Svínahlíð

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök.
skotbyrgi-2Í fyrri-heims-styrjöldinni notaði fólk það sem það hafði alltaf notað og það var að skjóta, hlaða, eitt skref áfram, skjóta og svo hlaða og þegar þeir voru komnir að hvor öðrum þá hlupu þeir hvor öðrum með hníf á byssunni og fór að stinga hvorn annan. En það breyttist mjög fljót með tilkomu skotgrafanna.

Fyrri heimsstyrjöldin var ólík öllum fyrri styrjöldum vegna skotgrafahernaðarins. Mikinn hluta stríðsins höfðust herir beggja aðila við í skotgröfum, við mjög léleg kjör.
Skotgrafirnar voru nauðsynlegar, því vopnin voru orðin svo öflug og hraðvirk að ógerlegt var að berjast á opnum velli.
skotbyrgi-3Þegar hermenn klifruðu upp úr gröfunum til árása unnust yfirleitt ekki nema nokkrir metrar og mannfall varð gífurlegt.Þetta leiddi til sjálfheldu sem varaði frá árslokum 1914 fram á sumar 1918.
Margir hermenn eignuðust þó góða vini á þessum langa tíma. Jafnvel menn úr sitthvorum hernum urðu góðir vinir. Eitt skipti efndu andstæðingarnir til fótboltakeppni og kepptu af miklum þrótti og næstu stund voru þeir komnir ofan í skotgrafirnar og kúlnahríðinni rigndi yfir þá.
Það urðu margir menn veikir í skotgröfunum því það gat orðið  kalt og þegar það ringdi yfir þá og skorgrafirnar hálffyltust og þeir ofan í þá gat það orðið mjög vont fyrir lappirnar á þeim því þeir mistu tærnar eða jafnvel lappirnar sínar. Margir af þeim dó úr kvefi eða kulda.
Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.

skotbyrgi-5

Árið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.
Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á.
Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið skotbyrgi-6hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.
Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að „þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.“ Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína arma eins og flestir vita.

skotbyrgi-7

Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.
Þegar vart varð við breska flotann úti fyrir Reykjavík sló ótta að þýska ræðismanninum á Íslandi, Werner Gerlach. Gerlach þessi hafði nýlega verið settur í stöðu ræðismanns hér, var meðlimur í SS-sveitunum og var persónulegur vinur Heinrich Himmlers, yfirmanns SS. Þar var því á ferð maður með skuggalega fortíð og þótti mörgum standa mikill óhugur af veru hans hér á landi. Um leið og Gerlach varð flotadeildarinnar var flýtti hann sér upp í ræðismannsbústað sinn í Túngötu. Hann vildi nefninlega ólmur ná að brenna öll skjöl Þriðja ríkisins sem hann hafði undir höndum og gætu annars lent í höndum Breta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

skotbyrgi-8

Meðan á töku breska hersins á fjarskiptastöðvum höfuðborgarsvæðisins stóð hélt breskur herflokkur að bústað þýska ræðismannsins og knúði þar dyra. Werner Gerlach var ekki á þeim buxunum að opna strax en lét þó undan þegar hann sá að öll mótspyrna væri vonlaus. Gerlach reyndi að tefja fyrir innrásarmönnunum til að reyna að dylja brennslu leyniskjalanna sem átti sér stað á efri hæð hússins en Bretarnir urðu fljótlega varir við það að reyk bar úr glugga þar og héldu þegar upp. Þar náðu þeir að slökkva í skjölunum og náðu Bretar þar í nokkur heilleg leyniskjöl Þriðja ríkisins á silfurfati. Gerlach var síðan fluttur um borð í breskt skip sem sigldi með hann í fangelsi í Bretlandi. Það urðu og örlög fjölmargra Þjóðverja sem hér bjuggu á þessum tíma.
skotbyrgi-9Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að „létta undir með íslensku atvinnulífi.“ Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.

skotbyrgi-10

Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.
Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.“

Heimildir voru m.a. fengnar úr bókinni Bretarnir koma eftir sagnfræðinginn Þór Whitehead.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir og -byrgi.

Möngusel

Í örnefnalýsingu Vilhjálms Ivars Hinrikssonar frá Merkinsi um Hafnaheiðina má m.a. lesa eftirfarandi:
stapafell-23„Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Njarðvíkurhreppa. Áður er nefnd krossgata vestan Þrívörðuhæðar. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel. Þar litlu ofar – til hægri – er klofinn, hár klapparhóll, sem heitir Sauðhóll. Þar er gamalt refagren undir klapparbrún mót suðvestri. Það heitir Sauðhólsgren. Dálítið ofar sjáum við bera við loft nokkrar hólóttar hæðir, það eru einu nafni Gjáhólar. Í norðaustur frá hæsta hólnum er lág, bungumynduð, lítil klöpp með tvær holur inn undir, önnur til austurs, hin til suðvesturs, þetta er Gjáhólagren.
Nú komum við að miklu landsigi, er liggur langt suðvestur í Hafnaheiði og til norðausturs í Njarðvíkurheiði. Þetta landsig heitir Súlnagjá. Hér stönzum við og horfum til Stapafells, því að mörgu er að hyggja.
Á hægri hönd, svo sem 300 faðma til norðvesturs, er dálítil flesja milli tveggja hæða, er liggja frá suðaustri til norðvesturs. Á flesjunni er dálítill grasi gróinn hóll með lágum sperrulöguðum helli mót suðvestri, og uppi á brúninni er vörðubrot. Þetta heitir Hellisgreni. Á vinstri hönd ([til] austurs) er nokkuð stór hóll og er nefndur Urðarhóll. Í hól þessum var greni, Urðarhólsgreni. Greni þetta eyðilagði herliðið með jarðróti.
Arnarbaeli-23Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu nafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
Merkinessel-23Í nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.
Nú er rétt að keyra í Hafnir á afleggjarann, sem liggur til Reykjaness, og athuga kennileiti og örnefni þau, sem sjást og með veginum liggja. Fyrsta hæð, sem við förum yfir, eftir að húsum sleppir, heitir Lúðvíkshæð. Skammt suðvestar er hár, klofinn hóll og á sitthvorum barmi sprungunnar eru vörður. Þetta heita Bræður. Garðlag liggur á hægri hönd til sjávar í stefnu á þykka vörðu með dálitlu tré í. Þetta er Sundvarða fyrir Merkinessund, og skal hún bera í Bræður á aðalsundi.
Landið á hægri hönd, að Merkinesvör, er nefnt Flatir(nar). Þá er komið að hringmynduðum grjótgarði á vinstri hönd. Það heitir Innstigarður. Upp frá Innstagarði liggur breitt lægðardrag allt upp að Norður-Nauthólum og kallast einu nafni Merkineslágar. Skammt upp frá Innstagarði er gróin laut og við vesturbrún hennar eru gamlar rústir og stór varða með gati neðst er þar hjá. Þetta er kallað Strákur. Nokkuð langt ofar er lítil varða á klapparhorni, sem heitir Stelpa.
Midsel-21Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána. Niður af Arnarbæli til vesturs eru hólar og graslautir og er það svæði nefnt Kúadalir. Nú höldum við áfram veginn að öðrum grjótgarðinum á vinstri hönd. Það heitir Skipagarður. Þangað voru vertíðarskipin sett í Merkinesi og geymd milli vertíða. Niður á sjávarkampinum er varða með stöng. Hún skal bera í vörðu, sem við sjáum aðeins í norðaustur frá Skipagarði, skammt frá veginum.
Heiðarbríkurnar til suðurs frá Skipagarði heita Sjómannagerði. Þar sést móta fyrir grjótgörðum og hafa þeir verið notaðir til að herða á fisk fyrr á tímum.
Þá ökum við meðfram Merkinestúngarði og sem leið liggur, unz við förum framhjá háum, blásnum hól á vinstri hönd. Hann heitir Syðri-Grænhóll. Nokkru vestar er ekið framhjá háum klapparhól með vörðubroti á. Hann heitir Stóridilkur.

hafnaheidi-233

Skammt neðar er minni hóll strýtulaga. Hann heitir Litlidilkur. Þar næst ökum við yfir túnið á Kalmanstjörn. Junkaragerði er á hægri hönd (nánar síðar). Nú ökum við yfir dalverpi vestan túnsins á Kalmanstjörn og heitir hann Hundadalur. Uppi á hæðinni til vinstri eru tvær vörður á lágum hólum, þannig hlaðnar, að gat er gegnum þær báðar neðst. Þetta heita Grindarhólar.
Dálitlum spöl ofar er sérkennilegur klapparhóll, áþekkur gömlum torfkofa í laginu. Hann heitir Bæli, mikið notaður sem mið, bæði við leiðir og lendingar og eins á grunnamiðum. Þar, en ofar eru tvær vörður með litlu millibili á klöppum og heita þær Systur. Til suðausturs upp frá Kalmanstjörn er holt, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, og nokkru hærra til norðausturs, með vörðubroti á, svo sem 1 km frá bænum; það heitir Merarholt.
Nú liggur leiðin framhjá Stekkhól og áfram að Kirkjuhöfn. Þegar við erum í dálitlu skarði með Kirkjuhafnarhól á hægri hönd, er hóll á vinstri hönd og markar fyrir garðrústum á köntum hans, en sjálfur er hóllinn nærri flatur að ofan. Þetta er talinn vera kirkjugarðurinn í Kirkjuhöfn. Hvenær kirkjan hefur verið lögð niður, er ekki áreiðanlega vitað, en líklegt er talið um miðja 14. öld. Sagt er, að bein hafi verið flutt frá Kirkjuhöfn til Kirkjuvogskirkju, þegar kirkjan var flutt frá Vogi, sem hefur verið einhvern tímann upp úr 15. öld. Þeim, sem kynnast vilja nánar um þetta, er bent á bók Magnúsar Þórarinssonar, Frá Suðurnesjum, bls. 74.
Þegar við rennum augum til suðvesturs, frá Kirkjuhafnarhól, þá sjáum við tvo grasi vaxna, nokkuð stóra hóla upp frá Sandhöfn. Þetta eru Sandhafnarhólar. Á syðri hólnum eru margar rústir og líklegt eftir fjölda þeirra, að þar hafi verið að minnsta kosti tvíbýli. Gamlar réttir og gerði hafa verið suður frá bænum og standa partar af görðum þessum ótrúlega vel enn í dag. Lengst til suðvesturs ber við loft mikil hæð skammt upp frá Hafnabergi og uppi á henni er klappahóll með vörðubroti. Þessi hóll heitir Bjarghóll.“

Heimild:
-Merkinesi í Höfnum,17/4 1978, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.

Miðsel

Miðsel – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Með þessari umfjöllun eru engar myndir af litbrigðum Reykjanesskagans – með því má segja að amen fylgi efninu.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli öll önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfuðborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að aðrir íbúar landsins kæmu á Skagann til að skoða stórkostleika hans. En svo er ekki. Í huga landsbyggðabúans hefur höfuðborgarsvæðið neikvæða ímynd og þar með svæðið í heild. Og vegna þess að allt of margur höfuðborgaríbúinn vill heldur leita langt fyrir skammt verður nýting hinna nærtæku verðmæta minni en ætla mætti.

Seltún

Seltún.

Mikilvægt er að ferðamálastjórnvöld hugi alvarlega að markvissri stefnugerð í nýtingu einstakra svæða landsins sem og þess sem heildar, þ.e. geri heilstæða tímasetta áætlun sem felur í sér a) greiðara aðgengi, b) takmarkanir, c) merkingar, d) uppbyggingu, e) varðveislu, f) endurgerð og g) gjaldtöku.
Margar þykkar skýrslur hafa verið gerðar um lítið sem ekki neitt í þessum efnum – og nær öllum verið komið fyrir í skúffum eða í hillum til varanlegrar varðveislu. Kostnaður við skýrslugerðina hefur verið meiri en sem nemur þeim fjármunum, sem varið hefur verið til markvissra og varanlegra aðgerða, en afraksturinn hins vegar verið lítill sem enginn.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Hér á eftir verða framangreindir þættir metnir út frá aðstæðum á Reykjanesskaganum, en auðvelt ætti að vera að heimfæra þá á landið allt. Sérhver þáttur er í raun viðfangs- og úrvinnsluverkefni út af fyrir sig.

a) Huga þarf að og ákveða hvort (sjá hins vegar lið b) greiðara aðgengi eigi að verða að einstökum svæðum. Í dag liggja jeppaslóðar víða inn á og um annars óaðgengileg svæði fyrir ferðafólk. Slóðarnir liggja um mela og móa með tilheyrandi landsspjöllum. Roföflin (vatn, vindur, frost og þýða) hafa  náð að spilla landi verulega og eyða jarðvegi. Hægt er að koma í veg fyrir frekari eyðingu með því að gera svæðin aðgengilegri með takmarkaðri vegagerð (í slóðastað). Með því að leggja þjappaða grús í slóðana í jarðvegshæð og gera þá færa flestum ökutækjum yrði komið í veg fyrir alvarlegri áhrif rofaflanna, auk þess sem miklu mun fleirum yrði gert fært að skoða áhugaverða staði.

Gunnuhver

Gunnuhver.

b) Takmarkanir á aðgengi að seinstökum svæðum þarf að meta. Frá sérstaklega verðmætum stöðum, sem þola illa átroðning (sjá hins vegar lið d), þarf að hrinda akandi umferð frá, þ.e. gera fólki erfiðara að komast á vettvang, t.d. einungis fótgangandi. Það myndi fækka ferðafólki og minnka líkur á verulegu raski. Gott aðgengi á aðra staði myndi undirstrika afstöðu yfirvalda til nauðsynlegra takmarkana á þessi svæði. Þeirra þyrfti að gæta sérstaklega, t.d. með aðkomu landvarða (sjá lið g).

Reykjadalur

Reykjadalur.

c) Merkingar eru ferðafólki nauðsynlegar, hvort sem um er að ræða sem vegvísa í upphafi ferðar eða þegar komið er á vettvang. Huga þarf skipulega að vandaðri útgáfu efnis um merkilega staði. Útgáfan þarf að vera aðgengileg sem flestum á helstu tungumálum. Fylgja þarf henni eftir með samræmdum (og umhverfisvænum) merkingum á stöðunum.

d) Á einstökum svæðum þarf sérstaklega að huga að skipulegri uppbyggingu, s.s. stígagerð og stýringu umferðar. Ákveða þarf hvar leiðarendi ökutækjanna á að vera og hvar fætur ökumanns og farþega eiga að taka við. Á aðgengilegum upphaftsstöðum þarf að koma fyrir merkingum og nauðsynlegum upplýsingum og leiðbeiningum fyrir ferðafólk (sjá lið c).

Ölfusvatnsölkelda

Ölfusvatnsölkelda.

e) Ákvörðun um varðveislu einstakra staða eða svæða er nauðsynleg, hvort sem varðar  eða fornleifaskrá. Huga þarf að öllu landinu með framangreint að markmiði. Núverandi friðlýsingaskrá fornleifa er úrelt og auk þess hefur einungis verið lagðar fram tillögur að varðveislu einstakra (og fjölmargra) náttúruminja umfram þær, sem þegar hafa verið friðlýstar. Landsmenn hafa hingað til státað sig af því að hafa yfir að ráða einstakri og ósnertri náttúruparadís. Að áliti ferðamanna er eftirsóknin mest í þær af öllu. Tryggja þarf að þær vonir fylgi raunhæfum hughrifum þeirra.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

f) Endurgerð menningarverðmæta og sögulegra viðfangsefna þarf ekki að vera feymnismál. Hingað til hefur fé einungis verið lagt í „sögutengda“ staði, þ.e. staði er gætu hafa verið vettvangur fornra sagna – jafnvel þótt það hafi hvorki verið staðfest með rökum né þeir haft sérstaka þýðingu sem búskaparleg heilstæða byggðar hér á landi. Dæmi má nefna Eiríksstaði. Stjórnmálamenn samþykktu fjárveitingu til verkefnisins vegna nafnsins, vitandi að aldrei yrði hægt að sanna að nefndur Eiríkur rauði hafi búið þar.

Leiran

Leiran – Litla-Hólmsvör.

Á Reykjanesskaganum, sem dafnaði um aldir af tveimur meginástæðum, útræði og fjárbúskap, eru enn minjar um fjölda verstöðva, nausta og vara, auk u.þ.b. 250 sýnilegra minja fornra selja. Hvers vegna ekki að endurgera a.m.k. eina verbúð og eitt sel – svona til að undirstrika þessa þætti búskaparsögunnar – og efla áhuga ferðalanga. Samkvæmt nýjustu rannsóknum koma fleiri ferðalangar en áður til landsins en nokkru sinni fyrr, en þeir staldra styttra við. Hvaða svæði er þá nærtækara en höfuðborgarsvæðið?

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi.

g) Huga þarf að því hvort ekki eigi að taka upp gjaldtöku inn á einstök meginsvæði að ákveðnum úrbótum gerðum. Vegagerð kostar sitt, sem og merking og endurgerð einstakra minja. Jafnvel takmarkanir á einstök svæði kosta peninga, sbr. tillöguna um landverði. Meirihluti landsmanna eiga einungis fólksbifreiðar. Betra aðgengi að einstökum stöðum myndi auka möguleika þeirra á að komast á vettvang. Auk þess myndi betri vegagerð minnka skemmdir á ökutækjunum til mikilla muna – og þar með spara viðgerðarkostnað. Með auknum áhuga og fjölda ferðamanna er líklegt að aðsókn muni aukast verulega á einstök áhugaverð svæði. Með hæfilegri og sanngjarnri greiðslu að aðgenginu mætti á móti stýra álaginu – og þar með minnka líkur á varanlegu raski. Slíkt hefur verið reynt víða erlendis með góðum árangri.

Þessi skýrsla á að rúmast á einni A4 síðu (enda án grafa og fallegra ljósmynda). Innihaldið er stjórnvöldum að kostnaðarlausu. Ef þau vilja nýta sér innihaldið, ferðaþjónustunni til góðs – þá hefur höfundinum verið vel launað.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Gráhella

Laugardaginn 9. ágúst 2008 var fjögurra brautryðjenda skógræktarstarfs í Hafnarfirði minnst með því að afhjúpa minningarskjöld á hraunkletti í norðanverðu Gráhelluhrauni, skammt frá þeim stað þar sem ræktunarstarf á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hófst vorið 1947. Þarna mættu afkomendur þessara manna ásamt fleira fólki til að minnast liðinna tíma.
gvendarlundur-231Þannig vildi til að síðasta dag sumars 1946, nánar tiltekið þann 25. október, mætti 21 Hafnfirðingur til fundar þar sem ákveðið var að stofna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Mætingin var nokkuð lakari en fundarboðendur reiknuðu með því þá þegar höfðu 100 Hafnfirðingar gerst félagar í Skógræktarfélagi Íslands sem var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Skógræktarfélag Íslands hafði sinnt ræktunarstörfum á suðvesturhorni landsins frá stofnun félagsins en vorið 1946 var ákveðið að stofna sérstök félög í Reykjavík og Hafnarfirði í anda þeirra héraðsfélaga sem störfuðu víða um landið.
Markmiðin sem lögð voru til grundvallar stofnun nýja skógræktarfélagsins voru háleit eins og kom fram í lögum þess: 
„Tilgangur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er að vinna að trjárækt og skógrækt í Hafnarfirði og nágrenni og auka skilning og áhuga Hafnfirðinga á þeim málum.
Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skógrækt og trjárækt, með útbreiðslu ársrits Skógræktarfélags Íslands, fyrirlestrum, myndasýningum og öðrum leiðbeiningum. Félagið ætlar að greiða fyrir útvegun ýmissa frætegunda og trjáplantna handa félagsmönnum.“
Á stofnfundinum var ákveðið að allir hafnfirskir ársfélagar og ævifélagar  í Skógræktarfélagi Íslands, skyldu teljast félagsmenn í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, frá og með 1. janúar 1947.
Helmingur þeirra sem sátu stofnfundinn voru kosnir í embætti á vegum félagsins. Þar á meðal voru Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði sem tók að sér starf gjaldkera og sinnti því árum saman. Þorvaldur Árnason skattstjóri var meðstjórnandi til að byrja með en tók við formennskunni af Ingvari Gunnarssyni árið 1948 og gegndi embættinu til ársins 1954. Jón Gestur Vigfússon bókari var fyrsti ritari félagsins og tók síðan við formennskunni af Þorvaldi árið 1954 og sinnti því starfi til 1958, þegar séra Garðar Þorsteinsson tók við formanns embættinu. Hann var formaður til ársins 1965. Þessir fjórir menn lyftu grettistaki og fóru fyrir áhugasömu skógræktarfólki á fyrstu árum félagsins, þegar mest á reyndi að sýna og sanna að skógrækt væri möguleg í upplandi Hafnarfjarðar. 

Grahelluflot-231

Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn allst ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði var hörkudulegur og vanur að taka til hendinni. Jón hafði fengið úthlutað landi í Smalaskálahvammi í Klifsholti árið 1945 sem hann girti og hófst handa við að stinga niður rofabörð og bera á þann gróður sem fyrir var. Hann breytti á nokkrum árum grýttu holti í ræktanlegt land og plantaði út furu, greni, birkitrjám og fleiri tegundum sem hann komst yfir. Jón breytti þessum ofbeitta hvammi í sannkallaðann sælureit á nokkrum áratugum og sýndi fram á að þetta var kjörið land til ræktunar. Smalaskáli ber Jóni og fjölskyldu hans gott vitni og það er ljóst að hann og ættmenni hans eru með græna fingur, eins og frægt er. Nægir að nefna gróðrastöðina Skuld sem Jón stofnsetti árið 1952. Gróðrarstöðin útvegaði Hafnfirðingum og íbúum helstu nágranna byggðarlaga fjölbreyttan trjágróður um langt árabil og þar ræktað Jón m.a. beinstofna birkitré sem sett hafa svip á garða um allan bæinn.
Jón í Skuld tók að sér að annast girðingavinnuna í Gráhelluhrauni og fékk til liðs við sig þrjá unga menn sem girtu 7 hektara spildu vorið 1947. Gunnlaugur sandgræðlsustjóri útvegaði girðingaefnið, en á þessum tíma var afar erfitt að fá girðingarefni nema til að girða lönd bænda, enda voru höft á öllum innfluttum vörum. 

grahella-322

Fyrsta gróðursetningaferðin í Gráhelluhraun var farin 27. maí 1957. Bæjarbúar fjölmenntu og meðal þeirra sem tóku þátt í þessari fyrstu gróðursetningu í hrauninu voru kennarar, prestar, læknar, embættismenn, fiskverkafólk, sjómenn, húsmæður og börn. Flestir voru í sínu fínasta pússi enda um helgidag að ræða. Fjölmargir vildu leggja sitt af mörkum til að klæða landið skógi og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður í hraunið. Þetta var erfitt starf og þurfti að útbúa sérstaka haka til að koma plöntunum niður í hrjóstrugt hraunið.
Lautirnar í Gráhelluhrauni reyndust skjólgóðar og vel lagaðar fyrir skógrækt eins og Gunnlaugur sá fyrir. Fyrirkomulag útplöntunarinnar var með þeim hætti að þarna áttu að vera falleg rjóðrur umkringd trjágróðri sem gæti brotið vindinn og skapað skjólsæla unaðsreiti fyrir íbúa bæjarins og aðra sem vildu njóta þess sem skógurinn hefði upp á að bjóða. Vissulega stórfenglegt markmið og þetta vor var sá grunnur lagður að ræktun sem hefur skilað gjörbreyttri ásýnd þessa hluta bæjarlandsins.  
Stjórnarmennirnir Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon og Jón Magnússon voru dugmiklir félagsmenn á upphafsárunum og unnu af miklum krafti að ræktuninni og öflun styrkja frá fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum. Þegar Ingvar Gunnarsson ákvað að hætta sem formaður vorið 1949 varð Þorvaldur Árnason sjálfkrafa formaður félagsins. Stjórnarfundir voru haldnir á skrifstofu Þorvaldar á Skattstofunni frá upphafi. Fyrsta verk nýja formannsins var að fá aukið land í Gráhelluhrauni til útplöntunar. Girðingin var stækkuð og náði austur að Hraunsrétt sumarið 1949. 
Framkvæmdagleðin var mikil í þessu litla félagi og afar brýnt að halda vel utan um fjármálin. Jón Magnússon í Skuld stóð sig með stakri prýði og var  manna duglegastur við að afla nýrra félaga. Á þessum tíma gerði hann út strætisvagna sem gengu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Sú saga gekk um bæinn að það fengi enginn far með strætó nema vera í Skógræktarfélaginu. Jón gerði lítið úr þessari sögu, enda orðum aukin, en honum fannst sagan góð engu að síður.
Jón í Skuld hélt tryggð við félagið alla tíð og sat í stjórn þess í 40 ár. Hann átti mikinn þátt í að félagið gat útbúið eigin græðireiti í Höfðaskógi sem var  mikilvægt framfaraskref. Hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmæli Skógræktarfélagsins árið 1986 og var sá fyrsti sem hlaut þann heiður.    
grahelluheaun-233Vorið 1954 urðu formannaskipti þegar Jón Gestur Vigfússon tók við af Þorvaldi Árnasyni. Jón Gestur var þekktur ræktunarmaður og hafði stundað landbætur og trjárækt í Sléttuhlíð frá sumrinu 1925. Á aðalfundinum var ákveðið að fjölga í stjórninni úr fimm í sjö manns, því það þurfti að fá fleiri til að sinna starfinu enda stækkaði félagið stöðugt. Árið eftir gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Sumarið 1956 voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir.
Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Vorið 1958 óskaði Jón Gestur eftir því að hætta formennskunni og var séra Garðar Þorsteinsson kjörinn í hans stað. Garðar var áhugamaður um trjárækt og hafði m.a. komið sér upp glæsilegum gróðurreit í hvammi ofan við Grænugrófarlæk, sunnan Jófríðarstaða. Þegar hér var komið sögu hætti Jón í Skuld sem gjaldkeri, en Haukur Helgason kennari tók við af honum. Haukur var starfsmaður félagsins sumarið áður og vann við að planta út í Gráhelluhrauni. Hann átti eftir að koma mikið við sögu félagsins næstu árin.
Séra Garðari fylgdu nýjar áherslur í starfinu. Ráðist var í að grisja rauðgrenið í Gráhelluhrauni fyrir jólin 1958 og bæjarbúum boðið að kaupa hafnfirsk jólatré. Garðar kom því til leiðar að félagi fékk úthlutað 56 hektara landsvæði við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum. Næstu sumur unnu drengirnir í sumarbúðunum í Krýsuvík að útplöntun í Stóra-Skógarhvammi undir stjórn Hauks Helgasonar. 

Gráhella

Tóftir við Gráhellu.

Árið 1961 fékkst samþykki bæjaryfirvalda fyrir því að endurnýja girðingarnar við Skólalund í Litla-Skógarhvammi í Undirhlíðum. Ræktunarsvæðið var á sama tíma stækkað um 30 hektara með Kúadalagirðingunni, sem náði langleiðina að Kaldárbotnum. Segja má að ræktunarsvæði í umsjón Skógræktarfélagsins hafi vaxið úr 7 hekturum vorið 1947 í 200 hektara vorið 1961, sem var vonum framar.
Séra Garðar var formaður félagsins til vorsins 1965 en þá tók Ólafur Vilhjálmsson við og sinnti því hlutverki lengst allra, eða næstu tvo áratugina. 
Minningarsteinar á vegum félagsins eru orðnir þó nokkuð margir og eru á víð og dreif um ræktunarsvæðin. Það á vel við að minnast þessara fjögurra frumkvöðla í saman enda komu þeir allir að starfinu á umbrotatímum í sögu þjóðarinna. Með áræðni, bjartsýni go umfram allt skýrri framtíðarsýn áttu þeir hver á sinn hátt stóran þátt í að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar varð öflug fjöldahreyfing á upphafsárunum og er enn í  dag eitt fjölmennasta skógræktarfélag landsins.
Þessir menn stóðu ekki einir, því þeir áttu maka, börn, ættingja og vini sem skiluðu ekki síður miklu og merku starfi til eflingar skógræktar í bæjarlandinu. Fjöldkyldur þeirra stóðu heilshugar að baki þeim og studdu þá til góðra verka. Minningarsteinar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru virðingarvottur við allt það merka fólk sem hefur lagt sig fram um að bæta landið með hag komandi kynslóða fyrir brjósti. 

Heimild:
-http://www.skoghf.is/greinar

Gráhella

Gráhella.

Maístjarnan

Haldið var í Maístjörnuna norðan við Hrútagjárdyngju.
Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ segir Björn Hróarsson m.a. um Maístjörnuna.
Í Maístjörnunni„Maístjörnuna fundur þeir Júlíus Guðmundsson og einar Júlíusson 1. maí 1991. Hellirinn sem er um 480 metra langur er mjög margskiptur og teygir arma sína víða. Nokkuð er um dropsteina og hraunstrá. Skraut þetta er ekki stórvaxið ern er á víð og dreif um hellinn. Illa er innangengt í efri hluta hellisins en þangað liggja þröng göng inn úr hrauntröð. Þar er nokkuð um skraut en hellirinn margskiptur og þar kvíslast fjölmargar minni rásir sem ævintýranlegt er að fara um. Erfitt er að lýsa Maístjörnunni með orðum… Um er að ræða einn af skemmtilegri hellum á Íslandi.“
Í rauninni eru þrjú op á Maístjörnunni; meginopið með „Auganu“ innanvert, lítið op skammt austar og það þriðja skammt suðaustar (sunnan við litla opið). Innan við litla opið er rás. Úr henni er hægt að komast í greinótta þverrás, sem síðan greinist á nokkra vegu líkt og stjarna.
Hér kemur lýsing á því sem er innan við stærsta opið (augað).
Skriðið var inn um “augað”. Þá var komið í rúmgóða þverrás. Að ofanverðu var dropasteinabreiða á gólfinu og hraunnálar í lofti. Niður liggur rás, sem skiptist síðan í tvennt. Haldið var upp eftir hellinu og fetað varlega í gegnum dropasteinana. Þá var komið í rúmbetri þverrás, sem skiptist síðan í nokkrar aðrar. Litatilbrigðin eru mikil, sem og hraunmyndanir þar sem gangar og op opnast í allar áttir. Rás liggur upp á við, en hún lokast síðan með hruni. Rásin liggur talsverðan spotta niður á við. Þar er fallegur rauðlitaður flór. Rásin þrengist síðan uns loft og gólf koma saman. Fetið var tekið til baka að “auganu” og síðan haldið niður þá rás. Vinstri rásin þrengist og lokast, en sú hægri liggur áfram niður eftir. Á hana kemur þverrás, nokkru lægri. Rásinni var fylgt yfir hana. Hún þrengist svolítið, en opnast síðan aftur í stórum litskrúðugum geimi. Haldið var til baka upp rásina, hoppað niður í þverrásina og henni fylgt til vinstri. Þá var komið út í opnu hellisins utan við “augað”.
Ekki var að sjá að hellirinn hafi látið á sjá eftir jarðskjálftana undanfarið (2008). Þrátt fyrir að hellinum hafi verið haldið sæmilega vel leyndum hafa hraunstrá í loftum verið brotin á nokkrum stöðum.

Heimild:
Björn Hróarsson, Íslenkir hellar – 2006.

Dropsteinn í Maístjörnunni

Hafnarfjörður

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908:
„Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi.
vidistadirHafnfirðingar létu sig ekki vanta í hóp þeirra brautryðjenda. Því til sönnunar stendur eftirfarandi í sama blaði 28. apríl 1909:
„Ungmennafélagið 17. júní í Hafnarfirði hefur fengið lofun fyrir landi til skógræktar í nánd við bæinn í Víðistöðum.  Félagið er tekið til við að vinna við skógarstæðið – girða það. Vinna flestir félagar að því með eigin höndum, karlar og konur í frístundum sínum og miðar verkinu furðuvel áfram. Hugsað er til að rækta þarna tré í næsta mánuði.“
Lengri eru upplýsingar Fjallkonunnar ekki. En staðreynd er að þarna voru á þessu vori gróursettar um eitt þúsund trjáplöntur. Garðhleðsla og undirbúningur var eins og fyrr segir framkvæmdur af félögum. Stofnuðu þeir um þetta nokkurskonar hlutafélag, þannig að fyrir 5 kr. vinnu fengu menn hlutabréf og mun eitthvað af þeim enn vera til hér meðal gamalla 17. júní félaga. Árið 1910 fór Árni Helgason sem nú er verkfræðingur í Chicago til náms í trjárækt upp að Rauðavatni. Hvernig þessum trjágróðri í Víðistöðum reiddi af er mér ekki kunnugt. En mjög dofnaði yfir starfi þessa ungmennafélags eftir 1910 og það leið alveg undir lok 1913. En margir eru þeir Hafnfirðingar sem harma það að þarna skyldi ekki rísa upp almennur skemmtistaður með trjám og blómstrum.

Víðistaðir

Skógrækt á Víðistaðatúni.

Í Náttúrufræðingnum – 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177 segir m.a. um Víðistaði: „Í vesturjaðri Hafnarfjarðarbæjar er lítill hraunlaus blettur, um 200 m á hvorn veg, nefndur Víðistaðir. Þetta er ein af þeim fáu eyjum, sem standa upp úr Búrfellshrauni og raunar aðeins smáhólmi í samanburði við hinar háu grágrýtiseyjar, sem áður var getið (með Setbergshlíð og Smyrlabúð). Hitt er þó kynlegra um Víðistaðahólmann, hve lágur hann er og flatur, en hraunbrúnin há allt í kring. Áður en hraunið rann, hefur hann væntanlega verið dálítil hæð, sem það sveigði hjá, en fyllti svo rækilega að á alla vegu.“

Alþýðublaði Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8, fjallar Stefán Jónsson athyglisverða grein um Víðistaði. Hann telur svæðið sem heild varðveislunnar virði.
Í meðfylgjandi fornleifaskráningu, reyndar mjög takmarkaðri, er farið yfir sögu Víðistaða, sem vert er að staldra við og skoða.

Hafnfirðingar mættu gjarnan huga meira að sögu sinni því spillt arfleifð verður ekki aftur tekin.

Víðistaðir eru, og verða vonandi um ókomna framtíð, vin íbúa Hafnarfjarðar í hjarta bæjarins.

Víðistaðir

Brot úr fornleifaskráningu Víðistaða frá 2002.

Víðistaðir

Víðistaðir

Víðistaðir

Frásögn Stefáns Jónssonar um Víðistaði.

Heimildir:
-http://www.skoghf.is/greinar
-https://timarit.is/files/12537511#search=“Víðistaðir%20Víðistaðir“
-Alþýðublað Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8ttps://www.hafnarfjordur.is/media/nordurbaer/Vidistadir-fornleifaskraning2002.pd
-Náttúrufræðingurinn, 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177.

Hvaleyri

Árni Óla skrifaði um „Hvaleyri“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1973.

„Að undanteknum írskum nöfnum er Húsavík við Skjálfanda líklega elzta staðarheiti á Íslandi. Staðurinn er kenndur við það, að þar reisti Garðar Svavarsson hús og hafði þar vetursetu. Næstelztu norrænu nöfnin munu svo vera Faxaós (nú Faxaflói), Hafnanfjörður og Hvaleyri. Þau nöfn gátu þeir Hrafna-Flóki og félagar hans.

Hvaleyri

Hvaleyri í dag. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið á svæðinu, í forgrunni. Hvaleyrarbæinn frá 1772 í bakgrunni.

Landnáma segir frá því, að þeir höfðu fyrst vetursetu vestur í Vatnsfirði (ef til vill hafa þeir gefið það nafn líka) og síðan segir: „Þeir Flóki ætluðu brott um sumarið og urðu búnir litlu fyrir vetur. Þeim beit eigi fyrir Reykjanes og sleit frá þeim bátinn og þar á Herjólf. Hann tók þar sem nú heitir Herjólfshöfn.

Hvaleyrarlón

Herjólfshöfn 2022.

Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu þar Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur.“ Nafnið Herjólfshöfn er nú gleymt og vita menn ekki hvar það hefir verið. En mundi sú höfn eigi hafa verið í Hafinarfirði og (fjörðurinn hafi fyrst í stað verið nefndur Herjófs-hafnarfjörður, en nafnið síðan stytt í Hafnarfjörð?
Hval

Hvaleyri

Hvaleyri við Hafnarfjörð 2021.

eyrar er síðan lítt getið fram eftir öldum, en þó hefir snemma verið reist þar bú og jörðin um langt skeið hin stærsta og bezta við Hafnarfjörð og hefir verið bændaeign. Í skrá um leigumála jarða Viðeyjarklausturs frá 1313, segir að klaustur „eigi allt land að Eyri“ og mun þar átt við Hvaleyri. En ekki verður séð hvernig klaustrið eignaðist hana og þó hefir það sennilega gerzt á þann hátt, að einhver sem gekk í klaustrið hafi lagt hana á borð með sér, eða þá að hún hefir verið gefin því í guðsþakkarskyni. Þetta var þá dýrasta jörðin, sem klaustrið átti, því að afgjaldið var fjögur hundnuð. Þarna var (þá kirkja og er til máldagi hennar frá dögum Steinmóðar ábóta í Viðey. Er henni talið heimaland allt, nema dálítill skógarteigur sunnan í Hvaleyrarhöfða, sem Laugarneskirkja átti, og er þetta til sannindamerkis um, að þá hefir land þarna verið betur gróið en nú er.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón, Hvaleyrargrandi og Háigrandi (Fornubúðir) árið 1902.

Á dögum Steinmóðar Bárðarsonar ábóta (1444-1481) gerðust þarna ýmsir sögulegir viðburðir. Enskir og þýzkir kaupmenn voru þá farnir að keppast um verzlun hér á landi, einkum þar sem beztar voru vertstöðvar. Þá var mikið útræði frá Hvaleyri og náðu Þjóðverjar furðu fljótt bækistöð þar, en sagt er að Englendingar hafi tekið fisk á Fornubúðum, sem voru spölkorn innar í firðinum. Þeir voru þá sem oftar yfirgangssamir og (töldu sér allt leyfilegt.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn (áður Fornubúðir) um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum.

Segir svo frá því í Biskupasögum Jóns Egilssonar: — Engellskir lágu í Hafnarfirði inn hjá Fornubúðum einu skipi. Á því voru þrennir 100, það voru 100 kaupmenn og 100 undirkaupmenn og 100 skipsfólks. En svo bar til að þeir gripu skreið fyrir ábótanum í Viðey og fleiri Nesjamönnum þar. Ábótinn gerði sig þá að heiman með 60 manna til bardaga við þá. En áður en hann reið fram til þeirra, þá spurði hann alla hvort þeir væri samhugaðir sér að fylgja. Þeir játuðu því allir. En sem heim var riðið, sneru aftur 30, en aðrir 30 riðu fram og sló þar í bardaga. Lyktaði svo, að þeir íslensku unnu, en ábótinn missti son sinn, þann er Snjólfur hét, hvern hinir, er aftur hurfu, borguðu þrennum manngjöldum fyrir svik sín.
Ábótinn var og komin á kné í bardaganum, og kom þá einn af hans mönnum að og hjálpaði honum. Þeim sama gaf hann 20 hndr. jörð… Eftir þetta gerðist fullur fjandskapur með enskum og þýzkum kaupmönnum og lauk honum svo, að Þjóðverjar boluðu Bretum algjörlega úr Hafnarfirði og sátu þar lengi síðan, eða framundir einokun.
Hvaleyri
Frá tímum erlendra kaupmanna eru miklar steinaristur á fjórum stórum steinum í Hvaleyrartúni, og þó langflestar á hæsta steininum. Flestar þessair ristur eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Víða eru ártöl og munu þau elztu vera frá 1657. Mikið hefir verið rætt um steina þessa og voru þeir upphaflega kallaðir rúnasteinar. Jónas Hallgrímsson skoðaði þá sumarið 1841. Höfðu sumir sagt honum að þarna væri fornar rúnir, en aðrir töldu að hér væri ekki um annað að ræða en krot eftir útlendinga. En þegar Jónas fór að athuga stærsta steininn, þóttist hann finna, undir þessu kaupmannakroti, ævagamlar rúnir, stórar bandrúnir og vel gerðar upphaflega og alllæsilegar þegar skólfir höfðu verið hreinsaðar úr þeim. Alls taldi hann að þarna væru 26 bandrúmir, og gerði hann uppdrátt af steininum og hvar þessar rúnir væri að finna. Hann sagði um þetta í bréfi til Finns Magnússonar:
Hvaleyri
— Engum blöðum er um það að fletta að rúnir (þessar eru mjög merkilegar. Ég fœ ekki bertur séð, en að þarna séu nöfn Hrafna-Flóka og félaga hans. Ef til vill hefir Herjólfur stytt sér stundir við að rista rúnirnar, meðan hann beið eftir skipinu. — En að öllu gamni slepptu, þá vænti ég að þér lesið úr rúnum þessum. — Sjálfur þóttist Jónas geta lesið þarna þessi nöfn: Sörli, Tóki(?), Flóki, Herjólfur, Þórólfur. Og steininum gaf hann nafn og kallaði Flókastein. Má vera að þar hafi óskhyggja ráðið, því að hann hafi viljað finna þarna minjar um komu þeirra Hrafna-Flóka til Hafnarfjarðar. En seinni athuganir sýna, að þetta er ekki rétt, en steinarnir þó merkilegir og eru þeir enn óhreyfðir í Hvaleyrartúni. Við siðaskiptin sölsaði konungur undir sig Hvaleyri eins og aðrar eignir klaustranna.

Hvaleyri

Hvaleyri – túngarður.

Og hér fór sem víða annars staðar, að jörðinni hnignaði stöðugt undir handarjaðri Bessastaðamanna, eins og bezt má sjá á Jarðatók Árna og Páls. Kirkjan hrörnaði eins og annað. Fyrst varð hún útikirkja frá Görðum, og seinast var hún kölluð bænhús. Hún var lögð niður 1765 að boði Friðriks V. konungs.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Hvaleyri hefir borið nafn með rentu, því að oftar hefir þar orðið hvalreki en á dögum Hrafna-Flóka. Á jólaföstunni 1522 rak þar t.d. 8 stórhveli í einu.
Seinasti „hvalrekinn“ þar er heljar mikill golfvöllur, er nær yfir allt túnið.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 22. tbl. 10.06.1973, Hvaleyri – Árni Óla, bls. 8, 9 og 10.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Ferlir

Nokkrar mistækar gönguleiðabækur hafa verið gefnar út um möguleika Reykjanesskagans, s.s. „Náttúran við bæjarvegginn – 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga“ eftir Reynir Ingibjartsson, „Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur“ eftir Einar Skúlason, og „Gönguleiðir á Reykjanesi“  eftir Jónas Guðmundsson. Síðastnefnda bókin byggir titil sinn reyndar á hugtakaruglingi því Reykjanesskaginn er svo miklu umfangsmeiri en Reykjanesið yst á skaganum.

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson.

Í auglýsingu um bókina „Gönguleiðir á Reykjanesi“ segir m.a.: „Gönguleiðir á Reykjanesi hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga, fjársjóðskistu útivistarfólks. Sumar leiðirnar eru á fjöll, aðrar um hraun og dali og margar eru hringleiðir. Allar eru lýsingarnar innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða og eru þær merktar sérstaklega.

Jónas Guðmundsson er leiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur sem varið hefur ótal stundum á fjöllum. Reykjanes skipar sérstakan sess í huga hans og þangað leitar hann aftur og aftur til að njóta, upplifa og endurhlaða rafhlöður líkamans og sálartetursins.

Gönguleiðir á ReykjanesiÞessi bók hentar öllum þeim sem ætla að leggja land undir fót. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Auk þess er settur fram sögulegur og landfræðilegur fróðleikur um þær leiðir sem gengnar eru hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða sem varða fjallgöngur og útivist.“

Í inngangi bókarinnar segir m.a.: “ Sem fyrr er bók þessi aldrei eins manns verk því allnokkrir lögðu hönd á plóginn og að góðum íslenskum sið er rétt að þakka þeim… Otti Rafn Sigmarsson í Grindavík varpaði ljósi á nokkra þætti og hið sama gerði Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur með meiru, og nokkrar heimildir voru sóttar í vefsíðuna ferlir.is sem er hafsjór af fróðleik. Allir þessir og þeir sem ekki er hér minnst á fá þakkir fyrir sitt.“ Nefndur Jóns bað hvorki svo lítið sem um leyfi né heimild til að nota efni af vefsíðunni í bók sína.

Allar framangreindar bækur eiga a.m.k. eitt sameiginlegt; þ.e. að hafa sótt a.m.k. hluta fróðleiksins á vefsíðuna www.ferlir.is, sem er reyndar ágætt því markmið hennar er er fyrst og fremst að miðla fróðleik um svæðið til áhugasamra. Á þeirri síðu er reyndar að finna endurgjaldslaust alla eiginlega leiðsögn um dásemdir Reykjanesskagans á einum stað frá upphafi til nútíma – langt umfram allar útgefnar göngubækur og villulýsingarnar, sem þar er að finna.

Hellugatan

Hellugatan í Selvogi.

Keilir

Gengið var á Keili (379 m.y.s.). Venjan er að ganga að fjallinu frá norðanverðu Oddafelli, en að þessu sinni var gengið að því frá Rauðhól, rúmlega miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Oddafells. Stíg var fylgt upp eftir frá Rauðhólsselinu. Þegar komið var upp á hraunbrúnina (varða) áleiðis að fjallinu sást Keilisvarðan við Þórustaðastíginn vel í vestri.
Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið, sem er strýtulaga, sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila.

Upphafsstaður flestra - við Oddafell

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Það er því að mestu úr móbergi. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýni ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.
Frá því sjósókn hófst á norðanverðum Reykjanesskaga hefur Keilir verið notaður til að marka mið sjómanna. Þannig má sjá að margar innsiglingavörður í varir og lendingar á norðan- og vestanverðum Reykjanesskaganum hafa fyrrum haft vísan á Keili.
Fjallið er eitt af þeim fjöllum sem heilla og seiða göngumenn til sín enda vekur það jafnan athygli fyrir fegurð sína og Keilir - uppgönguleiðin framundaneinstæða staðsetningu. Göngutími á fjallið er um 2-3 klst ef lagt er afs tað frá norðanverðu Oddafelli eða frá Rauðhól skammt norðvestar. Hækkunin er um 250 metrar.
Til að komast að Keili er ekið af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar eru mislæg gatnmót Vatnsleysustrandarvegar. Greiðfært er öllum bílum með rólegum akstri um Afstapahraun (yngra) upp að Höskuldarvöllum, þaðan sem venjulega er gengið á fajllið frá norðurenda Oddafells.
Gott er að ganga á fjallið þótt bratt sé á köflum, en vissara er að fara varlega því laust getur verið í rásinni. Auðfarið er þó upp því myndast hefur greinilegur göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind. Þegar gengið er upp er Hrafnafell á hægri hönd og gengur út úr Keili til norðurs. Handan þess eru keilisbörn (142 m.y.s.). Uppi á fjallinu gestabók í sérhönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann. Til stendur að setja upp útsýnisskífu á Keili (skrifað í júni 2008), auk örnefnaloftmyndar við norðanvert Oddafellið.
Gestabókastandur á KeiliMóbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll líkt og Keilir (ef um gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu er að ræða). Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á. Fallegir bólstrar eru í hlíðum Keilis – ef vel er að gáð (enda engin ástæða til að flýta sér).

Útsýni til suðvesturs - Litli-Keilir t.h. - Litli-Hrútur, Kistufell og Stóri-Hrútur framundan fjær

Þegar litið er af Keili yfir „landakortið“ neðanvert til vesturs og suðurs má m.a. sjá Þráinsskjöld með Litla-Keili, Fagradals-Hagafell og Fagradals-Vatnsfell, Litla-Hrút, Kistufell og Stóra-Hrút. En það er líkt með þessi fjöll, mishá og -stór, að fólki hefur ekki alltaf verið sammála um nöfnin, þ.e. hvers er hvurs. Ástæðan hefur jafnan verið af „landamerkjatoga“ fremur en nákvæmum heimilda- og vettvangsrannsóknum. Litli-Keilir (300 m.y.s.) og Litli-Hrútur (310 m.y.s.) hafa af sumum verið nefndir Keilisbræður. Það er svo sem ekkert vitlausara en hvað annað. Verra er að þeim hefur þeim verið ruglað saman og þá nefndir Litli-Hrútur og Stóri-Hrútur, en sá síðastnefndi er mun sunnar. Litli-Hrútur (Litlihrútur) er fast norðan við Kistufell. Litli-Keilir (Litlikeilir) er milli hans og Keilis, en spölkorn vestar á Þráinsskjaldarbrúninni.
Gengið var niður að austanverðu, mun auðveldari niðurför en í „hálkustigunum“ að norðanverðu.
Þegar komið var niður var hægt að velja um nokkrar leiðir; Þórustaðastíg inn á norðanverða Selsvelli, götuna yfir að Oddafelli eða til baka að Rauðhól. Auk þess stíg yfir úfið hraun austan við Driffell. Allt eru þetta áhugaverðar leiðir því hver og ein leiðir vegfarendur að ákveðnum, en ólíkum, dásemdum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
http://www.landvernd.is/arfjalla2002/fjall_14.html

Litli-Keilir og Keilir

Grindavík

Á vefsíðunni www.grindavik.is var þann 23. júlí 2009 fjallað um „Nýtt bæjarhlið á Grindavíkurvegi“, sem auðvitað átti að vera umfjöllun um nýtt „borgarhlið“ ef horft er til lengri framtíðar.
BorgarhliðiðÞar sagði m.a.: „Þeir sem hafa átt leið um Grindavíkurveginn að undanförnu hafa tekið eftir nýju bæjarhliði Grindavíkurbæjar sitt hvoru megin við veginn, nálægt Seltjörn, sem er mikil bæjarprýði og var tekið í noktun fyrir Sjóarann síkáta þetta árið. Ekki fer á milli mála að þeir sem aka í gegnum bæjarhliðið átta sig á því að þeir eru komnir til Grindavíkur og jafnframt hversu stórt land heyrir undir bæjarfélagið.
Nýja bæjarhliðið er hannað af Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt hjá Forma en hún rekur fyrirtækið ásamt Björk Guðmundsdóttur.
Inga Rut segir að hugmyndin á bak við vörðurnar hafi verið að halda í og spila með náttúrunni á svæðinu:
,,Umhverfið er auðvitað einstakt Borgarhliðiðmeð þetta úfna hraun. Hugmyndin byggir á gömlu vörðunum sem víða sjást í náttúrunni og eru vegvísar eða kennileiti. Það má segja að þær hafi verið ýktar upp og stækkaðar,“ segir Inga Rut.
Efnisvalið er náttúrugrjót frá nánasta umhverfinu og hugmyndin af mótspili í efnisnotkun á móti náttúrugrjótinu er ryðgað stál. Hugmynd er í raun tekin úr Hópsnesinu þar sem er að finna gömul skipsflök. Að sögn Ingu Rutar er framtíðarplanið að vörðurnar verði upplýstar.“
Í framhaldi af þessu sendi FERLIR Ingu Rut eftirfarandi tölvupóst: „
Var að skoða www.grindavik.is í gegnum www.ferlir.is þar sem fjallað er um nýja “bæjarhliðið” sem réttara er nú að kalla “borgarhlið” með skýrskotun til framtíðarinnar… Vefsíðan hafði áður birt mynd af verkinu – http://ferlir.is/?id=8426 – en hún bar ekki með sér hver höfundurinn er.
BorgarhliðiðFERLIR fjallar gjarnan um fornar minjar, en einnig áhugaverð nútímaverk, sem verða munu minjar. Spurningin er hvort þú átt eitthvað meira kjöt á beinin varðandi tilurð, vangaveltur og hugsýn v/nýja hliðið, sem áhugavert væri að fjalla um á vefsíðunni? Já, og til hamingju með bæði hugmyndina og verkið!“
Ekkert svar barst frá Ingu Rut.
Borgarhliðið

Heimild m.a.:
-grindavik.is
-Erna Rut Gylfadóttir.