Hafnarfjörður

Í Alþýðublaðinu árið 1935 er m.a. fjallað um “Stækkun Hafnarfjarðar – Heimild handa ríkisstjórninni til að fakat lönd í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi eignarnámi:

emil jonsson“Emil Jónsson flytur frumvarp um eignarnámsheimild handa ríkisstjórninni til að taka nokkur lönd í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Segir svo m. a. í frumvarpinu: Ríkisstjórninni er heimilt, að taka eignarnámi: Alt óræktað land Jófríðarstaða í Hafnarfirði. Afnotarétt af öllu óræktuðu landi jarðarinnar Ás í Garðahreppi. Þann hlutann af óræktuðu landi jarðarinnar Hvaleyri í Hafnarfirði, sem ekki er þegar eign Hafnarfjarðarkaupstaðar. Eignar- og afnotarétt þess landsvæðis í Garðahreppi, sem takmarkast þannig: Að norðvestan af beinni línu úr Arnarnesi í Hnoðraholt (hreppsmörk Garðahrepps), að suðaustan af beinni línu úr Hnoðraholti í Miðaftanshól (í landamerkjum Hafnarfjarðarkaupstaðar), að sunnan af bæjarlandi Hafnafjarðarkaupstaðar, og að vestan af beinni línu úr suðvesturhorni Arnarnesvogs yfir vesturhorn Engidals, þó að undanskildum að minsta kosti 20 ha. af ræktuðu eða ræktanlegu landi fyrir hvert býli, sem nú er í ábúð á þessu svæði. Jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi.

Krýsuvík

Horft yfir Krýsuvík um 1962 (HH).

Þegar eignarnámið hefír farið fram, skal ríkisstjórnin selja Hafnarfjarðarkaupstað þessi lönd jafnóðum, enda greiði kaupstaðurinn allan kostnað við eignarnámið, bæði til einstakra manna fyrir rétt þeirra til landsins og mannvirkja á því, og einnig til hreppsfélaga fyrir þá tekjurýrnun, er þeir kunna að verða fyrir vegna eignarnámsins. Skaðabætur þessar skulu metnar af gerðardómi þriggja manna. Búnaðarmálastjóri skal vera einn þeirra, annar skipaður af hæstafétti og sé þriðji af atvinnumálaráðherra.
Lönd þau, sem Hafnarfjarðar frumvörp, er öll fóru í mjög svipaða átt og þetta og miðuðu að því að bæta úr brýnni og aðkallandi þörf Hafnarfjarðarkaupstaðar á ræktanlegu landi. Um ástæður fyrir þessu frumvarpi má því í aðalatriðum vísa til greinargerða þeirra, er fylgdu þeim frv. Ástæður hafa í engu verulegu breyzt síðan.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Áhugi fyrir aukinni ræktun er mikill og almennur í Hafnarfirði, en landið er lítið nærtækt, nema hraun, sem er óræktanlegt með öllu. Jófríðarstaðir, Ás og Hvaleyri eru þær jarðir, sem næst liggja bænum að sunnanverðu, og fylgir þeim öllum allmikið óræktað land, sem vel mætti takast að rækta, og; mundi að öllum líkindum þegar hafa verið ræktað, ef Hafnfirðingar hefðu átt þess nokkurn kost. Land þetta er aftur á móti lítið notað af eigendum eða ábúendum þessara jarða, og má því segja, að þeir missi ekki í mikils, þó að það væri af þeim tekið.
Um landsvæðið í Garðahreppi er það að segja, að afnotaréttinn að nokkrum hluta þess hefir Hafnarfjarðarbær átt kost á að kaupa, en málið hefir strandað á því, að menn í Hafnarfirði hafa ekki viljað taka þar smábletti upp á þau býti að verða fyrir það útsvarsskyldir í Garðahreppi. Hefir því nú verið tekið upp í frv. ákvæði um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar, sem nemur því landi, er þarna getur komið til greina. Um þetta atriði hefir verið reynt að ná samkomulagi við Garðahrepp, en árangurslaust. En það er nýmæli í þessu frv. að Krýsuvík í Grindavíkurhreppi og Stóri Nýibær verði tekinn með. Er það gert með tilliti til þess, að þar eru einu jarðhitasvæðin í nágrenni Hafnarfjarðar. Hafa kaupstaðarbúar mikinn hug á að tryggja sér þau og notafæra á ýmsa lund síðar. Jarðir þessar eru nú lausar úr ábúð og í eyði, svo tíminn yrði aldrei betur valinn enn einmitt nú.”

Heimild:
-Alþýðublaðið, 14. mars 1935, bls. 1 og 4.
-althingi.is.

Krýsuvík

Krýsuvík.