mest stórum selshaus og valt áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg áleit að þetta hlyti að vera missýning, og hafði þvi engin orð um hana við förunaut minn. Mér þótti þó einkennilegt að sýnin hvarf ekki, en hnötturinn þaut áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg hélt þó áfram þögninni við förunaut minn, til að ganga úr skugga um, hvort hin sama sýn bæri eigi fyrir hann. Við gengum samhliða og hélt eg óhikað áfram, þótt eg sæi að hnötturinn stefndi beint á mig. Alt í einu kipti Jón mér til sín og sagði nokkuð höstugt:
»Ætlar þú að láta þetta helvíti fara á þig?«
»Eg sá það líka, kunningi, svaraði eg.
Hnötturinn hélt svo áfram með sama hraða eftir hinum svonefndu Flötum, er liggja fyrir ofan Kirkjuvogshverfið, svo lengi að sýn eigi hvarf.
Af samtali okkar varð eg þess þá vís, að Jón hafði séð hnöttinn jafn lengi og eg.
Þetta sama kveld var Guðmundur bóndi í Merkinesi á leið úr Grindavík af sáttafundi. En þá voru Hafnir og Grindavík sama sáttaumdæmi, og voru það fram yfir síðustu aldamót. Þegar Guðmundur kom niður fyrir Hauksvörðugjá, en svo heitir gjá, sem er mitt á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar, sá hann á veginum fram undan sér eldglæringar eða eldhnött, er fór í sneiðingum eða sitt á hvað eftir veginum, en aldrei beint áfram. Þegar þetta kom á móts við Guðmund stanzar það. Þá ávarpar Guðmundur það og spyr:
»Hvað ertu, eða hver ertu, eða getur þú talað?«
»Já«.
»Hvaðan kemur þú?«
»Frá Merkinesk.
»Hvert ætlar þú að halda?«
»Austur að Skála undir Eyjafjöllum«.
»Hvert erindi er þangað?«
»Brenna þar bæinn«.
»Áttir þú nokkuð að finna mig?«
»Nei!«
»Far þú þá til helvítis«.
Síðan fór hver sína leið, og hnötturinn þaut áfram veginn með miklum hraða. Um fótaferðatíma næsta morgun er eg vakinn og sagt að Guðmundur á Merkinesi sé kominn og vilji finna mig. Lét eg vísa honum inn til mín. Tók hann sér sæti við rúm mitt, og lauk þar erindum sínum. En eigi taka þau til þessa máls. Eftir stundarþögn, að erindi loknu, mælti Guðmundur: »Það bar undarlega sýn fyrir mig í gærkveldi. Eg sá eldhnött koma veltandi hérna neðan úr Höfnunum«. Svo sagði hann mér frá því, sem þegar er fram tekið. Guðmundur á Merkinesi var einn hinn mesti herðimaður og fullhugi, sem eg hefi þekt. Sagði eg honum þá frá því, hvað fyrir okkur félaga hafði borið skömmu fyrr um kveldið. Þótti okkur það bera einkennilega saman. Saga okkar allra breiddist fljótt út, og biðu menn með óþreyju eftir fréttum að austan. Leið svo nokkur tími, að ekkert fréttist, unz vermenn komu undan Eyjafjöllum. Höfðu þeir þær fréttir að flytja, að í vökulok, hið sama kveld og við sáum sýnina, hefði verið barið högg á bæjarhurðina á Skála undir Eyjafjöllum. Var það með þeim undrakrafti að bæjarhurðin fór mélinu smærra, og brotin þeyltust inn í göng.
Einar hét bóndi á Skála. Hann var mikilmenni og ódeigur. Einar mælti, er höggið reið á: »Þetta mun vilja finna mig«. Klæddist hann skjólt, því að hann var nýháttaður. Gekk hann svo út, en sagði áður til heimamanna: »Þið skuluð sofa og ekkert um mig forvitnast.
Eg mun skila mér aftur«. Var því hlýtt. Eigi er þess getið hve rótt menn sváfu um nóttina, en hins er viðgetið að engir veittu Einari eftirför, eða gerðu sig fróðari um það, hvað hann sýslaði þessa nótt. Litlu fyrir dægramót kom Einar bóndi inn. Háttaði hann þegar og sofnaði skjótt. Þá er nokkuð lýsti af degi, sáu heimamenn, að smiðjan hafði brunnið um nóttina. Fundu þeir til þess enga orsök, því að nokkuð var frá því liðið að eldur hafði verið kveyktur þar. Þegar kona Einars vissi um smiðjubrunann, fór hún inn og vakti bónda sinn og sagði honum tíðindin. »Ekki kalla eg þetta mikil tíðindi«, mælti Einar. »Eg held að meira hafi staðið til, en eg vona að þeir komi ekki að tómum kofum hér«. Sofnaði hann svo væran aftur og svaf vel út.
Þeir, Einar á Skála og Guðni Ólafsson á Merkinesi, feldu hugi til sömu stúlku, Kristínar að nafni. Sagt var að báðir þeir bæðu hennar, en svo fóru leikar, að Guðni varð hlutskarpari, og giftist hann Kristínu. Reiddist Einar þessu mjög og var þá talað að hann hefði í heitingum við Guðna, og sagt að hann myndi hefna sín þó seinna yrði.
Rétt eftir að Guðni giftist, varð hann einhvers ónota var, sem hann skildi þó ekki. En þetta, hvað svo sem það var, hafði þau áhrif á konu hans, að hún brjálaðist. Eftir það lifði hún við fásinnu og eymdarskap. En áður var Kristin talin með efnilegri konum á sinni tíð.
Sú saga gekk að Guðna í Merkinesi hefði verið ráðlagt að íinna Jón stúdent á Bæjarskerjum á Miðnesi. Hann var gáfumaður mikill, en sagt var að forneskja væri í eðli hans og háttum. Hafði hann því orð á sér að vita jafnlangt nefi sínu. Talað var að hann hefði lofað Guðna því, að senda Einari þá sendingu, er kæmi fram hefndum og lækkaði rostann í honum.
Sumarið áður en saga eldhnallarins hefst, var það kunnugt að Guðni reið ósjaldan út að Bæjarskerjum til tals við Jón stúdent. Enginn kunningsskapur var þó áðnr þeirra milli, svo vitað yrði. Var því svo alment trúað að Jón á Bæjarskerjum hafi, eftir beiðni Guðna bónda á Merkinesi, sent til Einars bónda á Skála sendingu til þess að vinna honum tjón, og þá helzt með bæjarbruna.
Guðni Ólafsson var fæddur 19. sept. 1798, en deyði 19. júní 1846.
Svo lýkur sögu Ketils.
Ketill dbrm. í Kotvogi var mikill maður vexli, og hinn vænsti að áliti. Hann var trúmaður mikill, vandaður í öllum báttum og þvi manna merkastur að allra dómi, sem þektu. Sjálfur var hann og nokkuð við söguna riðinn. Nær var hann og kominn frétt um þau Merkineshjón. Vermenn, er fréttirnar báru honum frá Skála, voru og snmir básetar hans.
Þetta alt var þess valdandi, að eg lagði fullan trúnað á frásögn Ketils.“

Heimild:
-Leiftur, 1. árg. 1915, 1. tbl. bls. 19-22.

Grindavík

Eftirfarandi er úr frásögn Bjarna Sæmundssonar um hrakningarveðrið mikla 24. marz 1916. Hún er byggð á viðtölum við sjómennina sem og skipstjórann á kútter Esther frá Reykjavík, sem bjargaði áhöfnum fjögurra Grindavíkurskipa þennan dag.
„Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti í einmánuði (24. marz) 1916.Í Járngerðarstaðahverfi
Að morgni þess dags var logn og blíða og nærri frostlaust um allt Suðurland og sjórinn ládauður. Var þá almennt róið til fiskjar. Grindvíkingar voru alskipa um miðmorgunsleytið, 24 skip, flest áttæringar með ellefu mönnum á, og lögðu lóðir sínar í dýpstu fiskileitum, því að útlitið var hið bezta um veður. Ýmsir áttu net úti og vitjuðu þegar um þau, er þeir höfðu lagt lóðir sínar. Að því búnu fóru þeir að vitja um þær. En þegar menn höfðu tekið (dregið) fjórða hluta til helminga lóðanna, klukkan um hálf ellefu, brast á afar snögglega, „eins og byssuskot“, og eiginlega á nokkurs verulegs fyrirboða, ofsaveður af norðri, svo að ekki var við neitt ráðið.
Dokuðu sumir nokkuð við til að sjá, hvort ekki mundi bráðlega draga úr mesta ofsanum, en svo vildi ekki verða og sáu menn þá, að ekki var til setunnar boðið og skáru því frá sér lóðir sínar og bjuggu sig til að leita lands, ef kostur væri. Að „berja“ með árum var ekki viðlits, og reyndu menn því að setja upp segl og sigla þangað sem tæki. En það gekk ekki greitt. Þó að djúpmið Grindvíkinga séu ekki langt undan landi, fjórar til sex sjómílur eða lítið eitt meira, og veðrið stæði hér um bil beint af landi, þá gerðist sjór brátt stórvirkur. Þar við bættist hörkufrost og barlestarleysi hjá flestum, því að afli var mjög lítill, nema hjá þeim, er vitjað höfðu um net sín, svo að skipin þoldu ekki nema hið allra minnsta af seglum, þríhyrnur og fokkubleðla…
ÞKútter Estherað var gefið frá byrjun, að fæstir mundu ná réttri lendingu, og tókst það aðeins fjórum skipum frá Þórkötlustöðum, sem höfðu róið austur á bóginn og leituðu fyrst lands. Eitt skip þaðan náði með herkjum Járngerðarstöðum. Fyrir öllum hinum var um að gera að ná Staðarhverfi eða Víkunum. Hinum Þórkötlustaðaskipunum og einu úr Járngerðarstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; enginn hinna náðu landi fyrir austan Staðarberg og urðu því að leita lendingar á Víkunum og lánaðist það flestum. Þrjú, sem náðu bezt, lentu þar sem heitir Jögunarklettur („Kletturinn“), og fimm þau næstu nokkru utar (vestar, þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur, þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerðist á fjórða tímanum.
Tvö skip, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatlazt, urðu að lenda upp á von og óvon, sem heitir á Krosssvíkum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanestá, og brotnuðu í spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orðinn þar við land, en enginn maður meiddist.
Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á líf og dauða upp í urðarás einn vestan við Skarfasetur. Í sama bili og skipið steytti, skall yfir ólag, sem kastaði því flötu og skolaði átta mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fótum á land, þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeiddum, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði í spón.
-Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðslum og slysum undir þessum erfiðu kringumstæðum, af því að Grindvíkingar eru alvanir að bjarga sér í brotalá og illum lendingum.
Nú voru eftir fjögur skip, öll úr Járngerðarstaðahverfi, sem dýpst höfðu róið, eða höfðu minnsta seglfestu; þau náðu ekki nær en undir Skarafsetur. Eitt þeirra ætlaði að freista þess að ná lendingu í Kerlingarbás, undir Reykjanesvita, en náði ekki svo langt og hrakti undan. Tveim hafði ef til vill tekist að hleypa upp í Skarfasetur og bjarga mönnunum; fjórða náði aldrei svo langt. Bar þá um sama leyti svo til, að það sást til skips, ekki mjög langt undan, út og suður af Skarfasetri. Það var kútterinn Esther úr Reykjavík, skipstjóri Guðbjartur Ólafsson. Hann hafði komið austan af Selvogsbanka um daginn fullur af fiski og ætlaði til Reykjavíkur, en er hann kom móts við Stafnes, var veðrið orðið svo mikið, að hann sneri við til að leita sér skjóls í Grindavíkursjó.
Dagbjartur Einarsson, skipsstjóri á kútter EstherKom hann þarna eins og kallaður, þar sem öll von virtist úti, og tóku nú öll skipin það ráð að leita út til hans og héldu undan sjó og veðri til hafs og gekk nú ferðin greitt, þótt hvorki væri siglt né róið, veðrið og straumurinn nægðu.
Þegar Esther varð vör við ferð skipanna, felldi hún þegar forseglin, sneri upp í og hafði þegar allan viðbúnað til þess að taka á móti hinum bágstöddu skipum. Varð það ekki vandalaust verk, þar sem hún var stödd langt úti á hafi, hér um bil  mitt á milli Eldeyjar og lands, á eystristreng Reykjanesrastar, í stórsjó, stórviðri og hörku frosti, svo að varla varð við neitt ráðið og kútterinn undir sífelldum áföllum.
Björguninni var hagað þannig, að skipunum var lagt, jafnharðan og þau komu, upp að miðri skipshliðinni á kulborða, en nokkrum af áhöfninni skipað þar við borðstokkinn, og sættu þeir lagi að kippa hinum hröktu mönnum inn fyrir hann í hvert skipti, sem sjórinn lyfti skipunum upp í hæð við broðstokk kúttersins, þannig að tekið var í hendur þeim og handleggi. Var þetta ekki vandalaust, eins og ástatt var, en svo snilldarlega tókst það, að allar skipshafnirnar, 38 manns, náðust með heilu og höldnu, án þess að hið minnsta slys vildi til, og voru þó á meðal þeirra menn um sjötugt. Furðu lítið varð og að sjálfum skipunum, meðan á þessu stóð…
Ekki lægði veðrið, heldur fór það þvert á móti versnandi með kvöldinu, herti bæði ofveðrið og frostið. Var því ekkert viðlit fyrir Esther að reyna að slaga inn á Grindavík, til þess að koma fólkinu til lands. Var því ekki annað að gera en að leggja henni til drifs og láta „hala“ austur á bóginn og bíða betri tíma…
Að líðandi hádegi á mánudag var loks skipinu lagt til siglingar inn á Grindavík, og kom það á Járngerðarstaðavík um nónbil og skilaði þar af sér öllum mönnunum, eftir að hafa haft þá innanborðs í þrjá sólarhringa.
Það hafði verið ætlun skipstjóra, að reyna að bjarga skipunum sjálfum og voru þau því öll fest aftan í Esther, en þau töpuðust smám saman öll og  var ekki við öðru að búast, þegar svona var ástatt.“
Þá vel gera sér í hugarlund hve glaðnaði yfir mönnum, þegar Esther kom með alla mennina heila á húfi inn á Járngerðarstaðavíkina þennan mánudag.

Heimild:
-Bjarni Sæmundsson – Frá Grindvíkingum. Brim og boðar – Sig. Helgason 1949, bls. 215-223.Grindavíkursjór á góðum degi

Kaldársel

Í maí 2000 var fimmti Ratleikur Hafnarfjarðar opinberaður. Pétur Sigurðsson, útivistarkempa, hefur verið driffjöður leiksins.

Ásfjall

Byrgi á Ásfjalli.

Leikurinn gengur út á að far á milli merktra staða á korti, fræðast um þá og reyna að finna númeruð spjöld, semþar eru með áletrunum. Áletrunina á síðan að skrá á kortið og skila því inn til Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Hafnarfirði með von um verðlaun. Að þessu sinni var athafnasvæðið Almenningur ofan Hrauna og svæðið milli Grísaness og Undirhlíða, þ.á.m. Kaldársel. Í Almenningum var lögð áhersla á selin, þ.e. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel, auk Óttarstaðafjárborgar og Gvendarbrunn við Alfaraleiðina.

Ás

Ástjörn og nágrenni – örnefni.

Haldið var í Kaldársel og týnd upp merki frá 11 til 18; Grísanes, Hamranes, Stórhöfði, Fremstihöfði og Kaldársel, en til baka var gengi um Bleikingsháls og Ásfjall.
Á og við Grísanes eru nokkrar tóftir frá Ási, s.s. fjárborg, rétt, beitarhús, sauðakofar og gerði, auk leifa frá stríðsárunum frá því að Bretinn hélt til á og við Ásfjallið. Yfir Ásfjallsöxlina lá gamla leiðin frá Ási áleiðis í Hrauntungur og upp Dalinn þar sem enn má sjá leifar fjárhellis í gróinni kvos. Inngangurinn var hlaðinn, en þak hellisins er að hluta til fallið niður. Gatan lá síðan áfram upp á Stórhöfðastíg eða upp í Kaldársel.

Ásfjall

Ásfjall – varða.

Í Hamranesi eru miklar grjótnámur og eiginlega sárgrætilegt að horfa uppá hvernig bæjaryfirvöld, og þá einkun námunefndin, hafa leyft meðferð á landinu. Efst á Hamranesinu var eitt merki ratleiksins (666BÍR).

Gengið var áfram suðaustur eftir Selhrauninu sunnan Hamraness. Þá er Hvaleyrarvatn á vinstri hönd. Þar má enn sjá móta fyrir tóftum Hvaleyrarsels og Ásels sunnan við vatnið, auk beitarhúss og stekks utan í vestanverðum Stórhöfða austan við vatnið. Á hægri hönd er hlaðinn stekkur frá selinu. Uppi á Selhöfða eru leifar tveggja fjárborga og utan í honum sunnanverðum eru tóft kofa eða gerðis.

Selhöfði

Fjárborg á Selhöfða.

Þegar upp á öxlina á Seldal var komið var stefnan tekin á Stórhöfða, sem Stórhöfðahraun er kennt við. Það e rmikið hraunflæmi sunnan og vestan við höfðann. Eitt merkið var norðan í honum, en vandlega falið. Annars er leiðinlegast við ratleikinn hversu sumt fólk finnst sig knúið til að fela merkin betur eftir að það hefur fundið þau sjálft. Þeir, þ.e.a.s. venjulegt fólk, sem á eftir koma, þurfa því að hafa vel þjálfaða leitarhunda sér til aðstoðar.
Gengið var yfir suðuröxlina á Seldalnum og áleiðis yfir á Fremstahöfða. Utan í honum suðaustanverðum er hálfhlaðið fjárhús, líklega frá Kaldárseli. Er eins og hætt hafi verið við húsagerðina í miðjum klíðum.

Fremstihöfði

Hálfhlaðið fjárhús undir Fremstahöfða.

Tínt var upp merki í klapparsprungu meðal burkna, í hvammi innan um lyng og birki, í gulvíði undir ljónslappa við hellisop og í hraunkanti. Hellirinn er svonefndi Kaðalhellir. Hann var nefndur svo af krökkunum í KFUMogK í Kaldárseli því aðstoða kaðals þarf til að komast upp í efri hluta hans. Farið var auk þess niðurí nerði hluta hellisins beggja vegna misgengis, sem þarna er, og er alveg þess virði að kíkja þangað niður. Í botni vestari hlutans er jökull, þ.e. klakinn bráðnar aldrei, og skapar hann skemmtilega birtu í hellinum.
Í Kaldárseli má m.a. sjá hvar gamla selið eða kotið (undir aldarmótin 1900) var sunnan við sumarbúðahúsið. Neðan þess, við Kaldá má sjá móta fyrir tóft, auk áletraðra hraunhellna frá fyrstu tíð stúkustrákanna sunnan við ána. Annars er Kaldáin merkilegt fyrirbrigði og í rauninni efni í aðra lýsingu.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg á Borgarstandi.

Mikið misgengi gengur til austurs norðan Kaldársel. Hluti þess eru Smyrlabúðir miðja vegu að Búrfellsgjánni/Selgjánni. Norðan við Kaldardársel er Borgarstandur. Á honum voru áður tvær fjárborgir, en nú er einungis önnur eftir, þ.e. sú vestari. Hún er friðlýst. Hin, sú austari, hefur líklega verið tekin undir vatnsleiðsluna, sem þarna liggur m.a. yfir Lambagjá (mikil hleðsla).

Kaldársel

Kaldársel – fjárhús undir Borgarstandi.

Norðvestan undir Borgarstandi eru leifar fjárhúss og gerðis út frá því. Vestan við það lá gamla leiðin um Kaldársel. Sjá má hana klappaða í bergið á kafla skammt norðar. Enn norðar eru svo fjárhellarnir. Hlaðið er fyrir munnana og inni í einum þeirra er hlaðinn garður. Einnig er þarna tóft hlöðu. Þorsteinn Þorsteinsson hafði fé þarna um tíma sem og í Sauðahellinum syðri vestan Selgjár. Sömuleiðis Kristmundur Þorláksson frá Hafnarfirði, síðar Stakkavík, um tveggja eða þriggja vetra tímabil.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Gengið var með höfðunum með viðkomu í nátthaga og helli og síðan áleiðis upp á Ásfjall um Vatnshlíð og Bláberjahrygg. Í Nátthaga norðvestan Kaldársels er hlaðinn nátthagi utan í háum hraunhól mót norðri. Vestan í Ásfjalli er hlaðið byrgi eftir Bretana. Einnig undir vörðunni, Dagmálavörðu, efst á fjallinu. Þá eru leifar byrgja vestar í fjallinu, en trúlega haf þeir notað þar gamla fjárborg því glögglega má sjá á handbragðinu hvort hleðslan hafi verið eftir Íslendinga eða Breta. Bretar virðast hafa hróflað upp görðum, líkt og á Flóðahjalla, en Íslendingar hlóðu þá jafnan vel og vandlega.
Af Ásfjalli er fagurt útsýni yfir höfðustað höfuðborgarsvæðisins.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mín.

PS. Svo skemmtilega vildi til að einn FERLIRsfélaga vann til verðlauna eftir að dregið hafði verið í Ratleiknum. Fékk hann bakpoka að launum. FERLIR hefur eftir það ekki skilað inn lausnum í Ratleiknum – svo aðrir eigi þar betri möguleika.

Kaldársel

Kaldárssel – uppdráttur ÓSÁ.