Kirkjusandur

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir „Kirkjusandssvæðið“ árið 2016 kemur m.a. eftirfarandi fram um sögu þess:

Saga svæðisins – Staðhættir og örnefni

Kirkjusandur
Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessara jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó að upptökum hans við Ámundaborg, en samkvæmt eldri landamerkjalýsingum lágu merkin austar, þ.e.a.s. frá Ámundaborg sjónhendingu í stein á Kirkjusandi sem nefndur var Stúlknaklettur (Stúlkuklettur). Munnmæli segja að einhvern tíma hafi vanfær vinnukona í Laugarnesi horfið, en svo fundist við þennan stein ásamt tveimur stúlkubörnum. Hornmark Rauðararár, Reykjavíkur og Laugarness lá um Ámundaborg sem var fjárborg. Ámundaborg er löngu horfin en hefur verið þar sem býlið Lækjarhvammur var, nálægt því þar sem Lámúli 4 er nú.

Kirkjusandur
Fúlutjarnarlækur var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafn sitt dregur hann nafn af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón sem lyktaði af rotnandi gróðri. Fyllt var upp í Fúlutjörn og var því lokið um 1960. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og er því ekki sýnilegur lengur. Laugalækur rann til sjávar á Kirkjusandi austan við Stúlkuklett. Hann var afrennsli frá Þvottalaugunum og rann um Laugamýri (Laugardal), vestan við Laugarás. Laugalækur var settur í stokk árið 1949 og gata sem er á svipuðum slóðum nefnd eftir honum.
Kirkjusandur
Kirkjusandur hét sandströndin frá Fúlutjarnarlæk að Laugarnesi. Nafnið Kirkjusandur kemur fyrst fyrir í Oddgeirsmáldaga frá 1379. Þar segir að Jónskirkja í Vík eigi land að Seli, akurland og sellátur í Örfirisey, auk þess akurland í Akurey og reka við Kirkjusand. Því er Kirkjusandur kenndur við kirkjuna í Reykjavík en ekki Laugarnesi. Vestast á Kirkjusandi var Fúlakotsvör en austast var Suðurkotsvör. Suðurkot var ein af hjáleigum Laugarness og þar hefur verið útræði frá fornu fari. Greint var á milli Ytri-Kirkjusands og Innri-Kirkjusands og voru mörkin trúlega um Laugalæk.

Laugarnes
Árið 1824, þegar Steingrímur Jónsson var orðinn biskup, sóttist hann eftir stuðningkonungs til að reisa embættisbústað í Laugarnesi og var Laugarnesstofa þá reist. Húsið var eitt fárra steinhúsa sem þá höfðu verið reist á Íslandi. Það var alla tíð lekt og lélegt og svo fór að arftaka Steingríms, Helga Thordersen biskupi, fundust húsakynni í Laugarnesi óviðunandi, auk þess sem vegurinn til Reykjavíkur yfir Fúlutjarnarlæk var ógreiðfær. Helgi flutti því í nýtt hús embættisins að Lækjargötu 4 árið 1856.
Vegurinn út í Laugarnes var vissulega slæmur en þetta var gamall götutroðningur sem lá með ströndinni í vestur frá Laugarnesi, eftir Kirkjusandi innri, yfir Laugalæk, eftir Kirkjusandi ytri á vaði yfir Fúlutjarnarlæk og að Rauðará. Þessi leið fékk nafnið Biskupsgata meðan biskup bjó í Laugarnesi.

Kirkjusandur

Kirkjusandur og Laugarnes um 1920. Holdsveikraspítalinn sést vel á Lauganesi.

Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti Laugarnes ásamt jörðinni Kleppi árið 1885, í því skyni að tryggja Reykvíkingum aukið land til beitar, ræktunar og mótöku og árið 1894 voru báðar jarðirnar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Eftir að Laugarnes komst í eigu bæjarins var hafist handa um gerð vegar sem auðvelda átti fólki ferðir inn í Þvottalaugarnar og dregur vegurinn, Laugavegur, nafn sitt af þeim. Til að komast að laugunum höfðu þvottakonurnar áður þurft að þræða götur meðfram sjónum austur úr Skuggahverfi, fara yfir Fúlutjarnarlæk (nálægt því þar sem nú eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns) og þaðan yfir Kirkjumýri, sem var bæði blaut og keldótt.

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1920.

Árið 1898 lét danska Oddfellowreglan reisa holdsveikraspítala í Laugarnesi sem gefinn var íslensku þjóðinni. Þá var lagður nýr vegur að Laugarnesi frá Laugavegi. Vegur þessi beygði af Laugarvegi nálægt því þar sem Hátún 6 er nú og lá yfir Fúlutjarnarlæk á brú vestan við Kirkjuból (Laugarnesvegur 37). Vegurinn lá síðan í beinni stefnu til norðausturs yfir brú á Laugalæk. Hann var í upphafi nefndur Spítalavegur en fékk síðar nafnið Laugarnesvegur. Við þessa vegalagningu varð leiðin greiðari að Kirkjusandi sem hafði þau áhrif á að þar varð til fyrsti vísir byggðar.
Á árunum 1949-1975 voru gerðar miklar landslagsbreytingar á svæðinu sem hér er til umfjöllunar. Austast hluti Fúlutjarnar náði inn á svæðið á sínum tíma, en fyllt var upp í tjörnina og var því lokið um 1960. Austast um svæðið rann Laugalækur en hann var settur í stokk árið 194922 og ströndin byggð fram um 100 m með landfyllingu. Því er ásýnd og náttúra hins forna Kirkjusands mjög mikið breytt.

Upphaf byggðar á svæðinu – Fiskverkunarstöð Th. Thorsteinssonar
Kirkjusandur
Þorsteinn var tengdasonur Geirs Zoëga og hafði stofnað verslunina Liverpool árið 1896, auk þess að vera með þilskipaútgerð. Ári seinna sótti hann um að fá leigutíma á lóðinni á Kirkjusandi lengdan úr 10 árum í 20 ár, þar sem hann þurfi að kosta allmiklar tilfæringar á staðnum, byggja hús þar o. fl. Auk þess bað hann um leyfi til að stækka leigulóðina og setja fiskþurrkunargrindur á svæðið fyrir ofan Stúlknaklett, að sandinum fyrir innan höfðann, til fisksólunar.

Kirkjusandur
Árið 1900 setti Jes Zimsen á fót fiskverkun á Innri-Kirkjusandi ásamt bræðrunum Birni og Þorsteini Gunnarssonum og þar reistu þeir tvö fiskverkunarhús. Á næstu áratugum reistu félögin margvísleg mannvirki í kringum fiskvinnsluna á svæðinu, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, vélaskúra, þvottahús, verbúðir, verkstjóraíbúð og bryggjur. Fjöldi manns var í vinnu við salfiskvinnsluna og var reitur Th. Thorsteinssonar lengi einn stærsti fiskreiturinn í Reykjavík og vinnustaður fjölda karla, kvenna og barna. Fiskurinn var saltaður, þveginn og þurrkaður á stakkstæðum, síðan hlaðið upp í stakk og að lokum var hluta hans komið fyrir innandyra í fiskgeymslum. Til að getað þurrkað fisk allt árið voru byggð sérstök þurrkverkunarhús. Þau mátti þekkja á loftstokkum á þakinu. Einungis eru risin tvö hús, fiskverkunar húsið og íbúðarhúsið sem stendur norðar (ljósmálað hús). Unnið er við að breiða fiskinn út til þurrkunnar.
Kirkjusandur
Til að koma fiskinum til og frá fiskverkunarhúsunum um stakkstæðin voru lagðir um 500 m af brautarteinum frá Fúlutjörn að húsunum á Ytri-Sandi og þaðan norður að húsunum á InnriSandi. Auk þess lágu teinarnir á búkkum yfir Fúlutjörn á tímabili.
Byggt var við húsin og þau stækkuð og í úttekt frá árinu 1915 voru þau orðin sex talsins. Árið 1920 brunnu nokkur hús á lóðinni (þ.á.m. líklega nyrsta fiskþurrkunarhúsið sem var með loftstokkum á þakinu) en íbúðarhús frá 1915 og fiskþurrkunarhús frá 1900 sluppu.
Kirkjusandur
Árið 1921 reisti Th. Thorsteinsson nýtt fiskþurrkunarhús á rústum eldri húsanna. Það var hús með tveimur loftstokkum á þakinu og snéri þvert á gamla þurrkhúsið. Þetta hús stóð lengi eitt eftir á reitnum til minningar um þetta tímabil, en var flutt að Ægisgarði 2 við gömlu Reykjavíkurhöfn árið 2011 og hýsir nú veitingastað.
Byggðin fór að þéttast við Laugarnesveg á 3. áratugi 20. aldar, nánar tiltekið á árunum 1926–1929. Íbúðarhús voru byggð austan götunnar og í dag standa þar 8 hús frá þessu tímabili.

Hernámsárin – Braggabyggð á svæðinu
Kirkjusandur
Á árunum um og eftir síðari heimsstyrjöld settu braggar og önnur mannvirki hernámsliðsins svip á byggðina á þessum slóðum eins og annars staðar í bænum. Detention Camp, fangelsiskampur, var staðsettur á Ytri-Kirkjusandi, suðaustan við fiskvinnsluhús Th.Thorsteinssonar. Þar var fangelsi breska hersins og síðar flotans.
Laugarnes
Á svæðinu voru nokkrir herskálar sem notaðir voru sem fangageymslur og var fangelsissvæðið afgirt með 3 m hárri netgirðingu. Þarna voru nokkrir Íslendinga hafðir í haldi í kjölfar dreifibréfsmálsins svokallaða. Á svæðinu voru líka tvær stórar birgðaskemmur auk fjögurra skemma með mænisþaki sem voru reistar af Kanadamönnum og standa enn.

Strætisvagnar Reykjavíkur á Kirkjusandi
Kirkjusandur
Reykjavíkurborg yfirtók rekstur Strætisvagna Reykjavíkur árið 1944 og ári seinna var bækistöð strætisvagna flutt frá Hringbraut 56 yfir á athafnasvæði á Ytri-Kirkjusandi sem bærinn tók á leigu handa fyrirtækinu. Það er sú lóð sem nú talin númer 41 við Borgartún. Þar voru þá til staðar áðurnefnd fiskverkunarhús Th. Thorsteinssonar og stórar birgðaskemmur og nokkrir braggar frá hernum. Svæðið allt og meðfylgjandi byggingar voru færð í það horf sem taldist nothæft fyrir strætisvagnana og starfssemi þeirra. Húsin hýstu síðan vinnustofur, verkstæði, birgðastöð og geymsluplan fyrir vagnana. Meðal þessara húsa voru járnklædd, fjögurra bursta bindingshús sem reist höfðu verið af Kanadamönnum á stríðsárunum og nefnd eru hér að ofan. Þau voru notuð undir dekkjaverkstæði, geymslur og sprautuverkstæði í tíð Strætisvagnanna.

KirkjusandurÍ
lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda voru reist tvö hús til viðbótar á lóðinni fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, annars vegar þvottahús (austar) og hins vegar skrifstofu- og verkstæðishús (vestar). Um leið voru eldri hús á lóðinni rifin, öll nema kanadísku húsin og gamla þurrkhúsið frá 1921. Húsin sem Strætisvagnar Reykjavíkur létu reisa á lóðinni auk bindingshússins sem Kanadamenn reistu standa enn og eru lítið breytt frá upprunalegri gerð. Strætisvagnar Reykjavíkur höfðu bækistöðvar að Kirkjusandi í rúmlega hálfa öld eða fram til ársins 2001. Lóðin var í seinni tíð gjarnan kölluð Strætólóðin.

Júpíter hf. og Mars hf. á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1960. Gamla frystihúsið og hús Sambandsins.

Árið 1948 fluttu togaraútgerðarfélögin Júpíter hf. og Mars hf. til Reykjavíkur, en þau voru upphaflega stofnuð í Hafnarfirði af Tryggva Ófeigssyni og fleirum. Félögin ráku hraðfrystihús ásamt saltfisk- og skreiðarverkun á Ytri-Kirkjusandi til ársins 1973, á lóðinni sem nú er talin númer 2 við götuna Kirkjusand. Félagið leigði lóðina til 30 ára og reisti á henni ýmis fiskgeymslu- og vinnsluhús. Árið 1950 sótti félagið um leyfi að byggja stórt, steinsteypt fiskverkunarhús við fjöruborðið. Húsið var hækkað og byggt við það í nokkrum áföngum og var á sínum tíma stærsta frystihús landsins.

SÍS og Íslandsbanki á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur – Íslandsbanki. Nýbyggingasvæði vestan byggingarinnar.

Í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973 keypti Ísfélagið frá Vestmannaeyjum frystihúsið og aðrar eignir á Kirkjusandi og rak til ársins 1975 þegar Samband íslenskra samvinnufélaga keypti húseignirnar við Kirkjusand. Sambandið var umsvifamikið í Laugarnesi á 7. og 8. áratugnum og reisti meðal annars stórhýsi fyrir kjötvinnslu austan við götuna Kirkjusand (á Innri-Kirkjusandi). Á 9. áratugnum hóf Sambandið umfangsmiklar breytingar á frystihúsinu við Kirkjusand sem var stækkað, hækkað og klætt, en fyrirhugað var að breyta því í skrifstofuhús undir nýjar höfuðstöðvar Sambandsins. Niðurrif ýmissa mannvirkja á svæðinu var hluti af þessum breytingum. Árið 1988 þegar framkvæmdir voru komnar á gott skrið tók að halla undan fæti hjá Sambandinu og um svipað leyti og skrifstofuhúsnæðið var fullbúið þurfti Sambandið að láta af hendi eign sína í húsinu.
Kirkjusandur
Íslandsbanki eignaðist síðar húsið og aðrar eignir á lóðinni og flutti þangað höfuðstöðvar sínar árið 1995. Í kjölfarið voru gerðar minniháttar breytingar á útliti og innra fyrirkomulagi hússins.
Öll mannvirki sem voru reist undir fiskverkun á Kirkjusandi á fyrri helmingi 20. aldar og mynduðu ákveðna þyrpingu og menningarsögulega heild hafa verið rifin að einu húsi undanskyldu. Það hús var ekki varðveitt á Kirkjusandi heldur flutt þaðan árið 2007 og komið fyrir við gömlu höfnina í Reykjavík (Ægisgarð 2), eins og áður er nefnt.

Heimild:
-Kirkjusandur, Byggðakönnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Reykjavík 2016.

Kirkjusandur

Kirkjusandur – fiskþurrkun. Bærinn í Laugarnesi sést í fjarska.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða syðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma“. Einnig að „[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna“.
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: „L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.“
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: „
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus.
Niður undan Undirhlíðum Mosarliggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina.
Við Moshellar-2stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna.
Storhofdastigur nyrdriÞá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: „
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin.

Storhofdastigur nyrdri - 2

Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.“
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem „Sauðabrekkukjól“. Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg.
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið Tvi-Drangarsérstakt.
Þegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson.

Moshellar

Borgarkot

Þegar gengið er um bergsvæði Reykjanesskagans og umhverfið barið augum má víðast hvar sjá skófir, glæður eða fléttur, hvort sem um er á 300.000 ára gömlu grágrýti, 12.000 ára móbergi eða yngra en 11.000 ára hrauni. Oftast nær má sjá litskrúðugar skófir og fléttur við ólíkar aðstæður. Gulleit fuglaglæðan er t.d. áberandi niður við ströndina (keimlík steinmerlu, veggjaglæðu, klettaglæðu og hellisglæðunni er finnst við hellisop), dökkbrúnt gálgaskegg (líkist í útliti mjög jötunskeggi), sem vex á Gálgakletti á Álftanesi, og dregur nafn sitt af fyrsta og eina fundarstaðnum á Íslandi, eða hvíta púðabreyskju.
Fuglaglæða á Geldingasteinum (SG)Hver er munurinn á öllum þeim 700 glæðum, merlum, skeggjum, þembum, voðum, fléttum, nepjum og skófum, sem til eru hér á landi?
Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna – Grasafræði, sem út kom árið 1906. Hann notaði það yfir allan þann hóp sveppa sem mynda sambýli við þörunga og hefur sú merking orðsins haldist síðan. Litið var á fléttur sem sjálfstæða fylkingu plönturíkisins alveg eins og sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum, en kallaði fléttur oftast mosa (samanber litunarmosi, hreindýramosi). Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).
Fjallagrös eru fléttur. Í dag er hins vegar litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.
Púðabreyskja við KlifsholtOrðið skófir er aftur á móti gamalt í málinu og er notað yfir blaðkenndar eða hrúðurkenndar fléttur, sem auðvelt er að skafa af steinum. Blaðkenndar fléttur á jarðvegi voru einnig nefndar skófir (engjaskófir), og jafnvel mosar með sama vaxtarlag samanber dýjaskóf yfir mosann Marchantia. Runnkenndar fléttur eins og hreindýramosi eða skollakræða voru aldrei nefndar skófir. Kragaskóf eða skeljaskóf er algeng skóf á steinum. Segja má að allar skófir séu fléttur ef við undanskiljum dýjaskófina, en ekki eru allar fléttur skófir.
Skófir, sem eru einnig kallaðar fléttur, eru í raun ekki sjálfstæðir einstaklingar heldur sambýli svepps og þörungs. Sveppurinn í hverju sambýli er einstakur og er ekki að finna nema í einni fléttutegund. Þörungurinn er hins vegar ekki eins trygglyndur og getur sama þörungategundin fundist í mörgum fléttutegundum.
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra.
Þetta sambýlisform gerir þessum lífverum kleyft að lifa við mjög bágar aðstæður og oft vaxa þær og dafna á stöðum þar sem aðrar lífverur eiga erfitt uppdráttar. Fléttur eru auk þess venjulega meðal fyrstu lífvera til að nema ný landsvæði, svo sem á nýju hrauni, og eru því áberandi í frumframvindu svæða.
Fléttur eru hvað mest áberandi á steinum en víða eru steinar þaktir fléttum af ýmsum gerðum. Margir átta sig alls ekki á að um er að ræða lífverur, halda jafnvel að flétturnar séu einhverjar dauðar slettur á steinunum þótt þeir trúi nú kannski ekki alveg á þjóðsöguna um Kiðhús, kerlinguna og snúð hennar. Aðrir halda að allt sem vex svona á steinum sé „bara mosi“ og gera ekki greinarmun á fléttum og mosa sem þó er mjög mikill. Fléttur vaxa víðar en á steinum t.d. ofan í grassverði á deiglendi eða innan um mosa og annan gróður í móum.
Skófir í Fjallinu einaHér á landi hefur meira en 700 tegundum flétta verið lýst og finnast með reglulegu millibili nýjar tegundir. Til dæmis fundust þrjár nýjar blaðfléttur hér á landi á árið 2006. Í heild hefur rúmlega 15 þúsund tegundum flétta verið lýst í heiminum, en geri má ráð fyrir að þær séu langt um fleiri.
Fléttur eru í samkeppni við aðrar plöntur um bæði raka og sólarljós. Þær eiga oft erfitt uppdráttar í slíkri samkeppni, sökum þess hversu lágvaxnar þær eru. Þær eru því sérstaklega áberandi á stöðum þar sem plöntur þrífast ekki eins vel, svo sem hátt til fjalla og á klettum og steinum.
Fléttum hefur verið skipt upp í í þrjá hópa eftir vaxtarformi. Þetta eru runnfléttur, sem eru greinóttar og vaxa lítillega upp frá undirlaginu. Dæmi um runnafléttu er hreindýramosi. Blaðfléttur eru hins vegar eins og nafnið gefur til kynna blaðkenndar. Dæmi um blaðfléttur eru fjallagrös. Hrúðurfléttur mynda hrúður á klettum og trjáberki og eru þær einnig kallaðar skófir.
Fléttur eru ekki náttúrulegur hópur í sama skilningi og til dæmis spendýr eða skordýr, það er hópar sem eiga sér einn sameiginlegan forföður. Líklegra þykir að nokkrir hópar sveppa hafi tekið upp sambýli við þörunga og blábakteríur nokkrum sinnum í lífssögunni.
Kragaskóf /skeljaskófFléttur vaxa í sambýli við sveppi og flokkast sem sérdeild innan  jurtaríkisins. Flétturnar eru af tveimur ættkvíslum xanthoria og caloplaca. Fléttum er oft skipt í þrjá flokka eftir útliti: skorpufléttur, blaðfléttur og greinafléttur. Fléttur eru myndaðar af sambýli sveppa við þörunga. Sérhver fléttutegund er mynduð af einum svepp og einum eð tveimur tegundum þörunga. Margar af fléttunum vaxa mjög hægt en geta aftur á móti lifað í margar aldir. Fléttum er það sameiginlegt að þær eru  mjög viðkvæmar. Þær þola litla loftmengun, umgang beit og áburð. Af plöntum eru það flétturnar sem fyrst nema land og segja má að þær undirbúi jarðveginn fyrir næsta flokk plantna og jafnvel framvindu lífs á jörðinni. Erfitt getur verið að greina fléttur. Gular, rauðar og gráar fléttur eru einna algengastar og mest áberandi í náttúrunni. Fléttur  hafa  löngum verið notaðar til litunar (jurtalitun) og lækninga (jurtalækninga).
Skorpufléttur eru eins og grautarslettur á yfirborði þess efnis sem þær vaxa á. Þær eru oft mjög fastar á yfirborði efnisins. Fléttur eins og veggjaglæða og strandglæða flokkast til skorpufléttna.
Allra efst í fjörunni ofan við þörungana eru grjót og klappir iðulega þaktar skófum sem oft eru svartar og líkjast tjöruskán á steinunum. Skófirnar geta þó verið margvíslegar á litinn, grænar, gráar, appelsínugular eða hvítar. Oft mynda þær skorpur á steinunum en geta einnig verið smáar fíngerðar hríslur eða blaðlaga og festar við steininn með stilk.
Til eru allmargar tegundir skófna sem lifa efst í fjörunni en flestar þeirra er einnig að finna annars staðar. Þó eru til tegundir eins og fjörusverta (Verrucaria maura) sem bundin er við efri hluta fjörunnar og myndar þar þunna svarta skán á klöppunum. Græna flæðaskófin (Verrucaria mucosa) lifir um alla fjöruna niður að neðstu fjörumörkum og er eina tegund skófna sem lifir í neðri hluta fjörunnar hér við land. Hún er dökkgræn á litinn.
Ef litið er á þörunga og sveppi, er vart hægt að hugsa sér verri stað en þurrt grjót til að lifa á. Þörungar lifa í vatni, sveppir á lífrænu efni. Steinninn er hvorugt. Steinar eru oft þurrir dögum, jafnvel vikum, saman. Þeir verða fljótt kaldir í kulda og heitir í hita svo að á steini eru aðstæður mjög sveiflukenndar og erfiðar. Hvorug þessara lífvera gæti lifað þarna stök, en þegar þörungarnir og sveppurinn hjálpast að sem heild þá sigrast þær á þessum mjög svo erfiðu aðstæðum og meira en það. Þær sigrast á steininum líka. Fléttur gefa gjarnan frá sér efni sem smátt og smátt vinna á steininum og þannig undirbúa þær jarðveginn, í orðanna fyllstu merkingu, fyrir allan annan gróður.

Heimildir m.a.:
-www.visindavefur.is

Skófir á hraunreipum

Reykjanes

„Það hefur margt rekið á fjörur þeirra Suðurnesjamanna, allt frá maðksmognum trjábolum, sem liggja þar á fjörum, ásamt skeljum og þaraþöngl um — auk þessa hefur margt annað kynlegt rekið þar á fjörur. — Einn dag rak þar á fjörur, beint inn í Ósabotna, skip Hafnir - spilnokkurt, sem „James“ hét. Fór það mannlaust yfir brimgarðinn og hafnaði innst i Ósabotnum. Skipið var hlaðið trjáviði, eðlaættar, hefluðum og tilbúnum. Þegar nágrannarnir fóru að skyggnast eftir hvað um væri að vera, kom i ljós, að enginn maður var um borð og skipið hlaðið trjáviði. Þetta var nokkru fyrir aldamótin síðustu, en hvað varð utm skipshöfnina verður aldrei upplýst. Þegar þessar staðreyndir voru allar upplýstar, þá hélt sýslumaður uppboð á strandgóssinu og seldist plankinn á 20 til 30 aura hvert stykki. Mörg hús, sem ennþá standa, voru byggð af þessum viði, því hann var góður og sterkur. Leyndardómurinn um „James“ verður ekki skýrður, en skipið fór þar í gegnum sundið, mannlaust og varð mörgum til bjargar við byggingu nýrra húsa, bæði í Höfnum og nágrenni. Báran skolar slíkum furðuhlutum í land, miklu fleiri en taldir verða, það vita þeir einir, sem um fjörur ganga.
Það var á árinu 1940 er vélbáturinn „Kristján“ fór í róður frá Sandgerði, svo sem oft áður, en þegar út á miðin var komið henti þá erfið vélarbilun, og verður hetjusaga skipshafnarinnar ekki rakin hér að nokkru marki, en líf þeirra í 12 daga hrakningum með vonum og vonbrigðum var hetjusaga, sem byggðist á langri lífsreynslu og geðró. Eftir alla þeirra hrakninga lenti svo „Kristján“ í brimrótinu fyrir framan Merkjanesbæinn í Höfnum og þar voru á landi hjálpfúsar hendur og mikið þor til að bjarga skipbrotsmönnum á land.

Merkines - brunnur

Þeim landmönnum hafði fundizt sigling bátsins einkennileg — en allt tókst þó vel, karlarnir á „Kristjáni“ komust í land á síðasta snúning og nutu hjúkrunar og umönnunar í Merkjanesi. Minningarathöfn um látna, sem þarna átti að fara fram í Sandgerði daginn eftir, og einnig höfðu þeir komið fram á andafundum og verið hinir kátustu. Nóg um það, þetta er aðeins eitt af því, sem rekið hefur á fjörurnar á Reykjanesi. Við höldum svo áfram gegnum Hafnirnar og fyrir ofan þær.
Niður í Höfnum standa ennþá steinhleðslur mosagrónar og haganlega gerðar, það eru leifarnar af höfuðbólinu Kotvogi. Upp á barði stendur kirkjan, sem Hafnamenn hugsa vel um. Vesturhús og Austurhús eru ryðguð að utan, en nýtt frystihús er niðri á bakkanum — svo verður gjarnan um staði sem berjast um forna frægð og framtíðina.
Leiðin liggur áfram framhjá Merkjanesi, fallegt þríbýli, þar átti heima Marteinn myndskeri og ennþá býr þar Hinrik Ívarsson, kynjakall, refaskytta með meiru, skáld gott og faðir þeirra Ellýjar Vilhjálmsdóttur, Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvaranna góðu og Sigurðar Vilhjálmssonar, leikara og skáta foringja. — Þau eru Vilhjálms, því karlinn heitir Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.
Næst verður á hægri hönd hið forna höfuðból Júnkaragerði, þar sem Galdra-Jón hreppstjóri átti heima fyrir nær því tveim öldum. Margt hefur siðan drifið á daga Junkaragerðis, sem nú til dags er að mestu í eyði, en var áður hjáleiga frá höfuðbýlinu Kalmanstjörn, sem þeir bræður Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður og Ketill í Höfnum eiga ennþá. Þaðan kemur Hafnasandurinn góði, sem gefur húsum prýði bæði utan og innanhúss. Þá er Hafnabergið, sem var annar landamerkjastaður Steinunnar gömlu með sina farfugla og lífið í sjónum, seli á sundæfingu og margháttaðan reka — en allir skyldu taka sér vara á öldunni, sem æðir upp sandinn. Fyrir ofan fjöruna er sandurinn að gróa upp. Melgrasskúfurinn harði gerir þar hóla og hæðir, en smátt og smátt sléttast úr þeim og eyðimerkursandurinn lætur í minni pokann fyrir gróskunni — en sumt er jafngott bæði sandur og gróska.
Kista - byrgiÁ Rosmhvalanesi rekur fleira á fjörur en karlana á „Kristjáni“. „Gamall togari þýzkur, Atland, liggur þar hátt uppi í fjöru, litlu utan við Sandvík. Hann mun hafa skilað sínu fólki í land eftir tiltölulega auðvelt strand. Mótorbáturinn „Þorbjörn“ fórst þarna við klettana 1964, og með honum voru 5 vaskir drengir — tveir þeirra komust á land en hina hirti hafið. Þarna fyrir framan, úti á rúmsjó, hafa margir bátar og skip horfið í öldurnar og nokkur sannindameki um það rekið á fjörur, bæði í nútið og fortíð. Nær Reykjanesi eru aðdjúpir klettar, sem kallaðir eru Kista. Voru þeir notaðir sem höfn eða uppskipunarstaður fyrir efni til nýja Reykjanesvitans, sem reistur var 1907 — en fyrsti viti á Íslandi var byggður uppi á Valahnúkum 1878.
Alltaf er að hrynja úr berginu, svo nú er vart eftir nema hálf undirstaða þessa fyrsta vita á Íslandi. Kveikt var á vitanum 1. desember 1879 og var vita vörður Arnbjörn Ólafsson frá Keflavík. Nýi vitinn er byggður nokkru seinna eða um 1930.
Það hefur margt rekið á fjörur á Reykjanesi. Togarinn Jón Baldvinsson lenti þar í víkinni austan Valahnúka, af þvi varð ekki manndauði, en hvort hlerarnir og trollið voru i Jon Baldvinsson a strandstadréttu lagi, það er önnur saga. Óhappaskipið KLAM, stórt olíuflutningaskip, rak þar upp í klettana, eftir margháttuð óhöpp. Þar fórust margir af skipshöfninni, aðallega Kínverjar. Það var nýstárlegt og nokkuð ömurlegt að sjá þá veltast þarna í fjöruborðinu, því hin dugmikla björgunarsveit Grindavíkur hefði getað bjargað öllum í land — en enginn má sköpum renna. Þeir voru of bráðlátir að bjarga lífi sínu og tilraunir þeirra í bátskeljum enduðu með dauða. Það mætti lengi rekja fjörurnar um Reykjanesið, því þar býr ný saga í hverjum steini og hverri þúfu.
Þetta er landnám Herjólfs, frænda Ingólfs Arnarsonar, en hvað hann hefur séð þar vænlegt til búsetu veit ég ekki, en allavega hefur Ingólfur verið naumt skorinn við gjafir sinar til frænda og vina.
Reykjanesskaginn er staður mikilla umbrota, hiti býr þar undir og gufustrókarnir öskra þar dag með nóttu — land hefur þar myndazt og horfið, og eldgos geta hafizt þar, þegar minnst varir, því þessi útkjálki er ekki dauður úr öllum æðum, en þó unum við vel, sem þar búum.“ – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, Helgi S., 5. nóvember 1972, bls. 20.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Hraunagata

Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna.
HraunagatanVið götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist hafa legið milli Straums/Óttarsstaða og Hvassahrauns, neðan Sjónarhóls, Brunnhóls og Grænhóls.
Í fyrri ferð um svæðið þar sem gatan var rakin fram og til baka frá Straumi að Lónakotssvæðinu vestanverðu höfðu komið í ljós hnökrar á framhaldinu. Í stað þess að leita sunnar í hrauninu var ákveðið að fara norðar, þ.e. með stefnu niður fyrir Grænhól. Það leiddi til hringferða um hraunið neðanvert. Áður en þetta var gert hafði verið hlaðin lítil varða þar sem gatan virtist áður enda.
Nú var gatan hins vegar rakin frá Hvassahrauni áleiðis yfir að Lónakotssvæðinu. Fljótlega lá fyrir hvar Hraunagatan lá í klapparmóanum. Vísbendingar í litlu vörðuformi gáfu og leguna til kynna. Víða mátti sjá hófmarið grjót, sérstaklega í klapparþrengslum.
HraunagatanHraunagatan liggur fyrir norðan Skyggni með svo til beina línu yfir hraunið að Straumi. Í stað þess að beygja norður fyrir Grænhól lá gatan nokkuð sunnan hans. Þegar austur fyrir hólinn var komið beygði hún til norðvesturs – með stefnuna á vörðuna, sem fyrr hafði verið hlaðin á „endamörkum“ fyrri ferðar. Í stað þess að halda beint áfram þar eða beygja til hægri átti að beygja nánast 75° til vinstri. Hefði það verið gjört mátti auðveldlega fylgja götunni heim að Hvassahrauni.
Líklegt má telja að Hraunagatan hafi að mestu verið farin af heimafólki og kunnugum í Hraununum. Aðrir hafa farið Alfaraleiðina, sem er nokkuð sunnar (ofar) í hrauninu.
Segja má að með opinberun Hraunagötunnar hafi enn ein hinna gömlu þjóðleiða bæst í félagsskap þeirra, sem fyrir voru. Það að götunnar hefði verið getið í örnefnalýsingum hefur gert að verkum að hennar var leitað. Fundurinn verður vonandi til þess að fólk nýti sér Hraunagötuna til ánægjulegra gönguferða á komandi árum og áratugum. Leiðin eftir henni á milli Straums og Hvassahrauns er u.þ.b. 1 klst og 30 mín gangur á eðlilegum gögnuhraða.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum, Óttarsstaði, Lónakot og Hvassahraun.

Klettaborg

.

Arnarnes

„Í ritgerð eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók Fornleifafjelagsins 1829, er nofnist „Nokkrar Kópavogsminjar“, hyggur hann að hálsinn, sem Eyólfur talar um, sje Arnarnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesháls).
Arnarnes - dysNokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp, en M.Þ. þykir líklegra að þar liggi Hinrik Kules, þýskur maður, sem tekinn var af lífi fyrir morð á Bessastöðum sjálfa jólanóttina 1581. Á norðanverðum hálsinum er önnur dvs, sem munnmæli ganga um að sje dys Steinunnar frá Árbæ og segir M. Þ. að það sje ekki að fortaka. En dys Sigurðar hvgg ur hann helst að sje norðan við Kópavogslækinn, skamt fyrir ofan veginn, sem nú er. Þar eru fjórar dysjar, tvær og tvær saman og ber mjög lítið á efri dvsjunum. Annars verður ekkert sagt um það með vissu, hvar þau Sigurður og Steinunn hafa verið dysjuð.

Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arnarneshálsi. Sumar dysjarnar munu vera horfnar. En allar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kastað að þeim grjóti. Dómendur þeirrar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, heldur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða sakamenn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum framliðnu með því að kasta að þeim grjóti.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, 24. október 1948, bls. 448.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

Flekkuvíkursel

Ætlunin var að skoða dæmigert sel á Reykjanesskaganum, eitt af þeim 400, sem FERLIR hefur skoðað hingað til í hinu upprunalega landnámi Ingólfs.
Tvöfaldur stekkur í FlekkuvíkurseliFlekkuvíkurselið hefur að geyma húsaleifar typískrar húsaskipan seinni tíma selja á Skaganum sem og öll tilheyrandi mannvirki; stekk, kví, vatnsstæði, selstíg og selvörðu auk eldri selminja, sumar hverjar m.a.s. torráðnar. Auk þess eru í selstöðunni leifar eldri selja. Þá er staðsetningin t.a.m. dæmigerð fyrir sel á norðanverðum Reykjanesskaga, þ.e. í skjóli fyrir austanáttinni.
Þegar komið var upp í Vatnsleysuheiðina var selstígnum fylgt upp í Flekkuvíkursel. Tvær áberandi vörður, Bræður, hlið við hlið, eru í heiðinni. „Þær nefnast Bróðir nyrðri og Bróðir syðri“, segir í örnefnaskrá.
Selstaðan er í grónum hvammi. Í honum eru tvö sel, annað yngra. Skammt norðar, einnig í skjóli undir klapparhæð, er þriðja selið. Sjá má þrjá stekki ef vel er að gáð, en það bendir til þess að selstöðurnar í Flekkuvíkurseli Vatnsstæðið í Flekkuvíkurselihafi verið a.m.k. þrjár, ekki allar endilega frá sama tíma. Þannig er miðselið greinilega yngst og sennilega það sel er lagðist síðast af rétt fyrir 1880.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Flekkuvík: „Jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Þetta ár eru hjáleigurnar Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturskot, Refshali og Úlfshjáleiga. Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst … og Tröð.“
Tvíbýli var á jörðinni og var Vesturbær í eyði frá 1935, austurbær frá 1959. Einnig eru óljósar sagnir um tvö býli,  sem hétu Holt og Járnshaus, skv. örnefnalýsingu.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin og brúkar þar sem heitir Flekkuvíkursel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein að vatnsleysi, og báglegt eldiviðartak.” “Vestan eða suðvestan undir honum er Flekkuvíkursel og er það í landi Kálftjarnar,” segir í örnefnaskrá GE. “Þar rétt hjá er Norðurstekkurinn í FlekkuvíkurseliSelstígurinn beint suður í Flekkuvíkursel. Það stendur í Seltúninu og eru þar allmiklar rústir greinilegar. Þar var
haft í seli fram til 1845. .. Þegar haft var í seli var búsmalinn rekinn til vatns í Kúagerði, 40 mínútna leið fram og
til baka.” segir í örnefnaskrá Flekkuvíkur. “Enn ofar, vestan undir klapparási, er Flekkuvíkursel. Þar er allstór mói í kringum selið, er nefnist Seltún. Amma Ólafs [Erlendssonar], Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, kom í selið sem barn og voru þá bæði smali og selráðskona þar. Það hefur verið á milli 1860-70, en Herdís var fædd 1858. Þarna sjást rústir allmargra kofa.” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Síðasta selið sem fór í eyði í sveitinni, um 1879.
“Drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholt og Kirkholts en norðaustan Sýrholts er Flekkuvíkursel. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels, í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví.
Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna og fáeinir steinar við það.”
Kolagröf? í FlekkuvíkurseliFERLIR hefur nokkrum sinnum komið í Flekkuvíkursel. Í einni af fyrri lýsingunum segir: “Á leiðinni til baka niður heiðina var komið við í Kolhól og Kolgrafarhólum í leiðinni niður að Flekkuvíkurseli. Það er suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásunum norðan kofatóftanna og fáeinir steinar við það. Ásarnir, sem selið stendur við, heita Vestri-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins, rétt neðan við vatnsbólið, eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft. Norðan Flekkuvíkursels, mitt á milli selsins og Reykjanesbrautar, eru tvær stórar vörður er standa mjög þétt saman. Þær heita Bræður.”
Yngsta tóftin í FlekkuvíkurseliAllnokkrar vörður eru ofan og umhverfis Flekkuvíkursel. Í örnefnalýsingu segir að: “Selás eða Flekkuvíkurselás heitir langt klapparholt við selið að ofanverðu og inn í holtið skerast grasbollar beggja vegna. Ásinn greinist samkvæmt gömlum landamerkjalýsingum í Vestur-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum.”
Þegar selstöðurnar þrjár eru skoðaðar má sjá þrjú rými í sérhverri þeirra, dæmifert fyrir sel frá upphafi á Reykjanesskgagnum. Vestasta selið liggur svo til þvert á Vestari-Flekkuvíkurselás. Tóftirnar eru nokkuð reglulegar og ágætur vitnisburður um sel frá miðtímabili seljabúskaparins hér á landi. Þá var að komast skipulegri mynd á húsaskipanina. Rýmin eru í einfaldri röð og má vel greina hvar eldhús, baðstofa og búr hafa verið í húsaskipaninni. Tóftirnar eru grónar, en standa vel.
Selið skammt norðar eru miklu mun reglulegra og heillegra. Í því er miðhúsið heillegast; baðstofan. Í því sjást hleðslur í innanverðum veggjum. Dyr eru mót suðvestri. Veggirnir standa grónir.
Selvarða á Vestari-FlekkuvíkurselásnumStekkirnir gefa jafnan til kynna hversu margar selstöður hafa verið í hverju seli. Einungis einn stekkur virðist vera framan við framangreind tvö sel. Ef vel er að gáð má sjá að nýrri stekkur hefur verið hlaðinn upp úr eldri stekk. Fótstykki gamla stekksins sést norðan og austan við nýrri stekkinn, nú nær gróið yfir hann.
Vatnsstæðið sést enn á Nyrðri-Flekkuvíkurselásnum, norðavestan undir vörðubroti, sem þar er.
Nyrsta selið er líklega elst. Í því eru smæstu rýmin. Gengið hefur verið inn í baðstofuna og búrið frá sama stað; þ.e. búrið til suðurs og baðstofuna til austurs. Eldhúsið er rétt norðan við baðstofuna. Tóftirnar eru grónar. Stekkurinn frá þessu seli er í gróinni kvos skammt norðvestar.
Þegar selstöðurnar voru gistaðar í austanáttinni mátti vel finna hvers vegna þeim var valin þessi staðsetning.
Ein tóft, stök, skammt norðan nyrstu selstöðunnar, hefur vakið vangaveltur. Nú var hún gaumgæfð bæði vel og vandlega. Niðurstaðan er að þarna hafi verið kolagröf. Í tóftinni má sjá ferkantaðar hleðslur og virðist hafa verið hróflað að hleðlsunni. Það verður að þykja eðlilegt þarna því undir er slétt hraunhella í allar áttir. Sennilega má finna undir gröfinni gat á hraunhellunni. Hlaðið hefur verið upp með gatinu og þá myndast þetta mannvirki, sem virðast þá vera leifar fyrrum kolagerðar í heiðinni, sem áður var skógi vaxin. Kolagröfin er við hliðina á elsta selinu í Flekkuvíkurselstöðunni og verður því að teljast til eldri minja – og þar með sérstaklega áhugaverð fornleif.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Vogshóll

Ferlir hafði staðsett 31 flugslysastaði á Reykjanesskaganum. Nú var komið að því að leita uppi og skrá þann 32. í röðinni.
vogshol-2Í bók Friðþórs Eydals, Frá heimstyrjöld til herverndar, er ljósmynd af flugslysi á Njarðvíkurheiði 27. desember árið 1942 og meðfylgjandi texti: „Flak Katalína-flugbáts Bandaríkjaflota við Vogshól í Njarðvíkurheiði 27. desember 1942. Flugvélin sundraðist og brann er eldsneyti og djúpsprengjur sprungu (NARA 80-G-27553).
FERLIR hafði samband við Friðþór með það fyrir augum að leita nánari staðsetningar flaksins. Hann brást vel við – að venju: „Já, ég geri það svona nokkurn veginn samkvæmt lýsingum félaga míns sem hefur farið á staðinn. Viltu að ég útvegi lýsinguna?“ Eftir jákvæða umleitan barst eftirfarandi svar: „Kunningi minn leitaði slysstaðinn uppi fyrir nokkrum árum og sagðist hafa fundið smá brak á víð og dreif. Staðsetningin er er þessi: .,-.“
Auðvelt var að finna brakið eftir lýsingunni. Það var undir lágum klapparhrygg. Meginbrakið, þ.e. sjálfur slysstaðurinn, var allgreinilegur. Umhverfis var brak á víð og dreif; vélarhlutir, skot og skrokkhlutar.
Í framhaldinu var leitað bæði til Sævars Jóhannesonar og Karls Hjartarssonar. Báðir búa þeir yfir miklum fróðleik um flugslysasögu stríðsáranna. Báðir buggju yfir áhugaverðum upplýsingum.
Um flugslys Bandaríkjamanna á þessum tíma er til dagbók stríðsins (VP-84 War Diary). Meðfylgjandi henni vogsholl-3eru svo skýrslur um sérhvert slysanna. Auk þess má sjá atvikum lýst í bréfum frá herstjórninni til höfuðstöðvanna í Bandaríkjunum (Letter from Comm. VP-84 to Comm. Air Force, U.S. Atlantic Fleet). Bréf þessa efnis var dagsett 28. ágúst 1943.
Svo er að sjá sem átta manna áhöfn hafi farist í flugslysinu; fjórir foringjar og fjórir óbreyttir.
Í nefndri slysaskýrslu (Accident Record sheet) segir m.a. um atvikið: „Dagur: 27. 12. 1942. Tími: 07:44. Deild: VP-84, USN, Tegund: PBY-5A. Nr.: 04402. Kódi: (enginn). Flugmaður: Lt. H.H. Luce, USNR. Stöð: FAB Reykjavík. Staðsetning: Keflavíkursvæði. Tjón: Alger eyðilegging.
Lýsing: 1) Kl. 07:26 tók flugvél nr. 04402, eftirlitsvél undir stjórn Lt. H.H. Luce, á loft í þeim tilgangi að veita kafbátum mótspyrnu. Kl. 07:44 hrapaði vélin nálægt Keflavík. Öll áhöfnin lést.
2. Þann 27. desember 1942, tók Lt. H.H. Luce, A-V (N), USNR, á loft með tveimur flugmönnum og áhöfn fimm manna. Það var tunglskinsnótt, en 5/10 takmarkað skyggni með mikilli snjóvindhviðum á svæðinu. Lt. Luce kom inn í eina slíka vindhviðu án þess að átta sig á skaðsemi hennar og hrapaði á Keflavíkursvæðinu. Tvær aðrar flugvélar, sem hófu flug á sama tíma vöktu athygli á sérstaklega mikilli ókyrrð þessarrar vindhviðu eftir að þær lentu í henni.

vogsholl-6

Ein þeirra steyptist og hún nánast hrapaði áður en náðist að rétta hana af. Það er ómögulegt að greina snjóvindhviður að næturlagi og að forðast þær er jafn erfitt. Öll áhöfn flugvélarinnar létust í hrapinu. Flugvélin brann í snertingu við jörðina. Þeir sem létust voru: Lt. H.H. Luce, A-V(N), USNR, Lt (jg) D.A. Helms, A-V(N), USNR, skráður G.S. Nelson, a-V(N), USNR, Bryan, J.L., AMM3c, USN, Eichelberger, C.A., ARM1c, USN, Coode, B.W., ARM3c, USN, Hammond, W.C., AMM3cV6, USNR, Kantz, W.P., AMM1c, USN.
Athugasemdir: Í framhaldi af viðræðum við deildarmeðlimi kom fram hjá fyrirliða C.O., Tt.Cdr. Jesse J. Underhill, USN, að hann taldi veðrið væri viðunandi til flugs og fór til Capt. Daniel V. Gallery, C.O. á flotastöðinni með þá kröfu að flugi þennan morgun yrði aflýst. Þessari kröfu var hafnað af Capt. Gallery, og fimm flugvélar tóku á loft á A/S „sópum“ frá kl. 07:07 til kl. 08:58. Frá kl 09:47 til kl. 10:15 móttöku allar flugvélarnar skilaboð um að snúa til baka til stöðvarinnar. Umræddar flugvélar voru: 7276 Lt (jg) J.T. Hocan 0707-1253, 2457 Lt (jg) E.W. Merkt 0802-1155, 7261 Lt (jg) L.L. Davis 0722-1210, 2459 Lt P.F. Bankhard 0858-1025 og 0442 Lt H.H. Luce 0726-0744 (hrapaði).“ Tölurnar aftan við nöfnin eru tímasetningar flugtaks og lendinga.
vogsholl-9Á vettvangi flugslyssins á Njarðvíkurheiði var augljóst að þangað hafði enginn komið um langa tíð.
Á nútíma landakortum sem og á herforingjakortunum er Vogshóll merktur austan við Skipsstíg, sunnan Sjónarhóls. Í ljósi framangreindra upplýsinga virðist þurfa að skoða það eitthvað nánar.
Í framhaldi af framangreindri umfjöllun hafi Ólafur
Marteinsson samband með eftirfarandi upplýsingar:
„Ágætu Ferlir. Ég var að lesa frásögn á heimasíðu ykkar um flugslys við „Vogshól“ á Njarðvíkurheiði. Frásögnin um Catalina flugbátinn er að miklu leiti rétt enda byggð á samtíma skýrslum hersins.
Ég hef athugasemd við seinni tíma frásagnir af slysinu við „Vogshól“. Þessum frásögnum fylgja myndir sem ekki eru af Catalina slysstaðnum. Samtímamynd Friðþórs Eydal er eina myndin sem tilheyrir Catalina slysinu. Ég fór í leiðangur á „Vogshól“ sl. sumar og fann slysstaðinn fljótt eftir mynd Friðþórs.

vogsholl-4

Strax þegar ég kom á staðinn sá ég að staðurinn þar sem mest var af flugvélahlutum var ekki slysstaður Catalína flugbátsins. Á staðnum var talsvert af hlutum t.d. sveifarás með 18 stimpilstöngum, af þessu mátti sjá að hreyfillinn var 18 strokka en ekki 14 strokka eins og hreyflar Catalína eru. Einnig var mjög áberandi ca. 5 m löng tvískipt pústgrein sem ekki var úr Catalina flugbát.
Hófst nú nákvæmari rannsókn á því hvaða flugvél lá þarna utan í „Vogshól“ og hvar var Catalina flugbáturinn?
Ég skoðaði hluti og skráði part númer og raðnúmer.  Teiknaði upp nokkra skoðunarstimpla sem voru sæmilega glöggir. Þessar upplýsingar gáfu til kynna að hlutirnir voru frá Republic Aviation flugvéllaframleiðandanum.
Flugvélin sem þarna fórst 8. júli 1944 var Republic P47 Thunderbolt orrustuflugvél s/n 42-26100 frá USAAF 33  Fighter Squadron / 342 Composit Group, staðsett á Meeks Field, Keflavík. Orsök slyssins var hreyfilbilun. Flugmaðurinn Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf.  Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf í svipuðu flugslysi við Húsatóftir 13. Júní 1944.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Ég fór aftur á staðinn stuttu seinna, stækkaði leitarsvæðið og eftir dágóða yfirferð fann ég dreifða hluti, sem báru ártöl, part númer og skoðunarstimpla frá Consolidated Aircraft flugvélaframleiðandanum. Meðal annars var á staðnum grind úr hæðarstýrisfleti og á grindinni voru leifar að dúkklæðningu. Þessi hlutur var úr Catalína en ekki Thunderbolt.
Flugvélin sem þarna fórst 27. desember 1942 var Consolidated Catalina PBY-5A flugbátur, BUNO 0442 frá US Navy. VP-84 Squadron.
Hlutir úr Catalinu flugvélinni eru dreifðir yfir stórt svæði og skarast það svæði við svæði þar sem finna má hluti úr Thunderbolt flugvélinni.
Við „Vogshól“ hafa orðið tvö flugslys og einhverra hluta vegna hafa sögur af Catalina slysinu fengið meiri umfjöllun.
33. flugslysastaðurinn á Reykjanesskaganum er kominn fram!
Með kveðju – Ólafur Marteinsson.“

Heimildir:
-Frá heimsstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal 2007, bls. 220.
-Friðþór Eydal.
-Karl Hjartarsson.
-Sævar Jóhannesson.
-Ólafur Marteinsson – áhugamaður um Aviation Archeology.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Afstapahraun

„Það eru margir arnstaparnir í þessu Afstapahrauni“ varð einum að orði er hann gekk um hraunið norðanvert. Víða standa háir stöplar upp úr úfnu apalhrauninu, sem varla væri fótum fært nema vegna hins þykka gambra er þekur það að miklu leyti. Hraunið er skreytt margvíslegum steinmyndum auk þess sem steingert víkingaskipt trjónir þar á brúninni þar sem sést ofan af henni til sjávar. Engu er líkara en það hafi dagað þarna uppi þegar hraunið rann tæpum 200 árum eftir norrænt landnám á svæðinu.

Fagravík

Að þessu sinni var ferðinni beint um Kúagerði og Afstapahraunið yngra neðanvert. Hraunið hefur runnið um 1150 frá gígum sem eru vestan undir Trölladyngju og þaðan til norðurs alveg í sjó fram í Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd. Heildarlengd hraunsins er um 10 kílómetrar.
Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir m.a.: „Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur.
FögruvíkurvarðaÞá taka þar næst við Bakkar. Innst á þeim er Þórðarhóll, er í fjöru. Sagt er að hann hafi fyrrum staðið í miðju túni og heitir sá Látrabakkar og að hann hafi lent undir hrauni því er brann, Afstapahrauni, og þá hafi byggðin flust að Hvassahrauni. Bakkarnir ná suður að Afstapahrauni og heitir syðst á þeim Bakkatjörn. Svo er þar næst Skuggi sem er stór klettur, þar suður af heitir svo Mölvík. Þar næst er svo Fagravík sem er niður af Afstapavörðu sem er uppi á brunanum ofan við veginn.“
Í annarri lýsingu fyrir sömu jörð segir: „Út með sjó er klettur, sem nefnist Skuggi. Þá er Mölvík og Fagravík þar nokkru utar. Austast við hana er Markavarðan. Þórðarhóll eða Þórðarklettur var þarna á sjávarkampinum, nú horfinn. Hann á að hafa staðið í miðju Látratúni. Markavarðan var einnig kölluð Fögruvíkurvarða.
SkuggiÚr Markavörðu lá landamerkjalínan milli Hvassahrauns og Vatnsleysu í Afstapavörðu eða Afstapaþúfu, sem stendur á Afstapa eða Afstapahrauni. Þaðan liggur línan um Afstapabruna. Í gömlum skjölum og annálum mun talað um Arnstapa, Arnstapahraun og Arnstapaþúfu eða -vörðu. Landamerkjalínan liggur svo áfram í Snókafell, þaðan um Lambafell í landamerkjalínu Krýsuvíkur.“
Þegar skoðaðar eru örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu um sama svæði segir: „Stekkhóll er stór hóll með fjárhúsi, hjá því er Steinkeravík innan við Stekkhólinn. Þá er Akurgerði, þar var bær endur fyrir löngu og Kúagerði er þar við hraunendann, þar er pollur ofan við veginn, hér er gamall áningastaður og niður af þessu er í fjörunni Hrafnaklettur. Þar sem hin fornu merki Stærri-Vatnsleysu og Akurgerðis [voru] er hóll með vörðubroti og heitir Fagurhóll. Sagt er að hraun þetta sem hér liggur fram í sjó og heitir það Afstapahraun, allmikið flæmi, talið er að það hafi farið yfir tvær jarðir, Akurgerði og Látra.
AfstapaþúfaÚr Merkjanefsvörðu liggur landamerkjalínan milli Vatnsleysu og Hvassahrauns í Afstapavörðu á Afstapa eða Afstapaþúfu. Síðan liggur línan um Afstapahraun í Snókafell mitt og um Snókafellshraun en hraunin eru einnig kölluð Bruni. Síðan liggur línan upp um Lambafellshraun um Lambafell og Klofningsfell og áfram í landamerki Krýsuvíkur.
Til er vísuhelmingur, hafður eftir Halldóri Jónssyni hertekna:
Er nú komið yfir um sinn
Arnstapahraunið hvassa.
SteinmyndEr því vitað að hraun þetta hefur borið nafnið Arnstapahraun og þar af leiðir Arnstapavarða, Arnstapaþúfa og þá Arnstapi. Sunnan undir (vestan undir) Arnstapa er lægð með vatni eða tjörn, heitir Kúagerði og Kúagerðistjörn. Nú hefur Reykjanesbrautin verið lögð um tjörnina og henni skipt. Síðan heitir þarna Afglapi til minningar um verknaðinn. Upp frá Kúagerði liggja troðningar með hraunbrúninni, mætti nefna þá Kúagerðistroðninga því um þá var rekinn búsmalinn ofan úr Flekkuvíkurseli og jafnvel Rauðhólsseli.
Gráhella heitir lítill tangi í hraunbrúninni sem þó ber vel við af sjó og er því mið. Rétt þar við var í eina tíð hellir, Gráhelluhellir. Nokkru ofar er troðningur eða stígur og liggur upp í Brunann, nefnist Tóarstígur. Hann liggur í Tóurnar sem eru sjö. Þar var haglendi sæmilegt og er talið að þarna hafi vermenn eða útróðramenn haldið hestum sínum á vertíðum. Neðsta er tó eitt og hefur henni verið spillt allmjög við grjótnám til Reykjanesbrautar.
GerðiTó tvö er þar nokkru ofar og stígur þar í milli en Tóarstígur er gegnum allar Tóurnar. Þar sem hallar niður í þessa tó hefur verið hlaðinn garður svo gripir kæmust þar ekki út og burt. Tó þrjú er talsvert minni en þar er mikið jarðfall eða ker, Tóarker, er þar gott skjól. Tó fjögur er litlu stærri. Milli tó tvö, þrjú, fjögur eru hraunklif og ekki auðveld stórgripum. Þá kemur tó fimm sem er stór og allmjög vaxin hrísi og birki, nefnist því Hrísató.
Tóft

Suðvestur úr henni liggur stígur og nefnist Hrísatóarstígur. Er sýnilegt að farið hefur verið um hann með hesta. Þá kemur tó sex sem er eiginlega samtengd tó fimm.
Hér breikkar allt og upp af þessari er svo tó sjö sem kölluð er Seltó. Spurst hef ég fyrir um sel þar, enginn kannast við það en nokkur beit getur verið þarna og má vera að búsmala úr Rauðhólsseli hafi verið haldið hér til haga. Vestur úr þessari tó liggur troðningur, Seltóarstígur. Vestur og upp undir Brunaveginum, vegur sem Vatnsleysumenn hafa gert upp um Brunann, er varða, Seltóarvarða og þar rétt hjá er tófugren, Seltóargren og er þá komið að veginum. Upp á Brunanum austur af Tó tvö er hraunhóll mikill, Snókhóll. Bruninn vestan Seltóar nefnist Seltóarhraun.“
TóftEkki var gengið upp í gegnum Tóurnar að þessu sinni. Jónas Þórðarson segir eftirfarandi í lýsingu sinni um Vatnsleysu: „Austurmörk Vatnsleysulands hefjast á dálitlu klapparnefi nokkrum metrum austan við smávík, sem Fagravík heitir. Til skamms tíma var þarna merkjagirðing Hvassahrauns og Vatnsleysu, og náði hún fram í sjó. Mörkin liggja næst um allháan hraunhól í hraunjaðrinum rétt ofan við þjóðveginn, og nefnist hann Afstapi. Á honum er lítil, grasi gróin þúfa, Afstapaþúfa. Hraunið frá sjó og óvíst hvað langt upp eftir er kallað Afstapahraun. Rétta nafnið er að öllum líkindum Arnarstapi, Arnarstapaþúfa og Arnarstapahraun. Næsta kennileiti er um fell eitt allstórt, sem er rúmlega miðja vegu að endamörkum. Heitir það Snókafell. Hraunið þar við er kallað Snókafellshraun. Þaðan liggur svo línan um fell efst við hraunjaðarinn, sem heitir Lambafell, svo úr Lambafelli að Krýsuvíkurlandi.“
MosaÞegar gengið var um Kúagerði komu í ljós tóftir á tveimur stöðum auk gerðis vestast á Bökkunum. Uppi í hraunbrúninni mátti sjá að núverandi Afstapavarða hefur verið hlaðin ekki fyrir svo langa löngu, væntanlega þó á Afstapaþúfu. Gamall stígur hefur legið upp á hraunið við tóft eina vestur undir hraunbrúninni í Kúagerði. Stígurinn er nú þakinn mosa, en auðvelt er að fylgja honum upp á hraunið og áleiðis yfir það, uns komið er að raski, sem þar er.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun og Vatnsleysu.

Kúagerði

Kúagerði.

Leiðarendi

Hellaferð í Leiðarenda er spennandi ferð fyrir ævintýraþyrsta hópa. Hentar vel eftir vinnu eða sem hluti af lengri ferð. Hellirinn er aðeins í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Skilti í LeiðarendaEinn slíkur, samsettur af fólki á öllum aldri, fór í Leiðarenda nú eitt síðdegið. Í ljós kom að Árni Stefánsson er kominn langt með að ganga þannig frá varnargirðingum og merkingum að draga megi úr líkum á að dropsteinum og öðrum listaverkum náttúrunnar verði raskað af gáleysi. Hins vegar er hægt að skemma alla hluti, ef vilji er til slíks. Hafa ber þó í huga að dropsteinar í hellum njóta verndunarákvæða skv. gildandi reglum um friðlýsingu dropsteina.
Hraunbreiður Íslands geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellum er að finna einstakar jarðmyndanir, s.s. dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Allt þetta hefur Leiðarendi í Tvíbollahrauni upp á að bjóða. Í nýju Hellahandbók Björns Hróarssonar segir að hellirinn sé um 180 metra frá Bláfjallavegi, í Stórabollahrauni. Tvíbollahraunið er ofan á því. Alls er hellirinn er um 900 m langur, greiðfær og aðgengilegur.
Stórabollahraun er u.þ.b. 2000 ára gamalt og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Brýnt var því sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema myndir.
Áður en Árni hóf störf sín í hellinum fór hann þangað með stjórn Reykjanesfólkvangs. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. langir dropsteinar.
Árni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hafði hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Í þær framkvæmdir réðist hann svo í s.l. vetur og vor.

Verndargirðing í Leiðarenda

Árni hefur komið fyrir skiltum og gert ýmsar varnaraðgerðir inni í hellinum og sett upp eftirmyndir tveggja stórra dropasteina, sem nú eru horfnir, á þeim stöðum þar sem þeir voru. Á annarri eftirmyndinni af hinum stóru dropsteinum, sem fjarlægðir hafa verið úr hellinum, stendur þetta: „Brotinn 02.04.-23.06.2007“.
Þá hefur Árni límt upp þá dropsteina, sem brotnir hafa verið, en brotin skilin eftir á staðnum. Upplýst skal hér að dropsteinar eru einungis fallegir þar sem þeir eru fæddir á eða undir hellisþakinu. Um leið og búið er að bera þá út úr hellinum breytist mikilfengleiki þeirra í eftirsjá. Skyldu framangreindir dropsteinar t.d. nú vera notaðir einhvers staðar sem stofustáss? Áreiðanlega ekki. Líklega hefur gerandanum þegar hefndst fyrir því skv. þjóðsögunni hvílir bölvun á hverjum þeim er raskar minjum, þ.m.t. náttúruminjum, auk þess sem líkt er refsivert skv. lögum mannanna.
Hafa ber í huga að vitleysingjar hafa alltaf verið til og þeir munu verða til. Spurningin er hvort girðingar munu duga til að hindra skemmdarfíkn þeirra? Langflestir hellagestir ganga þó vel um og þannig á það líka að vera!
Til dropsteinamyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar sem hanga niður úr hellisþökum og standa upp úr gólfum. Með auglýsingu nr. 120/1974 voru dropsteinar í öllum hellum landsins friðlýstir. Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir.
Auglýsingin um friðlýsingu dropsteina hljóðar svo: „Samkvæmt heimild í 23. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið, fyrir sitt leyti, að lýsa dropsteina í hellum landsins náttúruvætti.  Tekur friðlýsing þessi til allra hella landsins.
Til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja.

Hraunrós girt af

Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.  Felld eru úr gildi eldri ákvæði um vernd dropsteina.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni og birtist hún hér með skírskotun til 32. og 33. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, og tekur friðlýsingin gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Í menntamálaráðuneytinu, 3. apríl 1974.“
Í bæklingi, sem Slysavarnarfélagsið Landsbjörg gaf út í samvinnu við Hellarannsóknarfélagið, HELLASKOÐUN – FORVARNIR OG UPPLÝSINGAR, segir m.a. um umgengni um hellana o.fl.:
Hellaskoðun – Að skoða hella er áhugaverður kostur fyrir útivistarfólk og gefur alveg nýja sýn á íslenska náttúru. Til að fá sem mest út úr hellaskoðun þarf að Lagfærður dropsteinn í Leiðarendaundirbúa ferðirnar vel, vera með réttan búnað og rétt hugarfar. Ef undirbúningurinn er ekki góður þarf ekki mikið til þess að eitthvað fari úrskeiðis og ekki auðveldar það aðstæðurnar ef maður er fastur ofan í helli.
Ferðaáætlun – Hellar eru oftar en ekki í afskekktum hraunum þar sem fáir eru á ferli og fáir þekkja til. Ef eitthvað kemur upp á þarf að vera hægt að finna viðkomandi og spilar ferðaáætlunin þar stórt hlutverk. Hana þarf alltaf að skilja eftir hjá nánustu aðstandendum.
Búnaður – Mjög mikilvægt er að hafa með sér réttan búnað þegar skoða á hella en hann getur tryggt að við komum heil heim. Þegar farið er ofan í helli er góð regla að skilja eitthvað með áberandi lit eftir uppi á yfirborðinu. Það getur flýtt verulega fyrir ef leita þarf að fólki. Ef um óþekktan helli er að ræða er þetta enn mikilvægara.
Hjálmur – Mikilvægt er að hafa hjálm við hellaskoðun. Í hellum er svo til engin veðrun og grjótið getur verið oddhvasst.
Skór – Góðir gönguskór eru mikilvægir. Yfirleitt er ferðin að hellinum yfir ójafnt hraun og ofan í hellum er oft stórgrýti sem klöngrast þarf yfir. Stífir gönguskór sem styðja vel við ökkla koma í veg fyrir óþarfa slys.
Ljós – Í hellum er algert myrkur. Eina ljósið sem þangað kemur er það sem gestir hafa með sér. Ekki þarf mikið til að pera í vasaljósi skemmist og svo er alltaf hætta á að rafhlöður tæmist. Hver hellafari ætti því að hafa minnst tvö ljós, auka rafhlöður og perur. Mjög gott er að hafa ljós á hjálminum til að hafa hendur frjálsar til að geta stutt sig við gólf eða veggi við erfiðar aðstæður. Kerti og kyndlar eru ekki æskilegir ljósgjafar í hellum, auk þess sem þeim fylgir óþrifnaður.
Fatnaður – Hitastig í hellum er í flestum tilvikum 1-4°C, sama hvaða árstími er. Þótt úti sé sólríkur sumardagur þarf að gera ráð fyrir köldu og röku loftslagi hellisins. Ofan í hellum er síðan oft aur, bleyta og hvasst grjót og jafnvel þótt ekkert hafi rignt undanfarna daga getur dropað mikið úr loftinu þannig að auðvelt er að blotna í gegn. Hlífðarfatnaður getur því verið mjög gagnlegur.
Lambið í Leiðarenda verndaðHanskar – Gott er að hafa góða hanska til að verja hendur fyrir hvössu grjóti.
Fjarskipti – Ekkert fjarskiptasamband er í hellum. Mikilvægt er að hafa það í huga þar sem ekki er hægt að treysta á neinn nema góðan ferðafélaga ef eitthvað kemur upp á.
Hættur – Hellar geta verið mjög hættulegir yfirferðar ef ekki er farið gætilega og rétt að hlutunum.
Ís í hellum – Á veturna og vorin geta hellar verið algjörlega ófærir vegna íss. Þetta á sérstaklega við um þá hella þar sem mikið vatn dropar úr lofti.
Grjóthrun – Hrun í hellum á meðan á heimsókn stendur er sjaldgæft. Það hrun sem fólk sér í hellum er yfirleitt frá því að hellirinn myndaðist og hraunið var að kólna. Jarðskjálftar eiga einhvern þátt í hruni en það er einnig sjaldgæft. Líklegast er að hrun geti verið við hellismunna eða rétt fyrir innan hann þar sem áhrifa frosts og þíðu gætir helst.
Laust grjót – Þegar farið er um hella er oft lauslegt grjót sem hangir í lofti eða í og við veggi. Þetta grjót ætti að láta alveg í friði. Ef hreyft er mikið við grjóti, sérstaklega í lofti, er auðvelt að koma af stað hruni.
Eftirmynd dropsteins, sem fjarlægður varUmgengni – Að heimsækja hella krefst bæði aga og virðingar fyrir náttúrunni. Mörg dæmi eru um að fallegir hellar hafi verið skemmdir í gegnum tíðina en þar hefur rangt hugarfar oftast stjórnað gjörðum fólks.
Viðkvæmar hraunmyndanir – Dropsteina er að finna í mörgum íslenskum hellum. Þeir standa á gólfi og syllum og geta verið í öllum stærðum og gerðum. Dropsteinar eru viðkvæmir og geta auðveldlega brotnað séu þeir snertir og ber því að forðast það. Brotna dropsteina má alls ekki fjarlægja úr hellum. Hraunstrá er einnig hægt að finna
í mörgum hellum. Þau hanga niður úr loftinu, eru hol að innan og þola alls ekki snertingu. Ýmsar aðrar viðkvæmar myndanir er líka að finna í hellum. Oft myndast bekkir þar sem hraun hefur runnið lengi. Þeir eru oft þunnir og það má alls ekki setjast eða stíga á þá. Þunnur glerungur myndast stundum á gólfum og molnar auðveldlega undan skóm. Reynið að ganga til hliðar við þess konar svæði.
Rusl – Því miður hefur safnast mikið rusl í marga þekktari hella landsins í gegnum tíðina. Takið allt rusl með ykkur út úr hellinum sem þið eruð að skoða og ef þið sjáið rusl eftir aðra, vinsamlegast takið það líka með.
Kerti og kyndlar – Kerti og kyndlar eiga ekkert erindi inn í hella. Kertin skilja eftir mikinn sóðaskap þegar vax slettist niður og kyndlar geta bæði skemmt hella og verið hættulegir fólki. Þegar kyndlar brenna kemur af þeim bæði reykur og sót. Sótið sest á myndanir hellisins og reykurinn getur verið fólki hættulegur, sérstaklega innarlega í hellum þar sem loftstreymi er lítið.“
Á skiltum inni í Leiðarenda má m.a. lesa eftirfarandi: 1. Hellirinn myndaðist við eldgos fyrir um 2000 árum. Minjar hellisins hafa gildi fornminja. 2. Gefið ykkur tíma til að aðlagast myrkrinu. 3. Notið góð ljós, helst höfuðljós. 4. Flýtið ykkur hægt, sýnið aðgát. 5. Horfið og njótið. 6 Ekki snerta og ekki taka myndanir, hvorki brotnar eða óbrotnar. 7. Leyfið beinum lambsins að hvíla í friði. 8. Ekki snerta slím á veggjum í efri enda hellisins. 9. Ekki snerta loft þar sem hrunið hefur úr. Lifið heil.
Stjórn Reykjanesfólkvangs og Hafnarfjarðarbær styrktu framkvæmdina.
Þegar út var komið hafði unga fólkið lært a.m.k. eitt; hvorki má snerta né fjarlægja hellamyndanir. Það er margt hægt að kenna litlu fólki á skömmum tíma.
Frábært veður (skiptir reyndar ekki máli þegar inn er komið). Ferðin tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-www.ust.is

Innst í Leiðarenda