Brunntorfur

Helga Jónsson skrifar um „Gróðrasögu hraunanna“ í Skírnir árið 19906:
„Gróðurinn á sína sögu, og gróðursaga hinna ýmsu landa og hafa er með ýmsum hætti, og mjög svo komin undir lífsskilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru. Gróðrarsagan segir frá »landnámi« plantnanna og skýrir oss frá, hverjar tegundir ber fyrst að hinum beru landflákum, hvernig þær þróast og greiða götu þeirra tegunda, er síðar koma. Hún er í fám orðum: þróunarsaga hinna fjölbreyttu plöntufélaga, er byggja jörðina nú á dögum. Eitt af þessum atriðum er gróðrarsaga hraunanna, er nú má kalla nægilega kunna í öllum aðalatriðum. Hraunin verða til á þann hátt, að glóandi hraunstraumur rennur úr gígnum og yfir yfir landið umhverfis. Þá kólnar hraunið og storknar, og er lögunin á yfirborði hraunsins mest undir því komin, hvernig og hve fljótt það storknar. Eftir lögun yfirborðsins greina menn á Íslandi milli tvenns konar hrauna, er nefnd eru apalhraun og helluhraun. Apalhraunin líta út sem óskipulegar urðaröldur, en helluhraunin eru miklu sléttari og í þeim eru víða á allstórum spildum sléttar klappir eins og nafnið bendir á, en á milli óskipulegar dældir og geilar. Eru helluhraunin miklu gróðursælli en apalhraunin, meðfram af þeirri ástæðu, að vatnið á örðugra með að síga gegn um þau.
Nýrunnið hraun er með öllu eyðimörk og enginn gróður byrjar fyr en yfirborðið er storknað og kalt. Er hraunið þá mjög svo óvistlegur bústaður fyrir plöntur, því að þar er alls enginn jarðvegur. Háplöntum er því með öllu ómögulegt að nema þar land að svo stöddu. En bót er það í máli, þótt hraunið sé jarðvegslaust, að yfirborð steinanna er hrufótt. Er það alsett skörpum broddum, en á milli þeirra eru smáholur og skorur. Stormarnir á Íslandi þyrla venjulega upp ryki, staðnæmist það miklu fremur í hinu hrufótta yfirborði hraunklettanna en á sléttum blágrýtisklettum. Um síðir kemur og jarðvegur í hraunin; verður það með ýmsu móti, en tíðast er, að plöntugróðurinn sjálfur gerir jarðveginn og lágplönturnar greiða götu háplantnanna. Skal nú farið um það nokkrum orðum.
Fyrstu landnemar hraunanna verða að vera þannig gerðir, að þeir geti lifað á beru berginu, af því að enginn jarðvegur er þar fyrir. Ýmsar lágplöntur eru þannig gerðar, svo sem þörungar (algæ), fléttur eða skófir (lichenes) og sumar mosategundir. Þörungar eru þó fremur sjaldgæfir í hraunum og látum vér því nægja að nefna þá. Fléttur og mosar eru alstaðar í klettum, en venjulegast eru flétturnar þó frumbyggjar þar.
Ýmsar fléttutegundir eru alkunnar alþýðu á Íslandi, svo sem litunarmosi, geitaskóf, fjallagrös, hreindýramosi, tröllagrös o.s.frv. Fjallagrösin og hreindýramosinn vaxa þó ekki á klettum, en eru algeng í mosaþembum, einkum til fjalla. Litunarmosinn og geitaskófir eru algengar á steinum, en teljast þó ekki til frumbyggja hraunanna.

Mosi

Fléttur þær, er fyrstar nema land í hraunum, eru að nokkru leyti svipaðar litunarmosa og er því líkast sem hvítar, gráar, gular, svartar eða grænleitar skorpur séu á klettunum á víð og dreif. Flétturnar (skófirnar) teljast til sveppanna, en eru þeim þó frábrugðnar að því leyti, að þær geta sjálfar unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins. Þó er léttusveppurinn að því leyti líkur öðrum sveppum, að hann er ekki grænn, og getur því ekki, fremur en þeir, af sjálfsdáðum fætt sig af kolsýru loftsins. Til þess þarf hann hjálpar við og hana fær hann hjá örsmáum grænleitum þörungum, er hann þéttar sig utan um og innilykur þannig í sínum eigin líkama. Svo má að orði kveða, að fléttusveppurinn hafi þörungana í æfilöngu haldi eða þrælkun og hann lifir af þeirri fæðu er þær vinna úr kolsýru loftsins. Sjálfur þörungslíkaminn fær enga meinsemd af þrælkuninni, en þó geta þörungarnir ekki æxlast meðan þeir eru í haldinu. Þess konar viðbúð, sem hér ræðir um, köllum vér því þrælkun. Líkami fléttnanna er því samsettur af tveim tegundum, sem meira að segja teljast til mjög svo ólíkra plöntuflokka, það er að segja svepp og þörungi. Ef fléttusvepparnir hefðu ekki hina grænu þræla til að vinna fyrir sér, mundu klettar þeir, er þaktir eru hinum marglita fléttugróðri, vera svo að segja gróðurlausir, því að svepparnir gætu ekki búið þar hjálparlaust. Líkami flétta þeirra, er algengastar eru á steinum, er, eins og drepið hefir verið á, líkastur þunnri skorpu eða skóf á klettinum. Er sú líkamslögun hin hagkvæmasta fyrir plöntur á skjóllausum klettum.

Fyrir því er auðsætt, að fléttur eru mætavel til þess fallnar, að nema land í hraunum. En hvernig flytjast þær inn í hraunið? Um bert og nýstorknað hraun er auðvitað engin umferð, og svo mætti að orði kveða, að þar kæmi aðeins fuglinn fljúgandi; þó er mjög svo ólíklegt, að fuglar flytji frumbyggjana inn í hraunið, en það er eflaust vindurinn. Stormarnir þyrla upp jarðryki, sópa fræi og grói af plöntum, er vaxa umhverfls hraunið, og þeyta öllu saman yfir hraunflákana. Sérstaklega ber þess að gæta, að gró lágplantnanna eru svo lítil og létt, að ekki þarf hvassan vind til að feykja þeim í hraunið. Gró þeirra plantna, er geta búið á bergi, dafna og verða að fullorðnum plöntum, en gró eða fræ þeirra plantna, er þurfa jarðveg, deyja auðvitað á klettinum. Af þeim plöntum, sem vindurinn flytur í nýstorknað hraun, dafna því aðeins fléttur, mosar og ölgur, en allar háplöntur deyja, því að hraunið er jarðvegslaust. Þá höfum vér að nokkru lýst fléttunum, hversu þær eru fallnar til landnáms, og getið um, hvernig þær flytjast í hraunið; og skal nú drepið á gróðrarsöguna.
1. gróðrarstig. Fléttur og mosar á við og dreif. Á fyrsta gróðrarstiginu er hraunið tilsýndar. eins og það væri alveg nakið, en þegar komið er í sjálft hraunið, verðum vér þess fljótt varir, að marglitar smáskorpur eru á stangli hingað og þangað um nibburnar. Skorpur þessar eru fyrstu landnemarnir og teljast allar til fléttnanna. Auk þeirra vaxa þar og órfáar mosategundir, en þær finnast að eins í örsmáum holum á fleti hraunsteinanna. Meðal hinna fyrstu mosategunda er grámosinn, er síðar nær mjög mikilli útbreiðslu í hraununum; en á þessu stigi er að eins að sjá einstaka smátór milli hraunbáranna. Niðri í hraungjótunum finnast og nokkrar mosategundir, og teljast til skuggamosa, það er að segja mosategunda, sem ekki þrífast í skarpri birtu.
2. gróðrarstig. Mosapembur. Eftir því sem árin líða verða flétturnar tíðari og tíðari og þekja hraunnibburnar að meira eða minna leyti, og mosatórnar, er voru örlitlar í upphafi, og að eins milli hraunbáranna, breiðast út meir og meir og verða smáþúfur víðs vegar á klettunum; víða renna þær saman og þekja þá allstórar spildur. Að grámosanum kveður langmest allra mosa í hramnum og er hans fyr getið. Er hann einn meðal hinna allra algengustu mosa á íslandi og vex því nær alstaðar á steinum, í móum og jafnvel þýfðum mýrum. Mjög fljótt kemur það í ljós í hraununum, að grámosinn breiðist út miklu fljótara en aðrar mosategundir. Fyrst koma upp örsmáar tór milli hraunbáranna, eins og getið var, en því næst vaxa tórnar og verða að mosaþúfum, er breiðast út í allar áttir. Að síðustu renna þúfurnar saman, og verður þá samloðandi mosaþak yfir stór svæði. Það köllum vér mosaþembur.
Það er auðvitað fólgið í skapnaðarlagi grámosans, hve vel hann þrifst á þurrum klettum. Allflestir munu hafa tekið eftir því, að mosaþemburnar eru grænleitar í rigningatíð, en gráleitar þegar þurviðri ganga. Orsökin til litbrigðanna er sú, að loft kemst inn í plöntuna, er vatnið gufar upp. Hið innilukta loft hylur grænkornin og veldur þannig gráa litnum, en um leið er það einnig vörn fyrir mosann gegn of miklum þurki. En er votviðri ganga, sýgur mosinn í sig svo mikið vatn, að loftið hverfur, og er hann því grænleitur á að sjá. Þar við bætist og, að grámosanum (og mörgum öðrum mosategundum) er þannig háttað, að hann getur unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins við lægra hitastig en háplönturnar. Fyrir því er auðsætt, að grámosinn er allra plantna bezt fallinn til að gera jarðveg í hraunum. Við aldurinn verður sú breyting á mosaþembunni, að neðsta mosalagið deyr smámsaman og fer að rotna, það er að segja: að breytast í jarðveg. Í þessum mosajarðvegi er ávalt nokkur raki, jafnvel þó langvinnir þurkar hafi gengið, því að efsta mosalagið, eða hin lifandi mosaþemba, ver hann gegn þurki. Þannig er mosaþemban farin að breytast í jarðveg. Mosinn á erfiðara uppdráttar eftir því sem jarðvegurinn eykst, og stenzt að lokunum ekki samkepnina við háplönturnar, er koma hópunum saman til að taka sér bústað í hinum nýja jarðvegi. Svo mætti að orði komast, að grámosinn gerir jarðveg í hraununum og útrýmir sjálfum sér um leið. Stór svæði í hinum gömlu hraunum hafa ennþá ekki náð lengra en á þetta stig.
3. gróðrarstig. Lyngheiði. Þegar er neðsta mosalagið fer að rotna og jarðvegur sezt í hraunið, fer það að verða byggilegt fyrir háplönturnar, enda fara þær þá að flytjast þangað. En áður en farið er frekara út í það efni, skal örlítið drepið á, hvernig háplönturnar komast í hraunið. Vér gátum þese áður, að það væri eflaust vindurinn, sem flytti lágplöntur í hraunið, og hiklaust má fullyrða, að vindurinn vinni einna mest að flutningi háplantnanna; en þó munu margar þeirra berast í hraunið með dýrum, og þar eru fuglarnir eflaust fremstir í flokki. Þess ber nefnilega að gæta, að þegar er mosaþemban er komin, er hraunið fært yfirferðar ýmsum dýrum, er á margan hátt geta flutt fræ háplantnanna með sér. Þess ber og að gæta, að hraunið gengur miklu meira í augu fuglanna eftir að mosagróðurinn er kominn, því þá hyggja þeir að þar sé björg að finna. Fuglar bera ýms fræ með sér og það einkum í maganum, en mörg fræ hafa fræskurn svo sterka, að ekki sakar að fara, um meltingarfæri dýranna. Sum fræ spíra jafnvel fljótar eftir slíkt ferðalag en ef þau hefðu setið kyr heima. Til dæmis má nefna að hrafnarnir éta krækiberin og flytja þannig fræin oft langar leiðir. Þótt hinn nýi jarðvegur sé rakur, er ekki svo að skilja, að þar sé lífvænt öðrum háplöntum en þeim, er eigi eru sérlega sólgnar i vatn, eða þeim, er hafa slíkan skapnað blaða, að þær geta temprað uppgufan vatnsins úr plöntulíkamanum. Meðal hinna fyrstu plantna, er koma í hinn nýja mosajarðveg hraunsins, eru því t. a. m. krækiberjalyng, móasef, axhæra, blásveifgras, sauðvingull, lógresi, bugðupuntur, geldingalauf, heiðastör o.fl. o.fl. Í fyrstu eru innflytjendur þessir fáir og dreifðir víðs vegar um mosaþembuna, einn og einn á stangli; en með tímanum fjölga einstaklingarnir og fleiri plöntutegundir setjast að. Brátt skipa plönturnar sér og í félög eftir þeim kröfum, sem þær gera til lífsins, og félög þessi taka þau svæði í hrauninu, er þeim henta bezt. Þannig eru t a. m. allstórar spildur þaktar venjulegum lynggróðri, er samsettur er af krækilyngi, bláberja- og aðalbláberjalyngi, sortulyngi, beitilyngi, fjallhrapa, grávíði o. þ. h., en á öðrum stöðum finnum vér grasgróður og vaxa þar hinar algengustu grastegundir, er jarðvegurinn þar og nokkru rakari en í lyngheiðinni. Þessi grastegundafélög eru vísir til grasgróðurs þess, er síðar skal getið. Sumstaðar má og sjá vísi til jurtastóðs.
4. gróðrarstig. A. Kjarrskógur. Smám saman fara að koma í ljós birkiplöntur hingað og þangað í lyngheiðinni, og eftir því sem árin líða og jarðvegurinn eykst, dafnar birkið betur og betur og verður að lokum kjarrskógur. Sé birkið ekki skemt með fjárbeit eða skógarhöggi, má óhætt fullyrða, að víða kemur fram reglulegur skógur samsettur af trjám með beinum, óklofnum stofni. Innan um birkið vex reynir, grávíðir og gulvíðir, og eru þá tegundir þessar venjulega svipaðar birkinu að þroska. Hafa hraun þessi eflaust verið skógi vaxin í landnámstíð, þó þess sé ekki beinlínis getið í sögunum, að því er mér er kunnugt. Skóginn ber að skoða sem endatakmark að því er snertir gróðrarþróun á stórum svæðum í hraununum, því að öðrum plöntufélögum veitir mjög svo örðugt samkepni við skóginn. Rætur trjáa og runna liggja svo djúpt í jörðu, að aðrar plöntur geta öldungis ekki kept við skóginn að því er næringarefni jarðvegsins snertir, og eigi skaðar það skóginn hið minsta, þótt skógarjarðvegurinn sé alvaxinn lyngi eða grasi, því að þessar plöntur taka næringarefni úr hinum efstu lögum iarðvegarins. Annað mál er það, að þéttur undirgróður í skógi getur verið skaðlegur fyrir kímplöntur bjarkarinnar og fyrir ungt birki yfirleitt. Þá gnæfir skógurinn og hátt yfir önnur plöntufélög og er því miklu betur settur að því er sólarbirtu snertir, en án sólarljóssins geta grænar plöntur ekki lifað. Það er því augljóst að skógurinn er einvaldur um langan aldur þar, sem hann einu sinni er kominn, ef loftslag breytist ekki honum til skaða og ef engin óhöpp vilja til. En óhöpp teljum vér, skoðað frá sjónarmiði skógarins, skógarhögg, beit og yfirleitt allar árásir, er skógurinn verður fyrir af óðrum eða öðru en keppinautunum.
B. Jurtastóð, graslendi. Þar sem nægilegt vatn er og hagkvæmt skjól kemur sérstakur gróður, er vér köllum jurtastóð; í því plöntufélagi eru blómjurtir (þ. e. jurtir með stórum litfögrum blómum) og burknar yfirgnæfandi, en auk þeirra vaxa þar ýmsar grastegundir. Á endanum mun oftast svo fara, að blómjurtunum fækkar meir og meir, en grastegundum fjölgar að því skapi, og að lokunum breytist jurtastóðið í graslendi. Meðan jurtastóðið er upp á sitt hið bezta, eru blómjurtirnar venjulega mjög þroskamiklar, en eftir því sem grösin ná meiri og meiri yfirráðum, verða þær þroskaminni. Baráttan milli grastegundanna og blómjurtanna getur verið langvinn, en óefað má fullyrða, að grastegundirnar sigra að lokum, enda standa grastegundir betur að vígi en margar aðrar jurtir, sökum hinnar kynlausu æxlunar.
Graslendið er fremur sjaldgæft í hraunum, og það er oss einkum kunnugt frá helluhraununum t. a. m. Búðahrauni, Kapelluhrauni og Afstapahrauni. Til þess að grasgróður geti þrifist er nauðsynlegt að regnvatnið hripi ekki niður úr hrauninu, og er því ofur eðlilegt, að helluhraun hafi helzt graslendi. Í Búðahrauni var grasgróðurinn yfirleitt samsettur af þessum fjórum tegundum: snarrótarpunti, túnvingli, hálíngresi og bugðupunti, en auk þeirra voru ýmsar aðrar tegundir strjálar hingað og þangað í graslendinu. Auðvitað hittum vér og graslendi í apalhraunum, en þó ekki fyr en þau eru alþakin jarðvegi.
Þetta voru aðalatriðin í gróðrarsögu hraunanna, en þó á ekki hvert hraun þessa gróðrarsögu, því að hraun til fjalla komast ekki lengra en á annað gróðrarstigið, það er með öðrum orðum: mosaþemban heldur áfram að ríkja yfir fjallhraunum, meðan loftslag ekki breytist. Það sem vér höfum sagt um gróðrarþróun hraunanna á því sérstaklega við hraunin á láglendinu, en þó skal þess getið, að hraun á yztu annesjum komast ekki lengra en á þriðja gróðrarstigið, það er að segja, þau verða ekki skógivaxin.
Þá verður og fyrir oss sú spurning: hve langan tíma þarf hraunið til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo komnu, en þó er það kunnugt, að hraun á láglendi verða fyr þakin gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á láglendi en í fjöllum. Það er augljóst, að það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, heldur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér þó sagt, að hraunin þurfa margar, margar aldir til að gróa upp.
Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróðurinn hefði mest að segja í því efni. Nú höfum vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveginn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa, en stundum getur jarðvegur komið í hraunin á tiltölulega stuttum tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindurinn feykir sandi, jarðryki og ösku í hraunið, smám saman fara glufur, gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu hraunstrýturnar í sandinn. Þá fara plöntur smámsaman að taka sér bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á Reykjanesskaganum.“

Heimild:
-Skírnir, 80. árg. 1906, bls. 150-160.

Lönguhlíðahorn

Mosi undir Lönguhlíðahorni.

Draughólshraun

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það.
Draughólshraun heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur Varða á brún Draughólshraunsnafngiftin komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðu, sem síðar átti eftir að koma í ljós, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið er Hrútagjárdyngjuhraunið. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að það hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum (leiðréttur aldur ~ 4500). Hraunin ná yfir 80 km2 svæði. Neðarlega, skammt ofan við Þorbjarnastaði í Hraunum, eru nokkrar lítt áberandi hraunskellur, nefndar Selhraun 1, 2, 3 og 4. Hraun þessi eru öll yngri en Hrútagjárdyngjuhraunið, misgömul þó, en öll u.þ.b. 4000 ára. Svo virðist sem þau hafi orðið til í jarðhræringunum í kjölfar dyngjugossins í Hrútagjá, sum jafnvel um svipað leyti. Gróningar benda þó til þess að hraunin geti verið, það yngsta, allt að 2000 árum yngri. Elsti flákinn er Selhraun 4, svonefnt Gráhelluhraun. Í því er t.d. Kolbeinshæðaskjólið og Kolbeinshæðahellir. Þá koma þrjú Selhraun 3, annars vegar vestan í Brunanum (Nýjahrauni/Kapelluhrauni) og hins vegar Draughólshraunið. Þá er skella norðan við svonefnda Katla, ofan við Selhraun 2.

Enn ein varðan í Draughólshrauni

Í Kötlunum er t.d. Kápuhellir/Kápuskjól. Hrauntungurnar eru innan fyrstnefnda hlutans. Draughólshraunið er stærst Selhraunanna – og sérkennilegast. Eldri Selhraun er fyrrnefnt Selhraun 2  og Selhraun 1, millum Gráhelluhrauns (Selhrauns 4) og Draughólshrauns (Selhrauns 3). Norðan og vestan þeirra liggur svo Geldingahraun (Afstapahraunið eldra) yfir Selhrauni 1 og að sjálfsögðu Hrútagjárdyngjuhrauni. Það er komið úr gígum ofan við Mávahlíðar. Í rauninni er um að ræða gígaröð svo líklega er þar komin skýringin á nýrra „Hrútagjárdyngjuhrauninu“, sem fyllt hefur dyngusvæðið seinna sinnið og smurt innviði hennar. Yngstur er svo Bruninn (Nýjahraun/Kapelluhraun) frá árinu 1151.
Þegar gengið var hægt og varlega inn í Draughólshraunið kom í ljós að hraungambrin réði þar eindregnum ríkjum. Þó kom á óvart hversu miklar „gróðurvinjar“ á millum var þar að finna, einkum að norðvestanverðu. Götu var fylgt inn í hraunið af grónu og kjarrivöxnu Hrútagjárdyngjuhrauninu. Gatan virtist liggja áfram upp í hraunið, en mannvistarleifar náðu fljótt athyglinni – og það margar. Víða var vörður að sjá. Staðnæmst var á mosavöxnum hraunhól með gróinni fuglaþúfu á kollinum. Þaðan mátti sjá yfir allt Draughólshraunið, allt upp í Draugshól. Sunnar sást í hæð. Í henni virtist vera rúmgóður skúti. Hraunafbrigðin alltumkring voru margvísleg, allt frá reglulegum mynstrum til flóknari. Erfitt er að útskýra þetta í nokkrum orðum.

Refagildra í Draugshólshrauni

Þegar staldrað var við mátti sjá háar vörður á norð(vestur)brún hraunsins með reglulegu millibili. Þegar FERLIR skoðaði þessa vörðuröð á sínum tíma var dregin sú ályktun að hér væri líklega um markavörður að ræða – á augsýnilegum brúnum. Þegar staðið var uppi í hrauninu komu hins vegar upp ákveðnar efasemdir. (Svona getur þetta verið; sumt af því sem sagt eða ritað hefur jafnan verið tekið sem jafngildi sannleikans, en við nánari athugun hafa stundum komið upp efasemdir, líkt og nú. Ástæðan fyrir „sannleikanum“ sagða eða ritaða er oftar en ekki tilefni deilna um landamerki byggðalaga eða bæja.)
Þegar gengið var á vörðuröðina kom nokkuð áhugavert í ljós – hlaðnar refagildrur og greni. Vörðurnar á brúnunum voru þá leiðarmerki að fyrrum refagildrum og grenjum, enda mun Draughólshraunið, eftir á að hyggja, löngum hafa verið „friðland“ skolla. Nafngiftin ein hræddi fólk frá að fara um hraunið, auk þess sem það virtist við fyrstu sýn vera nánast ófært. Þeir fáu, sem vissu betur, virðast hafa gert sér „mat“ úr þessu hvorutveggja. Undir tveimur varðanna reyndust vera hlaðnar refagildrur.
Hraundríli í DraughólshrauniEin smáhæð norðvestanlega í Draugshólahrauni er merkileg fyrir það að hún er augljóslega leifar af enn eldra hrauni en Hrútagjárdyngjan. Um er að ræða rauðamelsgjallhól, líklega frá sama tíma og Þorbjarnarstaða-Rauðamelur (<11.000 ára). Fallegt hraundríli er inni í miðju hrauninu.
Sem fyrr sagði eru víða mannanna verk, smávörður, í Draugshólshrauni. Hafa ber í huga að rétt (Tobburétt í Grenigjá) er utan við hraunkantinn og sel (Straumssel) er ofan við hann. Hvorutveggja eru merkt með veglegum vörðum. Hvað (annað en refagildrur) býr að baki hinum minni á eftir að koma í ljós.
Á göngunni var gengið fram á fyrirhlaðið hraunskjól og annað vestan Hólanna er gæti hafa verið svonefnt Kápuskjól ofan við Þorbjarnastaði skv. örnefnalýsingu. Annað samnefnt er í Kötlunum, auk þess sem Gránuskúti er einnig suðvestan við Gjáselið skammt norðaustar (líklega er um að ræða misvísanir í lýsingum).
Áhugi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði (einkum þó embættismanna þeirra) beinist mjög að þessu merkilega svæði – vegna fyrirhugaðs akstursæfingasvæðis með tilheyrandi raski og skemmdum í Selhraununum, þessum merku náttúru- og jarðsöguminjum ofan bæjarins.
Lambagrasið var sem skrautfjöður í hatti hraumgambrans.
Fljótlega verður farin önnur ferð inn í Draughólshraun með sérstaka áherslu á efri hluta þess, Draughól og nágrenni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Lambagrasið í Draughólshrauni

Óttarsstaðasel

Í Náttúrufræðingnum árið 1998 má lesa eftirfarandi um Hraunin utan við Hafnarfjörð:
„Hraun kallast landsvæðið vestan og sunnan Straumsvíkur, en víkin hefur myndast milli Lambhagatanga að austan og Hrauna að thorbjarnarstadir-922vestan. Frá alda öðli voru Hraun í Álftaneshreppi en töldust hluti Garðahrepps, líkt og Hafnarfjörður, þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 töldust Hraunin enn tilheyra Garðahreppi. Árið 1967 féllu Hraunin Hafnfirðingum í skaut, þegar bæjaryfirvöld gerðu makaskiptasamning við Garðahrepp.
Á fyrstu árum 20. aldarinnar var nokkuð þéttbýlt í Hraunum; búið var á tólf bæjum og þurrabúðum við þröngan kost því jarðirnar eru kostarýrar. Stutt var á fengsæl mið og hefur sjórinn gefið viðlíka í aðra hönd og búskapurinn. Það svæði Hrauna sem tilheyrir Hafnarfirði markast af ströndinni að norðan, Straumsvík og hraunjaðri Kapelluhrauns (Nýjahrauns) að austan og Undirhlíðum og Sveifluhálsi að sunnan. Vesturmörkin eru hreppamörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps frá Hraunsnesi suður að Markhelluhól. Landfræðilega ná Hraunin hinsvegar vestur að Afstapahrauni.
Búseta í Hraunum lagðist smám saman af eftir því sem á öldina leið. Síðustu áratugi hafa áhugabændur haft fjárhús í landi Lónakots og Óttarsstaða og þar er nokkur sumarhúsabyggð, auk þess sem Straumi hefur verið breytt úr býli í listamiðstöð á vegum menningarmálanefndar Hafnarfjarðar.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg 1997-1998, 3.-4. árg., bls. 163.

Straumur

Straumur.

Vesturengjar

Stefnan var tekin yfir Vesturengjar frá Seltúni í Krýsuvík og yfir á Austurengjar.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um Engjarnar norðan og ofan við Krýsuvíkurbæina: „Austur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá AusturengjahverAusturengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður 1924, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar; Þrætustykki. Kringlumýrar tvær; Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Austurengjahver-2Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar.
En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og GuAusturengjahver-3llteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer Vesturengjavegur -3 undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Austurengjar

Kýr

Sigurður Þórólfsson skrifaði m.a. um „Búfje á Íslandi til forna“ í Búnaðarritið árið 1927: „Ýmsir síðari tíma menn hafa ritað um búskap Íslendinga til forna. Þeir hafa allir haldið því fram, að nautgripaeign landsmanna, einkum á 15. og 16. öld, hafi verið miklu meiri en hún var síðastliðna öld. Eigi verður þessu neitað með rökum, en hitt virðist mjer líklegt, að þeir hafi gert alt of mikið úr nautgripafjölda landsmanna á fyrri öldum, einkum kúafjöldanum. Í þessu riti mun jeg reyna að færa rök fyrir því.
Sjera Þorkell Bjarnason hefir giskað á, að á söguöldinni, eða jafnvel lengur, hafi Íslendingar átt 5 sinnum fleiri kýr en þeir áttu á 19. öld. Hann giskaði ennfremur á, að mannfjöldinn í landinu hafi þá verið 110 þús., og þar af 80 þús. vinnufærir menn, karlar og konur. Og honum þykir sennilegt, að á 10., 11. og 12. öld afi forfeður vorir átt að jafnaði eins margar kýr á búi og þeir höfðu vinnandi heimilismenn. Eftir þessu ættu þá að hafa verið á söguöldinni 80 þús. kýr í landinu, eða jafnvel lengur fram eftir. Hinsvegar hjelt sjera Þorkell því fram, að geldneyti hefðu tæplega fleiri verið á þeim tímum en 55 þús. Mjer þykir sennilegast, að þessum tölum sjera Þorkels mætti snúa við og segja, að kýrnar í fornöld hefðu verið um 55 þús., en geldneytin að minsta kosti 80 þús. Þessu til styrktar verður bent á ýmislegt síðar.
Eins og kunnugt er, hafa ýmsir aðrir en sjera Þorkell haldið því fram, að mannfjöldinn á Íslandi hafi á söguöldinni og um lok 11. aldar verið rúmlega 100 þús., t. d. Magnús Stephensen, Jón Sigurðsson og Arnljótur Ólafsson. Hinsvegar hefir dr. Björn M. Ólsen fært góð rök fyrir því, að um 965 hafi mannfjöldinn í landinu verið frá 51—68 þús. Hann hallast helst að 60 þús., og að aldrei hafi Íslendingar fleiri verið í landinu, þegar þeir voru flestir, en 75—80 þús. Þau rök, sem dr. B.M. Ólsen færir fyrir þessu, eru hin merkilegustu og verða þung á voginni. Ef það er rjett, sem jeg get fallist á, að mannfjöldinn í landinu hafi aldrei verið yfir 80 þús., og það væri hinsvegar sannanlegt, að forfeður vorir hafi haft til jafnaðar eins margar kýr og þeir höfðu hjú eða vinnandi fólk á heimilum sínum, eins og sjera Þorkell Bjarnason telur líklegt, þá geta kýrnar með engu móti hafa verið 80 þús., heldur í mesta lagi 58 þús. Sjera Porkell, og jafnvel fleiri, hefir bygt skoðnn sína um tilsvaran hjúa og kúa á heimilum til forna á sögum um kúaeign Harðar Grímkelssonar og Guðmundar ríka á Möðruvöllum, sem jeg vík að síðar.
En hann mun einnig hafa þótst fá góða bendingu í þessu máli í fornum lögum, t.d.: „Hver sá bóndi er skyldur að gjalda skatt og þingfararkaup, er skulda hjú hans hvert á kú eða kúgildi“ o.s.frv. — „En skuldahjón eru þeir menn hans allir, er hann á fram að færa, og þeir verkamenn, sem þar þurfa að skyldu fyrir að vinna o.s.frv. — Það er hæpið að byggja mikið á þessu, því að t. d. bóndi sem átti 5 börn og var einyrki, og átti 7 málnytukúgildi, gat átt aðeins 3 kýr og 24 ær.
Ýmsir fræðimenn, einkum dr. Þorvaldur Thoroddsen og sjera Þorkell Bjarnarson, hafa bygt skoðun sína um nautgripafjöldann í landinu á nokkrum frásögnum í Íslendingasög-unum og máldögum kirkna, klaustra og biskupsstólanna. En allar þessar heimildir verður að nota varlega í þessu tilliti, einkum Íslendingasögurnar. Þær hafa vilt mönnum sýn, enda engar vísindaheimildir. Um máldaga kirkna er öðru máli að gegna og forna reikninga klaustra og stóla, sjeu þeir skildir rjett. Menn hafa misskilið búfjáreign staðanna, eða hve miklum búpeningi þeir framfleyttu. Í þessum inngangi verð jeg að minnast lítið eitt á þá helstu staði í fornsögunum, þar sem sagt er frá búfjáreign manna. En þá má vefengja sem sannsögulegar heimildir. Tökum til dæmis söguna um stórbúskap Guðmundar ríka á Möðruvöllum. Það er sagt að hann hafi haft á búi sínu 120 kýr og 120 hjú. Um Ljósvetningasögu, sem þetta er í, segir dr. Finnur Jónsson, að töluverð missmíði sjeu á henni, og það sje sýnilegt, að síðar hafi verið skotið inn í frumsöguna 5.—12. kaflanum, af þeim er rituðu söguna upp á síðari tímum; þeir hafi rifið í sundur það, sem saman átti o.s.frv. En sagan um kýrnar er einmitt í 5. kafla sögunnar, þar sem skáldskapurinn hefst. Sje nokkur fótur fyrir því, að Guðmundur ríki hafi átt 120 kýr, og þá sjálfsagt ekki færri geldneyti, má telja víst, að nautgripum hans hafi verið skift niður á margar jarðir eða fleiri en eitt bú. Ríkir menn áttu þá venjulega mörg bú, hver fyrir sig. Hann gat einnig haft mikið af nautgripunum í fóðrum að vetrinum hjá landsetum sínum, eins og þá var mikill siður og hjelst lengi við. Að þessu búskaparlagi stórbænda í fornöld verður síðar vikið.
Á Breiðabólsstað í Reykholtsdal, sem er fremur lítil jörð, er sagt að Hörður Grímkelsson hafi haft 30 kýr og 30 hjóna. En vitanlega hafa geldneyti hans verið að minsta kosti eigi færri, samkvæmt búskaparlagi fornmanna. En Harðarsaga þykir mjög óábyggileg. Dr. Finnur Jónsson, sem manna best hefir athugað fornsögurnar, segir um þessa sögu, að hún sje að mestu leyti tómur skáldskapur, tilhæfulaus tilbúningur og ekki eldri en frá 14. öld. Mikið hafa menn líka bygt á frásögninni í Flóamannasögu um kýrránið frá Bjarna spaka. Þar er sagt að Þorgils Orrabeinsstrjúpur hafi tekið frá Bjarna þessum 20 kýr og 120 ásauði, því honum hafi þótt hann fá of mikið fje með dóttur sinni. Saga þessi um ránið er ekki trúleg. Löglegum kaupmála milli hjóna máttu menn eigi breyta í fornöld og gerðu aidrei svo vitað sje. Það varðaði við lög. Nú hafa þeir sem álita sögusögn þessa sannsögulega, gert ráð fyrir því, að það sem Þorgils tók frá Bjarna hafi aðeins verið litið eitt af búfjáreign hans. Þeir hafa bent á þetta sem góða heimild fyrir stórbúskap fornmanna á söguöldinni. En Flóamannasaga er eigi vel ábyggileg. Dr. Finnur Jónsson segir um hana, að hún hafi lítið sögulegt gildi. Þá kem jeg að kúabúinu mikla á Sæbóli, sem sagt er frá í Gísla sögu Súrssonar. Gísli gekk í fjósið á Sæbóli og batt saman halana á 60 kúm. Þó að þessi saga sje ein af ábyggilegri Íslendingasögunum í flestum greinum, má þó finna nokkra veika staði í henni, án þess hjer sje farið út í þá sálma. Talan 60 getur líka hæglega verið misrituð eða mislesin af þeim, er rituðu upp söguna á 14. öld eftir frumsögunni. Mjer þykir ólíklegt að jörðin Sæból í Haukadal, sem fyrir löngu er komin í eyði, hafi nokkru sinni getað borið 60 kýr og sjálfsagt annað eins af geldneytum, ásamt öðrum venjulegum búpeningi. Jeg hefi þó í huga það sultarfóður, sem kúm var ætlað til forna, samkvæmt elstu Búalögum, og útbeit á öllum geldum búfjenaði, eins og þá tíðkaðist. — Á þetta verður bent síðar og það nánar athugað.
Ekki er sú saga ótrúleg, að Rútur hafi tekið 20 naut frá Höskuldi Dalakollssyni og skilið jafnmörg eftir. Laxdæla er i flestu ábyggileg saga, nema helst Bollaþátturinn. En af þessu verður ekkert vitað um kúaeign Höskuldar, því að orðið naut var oft í fornöld, og jafnvel fram á 17. öld, haft jafnt um kýr og geldneyti. Sennilega hefir Höskuldur átt engu færri geldneyti en mylkar kýr, og mætti giska á að hann hafl átt samtals 40 nautgripi, auk kálfa, og hafi þá mylkar kýr hans verlð um 15. Þetta mun hafa verið hæfileg áhöfn á jörðinni í fornöld, en hún var að fornu metin 40 hundruð. Eigi verður sjeð að sú jörð hafi neitt verulega gengið úr sjer frá því í fornöld. Túnið og engjarnar virðist ekkert hafa getað breytst til hins verra.
Hjer hefi jeg þá bent á þá staðina í fornsögunum, sem menn hafa mest bygt á hugmyndir sínar um kúafjöldann á Íslandi í fornöld. En af því, sem að framan er sagt, eru þessar söguheimildir að litlu hafandi. En úr geldneytafjöldanum hafa menn eigi gert of mikið að mínu viti. Geldneytin munu hafa verið arðsamari en mylkar kýr. Á góðum beitarjörðum hafa að líkindum oftast verið fleiri geldneyti en kýr, bæði ung og gömul. Í fornöld og lengi fram eftir öldum var geldneytum beitt út að vetrinum, nálega eins og hrossum er alment beitt nú á tímum. Einkum gengu gamlir uxar vel úti t.d. að 16 naut eða uxar, sem Ólafur pá átti, hafi gengið úti í Breiðafjarðardölum fellisvetur einn og komið sjálfir heim að Hjarðarholti um vorið. Þá voru miklir skógar í Dölunum og víða er þar skjólasamt. Oft hafa jarðbönn og fjárfellir verið í einum hreppi, en í öðrum í sömu sýslu næg beit og betra veðurfar. Saga þessi er því ekki ótrúleg.
Mjer finst margt benda á, að geldneytin í fornöld hafi verið yfirleitt fleiri en kýrnar. Fyrir þeim þurfti oft litið að hafa. Þau gengu mjög úti á vetrum, nema í jarðleysum, og voru svo rekin á fjöll eða afrjetti á vorin. Með lögum var mönnum bannað að hafa þau í heimahögum. Það mun lengi hafa viðgengist, að mylkar kýr og ásauðir væri færri á búum manna en geldneyti og geldfjenaður. Landshagir og veðráttufar á Íslandi benti mönnum snemma á þetta búskaparlag. Svo virðist sem kýrnar hafi víða verið hafðar margar, fleiri en jarðirnar í raun og veru báru, til þess að geta átt mörg geldneyti fremur en til þess að fá mjólk úr þeim. Margt, sem hjer verður síðar minst á, bendir á þetta. Þótt uxarnir væri illa framgengnir á vorin eftir harða vetur, voru þeir spikfeitir á haustin og miklir í bú að leggja.
Það kemur nokkrum sinnum fyrir í fornsögunum, sem ábyggilegastar eru, að minst er á geldneyti eða uxa. Þau ummæli benda á mikinn geldneytisfjölda á nokkrum bæjum. Skallagrímur ljet eitt sinn reka heim mörg naut (uxa) til slátrunar. Þórólfur bægifótur var eigi auðmaður, þó átti hann að minsta kosti 12 uxa á fjalli, sje það satt, sem sagt er í Eyrbyggju um viðskifti hans og Arnkels goða. Þorsteinn Egilsson á Borg ljet eitt sinn slátra 3 nautum í senn að vorlagi í nesti handa Agli föður sínum til Alþingis. Vitanlega hafa margir verið um þetta nesti. Bendir þetta þó á, að á Borg hafi þá verið margir uxar og ekki sármargir undan vetrinum.
Höfðingjar gáfu oft vinum sínum gamla uxa eða naut, engu síður en falleg stóðhross. Þeir sem gáfu þessar gjafir, eitt naut eða fleiri, hafa eflaust átt af miklu að taka. Bestir þóttu uxarnir, þegar þeir voru 7—9 vetra gamlir eða eldri. Sumir áttu jafnvel 13 vetra gamla uxa. Otkell gaf Runólfl goða í Dal uxa 9 vetra gamlan, þótt fjefastur væri. Þessi siður, að gefa uxa í vináttuskyni, hjelst lengi við í landinu. Á 13. öld gaf t. d. Skeggi í Viðvík Þorgilsi skarða 9 vetra gamlan uxa til vinfengis. Mætti mörg fleiri dæmi benda á.
Á tólftu og þrettándu öld. Elstu máldagar, frá 12. öld, einkum síðari hluta hennar, eru til nokkrir máldagar yfir kirkjueignir á Íslandi. Meðal annars er þess getið í þeim, hve mikið búfje kirkjurnar eiga. Þeir eru fyrstu ábyggilegu heimildirnar, sem til eru um búpeningseign landsmanna, það sem þeir ná. Fyrsti og elsti máldaginn er um eignir. Stafholtskirkju í Borgarfirði um 1140. En auk hans eru til 25 eða 26 máldagar um aðrar kirkjueignir í ýmsum hjeruðum landsins frá síðari hluta aldarinnar. Jeg tek hjer upp nokkur atriði úr þessum elsta og merkilega máldaga, því að hann gefur manni góða hugmynd um hvernig kirkjurnar komast fyrst í álnir, og hann bregður um leið nokkurri birtu yfir aldarandann á vissu sviði:
„Þessi er máldagi í Stafholti eftir því sem Steini prestur Þorvarðsson setti: Hann gaf til kirkju alt heimaland og 20 kýr, 120 ásauði, 60 gelda sauði, 60 veturgamla sauði, 10 kúgildi í geldum nautum, 5
hesta, 15 hundruð í húsbúnaði og húsgögnum innan veggja, land á Svarfhóli, Bjargarstein, Hofstaði, Laxholt, Skógarland hið vestra, Engines á Ströndum, Miðdalsmúla og Bjarnardal allan fyrir ofan Mælifellsgil. Ennfremur selför í Þverárdal uppfrá Kvíum“ o.s. frv. Á þessari gjöf hvíldi sá skylduskattur að fæða og og klæða 2 presta og einn messudjákn en auk þess 2 kvengilda ómaga af ætt sjera Steina. Kirkjan eða staðurinn fjekk ýmsar aðrar tekjur og þar á meðal tíund af 24 bæjum, sem voru þá í sókninni. — Auk þeirra bygðra jarða, skóglands og afrjetta, sem hjer að framan er getið, gaf sjera Steini kirkjustaðnum ýms önnur ítök, laxveiði í ám o. s. frv. Hjer er lítið sýnishorn af því hvernig margar kirkjur eignuðust í fyrstu búfjenað og önnur verðmæti. Sjera Steini Þorvarðarson var auðugur maður og mun hafa lært prestleg fræði utanlands. Um 1140 gerir hann Stafholt, erfðaóðal sitt, að sjálfstæðri kirkjueign eða „beneficium“. Hann gerir þetta kirkjumálum landsins til eflingar og sjálfum sjer til sálubótar, samkvæmt ríkjandi trúarkenningum. Þetta mundi nú þykja ofmikil áhöfn á Stafholti: 20 kýr, 15—20 geldneyti, 240 sauðfjár og 5 hross. En Það vill nú svo vel til að jeg þekki vel þessa jörð. Og það má fara nokkuð nærri um hvernig hún hefir verið eða litið út á 12. öld. Jeg hygg þvi að með því búskaparlagi, sem þá var alment, hafi mátt ala heima á staðnum að vetrinum þennan búpening. Þetta verður betur skýrt í síðasta kaflanum í þessu riti. Jeg hefl talið saman búfjáreign þeirra staða, sem til eru máldagar yfir frá 12. öld. Það eru 26 máldagar, auk Kristfjárbúanna, sem jeg tel ekki með. Kirkjurnar eiga til jafnaðar hver, rúmlega 6 1/2 kú og 22 ásauði en lítið eitt, nema örfáar, af öðrum búpeningi. Jeg set hjer töflu yfir búfjártal auðugustu kirknanna á þessum tíma, ásamt fjárframtali Helgafellsklausturs. Þess skal getið, að þar sem lítið k er sett fyrir aftan einhverja tölu í töfludálkunum, bæði þessari töflu og þeim öllum, er á eftir fara, þá merkir það kúgildi.

Mógilsá

Mógilsá árið 1965, útihúsin orðin hrörleg og bíða þess að verða rifin, þakið hefur fokið af fjósinu
og hlöðunni. Næst eru hús Kalknámufélagsins og fjær sér í íbúðarhús, starfsmannahús og tilraunastöð
skógræktarinnar sem voru reist 1964.

Á fjórtándu öld. Fjórtánda öldin gekk illa í garð með felli á mönnum og skepnum. Fyrirrennari hennar, þrettánda öldin, hafði kvatt menn og málleysingja með eldgosum miklum, sandfalli, landskjálfta og fjárfelli. Þessi fjárfellir hjelt áfram næsta ár, 1301, og hafði í för með sjer mikinn hungurdauða á Norðurlandi, einkum í Skagafirði og Fljótum. Er sagt að þar hafi dáið úr hungri um 500 manneskjur. Næsti fjárfellir varð 1313, „hrossafellisveturinn“ illræmda. Sá fellivetur kom eftir óvenjuilt óþurkasumar. Þá fjell svo búfje manna, að „víða um sveitir urðu menn snauðir að búfje“!. Eigi virðist þó þessi fellir hafa haft mikil áhrif á búfjáreign norðlensku kirknanna eftir máldögum þeirra að dæma nokkrum árum siðar.
Á fimtándu öld. Í byrjun þessarar aldar gekk svartidauði yflr landið, eins og kunnugt er. Af ýmsum fornum ritum og brjefum má sjá, að eigi hefir liðið á löngu, þar til þjóðin rjetti við aftur eftir þetta mikla áfall. Jeg hygg, að alt of mikið hafl verið gert úr þessari pest og afleiðingum hennar, og þeim erfðutn og auði, sem sagt er að hafi í byrjun þessarar aldar safnast á fárra manna hendur í landinu. En hjer verður ekki farið út í þessa sálma.
Á sextándu öld. Það voru erfiðir tímar á Íslandi fyrir og eftir aldamótin 1500. Síðari plágan gekk yfir landið 1496, en það, sem um hana er sagt í fornum ritum virðist mjög ýkt. Það er þó víst, að hún var mjög mannskæð. Um aldamótin (1500 og 1501) voru harðindi í landinu; og 1508 — 12 áttu landsmenn við þrjá óvini að berjast: mannskæða bólusótt, eldgos, og harðindi sökum illviðra. Frá þessum tímum (1492—1518) eru máldagar Stefáns biskups í Skálholti. Þeir munu flestir vera frá 1500 —1515. Þetta máldagasafn nær yfir 88 aðalkirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi. Af því má sjá að hver þessara kirkna, sem máldagi er yfir, á til jafnaðar 7 kýr og 34 ásauði. Kúm hefir fækkað en ásauðum fjölgað frá því fyrir hjer um bil 1 mannsaldri. Og bæði geldneytum og geldfje heflr einnig fækkað. Þar verður venjulega fækkunin mest í öllum harðindum. — Þótt ekki sje getið um búpeningsfellir á árunum 1568 —1512, þá bendir ýmislegt á, að búfjenaður hafi fallið þau árin.“

Heimild:
-Búnaðarrit, 41. árg. 1927, 3.-4. tbl., bls. 217-273.

Kýr

Kýr.

Torfdalur

Torfdalur er ofan Breiðabólstaðar í Ölfusi. Ofan hans eru Krossfjöll. Fyrir nokkru var skoðuð þar tóft, sem reyndar er merkt inn á kort.

Torfdalur

Annars er Torfdalsnafnið þekkt víðar um land, s.s. vestur í Grímarsfelli, suðaustan Reykjafells. Líklegt hefur verið talið að nafnið sé til komið vegna torfristu og/eða mótekju fyrrum, sbr. eftirfarandi örnefnalýsingu Ölfuss; „Torfdalur – örnefni, rista – dæld í hraunið, vestan engjagötunnar, blautur, góður torfvöllur. Þar var skorið mikið torf til einangrunnar á Hitaveitu Reykjavíkur 1939.“ Hér er átt við Núpa undir Núpafjalli sunnan Kamba í Ölfusi. Víða eru og til sambærileg heiti, s.s. Torfufell, Torfufellsdalur, Torfastaðir o.s.frv.
Þegar haldið var á ný í Torfdal fyrir skömmu fundust tvær aðrar tóftir, og jafnvel sú fjórða.
Fyrsta myndin sýnir vörðu á hjallanum ofan dalsins og niður á gatnamót þar en um dalinn liggur gömul gata (götur), sem kemur úr Krossfjöllunum. Í þeim eru margar þjóðgötur og krossgötur og telja má líklegt að nafn fjallsins sé tilkomið af þeim.
Í örnefnalýsingu fyrir Breiðabólstað kemur m.a. eftirfarandi fram um nýtingu og minjar í dalnum: „Mómýri – heimild um mógrafir;
Suður frá Krossfjöllum austanverðum, austan Ása er allstór dalur. Innsti hluti hans heitir Torfdalur. Innst í honum er mýri sem heitir Mómýri. Þar var tekinn mór.“ Einnig er til önnur heimild í nefndri örnefnaskrá um nýtingu dalsins, sbr. eftirfarandi: „Mókofi – heimild um mókofa; Sunnan við Mómýri er dálítil slétt vallendisflöt, sem heitir Torfdalsflöt. Á henni miðju eru rústir, sennilega mókofarústir.“
Torfdalur Til að fá meiri heimildir um Torfdalsnafnið var Örnefnastofnun rituð beiðni um frekari upplýsingar og útskýringar á því. Ekki stóð á svari stofnunarinnar að venju: „Þegar leitað var í Sarpi komu upp komu 93 skjöl (og síðan 2 til viðbótar) þar sem Torfdal er að finna. Að vísu eru dalirnir ekki alveg svona margir því að stundum eru fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö skjöl um sömu jörð, en margir eru þeir, og þar sem ekki nærri allt örnefnasafnið er í Sarpi má vel margfalda þessa tölu með tveimur. Leitað var í margar þessar skrár – ekki þó allar því að það er seinlegt að leita í kerfinu – og mjög víða er ekkert minnst á torfristu eða annað sem skýrir nafnið. En þrátt fyrir það fundust mörg dæmi þar sem tekið er fram að í Torfdal sé torfrista eða -skurður. Má í því sambandi nefna bæi s.s. Svínhagi á Rangárvöllum, Brandsstaðir í Blöndudal, Hellisholt og Núpstún í Hrunamannahreppi, Grashóll á Sléttu, Feigsdalur í Arnarfirði, Bjarg í Miðfirði, Hróardalur í Skagafirði, Helgadalur í Mosfellssveit (Grímansfell), Torfastaðir í Grafningi og loks Núpar í Ölfusi þar sem skorið var torf til einangrunar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur 1939. Af þessu má e.t.v. draga þá ályktun að Torfdalur dragi langoftast – ef ekki alltaf – nafn af torfskurði, hugsanlega mótaki því að torf merkir að fornu bæði grastorf og mór („elditorf“). Í landi Breiðabólstaðar í Ölfusi er einmitt Mómýri í Torfdal en það þarf þó alls ekki að vera að dalurinn hafi fengið nafn af mónum, þar gat líka verið torfrista þó þess sé ekki getið. Fyrir kemur orðmyndin Tordalur en telja má að það sé aðeins framburðaratriði, „f“ hefur tilhneigingu til að detta út í þessari stöðu.

Torfdalur Í gamallli örnefnaskrá Núpstúns í Hrunamannahreppi er því haldið fram að nafn dalsins, Tordals, sé af því að torvelt hafi verið að komast með hesta niður í hann, en bóndi sem þar er fæddur og uppalinn og hefur búið alla sína tíð hrekur þá kenningu í nýrri skrá. Stundum er tekið fram að slægjur séu í Torfdal eða eitthvað sagt um gróðurfar, og á einum stað – í Botni í Tálknafirði – er skógur í Torfdal. Að lokum má benda á grein um Torfa- og Torfustaði sem Þórhallur Vilmundarson skrifar í Grímni 1 (1980).“
Framangreint er hið ágætasta svar og útskýrir nafngiftina prýðilega út frá nýtingu og örðum nytjum.
Á annarri mynd sést niður á flötina þar sem tvær tóftir eru í Torfdal neðan Krossfjalla, önnur er með grjóti í, þessi nær en hin er mestmegnis úr torfi og er að sjá vinstra megin við grjóttóftina alveg við rof sem er þarna fyrir framan lækinn. Einn steinn sést í þeirri tóft.
Á þriðju myndinni sést enn eldri tóft, sem er ofar í dalnum með rofi umhverfis og er staf stungi niður í hana. Þar nálægt er ferköntuð gröf, trúlega mógröf. Við neðri tóftirnar er vatnslögn sem kemur úr gilinu efst en ólíklegt er að þessar tóftir tengist henni eitthvað. Athugandi er að gaumgæfa þetta svæði betur við tækifæri.
Að lokum má geta þess að í leiðinni var gengið fram á 10 urtandaregg í hreiðri, sem næstum var búi að stíga ofan á. En það kom nú öndinni til góða að þjálfaðir sjáendur eru með jafnan með augun allsstaðar, einnig næst sér.

Heimildir m.a.:
-Ö-Breiðabólsstaður.
-Ö-Núpar.
-Örnefnastofun – Jónína Hafsteinsdóttir.

Urtönd

Urtönd.

Straumsvík

Eftirfarandi ábending barst FERLIR um hugsanlegan helli undir hluta álversins í Straumsvík:

Straumsvík

Straumsvík.

„Hef verið að reyna að grafast fyrir um hellinn sem er undir Ísal í Hafnarfirði. Það voru upphaflega þrjú stór síló (þessi rauðu og hvítu) en eitt var fjarlægt. Það síló var ekki notað nema að hluta til því að þegar þeir voru að setja það upp kom í ljós að það er líklega stór hellir undir. Það var sett mikið magn af steypu og sandi inn en virkaði ekki neitt. Steypan sást, sögðu þeir sem unnu við það, fljótandi fyrir utan höfnina. Það var ekki gerð nein hola niður en borarnir og gatið var rétt nóg fyrir steypuna til að renna niður. Gatið sem var gert er á milli mötuneytisins og Kerfóðrunar.“ Skömmu síðar bárust svohljóðandi viðbótaruppýsingar um staðsetninguna: „Staðsetningin er líklega ekki nógu góð, en það sem ég vildi segja er að hellirinn er mötuneytismegin þ.e. syðstur af þeim sílóum.“
Samningar um byggingu álvers á Íslandi voru undirritaðir árið 1966, en viðræður milli svissneska fyrirtækisins Alusuisse og ríkisstjórnar Íslands höfðu þá staðið yfir í nokkur ár. Íslenska álfélagið hf. var stofnað og framkvæmdir hófust í Straumsvík. Þremur árum síðar hófst framleiðsla en verksmiðjan var formlega vígð í maí 1970.
Framleiðslugeta álversins var í upphafi um 33.000 tonn á ári í 120 kerum, en síðar var verkmiðjan stækkuð fjórum sinnum. Árið 1970 voru 40 ker til viðbótar tekin í rekstur, eftir að fyrsti kerskálinnn hafði verið lengdur, og 1972 var fyrri áfangi kerskála 2 tekinn í notkun. Síðari áfanginn (40 ker) var svo byggður nokkrum árum seinna og þar hófst framleiðsla árið 1980.

Straumsvík

Straumsvík.

Hrannari Péturssyni, upplýsingafulltrúa Alcan, var send framangreind lýsing með von um frekari upplýsingar, ef einhverjar væru. Hann svaraði: „Ég gat ekki fundið út úr þessu en mér dettur í hug að benda þér á Sveinbjörn Sigurðsson, tæknifræðing og fyrrverandi starfsmann, sem var um áratugaskeið ábyrgur fyrir ýmsum framkvæmdum og byggingum á svæðinu.“
Sveinbjörn sagðist aðspurður muna vel eftir þessu. „Eitt sílóið tók að halla um allt að 30 cm á 40 metrum (var 58 m hátt) svo sást móta fyrir krumpu í hlið þess. Þá voru gerðar rannsóknir á undirstöðunni. Í ljós kom að þar undir, eftir að borað hafði verið 8-9 metrar niður í hraunið, var stærðar gýmald, sennilega stór sjávarrhellir. Reynt var að aka dæla steypu stöðugt niður um holuna í tvo daga, en þá sáu menn hvar sjórinn utan við ströndina var orðinn litaður af steypunni. Þá var steypudælingunni hætt, en síðar ákveðið að rífa sílóið, enda ekki lengur þörf fyrir það vegna breyttrar vinnsluaðferðar. Utar er búið að bæta nokkru við ströndina, en ekki var gert nein tilraun til að stækka borgatið og kíkja niður í dýpið. Það er því í raun enn óljóst hvað er þarna undir.“
Sveinbjörn var einn helsti forvígsmaður að kaupum og endurbyggingu Gerðis, sem þá varð að aðstöðu fyrir starfsfólk álversins. Ísal keypti einnig Tjarnarkot, sem var þarna skammt vestar. Fróðleikur um Gerði mun birtast fljótlega á vefsíðunni.
Heimild m.a.:
-alcan.is – upphafið
-Sveinbjörn Sigurðsson.

Straumsvík

Straumsvík.

Kaldársel

Nokkrum sinnum hafa verið gerðar klaufalegar tilraunir til að fornleifaskrá svæðið í kringum Kaldársel, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum. Flestar þeirra eru því að mörgu leyti svolítið skondnar. Um Kaldársel og nágrenni er fjallað víðs vegar hér á vefsíðunni. Hér verður allra vitleysanna ekki getið; einungis rifjuð upp saga staðarins í stuttu máli:

KaldárselKaldársel er við Kaldá þar var selstaða frá prestsetrinu á Görðum og tilheyrði Garðakirkjulandi í Álftaneshreppi samkvæmt Jarðatali Johnsens 1847 og þar hefur jörðin jarðanúmerið 185.
Kaldársels er fyrst getið í árið 1703 í Jarðabók Árna og Páls, þá sem seli frá Görðum á Álftanesi. „Selstöðu á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott.“ Kaldársel liggur 6-7 km suðaustur af þéttbýli Hafnarfjarðar. Staðurinn dregur nafn sitt af ánni sem Kaldá heitir, en bærinn stóð örfá metra frá ánni. Á svæðinu var mikill skógur sem áður fyrr var nýttur til kolagerðar og eldiviðar. Ekki er vitað hvenær landið komst í eigu Garðakirkju, en ljóst er að Garðaprestar höfðu þar í seli. Í ferðabók sinni segir Sveinn Pálsson frá seli sem Markús Magnússon prófastur á Görðum hefur 1791:

Þarna í grenndinni hefur Markús prófastur í seli og hyggst einnig héðan í frá að hafa allt fé sitt þar á vetrum og láta tvo menn gæta þess þar. Í þessu skyni hefur hann látið bera þar saman 100 hesta hey, sem slegið er þar efra, svo hægt sé að gefa fé, ef svo verður hart í ári, að tekur fyrir beit. Aukk þessa hefur þessi dugnaðar bóndi látið gera nokkrar fjárborgir úr grjóti þar í grennd. Þetta eru eins konar fjárhús, kringlótt og keilulaga og hlaðin þannig saman, að enginn spýta er í þeim. Hver þeirra rúmar um 50 fjár.“

Kaldársel

Fjárborg á Borgarstandi við Kaldársel – Daniel Bruun.

Má ætla að hér sé um lýsingu á Kaldárseli er að ræða. Lítið er vitað um Kaldársel frá því Sveinn Pálsson var þar á ferð í nóvember árið 1792 þar til árið 1842. Í lok 19. aldar nýttu Hvaleyrarbændur Kaldársel sem selstöðu og leigðu þá selstöðuna af Garðakirkju. Árið 1842 keypti Jón Hjörtson Hvaleyri og allar hjáleigur jarðarinnar. Jón og Þórunn Sigurðardóttir kona hans voru með selstöðu í Kaldárseli á þeim tíma er þau bjuggu á Hvaleyri. Jón og Þórunn höfðu sjálf umsjón með selinu og voru þar stóran hluta úr sumrinu. Jón lést árið 1866 og eftir það lögðust selfarir í Kaldársel niður.

Kaldársel

Kaldársel um 1932.

Árið 1867 er talið fyrsta árið sem Kaldársel var í byggð allt árið. Þá bjó í Kaldárseli Jón Jónsson, kona hans og tvö börn þeirra. Talið er að Jón og hans fjölskylda hafi búið í Kaldárseli í tvö ár. Á meðan Jón bjó í Kaldárseli var hann skrifaður þurrabúaðarmaður. Við brottför þeirra úr Kaldárseli lagðist búskapur þar niður í nokkur ár. Árið 1876 voru þrír skráðir til heimilis í Kaldárseli. Það var Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, en hann var ókvæntur og barnlaus, ásamt ráðskonu og tökubarni. Á þeim tíu árum sem Þorsteinn bjó í Kaldárseli voru heimilismenn allt frá einum og upp í sex. Aðalbústofn Þorsteins var sauðfé, og hafði hann einnig eitt til tvö hross. Fé hans hafði nokkra sérstöðu því var það nánast allt ferhyrnt, sem hafði einnig þann eiginleika að vera harðgert og þolið beitarfé. Þorsteinn var í Kaldárseli fram til dauðadags árið 1886. Þegar hann lést bjó hjá honum stúlka frá Hafnarfirði að nafni Sigríður Bjarnadóttir. Við andlát Þorsteins lauk fastri búsetu í Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel.

Eftir að Þorsteinn féll frá voru í Kaldárseli nokkrar byggingar og önnur mannvirki sem ætla má að flest hafi verið gerð af Þorsteini. Þar má meðal annars nefna matjurtargarð og hlaðinn garð umhverfis túnið. Er húsakosti lýst á eftirfarnandi hátt í bókinni Áður en fífan fýkur eftir Ólaf Þorvaldsson: „Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.“ Húsin í Kaldárseli voru því nokkuð sérstæð þar sem þau voru einungis byggð úr grjóti.

Kaldársel

Uppdráttur af húsum í Kaldársseli í lok 19. aldar – Daniel Bruun.

Þegar Daniel Bruun var á ferðinni um Kaldársel rétt fyrir aldamótin 1900 lýsti hann rústunum á eftirfarandi hátt: „Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og útihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir … einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hesthús en ekkert fjós.“
Fljótlega eftir andlát Þorsteins voru húsin í Kaldárseli öll rifin nema baðstofan, en hún fékk að standa þar til um aldamótin 1900. Var baðstofan notuð sem afdrep fyrir fjármenn Setbergsbænda sem ráku fé sitt á þessum slóðum og Krýsvíkinga áttu leið þar um á ferðum sínum til og frá Hafnarfirði. Einnig nýttu þessa aðstöðu haustleitarmenn Grindavíkurhrepps og hinir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem leið áttu til Krýsuvíkur.

Kaldársel

Kaldársel – hálfkláruð fjárhústóft Kristmundar.

Um 1906 var aftur gerð tilraun til búskapar í Kaldárseli, sá maður var ungur Hafnfirðingur að nafni Kristmundur Þorláksson. Kristmundur byggði yfir gömlu baðstofutóftina og nýtti sem heyhlöðu, og einnig byggði hann fjárhús. Kristmundur hafði lömbin á húsi, en ærnar við hella norður af Kaldárseli. Kristmundur stoppaði stutt við í Kaldárseli eða einn vetur. Löng gangan milli Hafnarfjarðar og Kaldársels, músétin lömb og sú staðreind að honum bauðst vist hjá bóndanum í Hvassahrauni þar sem hann gat tekið fé sitt með sér voru ástæður þess að hann ákvað að hætta búskap í Kaldárseli. Kristmundur var síðasti bóndinn í Kaldárseli. Hafnarfjörður keypti mikið land af Garðakirkju árið 1912, þar á meðal Kaldársel.

Kaldársel

Kaldársel – vatnsleiðslan.

Vatnsskortur var farinn að láta á sér bera í Hafnarfirði og því voru umbætur gerðar árið 1918. Ákveðið var að flytja hluta vatnsmagns Kaldár í ofanjarðar tréstokk og sleppa því í suðurhorn Sléttuhlíðar. Stokkurinn var um 1,5 km að lengd. Vatnið fann sér leið neðanjarðar að Lækjarbotnum þar sem vatnsveita Hafnfirðinga var. Skiluðu þessar umbætur nægjanlegum vatnsbirgðum til Hafnfirðinga.
Árin 1949 til 1953 var ráðist í umbætur á vatsnleiðslunni frá Kaldá, gerð var neðanjarðarleiðsla sem náði frá Kaldá og alla leið til Hafnarfjarðar.

Kaldársel

Kaldársel – fyrsti skáli K.F.U.M.

Árið 1955 var byggð lögrétt í Kaldárseli fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garða- og Bessastaðahrepp. Árið 1925 byggðu félögin K.F.U.M. og K. bæði í Reykjavík og Hafnarfirði hús til sumardvalar barna. Börnin voru flest á aldrinum 8-10 ára.
Í Vísi 28. júlí 1929 lýsir Sigurbjörn Á. Gíslason dagsferð í Kaldársel. Þar á meðal lýsir hann hinum nýju húskynnum K.F.U.M: Í skálanum eru 2 smáherbergi, eldhús og svefnstofa, og eitt stórt, þar eru 24 rúm, þrísett upp á við og 2 langborð í miðju, til að matast við. Félögin nota skálann sumpart handa sjálfum sér að sumarbústað og sumpart þó eða einkanlega nú sem drengjabústað. Drengirnir voru í þetta sinn flestir 8 til 10 ára gamlir, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði.
K.F.U.M og K. er enn þann dag í dag með starfsemi í Kaldárseli þótt húsið sé mikið breytt frá lýsingu Sigurbörns.

Kaldársels er fyrst getið í árið 1703 í Jarðabók Árna og Páls, þá sem seli frá Görðum á Álftanesi, Staðurinn dregur nafn sitt af ánni sem Kaldá heitir en bærinn stóð örfá metra frá ánni. Á svæðinu var mikill skógur sem áður fyrr var nýttur til kolagerðar og eldiviðar. Ekki er vitað hvenær landið komst í eigu Garðakirkju en ljóst er að Garðaprestar höfðu þar í seli. Í ferðabók sinni segir Sveinn Pálsson frá seli sem Markús Magnússon prófastur á Görðum hefur 1791: „Lítið er vitað um Kaldársel frá því Sveinn Pálsson var þar á ferð í nóvember árið 1792 þar til árið 1842. Í lok 19. aldar nýttu Hvaleyrarbændur Kaldársel sem selstöðu og leigðu þá selstöðuna af Garðakirkju.“

Kaldársel

Kaldársel – í fjárskjóli.

Árið 1842 keypti Jón Hjörtson Hvaleyri og allar hjáleigur jarðarinnar. Jón og Þórunn Sigurðardóttir kona hans voru með selstöðu í Kaldárseli á þeim tíma er þau bjuggu á Hvaleyri. Jón og Þórunn höfðu sjálf umsjón með selinu og voru þar stóran hluta úr sumrinu. Jón lést árið 1866 og eftir það lögðust selfarir í Kaldársel niður.
Árið 1867 er talið fyrsta árið sem Kaldársel var í byggð allt árið. Og er talið að þau hafi búið þar í 2 ár.
Árið 1876 eru 3 skráðir til heimilis í Kaldárseli og var búið það í 10 ár eða til 1886, en þá lauk fastri búsetu í Kaldárseli.

Kaldárssel

Kaldárssel – ljósm: Daniel Bruun.

Þegar Daniel Bruun var á ferðinni um Kaldársel rétt fyrir aldamótin 1900 lýsir hann rústunum á eftirfarandi hátt: „Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og útihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir…einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hesthús en ekkert fjós.“
Þá segir í bókinni “ Áður en fífan fýkur” eftir Ólaf Þorvaldsson: „Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.“ Húsin í Kaldárseli voru því nokkuð sérstæð þar sem þau voru einungis byggð úr grjóti.
Fljótlega eftir síðasta ábúandann 1886 voru húsin í Kaldárseli öll rifin nema baðstofan, en hún fékk að standa þar til um aldamótin 1900.
Um 1906 var aftur gerð tilraun til búskapar í Kaldárseli, sá maður var ungur Hafnfirðingur að nafni Kristmundur Þorláksson. Kristmundur byggði yfir gömlu baðstofutóftina og nýtti sem heyhlöðu einnig byggði hann fjárhús. Kristmundur var síðasti bóndinn í Kaldárseli.
Hafnarfjörður keypti mikið land af Garðakirkju árið 1912, þar á meðal Kaldársel. Árið 1955 var byggð lögrétt í Kaldárseli fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garða- og Bessastaðahrepp. Árið 1925 byggðu félögin K.F.U.M. og K járnvarið timburhús fyrir sumarbúðir sínar í Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel 1965. Tóftir selsins sjást enn suðaustan við húsið.

Bálkahellir

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 2008 hefur haft víðtækari áhrif en talið hefur verið. Upplýst hefur verið að skjálftinn hafði bæði skyndiáhrif á fólk og langtímaáhrif á bæði bústaði þess og umhverfi, einkum í Hveragerði, á Selfossi og nærbyggðum. Fréttir hafa borist af öllu þessu og myndir verið sýndar – þær nýjustu af sprungum og misgengismyndun í fjöllunum ofan Hveragerðis. Hveravirkni hefur og aukist verulega.
FERLIR í BrennisteinsfjöllumHljóðara hefur farið um áhrif skjálftans á hraunhellana á svæðinu: Lögreglan hefur t.a.m. lokað Raufarhólshelli í Þrengslum vegna hruns. Búri, stærsti hraunhellir Suðvestanlands, hefur þó ekki verið skoðaður og virðist lögreglan ekki hafa lokað honum. Ef miða á við hrun í Leiðarenda í Stórabollahrauni allnokkru vestar ætti Búri nú að teljast varhugaverður. Arnarhreiðrið (-kerið) hefur heldur ekki verið skoðað og er það þó mun nær upptökum skjálftans (ofan Þorlákshafnar). Ekki er heldur vitað til þess að yfirvöld hafi kíkt í Bálkahelli í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni). Engin viðvörun hefur í það minnsta komið frá þeim um að varhugavert geti verið að ferðast um hraunhellana fjölmörgu á skjálftasvæðinu – og eru þeir þó þar  fjölmargir (auk Búra, Arnarkers og Raufarhólshellis). Fólk þarf þó ekki að hafa hafa svo miklar áhyggjur því hraunhellar þessir hafa hrist af sér ótölulegan fjölda jarðskjálfta í þúsundir ára, án þess að falla saman. Að vísu má sjá ummerki eftir skjálftana í hellunum, en frostverkunin í þeim er þó öllu áhrifameiri. Í raun ættu almannavarnanefndir á svæðunum að vara fólk stöðugt við að fara um hellarásirnar á vetrum vegna hættu á hruni, en þær hafa ekki gert það fram að þessu a.m.k. Líklegt má telja að Snorri hafi orðið fyrir einhverju hnjaski, jafnvel FERLIR, Kistuhellarnir og Kistufellshellarnir stóru í Brennisteinsfjöllum, Nátthagi eða Rebbi á Stakkarvíkurfjalli.
Allt á þetta þó eftir að skoðast af fulltrúum almannavarnanefnda svæðanna – og meta. Rétt væri að tryggja alla hella svæðisins og gera síðan kröfu um bætur ef af röskun yrði vegna jarðskjálfta. Allt eru þetta jú bæði metanleg og ómetanleg náttúruverðmæti.

Í Leiðarenda

Réttarklettar

Skammt austan Réttarkletta ofan við ströndina vestan Lónakots má sjá áberandi strýtulagaðan hraunstand; Nípu. Hraunstandur þessi var bæði kennileiti fyrir gangandi fólk með strandgötunni millum Lónakots og Hvassahrauns, en skyldleikar voru jafnan miklir með fólki á þessum bæjum, sem og var Nípa kennileiti frá sjó, líkt og mörg önnur á ströndinni. Jafnan var þá um að ræða valin mið úti á djúpinu með stefnu á Keili, Trölladyngju eða önnur sambærileg kennileiti ofar í landinu.
Dulaklettar-1Réttarklettar voru einnig slíkt kennileiti, en þeir eru þó minnistæðari sem ágætt skjól fyrir fé og jafnvel sem selstaða undir lok fráfærutímans. Örnefnið Svínakot er til og er talið að það hafi verið um skamman tíma norður undir klettunum þar sem sjá má tóftir.
Dulatjarnir við Dulakletta eru spölkorn vestan við Réttarkletta. Þar eru ferskvatnstjarnir og gætir flóðs og fjöru í þeim sem er einkenni tjarna sömu gerðar í Hraunum. Í seinni tíð hefur grastó á einum klettinum verið nefnd Dula og á að hafa verið sérstakt fiskimið sem sjómenn treystu á er þeir voru á veiðum á Lónakotsdjúpi.
Dulaklettar-2Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot segir m.a. um svæðið vestan Lónakots: „Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti.  Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig.  Vestan var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Héðan frá blöstu við nokkru vestar klettar, nefndust Dulaklettar.
DulatjornÁ einum þeirra var grastó, nefndist Dula.  Um kletta þessa lá sérstakt mið, fiskimið í Lónakotsdjúp[i], en þar var klettur, er nefndist Duli, og var oft fiskisælt kringum hann.  Keilir um Dula nefndist fiskimiðið. Milli Dulakletta voru Dulatjarnir, og gætti þar flóðs og fjöru. Skammt utan og norðan Dulakletta voru Selasteinar og þar utar Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé.  En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól.“
Nipa-21Útvegsbændur í Hraunum lýstu Dulaklettum. Þeir sögðu þá vera tvo, austari og vestari, sitthvoru megin við Dulatjörn (e.t.). Báðir klettarnir voru semlíkir, þ.e. báðir grónir í kollinn (með grastór). Voru þeir sitthvort miðið; á inndjúpið og hið grynnra. Á millum þeirra bar Grænhól og var hann mið í Keili. Austan undir Grænhól er Grænhólsskjólið; ágætt fjárskjól.
Ástæðan fyrir nafngiftinni á Dulatjörn og Dulaklettum er sú að við tjörnina hefði fé gjarnan unað sér vel við ferskvatnið, gott gras og ekki síst skjólið, sem hraunið veitir í norðan næðingi. Þegar sækja átti það til nytja veittist hins vegar stundum erfitt að finna það því það vildi dyljast afslappandi í nálægum grónum hraunsprungum.
Fleiri sagnir eru til um Dulakletta, en þær bíða betri tíma.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing GS fyrir Lónakot.
-Munnlegar heimildir úr Hraunum.

Dulatjarnir

Dulatjarnir.