Jón Baldvinsson

Í Morgunblaðinu árið 1955 er fjallað um strand togarans Jóns Baldvinssonar undir fyrirsögninni; “Undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað“.  Á gömlum kortum er bergið það skráð sem Krossavíkurberg, en Hrafnkelsstaðaberg ku hafa verið nafnið á því að vestanverðu, en Krossavíkurberg á milli þess og Háleyjabergs.
Í fyrirsögn blaðsins segir: “Togarinn Jón Baldvinsson fórst í fyrrinótt – Áhöfn 42 mönnum bjargað. Togarinn fór á flullri ferð upp í stórgrýtisurð á Reykjanesi.”

Jón Baldvinsson
“Enn var unnið mikið björgunarafrek í gærmorgun, er hópur vaskra Grindvíkinga bjargaði áhöfn Reykjavíkurtogarans Jóns Baldvinssonar, er strandaði undir bröttum hömrum kippkorn fyrir austan gamla vitann á Reykjanesi. Sigldi togarinn þar í land með fullri ferð um klukkan 4 í fyrrinótt. Togarinn var á saltfiskveiðum og voru á honum 29 Íslendingar og 13 Færeyingar. — Sjópróf í máli þessu hefst í dag, en ástæðan til strandsins er ókunn. Veður var stillt en allþétt þoka. Björgun togarans er með öllu vonlaus.
Fregnin um strand nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar flaug um bæinn árla í gærmorgun. Fólk varð þrumulostið yfir þessum illu tíðindum, og minntist þess, að fyrir um tveim mánuðum síðan fórst fyrsti nýsöpunartogarinn Egill rauði. En þungu fargi var af mönnum létt, er fregnir bárust um að björgunarstarfið hefði gengið framúrskarandi vel.

Hraðið förinni!

Egill rauði

Egill rauði á strandstað utan Vestfjarða. Eitt frækilegasta björgunarafrek síðustu aldar hér á landi var unnið þegar 29 mönnum úr áhöfn togarans Egils rauða var bjargað 27. janúar 1955. Þrjú mikil sjóslys urðu við Vestfirði miðvikudaginn 26. janúar 1955. Í áhöfn Egils rauða voru 34, 19 Færeyingar og 15 Íslendingar. Komust allir upp í brú skipsins utan fjórir Íslendingar sem horfnir voru í hafið. Fimm af áhöfninni létust þennan dag, 29 var bjargað.

Tíðindamenn Mbl. fóru á strandstaðinn í gær og áttu þeir stutt samtal við Sigurð Þorleifsson formann Slysvarnafélagsins í Grindavík, um björgunina. — Skrifstofustjóri SVFÍ, Henrý Háldánarson ræsti mig um kl. 4 og sagði mér af strandi togarans. Lét hann þess getið, að skipbrotsmenn hefðu lagt áherzlu á að björgunarsveitin hraðaði för sinni sem mest hún mætti, vegna mikilla ólaga, sem riðu yfir skipið Sigurður náði fljótlega saman 18 mönnum úr björgunarsveitinni og byrjað var að undirbúa bílana, sem flytja skyldi menn og áhöld. En vegurinn, sem er líkari troðningum út á Reykjanesið, er svo mjór að taka varð ytra afturhjólið undan hverjum vörubílanna.

Undir 40—50 metra háu bergi

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Í þetta umstang fór eðlilega nokkur tími, sagði Sigurður, en um kl. 7 var björgunarsveitin komin fram á bergið, sem togarinn hafði strandað undir. Heitir það Hrafnkelsstaðaberg og m á þessum stað um 40—50 m. hátt. Á berginu hittu björgunarmenn Sigurjón Ólafsson vitavörð á Reykjanesi, sem komið hafði á strandstaðinn um kl. 5. Frá togaranum hafði hnu verið skotið upp á bergi, svo undirbúningur að sjálfu björgunarstarfinu tók skamma stund.

Flestir á hvalbak

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Skipverjar á Jóni Baldvinssyni voru þá flestir komnir fram á hvalbak skipsins, enda náðu ólögin ekki þangað, er þau brotnuðu á reykháf og yfirbyggingu, því skipið sneri framstafni að landi. Nokkrir skipsmenn höfðust þó enn við í brúnni, sem ólög gengu yfir. En mönnum þessum gekk vel að kornast fram á hvalbakinn og sættu lögum.

Bjargað á 1,40 klst.

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson.

Þokuslæðingur var, og stundum bar svo þykka bólstra fyrir, að björgurarmenn á berginu sáu tæplega mennina á hvalbaknum.
Björgunarstarfið gekk þó vel, sagði Sigurður enda er formaður sveitarinnar hinn traustasti maður, Tómas Þorvaldsson. Kl. 20 mín. fyrir 9, var síðasta manninum af 42 manna áhöfn togarans bjargað. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifssson, fór síðastur frá borði. (Nöfn skipbrotsmanna má sjá hér aftar).

Góðar móttökur
Á heimili Sigurjóns vitavarðar í Reykjanesvita og konu hans Sigfríðar Konráðsdóttur, var skipbrotsmönnnum borin hressing, en þeir voru blautir og nokkrir höfðu hlotið minniháttar meiðsl, og var gert að sárum þeirra þar af lækni, sem fór með björgunarsveitinni. Einn mannanna var nokkuð meiddur á fæti.
Frá Reykjanesvita voru mennirnir fluttir til Grindavíkur og voru allir komnir þangað laust fyrir hádegi. Þar snæddu þeir hádegisverð í boði kvennadeildar SVFÍ þar. Að miðdegisverði loknum héldu skipbrotsmenn för sinni áfram til Reykjavíkur.
Það sem bjargaði mönnum Björgunarsveitarmönnum brá í brún, er þeir komu að togaranum og sáu að báðir björgunarbátarnir voru horfnir af skipinu eða brotnað á bátapalli. Annan bátinn höfðu skipverjar reynt að setja út, en til allrar hamingju munu togaramenn hafa misst bátann út úr höndunum í ólögunum, sagði Sigurður Þorleifsson, því ella hefði manntjón orðið. — Hvorki var hægt að lenda báti í stórgrýtinu undir bjarginu, né heldur björgunarfleka, enda lá báturinn brotinn í spón í urðinni skammt frá. Hinn báturinn mun hafa brotnað á bátapallinum.
En víst er um það, að ekki hefði björgunarmannanna mátt dragast öllu lengur, sagði Sigurjón vitavörður í stuttu samtali við tíðindamenn blaðsins, því togarinn hafði strandað um fjöru, en nokkuð var byrjað að falla að er björguninni var lokið og stórsjóar teknir að ganga yfir skipið stafna á milli.

Flakið sem klettur
Jón Baldvinsson
Er tíðindamenn blaðsins voru þar syðra um hádegisbilið og háflæði var, gengu ólögin stöðugt yfir allt skipið og í þeim mestu fór yfirbyggingin og reykháfurinn á kaf. En þrátt fyrir hin ægiþungu brot haggaðist flakið ekki í stórgrýtinu frekar en klettur, en háir skellir kváðu við gegnum brimgnýinn er trollhlerarnir lömdu síður skipsins, sem þarna bíður þess eins að liðast í sundur, jafnvel á svipstundu, ef snýst til suðaustan brims.

Vonlaust um björgun

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Um björgun er ekki að ræða. Annar togarinn í hinum glæsilega togaraflota Íslendinga, horfinn, „því undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað”, sagði gamal Grindvíkingur við tíðindamenn blaðsins er þeir á heimleiðinni stöldruðu við litla stund í þorpinu. Þar stóðu menn niður við beitingarskúrana og horfu á bátana sæta lagi við að komast inn á höfnina úr róðri, því þó ekki hafi verið mikið brim á mælikvarða staðarmanna, þá urðu formenn bátanna þó að hafa fulla gát á.

Sjópróf

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Það er ekki vita? hvað olli því, að Jón Baldvinsson sigldi með fullri ferð upp að Hrafnkelsstaðabergi, það mun væntanlega koma fram við sjóprófin. Togarinn hafði verið á saltfiskveiðum um tveggja vikna skeið og var nú síðast á Selvogsbanka. Mun hann hafa ætlað á vestlægari mið, Eldeyjarbankann, eða jafnvel vestur undir Jökul. Skipstjórinn Þórður HjörJeifsson var ekki á vakt, og var fyrsti stýrimaður Indriði Sigurðsson yfirmaður á stjórnpalli.

Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson.

Jón Baldivinsson var 3 ára og 9 mánaða. Hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn 25. júní 1951. Hann var af sömu gerð og t.d. togarinn Pétur Halldórsson. sem einnig er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Var Jón Baldvinsson tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli.
Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Mikið tjón

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson. B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Hinn nýi togari Bæjarútgerðarinnar kom í gær.
Mikill mannfjöldi var saman kominn á hafnarbakkanum til þess að fagna nýjasta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, “Jóni Baldvinssyni”, er hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 6 síðdegis í gær, eftir fljóta og góða ferð frá Englandi.
“Jón Baldvinsson” er 680 brúttósmálestir að stærð og af sömu gerð og togarinn Þorsteinn Ingólfsson. Vél skipsins er olíukynt gufuvél, og í reynsluförinni sigldi það 13 sjómílur. Skipstjórinn, Jón Hjörtur Stefánsson, lét mjög vel af skipinu á leiðinni heim, en þeir fengu mjög gott veður. Farið var gegnum Pentlandsfjörðinn í svarta þoku, en skipið er búið ratsjá, svo að förinni seinkaði ekki vegna þokunnar. Í hinu vistlega herbergi skipstjórans voru saman komnir ásamt nokkrum gömlum vinum og samstarfsmönnum Jóns heitins Baldvinssonar, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem einnig var einn af vinum , og samstarfsmönnum Jóns Baldvinssonar, og buðu þeir skipið velkomið og árnuðu því og skipshöfninni heilla. í þessum hópi var einnig Baldvin Jónsson, lögfræðingur, Baldvinssonar, og átta ára gamall sonur hans, Jón Baldvinsson. Skipstjóri á “Jóni Baldvinssyni” er Jón Hjörtur Stefánsson, 1. stýrimaður Páll Björnsson, 2. stýrimaður Ólafur Marínó Jónsson, 1. vélstjóri Jónas Ólafsson. Ekki er enn ráðið, hvort skipið verður fyrst sent á karfaveiðar eða það veiðir í salt. “Jón Baldvinsson” er 7. togari bæjarútgerðarinnar; en nú eru liðin 4 ár síðan fyrsti togarinn, “Ingólfur Arnarson” kom til Reykjavíkur. Bæjarútgerðin mun væntanlega fá einn togara í viðbót af þeim, sem nú er verið að smíða í Bretlandi.
Alþýðublaðið. 26 júní 1951.

Slíkur togaraskaði verður vart metinn í krónum, því svo afkastamikil atvinnutæki eru togararnir og svo mikla vinnu skapa þeir.
Það er því sannarlega stórtjón fyrir þjóðarbúið, er Jón Baldvinsson er nú horfinn. Hann var tryggður hjá Samtryggingu ísl. botnvörpuskipa fyrir rúmlega 10 milljónir króna.”

myndir:

Mbl. bls. 2 og 5:

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson var tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli. Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Skipshöfn Jóns Baldvinssonar skv. upplýsingum frá lögskráningarskrifstofu skipshafna, var skipshöfn togarans Jóns Baldvinssonar, skipuð þessum mönnum:
Bv. Jón Baldvinsson RE 208
Þórður Hjörleifsson skipstjóri
Indriði Sigurðsson I. stýrimaður,
Jóhann Jónsson II. stýrimaður,
Símon Símonarson I. vélstjóri, Barmahlíð 12,
Agnar Hallvarðsson, II. vélstjóri,
Agnar B. Aðalsteinsson, III. vélstjóri, Haðarstíg 18
Stefán Ágústsson loftskeytam., Langholtsveg 183,
Guðm. H. Guðmundsson, brm., Ásyallagötu 65,
Þorlákur Hálfdánarson, kyndari, Langholtsveg 192,
Halldór Bjarnason, mjölv.m., Neskaupstað,
Þorsteinn Jónsson háseti, Ísafirði,
Steinn Þorsteinsson, háseti, Laugaveg 87
Ólafur Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 9,
Héðinn Vigfússon, háseti, Brekkustíg 7,
Svavar Björnsson, mjölvinnslum., Suðurlandsbraut 15,
Sveinn Stefánsson, bátsmaður, Hofsósi,
Thorhallur Andreasen háseti, Færeyjar,
Eli Petersen, háseti, Færeyjum,
Samal J. Petersen, háseti. Fær.,
Sören Olsen, háseti, Færeyjum,
Hans J. Hansen, háseti, Færeyj.,
PaJl J. Djurhus, háseti, Fær.,
Edmund Vang, háseti, Fær.,
Eyðálfur Jóhannessen, hás., Fær.,
Theodor Johannessen, hás.. Fær.,

Jón Baldvinsson

“Togarinn Jón Baldvinsson RE 208 sStrandaði við Reykjanes í fyrrinótt. Öllum skipverjum 42 að tölu bjargað en óttast að skipið sé gersamlega ónýtt
Togarinn Jón Baldvinsson strandaði í fyrrinótt undan Hrafnkelsstaðabergi austan á Reykjanesi. 42 manna áhöfn var á skipinu, þar af 13 Færeyingar. Var öllum bjargað. En óttazt er, að skipið eyðileggist.
Togarinn Jón Baldvinsson var einn af 10 nýjustu togurunm og kom til landsins í júní 1951. Hann var tæp 700 tonn að stærð. Togarinn var að koma af veiðum í salt á Selvogsbanka og var að fara vestur úr “Húllinu”, eins og kallað er, vestur á Eldeyjarbanka eða vestur undir Jökul. Veðri var svo háttað er það strandaði, að þokuslæðingur var yfir og dimmt af nóttu. Sjólítið mun hafa verið úti fyrir. en mikið brim við ströndina, eins og mjög oft er við Reykjanes. Skipið tók niðri um kl. 3,45. Mun fyrsti stýrimaður hafa verið þá á vakt, en kallað á skipstjóra, rétt um það leyti sem skiplð tók niðri.
Sent var út neyðarskeyti, og kom loftskeytastöðin því til Slysavarnafélagsins, sem símaði til Grindavíkur, og lagði björgunarsveitin þaðan strax af stað með björgunarútbúnað. Var björgunarsveitin komin á strandstað um kl. 6.50. Einnig voru send upp neyðarblys. Sá vitavörðurinn á Reykjanesi þau, og kom hann fyrstur á strandstað. Lét hann í té upplýsingar um, hvar skipið hefði strandað, en um það var ekki vitað nákvæmlega áður. Skipverjar höfðu, áður en björgunarmenn komu á vettvang, skotið línu í land, og tók vitavörðurinn á móti henni og setti hana fasta.
Sjór gekk yfir skipið aftanvert, svo að illvært var í stjórnpalli en skipverjum tókst að komast fram á hvalbak, þar sem betra var að vera. Lágsjávað var, er skipið strandaði, en með hækkandi sjó var óttast, að farið gæti að brjóta á skipinu framan til, og þá voru mennirnir í bráðum háska.
Vegna þess að skipverjar höfðu sjálfir komið línu á land, var fljótlegt að koma björgunarútbúnaði fyrir. Björgunin gekk líka mjög rösklega, þótt aðstaðan væri allerfið. Um 150 m vegur var út í skipið, en bergið 30-40 m hátt þverhnípi, sem sjór fellur að, svo að björgunarmenn urðu að draga strandmenn úr skipinu upp á bergið. Fyrsti maðurinn var kominn í land rétt fyrir kl. 7 og öllum hafði verið bjargað kl. 8.45. Jafnótt og strandmenn komu á land fóru þeir heim í íbúð vitavarðar og fengu hressingu. Biðu þeir þar uns bifreiðar komu og sóttu þá. Þeir mötuðust í Grindavík, en voru komnir til Reykjavíkur um kl. 3 í gær.
Auk björgunarsveitaririnar í Grindavík komu á strandstað menn frá Bæjarútgerð Reykjavíkur með lækni með sér. Þá komu þar fáeinum mínútum, eftir að Grindvíkingarnir komu, Baldur Jónsson formaður björgunarsveitarinnar í Reykjavík og Guðmundur Pétursson fulltrúi Slysavarnarfélagsins og læknarnir úr Keflavík og Njarðvíkum. Höfðu þeir með sér talstöð. Unnt var að hafa samband við strandstað allan tímann. Eftir að ljósavél skipsins stöðvaðist notaði loftskeytamaðurinn neyðarsendi, er gengur með rafhlöðum, mjög hentugt tæki. En skeytum var komið til Reykjavíkur með því að láta togarann Kaldbak senda þau en hann lá fyrir utan. Skipstjóri á togaranum þessa ferð var Þórður Hjörleifsson, sem lengi var með togarann Helgafell.” – Alþýðublaðið. 1 apríl 1955.

Erik Olsen, háseti, Færeyjum,
Marne Olsen, háseti, Færeyjum,
Einar Olsen, háseti, Færeyjum,
Jörvan A. Poulsen, háseti, Fær.,
Haraldur Erlendsson, háseti, Laugaveg 87,
Þórarihn Hailvarðsson, netam., Langholtsvegi 184,
Sigursteinn Sigurðsson, háseti, Blesugróf,
Daði Guðmundsson, háseti.
Friðrik L. Fanring, háseti, Smyrilsvegi 29,
Karl H. Björnsson, kyndari,
Jón Jónsson. I. matsveinn, Miðtúni 70,
Óskar Guðjónsson, netam, Stórholti 32,
Jón Guðmundsson, háseti, Flateyri,
Bragi Guðmundsson, háseti, Hveragerði,
Rafn Thorarensen, háseti, Fálkagötu 14,
Nikulás Jónsson, II. matsveinn, Sviðnum á Breiðaf.,
Jóhann Steinþórsson, háseti, Flatey.

Heimild:
-Morgunblaðið, 76. tbl. 01.04.1955, “Undan þessu bjargi verður engi skipi bjargað” – Togarinn Jón Baldvinsson fórst í nótt, bls. 16. Einnig á bls. 2 og 5 í s.bl.

Reykjanes

Reykjanes – kort 1952.