Hóp

Gengið var með Tómasi Þorvaldssyni, útgerðarmanni í Grindavík, um Hóp og Nes.
Fyrst var farið að Fornuvör neðan Járngerðarstaða. Vörin sést enn vel og er skammt vestan við Brimbrjótinn (neðan við fjárhúsin). Þá leið fóru m.a. Tyrkir þegar þeir komu til Grindavíkur 1627 og hnepptu allt heimilsfólkið á Járngerðastöðum í fjötra. Fólkið var rekið niður sjávargötuna og niður í Fornuvör. Þá var litið á lifrapressuna úr lifrabræðslu Einars í Einarsbúð, en hún stendur undir gafli eins húsanna niður við sjó.

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins.

Við Hóp eru gömul hús og fornar tóttir. Talið er að einn sona landsnámsmanns Moldar-Gnúps hafi sest þar að og þá nefnt staðinn Hof, sem síðan hafi breyst í Hóp. Í nágrenni staðarins má sjá margt minja. Þar eru t.d. tóttir forns átrúnaðar, auk þess sem gamla austurleiðin er þar vel mörkuð á kafla. Reyndar eru leiðirnar tvær, svo til hlið við hlið, sem bendir til að þar hafi verið talsverð umferð um tíma. Gróið er yfir göturnar, en þær sjást þó vel.

Hóp

Hópsvörin.

Neðan við Hóp sést enn móta fyrir gamalli bryggju, sem þar var gerð við Hópsvörina innri. Bátar komust inn yfir eiðið, Barnasundið, á flóði og var þessi vör þá notuð. Ofan við vörina er tótt af gömlu fiskhúsi.

Í Nesi var býli. Enn má sjá sjóbúð, bátarétt og mjög heilleg hús – svo heilleg að nægilegt væri að refta yfir og setja framgafl á þau til að koma þeim í gagnið aftur. Svæðið býður upp á mikla möguleika. Þarna eru mjög heillegar minjar svo til inni í miðjum bæ er auðvelt væri að endurgera. Búið er þó að þrengja verulega að svæðinu með greftri og jarðraski hingað og þangað, auk þess sem búið er að sturta möl og rusli svo til alveg að minjunum. Ofar eru heilir þurrkgarðar og byrgi. Utar var Hópsvörin ytri. Enn markar fyrir henni utan við varnargarðinn.

Grindavík

Varðan Sigga austan Síkis.

Öllum sjóbúðum, sem voru uppi á kampinum, hefur verið rutt um kolli. Notað var tækifærið og svæðið rissað upp eftir lýsingu Tómasar.
Sigga, eða Digra-Sigga, var skoðuð. Hún er varða er þótti mikil um sig hér áður fyrr. Nú er hún ekki svipur hjá sjón. Sigga og varða nær kampinum, Sundvarðan, voru merki skipverja, sem komu að austan, að nú væri komið inn á djúpsundið og venda ætti að leiðinni inn. Þá tóku við Svíravarða og Stamphólsvarða, en þær hafa báðar verið vel varðveittar.
Frábært veður.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Ófeigskirkja

„Nógu flókið getur verið að meta varðveislugildi fornleifa sem engin mannaverk eru á þótt ekki séu jafnframt áhöld um hvort viðfangsefnið sé hið rétta [RT].“

Ofeigskirkja-21Ófeigskirkju, hraunkletti í Gálgahrauni, er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar. „Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.“
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar árið 1964 segir: „ÓFEIGSKIRKJA: Svo hét klettur á Flatahrauni austarlega. Gegnum hann var farið með Álftanesveginn fyrri.“
Örnefnaskráning Kristjáns Eiríkssonar frá árinu 1976 til 1977 styðst m.a. við lýsingu Gísla „og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra“.
„Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Ofeigskirkja-22Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann.“
Í bók Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar um Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir um þennan stað – og enn vísað til Gísla: „Álftanesstígur lá frá Garðaholtsenda austur yfir Flatahraun sunnan Ófeigskirkju í Engidalshorn.“  Og: „Ófeigskirkja var klapparhyrna í Flatahrauni.“
Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju benda til að hún hafi þegar árið 1910 horfið undir Álftanesveginn.
„Handrit Gísla, sem varðveitt er á Örnefnastofnun, var á sínum tíma yfirfarið og leiðrétt af Úlfhildi Kristjánsdóttur frá Dysjum. Gísli nefnir heimildarmennina Magnús Brynjólfsson á Dysjum, Guðmann Magnússon hreppstjóra, Valgeir á Hausastöðum og Ólafíu systur hans, Tryggva í Gjóta og Gísla Guðjónsson í Hlíð. Örnefnaskráin var einnig lesin fyrir þau eftir að hún var fyrst skráð og létu þau sér vel líka. Er því undarlegt að enginn þeirra hafi tekið eftir því sem Gísli ritar um Ófeigskirkju.“

Galgahraun-kort-2Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju eru innan við 100 ára gamlar en örnefnið kann að vera umtalsvert eldra en það. Þess er hvorki getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar né Gísla Sigurðssonar að nokkurs konar helgi umljúki hana. Þó má telja öruggt að slík athugasemd hefði verið látin fylgja, væri því trúað að í henni hefðu búið álfar.
Heimildakönnun bendir tvímælalaust til þess að álfasögur voru ekki tengdar Ófeigskirkju fyrr en nýlega, en árið 2009 var örnefninu komið yfir á formfagran klettastand inni í Gálgahrauni, u.þ.b. 100 m norðan við staðinn þar sem Ófeigskirkja stóð áður en hún var brotin undir Álftarnesveginn. Ástæðan var sennilega tvíþætt; að viðhalda horfnu örnefni og nýta það til að reyna að koma í fyrir fyrir lagningu fyrirhugaðs vegs um Gálgahraun.

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Grindavík

Þrætur um landamerki eru alþekktar hér á landi. Reykjanesskaginn er þar alls ekki undanskilinn.
FERLIR forvitnaðist nýlega [2010] um eina slíka, þ.e. þrætur Vatnsleysustrandarmanna Trolladyngja-2gagnvart ómeðvituðum Krýsvíkingum (ríkinu) og Grindavík. Þessar tilbúnu deilur, settar fram af ein-drægnum ásetningi, virðast hafa þann eina tilgang að reyna að hnyka til áður staðfestum og viðurkenndum landamerkjum milli jarða með það fyrir augum að fá þeim breytt þannig að land viðkomandi aukist á kostnað annars. Tilgangurinn virðist við fyrstu sýn frekar léttvægur ef ekki kæmu til mögulegur gróðaávinningur. Vitað er að undir yfirborði svæðisins kraumar jarðhiti sem ætlunin er að reyna að nýta til raforkuframleiðslu. Reyndar er gjörningurinn sem slíkur alls ekki nýr af nálinni því Vatnsleysustrandarbændur hafa um aldir ásælst hluta af Grindavíkurlandi, að þessu sinni Hrauns, þrátt fyrir fyrirliggjandi skýr samþykkt jarða- og hreppamörk er jafnan hafa ráðið úrslitum í deilum sem þessum.
Í þessari tilbúnu „deilu“ virtist öllu máli skipta að staðsetja örnefnið „Selsvallafjall“, sem á löngum að hafa verið á Dagonreiki og langt frá því að hafa verið verið staðfest í seinni tíð. Á kortum má hins vegar sjá að örnefnið nær yfir hæsta hrygginn á Núpshlíðarhálsi næst Sogadal, auk þess sem augljóslega viðurkennd landamerkjavarða stendur enn í minni Sogadals gegnt Sogagíg til marks við Trölladyngjurætur. Þrætan sem slík er þó allrar athygli verð og er bara skemmtileg, ekki síst í ljósi annarra slíkra tilgangslausra þrætna í gegnum tíðina.
Landamerki Hrauns samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17.06.1890 og þinglýstu hinn 20.06.1890 er sem hér segir: „… úr miðjum ,,markabás” (punktur nr. 1) í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell (punktur nr. 3) og yfir Vatnsheiðin (/punktur nr. 4), þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum (punktur nr. 5) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall (punktur 6) upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krýsuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett (punktur nr. 7) við götuna á Móklettum (punktur nr. 8) .

Festarfjall-23

Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu (punktur 9) í fjöru … “ Landamerkjabréfið er áritað fyrirvaralaust um samþykki m.a. af Kálfatjarnar-prestinum Árna Þorsteinssyni fyrir Kálfatjarnar-kirkjuland. Samþykki hans bendir eindregið til að Strandarmenn hafi almennt talið merkjum Hrauns rétt lýst í landamerkjabréfinu.
Punktur nr. 2 á landakorti er ekki nefndur í landamerkjabréfinu 1890, en við hann hefur verið miðað svo lengi sem elstu menn muna og er hann í svokölluðum Leitishól, en merki milli Hrauns og Þórkötlustaða hafa svo lengi sem elstu menn muna og lengur verið miðuð við hól þennan. Þetta álitaefni skiptir þó ekki máli hér. enda ljóst hvar hóll þessi er á Efra-Leiti.

Hreppamork-1

Í úrskurði óbyggðanefndar er tilvísun í greinargerð í fasteignamati Gullbringusýslu 1916, að finna lýsingu á merkjum Hrauns. Þar segir: „Landamerki að vestanverðu, svonefndur markabás á Slokatá þaðan beina línu vestan í Vatnsheiði í Kálffell, þaðan í Vatnskatla (steinker) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan að Sogaseli fyrir norðan Selsvelli í Selsvallafjalli, þaðan til suðurs eftir háfjallinu í göngumannaskarð á Núp[s]hlíð, þaðan í götuna hjá móklettum, þaðan yfir há-Festarfjall á sjó út.“ Höfundur þessarar lýsingar hefur ekki haft landamerkjabréf  jarðarinnar við höndina en lýsingunum ber að mestu saman.
Landamerkjabréf Hrauns á sér stuðning í eldri gögnum. Á manntalsþingi Gullbringusýslu 31. maí 1920 mótmælti bóndinn á Hrauni, Hafliði Magnússon, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi 12. júní 1886 og þinglesinni yfirlýsingu um landamerki fyrir Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði, og Kálaftjörn frá maí 1920, en það eru einkum eigendur þessara jarða, sem gera tilkall til eignarréttinda yfir landi innan þinglesinna merkja jarðarinnar Hrauns, þ.e. norðurhluta landsins.

Sveitarfelagsmork

Og þá að landamerkjum Krýsuvíkur. Í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík dags. 14. maí 1890 lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890 segir: „Landamerki Krýsuvíkur eru: „1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði. 2) að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu. 3) að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram. 4) að sunnan nær landið allt að sjó.“ Landamerkjabréfið er samþykkt  af  Hvassahraunshverfi með einni athugasemd um Markhellu-/Markhelluhól.

Reykjanesskagi-kort

Merkin eru samþykkt m.a. af eigendum  Vatnsleysulands, Þórustaða, Auðnarhverfis, Knarrarness, Ásláksstaða, Hlöðunestorfunnar, Kálfatjarnarkirkju-lands og Brunnastaða-torfunnar.“
Á þessum tíma hefur því ekki neinn vafi á því leikið, að land Krýsuvíkur næði í  Trölladyngjurætur að vestan og er lýsingin afar skýr og ótvíræð að þessu leyti og engin hætta á að Strandarmenn hafi misskilið merkjalýsinguna. Hafa ber í huga að örnefnið „Markhelluhóll“ við Búðarvatnsstæði og „Markhella“ eru sitthvað. Skeikar þar tæplega kílómetra til vesturs m.v. núverandi línu. Merki jarðarinnar eru nú einnig samkvæmt lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1936 og afsali íslenska ríkisins á landi Krýsuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu  dags. 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og samkvæmt dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sem hér segir: „Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dágon, (punktur 1) sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju (punktur 2) að vestan og  þaðan í Markhelluhól (punktur 3) svonefndan við Búðarvatnsstæði.

Kongsfell-2

Þaðan að norðan sjónhending norðanvert við Fjallið eina í Melrakkagil í Undirhlíðum (punktur 4) og þaðan sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur í punkt, sem ákveðinn er í dómi landamerkjadóms 14. desember 1971 (punktur 5).  En að austan vesturmörk Herdísarvíkur, og eru þau sjónhending úr Kóngsfelli í Seljabótarnef (punktur 7), sem er klettur við í sjó fram. Að sunnan nær landið að sjó. [Síðastgreind lína er nú á korti dregin frá punkti 5 í svonefndan Sýslustein (punktur 6) og þaðan í Seljabótarnef (punktur 7).“

Sogadalur

Samkvæmt fyrrgreindu afsali er undanskilið land, sem íslenska ríkið afsalaði Hafnarfjarðarkaupstað með afsalsbréfi dags. 20. febrúar 1941 og er þannig afmarkað: „Að vestan, beina stefnu í norður úr Hælsvík (punktur 8)  í Borgarhól (punktur 9), þar sem hann er hæstur, úr Borgarhóli eftir Sveifluhálsi í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10), að bera í ysta odda Hvammholtstanga. Að norðan  ræður Kleifarvatn, í syðsta odda víkur þeirrar, er gengur úr vatninu vestan við Geithöfða (punktur 11) og að austan þaðan beina stefnu í réttvísandi suður til sjávar, í Keflavík (punktur 12). Að sunnan ræður sjór þó þannig, að óhindraður umferðarréttur áskilst Gullbringusýslu fyrir búpening og til annarrar umferðar, um svæði upp frá sjó, er sé a.m.k. 60 metrar á breidd, enda séu engar girðingar eða umferðarhindranir á þeirri leið.“

Selsvallafjall

Landamerki þessi voru ákveðin af matsnefnd skv. lögum nr. 11/1936, sem skipuð var til að meta jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ. Ríkisstjórnin, sýslunefnd Gullbringusýslu og bæjarstjórinn í Hafnarfirði óskuðu eftir því að nefndin ákvæði merki milli lands þess í Krýsuvík, sem féll til Hafnarfjarðar og þess sem féll til sýslunnar. Var það gert á fundi nefndarinnar 1. nóvember 1939. Merkjunum er lýst með orðum nákvæmlega eins og í fyrrgreindu afsali. Jafnframt afmarkaði nefndin merkin á kort, sem fylgir fundargerð fundarins. Eins og kort þetta ber með sér ber að draga beina línu úr Borgarhóli í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10). Merki lands sýslunefndarinnar  gagnvart landi Hafnarfjarðar er því ranglega dregið að þessu leyti og leiðréttist þar með.
Landamerki Krýsuvíkur til vesturs eru skýr og ótvíræð og ókleift að draga legu þeirra í efa. Krýsuvíkurlandið hefur því verið talið víðlendara og um það verið heimildir, en presturinn hefur talið affarasælast að fara sáttaleið í stað þess að gæta ýtrustu réttinda jarðarinnar.
Sveitarfélögin Vatnsleysu-strandahreppur og Grindavík eiga sér sameiginleg mörk og eru Krýsuvík og Hraun austan merkjanna. Mörkin eru á landamerkjum jarða Hrauns og Vatnsleysu, en svo sem alkunna er eru hreppamörk dregin þannig að hver jörð um sig eigi einungis land innan eins sveitarfélags. Hreppamörk eru því ekki dregin um lönd jarða heldur um ytri merki jarða og falla því saman sveitarfélagamörk og landamerki aðliggjandi jarða.
Hraun-220Kröfur Strandarmanna um land í Krýsuvík og Hraunslandi eru afar ósannfærandi því vitað er hvar mörk sveitarfélaganna liggja. Í landamerkjabréfum jarða Strandarmanna eru iðulega sagt að land þeirra nái svo langt sem land Vatnsleysustrandahrepps nær eða að land jarðanna nái að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi. Hreppamörk ráða því merkjum Strandarjarðanna gagnvart jörðum Grindvíkinga og Krýsvíkinga. Óþarfi er því að leita staðfestingar á sveitamörkum.
Sveitarfélagamörk eru mikilsvert sönnunargagn um landamerki jarða. Þegar svo stendur á að gögn um hreppamörk og landamerki jarða falla  saman er því sem næst útilokað að hnekkja landamerkjabréfum jarðanna. Minnt er á að merkjum jarða Krýsuvíkur og Hrauns til austurs er ekki lýst í landamerkjabréfum jarðanna, heldur er látið nægja að treysta á merki jarða sem við taka. Merki Hrauns og Krýsuvíkur og sveitarmörk ráða því merkjum jarðanna.
Um  eignarrétt héraðsnefndar Suðurnesja að jörðinni Krýsuvík má segja þetta: Íslenska ríkið tók jarðirnar Kýsuvík og Stóra-Nýjabæ eignarnámi skv. heimild í l. nr. 11/1936.
Skipuð var matsnefnd til að ákveða bætur og er mat hennar dagsett 4. nóvember 1936. Segir þar mSelsvellir.a. að afhenda skuli Gullbringusýslu beitiland jarðarinnar (þ.e. lítt ræktanlegt land jarðarinnar) sem afréttaland. Matsnefndin mat það land sértaklega til kaupverðs kr. 5.000. Hinn 20. febrúar 1941 seldi ríkið Hafnarfjarðarbæ úrskiptan hluta jarðarinnar ofl.  Hinn 29. september 1941 afsalaði ríkið sýslunefnd Gullbringusýslu öllu beitilandi Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar að undanskildu landi sem afsalað hafði verið Hafnarfirði. Tekið er fram að afsalað sé landi. Sýslunefndin greiddi fullt verð fyrir landið skv. mati matsnefndar. Um heimild til sölunnar er vísað til l. nr. 101/1940, sbr. l. nr. 11/1936. Tekið er fram í afsali að sýslan ,,greiði alla skatta og skyldur af landinu sem falla í gjalddaga eftir 1. janúar 1941.“ Undanskilin sölunni til sýslunnar voru ítök og ýmis hlunnindi. Stefndi, Héraðsnefnd Suðurnesja, hefur tekið við réttindum og skyldum sýslunefndar Gullbringusýslu, þar á meðal eignarráðum yfir Krýsuvíkurjörðinni.

Krysuvik

Afsalinu var þinglýst 18. nóvember 1941 og hlaut það sömu meðferð og önnur afsöl fyrir landareignum og greidd voru þinglýsingar- og stimpilgjöld í samræmi við það.  Héraðsnefndin er talin eigandi landsins skv. veðmálabókum. Hið afsalaða land er talið eign sýslunnar í Fasteignabók 1942-43.
Í landamerkja-dóminum frá 1971 fara bæði Jarðeignadeild ríkisins og sýslusjóður Gullbringusýslu með fyrirsvar fyrir Krýsuvíkurjörðina. Íslenska ríki hafði mikilsverðara hagsmuna að gæta sem eigandi hlunninda innan marka jarðarinnar og sýslunefndin sem handhafi grunneignarréttarins. Í landamerkjabréfi frá 16. febrúar 1980, og undirritaða af íslenska ríkinu er skýrt tekið fram að sýslunefndin er eigandi Krýsuvíkurlandsins, en íslenska ríkið er eigandi ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandinu. Því er ljóst að íslenska ríkið fer ekki með hlutdeild í grunneignarréttinum að Krýsuvíkurlandinu.

Hraunssel

Um sönnunargildi landamerkjabréfa og landakort má geta þess að  eigendur jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi búa ekki yfir landamerkjabréfum fyrir jarðir sínar né öðrum sönnunargögnum,  sem styðja kröfur um aukið land á kostnað Krýsvíkinga og Grindvíkinga. Þeir eiga því ekkert eignartilkall til lands innan þinglesinna landamerkja jarðanna Hrauns og Krýsuvíkur. Austurmörk jarðanna eru í engu tilviki staðsett t.d. með tilvísun í þekkt örnefni. Ýmist er vísað til þess að jarðirnar nái jafnt langt og land hreppsins er talið eða að landi Krýsuvíkur. Meðal sönnunargagna sem vitnað hefur verið til eru landakort af þrætusvæðinu frá ýmsum tímum, en þó öll yngri en landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík.  Sönnunargildi þeirra er lítið sem ekkert í þeim tilvikum, þar sem þau eru í andstöðu við viðtekin og lögbundin sönnunargögn eins og þinglesin landamerkjabréf, sem gerð eru skv. fyrirmælum laga undir eftirliti sýslumanns. Sjaldnast er vitað eftir hvaða heimildum mörk milli sveitarfélaga eru dregin á landakort. Sönnunargildi þeirra um slík mörk eru því afar takmörkuð. Þrátt fyrir það er rétt að vekja athygli á því að á fjölmörgum þeirra landabréfa, sem vitnað hefur  verið til eru vesturmörk Grindavíkur og Krýsuvíkur dregin fyrir vestan Trölladyngju, svo sem landamerkjum Krýsuvíkur er lýst í landamerkjabréfinu  frá 14. maí 1890.
Yngri landakort geta Selsvellir-21ekki hrundið þinglýstum landamerkjabréfum. Hæstiréttur hefur fjallað um sönnunargildi landamerkjabréfa með þessum hætti í málinu nr. 48/2004: „Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar á svæði, sem þar er lýst, skiptir almennt máli hvort um er að ræða jörð eða annað landsvæði, en þekkt er að landamerkjabréf hafa ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnig til dæmis afrétti, sem ekki tengjast sérstaklega tiltekinni jörð. Felur landamerkjabréf fyrir jörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega.“ Samkvæmt þessu sjónarmiði Hæstaréttar er þarf mikið til að koma til að landamerkjabréfi um jörð verði hnekkt sem sönnun um merki jarðar. Að því er best er vitað hafa dómstólar ekki vikið landmerkjabréfi til hliðar á grundvelli upplýsinga á landabréfum. Hafna verður t.d. með öllu niðurstöðum Ágústs Guðmundssonar, sem eru beinlínis rangar. Síðari tíma landmerkjabréf eru ekki samþykkt af eigendum og umráðamönnum Hrauns og Krýsuvíkur. Þau eru einunngis þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustranda-hrepps.
Fram hefur komið að málsástæður séu að mestu sóttar í skrif Sesselja Guðmundsdóttur. Sjónarmið hennar voru og borin fram í óbyggðanefndarmáli nr. 1/2004. Sesselja telur að Grindvíkingar hafi verið að eigna sér hluta hreppslands Vatnsleysustrandarhrepps. Hún segir m.a. um Selsvelli ,,… þar með ein fegursta náttúruperla Reykjanesskagans, Selsvellir.“  Gengur  Sesselja út frá því, að líklegt sé, að Krýsuvíkurbréfið sé fullgilt ,,… því allir aðilar skrifuðu undir það“.

Sogin

Á bls. 5-6 vísar Sesselja til þess að umráðamenn tiltekinna jarða stefnenda láti í ljósi álit (,,teljum vjer“) sitt á merkjum gagnvart Krýsuvík. Þar er því ranglega haldið fram að landamerkjabréf greindra jarða hafi verið þinglesin í Grindavíkurhreppi og að séra Árni Gíslason í Krýsuvík hafi staðfest þessi merki. Þetta er allt rangt. Ennfremur því að Knarrarnes sé fyrsti bærinn á Ströndinni sem eigi land að Krýsuvíkurlandi en ekki Hraunslandi. Hugleiðingar hennar ganga í berhögg við landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur.  Þær eru því bæði rangar og þýðingarlausar hvað varðar merki Strandarmanna að landi Krýsuvíkur og Hrauns (Grindavíkur). Sama er að segja um aðrar framlagðar greinargerðir hennar hvað þetta varðar.
Ekki verður heldur byggt á seinni tíma landamerkjabréfum Strandarmanna þar sem í þeim er endimörkum jarðana ekki lýst sjálfstætt. Þá er á því byggt að þinglesin landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur séu einhliða yfirlýsingar eigenda jarðanna, sem hafi ekki hlotNupshliðarhalsið samþykki allra eigenda jarða stefndu. Krýsuvíkurbréfið er samþykkt af  öllum eða flestum umráðamönnum jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi. Hraunsbréfið er staðfest af sóknarpresti Strandarmanna og hefur upphaflega verið litið svo á af Hraunsmönnum, að hann væri í fyrirsvari fyrir þá að þessu leyti og því ekki talin ástæða til að afla fleiri áritana. Sú kenning að landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík séu óskuldbindandi á sér ekki stoð í réttarreglum. Því betur sem bréfin eru úr garði gerð því meira verður sönnunargildi þeirra. Sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna er hins vegar nánast ekkert samkvæmt þessu þar sem þau eru ekki samþykkt af nokkrum manni í Grindavíkurhreppi. Landeigendur geta ekki aukið við land sitt með einhliða landamerkjabréfum, sem fari í bága við eldri heimildir. Landmerkin eru ekki einhliða ákveðin heldur með samþykki Strandarmanna og þau eru ekki í andstöðu við eldri heimildir sem sönnunargildi hafa.
Bent hefur verið á að taka þurfu tillit til eldri heimilda og landfræðilegra aðstæðna og örnefna. Ekki hefur verið sýnt framá að merki jarða Krýsuvíkur og Hrauns styðjist ekki við eldri heimildir og örnefni. Og þar sem réttindin styðjast við þinglesin og samþykkt merki hafa Strandarmenn sönnunarbyrðina um að þau lýsi ekki réttilega merkjum milli jarðanna.

Keilir-220

Gildi vitnisburða þeirra sem sönnunargagna er ekkert þegar ekki er tekið fram hverjir hagsmunir þeirra eru eða hversu kunnugir þeir eru (voru) staðháttum. Þannig eru t.d. afrit af vitnisburðum frá 1603/4 og 1790 eru með öllu ólæsileg. Þannig má auðveldlega mótmæla hugleiðingu um Dyngju sem Grænudyngju. Sama er að segja um túlkanir á öðrum örnefnum og staðsetningu þeirra i því skyni að færa merki Krýsuvíkur til austurs og auka þannig land Strandarmanna.
Sú röksemd að miða beri landamerkin við hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum skv. landmerkjabréfi Þórustaða er ekki á rökum reist. Orðrétt segir: ,,… þaðan beina stefnu alla leið að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum.“ Hér er lýst stefnu merkjalínu en tekið fram að hún endi þar sem land Krýsuvíkur tekur við. Hnjúkurinn er ekki landamerkjapunktur.

Spakonuvatn

Upplýsingar um selstöðu breytir engu um landamerki milli jarða, enda geta menn átt rétt til selstöðu í annars manns landi t.d skv. samningi. Jarðabókin hefur ekki sönnunargildi um að Sogasel hafi verið í landi Stóru-Vatnsleysu, enda var hún upphaflega í Krýsuvíkurlandi.
Rétt er að vekja athygli á að landamerkjabréf Hrauns er lesið á manntalsþingi Grindavíkurhrepps, en ekki á manntalsþingi Vatnsleysustrandar-hrepps. Sama á við um landamerkjabréf fyrir Krýsuvík. Landamerkjabréf fyrir jarðirnar í Vatnsleysustrandarhreppi eru þinglesin á manntalsþingi fyrir hreppinn að Brunnastöðum. Almennt var látið nægja að þinglýsa landamerkjum á manntalsþingi þess hrepps, sem jörð tilheyrði. Ekki var algengt að afla samþykkis á merkjum hjá eigendum í öðrum hreppum, enda þótt jarðir lægju saman á hreppsmörkum. það var þó gert í tilviki Krýsuvíkur og að hluta í tilviki Hrauns.  Strandarmenn öfluðu ekki samþykkis eigenda jarða í Grindavíkurhreppi, enda þótt jarðir lægju saman. Veikir þetta mjög sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna, en styrkir að sama skapi sönnunargildi bréfa Hrauns og Krýsuvíkur.

Vordubrot

Dregið er í efa réttmæti þeirra orða í landamerkjabréfi Hrauns þar sem segir: „… þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogaselsdal“. Stefnendur gera ágreining um hvaða fjall beri heitið Selsvallafjall. Vilja þeir flytja fjallið til suðurs og auka þannig verulega við land sitt úr landi Hrauns. Strandarmenn hafa jafnan ásælst Selsvelli og með staðhæfingum um legu fjallsins sunnar falla Selsvellir utan merkja Hrauns. Á Selsvallafjalli eru landamerkin klöppuð í stein. Ekki er ágreiningur um hvar Sogaselsdalur eða Sogin eru. Eina fjallið upp af Sogunum sem til greina kemur er Selsvallafjall. Annað fjall kemur ekki til greina. Útilokað er með öllu að lýsa stað fjalls þess, sem Strandarmenn telja vera Selsvallafjall, sem ,,upp af  Sogaselsdal“. Engin tengsl eru milli fjallsins sem Strandarmenn nefna til sögunnar og Sogaselsdal. Það fjall er langt suður af Sogaselsdal.  Af landamerkjabréfi Hrauns er ljóst við hvaða fjall landamerkin miðast. Sogaselsdalur stendur mun lægra en Selsvallafjall og því er eðlilegt að segja að fjallið sé upp af dalnum. Ekki er um áttatilvísun að ræða.
Með öllu er útilokað að minnst hefði verið á Sogaselsdal í Selsvallafjall-3merkjalýsingunni, ef verið var að lýsa Selsvallafjalli á þeim stað. Þar sem þeir telja Selsvallafjall vera er ekkert fjall, heldur Núpshlíðarháls, sem nefnist Selsvallaháls þegar norðar dregur.
Með öllu er óljóst hvar Framfell er réttilega. Þó er ljóst að Vesturfell frá Vigdísarvöllum er eitt og hið sama fellið.
Staðhæfingar um að það, að Hraunsmenn hafi haft í seli í Hraunsseli en ekki á Selsvöllum bendi til að Selsvellir hafi ekki verið innan merkja Hrauns eru ekki réttar og val á selstöðu Hrauns getur átt sér búskaparlegar skýringar.
Merki Krýsuvíkur liggja ekki um Trölladyngju helur í rótum hennar vestan til. Landssvæði Hrauni og Krýsuvík hafa verið nýtt frá jörðunum svo lengi sem vitað er og lengur en hefðartíma fullan. Ekkert hefur verið gert til að slíta hefðartímann með málssókn og er það nú of seint.
Landamerki nefndra jarða er rétt lýst í 120 ára gömlum landaSelsvallafjall-4merkjabréfum. Hafi einhver haft einhvern tíma réttmæta ástæðu og þar með rétt til að véfengja merkin, þá hafi aðgerðarleysis þeirra þau réttaráhrif, að hafna beri kröfum þeirra til landvinninga af þeirri ástæðu. Merkjum jarðanna er skýrlega lýst í þinglesnum landamerkjabréfum og öðrum gögnum og leikur því ekki vafi á legu merkjanna. Þá hafi merkin verið samþykkt af öllum eða  a.m.k. flestum forverum gagnvart Krýsuvík og sóknarprestinum á Ströndinni að því er merki Hrauns varðar. Engum hefur hingað til tekist að sanna að landamerkjabréfin um Krýsuvík og Hraun  séu röng og að þeir hafi óyggjandi betri rétt til annarrar rökfærslu. Öðrum hefur a.m.k. ekki tekist að framvísa landamerkjabréfum til sönnunar um austurmerki jarða þeirra gagnvart Hrauni og Krýsuvík séu annars staðar en landamerkjabréf þeirra jarða segja til um, enda séu ekki sjálfstæðar lýsingar á austurmerkjum jarðanna í landamerkjabréfum þeim, sem gerðar voru fyrir jarðirnar skv. landamerkjalögum.

Hrutar

Ekki nægir að hugleiða um óljósar líkur þess að landmerkin kunni að liggja annars staðar en greint er frá í landamerkjabréfum og þeim uppdráttum sem vísað er til og lýsa legu merkjanna. Sönnunarkröfur á hendur þeim sem vill véfengja landamerkjabréf jarða gagnvart nágrannajörðum er afar ströng. Auk þess er erfitt að draga í efa hefð á landi innan merkja með útilokandi afnotum landsins.
Hér að framan er hvorki tekin afstaða til eignarhalds landsins né tekin afstaða til réttmætis fyrirliggjandi krafna, enda óþarfi. Hins vegar verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um landamerki, að geta um augljós kennileiti sem enn eru til staðar með hliðsjón af fyrri umfjöllun og tilvísun til fyrirliggjandi gagna er áður hafa verið lögð til grundvallar staðfestum landamerkjum.

Heimildir m.a.:
-Dómsmál.
-Þjóðlendur.is
-Örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu, Hraun og Krýsuvík.
-Landamerkjabréf.
-Vitnisburður SG, ÁG og fleiri.
-Vettvangsathuganir.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

 

Hreiðrið

Haldið var að Kaldárseli. Hraunið, þar sem það er hæst, á milli vegarins með Sléttuhlíð og með Fremstahöfða, heitir Gjár. Vestarlega í því er Gjáahellir. Gengið var að honum. Opið er nokkuð rúmgott. Fyrir innan blasir við rúmgóð hraunrás. Hún lækkar svolítið eftir að komið er inn, en hækkar og vítkar síðan á ný, uns hún endar. Þessi hluti rásarinnar er um 15 metrar. Mold er í botninum og grjótið hefur verið lagað til innan við munnann. Líklegt er að hellir þessi hafi um tíma verið notaður sem fjárskjól. Tiltölulega stutt er í fjárhellana í Kaldárseli, en þeir eru þarna austan við. Hálfhlaðið fjárhús undir Fremstahöfða er einnig þarna skammt suðvestar.

Kaldársel

Gerði í Gjánum ofan Kaldárssels.

Beðið var í nátthaganum norðan Kaldársels uns Þórarinn Björnsson, guð- og hellafræðingur, bættist í hópinn. Leiddi hann hópinn fyrst að náttúrulegum hraunkofa ofarlega á hraunhrygg norðvestan við Kaldársel. Kofinn er í rauninni toppurinn á lóðréttri hraunrás. Dyragat þess snýr á móti suðri, eins og góð dyragöt eiga að gera. Falleg náttúrusmíð.
Þá var haldið til vesturs að Kaðalhelli. Hann er í nokkuð stóru jarðfalli er hallar niður til norðvesturs. Þar uppi í bergveggnum er lág hraunrás, sem nefnd er þessu nafni. Krakkar á vegum KFUMogK í Kaldárseli höfðu þarna afdrep og nefndu hellinn. Kaðal þarf til að komast upp í rásina. Hún er 5-6 metra löng. Ef farið er með hraunveggnum til austurs er komið inn í rúmgóðan sal. Þar uppi er sylla og lág rás, fremur stutt. Ef hins vegar er farið vestur með hraunveggnum er komið inn í skúta. Úr honum liggja göng niður á við og síðan spölkorn inn undir hraunið. Neðst í honum er kristaltær ís, sem aldrei þiðnar fullkomlega. Myndast í honum regluleg og falleg ljósbrot.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Loks var haldið áfram til vesturs. Þar í miðri hraunbreiðunni er lítið gat, ca. 60 c, í þvermál, beint niður á við. Hrunið hefur þarna niður í hraunrás. Dýpið er um mannhæð. Þórarinn fann helli þennan á sínum tíma og nefndi hann Hreiðrið. Fleiri virðast ekki hafa komið þar niður ef marka má heilan mosann á börmunum og sporlausa moldina á botninum.
Rásin er alveg heil og liggur bæði til norðurs og suðurs. Norðurleiðin, um 15 metrar, er nokkuð þröng með mold á botni. Suðurleiðin er hins vegar eins og kona – góð á milli. Hún lækkar, en hækkar síðan aftur eftir u.þ.b. 10 metra. Botninn er grófur sem og barmarnir. Rauðleitt grjótið er hrjúft og því þörf að vera með bæði vettlinga og hnjáhlífar.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Þegar komið er vel innfyrir birtist gildi hellisins. Á steinum, í lofti og á víðar má sjá mikið af misstórum gasbólum, nokkurs konar eggjum. Bólurnar eru gráleitar og virðast hafa sprottið út úr berginu. Fyrirbæri þetta má sjá í öðrum hellum, en varla í þessum mæli á einum stað. Hægt væri að skríða innar því hraunið virðist vera lagskipt. Botninn er hins vegar mjög grófur. Ætla má að Hreiðrið geti verið um 100 metrar. Hellirinn er vandfundinn. Tekinn var punktur á hann til öryggis.
Þegar út var komið blasti við stjörnubjartur himininn, norðurljós og sindrandi máninn yfir Helgafelli. Blankalogn. Fegurra getur það varla orðið.

Hreiðrið

Jarðmyndanir í Hreiðrinu.

Ölfusvatn

Við Ölfusvatn er letursteinn með áletruninni VES + 1736.
Steinninn, sem er friðlýstur, er kominn Olfusvatn-3undir gras, en í Fornleifaskrá 1977 segir m.a. um hann: „Jarðfastur grágrýtsisteinn með áletruninni VES + 1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi,“ segir í örnefnalýsingu. Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa. Steinninn var friðlýstur 1927. Hann er a.m.k. 60×50 cm, heldur ávalur og er áletrunin ofaná honum, á eystri helmingi, er steinninn snýr uppí brekkuna, A-V og snýr áletrunin í norður.“
olfusvatn-5Á skilti við tóftir bæjarins Ölfusvatns stendur m.a.: „Ölfusvatn hefur verið í eyði frá 1947. Bæjarins er getið í fornum heimildum og því má ætla að hér hafi verið búið óslitið allt frá því á landnámsöld. Bæjarstæði Ölfusvatns er einstakur minjastaður og óskaddaður að mestu leyti. Bærinn fór í eyðu áður en byrjað var að beita stórvirkum vinnuvélum við sléttun túna og byggingar. Á Ölfusvatni er því óskemmdur bæjarhóll – upphlaðnar leifar af bæjarhúsum síðustu 1000 ára og útihúsatóftir og garðleifar sem gefa hugmynd um forna búskaparhætt. Bæjarstæðpið eða bæjarhóllinn er mjög greinlegur og má enn greina í honum herbergja- og húsaskipan síðasta bæjarins. Enn fremur sjást leifar nokkurra útihúsa í túninu. Uppbyggð heimreið liggur heim að bænum en framan eða austan við hann voru kálgarðar.
Ölfusvatn var stórbýli á miðöldum og þar var komin sóknarkirkja um 1200. Ölfusvatnskirkja átti hálfa jörðina og Sandey í Þingvallavatni. Hún stóð fram undir 1600 en eftir það lagðist sóknin til Úlfljótsvatnskirkju. Í byrjun 18. aldar sáust enn merki kirkjugarðs og leiða. Í brekkurótum í túninu vestan við bæjarstæðið er steinn sem var friðlýstur af þjóðminjaverði 1927. Á honum er krossmark, áletrunin VES og ártalið 1736. Ekki er ljóst fyrir hvað áletrunin stendur, hugsanlega er hún fangamark einhvers.“
Yfir 80 letursteinar eru þekktir á Reykjanesskaganum.

Heimild:
-Fornleifaskrá 1997.
-Örnefnalýsing fyrir Ölfusvatn.
-Skilti við Ölfusvatn.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Hreindýr

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum Hreindýrveiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880—1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Islands II, bls. 457—58).
Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfín. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum. Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.
Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og f jöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur Guðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra. Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.
Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.
HreindýrDr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.
Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfföllum. I september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
HreindýrGuðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna. Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var.
HreindýrÞætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það. Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum.
Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum.
HreindýrEigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar. — Þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurf jöllin á Reykjanesskaga virðast ágætlega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grennd, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum.
HreindýrNú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum. — Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr. Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.02.1932.

Eldvörp
Enn og aftur var gerð leit að Hamrabóndahelli nálægt Eldvörpum. Samkvæmt lýsingu Helga Gamalíassonar frá Stað, sem nú er um sjötugt og sá hellinn er hann var á fermingaraldri er hann var á ferð með föður sínum og bróður á leið upp frá Húsatóttum að Þórðarfelli, á hellirinn að vera á sléttu hraunssvæði norðan við Sundvörðuhraun skammt austan við Eldvörp. Leitað var gaumgæfulega á svæðinu á meðan birtu naut, en allt kom fyrir ekki. (Sjá ófundið).

Eldvörp

Eldvörp.

Næst þegar farið verður á svæðið verður leiðin, sem farin var á sínum tíma, gengin í fylgd Helga. Þá verður gengið frá Sundvörðuhrauni á móts við Sundvörðuna og slóðanum fylgt að hraunkantinum þar sem hann endar utan í Sandfellshæð. Gamli slóðinn sést ágætlega í hrauninu þrátt fyrir tilkomu nýja vegarins út í Eldvörp. Vitað er að hellirinn er í lægð skammt frá slóðanum og á opið að snúa á mót suðri. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Hlaðið er fyrir það og er dyragatið reglulegt. Hellirinn var notaður af bóndanum á Hömrum er hann skyrraðist við hreppstjórann á Húsatóttum er meinaði honum fjörubeit. Hamrabóndi fór þá með sauði sína inn á hraunið og fóðraði þá þar um veturinn. Alls ekki er útilokað að nýi Eldvarparvegurinn hafi verið lagður yfir hellisopið – annað eins hefur gerst í vegagerð hér á landi.
Frábært veður þrátt fyrir takmarkaðan árangur. Hafa ber þó í huga að „mottó“ FERLIRs er að „læra meira og meira, meira í dag en í gær“.

Árnastígur

Árnastígur.

Reykjanesviti

„Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síðan ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúkamöl, 1—200 m. frá sjó. —
Sjólaugin

Þar hefir myndast mjótt lón bak við malarkambinn, er hækkar í við flæði. í og við norðurenda þess koma uppspretturnar fram. Streymir volgur sjór þar í lónið og verður laugin þar 17—20° (C.) heit. Sunnar í lóninu er sjórinn mun kaldari, og í syðsta hluta þess, eigi heitari en sjórinn við ströndina (ca. 10°). — Árið 1928 sprengdi Ólafur Sveinsson vitavörður op á hraunið norðanvert við lónið, og kom þar niður á volgar uppsprettur; gjörði hann þar þró í hrauninu, sem má synda í um flæði og hálffallinn sjó, og þakti yfir, svo þar er komið baðhús, sem nota má, hvernig sem viðrar.
Í október síðastl. haust mældi eg hitann, bæði í laugarhúsinu og aðaluppsprettunni í norðurenda lónsins. Er fyrsta mælingin gerð, þegar aðfall var að byrja. Í laugarhúsinu var um 28°C.
StaðsetninginÞegar kl. var 4, var svo hátt orðið í lóninu, að eigi varð komist að aðaluppsprettunni til að mæla hitann. 1 dálitlu keri, ofanvert við grjótgarðinri, austanvert við lónið, var hitinn kl. 41/2 21° (C), og í uppsprettu undan grjótstíg frá túnjaðrinum fram á grjótgarðinn, 25°. Lofthitinn inni í laugarhúsinu var 17°, en lofthitinn úti 5—6°. Því miður var selta sjávarins í uppsprettunum ekki mæld, en eg tel líklegt, að hún sé hin sama og í sjónum við ströndina.
Við aðfallið kemur sjórinn með allstríðum straumi úr uppsprettunum, og er vatnsmagnið talsvert mikið. Sjórinn er tær og hreinn í uppsprettunum. Stöku sinnum hefi eg þó séð marflær í sjónum í laugarhúsinu; þær voru dauðar, en heilar og óskaddaðar, eins og þær væru nýdauðar, og hefðu látið lífið á leiðinni í gegnum hraunið. Af hraðstreymi sjávarins úr uppsprettunum um aðfallið, virðist mega ráða, að sjórinn hafi greiða rás í gegnum hraunið. Á þeirri leið hitnar hann allt að því um 20 stig.

Reykjanesviti

Sjór sá, sem fyrst kemur inn um aðfallið, er lítið eitt hlýrri en síðar á aðfallinu. Stafar það líklega af því, að sjórinn sem kemur með fyrsta rennslinu, hafi staðið lengur í hrauninu, þar sem hitastöðvarnar eru. Skammt frá laugarhúsinu er ylur í sprungum í hrauninu, vottar fyrir gufum niðri í sprungunum. Sýndi hitamælir þar 20 stig. Annaðhvort mun sjórinn fá innrásfrá ströndinni um sprungur, eða um rásir milli hraunlaga.
Geysir á Reykjanesi, sem er 13—1400 m. spöl frá sjó, hefir undanfarin ár gosið sjóðheitu saltvatni*, sem var eins salt eða saltara en sjórinn við ströndina. Orsökin til þess er án efa sú að sjónum hafi verið opin leið neðanjarðar gegnum hraunin, frá ströndinni, inn að hverastöðvunum.
Á Reykjanesi er jarðhitasvæðið minnst 3—4 ferkílómetrar. Víða á þessu svæði, í nánd við hverina, þar sem eigi sést gufa úr jörðu, og jörðin er þakin gróðri, er svo grunnt á hitanum, að eigi þarf að stinga nema 1—2 skóflustungur niður til að ná 80-90° hita. Væri nóg rennandi vatn hér nærri, sem leiða mætti um jarðhitasvæðið, myndi mega hita hér vatn, er nægja myndi stórri borg til híbýlahitunar. En hér í nánd er engin lækjarsitra. Öll úrkoma hripar niður í gegnum hraunin og hraunsprungurnar, og kemur hvergi fram aftur á yfirborði sem ferskt, rennandi vatn. —
Aðstreymi vatns neðanjarðar virðist aðeins mögulegt úr sjónum, og þess gætir aðeins í GeyReykjanesvitisir og í leirhver þar rétt hjá, sem myndaðist 1919, og heldur hefir eflst síðan Geysir hætti að gjósa. Allir aðrir hverir þar í nánd, eru gufuhverir. Er Gunnuhver mestur þessara gufuhvera. Þeytir hann gufustrókum með miklu afli í loft upp, og heyrist gnauð og dunur í blástursholinu eða gufurásinni neðanjarðar. Væri hægt að leiða vatn í hver þennan, myndi hann að öllum líkindum breytast í voldugan goshver.
Sjólaugin á Reykjanesi virðist ágætur stofn að baðstað. Væri volga sjónum safnað í steyptar þrær, og þakið yfir þær, mætti nota þessi böð, hvernig sem viðraði. Þá mundi og læknum erlendis takast að nota sér hveragufurnar og heita hveraleirinn á þessu jarðhitasvæði til lækninga á ýmsan hátt, og takast að laða þangað sjúklinga víða að. Þegar sólar nýtur, eru þarna líka hentugir staðir til sólbaða í gjám og kvosum í hraununum. — Gígarnir og gosmyndanirnar þarna umhverfis eru margskonar og sérkennilegar, og mundi mörgum útlendingum, er þar dveldu, þykja þar margt nýstárlegt að sjá, enda þótt staðurinn sé afskekktur og eyðimörk umhverfis að kalla má.“

4./5. 1931.
G. G. B.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.05.1931.

Reykjanes

Sundlaugin á Reykjanesi.

Herdísarvíkurfjara

„Herdísarvíkurhraun eru mikil og ná ofan frá fjalli allt niður að sjó, og er rétt að deila þeim nokkuð. Herdísarvíkurhraunið eldra er klapparhraun og er fornt mjög. Herdísarvíkurhraunið yngra er það hraun, sem runnið hefur fram vestan Lyngskjaldar, og Herdísarvíkurbruni, sem liggur austan bæjarins og hefur runnið ofan um Mosaskarð í sjó fram.“

Herdísarvík

Framangreint kemur fram í örnefnalýsingu sem hér verður stuðst við.
Gengið var niður með vestanverðum bæjarleifum Herdísarvíkur og áfram til suðurs vestan Brunna. Ætlunin var að ganga niður að Hádegisvörðu, um Alnboga og Háaberg að Herdísarvíkurseli.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Herdísarvík segir m.a. um svæðið suður og vestur af bænum:
„Haldið er nú vestur ofan túngarða, þar er Kátsgjóta, út frá Jöfurshliði. Upp frá Bæjarhliðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.

Hádegisvarða

Upp frá vesturtúngarði er í hrauninu Hvolpatjörnin. Sjávarkampurinn forni er þarna í hrauninu, því vestur frá túninu má sjá mikið af lábörðum steinum, eins og í Urðinni, og áfram liggur kampur þessi austur um Gerðin. Vestan túngarðins var Nýigarður, maturtagarður. En úr Skarðinu lá Brunnastígur, og þar suður af eru tjarnir, sem nefnast Brunnar. Milli tjarnanna voru stiklur nefndar Steinbogi.  Þar vestur af er hrauntangi kallaður Langitangi.
Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtagarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgararðar. Þarna á klöppunum er Sundvarða vestari, sem einnig er kölluð Hádegisvarða. Nú taka við gjögur mikil og klappir, en ofan við eru Flatirnar allt út á Alboga, þar um liggja fjárgötur. Á Alboga beygir ströndin til Háabergs.

Hnyðja

Ofanvert við það er djúp gjóta, Háabergsgjóta. Eftir berginu eru Háabergsflatir allt vestur í Seljabót. Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er staður þessi nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar, og þarna rétt hjá er hellir, Seljabótarhellir. Þá er þess að geta, að í máldaga Strandarkirkju má finna nafnið Selstaður, og hygg ég þar sé átt við þennan stað.
Norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar; Langhóll fremri og Langhóll efri. Þá er Hvíthóll upp af Háabergi. Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp frá Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar. Milli Kolhrauns og Seljabótarbruna, en yfir suðurenda þess, liggur landamerkjalínan.
Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni. Þá eru Ingimundarhæðir ofanvert við Selhól og þá Hrísbrekkur þar enn ofar og skiptast í Litlu-Hrísbrekku og Stóru-Hrísbrekku.

Varða

Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“ 

Varða er við fyrrnefnda Háabergsgjótu. Einnig voru fleiri vörður á leiðinni ofan við Háabergið, einkum um Gjögrin. Í fyrstu mátti ætla, vegna stopulleika, að þarna væru hlaðin kennileiti fyrir rekastaði eða jafnvel greni/refagildrur, en svarið felst í annarri örnefnalýsingu þar sem m.a. er getið um selstíg á þessum slóðum: „Áður er frá því skýrt, að leiðin til selja lá eftir Gjögrunum og um Háaberg. En einnig lá Seljavegur beint frá Seljabót í Brunna.“
Þessi leið milli bæjar og sels Seljabóthefur verið mjög greiðfær, auk þess sem ferðin hefur þá gjarnan verið notuð til að athuga með nýlegan reka, sem gnægð er af á köflum. Hér eftir, til aðgreiningar frá efri selstígnum, verður þessi leið nefnd Neðri-Selstígur. Ætlunin er að ganga hinar Herdísarvíkurgöturnar fljótlega, þ.e. Herdísarvíkurgötu frá Geitahlíð svo og efri-selstíginn að selinu og Seljaveginn um Gamlaveg til baka að upphafsstað. 

Í annarri örnefnalýsingu GS um þetta svæði segir:
„Rétt sunnan við Brunna eru fjárborgirnar tvær, nefnast Borgin efri og Borgin neðri. Kartöflugarðar voru í Borgunum og nefndust Borgagarðar. Á klöppum rétt utar var svo varða, eyktamark, Hádegisvarða, einnig nefnd Sundvarða. Þá var rétt tekin stefna í Vörina, þegar skutur skips sneri í vörðu þessa, en stafn í Sundvörðuna á kampinum upp af Vörinni.
TófusporVið Herdísarvík voru berar klappir allt innan frá Brunnrásinni út á Alboga. Gjögur var strandlengjan kölluð. Út af Alboga var klettur í fjörunni, er nefndist Svartbaksklettur. Ofan Gjögranna var nafnlaust sandflæmi allt út á Alboga, en ofan við sandinn tóku við Flatirnar, og eftir þeim lágu fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg. Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar.  Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.
Upp frá Háabergi eru Háabergsflatir. Hér ofar á hrauninu er Hvíthóll. Áður er frá því skýrt, að leiðin til selja lá eftir Gjögrunum og um Háaberg. En einnig lá Seljavegur beint frá Seljabót í Brunna. Þegar austur var haldið úr Seljabót, var á vinstri hönd Selhóll, en hrauntunga lá niður undir hann og nefnist Selhólsbruni. Á brunanum voru svo Ingimundarhæðir og þar upp af Hrísbrekkur, Litla-Hrísbrekka og Stóra-Hrísbrekka. Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif.
Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir.Herdísarvíkursel Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn. Niður frá Geitafellsendanum eystri lá stígur milli Krísuvíkurhrauns eða Krísuvíkurbruna og Herdísarvíkurbruna, neðan brunans austur í Brunna. Þótti hann betri en að fara um Háaklif. Neðrileið var hún nefnd.“
Fyrrnefndar fjárborgir eru nú uppgrónar þótt enn megi sjá móta fyrir svonefndum Borgargörðum.

Á leiðinni bar fjölmargt fyrir augu, s.s. margslungnar hnyðjur, sæbarin björgin og ýmsar grjótmyndanir. Mávager setti svip sinn á bjargsýnina og refur reyndi að komast undan á flótta ofan við Seljabót. Þegar staðið var á bjargbrúninni austan víkurinnar neðan Seljabótar mátti vera augljóst að hún heitir því nafni, enda bótanefnan jafnan notað fyrir víkur og smávoga.
Frábært veður. Gangan, sem var 9.3 km, tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing I GS fyrir Herdísarvík.
-Örnefnalýsing II GS fyrir Herdísarvík

Mávager

Garðar

„Í Görðum hefur verið kirkja frá fornu fari. Í kaþólskum sið var þar Péturskirkja, helguð Pétri postula. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. (ísl. fornbréfasafn 12, 1923-32:9). Á fyrri öldum var Garðakirkja allvel efnuð að jarðeignum og lausum aurum. Garðaprestar höfðu umráð yfir eignum kirkjunnar og fengu af þeim allar tekjur. Í staðinn áttu þeir að halda við kirkjunni og byggja hana upp þegar þurfa þótti.
Gardakirkja-teikningSagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og
Garðastaður. Gráskinna hin meiri 1, 1983:257.
Í Garða- og Bessastaðamáldaga frá 1397 er tilgreint að Garðakirkja eigi heimaland allt, Hausastaði, Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Hraunsholt, Hjallaland og afrétt í Múlatúni. (ísl. fornbréfasafn 4, 1897:107-8). Árið 1558 eignaðist Garðakirkja Vífilsstaði er áður höfðu talist til reita Viðeyjarklausturs, í skiptum fyrir jörðina Hlið sem lögð var til Bessastaða. (ísl. fornbréfasafn 1.3, 1933-39:317-18). Jafnframt átti Garðakirkja rekaítök á fjörum austan Grindavíkur, frá Rangagjögri og í Leitukvennabás að fjörum Kálfatjarnarmanna (sbr. ísl. fornbréfasafn 2, 1883:361-62 og 4, 1897:8).
Árið 1914 var Garðakirkja aflögð og Garðasókn sameinuð Hafnarfjarðarsókn. Nokkru síðar, árið 1928, var prestsetrið flutt til Hafnarfjarðar. Síðasta guðsþjónustan í Garðakirkju var haldin 15. nóvember 1914 og skömmu síðar fékk hin nýreista Hafnarfjarðarkirkja kirkjugripi Garðakirkju til varðveislu og eignar (Ásgeir Guðmundsson 2, 1983: 386-87).
Garðasókn var upptekin að nýju 1960 en Garðagrestakall fáum árum síðar — eða árið1966. Í dag eiga Garðbæingar sókn til Garðakirkju, en undir Garðaprestakall heyra, auk Garðakirkju, kirkjurnar á Bessastöðum og Kálfatjörn, en Kálfatjarnarsókn var upphaflega lögð til Garða 1907.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 21. des. 1992, bls. 39-40.
Garðakirkja