Krýsuvík

Í Alþýðublaðinu árin 1957 og 1963 er umfjöllun um Vinnuskólann í Krýsuvík. Fyrrnefnda greinin bar yfirskriftina „Sumardvöl í Vinnuskólanum í Krýsuvík„:
krys-vinnuskioli-22„Vegna sívaxandi fólksfjölda í stærstu kaupstöðum landsins og stöðugt fækkandi fólks í sveitunum, verður æ erfiðara, með hverju ári sem líður, að ráða bót á hinu sígilda vandamáli, að koma kaupstaðarbörnum í sumardvöl, lengri eða skemmri tíma. Börnunum er nauðsyn, að komast úr göturykinu, í ferskt og heilnæmt loft, hafa eitthvað fyrir stafni og helzt að kynnast hinum fjölbreyttu sveitastörfum er þess er nokkur kostur.
Til þess að ráða bót á fyrrgreindu vandamáli hefur Hafnarfjarðarbær rekið vinnuskóla fyrir drengi, suður í Krýsuvík. Dvelja drengirnir þar sumarlangt, undir stjórn kennara. Vinna þeir þar ýmiss konar störf, sem til falla á Krýsuvíkurbúinu og í gróðurhúsum bæjarins, en Hafnarfjarðarbær rekur, eins og kunnugt er, myndarlegt fjárbú (4-5 hundruð fjár) í Krýsuvík og allnokkra gróðurhúsarækt.
Vinnuskólinn í Krýsuvík á miklum vinsældum að fagna meðal Hafnfirðinga, enda bætir hann úr brýnni þörf og er hið mesta þjóðþrifafyrirtæki. Þetta ný verkefni og fleiri og Hafnarfjarðarbær greiðir allan kostnað. Hann er nú orðinn þriðji stærsti kaupstaður landsins (íbúar um 6300).
Dvelja drengirnir í Krýsuvík, foreldrum algerlega að kostnaðarlausu. Ekkert bæjarfélag kosta sumardvöl barna, í jafn stórum stíl og Hafnarfjarðarbær.
Vinnuskólinn í Krýsuvík tók til starfa fyrstu dagana í júní og starfaði í sex vikur eða til 20. ágúst. Höfðu þá milli 60—70 drengir, á aldrinum 9—13 ára notið þar sumardvalar í lengri eða skemmri tíma, flestir allan tímann eða um 40. Alls bárust um 80 beiðnir, og reyndist því miður ekki hægt að sinna þeim öllum, að þessu sinni. Getur farið svo, að nauðsynlegt verði að taka upp breytt fyrirkomulag næsta sumar þannig, að skipta verði algerlega um drengi, að hálfnuðu sumri, en það hefur ekki þurft hingað til. Í Krýsuvík er aðeins rúm fyrir 50 drengi í einu.
Drengirnir kynntust ýmisskonar sveitastörfum, eins og áður getur, svo sem heyskap, skurðgreftri, grjóttínslu, gróðurhúsarækt, smölun, rúningu og réttum og fleiru. Veður var gott og fagurt nær allan tímann og undu drengirnir hið bezta. Urðu nær engin skipti, og þess vegna erfiðara að sinna hinum fjölmörgu beiðnum.
Hafnarfjarðarbær bauð öllum drengjunum, sem dvöldu í Krýsuvík í sumar í ferðalag austur um sveitir, og var komið heim um Þingvöll. Komu dreng irnir, sólforenndir, glaðir og hressir, eftir sex vikna útivist að Barnaskólanum, um hádegi s.l. þriðjudag. Þeir létu vel yfir dvöl sinni í Krýsuvík í sumar og þótti voða gaman í ferðalaginu.
Yfirumsjón með vinnuskólanum, að þessu sinni, hafði Kári Arnórsson, kennari í Flensborg og Helgi Jónasson, kennari, var honum til aðstoðar. í eldhúsi störfuðu þrjár konur, Guðrún Bjarnadóttir, frú Ingibjörg Áskelsdóttir og frú Erla Sigurjónsdóttir. Allt þetta fólk á skilið miklar þakkir fyrir vel unnin störf.“
Og síðarnefnda greinin árið 1963: „Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar rekur á vegum Hafnarfjarðarbæjar vinnuskóla í Krýsuvík og hefur gert það um 12 ára skeið. Alþýðublaðið skrapp upp í Krýsuvík í gær og heimsótti þar 55 drengi, sem eru þar á vinnuskólanum.
Vinnuskólinn í Krýsuvík byrjaði að þessu sinni hinn 18. júní síðastliðinn, en það er nokkru seinna en venja hefur verið. Ýmsar framkvæmdir og lagfæringar á staðnum ollu þessari töf. Í sumar munu dveljast þarna tveir hópar drengja, hvor hóp ur í 25 daga. í fyrri hópnum, sem fór í vínnuskólann hinn 18. júní voru 55 röskir drengir á aldrinum 9 til 12 ára. Nú er þeirra tími á skólanum að verða útrunninn og fer þá annar álíka stór hópur upp í Krýsuvík til vinnu og leikja.
Forstöðumaður vinnuskólans í Krýsuvík í sumar er Rúnar Brynjólfsson kennari og skátaforingi, en undanfarin fjögur ár hefur Haukur Helgason, skólastjóri , annast forstöðu skólans.
krys-vinnuskoli-25Rúnar var starfsmaður skólans í fyrrasumar og kynntist þá háttum og starfsreglum hans, og taldi hann það hafa orðið sér til ómetanlegs gagns. Sævar Örn Jónsson heitir aðstoðarmaður Rúnars og skipuleggja þeir hvern dag og annast stjórn á drengjunum við hin daglegu störf. Sigurrós Skarphéðinsdóttir, kennari, er ráðskona skólans og hefur þrjár stúlkur sér til aðstoðar.
Verkefni drengjanna eru hin margvíslegustu svo sem garða — og gróðurhúsavinna, trjárækt, vegavinna, ýmis fegrun og snyrting á umhverfinu ög margt fleira, auk þess sem þéir hirða herbergi sín sjálfir, hjálpa til í eldhúsi og aðstoða við fleiri innanhússstörf. Vinnuskólinn hefur gróðursett yfir 100 þúsund trjáplöntur í Undirhlíðum undanfarin ár.
Drengjunum er skipt í 10 flokka og er einn þeirra flokksstjóri fyrir hverjum flokki. — Svo er verkefnum skipt á milli flokkanna. Vinnutíminn er um 4 klukkustundir á dag, og sagði Rúnar að drengirnir ynnu yfirleitt vel þennan tíma, meðan þeir voru að verki.
krys-vinnuskoli-27Og kaup hafa drengirnir fyrir vinnu sína. Við, hin fullorðnu, myndum sennilega ekki vera ánægð með það fyrir okkur, en drengirnir eru ánægðir með sín“ daglaun, sem eru allt frá tveimur krónum og upp í 4.50 krónur. Upphæð launa fer ekki eftir aldri, heldur dugnaði. Herbergin, sem drengirnir búa í eru fimm og er keppni milli herbergjanna, hvaða herbergi líti bezt út. Á hverju kvöldi ganga Rúnar og Sævar um herbergin og gefa fyrir, hvernig gengið hefur verið um það um daginn. Hæst eru gefin 10 stig. Þegar herbergið hefur náð samtals 100 stigum þær það verðlaunaskjal úr skinni, sem hengt er upp á einn vegginn í herberginu.
krys-vinnuskoli-26Seinasta kvöldið, sem hver hópur dvelst á skólanum, er athugað, hvaða herbergi hafi hlotið flest stig fyrir umgengnina allan tímann. Það herbergið, sem hlýtur hæstu stigatölu fær stóra og myndarlega rjómatertu í verðlaun og skipta íbúar herbergisins henni milli sin. í gærkveldi, þegar úrslit voru birt í herbergjakeppninni, vildi svo til, að öll herbergin voru jöfn að stigum Þetta þýddi hvorki meira né minna en það, að fimm glæsilegar rjómatertur voru veittar í verðlaun og 55 drengir ljómandi af ánægju tóku hraustlega til matar síns.
Þegar hver hópur kveðuf vinnuskólann í Krýsuvík er skólanum slitið við hátíðlega athöfn og hver drengur fær í hendur einkunnabók frá skólanum, þar sem gefin er umsögn um vinnu, reglusemi, hreinlæti drengsins og framkomu hans við félaga sína. Í einkunnum eru fjórir möguleikar, prýðilegt, ágætt, gott og sæmilegt.
Einhver spyr kannski: Til hvers er þessi vinnuskóli? — Svarið við þessu er skráð aftan á einkunnarbækur vinmiskólans í Krýsuvík en þar stendur: „Vinnuskólinn vill leitast við að efla þroska nkrys-vinnuskoli-28emenda sinna bæði í leik og starfi, kenna þeim gildi vinnunnar, vísa þeim leið til sjálfsbjargar og um leið efla félagsþroska þeirra“.
Að lokum skulum við athuga hvernig hver dagur er í stórum dráttum skipulagður í vinnuskólanum í Krýsuvík. Fótaferð hefst klukkan 8 að morgni og morgunverður er snæddur klukkan 9. Klukkan 9.15 er fáninn dreginn að húni og síðan er unnið til hádegis. Þá er matur og hvíld. Klukkan 13.30 er aftur tekið til við vinnuna og unnið til klukkan 15. Svo er „kaffi“ klukkan 15.30 og síðan leikir, íþróttir, gönguferðir og fleira. Kvöldverður er klukkan 19. Eftir kvöldmat er fáninn dreginn niður. Annað hvert kvöld er kvikmyndasýning, en hitt kvöld ið fara fram margskonar íþróttir og keppnir. Klukkan 21.30 fá drengirnir „kvöldkaffið“ sitt.
Háttatími er klukkan 22. Þá er gengið í öll herbergin, umsjónarmennirnir fara með faðir vorið með drengjunum og bjóða góða nótt.
Drengirnir hverfa inn í draumalöndin, en framundan bíður þeirra heillandi og skemmtilegur dagur.“
Sjá meira um Vinnuskólann HÉR.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 13. ágúst 1957, bls. 4.
-Alþýðublaðið 13. júlí 1962, bls. 5.

Krýsuvík

Krýsuvík – sundlaugin.

Elding

Lofteldar
„Nú gekk skipshöfnin heim að Auðnum, og voru allir í skinnklæðum sínum. Á Auðnum var þá timburhús, en skammt frá því var gamli bærinn og var timburhúsið tengt við hann með skúr, svo að innangengt var á milli.
Hofdi og AudnarSkipverjar Jóhannesar röðuðu sér nú undir norðurgafl timburhússins og hugðust standa þar af sér élið. En Jóhannes ætlaði að ganga inn og var kominn rétt austur fyrir húshornið. Í sama bili laust eldingu niður í húsið og féllu þá allir mennirnir níu til jarðar, „eins og þeir hefði verið skotnir“, og vissu ekki af sér um hríð.
Skjótt var brugðið við að koma mönnunum til hjálpar. Þá var líkt og reykjarsvæla í kringum húsið og bæinn og lagði af henni vondan þef. Líktu sumir því við þann þef, sem kemur af blautu púðri, þegar kveikt er í því, en aðrir líktu því við brunaþef af óhreinsuðum brennisteini. Menn, sem staðið höfðu skammt frá, þegar eldingin reið yfir, sögðu svo frá, að timburhúsið hefði á sömu stundu hulizt reyk, og var engu líkara en að sá reykur hefði komið upp úr jörðinni.
Jóhann Árnason hafði staðið fyrir miðjum gafli hússins, og um leið og hann féll, féllu þeir ofan á hann Jón frá Rauðará og Stefán Þorleifsson. Þegar að var komið, voru þeir báðir örendir Jón og Stefán. Höfðu þeir fengið mikil brunasár og var Stefán þó verr út leikinn. Var hann og nakinn að mestu, því að skinnföt og önnur klæði höfðu tætzt utan af honum. En Jóhann sakaði hvergi og föt hans voru með öllu óskemmd. Hresstist hann fljótt. Aðra tvo menn sakaði ekki heldur, Vigfús í Grænuborg og þann, sem ekki er nafngreindur.
elding-321Þórður Jónsson frá Lambastöðum slapp einnig ómeiddur, en eldingin hafði klippt um lófastórt stykki úr skinnklæðum hans að framan, ytri fötum og nærfatnaði, svo að sá í bert hörundið, en hann var þó óbrunninn.
Af hinum, sem lifðu, var Jón Einarsson vinnumaður Jóhannesar Ólsens verst leikinn. Var hann gjörsamlega klæðflettur og nakinn að neðan, upp fyrir mjaðmir, og hafði fengið slæm brunasár.
Miklar skemmdir urðu á húsum á Auðnum. Virtist mönnum sem reiðarslagið hefði komið með mestum krafti á norðurgafl timburhússins. Tætti eldingin þar sundur hálfa þilsperruna og braut þilbitann um þvert, og var hann svartur í sárin eins og hann væri sviðinn. Einnig rifnaði allur gaflinn í miðju, frá burst að grunni, og þeytti ofviðrið sumum fjölunum úr honum 40—50 faðma. Rúður brotnuðu nær allar og margt gekk aflaga.
Einkennilegt þótti, að svo var að sjá sem eldingin hefði mestan usla gert þar sem eitthvað málmkyns var fyrir, eins og t.d. koparhúnar á hurðum. Ýmist sprungu hurðirnar sundur eða allur dyraumbúningur rifnaði með hurðunum. Ein hurðin var læst og kastaðist hún með lömum og læsingu inn í herbergið. Ógurleg stroka stóð í gegnum húsið og alla leið inn í baðstofu. Fannst fólki, sem þar var, sem það fengi högg á hendur eða fætur, andlit eða brjóst. Allt, sem lauslegt var í baðstofunni, sópaðist yfir í annan endann, og allar rúður í þeim enda þeyttust úr gluggum.
Einkennilegast var þó, hvernig eldingin fór með eirlituð skinnklæði. Þau tættust öll sundur, svo að varla var skæðisstærð eftir heil úr þeim. Eirlituð skinnbrók, sem hékk úti á gafli hússins, brann upp til agna. En ólituð skinnklæði, sem geymd voru hjá hinum, voru að mestu óskemmd.“

Elding á Brunnastöðum
Brunnastadir-321„Aðfaranótt 10. janúar 1937 laust eldingu niður í íbúðarhúsið á Brunnastöðum. Þetta var tveggja ára gamalt hús úr steinsteypu, tvær hæðir. Á efri hæð voru þrjú herbergi og eldhús, á neðri hæð tvö herbergi, geymsla og þvottahús. Þarna bjuggu þá hjónin Margrét og Guðjón Pétursson, dóttir þeirra og tengdasonur og fjögur börn þeirra á aldrinum 1—4 ára. Ungu hjónin voru ekki heima þessa nótt. Þess vegna svaf Margrét í svefnherbergi þeirra í suðurenda ásamt 3 börnunum, en Guðjón var með elzta barnið í herbergi í norðurenda hússins.
Um háttatíma var komið versta veður, ofsarok af suðaustri og herti er á leið nóttina. Um miðnætti byrjaði að ganga á með þrumum og eldingum. Og nokkru seinna laust eldingu niður í húsið. Hefir Guðjón skráð frásögn um þennan atburð og er hún á þessa leið:
— Þegar klukkan sló tvö, varð þvílíkur glampi í herbergi mínu, að ég get í sannleika ekki líkt honum við neitt, sem fyrir mín augu hefir borið áður. Gat ég ekki betur séð á því augnabliki, sem glampann bar fyrir, en að innveggir hússins og hús loguðu silfurbláum loga, og í næsta augnabliki skall svo sterkur gnýr yfir, að ég á naumast nógu sterk orð til að lýsa honum.
BrunnastadahverfiHugsa ég mér, að ef skotið hefði verið af hinu stórkostlegasta skotvopni inni í húsinu, þá gæti ég líkt þessum voðagný við það. Það var sem björg væri að klofna. Húsið lék á reiðiskjálfi, og virtist sem það væri að molast niður. Hann hljóp nú inn í suðurherbergið að vitja um konu sína og börnin. Þau hafði ekki sakað, en aðkoman var þó ömurleg. Ljósið hafði slokknað og stormurinn stóð inn um mölbrotinn gluggann. Börnin voru dauðskelkuð og vissu ekki, hver ósköp gengu á. Var nú farið með þau yfir í norðurherbergið, og voru hjónin þar yfir þeim það sem lifði nætur. Síðan segir Guðjón svo frá:
— Þegar birti af degi, var ömurlegt um að litast, gólfið flóandi í vatni og húsmunir ofan í því sundurtættir. í húsinu voru 22 rúður brotnar og enginn gluggi heill, nema sá í nyrðra svefnherberginu, hann hafði ekki sakað hið minnsta. Gluggatjöld í suðurherberginu voru í henglum og sviðin. Karmar í sumum gluggum höfðu tætzt í sundur. Innveggir voru sviðnir, loftlistar sprungnir frá, myndir á veggjum höfðu flestar fallið niður og skemmzt, allstórir brunablettir á gólfdúkum (linoleum) og þó sérstaklega í þeirri stofunni, þar sem enginn svaf.
Útvarpstæki, sem stóð elding-322á borði þar, hafði kastazt til og niður á gólf, og var stórskemmt; skápur, sem þar var, lá líka á hvolfi, 2 metra frá þeim stað, er hann stóð á. Einnig skemmdist það, sem í honum var. Að öðru leyti var allt á tætingi, hvað innan um annað. Legubekkur lá á hliðinni og stólar brotnir. Ennfremur blómsturpottar og diskar, er þeir stóðu á. Mold, vatni og spýtnabraki úr tættum gluggum ægði saman á gólfinu.
Í eldhúsinu leit þannig út, að rör höfðu henzt frá eldavélinni og upp á borð og brotnað, og allt flóði út í sóti og vatni. Á neðri hæð hússins hafði eldavél í þvottahúsinu kastazt til og brotnað og gluggakarmar tætzt í sundur. Svona leit húsið út að innan í aðaldráttum, eftir þessa voðalega eldingu.
Að utan hafði húsið líka orðið fyrir skemmdum. Veggir þar voru alsettir smáholum, og var engu líkara en skotið hefði verið á þá kúlu við kúlu.
Á þaki hússins höfðu nokkur spjöll orðið. Þakjárnsplötur höfðu beyglazt upp hér og þar, og voru naglar dregnir út. Ofan á reykháfi hússins var steypupípa, og var hún nú fallin niður. Molar úr henni fundust hér og þar umhverfis húsið og sumir alllangt frá því. Það, sem gefur ef til vill bezta hugmynd um ógnarkraft eldingarinnar, var það, hversu fór um þakrennu þá, sem var við nyrðri þakbrún hússins. Var ekki annað sjáanlegt en að hún hefði bráðnað niður. Lá sumt af henni við húsið í nokkrum járnklumpum, en sumt fannst í margra metra fjarlægð frá húsinu.
Í kringum húsið hafði eldingin einnig látið á sér kenna. Hún hafði brotið steypuvegg á útihúsi, kastað tíl og brotíð eldavél, sem þar var, og brotið stólpa í girðingu umhverfis húsið. Þetta er saga mín af þessum ógnaratburði. Ef til vill er hún þó ekki nema hálfsögð.“

Strönd og Vogar, Árni Óla, 1961, bls. 135-145.

Elding

Elding.

Geirfugl

FERLIRsfélagar voru á leið í Sandgerði og áttu stutt eftir ófarið þegar maður má segja hljóp í veg fyrir bíl þeirra. Maðurinn baðaði út öllum öngum og virtist hrópa: „Hann er ekki dauður. Hann er ekki dauður“. Allir önduðu léttar.

Geirfugl

Geirfuglinn í Sandgerðisfjöru.

Maðurinn benti áleiðis niður í fjöru. Stigið var út og maðurinn eltur. Þar staðnæmdist hann og benti á eitthvað sem virtist fugl. „Sjáið“, sagði hann og benti af enn meiri ákveðni. Myndavél var brugðið á loft og smellt af, en við það virtist fuglinn taka viðbragð og hvarf sjónum áhorfenda. Skv. síðustu rannsóknum eru fuglar taldir heyra 200 sinnum betur en menn. Mun það m.a. hjálpa þeim að rata langar leiðir. Eldey er hins vegar ekki svo langt frá Sandgerði.

„Nei“, það getur ekki verið, sagði hver ofan í annan. Síðasti geirfuglinn var drepinn í júní árið 1844 í Eldey. Síðan hefur hvorki sést slíkur fugl hér við land né annars staðar. Nema kannski sá uppstoppaði, sem keyptur var dýrum dómi (9.000 sterlingspund) til landsins frá Englandi árið 1971.
Geirfuglinn var um 75 cm á hæð á meðan hann var og lifði. Þessi var stór, a.m.k. 75 cm. Hann átti að vera frændi álkunnar. Þessi var mjög álkulegur á að líta.
Ákveðið var að koma við í Fræðasetrinu og bera málið undir Reyni Sveinsson, sem fylgist vel með öllu.

Reynir Sveinsson

Reynir Sveinsson.

Reynir sagðist aðspurður ekki alveg getað neitað því að hafa heyrt menn, sem höfðu það eftir öðrum, einkum upp á síðkastið, að þeir hefðu talið sig hafa séð geirfugl við Sandgerði, en sjálfur sagðist hann ekki hafa séð neinn slíkan. Nú myndi hann hins vegar gefa því mun betri gaum en áður því gaman væri að berja fuglinn augum ef hann væri þarna einhver staðar. Það væri þó ekki útilokað að einhver hefði tekið hann fyrir geirfugl því hann ætti tíðgengið um svæðið.
Og hver segir að eitthvað sé alveg útdautt þótt það hafi ekki sést um langan tíma. Ekki er alveg útilokað að einhver heppinn, sem á leið um fjörur Sandgerðis á næstunni berji eitthvað augum, sem ekki hefur sést alllangt.

Annars er hin opinbera saga geirfuglsins eftirfarandi:
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða hann í stórum stíl, en ekki er þó alveg ljóst hve stór stofninn var hér við land.

Geirfugl

Geirfugl – teikning.

Upp úr 1800 fór heldur betur að halla undan fæti hjá geirfuglinum sökum ofveiði. Aðallega voru það sjómenn sem veiddu hann á löngum veiðiferðum sínum á þessum slóðum enda var geirfuglinn stór og kjötmikill og auðveldur viðureignar enda ófleygur. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað.
Geirfuglinn var mjög stór fugl, rúmir 70 sentímetrar á lengd og langstærsti fuglinn í ættinni Alcae eða svartfuglaætt. Ýmsar aðrar tegundir í þessari ætt eru algengar hér á landi í fuglabjörgum allt í kringum landið eins og álka (Alca torda), langvía (Uria aalga), stuttnefja (Uria lomvia) og lundi (Fratercula arctica).
Ofveiði er sem fyrr segir meginástæða þess að geirfuglinn dó út en síðustu tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey þann 4. júní 1844 þegar þrír íslenskir sjómenn, Sigurður Ísleifsson, Ketill Ketilsson og Jón Brandsson, voru beðnir um að safna nokkrum eintökum fyrir danska náttúrugripasafnarann Carl Siemsen. Þeir Jón Brandsson og Sigurður Ísleifsson fundu fljótt sinn fuglinn hvor og drápu en Ketill kom til baka tómhentur enda voru þá síðustu tveir geirfuglarnir fallnir í valinn og þar með lokið sögu þessara mörgæsa norðurhafanna. Sorgarsagan um örlög geirfuglsins staðfestir það að stjórnlausar veiðar geta þurrkað út tegundir á mjög skömmum tíma.

En nú virðist ekki öll von úti ef marka má nýlegar sagnir úr Sandgerði.

Geirfugl

Geirfugl á Reykjanesi.

 

Þórshöfn

Gengið var að Hunangshellunni er tengist þjóðsögunni um finngálknið (Rauðskinna) og viðureign mannanna við það. Á hellunni, sem er orðin nokkuð gróin, er vörðubrot. Ekki langt frá því lá alllangt etinn fugl (ekki ólíklegt að það geti verið eftir finngálknið forðum).

Hafnarvegur

Hafnarvegur.

Hafnagötunni gömlu var fylgt spölkorn til norðurs, en stefnan síðan tekin óhikað til norðvesturs, yfir móana, framhjá nokkrum vörðum og að áberandi vörðu ofan Djúpavogs. Ef spara á langan útidúr er nauðsynlegt að taka mið af henni því annars þarf að krækja fyrir nefndan Djúpavog, sem er alllangur.

Hunangshella

Hunangshella.

Við Djúpavog eru tóftir, brunnur, gerði o.fl., líkt og út á Selshellunni skammt sunnar. Einnig er tóft efst á austurbakkanum á móts við miðjan voginn. Gengið var upp eftir voginum og gömlu götunni fylgt, Ósabotnagötunni (Kaupstaðaleiðinni). Stafnesselið hefur skv. heimildum verið sagt týnt, en FERLIR gekk samt sem áður hiklaust fram á það. Tóftirnar eru á grónu barði á efstu hæð, líkt og títt var um selstöður fyrrum.
Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).

Gamli-Kirkjuvogur

Manngerður hóll (dys?) við Gamla-Kirkjuvog.

Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Mörg dæmi eru um að leiðsögumenn hafi farið um þetta svæði og kynnt Djúpavogsminjarnar sem Gamla-Kirkjuvog. Um hefur verið að ræða útræði og ekki er með öllu útilokað að það hafi tengst gamla býlinu með einhverjum hætti.

 Ósar

Steinhjartað í Ósum.

Gengið var yfir að Þórsmörk, en Þórshöfn var verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld. Á leiðinni þangað var gengið fram á merkilegt náttúrfyrirbæri. Í einni klöppinni var rauðleit hola og var líkt og hún gréti. Fyrirbærið var nefnt steinhjarta. Vatnið í henni gæti verið allra meina bót. Við Þórshöfn er m.a. letrað á klappir, m.a. „HP“ (Hallgrímur Pétursson?). Þar fyrir utan kom timburflutningaskipið Jamestown upp áður fyrr, mannlaust, en fullhlaðið timbri. Segja má að flest merkilegri hús á Reykjanesskaganum og jafnvel víðar hafi verið byggð úr því timbri. (Sjá meira HÉR). Sum standa enn.

Kaupstaðagatan

Kaupstaðagatan norðan Ósa.

Gengið var yfir melholtin vestan Þórshafnar, framhjá Básendum og yfir að Stafnesi með viðkomu í Gálgum.
Rösk ganga með milliliðalausa sjávaranganinnöndun svo til alla leiðina. Gangan tók 3 klst og 2 mín. Frábært veður.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

 

Þórkötlusdys

Í aðalskipulagi Grindavíkur fyrir 2000-2020 má lesa eftirfarandi um fornleifar:

2.3.3. Friðlýstar minjar;
DysjarÍ Grindavík hafa átta staðir verið friðlýstir, en friðlýsing felur í sér kvöð á viðkomandi landareign. Eftirtaldar friðlýstar fornminjar eru allar merktar inn á aðalskipulagsuppdrætti:
-Dysjar tvær eða vörður (“Krýs og Herdís”) austan Kerlingardals (undir Geitahlíð), friðlýst 30.04.1964, þinglýst 05.05.1964.
-Leifar Krýsuvíkur hinnar fornu, í Húshólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Fornt garðlag í Óbrennishólma, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Verðbúðatóftir, fiskbirgi, fiskigarðar og önnur gömul mannvirki í hinni fornu verstöð Selatöngum, friðlýst 01.09.1966, þinglýst 5.9.1966.
-Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls í landi Hrauns, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-“Goðahús” (nú “Goðatóft”) á Vesturbæjarhlaðinu á Hópi, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
Tóft-“Útilegumannabæli” svo nefnt í hraunkvos norðvestur af Húsatóftum (í Sundvörðuhrauni), friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.
-Festarstólpi úr járni, festur í klöpp (Bindisker) við höfnina, í landi Staðar, friðlýst 25.10.1930, þinglýst 15.11.1938.

2.3.4. Aðrar fornminjar
Fornleifastofnun Íslands hefur gert svæðisskráningu um menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, skráð 2001. Alls voru skráðar upplýsingar um 311 fornleifastaði sem flestir hafa enn ekki verið kortlagðir, nema þeir sem þegar hafa verið friðlýstir, en öllum fornleifastöðunum er lýst í svæðisskráningunni. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2000 – 2020 hafa helstu staðir þar sem fornleifar eru hvað þéttastar verið merktir inn sem þjóðminjaverndarsvæði. Þessir staðir eru á túnum Staðar og Húsatófta í Staðarhverfi, túnum Járngerðarstaða, Hóps, Þórkötlustaða, Hrauns og Ísólfsskála.
Samkvæmt gr. 4.20.1 í Forntskipulagsreglugerð taka þjóðminjaverndarsvæði til svæða þar sem eru friðlýstar fornminjar, þekktar fornleifar eða friðuð hús samkvæmt þjóðminjalögum. Það merkir ekki að uppbygging geti ekki farið fram á þessum svæðum. Þvert á móti er í aðalskipulaginu mælt með því að fornminjarnar verði notaðar til þess að Vinnustofan Þverá ehf 1
7 Grindavík aðalskipulag 2000-2020, tillaga að greinargerð 12.12.2001 undirstrika sérkenni þessara svæða og sem grundvöllur til að byggja sérkenni deiliskipulags á. Þegar framkvæmdir eiga sér stað á svæðunum ber að kalla til fornleifafræðing sem fylgjast skal með framkvæmdum. Utan þessara þjóðminjaverndarsvæða dreifast skráðir staðir með fornminjum um landsvæði Grindavíkur og er mælt með því að fornleifarnar verði kortlagðar sem fyrst og mótuð stefna um varðveislu þeirra og notkun. Meðal annars má nefna varðaðar þjóðleiðir og stíga þvert yfir Reykjanesið.
Nokkrar af vörðunum hafa verið kortlagðar t.d. við Skógfellaveg og er gert ráð fyrir að þær verði merktar og þeim haldið 
Verminjarvið. Þessi leið er felld inn í göngustígakerfi næsta nýbyggingarsvæðis Grindavíkur í aðalskipulaginu. Mikilvægt er að nota þau tækifæri sem gefast til þess að tengja fornleifarnar daglegu lífi bæjarbúa og kynna þær gestum bæjarins og gera þannig söguna áhugaverða og hluta af daglegu lífi.
Aðalskipulag Grindavíkur 2000 – 2020 gerir einnig ráð fyrir að gömlum hlöðnum siglingavörðum verði haldið við og þær varðveittar sem sögulegar minjar. Merkileg örnefni eru oft tengd fornum stöðum sem auka á menningarsögulegt gildi þeirra.
Eftirfarandi er nefnt sem dæmi um áhugaverðar fornminjar: Drykkjarsteinn. Í honum eru tvær holur og er önnur stærri. Í henni var næsta víst að vatn væri að finna til svölunar þyrstum ferðalöngum. Drykkjarsteinn var áður á náttúruminjaskrá en var felldur af henni þar sem hann var talinn til menningarminja. Á Hraunsseli og Selsvöllum eru seljarústir sem vert væri að vernda. Á Vigdísarvöllum eru minjar um búsetu á 19. öld en þar var áður sel. Varir og uppsátur eru á Þórkötlustaðanesi og í Járngerðarstaðahverfi vestan við Hópið.

Kapellan

Á Gerðavöllum vestan við Járngerðarstaði eru leifar eftir verslun og virkisgerð enskra og þýskra kaupmanna í Grindavík á 16. öld. Í Staðarhverfi er heildstætt búsetulandslag með minjum um landbúnað, útgerð og verslun sem æskilegt væri að varðveita sem heild.

Grindavíkurbær hefur undanfarin ár lagt sig fram við að safna og skrá sögulegar menningarminjar og mikilvæg örnefni. Sem liður í því hafa verið unnin og sett upp fjögur örnefna- og minjaskilti á völddum stöðum í bænum, þ.e. í Járngerðarstaðahverfi, Þórkötlustaðahverfi, Staðarhverfi og á Þórkötlustaðanesi. Fyrirhugað er að setja einnig upp slík skilti við Hópið (höfnina) og á Gerðavöllum. Afrit skiltanna hafa verið færð grunnskólanum í bænum svo nemendur geti nýtt sér upplýsingarnar. Ljóst er að þessi heimildaskráning er mun víðtækari en aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir. Við framangreida lýsingu má og bæta (án þess að fara í grunnsækna og kostnaðarsama heimildavinnu, en með því yrði eftirfarandi listi miklu mun lengri) eftirfarandi (frá vestri til austurs):

Goðatóftin

1.   Sundlaug sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
2.   Brunn sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
3.   Bæjarleifar sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
4.   Garðlög sunnan Bæjarfells á Reykjanesi.
5.   Búð (tóft) ofan Háleyja.
6.   Refagildru ofan Staðarbergs.
7.   Hlaðin byrgi (3) vestan Eldvarpa.
8.   Hleðslur í hellarásum í Eldvörpum.
9.   Garðlög í Eldvörpum
10. „Brauðstíg sunnan Sundvörðuhrauns.
11. Hlaðið byrgi utan í Rauðhól við Eldvörp.
12. Prestastíg – gamla þjóðleið, tvískipta.
13. Hleðslur norðan í Sandfellshæð.
14. Refagildrur ofan Húsatófta.
15. Bæjarleifar í Staðarhverfi (umfram fornleifaskráninguna).
Byrgi16. Árnastíg, milli Húsatófta og Skipsstígs.
17. Forna leið milli Staðar og Járngerðarstaða.
18. Hleðslur við Hóftabrunna.
19. Hleðslur við Stekk[ar]hól.
20. Junkaragerði á Gerðavöllum.
21. Skyggni við Gerðavelli.
22. Tóftir norðan Gerðavalla.
23. Bæjaleifar við Járngerðarstaði.
24. „Blóðþyrninn“ vestan Bakka.
25. Forna varir í Járngerðarstaðahverfi.
26. Leifar Staðarhússins í Járngerðarstaðahverfi.
27. Álagahóls við verkhús Þorbjörns.
28. Miðaftanshól.
29. Gamla bæjarhólinn á Hópi.
20. Vatnstanga í Hópinu.
21. Minjar við Síkið.
22. Verminjar í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi.
Festarkengur23. Verminjar á Þórkötlustaðanesi ofanverðu.
24. Forn leið, Eyrarvegur (kirkjugatan) milli Þórkötlustaða (Hrauns) og Staðarhverfis.
25. Verminjar í Slokahrauni.
26. Skógfellavegur frá Járngerðarstöðum að Vogum (Vogavegur).
27. Skógfellavegur frá Þórkötlustöðum að Vogum (Vogavegur).
28. Sandakravegur (frá Krýsuvíkurvegi að Skógfellavegi).
29. Krosshlaðinn refagildra ofan Sandlága ofan Hrauns.
30. Gömul leið um Siglubergsháls.
31. Vatnsstæðið í Vatnsheiði (Vatnshæð).
32. Hleðslur í Gíslhelli.
33. Heðslur í Hesthelli.
Refagildra34. Bogarhraunsfjárborgin.
35. Borgarhraunsrétt.
36. Dalsel í Fagradal.
37. Minjar við Ísólfsskála.
38. Verminjar við Nótarhól.
39. Rúningsrétt í Stóra-Hamradal.
40. Sængurkonuhellir undir Lat.
41. Refagildrur í Skollahrauni.
42. Fornar verleiðir frá og ofan Selatanga.
43. Fjárskjól í Katlahrauni.
44. Fjárskjól norðan Litla-Hamradals.
45. Drumbdalastíg.
46. Gerði austan í Ögmundahrauni.
47. Búsetuminjar, fjárskjól, vatnsstæði, stekk og rétt í Litlahrauni.
48. Arngrímshelli (Gvendarhelli) í Klofningi.
49. Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
50. Sæluhús undir Sláttudal.
Byrgi51. Hleðslur í Gullbringuhelli.
52. Rétt undir Lambhagatanga.
53. Dalaleið norðan Kleifarvatns að Kaldárseli.
54. Hleðslur í Húshelli.
55. Refagildrur í Hrútagjárdyngju.
56. Selatangar – verstöðvarminjar.
57. Gata um Ögmundahraun vestan Húshólma.
58. Minjar undir Stóra-Lambafelli.
59. Ketilsstígur frá Seltúni að Hrauntungustíg.
60. Hrauntungustígur.
61. Stórhöfðastígur.
62. Undirhlíðaleið.
63. Járngerðardys.
64. Þórkötludys.
65. Fornar minjar við Þórkötlustaði.
66. Heródes – álagasteinn.
67. Staðarhús við Þórkötlustaði.
68. Varir í Þórkötlustaði.
69. Dys ofan við Hraun.
70. Guðbjargarhellir ofan við Hraun.
71. Gamlibrunnur norðan við Hraun.
72. Tyrkjahellir undir Húsfjalli.
73. Hverfisteinar undir Húsfjalli.
74. Selminjar norðan Þorbjarnar (á Baðsvöllum).
75. Selminjar utan í Selhálsi (Hópssel).
76. Skjól í Arnarsetri.
77. Vegavinnubyrgi í Arnarsetri og 11 öðrum stöðum við Grindavíkurveginn.
78. Selminjar (Njarðvíkursel) við Seltjörn.
79. Dýrfinnuhellir norðan Lágafells.
Rétt80. Skipsstígur.
81. Selminjar undir Selbrekkum (gætu verið í Njarðvík).
82. Gerði undir Einbúa.
83. Stekkur í Borgarhrauni.
84. Krýsuvíkurleið.
85. Ögmundarstígur.

Af framangreindu má sjá að einhverjar minjar í Grindavíkurlandi hafa enn ekki komist á blað í framangreindu aðalskipulagi. Þó er ekki ólíklegt að aðalskipulaginu hafi fylgt fornleifaskrá um minjarnar, en hana er ekki að finna meðfylgjandi í heild sinni. Um er að ræða skrá um Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, svæðisskráning 2001, unnin af  Fornleifastofnun Íslands (Orri Vésteinsson). Gállinn er bara sá að til þess að fá að skoða þá skrá þarf að greiða óþarflega mikla fármuni fyrir – eitthvað sem þegar hefur verið greitt fyrir. FERLIR hefur og gjarnan veitt því athygli, þegar komið er á áhugaverða staði, að verðandi fornleifum er lítill áhugi sýndur.
Vegavinnubúðir

Grafningsháls

Ætlunin var að ganga vestur yfir Grafningsháls.
Þarna var fyrrum mjög fjölfarin leið úr Ölfusi um ing-1skarðið milli Kaldbaks og Bjarnafells norður í Grafning og svo áfram. Skarðið heitir Grafningsháls. Í bók sinni Byggð og saga leiðir próf. Ólafur Lárusson rök að því, að fyrrum hafi þetta skarð verið nefnt Grafningur, en er tímar liðu hafi nafnið færst af skarðinu og yfir á sveitina fyrir norðan.
Gengið var eftir greinilegri þjóðleiðinni ofan við Torfastaði í Grafningi yfir að Gljúfri í Ölfusi, 9.6 km leið. Gatan hefur liðið fyrir nýræktun túna og nútíma gatna- og slóðagerð. Girðingargata hefur verið lögð ofan í gömlu þjóðleiðina á kafla, síðan raflínuvegur og loks slóði millum sveitarfélaganna ofanverð. Þó má sjá gömlu götuna á köflum utan þessa, s.s. á Grafningshálsi, í Djúpagrafningi og ofan við Æðagil. Á leiðinni mátti berja augum falleg náttúrufyrirbæri, s.s. Ferðamanna- og Miðmundagil í Ingólfsfjalli, Nón- og Svartagil í Bjarna- og Stórahálsfjalli, toppinn Kaga og Kagagil auk fyrrnefnds Æðagils áður komið var niður að bænum Gljúfri.
grafningshals-2Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 -1936 fjallar nefndur Ólafur Lárusson um örnefnið Grafningur. „Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur). En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.
Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni.

grafningshals-3

Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.
Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljóts vatni ok þaðan til Ölfusvatns) Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«.2) Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.

grafningshals-4

Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurnveginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.
Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«.

grafningshals-5

Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu). En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það þvi verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi.

grafningshals-6

Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um.
Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni. Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu. Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn.

grafningshals-7

Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á og byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn »í Grafningi í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524). Nesjar »í Grafningi« eru nefndir 1539) og Tunga »í Grafningi« 1545).
Sjálft skarðið, leiðin milli fellanna, hefir verið nefnt Grafningsháls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld). grafningshals-8Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc.«). Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
-ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1933 -1936, Ólafur Lárusson: Nokkur byggðanöfn, bls. 108-11.

Grafningsháls

Grafninsgháls.

Óttarsstaðaborg

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni, öðru nafni Kristrúnarborg, skammt sunnan við Reykjanesbraut ofan við Lónakot, og inn á Alfararleið. Landamerki Óttarsstaða og Lónakots eru þarna skammt vestar. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

Óttarsstaðaselsstígur

Austan við fjárborgina eru hraunhæðir, Smalaskálahæðir. Syðst í því er stórt og mikilfenglegt jarðfall, Smalaskálaker, með rauðamelsgúl í miðjunni. Í því var um tíma útilistaverk; lítið hús með ranghverfu. Hreinn Friðfinsson, myndlistamaður, reisti það 1974 og nefndi Slunkaríki (það er nú horfið). Í sprungu suðvestan í Smalaskálahæð var komið fyrir líki konu árið 2006 eftir að hún hafði verið myrt með hryllilegum hætti í íbúð í Reykjavík. Gerandinn flutti líkið á jeppabifreið suður í hraunið, komst í skjól fyrir annarri umferð og setti líkið ofan í sprunguna. Það fannst þar allnokkrum dögum síðar eftir að gerandinn hafði bent á staðinn. Á svipuðum slóðum var á sínum tíma leiða að líki manns, sem hvarf um 1976, en hefur enn ekki fundist. Talið var að manninum hefði verið komið fyrir í hrauninu. Ekki eru mörg misseri síðan morðingi kom fórnarlambi sínu fyrir í Arnarseturshrauni, en benti síðar á staðinn. Ljóst er af þessu að hraunin geta geymt marga „afleiðingu“ fyrri tíma.
SkógargataAnnars er hraunið þarna hluti Hrútargjádyngjuhrauns, sem rann fyrir 4500-5000 árum síðan. Allt, sem þá lifði, er löngu dautt. Nú skreytir hraunin bláberja- og krækiberjalyng, beitilyng, víðir, birki og fjalldrapi, auk margra annarra flórutegunda.
Frá fjárborginni er auðvelt að komast inn á Lónakotsselsstíginn skammt sunnar. Einnig Óttarsstaðaselsstíginn skammt norðar. Nóg er að ganga spölkorn til austurs og er þá komið inn á Alfaraleiðina, hina fornu þjóðleið millu Innesja og Útnesja. Draugadalir eru þar skammt norðar. Að þessu sinni var götunni fylgt til norðurs, að Draugadölum, enda ætlunin að fylgja Óttarsstaðasselstígnum áleiðis upp í selið, allt að Meitlum, en þar vestan við voru gatnamót stígsins og Skógargötunnar. Aðaltilgangur ferðarinnar var athuga hvort Skógargatan gæti hafa verið stök sem slík og þá legið þvert á Óttarsstaðaselsstíginn, án þess þó að hafa verið hluti af honum, með áframhaldandi aðkomu niður á Straumsselsstíginn vestari.  Jafnan hefur verið talað um Óttarsstaðaselsstíg, Skógargötu og Rauðamesstíg í einu orði. Í ljós átti hins vegar eftir að koma að um þrjá aðgreinda stíga hefur verið að ræða. Þannig virðist Skógargatan hafa legið þvert á Óttarsstaðaselsstíginn, sem lá upp með Smalaskálahæð og kom inn á Rauðamelsstíg neðan við Bekkina. Sá síðastnefndi lá þaðan áleiðis niður að Óttarsstöðum, þvert yfir Alfaraleiðina ofan við Brúnirnar og norðan við Rauðamel, stystu leið heim að Hraunabæjunum.
Eftir að hafa gengið Óttarsstaðaselsstíginn upp að Bekkjunum var ákveðið að kíkja í Bekkjaskjólið, mikla fyrirhleðslu fyrir skúta ofan við hálfopið jarðfall. Aðkoman að skjólinu er sérstök; um hraunklofa. Ofan og norðan í Bekkjunum er torfærarar hraun og nýrra, Afstapahraunið eldra. Um er að ræða tiltölulega mjóa hraunræmu á þessu svæði og því auðvelt yfirferðar – ef stígnum er fylgt í gegnum það.
Þegar komið var upp undir Meitlana sáust tvær fallnar vörður sunnan við götuna. Sunnan í þeim er fjárskjól, Meitlaskjól (Norðurskúti).
Varða við AlfaraleiðinaÞarna neðan við Meitlana, sunnan við Óttarsstaðasels-stíginn, eru tvær vörður. Liggur stígurinn til suðsuðvesturs upp landið og er varðaður áfram, a.m.k. upp í Skógarnef. Þarna er kominn svonefnd Skógargata (eða Skógarnefsgata), en Óttarsstaðaselsstígur hefur, sem fyrr sagði, stundum verið nefndur Skógargata og einnig Rauðamelsstígur.
Ætlunin var sem sagt að skoða hvort Skógargatan gæti hafa verið sjálfstæð eining í fornu gatnakerfi Almennings, eða hluti af öðrum götum. FERLIR hafði áður (oftar en eini sinni) fylgt Skógargötunni bæði upp og niður úr Skógarnefi. Þótt gatan sé ekki vel greinileg er hún vel vörðuð svo auðvelt er að fylgja henni á þeim kafla. Þegar staðið var við gatnamótin var ljóst að ekkert væri auðveldara en að fylgja henni áfram til norðurs, þvert á Óttarsstaðaselsstíginn. Eldra Afstapahraunið (4000-4500 ára gamalt) er vestar, en ofan (austan) þess er hraunið vel gróið og greiðfært. Skógargatan hefur fylgt Óttarsstaðaselsstígnum spölkorn til vesturs, en síðan tekið stefnuna yfir á Straumsselsstíginn vestari. Vörðubrot er á hraunhól skammt norðan gatnamótanna. Frá honum er haldið niður í enn grónara hraun og síðan gróningum fylgt áfram aflíðandi til norðurs, líkt og að ofanverðu. Tiltölulega stutt er yfir á Straumsselsstíginn. Þar, undir hraunbrúninni, er vörðubrot. Komið er inn á stíginn þar sem hann liðast upp á Eldra Afstapahraunið og þar eftir sléttu hrauni. Aðkoman inn á Óttarsstaðasels-stíginn er mjög svipuð, nema hvað ekki var hægt að greina tvö vörðubrot á seinni staðnum, einungis eitt.
Grunur leitendanna reyndist réttur. Skógargatan hefur verið notuð hvort sem er af þeim er fóru um Óttarsstaðaselsstíg eða Straumsselsstíg vestari – eins sjálfsagt og það gat verið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Bekkjaskúti

Kálfatjörn

Kálfatjörn – kirkjur
Upphaflega voru þrjár kirkjur í hreppnum, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkja á Kálfatjörn sem líklega hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjörn 1936Hálfkirkjurnar hafa lagst niður fyrir löngu, líklega um siðaskipti. Aðalkirkjan á upphaflega að hafa staðið á Bakka en vegna landbrots af sjávargangi var hún flutt að Kálfatjörn. Fram til 1824 var torfkirkja á Kálfatjörn. Var þá reist ný kirkja með torfveggjum, en timburþaki. Rigningarvatn rann þó af þakinu inn í kirkjuna svo innviðir hennar að sunnanverðu fúnuðu. Varð kirkjan því endingarlítil. Árið 1844 var komin þar timburkirkja sem ekki heldur stóðst tímans tönn, var rifin og ný timburkirkja reist á árunum 1863-64. Kirkjan sem nú stendur var reist árið 1893 og er með stærstu sveitakirkjum landsins.

Kálfatjörn á 50 ára afmæli kirkjunnar, 1943
KálfatjörnKringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll (túnblett). Þau sem ekki nutu þeirra hlunninda voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Smábýli í landi Kálfatjarnar voru Fjósakot, Móakot, Hátún, Goðhóll og Naustakot og utan golfvallarsvæðis Hlið, Litlibær, Bakki, Bjarg, Borgarkot, Hólakot, Árnahús og Bakkakrókur.
Hlutverk grjóthleðslanna var að verja túnin ágangi búfjár. Heiðargarðurinn náði utan um stóran hluta hverfisins og var ætlað það hlutverk að verja túnin þeim megin er að heiðinni snúa. Sum kotanna höfðu svo grjóthleðslur um sína túnparta. Grjóthleðslur við og utan um kotbýlin sjálf voru svo í flest öllum tilfellum til að verja matjurtagarða. Gamla sjóvarnargarða til varnar túnum má líka finna í Kálfatjarnarhverfi.

Hluti Kálfatjarnar hverfis

Kálfatjörn

Bændur í Kálfatjarnarlandi nýttu vel það sem fjaran gaf. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang sem notað var til eldiviðar. Um réttaleytið að hausti var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða. Einnig var hirt og þurrkað það þang sem rak á fjörur utan þess tíma sem þangað var.

Lýsingar á landamerkjum milli fjöruparta kunna mönnum að þykja smásmugulegar í dag en það gat verið um 1-2 mánaða eldsneyti að ræða hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eða ekki.
HeiðargarðurBærinn á Kálfatjörn stóð því sem næst í miðju túni á allstórum bala vestan kirkjunnar. Allt umhverfis kirkjuna er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, þó aðallega norðan og austan megin. Umhverfis grafreitinn er hlaðinn garður úr grjóti og sniddu sem hefur þjónað því tvíþætta hlutverki að verja grafreitinn ágangi búfjár, en einnig og ekki síður sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera þurfti sökum þess hversu jarðvegurinn er grunnur.

Golfvöllurinn fyrr og nú

Gjáarvatnsstæðið

Á Hátúnshæðinni hefst golfhringurinn. Slegið er með og yfir Heiðargarðinn, hægra megin við Fjósakot á Margrétarflöt en svo hét og heitir túnið austan við kotið. Fjósakot sem var með hæstu bæjarstæðum allra bæja í Vatnsleysu- strandarhreppi var lítið grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1920. Þar sér nú aðeins í grjóthrúgur en moldin úr rústunum var tekin til uppfyllingar í grafreit á Kálfatjörn. Fyrsta og áttunda flötin liggja við svonefndar Kotagirðingar. En Kotagirðingar Móakots og Fjósakots voru hlaðnir garðar umhverfis dálitla móa, er næstir voru túnum, ætlaðir til kúabeitar.

Austan við rauða teiginn á braut 2 við Heiðargarðinn er vatnsstæði í sprungu á Stóru-Klöpp, kallast vatnsstæðið Gjáin eða Gjáarvatnsstæði. Skammt suðvestur frá því, nær Fjósakoti, var fiskbyrgi, kallað Baráttubyrgi. Þar sér nú aðeins í undirstöðuna en gróið stæðið í kringum er eflaust vegna þess fiskúrgangs sem fallið hefur til og verið góður áburður.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja.

Slegið er yfir þar sem Heiðargarðurinn lá og er flötin nú þar sem áður var grýtt moldarflag. Við teiginn á braut 3 á klöpp er stórgrýtt hrúga, líklegast einhver hleðsla, við hestaslóð sem lá þarna fyrir löngu síðan og sést móta vel fyrir. Hestaslóðin lá upp með Hátúnshæðinni að sunnanverðu, við klöppina og þaðan inn eftir að Stefánsvörðu. Nú hefur breytt nýting á landi máð þessi ummerki að hluta.
Braut 4 öll liggur vel fyrir ofan Heiðargarðinn o.þ.a.l athafnasvæði bóndans hér áður fyrr sem var í fjörunni og á túnum. Því er lítið um örnefni á brautinni því eðlilega tengjast þau þeim svæðum þar sem mest var starfað. Fuglalíf er fjölskrúðugt við brautina einkum kríuvarp.

Bærinn Goðhóll fór í eyði 1933
BaráttubyrgiðÞegar farið er yfir Goðhólsrásina og Heiðargarðinn á braut 5 er komið á stórt tún sem heitir Land, einnig kallað Suðurtún, slétt og hólalaust fyrir utan eina hólbungu, allmikla um sig sem heitir Hallshóll. Hóllinn skilur að Landið og Naustakotstúnið. Sagt var að alltaf gerði rigningu þegar búið var að slá Hallshól. Um mitt Landið lá Kirkjugatan frá Hliði til Kálfatjarnar. Rétt ofan við götuna lá grjótstétt þvert yfir Goðhólstúnið kölluð Kirkjubrú. Líklegt er að Kirkjubrúin hafi verið gerð til þess að auðvelda kirkjufólki för yfir Goðhólsrásina sem gat orðið hinn versti farartálmi í leysingum. Aftur er slegið yfir Heiðargarðinn og á Goðhólstúnið.
ÚtihúsÁ klapparhól nyrst í túninu er Sundvarðan sem notuð var sem mið í Keili og gaf til kynna að rétt væri róið um Kálfatjarnarsund fyrir Markklettinn inná Leguna. Þar mátti láta litla dekkbáta liggja.

Úr Legunni var svo róið uppí Kálfatjarnarvör. Flötin liggur fyrir norðan Goðhól, við eitt útihúsanna. Goðhóll stóð á mörgum hólum, sem einu nafni heita Goðhólar. Goðhóll sem fór í eyði árið 1933 var tómthús frá kirkjujörðinni en hafði grasnyt. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Á kampinum fyrir neðan flötina má svo sjá grunn af uppsátrinu, þar sem bátarnir voru teknir á land, skiparéttinni og neðar í fjörunni er Goðhólsvör.

Byrgið (sjávarhús Kálfatjarnar)
GoðhóllÁ sjötta teig er gott útsýni yfir það athafnasvæði er tengdist sjávarútvegi á Kálfatjörn. Þar má sjá hæstan og mestan Markklett sem var landamerki milli Þórustaða og Kálfatjarnar. Við enda sjóvarnargarðsins við teig var sjávarbyrgi Kálfatjarnar. Þar norður af er Snoppa (Hausaklöpp) þar sem þorskhausar voru hertir. Í Naustakoti (í byggð 1703) voru fjárhús eftir búsetu. Sunnan við Naustakot var fjárrétt og fast við hana að sunnan grasigróið gerði, kallað Hausarétt. Þar voru þurrkaðir þorskhausar í seinni tíð uns það lagðist niður með öllu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Næst kampinum, mun lægra en túnið umhverfis, er Síkið sem nær suður undir Sjávargötu. Í Síkið flæddi sjór í miklum flóðum um Rásina allt uppí Kálfatjarnarbrunn. Fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin.
SjávarbyrgiðÞar eru rústir sjóbúðar er séra Stefán Thorarensen lét byggja, er hann var prestur og bóndi á Kálfatjörn 1857-1886. Sagt var að sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Þar mun býlið Hólkot (Hóll) hafa staðið en síðast er getið um búsetu þar í lok 17. aldar. Í seinni tíð mun búðin hafa verið notuð sem fjárhús. Aftur er leikið á Landinu og þegar á flöt er komið má finna lága hleðslu austan megin við hana sem eru leyfar af Hestarétt þar sem kirkjugestir geymdu hesta sína.

Krosshóll
Teigurinn á brau 7 er þar sem Hátún stóð. Slegið er yfir Austurtún að grjótgörðum þeim er umlykja Móakotstúnið. Áður en farið er yfir garðinn, sunnarlega í Króknum er dálítil lægð eða pollur sem var kallaður Víti. Þar mun býlið Árnahús líklega hafa staðið nærri en gárungarnir svo fært nafnið af pollinum yfir á kotið eins og sögnin um biskup og séra Hallgrím Pétursson bendir til.

Bærinn Móakot

Móakot

Sagt er, að Brynjólfur biskup hafi eitt sinn vísiterað á Kálfatjörn og haft spurnir af manni er bjó þar í þurrabúð í túninu, Árnahúsi (Víti). Ekki þótti hann kirkjurækinn og réri til fiskjar á helgidögum. Biskup hafði tal af honum og fylgir það sögunni, að hann hafi veitt honum leyfi til þessara helgidagsbrota, er honum varð ljós fátækt hans og ómegð. Er séra Hallgrímur frétti þetta, orti hann:

Golfið„Biskupinn blessar hjalla
bila ei upp frá því,
krosshús og kirkjur allar
og karlinn, sem býr Víti í.“

Sunnan við tóftirnar af Móakoti er langur og hár hóll, Klapparhóll. Þar var talið að mikið af huldufólki byggi og því var hann einnig kallaður Álfhóll. Móakot var grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1950. Hverju sem það sætti var orðrómur um að enginn mætti búa þar lengur en í 9 ár. Nær sjó er svo Móakotstjörn sem var mýrartjörn. Í fjörunni neðan flatarinnar er Móakotsklöpp sem áður var landföst en þar eru fjörumörk Kálfatjarnar og Móakots.
Þegar horft er af Móakotsbakka til sjávar er stórt lón út af kampinum sem heitir Búðarlón og grandarnir sitt hvoru megin við, þara vaxnir, Búðarlónsgrandinn Syðri og Búðarlónsgrandinn Nyrðri. Slegið er yfir Móakotstún, á flötina nálægt þar sem Kotagirðingar voru.

Harðhaus
KálfatjörnFjölmörg örnefni önnur eru á Kálfatjörn. Nafnið Harðhaus er t.d. til komið vegna þess hve illa hóllinn fór með ljá bónda á Kálfatjörn í seinni tíð. Í miðju Hátúnstúni sem girt var grjótgörðum stóð Hátún sem var grasbýli frá kirkjujörðinni en fór í eyði um 1920. Árið 1941 var þar byggður sumarbústaður en föst búseta tekin upp um 1960. Innan garðs eru t.a.m. Hátúnshóll og Hátúnsflöt. Litlu sunnar við flötina liggur Heiðargarðurinn sem áður hefur verið minnst á.

Heimild:
-www.gvsgolf.is

Kálfatjarnarkirkja

Óttarsstaðasel
Gengið var frá Rauðamel að áður fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Gatan er enn vel mörkuð þrátt fyrir að umferð um hana hafi lagst af fyrir tæplega einni öld. Leiðinni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð. Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð. Sunnan í henni er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, hlaðið fyrir skúta.
NátthagiSkammt vestan brunnsins var beygt suður Óttarstaðaselsstíg. Önnur nöfn á stígnum eru Skógarstígur og Raftastígur (og stundum Rauðamelsstígur). Skömmu eftir að komið fyrir sporðinn á Selhrauni, yfir línuveginn og áfram upp að svonefndum Bekkjum (hækkun í hraunalandslaginu), var beygt út af og með honum til vesturs að fallegum hraunhól. Gengið var inn í stóra sprungu á hólnum og síðan inn eftir henni þangað til komið var að stóru jarðfalli. Þar blasti við mikil hleðsla fyrir víðum skúta, fjárskjól nefnt Bekkjaskúti.
Haldið var upp úr jarðfallinu og beygt til norðausturs, aftur inn á Óttarsstaðaselstíginn. Eftir stutta göngu eftir honum yfir tiltölulega gróið hraun var komið upp á hraunhól. Norðan hans var jarðfall, fjárskjól, og í því mikil vegghleðsla, algerlega heil, Sigurðarskúti.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – fjárskjól.

Áður en lagt hafði verið af stað frá Bekkjaskúta var landið skoðað norðvestan við hann. Þar skammt frá er hleðsla fyrir skúta, en í miðju jarðfallinu er greinileg tótt. Hún sést ekki yfir sumarið því birkið vex svo til alveg yfir hana og yllir jarðfallið. Þarna er um svonefnt Brennisel að ræða, sem gamlar heimildir eru til um. Það var sel notað til kolagerðar, en ofar í Almenningunum var hrístaka svo til allra bæja með ströndinni, allt fram á 19. öld. Við það er hlaðið fyrir fjárskjól. Ef vel er leitað þarna skammt norðar má finna enn eldra og líklegt kolasel, í lægð við hraunhól. Hleðslurnar eru vel mosavaxnar og erfitt að greina þær, en tótt er enn greinileg handan við hleðslurnar. Sama er að segja um þetta sel og hið fyrra, gróðurinn þekur það nú alveg yfir sumartímann.
BrenniselSunnan Brennisels er mikill krosstapi, sennilega þriðji Krosstapinn á þessu svæði, sem getið er um. Hann ber heitið Álfakirkja. Í honum norðanverðum er fjárhellir með hleðslum fyrir munna. Ef haldið er til austurs frá Álfakirkjunni, að Óttarsstaðaselsstíg og honum fylgt spölkorn til suðurs má sjá vörðu á hægri hönd. Hún stendur við jarðfall og neðan hennar eru vandlegar hleðslur fyrir skúta. Hann er lágur mjög en víður um sig. Hrísrunni vex fyrir opið og því er mjög erfitt að komast að honum yfir sumartímann. Nokkru sunnar eru Meitlarnir, Stóri-Meitill og Litli-Meitill. Þetta eru greinileg fjárskjól í hlofnum hraunhólum vestan stígsins (Meitlaskjól). Rétt eftir að gengið er yfir Stóruhæðir og skömmu áður en komið er upp úr litlu dalverpi við svonefnda Meitla og í Óttarsstaðasel má sjá lítinn fjárhelli vinstra megin við stíginn, Meitlahelli eða Meitlaskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og framan við opið. Líklega hafa þær verið notaðar sem kví því þarna er gott skjól fyrir suðaustanáttinni.

Álfakirkjan

Óttarsstaðasel eru rústir tveggja seljahúsa og snúa þau göflum saman. Aðrar dyrnar hafa snúið í austur og hinar í vestur. Göng og tvær vistarverur hafa verið í hvoru húsi. Í seljum 250 á Reykjanesskaga voru vistarveran venjulega með sama inngang og búr eða geymsla, en eldhúsið til hliðar með sérinngangi. Undantekningar eru þó þar á og ræðst það sennilega af aldri mannvirkjanna. Vatnsstæðið er rétt hjá tóttunum í austur. Í vestur er hraunhryggur og vestan í honum er stórt fjárskjól með miklum hleðslum. Vel má greina hlaðinn stekk sunnan við selið og sunnan þess er greinilegur nátthagi.
Í litlum skúta suðvestan við vatnsstæðið er einnig gott vatn að finna. Þar vestan við er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá hólnum liggur Rauðhólastígur að Tóhólum og Rauðhól. Í Tóhólum er Tóhólahellir og í Rauðhól er Rauðhólshellir.
Stígurinn liggur síðan um BekkjaskútiSkógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum. Annar Mosastígur (Skógargatan) liggur frá Óttarsstaðaselsstíg austan við Bekkina áleiðis upp í Skógarnef. Þá götu fóru Hraunamenn er þá vantaði mosa [og eða hrís] til eldiviðar.
Vestan við Óttarsstaðarsel, í u.þ.b. 15 mín. fjarlægð, er Lónakotssel. Í því eru þrjár byggingar. Auk Lónakotssels voru þar sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Austan við Óttarsstaðasel, í u.þ.b. 20 mín. fjarlægð, er Straumssel. Þar var búið fram á miðja 19. öld, eða þangað til bærinn brann. Enn austar eru gömul sel frá Þorbjarnarstöðum, Gjásel og Fornasel. Nýlega var grafið í tvær tóftir þess síðarnefnda og kom í ljós að þær voru frá 1500-1600.
Suðaustan við Óttarsstaðasel eru miklar hleðslur fyrir skúta, Fjárskjólið mikla (Óttarsstaðaselshellir).

Lónakotssel

Lónakotssel.

Sjóbúð

„Þar voru kölluð útver. Fram undir aldamótin 1900 voru sjóbúðirnar sem hér segir, en um aldamótin lögðust þær niður.

Sjóbúð

Sjóbúð í Herdísarvík.

Búðartóftin var hlaðin úr grjóti í innri hleðslu, en ytri hleðslu úr torfi og grjóti, hliðarveggir og gaflöð jafn hátt. Lengd tóftarinnar var þriggja rúma, en fyrir aftan rúmstæðin var allt að því rúmlengd, sem var notuð fyrir dót sjómanna. Flestar sneru búðirnar frá norðri til suðurs. Þegar búið var að hlaða tóftina voru reistir stafir upp með báðum hliðveggjum, og á þá neglt mjótt borð eftir endilangri tóftinni, þar á voru reistar sperrurnar og reft yfir með röftum. Bar þó við, að skarsúð væri í þeim, en mjög sjaldan. Af þeim gafli, sem dyrnar voru á, var reft á ská upp á endasperru og svo tyrft. — Sömuleiðis var þekjan úr torfi. — Oft var sniddutyrft utan yfir flattorfið. Í suðurendanum var glugginn. Hann var á miðjum gafli, reistur upp við þverásinn.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Utan með glugganum var hlaðið upp í sperruenda og út á gaflað úr grjóti, mold og torfi. Það var kölluð gluggatóft. Í glugganum voru 4 til 6 rúður, hver rúða um 28 centimetrar á hvern veg. Að innan var glugga-gaflaðið þiljað upp í sperrutopp. Grjótbálkar voru hlaðnir upp með endilöngum veggjum, og stafir reistir framan við þá upp í sperru við hvert rúmstæði. Í þá stafi var negldur rúmstokkurinn, sem lagður var ofan á grjótpallinn, sömuleiðis var rúmgaflinn negldur í báða stafi, bæði þann, sem var við vegginn og þann, sem var framan við rúmstæðið. — Þannig mynduðust stæðin, sem voru sléttuð með ýmsu, svo sem lyngi, þangi og heyi. Moldargólf var á milli rúma. Tvær hurðir voru fyrir dyrum.
Þannig litu verbúðirnar út, þegar vermennirnir settust að í þeim á kyndilmessu, eftir sín löngu og erfiðu ferðalög yfir heiðar og fjallvegi í misjafnri tíð og færð um hávetur. Þar bjuggu þeir um sig eftir föngum, í von um að geta barist til sigurs, til 11. maí, við storma og reiðan sjó. En þeir voru hraustir og mörgu vanir og kviðu engu.“

Heimild:
-Þættir af Suðurnesjum, Ágúst Guðmundsson 1869, bls. 112-113.

Selatangar

Selatangar – verbúð.