Vatnaborg

Þrátt fyrir dimmviðri lék sólin við Reykjanesbrautina. Ákveðið hafði verið að fara í skoðunarferð um borginar sex sem og nokkra aðra staði við brautina. Byrjað var á því að skoða Vatnaborgina sunnan brautarinnar skammt vestan Kúagerðis. Borgin er á grashól örskammt frá veginum og sést vel. Norðan borgarinnar er hið fallegasta vatnsstæði. Borgin ber þó fremur nafn sitt af bænum Vatnsleysu en vatnsstæðinu, enda í Vatnsleysulandi.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Næst var staðnæmst við Stóra-Skjólgarð sunnan við Innri-Njarðvík, sunnan Reykjanesbrautar. Um er að erð ræða mikinn hlaðinn skjólgarð á hól skammt frá brautinni. Hann hefur veitt fé skjól fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. „Garðinn hlóð Helgi Jónsson sterki, er var húsmaður Þorkels lögrm. Jónssonar, föður Jóns Thorkilli. – Skv. frás. Guðm. A. Finnbogasonar.“ Skv. því hefur garðurinn verið hlaðinn um 1650. Skipsstígurinn á milli Narðvíkur og Grindavíkur, liggur skammt vestan við hólinn.

Rósel

Rósel.

Þá var haldið að Róasaseli vestan Rósaselsvatna og það skoðað. Selið er greinilega mjög gamalt. Við þar er hlaðinn stekkur, fremur lítill. Litið var á borg skammt vestan þjóðvegarins að Garði. Borgin er á litlum hól og er fremur lítil af fjárborg að vera. Hún er greinilega mjög gömul, enda engar sagnir til um tilvist hennar. Hún er hvergi til á kortum, hvorki gömlum né nýjum.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Staldrað var við Keflavíkurborgina, sem er á holti ofan við Grófina. Um er að ræða mjög gamla hlaðna fjárborg. Inn í hana hefur einhvern tímann verið hlaðinn garður og er líklegt að fé hafi verið gefið í borginni. Eins og flestir vita voru ekki til fjárhús á þeim tíma, heldur komu hlaðnar borgir og fjárhellar (fjárskjól/fjárbyrgi) í þeirra stað. Sérstök hús fyrir fé komu löngu síðar( á 20. öldinni).

Berghólar

Berghólar – fjárborg.

Haldið var að Hólmsborginni á Hólmsbergi (Berghólum). Um er að ræða mjög fallega fjárborg, að mestu hlaðna úr torfi og grjóti. Út frá henni til suðurs er garður, en inni í henni miðri er stallur. Hafa ber í huga að fornum fjárborgum var breytt í tímans rás, allt eftir þörfum hverju sinni. Þannig urðu sumar borgir að stekkjum, sbr. Þórustaðaborgin, og til eru dæmi um að borgir hafi þróast í réttir, sbr. Auðnaborgin. Sunnan Hólmsborgar er gerði eða rétt, en austan hvorutveggja liggur gamla þjóðleiðin á milli Keflavíkur og Útskála.

Árnarétt

Árnarétt.

Loks var haldið að Árnarétt við viðkomu við Hríshólavöru, einni fallegustu fjárborginni á Reykjanesi. Hún er stærri að ummáli en Staðarborgin, svo til alveg heil og næstum því jafn há og hún. Norðan hennar er Álaborgin, forn rétt. Álaborgin syðri er ofan Bæjarskerja. Hún er einnig forn rétt og stendur enn að mestu heil. Í bakaleiðinni var skoðuð gömul fjárborg sunnan vegarins að Leifsstöð. Rétt mótar fyrir hringnum innan um leifar hernaðarmannvirka Bretans. Gaman að sjá hvernir hin gamla arfleið hefur lifað hernaðarbröltið vegna þess hversu ómeðvituð þau hafa verið þeim er þar komu að.
Góður dagur. Og hið skemmtilega var að flestir í hópnum, sem ekið hafa margoft þessa leið, höfðu aldrei tekið eftir þessum merku mannvirkjum – sem eru einungis nokkra metra frá einni fjölförnustu þjóðleið nútímans.

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Másbúðarhólmi

„Um jörðina Másbúðir fyrir norðan Hvalnes segir Jarðabók: „Túnið fordjarfast stórkostlega af sands- og sjávargangi, og hefur sjórinn síðustu sjötíu árin (þ. e. frá því um 1630 til 1700) brotið sig gegnum túnið á tvo vegu, þar sem áður var svarðfast land, svo nú stendur bærinn á umflotinni eyju, og fer þetta landbrot árlega í vöxt, svo þar er ekki fært yfir í stórstraumsflæði nema um brú, sem sjórinn brýtur um vetur.“

Masbudarholmi-321

Másbúðir entust þó lengur en á horfðist, því að það var ekki fyrr en um 56 árum eftir að Jarðabók er tekin saman, að bæinn tók af, að því er séra Sigurður B. Sívertsen segir, er getur um viðburðinn 80 árum síðar. Land Másbúða heyrir nú undir Nes (eða Nesjar), er áður var hjáleiga, og myndi Másbúða-nafnið gleymt, ef ekki væri þarna sund og lítill hólmi, er enn heita Másbúð.“

Másbúðir hefir jörð heitið, skamt frá Melabergi. Var hún 35 hndr. að dýrleika og „stóð fram við sjó, en vegna sjávarágangs var bærinn fluttur í hjáleiguna, sem þá hét Nes eða Nesjar, fyrir 80 árum (þ.e. um 1760); er nú svo nefndur Másbúðahólmi, þar sem bærinn áður stóð, orðinn umflotinn sjó.“

„Másbúðir hét bær skamt fyrir utan Hvalsnes. Sagt er að þ.að hafi verið landnámsjörð og borið nafn at landnámsmanninum, er Már hafi heitið; hafi sú jörð átt mikið land og eigi hvað minst út til sjávar frá bænum. En svo hafi sjór smámsaman gengið á landið og loks brotið alt af heim undir bæ. Hafi eigandinn þá flúið þaðan (eða flutt sig) að Nesjum. Hann hét Erlendur Jónsson og var 41 árs 1758. Bærinn Másbúðir stóð á hól; lagðist hann því ekki af þá þegar; var þar kot og verstaða, því þaðan var gott útræði, En á síðustu áratugum 19. aldar brauzt sjórinn kringum hólinn, svo að síðan er hann umflotinn hólmi nema um fjöru. Þá lagðist verstaðan af, en býli hélzt þar þó fram að aldamótum 1900. Þá flúði kotbóndinn þaðan undan sjógangi. Er þar nú eyðihólmi; sjást að eins rústir kotsins og dálítill túnblettur í kring uppi á hólnum.“

Masbudarholmi-bru

„Másbúðir eru að finna á litlu skeri á Suðurnesjum, nánar tiltekið á Miðnesi. Þar eru að finna fornar búðir sem voru eitt sinn miklar sjóbúðir. Úttekt var gerð þann 31. maí 1740 á Másbúðum og öðrum konungsjörðum. Þar segir: „Á mörgum bæjum eru dyrnar ekki nema 1 stafgólf, 2 og 3 á sumum og 4 á stærsta bænum. Skálarnir eru 3 eða 4 stafgólf (8-10 áln. ) nema á Másbúðum, þar 9 stafgólf (líklega fyrir sjómenn, þótt rúm séu ekki nefnd), …“
Árið 1799 voru Másbúðir komnar í eyði líkt og gerðist oft með konungsjarðir í harðræðisárum. Síðasti ábúandi á Másbúðum bjó þar á árunum 1884 – 1895 og hét Jón Jónsson.

Fyrsti byssubardagi Íslands
Másbúðir koma fram í sögunni um Dráp Kristjáns skrifara (sjá Kirkjuból). Það sem vantar í þá sögu er að þegar norðanmennirnir voru búnir að drepa Kristján héldu þeir um Suðurnesin til þess að drepa eftirlegumenn hans. Tveir þeirra voru á Másbúðum. Annar þeirra hét Pétur og eftir þennan dag var hann kallaður Másbúða-Pétur. Hann er talinn hafa verið með fyrsta byssubardaga Íslands þegar hann „lét baun í byssu sína og skaut með henni einn af norðanmönnum, en komst síðan undan til Skálholts“.“

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 2. tbl., bls. 60.
-Vísir, 9. júlí 1938, bls. 3.
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 38-39.
-http://minjarihaettu.wordpress.com/fornleifar/masbudarholmi/saga/Masbudir-pan

Lækjargata

Hér segir frá hinum gömlu Reykjavíkurbrúm.

„[Lækurinn] kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram löndum Skálholtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landmerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til sjávar, og var ósinn rétt Reykjavík 1787vestan við Arnarhólsklett. Hafði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tveggja faðma breiður og holbekktur, en um miðju var hann miklu breiðari og fram undan Stöðlakotslandi nyrzt (þar sem nú er lóðin Bankastræti 2) var dálítill hólmi í honum, grasi gróinn. Á austurbakkanum voru grænar flatir mýrarkenndar fyrir neðan túnin og höfðu bændur þar slægjur.“
„Lækurinn var mesti vandræðagripur. Átti hann það oft til að hlaupa yfir Austurvöll, svo að hann varð eins og hafsjór yfir að líta. … Fyrsta flóðið, sem menn hafa sagnir af, stafaði af sjávarfyllu. Var það árið 1799 í veðrinu mikla, þegar Básenda tók af. … Annað sjávarflóð mikið kom á jólaföstu 1832. Kom flóðið upp í lækinn og yfir allan Austurvöll. Þriðja flóðið kom á miðþorra 1863. … Stíflaðist þá lækurinn og varð af geysimikið flóð í Miðbænum, … Fjórða stórflóðið kom á þorraþrælinn (19. febrúar) 1881. …
StólpabrúinVatnið fyllti alla kjallara í Miðbænum og komst sums staðar inn í húsin. Og yfir austurhluta Austurvallar og Lækjargötu var þá ekki fært nema á bátum, því að vatnið tók mönnum þar í mitti, en í Austurstræti mitt á milli þar sem er Útvegsbankinn og Hressingarskálinn, var maður nokkur nær drukknaður.“
Á 17. bæjarstjórnarfundi árið 1843 voru ákveðnar eftirfarandi framkvæmdir í Lækjargötu:
„Veitti bæjarstjórn því 1848–1850 hundrað ríkisdali á ári til að þrengja lækjarfarveginn fram undan Stöðlakotslóð og hækka vesturbakkann á því svæði. Var þetta gert til þess að fá meiri straum í lækinn og koma í veg fyrir að hann flæddi yfir Miðbæinn svo að segja á hverjum vetri, hinum eldri til mikils ama, en börnunum til gleði, því að þá kom ágætt skautasvell á Austurvöll, og þar var æskulýðurinn alltaf á skautum, en ekki úti á Tjörn. Árið 1852 samþykkti bæjarstjórn að láta hlaða upp farveg lækjarins, að neðanverðu. Var það gert á næstum árum. Voru bakkarnir hlaðnir úr hnullungargrjóti, nema fram undan Kóngsgarði. Þar voru þeir hlaðnir úr höggnu grjóti, „hefur kannske þótt skömm að láta hið sama ávallt vera fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola,“ segir Gröndal. …

Stólpabrúin

Jafnhliða þessum framkvæmdum var sú kvöð lögð á þá, sem áttu heima í Lækjargötu, að þeir settu laglegar grindur meðfram læknum, hver fyrir sinni lóð og héldu þeim við. Var þetta gert til þess að afstýra því, að menn hrösuðu þar ofan í lækinn í myrkri. Þetta var gert en lítið var um viðhald og grotnuðu grindurnar niður og brotnuðu. … Árið eftir konungskomuna [1874] voru lækjarbakkarnir hlaðnir upp frá Skólabrú suður að tjörn og á næsta ári var Lækjargatan lengd að Tjörninni.“
„Frá því ég man fyrst eftir var tíðast eitthvað verið að laga hann til, ýmist hlaða upp veggi hans, laga girðingar meðfram honum, setja á hann brýr, eða hreinsa hann. En eigi að síður var Lækurinn óþverravilpa, sem óheilnæmi og hætta stafaði af, og því hlaut að koma að því, fyrr eða síðar, að hann yrði leiddur í pípum til sjávar, farvegur hans fylltur og gerð þar gata. Veganefnd ákvað um mitt sumar 1912 að ráðist skyldi í þessa framkvæmd næsta ár, en áætlað var, að hún mundi kosta um þrjátíu þúsund krónur. … og var Læknum komið í þann farveg, sem hann enn er í, sumarið 1913.“

Lækurinn

Brýrnar yfir lækinn Kort Ohlsens og Aanums af Reykjavík frá 1801 sýnir fjórar brýr á Læknum; eina við ósinn, niður úr Arnarhólströðum, aðra fram undan Tugthúsinu/ Kóngsgarði/ Landshöfðingjahúsinu/ Stiftamtmannsbústaðnum/ Stjórnarráðinu, hina þriðju fyrir neðan Þingholtsbæina og fjórðu neðan Stöðlakots. Að öllum líkindum hafa þetta verið einfaldar plankabrýr en sumar með handriði.
Árið 1828 voru settar tvær allveglegar trébrýr á Lækinn, sú fyrri við ósinn en hin síðari fyrir framan Stiftamtmannsbústaðinn. Var sú með háum handriðum og stórum hurðum. Eftir 1834 var sett brú við endann á Austurstræti til að tengja götuna Bakarabrekkunni (Bankastræti) þar sem eini bakari bæjarins var sestur að með starfsemi sína. Stefán Gunnlaugsson land- og bæjarfógeti lét gera brú fyrir framan hús sitt Amtmannsstíg 2 árið 1838. Árið 1846 var gerð brú niður af Latínuskólanum og fékk hún nafnið Skólabrú, en það nafn færðist líka yfir á brautina upp að skólanum og seinna á götuna handan við lækinn. Trébrúin niður af Bakarabrekku var tekin niður árið 1866 og steinbrú gerð þar í staðinn og þótti hún mikið mannvirki. Seinasta brúin yfir Lækinn var gerð árið 1882 niður af Skálholtslind (þar sem Mæðragarður er nú). Sunnar voru þrír til fjórir plankar lagðir yfir Lækinn.

Arnarhólslækur í Reykjavík
Landsnefndin síðari hafði til athugunar margs kyns málefni sem vörðuðu framfarir og viðreisn ÍsKortlands, meðal annars verslunina, og gaf út það álit að stefna bæri að verslunarfrelsi. Fyrst yrði þó að leggja hornstein að kaupstöðum í landinu. Lagði hún því til að stofnaðir yrðu kaupstaðir á fimm stöðum, í Reykjavík og Grundarfirði, á Ísafirði, í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Þá hreyfðu nefndarmenn þeirri hugmynd að Reykjavík yrði höfuðstaður landsins, þangað flytti Skálholtsbiskup og skóli staðarins en bærinn hlyti nýtt nafn, Kristjánsvík, konungi til heiðurs. Til að tryggja enn frekar að ekki fyrndist yfir nafn konungs þótti þeim vel til fallið að Eyjafjörður skipti líka um nafn og héti eftirleiðis Kristjánsfjörður.
Árið 1771 hljóðnuðu hamarshöggin í nýju tyftunarhúsi landsins á Arnarhóli. Smíði þess var lokið. Þegar stiftamtmaður tók sér þar bólfestu 1819 var það kallað Kóngsgarður, síðar fékk það nafnið Landshöfðingjahús en kallast nú Stjórnarráðshús.
Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Sama ár voru stofnaðir kaupstaðir á fimm öðrum stöðum, í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum.
Þetta sama ár Bakarabrúinvar birt konungleg auglýsing þess efnis að einokunarversluninni yrði brátt aflétt. Þá hafði verið afráðið að hvort tveggja, biskupssetrið í Skálholti og skóli staðarins, yrði flutt til Reykjavíkur. Næstu árin fluttist þangað öll umboðsstjórn konungs sem til þessa hafði verið tvist og bast um landið. Reykjavík verður einnig miðstöð verslunar og vöxtur hleypur í þennan höfuðstað landsins.
Jafnskjótt og tökin linuðust á einokunarversluninni tók byggðin að fikra sig austur með sjónum frá Aðalstræti í áttina að Arnarhólslæk en hann afmarkaði í fyrstu kaupstaðarlóðina að austan. Hann var hins vegar ógreiðfær yfirferðar og breiddi sums staðar úr sér. Stundum flóði hann yfir bakka sína, vatnskrapi sytraði yfir Austurvöll og Kirkjubrú og tók mönnum í hné og klyftir og dómkirkjan nýja var umflotin vatni.
Verslun heimtar greiðar samgöngur og Arnarhólslækur var fyrsti farartálminn austur úr bænum. Niður við lækjarósinn var að vísu vað en það var einungis fært ríðandi mönnum.
Í vaxandi bæ varð ekki undan því vikist að brúa lækinn. Og brýrnar, sem ráðist var í að gera, markBankastrætia að sínu leyti nýtt upphaf í brúarsmíðum á Íslandi. Í fyrstu var efniviðurinn einvörðungu tré, síðan bættist við höggvinn steinn og loks efni framtíðarinnar, steinsteypa. Reykjavík teygði sig brátt austur yfir Arnarhólslæk og verslunin með bættum samgöngum smám saman allar götur austur yfir fjall.
Þar sem nú er Bókhlöðustígur var brú á leiðinni að tveimur hjáleigum Víkurjarðarinnar, Stöðlakoti og Skálholtskoti. Hún var kölluð Skálholtskotsbrú. Hún hefur verið elst, er eina brúin á læknum á Reykjavíkurkorti sem hinn konunglegi stjörnumeistari Lievog gerði árið 1787.
Á korti frá 1801 eru hins vegar fjórar brýr á læknum. Auk Skálholtskotsbrúar er brú við stíginn sem lá upp að þinghúsi bæjarins og Þingholt draga nafn af. Sú brú var á svipuðum slóðum og Amtmannsstígur er nú. Brú er yfir lækinn að tukthúsinu og loks er brú við Arnarhólstraðir þar sem var alfaravegur úr bænum og heim að bænum sjálfum. Sú leið var hins vegar tekin af. Stígurinn sunnan við Kóngsgarðinn tók við af henni og breið og sterk trébrú var sett þar yfir lækinn. Knudtzon kaupmaður lét reisa brauðgerðarhús sunnanvert við stíginn árið 1835 og fékk þangað þýskan bakara, Bernhöft að nafni. Stígurinn dró nafn af iðn Bernhöfts og var ýmist kallaður Bakarastígur eða Bakarabrú. Brúin var einnig kölluð Bakarabrú en annað nafn á henni var Lestamannabrúin. Það nafn dró hún af hestalestum bænda í kaupstaðarferð.
SkólabrúinStefán Gunnlaugsson sýslumaður og síðar bæjarfógeti reisti sér íbúðarhús suður af brauðgerðarhúsunum og vildi fá stíg þangað heim á kostnað bæjarins. Þegar það mál kom til umræðu á borgarafundi 1839 þótti sumum borgurunum sér misboðið og hurfu af fundi. Þeir sem eftir sátu töldu að ódýrast væri að setja „gömlu brúna“ á lækinn syðst í lóðinni og leggja síðan stíg frá henni upp að húsi sýslumanns. „Gamla brúin“, sem þá lá á lausu eins og segir í fundargerð, var annaðhvort brúin við Arnarholtstraðir eða brúin sem áður var á stígnum upp að þinghúsinu. Eftir þetta var hún kölluð Gunnlögssensbrúin.
Allt voru þetta trébrýr. Tvær af þeim brúm, sem enn átti eftir að setja yfir lækinn, voru hins vegar gerðar af höggnum steini, steinbogar eða bogabrýr eins og Rómverjar hinir fornu reistu, einu brýrnar af því tagi á Íslandi.

„Skólabrúin dýra“
Önnur bogabrúin var fyrir neðan hið nýja hús latínuskólans en bygging þess hófst 1844. Til að reisa skólahúsið komu hingað tveir norskir trésmiðir og norskur múrari sem jafnframt var steinhöggvari. Hann hlóð grunninn undir húsið sem var komið undir þak í nóvember. Sökum myrkurs var ekki hægt að ljúka því sem eftir var inni án lýsingar en ekki þótti hættandi á að láta lítt vana verkamenn vinna þar með logandi ljós sér við hlið. Veturinn 1845 var því hafist handa við að sprengja grjót í brúna og jarðþrep framan við skólann ofan við flötina sem hallaði niður að læknum. Grjótið var jafnharðan höggvið til og brúin hlaðin. Kostnaður við hið nýja skólahús fór úr böndunum af ýmsum ástæðum og það átti einnig við um kostnað við brúna. Því var hún kölluð „skólabrúin dýra“.
Nafnið Skólabrú á raunar ekki alltaf við brúna sjálfa heldur slóðann frá skólanum niður undir dómkirkju eða stíginn frá læknum upp að skólahúsinu. Í Ingólfi 1853 er steinboginn kallaður Skólabrú. Í Þjóðólfi 1867 segir að norski múrarinn hafi lagt „brú niður undir kirkjuna“.13 Benedikt Gröndal, sem réðst sem kennari við skólann 1874, segir að gangstígurinn frá læknum upp að skólanum hafi borið þetta nafn og lýsir honum nokkrum orðum. Hann var „alræmdur“ að sögn Gröndals, tíðum „illfær á vetrum í hálku og stormi, en engar grindur utan með til stuðnings og mun þetta gert eftir reglunni „per ardua ad astra“,“ þ.e. enginn verður óbarinn biskup. Yfir lækinn var „steinbrú“ og „ómerkilegt hlið á,“ segir Gröndal enn fremur.
SkólabrúinÞó að hliðið hafi verið „ómerkilegt” í augum Gröndals markaði það í raun réttri skil milli tveggja heima, Reykjavík snauðra tómthúsmanna og Reykjavík embættis- og kaupmanna. Yfir brúna áttu sauðsvartir almúgamenn sjaldan erindi. Sama átti við um brúna fyrir framan Kóngsgarðinn, Stólpabrúna eins og hún var kölluð. Á henni voru grindur og háir og miklir stólpar en sterk vængjahurð lokaði leiðinni til fulltrúa konungsins á Íslandi, stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Svipað hlið var sett á Gunnlögssensbrúna.
Talið er að sement hafi fyrst verið notað við húsasmíðar hér á landi þegar ráðist var í umbætur á dómkirkjunni í Reykjavík 1847. Víst er að sement ásamt kalki var meðal efnis sem flutt var til Reykjavíkur 1844 þegar hafist var handa við að hlaða grunn Lærða skólans.17 Hvort eitthvað af því var notað við það verk skal látið ósagt en ætla má að það hafi verið notað við brúarsmíðina. Liðlega tuttugu árum síðar var samið við Sverri steinhöggvara Runólfsson um að gera steinboga yfir lækinn í stað trébrúarinnar neðst á Bakarastíg. Í samningnum segir meðal annars að frágangurinn „á steinboganum og undirstöðu hans áskilur bæjarstjórnin að verði allur hinn sami með reglulega höggnum steinum og annarri vöndun verksins og traustleika eins og steinboginn undir skólabrúnni“. Þá er enn fremur tekið fram að til múrverksins skuli „brúka vandað cement og ekki kalk“. Ekki er ólíklegt að þetta ákvæði í samningnum sé einmitt til komið vegna þess að þannig hafi verið að verki staðið við Skólabrúna.

Steinboginn við Bakarastíg
SteinbogabrúinSverrir Runólfsson hafði numið iðn sína í Danmörku. Hann kom heim 1860 og var einn helsti verktakinn við ýmsar framkvæmdir í Reykjavík næstu árin, gerði „við rennur með sínu lagi og við götur og vegi bæði í Reykjavík og í sýslunni og þar með steinboga yfir lækinn í Reykjavík við hvur verk flest hann mætti ólempni bæjarstjórnarinnar þar svo furðu gegndi en kom þó öllu sínu fram,“ segir hann í ævisögu sinni.
Óvíst er hvort hugmyndin um steinbogann hefur verið runnin undan rifjum Sverris sjálfs. Haustið 1865 ritaði hann Óla P. Finsen bæjarfulltrúa bréf og bauðst til að leggja sjö álna eða um 4,4 metra breiðan múraðan steinboga með steinveggjum á báðum köntum „í stað gitterverks“, þ.e. rimla, yfir lækinn á alfaraveginum upp á Bakarastíginn og kæmi steinboginn í staðinn fyrir trébrúna sem þar var þá. Þetta orðalag, „í stað gitterverks“, gæti bent til þess að einhver bæjarfulltrúanna, ef til vill Óli P. Finsen sjálfur, hafi ámálgað það við Sverri að hann tæki að sér að gera steinboga með „gitterverki“ yfir lækinn. Kostnaðurinn gerði Sverrir ráð fyrir að yrði allt að þrjú hundruð ríkisdalir en þetta sama ár námu áætlaðar tekjur bæjarins um tólffaldri þeirri upphæð. Hér var því í mikið ráðist. Trébrúin var hins vegar orðin hrörleg enda þarfnaðist hún „aðalaðgjörðar“ þegar hér var komið sögu. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar. Þó að bæjarfulltrúum þætti margt óljóst í tilboði Sverris vildu þeir ekki með öllu varpa fyrir róða „hugsuninni með múraða steinbogabrú í stað trébrúar“. Þeir fólu því einum úr sínum hópi, Jóni Guðmundssyni ritstjóra Þjóðólfs, að semja við Sverri en einkum þó að setja honum ýmis skilyrði sem þeim þótti nauðsyn bera til að sett væru, gera með öðrum orðum við hann verksamning, semja verklýsingu til að vinna eftir og setja ákvæði um verklok en allt var þetta eitt og sama plaggið. Steinbogabrúin skyldi vera sjö álna breið (þ.e. um 4,4 m) með traustri og múraðri undirstöðu, segir í verksamningnum og boginn svo hæfilega upphafinn og hvelfdur að hvirfill hans að neðanverðu væri að minnsta kosti sex þumlungum hærri en bitarnir í trébrúnni í beinni línu frá botni lækjarins. Í stað steinveggja á báðum köntum eins og Sverrir lagði til vildu bæjarfulltrúarnir að kæmu fjórir stólpar úr höggnum steini með hæfilegri hæð, sinn á hverju brúarhorni og þannig um búið að járnteinn yrði þar í festur sinn hvorum megin en holur höggnar í steinbogakantinn, tvær hvorum megin milli stólpanna, og járnstólpar festir í með renndu blýi um kring. Fyrir þetta verk var bæjarstjórnin reiðubúin að greiða þrjú hundruð ríkisdali alls en í þeirri greiðslu skyldi fólgið „allt efni, er verk þetta útkrefur, að því er áhrærir grjót og cement, og vandaða uppfyllingu aftan á steinboganum sjálfum, sömuleiðis öll verk, er að þessu lúta, hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis öll tól og áhöld, er þar til útheimtast, þar á meðal allt tréverk (stillads), bæði að efni og smíði til þess að mynda steinbogann og halda honum uppi, uns hann er fullgjörður. Þér múrmeistarinn getið því ekki átt neinn aðgang að bæjarstjórninni um neina sérstaka borgun, eða aukaborgun fyrir neitt þess leiðis“.
Verklok miðuðust við tíunda dag frá komu póstskipsins í annarri ferð sinni hingað vorið 1866 en gert var ráð fyrir að það kæmi í maíbyrjun. Skyldi hin nýja steinbogabrú þá vera alfær yfirferðar.

Heimild:
-Vegagerðin, Framkvæmdafréttir, 33. tbl./06.
-Úr bókinni „Brýr að baki“, sögu brúargerðar á Íslandi.
-Anna Lísa Guðmundsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir – Lækurinn, fyrr og nú, MR, Reykjavík 2007.

Reykjavík 1801

Reykjavík 1801.

Grafarsel

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703) er m.a. fjallað um jörðina Gröf, sem þá tilheyrði Mosfellssveit.

Grafarsel

Grafarsel.

Talsverðar kvaðir hafa verið á jörðinni sbr.: „Kvaðir eru mannslán, hestlán bæði til alþingis og annarstaðar, jafnvel stundum norður í land og ýmsar áttir, og þetta stundum til samans á einu ári. Dagslættir tveir. Hríshestar tveir. Móhestar einn eður tveir. Torfskurður. Hest til að flytja lax úr Elliðaám. Skipaferðir. Timbur í Þingvallaskóg að sækja. Húsastörf á Bessastöðum. Fóður mikið eður lítið; allar þessar kvaðir so undir komnar og með slíkum skilorðum sem áður er sagt. Mesta fóður það menn muna var hestur útgjörður um allan veturinn, sem ekki þreifst og drapst frá heyjum um sumarmálaskeið, hann mátti bóndinn betala Jóhann Klein, og í tíð Heidemanns gamalt naut.
Engjar mjög litlar. Kvikfjenaður vi kýr, i kvíka tvævetur, viii ær með lömbum, ii hestar, i hros.“ Þá segir að „selstöðu á jörðin í hemalandi, sem nauðsynlegt er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“
Þann 30. maí 1987 var Grafarselið friðlýst (þinglýst 26.06.’87). Það stendur á fallegum stað undir Selbrekkum norðaustan austurenda Rauðavatns. Selbrekkur eru sunnan Grafarheiði. Umhverfið er dæmigert fyrir sel er lögðust hvað síðast af á Reykjanesskaganum; grónar en greinilegar tóftir og grasvænar brekkur umhverfis. Tóftirnar, sem eru þrjú rými, þ.a. tvö samtengd, standa í skjóli vestan undir brekkunum, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt neðan þeirra er hóll, sem líklega geymir kvína. Gamall uppþornaður lækjarfarvegur er norðan við selið og hefur hann sennilega verið ástæða staðsetningar þess þarna í brekkunum.

Letursteinn

Letursteinn.

Selstæðið er mjög fallegt og á góðum stað. Það má eiginlega segja að það sé komið inn í borgina því byggðin hefur nánast teygt sig upp að því. Einmitt þess vegna eru staðsetningin og tóftirnar sérstakar. Þá eru þær og ágætur fulltrúi seljanna (af þeim 173 sem skoðuð hafa verið) á Reykjanesskaganum. Það er miðlungsstórt af seli að vera. Stekk er hins vegar ekki að sjá í nágrenni við selstöðuna.
Bæði hefur trjám verið plantað nálægt selinu og birkið hefur náð að vaxa upp í brekkunum. Ofar er holt.
Í Rauðavatnsskógi eru bæði góðir göngustígar og nægt rými. Umhverfið er hið fallegasta. Umfeðmingur, blágresi og smjörgras ásamt fleir blómategunum vaxa þar utan barr- og birkitrjáa.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað var 1946, en undanfari þess var Skógræktarfélag Íslands, stofnað 1930, sem þá breyttist í landssamtök skógræktarfélaga. Fyrsta skógræktarfélagið var raunar stofnað upp úr aldamótum en starfsemi þess lognaðist út af nokkrum árum síðar, þótt brautryðjendastarf frumherjanna gleðji nú gest og gangandi við Rauðavatn.

Grafarsel

Grafarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) er mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Það líkist nokkuð sortulyngi, en blöðin eru ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík. Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum, en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði.
Á síðari árum hefur það einnig fundizt í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn, og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt.
Sauðahús er allnokkuð sunnan Grafarsels, í landi Hólms. Hún er u.þ.b. 20 metra löng, tvískipt. Innri og minni hlutinn hefur hýst hlöðu. Vel sést móta fyrir henni í hlíðinni fast ofan skógarmarkanna. Neðan hennar, inni í skóginum eru greinilegir garðar er mynda ferkantað gerði.
Á móhól skammt sunnan við Rauðavatn er fjárborg. Vel sést móta fyrir henni á hólnum. Hún hefur verið gerð úr nokkuð stórum steinum neðst, en síðan hefur hún verið tyrfð. Borgin er á fallegum stað, en líklega vita fáir, sem þarna eiga leið um, hvaða mannvirki þetta gæti hafa verið.
Þá er hlaðin rétt um 170 metrum sunnan fjárhússtóftarinnar, ca. 5×5 m. Hún er ferköntuð og án dilka. Í veggnum að norðanverðu er letursteinn með ártali frá 19. öld og áletrun.

Heimild m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, Kaupmannahöfn 1923-1924 (endurprentað í Odda 1982), bls. 205.

Grafarsel

Grafarsel.

Ísólfsskáli

Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur var áhugasömum bæjarbúum boðið í göngu- og fræðsluferð að Selatöngum. Tilgangurinn var auk þess að kynna nýútkominn bækling Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Um 90 manns þáðu boðið. Í stuttu máli var ferðin mjög vel heppnuð.
Gengið var um Selatanga, skoðaður brunnurinn, búðirnar, verkunarhúsin, þurrkbyrgin, garðarnir og smiðjan, kíkt á Dágon, litið í Ketilinn í Katlahrauni og skoðaðar refagildrur. Loks gekk bróðurparturinn af hópnum vestur eftir Vestari Tangagötunni (Ísólfsskálagötu) yfir að Skála þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.
Gangan þangað tók 41 mínútu.
Þátttakendur voru bæði jákvæðir og áhugasamir, sýndu göngudug, nutu sólarinnar og hreina loftsins, virtu fyrir sér minjarnar og nutu sögunnar uns ýmist var gengið eða ekið að Ísólfsskála þar sem þáð var kaffi og meðlæti, sem fyrr sagði.
Frábært veður með frábæru fólki. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Selatangar

Bæklingur Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga.

Lágafellssel

Skúli Helgason ritaði grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 1981 er bar yfirskriftina; Gamla rústin við Fóelluvötn – og fólkið sem þar kom við sögu. Í henni (10 bls.) kemur m.a. fram eftirfarandi:
Helgi„Það var haustið 1979 að ég sem þetta rita brá mér eitt sinn inn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Fékk ég að líta í málsskjöl, sem eru geymd viðkomandi landaþrætum milli Hólms, Lækjarbotna og Elliðakots á áratugunum 1870-1890. Meðal þeirra manna sem þar koma fram sem vitni að gefa upplýsingar um landsvæðið þar efra var Geir kaupmaður Zoëga. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1830 og dvaldi og bjó þar alla ævi, en hann andaðist árið 1917. Hann hafði verið fróður um nágrenni Reykjavíkur, einkum á svæðinu þar efra, upp um Fóelluvötn til Kolviðarhóls og inn í Marardal. Hafði hann farið þangað fyrr á árum í sumarútreiðartúra sem fleiri Reykvíkingar, er voru þess megnugir að eiga hesta.
Í áðurnefndum vitnaleiðslum, sem fram fóru sumarið 1891, er eftirfarandi bókað eftir Geir Zoëga, sem þá var 61 árs:
„Vitninu var sagt það ungling, að kona nokkur, Guðrún Hákonardóttir, einhverntíma milli 1820-1830, hafi byggt kofa og búið í Fóelluvötnum sem afréttarlandi.“

Rústin

Til að skyggnast aðeins inn í þessa liðnu atburði lá nú fyrst að vita hvort íverukofinn, sem nefndur er við Fóelluvötn, væri nú framar finnanlegur. Til þess var leitað á vit þess manns, sem nú er meira en áttræður og hefur dvalið alla ævi á sama bæ. Hann er bæði greindur vel og langminnugur, eins og hann á kyn til. Þessi maður er Karl Nordal, bóndi á Hólmi við Suðurlandsbraut. Hann tók erindi mínu vel og kannaðsit hann við gamla rúst fyrir norðvestan Vötnin. Sagði hann að það væru þær einu rústir sem hann vissi til að væru þarna á stóru svæði, að fráteknum „Vatnakofanum“ við Sandskeiðið, sem væri hinn gamli sæluhúskofi og var uppi standandi fram á þessa öld og margir eldri menn muna vel eftir. Karl á Hólmi var svo vinsamlegur að bjóða mér leiðsögn sína upp fyrir Fóelluvötn að finna rústina, ef mig fýsti að fara þangað og líta þar á fornar mannvistarleifar.
Þegar þarna upp eftir kom fann Karl fljótlega rústina, þótt hann hefði ekki að henni komið um síðastliðin sextíu ár. Rústin er dágóðan spöl suðvestur af Lyklafelli, gengur þar heiðardrag nokkurt til suðurs frá Fóelluvötnum. Nefnist það Eystri-Vatnaásinn.
HelgiEftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gullbringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rústin við Fóelluvötn er eftir.
Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Skildinganesi 1796 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Fluttist hann svo upp að Lágafelli í Mosfellssveit með foreldrum sínum, er þau fóru frá Skildinganesi. Guðmundur hefur vafalaust verið dugnaðar- og atorkumaður sem bræður hans áttu kyn til. Um svipað leyti og Guðmundur fluttist upp að Lágafelli kom þangað stúlka um tvítugsaldur neðan úr Reykjavík. Hét hún Guðrún Hákonardóttir, talin fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd árið 1795.

Helgi

Þau Guðmundur á Lágafelli og Guðrún Hákonardóttir gengu í hjónaband um 1818. Um þær mundir hafði hún lært ljósmóðurfræði og gegndi síðan ljósmóðurstörfum í Mosfellsveit um fjölda ára. Áttu þau nokkur börn sem upp komust og eru ættir frá þeim komnar. Þau hjón bjuggu á Lágafelli í tvíbýli til 1826. Á hinum hluta jarðarinnar bjó faðir Guðmundar uns hann andaðist 1822. Jörðin hefur sennilega verið fullsetin. Árið 1822 eru á báðum heimilum yfir 20 manns, bú hefur verið stórt og efnahagur góður. Um þessar mundir virðist Guðmundur bóndi yngri hafa tekið þá ákvörðun að efna til nýbýlisbyggingar og þá hafi hann komið auga á landspildu nokkra við Fóelluvötnin.
Eins og áður er að vikið er fram undan Lyklafelli, þó nokkurn spöl til suðvesturs, hæðardrag fram í Fóelluvötnin, en þau kannast felstir Reykvíkingar við. Hæðardrag þetta-Eystri-Vatnaásinn, liggur til suðurs. Fremst á því er klettabelti, reyndar tvö með stuttu millibili. Framundan því efra til suðvesturs er lítil brekka, gróin og græn hvert sumar, falleg tilsýndar og blasir við sunnan frá um nokkra vegalengd. Fyrir neðan þessa brekku er mýrardrag með vatnsrennsli í úrkomutíð. Svipað er einnig hinum megin við hæðardragið, en þar er efri hluti Fóelluvatnanna.
Þennan stað hefur Guðmundur á Lágafelli haft í huga er hann hugði til nýbýlisbyggingar. Suðvestan undir klettabeltinu fyrrnefnda hefur hann trúlega viljað byggja bæ sinn, þar hallar vel frá, skjólgott fyrir norðaustannæðingi, því að klettarnir mynda þarna nokkurn skjólgarð á litlu svæði. Eigi er nú vitað við hverja Guðmundur hefur samið um að fá að byggja þarna, trúlega hefur hann í það minnsta fengið munnlega heimild til þess hjá hreppstjórum Seltjarnarneshrepps og þeir hafa álitið svæði þetta vera óskipt afréttarland, en það munu Elliðakotsbændur ekki hafa viljað vera láta.
RústinNú gerist það þann 11. desember árið 1822 að Guðmundur á Lágafelli ritaði sýslumanninum í Gullbringusýslu, Ólafi Finsen, eftirfarandi bréf, eða mætti ein nefna það tilkynningu, sem var svohljóðandi: „Að ég undirritaður hefi ásett mér með tilvonandi leyfi yfirvalda að byggja eftirleiðis bæ og reisa bú í svonefndum Fóelluvötnum fyrir ofan Mosfellsveit og Seltjarnarneshrepp, auglýsist hér með eftir fyrirmælum tilskipunarinnar af 15. apríl 1776.“
Eigi mun sýslumaðurinn hafa svarað bréfi þessu strax, heldur skotið því fyrst til amtúrskurðar. En það er nokkurnveginn víst, að Guðmundur hefur hafið framkvæmdir þarna suður frá vorðið 1823. Eigi hefur hann þó beinlínis byrjað á venjulegri bæjarbyggingu, heldur byggt þarna hús, sem hann hefur hagnýtt  fyrir selstöðu. Hústóftin sést enn nokkuð vel. Hún er nú fyrir löngu fallin saman (veggir hrundir inn) og því er nokkuð erfitt að sjá hvað hún hefur verið stór nema að grafin væri upp, en eftir því sem næst verður komist hefur hún verið 3 álnir á breidd eða um 1.80 m, en lengdin 11-12 álnir, um 8 m.

Rústin

Trúlega hefur húsinu verið skipt í tvennt, verið í því milligerð. Gaflhlaðið er jarðfast bjarg, næstum jafnbreitt tóftinni, það er að líkindum meðalmanni í axlarhæð af gólfi, ef grafið væri niður í það, og næstum því lóðréttur flötur sem inn í húsið hefur snúið. Eins og áður segir, hefur húsinu verið skipt í sundur innan veggja, þar hefur verið svefnhús (selbaðstofa) og mjólkurhús. Þar að auki hefur verið eldhúskofi, máske utan veggja, sem ekki er nú vel hægt að átta sig á, en svona var húsaskipun háttað almennt í hinum gömlu seljum. Auk þessara húrústar sem er nokkuð greinileg, virðist votta fyrir ógreinilegum hleðslum, sem gætu verið miklu eldri, og þá kemur manni til hugar, að þarna hafi máske einhverntíma áður verið sel, á 18. öld, og þá ef til vill frá Skildinganesbændum. En um þetta verður nú ekkert fullyrt framar.

Húsið

Það virðist sem Guðmundur á Lágafelli hafi verið þarna með búsamla sinn (fráfærurær og kannski kýr) um næstu þrjú sumur. Þá fyrst er það sem sýslumaðurinn svarar fyrrgreindu bréfi Guðmundar. Þar vitnar hann til úrskurðar amtmanns. Er Guðmundi þar bannað að byggja nokkuð við Fóelluvötn fyrr en hann sé búinn að fá útmælt land til nýbýlis. Bréf sýslumanns, dags. 1. des. 1825, er svohljóðandi: „Eftir að ég hafði sent amtinu bréf yðar til mín um að útmæla yður jarðarstæði upp í þeim svonefndu Fóelluvötnum, hefur hann svarað því á þá leið, að þar eð þér ekki hafið sannað það að yðar fyrirtæki að byggja í Vötnunum sé löglega lýst, eins og þér í bréfi til amtsins af 11. des. 1822 útþrykkilega hafið sagt frá, að þér væruð búinn að gjöra þá ráðstöfun, að byggingaráformi yðar yrði þinglýst á hinni næstkomandi landsyfirréttarsamkomu, og þér þar hjá með því að byrja í Vötnunum með selstöðu og nokkurs konar útibú leyfislaust og án yirvaldsins tilhlutunar, hafið breytt ólöglega og þvert á móti Jónsbókar landleigubálki, 43. og 46. kap. og þar með orsakað mæðu og mótsagnir, svo finni hann í þetta sinn enga orsök til að leyfa yður það umbeðna, en skylduð þér þrátt fyrir það forboð, sem þegar gjörð eru eða hér eftir kunna að verða gjörð, ekki viljað sleppa þessu yðar fyrirtæki, verður það öldungis að koma á þá skoðunargjörð sem á plássinu yrði að haldast hvar hjá það hlyti af sjálfu sér að ef þar fengist að byggja, að nýbyggjarinn yrði að byggja þar reglulegan bóndabæ og rækta þar tún sem best verður, samt annaðhvort sjálfur búa þar eða eftir kringumstæðum byggja jörðina öðrum.
Eldri minjarEftir framanskrifuðum amtsins úrskurði hlýt ég því hér með alvarlega að fyrirbjóða yður að hafa frá næstkomandi vordögum nokkra selstöðu eða útibú í fyrrnefndu plássi, allt svo lengi sem þér ekki hafið fengið öðlast þar yðar löglega útmælt jarðarstæði.“
En þrátt fyrir þessi fyrirmæli og bann sýslumanns frá amtmanni virðist Guðmundur á Lágafelli ekki hafa viljað gefast upp fyrir framkvæmdir sínar í Fóelluvötnum. Og næsta sumar, 1826, hefur hann flutt búsamala sinn suður eftir eins og undanfarin sumur. Tíminn líður nú fram til 8. júlí (1826). Þá sendir sýslumaður stefnuvottunum í Mosfellsveit eftirfarandi fyrirskipun til birtingar Guðmundi á Lágafelli. Færir sýslumaður hana jafnframt inn í bréfabók sína og nefnir „auglýsingu“. Í henni ítrekar sýslumaður fyrri ákvörðun amtmanns og hans um „að láta útmæla honum jarðnæði í Fóelluvötunum, og ég þar þá fyrirbyði honum að hafa framvegis selstöðu eður útibú í téðu plássi, þar er hún væri ólögmæt… Því vildu stefnuvottarnir í Mosfellsveit á löglegan hátt birta honum, að hann verði viðliggjandi lagaákæru og sektar eiga að hafa burt flutt allan sinn búfénað úr fyrrgreindri selstöðu innan þriggja daga að reikna frá því honum þetta auglýsist…“.
TóftirEkki er vitað hvort Guðmundur á Lágafelli hafi horfið heim með búsmala sinn í júlí 1826, eins og honum var fyrirskipað. Báðir foreldrar Guðmundar á Lágafelli önduðust þetta sumar. Hinn látni, Guðmundur Jónsson á Lágafelli, var talinn eiga tvo þriðju hluta „í húsinu við Fóelluvötn“, og eru þeir virtir á 14 ríkisdali, 64 skildinga. Það jafngilti á þeim tíma nokkurn veginn einu kýrverði (3-8 vetra). Af þessu má sjá, að þarna hefur enginn smákofi verið byggður heldur talsvert mikið hús. Erfði Guðmundur á Lágafelli þessa 2/3 hluta af húsverðinu, hinn þriðja partinn hefur hann átt sjálfur. Hvað húsið hefur staðið lengi við Vötnin veit nú enginn, en trúlega ekki mörg ár. Það hefur verið rifið og viðirnir fluttir þaðan burtu.
Vitnisburður Geirs Zöega árið 1891 segir að Guðrún Hákonardóttir hafi búið í Fóelluvötnum. Guðrún hefur sennilega verið þarna sjálf selráðskona en aldrei haft þar vetursetu. Geir Zöega hefur vafalaust munað Guðrúnu vel, bæði uppalin í Reykjavík. Hún hefur áreiðanlega verið nokkuð þekkt kona og því hefur nafn hennar og minning lifað miklu lengur en Guðmundar manns hennar, sem dó löngu fyrr en hún sjálf. Trúlega hefur hún verið nokkuð mikil fyrir sér og ekki látið hlut sinn fyrir neinum smámunum.
Guðmundur Guðmundsson, maður Guðrúnar Hákonardóttur, varð ekki maður gamall. Hann drukknaði í fiskiróðri frá Seltjarnarnesi þann 6. apríl árið 1830, var hann þá hálffertugu að aldri. Á þessum mannskaðadegi fórust ekki færri en 15-20 menn í sjó á Seltjarnarnesinu, að vísu áttu þeir ekki allir þar heima.
SelvarðanGuðrún Hákonardóttir hefur verið kona um hálffertugt er hún varð ekkja. Hún bjó áfram á Lágafelli um nokkur ár. Árið 1835 er hún þar í tvíbýli, talin 41 árs gömul ekkja og „yfirheyrð ljósmóðir“ (þ.e. lærð ljósm.). Börn hennar og Guðmundar urðu 7 talsins. Það yngsta fæddist eftir að Guðmundur drukknaði. Guðrún fer síðan að Stardal (1940). Árið 1855 er Guðrún komin að Laxnesi þar sem dóttir hennar er fyrir búi. Árið 1856 flytur Guðrún frá Laxnesi upp að Márstöðum í Akraneshreppi þar sem synir hennar munu hafa búið. Á Márstöðum dvaldist hún til æviloka, 2. desember 1859, 64 ára gömul.“
Með greininni fylgdu myndir af höfundi í rústinni.
FERLIR skoðaði rústina við Eystri-Vatnaásinn. Ljóst er að þar hefur verið stekkur. Þegar nágrenni hans var skoðað komu í ljós þrjár aðrar rústir; tvær litlar með op mót vestri og ein stærri og reglulegri, efst á ásnum. Hann er vel gróinn að vestanverðu. Hlaðinn veggur sést sunnan í húsinu, en gróið er yfir nyrðri vegginn. Norðvestan undir því eru minni tóftirnar, sennilega leifar eldri selstöðu. Húsið er litlu stærra en stekkurinn, en breiðara. Fyrir ókunnuga gæti verið erfitt að átta sig á minjaleifunum, en þær, sem og staðsetning þeirra, er augljós þegar að er gáð; í skjóli fyrir austanáttinni.
Selvarðan er á aflöngu klapparholti skammt norðar. Hún sést mjög vel þegar komið er að henni úr norðri, þ.e. frá Mosfellsveit. (Sjá meira um Fóelluvötn HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Skúli Helgason – Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.

Selstaðan

Haldið var með nokkrum HERFÍS-félögum í hellinn Trölla í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Opið er í u.þ.b. 8 metra djúpu niðurfalli dyngjuhrauns Vörðufellsgígsins og er að jafnaði lokað vegna snjóa a.m.k. 10-11 mánuði ársins.

Trolli-500

Frá því og niður í hvelfingu eru um 6 hallandi metrar. Þegar í hana var komið og hún hafði verið skoðuð kom niðurstaðan: „Eins og loftið er nú flott er hér ekkert meira að sjá!“
Að fenginni langri reynslu (þar sem þessi setning hefur hljómað margsinnis að undangengnum merkustu hellafundum síðustu ára) var athyglinni beint að gólfinu. Það „andaði“ köldu. Ekki gat það komið af engu.

Bra-500

Steinar voru fjarlægðir, síðan forfærðir og áfram var rótað með höndunum. Skyndilega opnaðist leið niður á slétt gólf „andans“ meginrásina. Um var að ræða op á þaki hennar. Dýptin niður á gólfið virtist um 6 m.
Næsta verkefni verður að fara með stiga upp í Trölla með það fyrir augum að komast niður í meginrásina, sem að vonum gæti verið í stærra lagi! Hellirinn vonumglaði er í Grindavíkurlandi.

Trölli

Trölli – op.

 

Þormóðsdalur

Gengið var að fyrrum gullvinnslusvæðinu í Þormóðsdal og kíkt á nýlegt svæði þar sem gerðar hafa verið tilraunaboranir í sama tilgangi og fyrrum. Það mun hafa verið Einar Benediktsson, skáld, sem beitti sér fyrir Útsýni frá námusvæðinu - í boði Landsvirkjunnarnámugreftrinum fyrrum (1905). Náman stóð lengi opin, en nú hefur verið rutt fyrir opið til að fyrirbyggja að einhver fari sér að voða í göngunum. En það er fleira merkilegt – og jafnvel merkilegra – í Þormóðsdal en gull, því ekki er allt gull sem glóir. Vitað er að gullvinnsla bæði mengar og raskar umhverfinu verulega og ekki síður varanlega. Meginútsýninu neðst í Seljadal hefur einnig verið verulega raskað (í boði Landsvirkjunnar), en vonandi ekki varanlega.
Seljadalsáin sjálf virðist líka luma á fleiru en tæru vatni…
Á vefsíðu þann 8. des. 2005 kom m.a. eftirfarandi fram um fyrirhugaða frekari gullvinnslu: „Gull í námu er hins vegar ekki endurnýjanlegt. Það er flutt burtu og kemur aldrei aftur. Gullvinnslu fylgja gríðarleg náttúruspjöll. Heilu hlíðunum, heilu fjöllunum er beinlínis skolað í burtu. Klettar sprengdir upp. Grónu landi breytt í ógeðslegt drullusvað. Þeir sem hafa komið á svona svæði skilja við hvað er átt. Reyndar getur náttúran sloppið vel ef ríkar gullæðar finnast. Því er ekki að heilsa hér. Gullmagnið er við Gamla námusvæðiðneðri mörk hins vinnanlega (og líklega rétt undir þeim). Það þýðir aðeins eitt; hámarks náttúruspjöll. Hvers vegna hafa náttúruverndarmenn okkar ekki látið í sér heyra um þetta mikilvæga mál?“
Í fréttum RÚV 10. des. 2005 sagði m.a.: „Mikið rask af gullgreftri – Nútímavinnsla á gulli er alltaf umhverfisvandamál, segir prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands. Vinnslunni fylgir mikið rask og blásýra er notuð til að greina gullið frá jarðveginum. Rannsóknarboranir til gulleitar eru í þann mund að hefjast í Þormóðsdal ofan Reykjavíkur. Jarðrask og eiturefnahætta fylgir nútímavinnslu á gulli. Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, segir gullvinnslu alltaf vera umhverfisvandamál, mismunandi þó eftir aðstæðum. Algengast sé að greina gullið úr jarðveginum með því að leysa það upp í blásýru í opnum tjörnum. Eftir helgina eiga að hefjast rannsóknarboranir í Þormóðsdal ofan Reykjavíkur til að kanna hvort nægilega mikið gull sé í jarðveginum og hversu stór hugsanleg náma yrði. Finnist nægilega hátt hlutfall gulls í berginu, gæti talist fýsilegt að hefja gullvinnslu.“
Jarðhitaútfelling í bergi í BúrfelliÍ annarri frétt RÚV um efnið þann 15. des. 2005 sagði: „Borað eftir gulli í Þormóðsdal – Borun er hafin á gullleitarsvæðinu í Þormóðsdal, rétt ofan við Reykjavík. Áætlað er að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í apríl og verður þá hugsanlega hægt að meta hvort gullmagnið í berginu sé nægilega mikið. Borun er hafin á gullleitarsvæðinu í Þormóðsdal, rétt ofan við Reykjavík. Áætlað er að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í apríl og verður þá hugsanlega hægt að meta hvort gullmagnið í berginu sé nægilega mikið. Eins og fréttastofa Sjónvarps greindi frá í síðustu viku hafa breskir áhættufjárfestar lagt um 100 miljónir króna í gullleitina en það er íslenska fyrirtækið Melmir sem sér um verkið. Fyrirtækið hefur áður borað eftir gulli á þessum sama stað. Notaður er kjarnabor frá Jarðborunum og þegar fréttastofu bar að garði um miðjan dag voru þar fjórir menn að störfum. Stefnt er að því að unnið verið á tveimur vöktum allan sólarhringinn næstu mánuði. Boraðar verða 30 holur niður á allt að 100 metra dýpi. Þetta er í þriðja sinn sem leitað er að gulli í Þormóðsdal en það var síðast gert fyrir tæpum áratug. Fyrri rannsóknir sýndu að bergið er afar gullríkt og eru menn því nokkuð bjartsýnir.“
Þá greindi RÚV enn þann 24. sept. 2006 frá gullleitinni: „Gullleit í Þormóðsdal lofar góðu – Meira gull hefur fundist í Þormóðsdal en menn þorðu að vona. Niðurstöður rannsóknarborana Melmis vegna gulleitar eru að koma í ljós. Gullleit hefur staðið yfir víða um land og lofa fleiri staðir góðu. Búið er að bora 32 holur, allar í landi Þormóðsdals og Búrfells rétt í grennd við Hafravatn í Mosfellsbæ. Niðurstöður eru alljákvæðar að því er virðist. Rannsóknarleyfi fyrir frekari gullrannsóknir hafa verið gefin út fyrir 14 svæði á landinu. Um tonn af grjóti þarf til að vinna 30-40 grömm af gulli.“
Svæðið - loftmyndLjóst er, þrátt fyrir framangreindar fréttir, að lítil von sé til þess að gullvinnsla verði hafin á svæðinu. Bæði er kostnaðarhlutfallið við vinnsluna mikið og ávinningsvonin lítil, auk þess sem umhverfismálin vega þyngra nú en þau gerðu einungis fyrir nokkrum misserum síðan.
Hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Demantar finnast einkum í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, svo og í sand- og malarlögum þar sem þeir sitja eftir þegar mýkra berg eyðist. Málmarnir gull (Au), silfur (Ag) og kopar (Cu) finnast einkum í fellingamyndunum, til dæmis Andes- og Klettafjöllum á vesturjaðri Ameríku, í Úralfjöllum, á Cornwall í Englandi og Harz-fjöllum í Þýskalandi (Harz-fellingin) og svo framvegis, auk fornra og rofinna fellingamyndana, til dæmis í Kanada og Ástralíu. Oftast tengjast þessar myndanir graníthleifum í jörðinni þannig að meðan hleifarnir voru að kólna og kristallast safnaðist vatn og ýmis efni, meðal annars þessir málmar, í síðustu bráðina og mynduðu loks æðar í granítinu og í grannberginu í kring. Að auki olli hið kólnandi granít hringstreymi grunnvatns um bergið sem leysti út málma úr berginu meðan vatnið var að hitna og felldi þá út annars staðar þegar það kólnaði. Á einum stað í Búrfelli má sjá þessar aðstæður.
Ýmislegt er núorðið vitað um þau ferli sem að verki eru við samsöfnun þessara tiltölulega sjaldgæfu efna í nemanlegt form, en um gullið var lengstum sagt að það “finnist þar sem það finnst,” nefnilega að ekkert nema heppni gæti leiðbeint gullleitarmönnum. Gull finnst eingöngu sem málmur, en hin efnin tvö, silfur og kopar, einkum í ýmsum samböndum, oftast sem súlfíð. Algengasta koparsteindin er eirkís (FeCuS2) en silfur myndar til dæmis argentít (Ag2S). Hlunkar af koparmálmi hafa fundist í basalti, til dæmis í Færeyjum og Kanada, og er talið að jarðhitalausnir hafi safnað málminum saman. Sömuleiðis finnst silfurmálmur stundum í jarðhitaæðum í bergi. Jarðhitaæðar eru víða í Búrfelli.
GÓþekkt steintegund í Seljadalsáerð hafa verið nokkur tilhlaup til málmleitar hér á landi – frægar eru fyrrnefndar tilraunir árið 1905 á vegum Einars Benediktssonar við Þormóðsdal í Mosfellssveit og annarra manna í Vatnsmýri í Reykjavík 1907. Sennilegt er að Vatnsmýrar-gullæðið hafi byggst á svikum eða misskilningi, en síðari tíma gullleitir benda til þess að Einar Benediktsson hafi verið furðulega heppinn með jarðfræðinga eða gulleitarmenn og þeir rambað á vænlegasta gullstaðinn á landinu. Kvarsæðin við Þormóðsdal er þó sennilega alltof lítil að rúmmáli til að gullvinnsla borgi sig, og sama á við um koparvinnslu í Svínhólanámu í Lóni þar sem nokkuð er af eirkís í æðum ásamt öðrum málmsteindum, og talið hafa myndast úr kvikuvessum.
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Gull er því yfirleitt blandað öðrum málmum eins og silfri (Ag), platínu (Pt), sinki (Zn) eða kopar (Cu).
Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2. Algengustu afbrigðin eru rauð-, gul- og móleit en sjaldnar græn. Litbrigðin eru hins vegar sennilega nær óendanlega mörg, stundum í sama steininum. Jaspis er ógagnsær, jafnvel á skelþunnum brúnum. Hann myndast einkum við lághita-ummyndun þar sem hann fellur út úr kísilmettuðu grunnvatni. Hér á landi finnst hann einkum sem holu- og sprungufylling í tertíeru bergi, og samkvæmt Íslensku steinabókinni eftir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson er þekktur fundarstaður í Hestfjalli í Borgarfirði.
Í ferðinni rak FERLIR augun í „grænleitt“ í Seljadalsánni skammt frá gamla gullleitarsvæðinu. Það skyldi þó aldrei vera….
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín. (Sjá meira um nágrenni Þormóðsdals.

Heimildir m.a.:
-Britannica Online.
-h.i. visindavefur

Járnbrautarteinn

Vatna-Sæluhús

Eftirfarandi upplýsingar bárust FERLIR í tölvupósti: „Ég fann tvær rústir á Sandskeiðinu  þ.e. við austur endann. Þetta virðast vera hlaðnir brunnar rétt við þar sem gamla þjóðleiðin lá upp á Bolaöldurnar. Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta, þá hefði ég ánægju af að sýna ykkur staðinn.“
HleðslurGengið var að framangreindum hleðslum skv. ábendingum viðkomandi. Þær eru á grónum mel skammt frá uppþornaðri stórri tjörn er gæti hafa tilheyrt Fóelluvatnasvæðinu, undir svonefndu Ölduhorni. Gamli akvegurinn liggur þar skáhallt upp Ölduna. Nýrri vegur hefur síðan verið gerður upp hana svolítið vestar. Aðrir vegir eru þarna, en þeir hafa verið hluti af braggahverfi, sem þarna var á stríðsárunum og tengdust Sandskeiði. Varðturn var þarna ofar við veginn og hlið.
Fyrirhuguð er stækkun á flugvallarsvæðinu á Sandskeiði til austurs. Framangreindar hleðslur eru skammt innan þess svæðis.
Þarna gæti hafa verið gömul þjóðleið  vestan við vatnasvæðið, framhjá sæluhúsi, sem er á klapparhól þar nokkru norðar. Hún gæti líka hafa legið á millum vatnanna, ofan við Neðri-Fóelluvötun að vestanverðu og síðan vestan með Efri-Fóelluvötnum og þá nokkuð austar.

Hleðsla

Hleðslurnar sjást, en eru jarðlægar. Önnur virðist hringlaga, en óreglulegri lögun á hinni. Eitt hleðslufar virðist hafa verið um að ræða. Bil milli þeirra er ca. 12 metrar. Hugsanlega gæti þarna hafa verið mörkuð brunnsvæði fyrir menn og skepnur á leið um þjóðleiðina, en hafa ber í huga að stutt hefur verið í dýpra vatn skammt austar, auk þess lækir millum vatnanna hafa verið þarna skammhendis.
Hleðslurnar eru í línu milli braggasvæðis á Ölduhorni og mannvirkjanna á Sandskeiði. Líklegt má telja að þarna hafi verið stauralína á stríðsárunum. Púkkað og hlaðið hefur verið utan um staura þarna á melnum, enda meira en tveggja metra djúp mold undir ef tekið er mið af nálægum skurði. Þegar staurarnir hafa verið fjarlægðir hefur grjótið færst til og jafnvel sigið að hluta vegna frostverkunnar og þannig smám saman myndað „brunnlaga“ hleðslu.
Þegar umhverfið var skoðað nánar beindist athyglin ekki síst að sæluhúsatóftinni fyrrenfndu.

Sandskeið

Í landamerkjalýsingu Elliðakots (Helliskots) frá Guðmundi Magnússyni, bónda þar, segir m.a.: „Að austanverðu: frá árfarinu til suðurs eptir nefndri stefnu beint í Vífilfell. Að sunnanverðu: frá Vífilsfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatna-Sæluhús og svo eptir árfarinu fyrir sunnan neðri–Vötnin að þúfu, sem stendur á holtstanga fyrir neðan neðri–Vötn; þaðan eins og ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánni…“
Hér er getið um „Vatna-Sæluhús“ á nefndum stað. Á öðrum stað er sagt frá Vatnasæluhúsinu, sbr. umfjöllun um Fóelluvötnin: „Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík.

Sæluhúsið

Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).
Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).
Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703. (Sjá meira hér um sæluhús við Efri-Fóelluvötn. Einnig HÉR og enn meira HÉR. Fjallað verður nánar um sæluhúsin á þessu svæði síðar.)
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula Fóellahyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: „Fóellan og hænan, hafa öndina væna.“ (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt. Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot.
Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Fóellutjörn er einnig til í Selvoginum.“
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.
-óbyggðanefnd – úrskurður (Stór-Reykjavík).
-Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – örnefni.

Sæluhús

Leirtjörn

Gengið var eftir Seljadalsvegi til austurs undir sunnanverðu Búrfelli.

Búrfellskot

Búrfellskot – uppdráttur ÓSÁ.

Ætlunin var að fylgja veginum upp fyrir tóftir Búrfellskots og inn fyrir norðanverða Leirtjörn, ganga síðan suðurfyrir tjörnina, líta á Miðdalsstekk og halda síðan áfarm að upphafsstað. Vegurinn svonefndi er gömul gata er lá frá Reykjavík upp með Hafravatni og áleiðis til Þingvalla. Hann er vel greinilegur á köflum, t.a.m. í Seljadal. Þar liggur hann í gegnum gamla hlaðna rétt sunnan undir Kambhól, Kambsrétt. Slóðinn er flóraður á þessum kafla. Þessi gata var lögð á seinni hluta 19. aldar og var um tíma aðalvegurinn til Þingvalla eða þangað til gamli Þingvallavegurinn var lagður í tilefni af koungskomunni 1907. Í örnefnalýsingu fyrir Miðdal segir m.a.: „… norður að gamla-Þingvallavegi er Rjúpnaás heitir. Austur af Rjúpnaás er Efri-Djúpidalur, sá konunglegi dalur; árið 1907 sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan.“
Þegar lagt var af stað komu fram vangaveltur um örnefnið Búrfell.
Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Mælifell, Sandfell og Búrfell. Það er augljóst hvers vegna fjöll heita Sandfell og talið er að Mælifell heiti svo m.a. af því að þau helmingi ákveðna ferðamannaleið. En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar. Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla. Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu eða eins og segir á vef Örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar (sjá http://www.ornefni.is/) „og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“ Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn. Talið er að það séu a.m.k. 47 fjöll hér á landi sem bera nafnið Búrfell. Á sama hátt mætti tíunda um örnefnið Leirtjörn því þær eru fjölmargar hér á landi. A.m.k. þrjár eru t.a.m. svo til nágrannar á umræddu svæði, ef einungis er tekið mið af landakortinu. 

Búrfellskot

Búrfellskot.

Tóftir Búrfellskots eru enn greinilega ofan við gamla veginn, sem hefur legið svo til í gegnum hlaðið á kotinu. Búrfellskot er merkt í eyði suðvestan undir Búrfelli. Þar er Leirtjörn suðaustur af og Hafravatn vestan. Ekki er minnst á kotið í Jarðabókinni 1703, en þar er hins vegar fjallað um Búrfell. Það var önnur hjáleiga af tveimur frá Miðdal. hin var Borgarkot. Undir það síðasta var Búrfell nafn á húsi, sem var rifið í kringum 1980. Grunnurinn sést enn neðan og suðvestan við Búrfellskotið, sem hér er fjallað um
Um Búrfell, sem þá er sennilega sama og Búrfellskot, segir m.a.: „Nú í eyði og hefur í eyði legið hjer um 8 ár. Fóðrast kunnu ii kýr og ekki meira. Torfskurður til húsa og eldiviðar var nægur. Þessi hjáleiga var fyrst það menn vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri ævi muni býli hafa verið, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðingar og húsabrotaleifar, sem þar voru fyrr en nú að nýju var uppbyggt, sýna fornrar byggðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá ágángi ferðamann gæti af hrundið og þykir því ei aftur byggjandi.“
Samkvæmt framansögðu mun Búrfell eða Búrfellskot hafa byggst um 1680, upp úr fornum leifum. Kotið var, skv. örnefnaskrá, gháleiga frá Miðdal.
Á einni torfunni, sem rís nokkuð hátt í neðri hlíðum fellsins, eru tóftirnar, nú grónar og orðnar nokkuð jarðlægar. Neðan við þær liggur grannur gróinn vegur til austurs upp skáhlíðina, áleiðis inn að Leirtjörn. Hann er víða horfinn beggja vegna. Neðan hans er önnur gömul gata, eldri, sennilega aflögð reiðleið. Efri vegurinn virðist geta hafa verið vagnvegur, a.m.k. manngerður.
Þegar tóftirnar eru gaumgæfðar má sjá móta fyrir þremur rýmum í megintóftinni. Erfitt er að greina fleiri hús, en svæðið allt um kring er mjög grasloðið og stórþúfótt. Vottar fyrir rými vestan við tóftina. Ofan við rústina er greinilegur lítill garður, einnig gróinn. Austur og norðurveggurinn sjást greinilega, en engar hleðslur. Ofan við norðausturhornið er hvylft inn í brekku. Sunnan við hana og austan við garðinn gæti mótað fyrir lítilli tóft.
Megintóftin er með tveimur sæmilega góðum rýmum og þá virðist hafa verið rými framan við vestara rýmið, þar sem hafa verið dyr er vísað hafa til suðvesturs, niður hlíðina, að veginum.
Seljadalsvegur, brúin (t.h.) og Leirtjörn fjærAf koti að vera hefur það verið mjög lítið og einfalt að allri gerð, ólíkt kotum t.d. á Sléttunni og víða annars staðar, sem voru jafnan margflóknari. Hins vegar bera tóftirnar yfirbragð selshúsa, en garðurinn fyrir aftan þær tengir þær frekar kotbúskap. Slíkur garður, fast við hús, eru sjaldgæft í seljum á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs). Þeir þekkjast þó, s.s. í Brunnastaðaseli og Helguseli, en þar er hann minni og er að öllum líkindum leifar af stekk. Ekki er með öllu útilokað að garðurinn hafi fyrrum verið hluti af stekk við selshús, en ýmislegt bendir til þess að þá hafi þau vaxið upp úr seli og garðurinn verið notaður til matjurtargerðar við lítið örreitiskot þarna í hlíðinni.
Fleiri mannvirki gætu verið falin þarna á þúfnablettum. Vatn er í Seljadalsánni, Leirtjörn og Hafravatni, en vatnsgangurinn hefur þá jafnan verið til drjúgur.
Frá þessum stað hefur varðveist eftirfarandi þjóðasaga: „Í Búrfellskoti undir sunnanverðu Búrfelli voru bræður tveir með móður sinni; hétu þeir Bikar og Bolli. Þar handan við Búrfellsháls undir Búrfellsbrekku, skammt frá bænum, var lítið vatn, og í því mikil silúngsveiði. Þegar móðir þeirra eltist og hætti bústjórn, skiptu þeir bræður landi með sér, og hlaut Bikar fremri hlutalandsins, þar sem Bikar-Hólar [eyðibýlið Hólar er þarna skammt vestar] eru nú, og dregur bærinn nafn af honum. En Bolli byggði upp kotið efri jaðrinum, þar sem nú er eyðibýlið Bollastaðir (Búrfellskot). 

Leirtjörn og Nykurtjörn neðst, en Seljadalsvegurinn ofar (rauður)

Móðir þeirra bræðra fylgdi Bolla syni sínum. Ekki leið á laungu, áður þeir bræður fóru að deila um veiðina í vatninu; vildi Bolli hafa hana hálfa, en Bikar spillti veiðinni fyrir bróður sínum, því hann vildi einn eiga veiðina alla, og fór Bolli halloka fyrir ofsa hans. Varð þá móðir þeirra bræðra svo reið, að hún lagði það á, að vatnið skyldið þaðan í frá verða fúlasta leirtjörn meðan þeir lifðu, sem ekkert kvikindi þrifist í, og svo varð síðan. Óx þar síðan lítið annað en stargresi. Aftur hefur úr ræst því tjörnin er nú hin myndarlegasta.“ Líklegra er hér fremur um flökkusögu að ræða en þjóðsögu því sambærilegar sögur eru til víðar um land.
Áfram var gatan rakin inn með sunnanverðu Búrfelli uns komið var að mýrarhafti. Um það rann lækur úr Leirtjörn og er steinhlaðin brú yfir mýrina og lækinn (ein af fjölmörgum óþekktum fornleifum á Reykjanesskaganum). Handan brúarinnar liggur gatan í sneitðin til norðausturs með lágum hól. Ofan hans stefnir gatan að Kambshól í miðhafti Seljadals.
Næstu vötn við Leirtjörn eru Silungatjörn að austan og Krókatjörn að sunnan. Norðan við hina síðarnefndu er Nykurtjörn, minni en hin vötnin. Gengið var til suðvesturs með austanverðri Leirtjörn. Um er að ræða mýrarfen að mestu. Skoða þarf betur austurjaðar gróninganna því undir hæðarbrúnum gætu leynst fornar tóftir. 

Stekkur við sunnanverða Leirtjörn

Sunnan við tjörnina er hlaðinn tvískiptur stekkur með leiðigarði, sem einnig hefur verið notað sem fjárrétt. Stekkurinn er heillegur og því líklegt að hann hafi verið notaður við fráfærur frá Miðdal eftir að seljabúkapur lagðist niður skömmu fyrir aldarmótin 1900. Mannvirkið lætur lítið yfir sér, en er engu að síður fallegt þar sem það kúrir undir gróinni skriðu Gildrudalsáss. „Þar á sléttri klöpp voru refasteinsgildrur, en enskir hermenn stálu þeim í skotbyrgi“, eins og segir í örnefnalýsingu.
Sesselja Guðmundsdóttir gekk um þessar slóðir fyrir skemmstu sbr.: „S
krapp í bláber og gekk hluta gamla Seljadalsvegarins. Gaman að sjá aftur gömlu brúna yfir mýrina við Leirtjörn, ofan Búrfells. Tók nokkrar myndir. Nú er verið að hamast við að skemma hæðina fyrir ofan Miðdalshúsið, verðið að flytja þangað útmokstur í stórum stíl úr einhverjum gripahúsum þannig að heiðargróðurinn fer undir draslið sem og gamla þjóðleiðin að hluta, arfinn kominn í stað fjölbreytilegs lynggróðurs! Einnig búið að leggja jeppavegi þarna út og suður fyrir hrossaútgerð. Eitt hrossið var svo aðgangshart að það beit í bakpokann minn (sem ég var með á bakinu) og hékk þar lengi! Allt á fallanda fæti í heimi hér!“
Rétt er að geta þess að til að komast eftir vegarslóða upp með sunnanverðu Búrfelli þarf að fara í gegnum þrjú hlið. Fremsta hlið er læst með keðju (lykillinn er undir steini hægra megin við hægri hliðstólpann), en hin eru krækt aftur. Hliðin virðast vera þarna í tvennum tilgangi; annars vegar til að koma í veg fyrir akstur að nýlegum borunarsvæðum væntanlegra gullgrafara, en gamlar gullnámur eru í norðanverðu Búrfelli, og hins vegar til að koma í veg fyrir að fólk geti séð hvernig ofanvert landið hefur verið lítilsvirt, sbr. frásögn Sesselju. Miðað við umfang framkvæmdanna þar hafa þær eflaust verið háðar umhverfismati.
Framundan er gönguferð um gamla Seljadalsveginn framhjá Búrfellskoti, inn með Leirtjörn norðnverðri og upp í Seljadal að Nærseli. Þar verður vent til vesturs og stefnan tekin á Þormóðsdal og gömlu gullnámurnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mínútu.
(Heimild m.a. örnefnalýsing fyrir Miðdal).

Miðdalsstekkur við sunnanverða Leirtjörn