Óttarsstaðasel

Í Náttúrufræðingnum árið 1998 má lesa eftirfarandi um Hraunin utan við Hafnarfjörð:
“Hraun kallast landsvæðið vestan og sunnan Straumsvíkur, en víkin hefur myndast milli Lambhagatanga að austan og Hrauna að thorbjarnarstadir-922vestan. Frá alda öðli voru Hraun í Álftaneshreppi en töldust hluti Garðahrepps, líkt og Hafnarfjörður, þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 töldust Hraunin enn tilheyra Garðahreppi. Árið 1967 féllu Hraunin Hafnfirðingum í skaut, þegar bæjaryfirvöld gerðu makaskiptasamning við Garðahrepp.
Á fyrstu árum 20. aldarinnar var nokkuð þéttbýlt í Hraunum; búið var á tólf bæjum og þurrabúðum við þröngan kost því jarðirnar eru kostarýrar. Stutt var á fengsæl mið og hefur sjórinn gefið viðlíka í aðra hönd og búskapurinn. Það svæði Hrauna sem tilheyrir Hafnarfirði markast af ströndinni að norðan, Straumsvík og hraunjaðri Kapelluhrauns (Nýjahrauns) að austan og Undirhlíðum og Sveifluhálsi að sunnan. Vesturmörkin eru hreppamörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps frá Hraunsnesi suður að Markhelluhól. Landfræðilega ná Hraunin hinsvegar vestur að Afstapahrauni.
Búseta í Hraunum lagðist smám saman af eftir því sem á öldina leið. Síðustu áratugi hafa áhugabændur haft fjárhús í landi Lónakots og Óttarsstaða og þar er nokkur sumarhúsabyggð, auk þess sem Straumi hefur verið breytt úr býli í listamiðstöð á vegum menningarmálanefndar Hafnarfjarðar.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg 1997-1998, 3.-4. árg., bls. 163.

Straumur

Straumur.