Jóhannesarvarða

Jóhannesarvarða er vestur undir Holtsgjá í Vogaholti, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels.

Jóhannesarvarða

Jóhannesarvarða.

Þegar Sesselja Guðmundsdóttir ritaði bók sína „Örnefni og Gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (1995) getur hún um Jóhannesarvörðu eða Jónasarvörðu. Erfitt sé að hendar reiður á hvort nafnið er réttara. Sagnir hermi að þarna hafi orðið úti maður, en engin nánari deili virtust finnast á þeim sögum.
„Svo var ég svo heppin þegar ég var að skoða ættfræði Krýsuvíkur-Gvendar hér um árið í Þjóðskjalasafni að ég rakst á kirkjubókarheimild um greftrunina. Man bara hvað ég varð frá mér numin þegar ég fann, óvænt, skrif um lát og greftrun þessa manns. Því varðan hafði kallað fram spurningar. En og aftur kom í ljós að sögusagnir fara nærri sannleikanum þrátt fyrir aldir!“

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG (1995).

Jóhannesarvarða

Jóhannesarvarða.

Vatnsendahæð

Í dagbók lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu (lögreglunnar í Hafnarfirði) er þann 16. júlí 1944 skráð eftirfarandi: „Kl. 01:20 var tilkynnt um að mikill eldur sæist nálægt Vífilsstaðavegi, er liggur frá Reykjanesbraut. Lögregluþj. nr. 90 fór, ásamt U.S.A. lögreglu á staðinn. Hafði herflugvél hrapað þarna, og kviknað í henni. Hún brann alveg upp.“
SlysstaðurinnÍ skýrslu ameríska hersins (Record of Events) frá þessum degi árið 1944 má sjá eftirfarandi bókun: „At 0202 hours an RAF „Hudson“ aircraft crashed and burned about fine miles Southeast of Reykjavik airport. The crew of five were all killded.“
Þegar leitað var eftir fólki, sem kynni að muna eftir atvikinu fyrir 65 árum (skrifað 2009) var úr vöndu að ráða því það fólk væri nú a.m.k. á níræðisaldri. Reynt var að staðsetja vettvanginn m.v. framangreind viðmið. Af loftmyndum að dæma virtist staðsetningin vera á eða við Vatnsendahæð.
Á vettvangiLeitað var til fólks frá Vatnsendabænum, en allt kom fyrir ekki – þangað til FERLIR hitti fyrir fyrrum vinnumann á bænum. Aðspurður um hvort hann þekkti vel til staðhátta á svæðinu sagðist hann gjöra það öðrum fremur því hann hefði smalað svæðið meira og minna frá árinu 1973. Vildi hann jafnframt geta þess að svonefnd Vatnsendahæð væri ekki sú þar sem fjarskiptamöstrin hefðu verið heldur héti það Vatnsendahvarf þrátt fyrir það sem stæði jafnan á landakortum. Vatnsendahæðin væri í suður frá bænum, en Vatnsendahvarf í vestri. Þá hefði suðurhluti Elliðavatns ekki heitið það framan af heldur Vatnsendavatn – og hana nú.
SkotfæriHér var greinilega kominn maðurinn, sem leitað var að. Aðspurður um hvort hann hefði séð brak úr flugvél á svæðinu sagðist hann vissulega hafa gert það. Á fyrstu árum sínum að Vatnsenda hefði hann stundum farið út í Vatnsendahæð til að leita að braki og skotfærum úr flugvélinni. Eftir rigningar hefði glampað á brakið svo auðveldara var að leita á svæðinu. Brakið hefði verið mjög dreift um afmarkaðan stað í hlíðinni. Þar hefðu fyrrum verið berir melar, en nú væru þar gróningar með lúpínu á milllum. Sjálfur hefði hann hirt nokkur skothylki af tveimur stærðum. Eitt hefði verið ósprungið með öllu, 29 árum eftir óhappið, en önnur báru þess greinileg merki að hafa brunnið. Þau voru án kúlu.
Viðkomandi bauðst til að fylga FERLIR á vettvang. Þegar þangað var komið gekk hann öruggum skrefum upp á mela í hlíð Vatnsendahæðar, staðnæmdist, benti og sagði: „Hér var þetta, gæti verið spölkorn ofar, en brakið var dreift hér um svæðið“.
Þegar svæðið var leitað sáust engin ummerki eftir slysið, enda 36 ár liðin frá því að viðkomandi var á svæðinu, auk þess sem bæði mold var í undirlagi og sáð hafði verið á yfirborðið, bæði lúpínu og öðrum yfiborðsþekjandi gróðri.
Hnit voru tekin á staðinn með það fyrir augum að leita svæðið betur síðar. Hlutaðeigandi fylgdi FERLIR heim á leið, náði í fyrrgreind skothylki og bauðst til að lána þau til frekari skoðunar. Á minna hylkinu, 8,5 cm langt, mátti á botni sjá bókstafina „L“ og „C“ og tölustafina „42“. Skothylkið var óskemmt. Á stærra skothylkinu, 13,0 cm langt, mátti á botni sjá bóktafina „L“ og „C“ og tölustafinn „4“.
SkotfærinÞar með virtist hafa tekist að staðsetja enn eitt flugvélaflakið (slysstaðinn) á Reykjanesskaga frá stríðsárunum. Enn er þó eftir að staðsetja tvö, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á „hraunssléttu SA Helgafells“ 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða Douglas sama ár. Líklega er þó um eitt og sama atvikið að ræða. Sævar sagðist muna eftir vélbyssum um þessu slysi. Þær væru í höndum tiltekins aðila, sem auðvelt væri að nálgast. Það gat hins vegar stangast á við flugvélartegundina.
Þegar FERLIR leitaði til Eggerts Norðahls og bar þetta undir hann stóð ekki á svari: „Vélin sem fór niður á austanverði Vatnsendahæð var bandarísk orrustuvél, Curtis P-40C Warhawk 30. júní 1943 (fann staðinn sjálfur löngu áður en byggt var á svæðinu og þar var enn smá brak þá) en ekki Hudson 16. júlí 1944. Hann fór niður þar sem er Maríulaut, nú er þar Klaustrið í Garðabæ.“
P-40Skv. upplýsingum Eggerts Norðdahls mun P-40C flugvélin í Vatnsendahæð að öllum líkindum hafa komið niður talsvert sunnar og vestar, í kartöflugarð, sem þar var. Hann hafi talað við eiganda kartöflugarðsins og skoðað vettvang árið 1977, en ekkert fleira hefði komið í ljós við það.
Þegar skothylkin voru borin undir hann var svarið: „Ef þessi skothylki eru .303 og .50 Cal þá var P-40C Warhawk með 2 x 2 byssur af þessum stærðum. Hudson var einungis með 4 x .303 (7,62 mm) byssur, hafði því ekki .50 cal eins og mér sýnist stærri gerðin vera.“
Hér var sem sagt um ameríska orrustuvél að ræða afgerðinni Warhawk 40C. Í skýrslu ameríska hersins (Record of Events) segir um atvikið 30. júní 1943: „A P-40, flown by Major Theodore J. Lemke, 33d Fighter Sq. crashed athet north end of Vatnsendi Ridge at 1122 hours. The plane, out of control in a flat spin, crashed from approximately 6000 feet and was competely destryed. Major Lemke was killed instantly“.
WarhawkÞá var ætlunin að skyggnast eftir flugvél, sem hrapað hafði átt í hraunið suðaustur af Hafnarfirði, sbr. „11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðvestur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.“ Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili. Sú vél átti að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Eggert Norðahl.
-Sævar Jóhannsson.
-HH.
-Lögregluskýrslur lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
-Dagbókafærslur ameríska hersins hér á landi 1944 og 1945.

Vatnsendi

Svæðið.

Húshólmi

Haldið var sem leið lá í gegnum Grindavík með stefnu á Húshólma í Ögmundarhrauni. Staðurinn er einstakur í sinni röð; fornar tóftir, garðar, borg, grafreitur og fleira frá upphafi Íslandsbyggðar. Upplifunin við að heimsækja

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Húshólma er slík að sérhver, sem það gerir, gleymir henni ekki svo glatt. Þarna er t.d. forn skáli, sem Ögmundarhraun umlukti um 1151, tveir aðrir skálar, sem hraunið hlífði að öllu leyti og að hluta, tóft kirkju að talið er, mikil garðlög og hringlaga gerði á svonefndri Kirkjuflöt.
Með í för voru m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, og hinn fornfálegi og jafnframt frábæri söngvari Rúnar Júlíusson, auk Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Sigríður, sem Matti Matt kallaði á sínum tíma „hina landlausu“ í byrjun stjórnmálaferils hennar á Reykjanesi, gerði sig vel heimankomna á Skaganum og ljóst er að hún er komin til vera. Rúnar söng nokkur lög eftir hann, bæði gömul og glæný af nýjum geisladisk, sem hann var að gefa út, sextugur maðurinn.
Þá hélt bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, tölu þar sem hann minnti þátttakendur á eignarhald Húshólmans, möguleika Reykjanessvæðisins og áhuga þeirra á nýtingu þess til framtíðar.
Fram hafði komið í forystugrein Fréttablaðsins þennan dag að sá stórkostlegi árangur hafði náðst að loka allt sauðfé á fæti inni í afmörkuðu beitarhólfi og stóra skrefið framundan væri að nýta það sem eftir væri til útivistar og ferðamennsku, en ljóst væri að það gæfi stórkostlega möguleika í þeim efnum af mörgum ástæðum.
Gengið var eftir Húshólmastíg inn í hólmann, staðnæmst við austasta garðinn, sem hlaðinn er að mestu úr torfi. Þó má sjá á kafla neðstu steinröðina er notuð var til að leggja línu garðsins.
Vestast rann hraunið að garðinum og haffærði hann. Næsti garður er skammt suðvestar; einnig torfgarður. Þar má sjá hvernig hraunið

Húshólmi

Boðið upp á veitingar – kaffi og kleinur.

hefur brennt hluta garðsins og skilið eftir far eftir hann. Vestan við Húshólmann sjálfan eru fyrrnefndar tóftir. Vel má ímynda sér hvernig umhorfs hefur verið þarna áður en hraunið rann. Falleg vík, væntanlega hin forna Krýsuvík, hefur legið þarna inn í landið, langleiðina upp á hinum gömlu sjávarhömrum suðaustan í Núpshlíðarhálsi. Byggðin, sem minjarnar eru frá, hefur staðið ofan við víkina, sennilega nokkuð ofarlega. Hraunið hefur runnið yfir talsverðan hluta byggðarinnar, en þyrmt því sem eftir stendur. Nú standa þær eftir sem áþreifanleg ábending um skoðun. Þær tala til þess er þarna stendur og biðja um að lesin verði úr þeim þau skilaboð sem þær fela í sér. Minjarnar vilja segja sögu þeirra tíma, upplýsa um til hvers þær voru notaðar og hugsanlega hvaða fólk bjó þar og hrærðist. Hraunið hefði ekki hlíft þessum minjum til einskis.

Minjarnar í Óbrennishólma þarna skammt vestar geta sagt sömu sögu, eða a.m.k. styrkt þá sögu sem Húshólminn hefur að segja.
Í hvert sinn sem komið er í Húshólma ber alltaf „nýtt“ fyrir augu. Að þessu sinni opinberaðist enn einn garðurinn, sem gaumgæfa þarf. Það kostar a.m.k. þá fyrirhöfn að breyta þarf fyrra uppkasti af svæðinu og gera nýtt.

Húshólmi

Ferðanefndin með ráðherra.

Þegar flogið var yfir Húshólmasvæðið fyrir skömmu mátti vel sjá hvernig garðarnir hafa legið. Flugið gaf ágætt yfirlit af svæðinu. Nú er verið að vinna úr þeim gögnum.
Þjófur hefur verið á ferli í Húshólma. FERLIR skildi þar fyrir stuttu eftir netta stunguskóflu undir barði, en nú er hún horfin. Líklega hefur sá, sem hana tók, ekki áttað sig á því að skóflan var þarna og átti að nýtast öðrum en honum.
Hvað um það – skoðun Húshólmans heldur áfram og án efa eiga eftir, við nánari leit, að koma í ljós enn fleiri minjar, sem vert verður að rannsaka – síðar meir.
Þegar staðnæmst var í hólmanum mátti, ef vel var að gáð, sjá Tanga-Tómas spranga um á hraunás vestan hans, í átt að Selatöngum.
Í hraunskjóli suðaustast í Húshólma var gengið fram á dúklagt borð. Á borðinu var rjúkandi kaffi og nýbakað meðlæti að þjóðlegum sið.
Í bakaleiðinni var komið við í Saltfisksetri Íslands í Grindavík þar sem var tekið á móti þátttakendum. Loks flutti Albert tölu um þróun og árangur Hitaveitunnar, en enn er ekki séð fyrir endann á þeim möguleikum, sem þar bjóðast.
Ferðin var farin á vegum MSS.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

 

Krýsuvík

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum.
Vinnuskóladrengir við störfKrýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups.
Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.
Gönguferð við SeltúnÁrið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnu-skólans í Krýsuvík.
Sumarið 1953 var tekin upp sú nýbreytni, að Hafnarfjarðarbær kom á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Milli 40 og 50 drengir dvöldust að öllu leyti í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Þeir héldu til í íbúðarhúsum Krýsuvíkurbúsins. Þessi Unnið við gerð sundlaugar á Bleikhólssandistarfsemi naut mikilla vinsælda meða almennings í Hafnarfirði, enda bætti hún úr brýnni þörf. Færri drengir komust að en vildu. Þeir lærðu ýmiss hagnýt vinnubrögð, voru undir góðum aga og var kennt að meta gildi vinnunnar. Meðal verkefna, sem drengirnir unnu á fyrstu árin, má nefna lagfæringu og snyrtingu á lóð íbúðarhúsanna, vinnu í gróðurhúsunum, ræktun kartaflna, aðstoð við ræktunarframkvæmdir og  heyskap, viðgerðrir á girðingum og margt fleira. Auk vinnunnar stunduðu þeir íþróttir og leiki og fóru í gönguferðir.
Fyrstu forstöðumenn vinnuskólans voru kennarnir Eyjólfur Guðmunundsson og Snorri Jónsson. Á árunum eftir 1960 voru drengirnir í vinnuskólanum í Krýsuvík á aldrinum 8-12 ára. Var þá lögð sérstök áhersla á leiki, og var drengjunum t.d. veitt sérstök tilsögn í knattspyrnu. Nutu þá fleiri drengir dvalar en áður, því starfað var í tveimur flokkum, og dvaldi hvor flokkur fimm vikur í Krýsuvík. rúmlega 50 drengir voru í hvorum flokki. Þeir unnu venjulega fimm til sex stundir á dag, og var vinnan sem áður fyrst og fremst í þágu búsins og gróðrarstöðvarinnar í Krýsuvík. Sumrin 1959 og 1960 unnu drengirnir í unglingavinnunni í Krýsuvík að skógrækt í skógræktargirðingunni í Undirhlíðum og settu þar niður samtals Gönguferð við Arnarvatn50.000 trjáplöntur. Þessi skógræktarstörf voru unnin í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Unglingavinnan var síðast í Krýsuvík sumarið 1964. Umsjón með starfseminni þar seinni árin höfu kennarnir Haukur Helgason og Helgi Jónasson.
Krýsuvíkursamtökin fengu síðar afnot af starfsmannahúsinu er hýst hafði vinnuskóladrengina. Og enn liðu áin, bústjórahúsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknar-lögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.
Þegar vinnuskólinn var í Krýsuvík dvöldust drengirnir 40-50 í fimm herbergjum á fyrstu hæðinni, 8-12 saman í herbergi og undu hag sínum vel. Þá voru engin þrengsli, en ef aðstaðan er skoðuð í dag má telja ótrúlegt að hægt hafi verið að Indíáninn í Kleifarvatnikoma svo mörgum drengjum fyrir í þessum herbergjum. Tvílyftar kojur voru með veggjum, en öðrum húsgögnum var ekki til að dreifa.
Jafnan var upphafið það að mætt var á planið við Lækjarskólann. Þar komu drengirnir með föt sín fyrir dvölina, stígvéli, regngalla og önnur þarfaþing í pappakössum, í besta falli snjáðum ferðatöskum. Eftir að rútan lagði af stað var þögn fyrst um sinn því söknuðurinn var mikill, a.m.k. þegar farið var fyrsta sinni. Margir báru síðar gæfu til þess að fá að fara aftur og aftur í Krýsuvíkina og það jafnvel í bæði hollin. Þegar komið var upp fyrir Vatnsskarðið var tekið til við söng og á móts við Indíánann ráku allir upp öskur að hætti hússins. Þá var ekki aftur snúið. Við tók annar heimur. Kapphlaupið um að komast í tiltekið herbergi og jafnvel tiltekna koju hófst um leið og rútan stöðvaðist á planinu vestan við starfsmannahúsið. Að því búnu var hafist handa við að koma farangrinum fyrir og búa um rúmin. Héðan í frá þurfi hver og einn að sjá um sig, þvo af sér, þrífa, skúra o.s.frv.
Vinnudagurinn hófst með morgunkaffi. Síðan var yfirleitt unnið í flokkum hálfan daginn. Einn varð verkstjóri er hélt öðrum að vinnu og skráði hjá sér verðskulduð laun hvers og eins, allt eftir dugnaði og ástundun. Um var að ræða afkastahvetjandi launakerfi. Eftir hádegisverð var farið í langar Unnið í gróðurhúsinugönguferðir um fjöll og fyrnindi, skipulega leiki eða íþrótta-keppni haldin. Auk þess var alltaf einhver tími til stíflugerðar eða kofabygginga. Um helgar var t. a.m. gengið upp að Arnarvatni, yfir að Víti í Kálfadölum, niður að Heiðnabergi eða farið að veiða í Kleifarvatni. Leikir fólust í að rata eftir vísbendingum, ná herfangi, leysa þrautir eða bara slást þar sem líf hvers og eins hékk á einni teygju um arminn. Knattspyrnukeppnir milli herbergja voru teknar mjög alvarlega, en yfirleitt fóru drengir úr fjórðaherbergi með sigur af hólmi á þeim vettvangi.
Á kvöldin, fyrir kvöldkaffið, voru kvöldvökur eða kvikmyndasýningar á ganginum á fyrstu hæðinni. Síðasti móhíkaninn varð ógleymanlegur. Fyrir svefninn var farið með Faðirvorið. Allir áttu auðvelt með svefn eftir erfiðan dag.
Starfsfólk vinnuskólans var í einu orði sagt frábært. Það hafði utanumhald um hlutina, hélt uppi hæfilegum aga en veitti jafnfram nægan stuðning ef á þurftu að halda. Það var leiðbeinandi og gerði kröfur, en það verðlaunaði alla þá er áttu það skilið með eftirminnilegum hætti. Þannig eiga flestir þátttakendur vinnuskólans enn a.m.k. einn handunnið viðurkenningaskjal, sem þeir fengu fyrir hvaðanæva það er þeir gerðu vel – í lok hvers tímabils.
Söknuðurinn þegar haldið var til baka áleiðis til Hafnarfjarðar eftir sumardvölina var ekki minni en þegar farið var af stað úr bænum í upphafi dvalarinnar.

Heimild m.a.:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar – Krýsuvík.
-Saga Hafnarfjarðar.
-Myndir tók Haukur Helgason.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn.

Árbær

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur 2017 er fjallað um „Borgarhluta 7 – Árbæ„. Þar segir m.a.:

Staðhættir og örnefni

Árbær
Svæðið sem hér er til umfjöllunar einkennist af holtum og ásum, árhólmum og ísaldaráreyrum. Á milli Árbæjar- og Breiðholts er Elliðaárdalur og um hann falla Elliðaárnar. Þær eiga upptök sín í Elliðavatni og falla til sjávar í Elliðaárvogi, en þessi örnefni eru dregin af nafni skips Ketilbjörns gamla landnámsmanns, sem kallað var Elliði samkvæmt Landnámabók.

Árbær
Vestast á svæðinu og sunnan við Ártún renna austur- og vesturkvíslir Elliðaánna og á milli þeirra eru Árhólmar, en áður fyrr hlupu árnar um hólmana í mörgum farvegum. Yfir Árhólmana lá gamla þjóðleiðin á milli Bústaða og Ártúns um Árúnsvað. Sunnar við árnar eru Blesugróf og Blesaþúfa. Austan við Elliðaárnar er bæjarstæði Ártúns á háum hól og þar norðan og austan við er Ártúnsbrekka og Ártúnsholt sem áður hét Árbæjarholt. Ártúnsbrekkan hefur lengi verið vinsæl skíðabrekka. Frá Ártúni lá gamla leiðin um Reiðskarð að Árbæ. Frá Árbæ lá leiðin síðan til austurs þar sem í dag er Rofabær. Þar voru Breiðumóar. Norðan við Bæjarháls voru Stekkjarmóar og Stekkjarurð. Sunnar voru Eggjar ytri, Eggjar innri og Pálsbyrgi, sem talið er að hafi verið býli einsetumanns.
Árbær
Milli Elliðaárkvíslanna, austan Árbæjarstíflu og að Þrengslum, er Blásteinshólmi. Talið er að nafnið sé dregið af dökkum steini í hólmanum, en önnur skýring er að hann hafi upphaflega heitið Blasíushólmi og sé þá kenndur við dýrling kirkjunnar (bænhússins) í Breiðholti sem var helgað heilögum Blasíusi. Við siðaskiptin hefur nafninu síðan verði breytt.

Árbæjarsel

Árbæjarsel í vestanverðum Selási, eitt af tveimur. Hitt var í Nónhæð ofan við Gröf.

Austar er Selás og þar suðaustan við er Sauðadalur. Talið er að sel hafi verið þar fyrr á tímum, en engar heimildir eru um það og engar seljarústir þekktar. Selið hefur þó líklega tilheyrt Árbæ. Sunnan við Sauðadal er lítill ás sem heitir Sauðaskyggnir. Syðst í Selásnum er Brekknaás.

Árbær
Efsti hluti Elliðaánna rann áður fram í tveimur farvegum að Þrengslum. Þeir voru annars vegar Bugða, sem rann að austan með Norðlingaholti, Brekknaási og Selási að Þrengslunum, og hins vegar Dimma, sem rann úr Elliðavatni að vestan. Á milli þessara áa var stór hólmi, Árbæjarhólmi, en syðst var hann nefndur Vatnsendahólmi. Við byggingu eldri Elliðavatnsstíflu á árunum 1924-1928 stækkað Elliðavatnið um tvo þriðju hluta og Elliðavatnsengjar og farvegur Bugðu fóru undir vatn. Því vatni sem eftir rann fram um eystri flóðgáttina um gamla farveg Bugðu var þá veitt í Dimmu um Skyggnislæk og Árbæjarhólmi varð þá ekki hólmi lengur. Það svæði kallast nú Víðivellir. Þar eru reiðvellir hestamannafélagsins Fáks og Víðidalur, þar sem austasta hesthúsahverfið er undir Brekknaási.
Árbær
Breiðholtsbraut liggur síðan eftir Markargrófinni en þar var áður fjölfarin gömul leið. Austan Breiðholtsbrautar eru síðan Klapparholtsmóar og Klapparholt en þar er í dag hverfið Norðlingaholt. Norðlingaholtið sjálft er mun sunnar eða þar sem Bugða rennur í dag í Elliðavatn. Baldurshagi var nálægt því þar sem bensínstöð Olís (Norðlingabraut 7) er nú.

Landsvæðið sem núverandi borgarland Reykjavíkur nær yfir skiptist á öldum áður upp í jarðir lögbýla og svæðið sem hér er til umfjöllunar, borgarhluti 7, tilheyrði að mestu fjórum jörðum, Bústöðum, Ártúni, Árbæ og Gröf, en lítill hluti Breiðholti. Allt voru þetta frekar smáar jarðir, nema Gröf. Jarðirnar voru lagðar til Viðeyjarklaustur en það var stofnað árið 1226. Klaustrið hafði mikil stjórnsýsluleg völd á þeim tíma. Við siðaskiptin 1550 urðu allar eignir klaustursins eignir Danakonungs. Konungur seldi síðan jarðirnar árið 1838 og komust þær þá í einkaeigu.

Bústaðir
Bústaðir
Vestasti hluti svæðisins tilheyrði að mestu jörðinni Bústöðum. Bústaðir hafa snemma verið byggðir. Jarðarinnar getur fyrst í Þorláks sögu, þar sem greint frá jarteinum sem áttu sér stað á bænum árið 1325 og tengdust kirkjunni í Breiðholti. Jón Bergþórsson var eigandi Bústaða árið 1535 en það ár kærði Alexíus ábóti í Viðey hann fyrir „að hann hafði farið í Elliðaá og haft klaustursins net og eignað Bústöðum fors í ánni eðr streing“.
Á Bústöðum fæddist um aldamótin 1500 Núpur nokkur Jónsson sem ásamt mörgum öðrum stóð að vígi Diðriks af Mynden. Frá þessu segir hann sjálfur í víglýsingarvitnisburði frá 10. nóvember 1539.
Árbær
Það landsvæði Bústaða eru Árhólmarnir, en hólmanir koma fyrir í heimildum frá seinni hluta 17. aldar þegar þar var aftökustaður. Um miðja 18. öld var vatnið úr Elliðaánum nýtt til að snúa hjólum þófaramyllu Innréttinganna, en þar á bakkanum voru einnig litunar- og sútunarhús sem tilheyrðu starfsemi Innréttinganna.
Reykjavíkurbær keypti Bústaði árið 1898 og árið 1923 var Bústaðaland lagt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Búskapur var stundaður að Bústöðum allt fram undir 1970.

Ártún

Artún

Ártún.

Austan við syðri Elliðaárkvíslina var jörðin Ártún en um kvíslina lágu sveitafélagsmörk til ársins 1929.
30 Einungis syðri hluti jarðarinnar er innan borgarhlutans en þar er hluti Ártúnsholts í dag. Bæjarstæði Ártúns er á háum hól vestan undir Ártúnsbrekkunni, en þar eru friðaðar fornleifar.
Jarðarinnar Ártúns er ekki getið í Íslensku fornbréfasafni en menn hafa getið sér þess til að jörðin Árland neðra, sem getið er um í Vilchinsbók frá 1379, þá eign kirkjunnar í Nesi, og í Gíslamáldaga frá 16. öld, sé umrædd jörð.
Árbær
Ártún var lengi vel í alfaraleið og þar var stunduð greiðasala og gistiþjónusta á seinni hluta 19. aldar.
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jarðirnar Ártún, Árbæ og Breiðholt ásamt hluta úr Gröf, vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda, því fyrstu hugmyndir voru að taka neysluvatn úr Elliðaánum fyrir þéttbýli í Reykjavík. Á árunum 1920-1921 voru Elliðaárnar virkjaðar og mannvirki Elliðaárvirkjunar reist við Ártún.
Árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Árbær
Árbær
Austur af Ártúni var jörðin Árbær, en bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns. Hluti núverandi byggðar í Ártúnsholti og neðrihluti Árbæjarhverfis eru byggðir í landi Árbæjar, en jörðin lá upp með Elliðaánum og tilheyrðu Blásteinshólmi og Árbæjarhólmi henni.
Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Árbær
Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.
Sá atburður sem eftirminnilegastur hefur þótt í sögu Árbæjar er sakamál sem átti sér stað árið 1704, en þá var tvíbýli í Árbæ og annar bóndinn varð hinum bóndanum að bana við Skötufoss í Elliðaánum.
Árbær
Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ, með svipuðu móti og verið hafði í Ártúni.
Saga Árbæjar eins og Ártúns er einnig samofin nýtingu Elliðaánna. Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Gröf

Gröf

Gröf – bæjarstæðið.

Austur af Árbæ var jörðin Gröf. Austurhluti Árbæjarhverfis, Selásinn og allt Norðlingaholtið er í landi Grafar. Svæði þetta hefur verið beitiland að mestu á öldum áður. Austast, þar sem Norðlingaholt er í dag, voru áður nefndir Klapparholtsmóar en þar var býlið Klapparholt.
Norðlingaholtið sjálft er mun sunnar eða við Elliðavatn, en þar er talið að hafi verið þingbúðir Norðlendinga og tengist það sögu þingsins í Þingnesi við Elliðavatn.

Elstu skriflegu heimildir um jörðina Gröf eru í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352. Þá átti kirkjan „…gelldfiar rekstur j grafarlannd j lambatungur“
en ekki er tekið fram hver hefur verið eigandi jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs árið 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist þó hafa verið komin í einkaeigu í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu.

Grafarkot

Grafarkot 2022.

Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit. Þar með var Gröf aftur komin í einkaeigu. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð einhvern tíma fyrir 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Árið 1907 var bærinn Gröf fluttur að Vesturlandsvegi og ný bæjarhús reist og nefnd Grafarholt.
Um aldamótin 1900 bjó þar Björn Bjarnason hreppstjóri og alþingismaður. Jörðin Grafarholt var ekki lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur fyrr en árið 1943, en meginhluti hennar var síðan tekinn eignarnámi 1944. Allt landsvæði austan Elliðaáa tilheyrði áður Mosfellssveit.

Norðlingaholt og Oddagerði
Árbær
Við Elliðavatn er landsvæði sem kallast Norðlingaholt og liggur það mun sunnar en núverandi íbúðahverfi með sama nafni. Þetta landsvæði tilheyrði jörðinni Gröf. Um uppruna örnefnisins Norðlingaholts eru nokkrar kenningar. Ein kenning er sú að vermenn sem komu af Norðurlandi (Norðlingar) og hugðust fara til róðra eða skreiðarkaupa á Suðurnesjum hafi áð við holtið og þar hafi einnig oft skilið leiðir þeirra á milli eftir því hvert á Suðurnesin átti að halda. Að sama skapi hafi þeir komið saman við holtið þegar haldið var heim norður. Hin kenningin, sem blaðamaðurinn Árni Óla hélt á lofti, er sú að holtið sé kennt við fornar þingbúðir Norðlinga sem sóttu hið forna Kjalnesingaþing við Þingnes og að Norðlingar hafi verið þeir sem komu frá Borgarfirði og jafnvel Hvalfirði.

Árbær
Búðirnar eru merktar inn á kort frá árinu 1880 sem talið er gert af Benedikt Gröndal. Árið 1897 sýndi Benedikt Sveinson alþingismaður fræðimanninum Daniel Bruun búðir í Norðlingaholti og taldi að búðirnar væru frá því áður en Alþingi var stofnað.
Fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson og Bjarni F. Einsson hafa skráð eina búð á svæðinu í Fornleifaskrá Reykjavíkur. Hvort um þingbúð er að ræða eða ekki er ekki vitað, þar sem engin eiginleg fornleifarannsókn hefur farið fram á þessum stað, en slík rannsókn væri nauðsynleg til að komast að aldri rústarinnar. Hins vegar er öruggt að þing var við Elliðavatn í Þingnesi og hugsanlega tengjast þessir staðir.
Á þessum slóðum var býlið Oddagerði eða Oddagerðisnes en nokkurs ruglings virðist gæta um nákvæma staðsetningu þess. Líklega hefur kort Benedikts Gröndal frá 1880 aflvegaleitt marga sem skrifað hafa um svæðið, en Benedikt merkir örnefnið Oddagerðisnes (Oddgeirsnes) inn á næsta tanga fyrir vestan Norðlingaholt. Oddagerði er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem eyðibýli og þar sagt hafa farið í eyði fyrir löngu en nýtt af ábúendum Grafar og Árbæjar.54 Í örnefnaskrá sinni frá um 1900 lýsir Björn Bjarnason, hreppstjóri og ábúandi í Gröf, þar rústum og görðum og telur þessar minjar mjög gamlar. Björn staðsetur Oddagerði sunnan við Skyggni (Oddaskyggni). Það svæði fór undir vatn við gerð Elliðaárstíflu á árunum 1924-1928, en á loftmynd frá árinu 1954, sem hefur verið tekin þegar mjög lágt var í vatninu, má greina þar rústir og garða.

Fornar leiðir og greiðasala
Árbær
Elsta þjóðleiðin til og frá Reykjavík lá frá Skólavörðuholti um Öskjuhlíð og áfram austur Bústaðaholt á þeim slóðum þar sem Bústaðavegur er nú. Frá Bústöðum lá leiðin austur yfir vaðið á vestari kvísl Elliðaánna, um Árhólmann sunnan við Drekkjarhyl og rústirnar af húsum Innréttinganna og yfir eystri kvísl Elliðaánna á Ártúnsvaði, rétt austan við þar sem Toppstöðin er í dag og framundan bæjarhól Ártúns. Á meðan Ártún var í þjóðleið var rekin þar greiðasala. Þaðan lá leiðin að Árbæ um Reiðskarð en þar var skarð í gömlu ísaldaráreyrina og því greiðast að fara þar upp.
Leið þessi var aðalvegurinn austur úr bænum þar til byggðar voru tvær brýr yfir Elliðaárnar árið 1883 og nýr vegur var lagður í framhaldi af Laugavegi norður fyrir Grensás og í gegnum Sogamýri, sem ýmist var nefndur Suðurlandsvegur eða Suðurlandsbraut (núverandi Suðurlandsbraut). Fyrir austan brýrnar færðist vegstæðið norðar og eftir það var Ártún ekki í sömu alfaraleið og áður og greiðasala lagðist af þar. Um svipað leyti hófu ábúendur í Árbæ rekstur greiðasölu, eins og áður er nefnt, sem var rekin þar fram undir 1940.

Árbær
Um 1900 var búið að gera vagnveg frá Elliðaárbrúm að Árbæ og áfram austur. Þessi vegur (gamli Suðurlandsvegur) er þar sem gatan Rofabær er nú. Vegurinn hélt síðan áfram til austurs framhjá Rauðavatni og að Geithálsi.
Áður lá vegurinn hjá Rauðavatni aðeins sunnar, samanber kort sem til er af svæðinu frá 1902, en þar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er sennilega elsti slóðinn sem lá á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og er líklega elsti forveri Suðurlandsvegar (merktur rauður á kortinu). Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Norðlingabraut. Annar slóði lá suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina og inn að Norðlingaholti (merktur grænn á kortinu). Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nyrsti hluti hans nú notaður sem reiðvegur. Þá lá slóði yfir Klapparholtsmóa og Klapparholtsvað vestan við býlið Klapparholt yfir að Elliðavatni, merktur blár á kortinu). Inn á kortið er einnig teiknaður vagnavegurinn meðfram Rauðavatni eða fyrsti Suðurlandsvegurinn, merktur svartur á kortinu).

Herskálahverfi og aðrar herminjar
Árbær
Á stríðsárunum reistu hernámsliðin nokkur lítil braggahverfi austan Elliðaáa. Í landi Ártúns voru fimm herkampar reistir og stóðu þrír þeirra á því svæði sem borgarhlutinn Árbær nær til. Sunnan bæjarhóls Ártúns var Camp Alabaster sem var um tíma aðalbækistöð breska setuliðsins. Síðar tóku Bandaríkjamenn yfir herskálahverfið og nefndu það Camp Pershing. Í Ártúnsbrekku, norðan við bæjarhólinn, var Camp Battle og þar norðan við var Camp Hickam. Einu ummerkin sem eftir eru um hernaðarmannvirki á svæðinu eru í Ártúnsbrekkunni, þar sem er dæld eftir sandpokavígi á einum stað og neðanjarðarbyrgi sem búið er að byrgja fyrir á öðrum stað. Þar er einnig að finna jarðhýsi sem reist voru sem kartöflugeymslur árið 1946 en við byggingu þeirra var nýtt efni úr geymslum sem setuliðið hafði látið reisa á Íslandi.

Hernám

Ofarlega í Elliðaárdal, þar sem nú er skeiðvöllur Hestamannafélagsins Fáks, var nokkuð stórt braggahverfi, Camp Baldurshagi. Nafnið á kampinum er villandi vegna þess að hann er á allt öðrum stað en hinn upprunalegi Baldurshagi sem var við Suðurlandsveg (sjá að ofan). Í Camp Baldurshaga voru fyrst breskir hermenn en síðar landgönguliðar bandaríska sjóhersins. Þar má enn sjá braggagrunna upp með ánni. Eitt húsanna sem reist voru fyrir yfirmenn setuliðsins var síðar flutt í Seláshverfi og mun standa þar enn samkvæmt munnlegum heimildum, en líkt og víðar í borgarlandinu eru annars fá ummerki um mannvirki frá hernámsárunum á þessu svæði.

Austan við Baldurshaga við Suðurlandsbraut (austan við núverandi bensínstöð Olís í Norðlingaholti) var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla. Þar voru lengi sjáanlegir braggagrunnar.
Á austurjaðri borgarhlutans, við Sandvík norðvestan Rauðavatns, er einnig að finna minjar frá hertíma en þar var Camp Buller, höfuðstöðvar strandvarna eða loftvarnastórskotaliðs.
Á staðnum eru steyptar undirstöður bragga auk bryggju, en Rauðavatn var töluvert stærra á hernámsárunum en nú. Sunnar, við lítinn tanga austan við Rauðavatn, er að finna hringlaga tóft, hugsanlega stríðsminjar.

Árbæjarsel II

Árbæjarsel

Árbæjarsel í vestanverðum Selási, eitt af tveimur. Hitt var í Nónhæð ofan við Gröf.

Tvær heimildir er að finna í örnefnalýsingum um sel frá Árbæ. Í annarri þeirra segir: „Sel hefur verið suðaustan undir ásnum. Það er í Árbæjarlandi“. [Hér er áttvið sel í Nónhæð fyrir ofan Gröf. Þar eru minjarsels, húsatóftir og stekkur.]
Í hinni segir: „Vestur af Markgróf er Sauðadalur. Þar byggði Jens Eyjólfsson (árið 1933). Þar vestur af er Selás, sem dregur nafn af því, að í Sauðadal vestan til var sel, líklega frá Árbæ.“ Hugsanleg staðsetning sels er þá norðan við gamla húsið Selásdal út frá þessum lýsingum, eða á því svæði þar sem í dag er Suðurás 16-24. Ef loftmyndir frá árinu 1956 eru skoðaðar má sjá rústarsvæði nær gamla farvegi Bugðu sem gæti hafa verið sel. Það eina sem styður þá staðsetningu frekar, er að sel eru oftast nálægt ám eða lækjum. Nú eru þarna hesthús Fáks.
[Vestur í Selási eru enn tóftir, bæði húsa og hlaðinn stekkur].

Heimild:
-Byggðakönnun, Borgarhluti 7 – Árbær, Borgarsögusafn Reykjavíkur 2017.
Árbær

Þorbjarnastaðir

Í bókinni „Neistar – úr 1000 ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu“ eru ýmsir mannlífsþættir. Einn fjallar um afleiðingar af aftöku Jóns Arasonar og tengist Straumi. Textinn er tekinn upp úr Grímstaðaannál. Jafnan hefur því verið haldið á lofti að kapellan í Kapelluhrauni hafi tengst því atviki, en þar er um misskilning að ræða.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að einn af mönnum Kristjáns skrifara hafi Mannabein verið drepinn í Kapelluhrauni og grafinn í kapellunni til hefnda eftir Jón biskup Arason og syni hans. Rannsókn Kristján Eldjárns í kapellunni árið 1950 gaf þó enga vísbendingu um slíkt. Það, sem ekki kom fram í rannsókninni, enda ekki fyrirséð, var sú mikla eyðilegging á merkilegu minjasvæði er varð í algleymi álversframkvæmdanna á sjöunda áratug síðustu aldar. Ef bara einhver svolítil hugsun hefði kviknað í kolli þeirra er vit hefðu átt að hafa á slíku þá værum við öllu menningarsögulega ríkari nú.
Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.“ Kapellan, þ.e. húsið, sem þarna var, gæti þess vegna hafa verið hlaðin til minningar um atvikið. Líklegt má telja að aftakan hafði verið framkvæmd þarna skammt frá, en líkamspartarnir síðan skildir eftir við Alfaraleiðina er lá framhjá kapellunni, öðrum til varnaðar. Fyrrum lá gata af leiðinni niður í Lambhagavík, sem mun hafa verið aðallendingastaður verslunarinnar í Straumsvík fyrrum. Gísli Sigurðsson nefndi hana Ólafsstíg, sbr.: „Uppi á Brunabrúninni er líka Fiskabyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús. Sunnan við þau lá stígur austur eftir hraunhrygg allháum. Var hann lagður hellum langt austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitið Ólafsstígur, en það mun vera rangt.
Ólafsstígur lá upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-Lambhaga.“ Þá segir að „Austurtúngarðurinn [á Þorbjarnarstöðum var rétt norðan Alfaraleiðarinnar] lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á Brunann.“ Örnefnið „Beinavik“ er hér ekki skýrt nánar, en það mun hafa verið í krikanum þar sem þjóðleiðin lá upp á Brunann. Það gæti gefið til kynna aftökustaðinn, enda jafnan notaður sem áningastaður. Ferskt vatn kemur þarna undan hrauninu og skjólgott er þar fyrir norðanáttinni. 

Kapella

Kapellan.

1551 – Bóndinn þar á Kirkjubóli á Miðnesi og hans maður, Hallur að nafni, hann bjó í Sand(hóla)koti, var ráðsmaður bóndans, þeir voru báðir teknir um sumarið eftir og áttu að flytjast til alþingis. En þeir voru þverbrotnir og bágir viðureignar, fluttu þá að straumi, og voru þeir þar báðir hálshöggnir. Þar var þá kaupstefna [eitt af herskipum Dana kvað þá hafa legið þar, en venjulega kaupstefnan var öll í Hafnarfirði].  Höfuðin voru fest á stengur, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár. Margur galt þá, bæði sakaður og saklaus, fyrir norðan og sunnan, en Danir tóku sér mestar eignir þeirra feðga. Böðullinn, sem þá feðga hjó í Skálholti, hét Jón Ólafsson. En þegar norðlenzkir riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd þeirra, fundu þeir þennan Jón á Álftanesi. Tóku þeir hann og héldu á honum túlanum og helltu ofan í hann heitu biki [blýi, segja aðrir]. Með það lét hann sitt líf, en þeir riðu norður.“

Heimild:
-Björn Sigfússon – Neistar, úr þúsund ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu, 1044, bls. 161 (Grímsstaðaannáll).
-Örnefnalýsingar fyrir Straum og Þorbjarnarstaði.
-Árbók Hif 1954.

Kapellan í Kapelluhrauni 1950

Lækjarbotnar

Í Lækjarbotnum er hellir skammt ofan við tóftir Örfiriseyjasels.
Þar munu þau Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafa hafst við um tíma á ofanverðri 18. öld. Þau höfðu verið strýkt Laekjarbotnar-4veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll segir í Setbergsannál, ÍA IV, 119-1220.  Dauðadómurinn er prentaður í Alþingisbókum Íslands VII, 403 og segir þar að þau skötuhjú hafi verið höndluð „í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. Octobris [1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum [voru síðan dæmd fyrir 3 hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu á Bakkárholtsþingi og úttóku líkamlega refsingu á Kópavogi 3.12.1677 fyrir útileguna og þar af hnígandi þjófnaðar aðburði, þar eftir voru þau afleyst af biskupinum og Eyvindur tekinn aftur af konu sinni]. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræðapersónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta nokkrum í Ölvesvatns landeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar [og voru þau svo ströffuð af lífinu eftir Stóradómi 3.“
Laekjarbotnar-5Í Engidal í Hengli er hellir sem einnig er talinn vera útilegumanna-bústaður. Talið er að fyrrnefnd Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útleigð þeirra, vorið 1678. Eyvindur þessi kom um einni öld á undan þeim Fjalla-Eyvindi sem flestir kannast við. En þeir voru alnafnar.
Hellir þessi er efst í móbergshnúknum og snýr hellisskútinn í suður og blasir hann við frá sæluhúsinu. Hellirinn er um 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hæðin er um tveir metrar og nokkuð jafn. Hleðslurnar sem hafa verið fyrir opinu að hellinum eru að miklu leyti hrundar en þó eru um 50 sm há hleðsla sem stendur eftir.
Lýður Björnsson segir svo um hleðslu fyrir hellismunnanum í Engidal. „Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og hæðóttur. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni“. Laekjarbotnar-6
Annar hellir er aðeins 40 metrum frá „stóra“ hellinum og aðeins neðar. Sá hellir er mun þrengri og dýpri, um 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. En hleðslur eru fyrir mynni þessa hellis einnig. Mjög gott skjól hefur verið úr þessum helli og hefur hann verið ákjósanlegt svefnstæði en hann er mjög þrifalegur og mjúk möl er á gólfi hellisins. Ekki eru neinar mannvistarleifar í helli þessum.
Lýður minnist á að mögulegt sé að hleðslur þessar hafi verið skjól fyrir hreindýraveiðimenn eða skýli fyrir nautreka en trúlegast finnst honum þó að þessir hellar hafi verið skjól fyrir Fjalla-Eyvind og Margréti í seinni útlegð þeirra, vorið 1678. Minnst er á það ár í annálum: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin.  Þau tóku sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi.“ Fitjaannáll  ÍA II, 247.  sbr. Hestsannál ÍA II, 512.  1678: „Höggvinn maður á alþingi, hét Eyvindur Jónsson, er hlaupið hafði úr Ölvesi frá konu sinni meða aðra konuvestur undir Jökul og héldu sig þar fyrir hjón, fóru síðan þaðan og fundust við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét Símonsdóttir; henni drekkt í Öxará.“
Í þessari frásögn er minnst á helli á Mosfellsheiði, hér á hugsanlega átt við umræddu hella í Engidal.

Engidalur

Skjól í Engidal.

 

 

Skipsskaðar

Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax.
Draumurinn var á þá leið, að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og Stadur - klukknaport-139þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá að gista á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um au, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.

Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin var leitað eftir öllum merkjum, tatoveringu, hringjum og öllu, sem sérkenndi þau og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búíð að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morgun, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Dramurinn var þannig að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafði frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þá í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilson.
Eitt fyrirbæri, sem sett var í samband við strand þetta, ætla eg og að geta um. Tveir ungir menn um tvítugt áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir stunduðu mikið fuglaveiðar og höfðu haft það fyrir sið að fara á báti út í áðurnefnda Flæðakletta á kvöldin, þegar tungsljós var, því á lagum sjó gat verið ládeyða inni í Vikinu fyrir innan klettana, þótt hafrót væri úti fyrir og fugl kom oft í var þar í rysjutíðarfari.
Stekkholl-139Þann vetur sem Alnaby strandaði, nokkru fyrir jólin, fóru menn þessir, sem oftar, út í Flæðakletta í s.v. -éljagangi. Er þeir höfðu verið nokkra stund úti á klettunum, heyra þeir hljóð eitthvert, að þeir héldu austur með Vörðunestanga. Þeir fóru að taka um hljóð þetta, hvað það hefði verið og hvort selir mundu geta hljóðað svona. Svo nokkru seinna heyrðu þeir aftur sama hljóðið, þá nokkru ær og snöggt um hærra og skýrarar. Aftur tóku þeir upp sama talið, hvort selir gætu virkilega hljóðað svona, en varla höfðu þeir sleppt þessu tali, en upphófst rétt hjá þeim, utan við klettana, eitt óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð, svo þeim fannst þeir vera umluktir mjög óhugnanlegum og skerandi hljóðöldum, en ekki mjög háum. Þegar þetta var afstaðið, stóðu þeir upp og flýttu sér að bátnum, hrundu honum á flot og reru í land. Höfðu þeir aldrei farið frá út í Flæðakletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var vitanlega sett í samband við Alnabystrandið og var kallað „náhljóð“.
[Þess má geta að klukkan fyrrnefnda í klukknaportinu í Staðarkirkjugarði, er frá þessu strandi, þrátt fyrir aðrar alhæfingar, enda er klukkan merkt togaranum].
Austur við Jónsbásakletta tekur við Jónsbás; þá koma Hvalvíkurklettar og Hvalvík. Það hefði og mátt segjast í sambandi við Alnaby-strandið, að enginn vissi, þegar skipið fór upp. Sá, sem fyrstu varð þess var, hét Björn, vinnumaður í Garðhúsum. hann var að ganga til kinda og er hann kom út í Hvalvík, sá hann þar rekald ýmislegt og þar á meðal dauðan mann. Nokkrar líkur þóttu til, að sá hefði verið með lífsmarki er á land kom, því hann hafði legið ofan við flæðamálið í öllum fötum, færður úr öðru stígvélinu og það legið við hliðina á honum; belgur hafði verið bundinn við hann. Nóttina áður hlaut þó skipið að hafa strandað, því um fjörurnar hafði verið farið daginn áður og ekkert verið þar þá.
Gerdavellir-139Þá kemur Markhóll og er hann mörk milli Húsatófta og Járngerðarstaða; austan við Markhólinn er Katrínarvík, þá Sandvik. Í fjörunni fyrir neðan Sandvikið strandaði kútter Resolut, sem H.P.Duus átti, það mun hafa verið árið 1917, um miðjan október. Skipið var með flutning austur til Vestmannaeyjar, er þetta vildi til. Mannbjörg varð, og minnir mig, að það væri mikið þakað stýrimanninum, að hann hafi synt í land með taug, sem hinir komust svo eftir í land. Það þótti furðulegt, hversu vel tókst þarna með björgun, því skipið strandaði um nótt og á fjöru, í austanstormi, en brim er nú reyndar er alltaf á þessum slóðum. Fjaran þarna er skerjótt með lónum á milli, svo að það hljóta að hafa verið nokkrir örðugleikar að komast upp fjöruna, eftir að komið var upp í fyrstu skerin. En þetta komust þeir allt, án utanaðkomandi hjálpar, og komu til byggða að Járngerðarstöðum um morguninn. Það er svo önnur saga, sem kemur seinna, að þessi stýrimaður, sem svo vel gekk fram við björgunina, átti eftir að heilsa aftur upp á fjörurnar í Grindavík og þá sem skipstjóri.
Ekkert sérstakt er hægt að segja frá þessu strandi, en smáatburði langar mig þó að segja frá, sem þá líka sýnir, hvað vínið getur ofy létt upp gráan hversdagsleikann og skapað smá eða stóra viðburði, stundum alvarlega, en sem betur fer þó oftar þá, sem hægt er að hlæja að.
Eitthvað tveimur dögum eftir að Resolut strandaði voru nokkrir menn að bera ýmislegt dót upp úr fjörunni, tilheyrandi strandinu. Þar á meðal voru þrír kompásar. Svo slysalega tókst til, að glerið á einum þeirra brotnaði. Sá var nokkur stór, sennilega tekið 4-5 potta af spíritus. Þetta var á þeim góðu gömlu tímum, þegar ekki var banvæn ólyfjan á kompásnum. Í hópnum voru aðeins tveir menn, sem heitið gátu fullorðnir; hinir allir innan við tvítugt. Þeim fullorðnu fannst vitanlega, að þeir yrðu að taka að sér varðveislu spíritusins, enda gerðu þeir það; og annar fór þegar í gjá, sem þarna var skammt frá, að sækja vatn til að blanda. Þetta endaði svo þannig, að strákarnir urðu undir kvöldið að sækja hesta til að koma þeim fullorðnu til byggða. Og ekki gat nema annar setið á klárnum; þó snöggt um léttara yfir strákunum, þegar þeir komu með flutninginn, en körlunum, sem tóku að sér spíritusinn.
skyggnir-139Fyrir austan Sandvikið koma Hásteina, næst Hellan og þá Malarendi. Austan við hann kemur lítil vík inn í landið, kallað Stórabót; í henni miðri er sker, sem verður að mestu á þurru um fjörur; það heitir Miðbótarklettur. Næsta örnefndi við Malarenda er Skyggnir. Þá er ásin; það er læmi, sem sjórinn rennur um á stórstraumsflóðum upp í Gerðavallabrunna. Fyrir austan Rásina er Ytri-Hestaklettur, þá Eystri-Hestaklettur, Kampur, Hvítisandur, Stakibakki og Litlabót. Á fjörum er Litlabót aðeins lón, sem rennur úr fram í sjó; það er kölluð Litlubótar-rás. Frá Litlubótar-rás og út að Ytri-Hestakletti eru miklar fjörur, sem fellur út af á lágum sjó, kallaður einu nafni „Flúðir“; á þeim eru þessi örnefni vestast; Stakabakagrót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Flúðirnar eru einn hinn annálaðasti strandstaður á öllum Grindavíkurfjörum, því á þessari 8-9 hundruð metra strandlengju hafa fimm skip strandað, sem vitað er um.
Árið 1899, í desember, strandaði þarna norskt vöruflutningaskip, „Rapit“. Var það með salt í lest og olíutunnur á dekki. Skip þetta hafði fengið mjög vont veður í hafi og hafði ýmist tapað tunnunum fyrir borð eða þær verið brotnar til að lægja sjói með olíunni, svo dekklestin var að mestu farin. Þegar skipið strandaði kom fljótlega gat á það og þannig fór saltið, án þess nokkru væri bjargað. Mannbjörg varð.
Storabot-139Einhverntíma á árinu 1900 strandaði þar togari, Engenes. Sá var eign hinnar svonefndu Vídalíns-útgerðar. Mannbjörg varð og ekkert, sem geymst hefir sögulegt við strandið.
Árið 1911, snemma í janúar strandaði þarna enskur togari, Varonil. Sá var talinn hafa „togað“ í land, þannig að hann hafi verið með vörpuna úti, er hann strandaði. Við þetta strand varð slys; drukknuðu þrír menn, eingöngu fyrir mistök, þannig,  að þeir réðust í að setja út björgunarbát, sem voru tveir, en  brim var nokkurt og tóku sjóirnir bátana hvorn á eftir öðrum. Hvolfdi þeim og slitnuðu frá skipinu. Í fyrri bátinn höfðu komist tveir menn, en einn í þann síðari. Þeir, sem eftir voru af skipshöfninni, svour svo kyrrir í skipinu, þar til morguninn eftir, að taug varð komið um borð, með því að láta belg reka með hana frá landi, svo hún náðist frá skipinu.
Vindur var n.a.ðstæður og stóð af landi, svo ekki var hægt að láta belg reka í land frá skipinu. Einhverja nasasjón virtust skipverjar hafa á útbúnaði til að draga menn í land af strönduðu skipi, því bjarghring höfðu þeir útbúið eins og björgunarstólarnir eru nú; og í honum eru þeir dregnir í land. Mennirnir voru dregnir nokkuð langt í sjó, og þar sem 10-13° frost var, voru þeir mjög kaldir og svo dofnir, að varla gat heitið að þeir bæru fæturna fyrir sig, þegar í land kom. En þarna var nægur mannafli til að taka á móti þeim, og fóru fjórir með hvern strandmann, leiddu eða hálfbáru heim að Járngerðarstöðum og Garðhúsum sem voru næstu bæir og einnig þeir, sem á þeim tíma höfðu mest húsrými. Mennirnir hresstust fljótlega, þegar þeir komu í hlýjuna, og vissi ég ekki til að þeim yrði ment af volkinu. Hinn 4. apríl 1926 strandaði svo þarna á Flúðunum togarinn Ása frá Reykjavík, eign Duus-verslunar. Það var sérstakt við þetta strand, að skipið var alveg nýtt eða svo, að aldrei hafði verið landað úr því afla; var að fara inn með fullfermi úr fyrstu veiðiferð, er það lenti þarna.
Gerdavellir-virkid-139Á þessum tímum voru ekki komin tæki þau til björgunar, sem nú er, enda var erfitt að koma sambandi milli skips og lands, það var þá álandsvindur á s.s. og nokkur stormur, en í land var löng leið, því útgrynni er þarna. Fysrt vildi línan festast í botni, þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni; þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Og á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað, sem styst var í land frá skipinu, en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist, var fljótlega gengið frá tækjum, svo hægt var að draga mennina í land. Mátti heita það gengi vel; allir björguðust, og ekki vissi ég til að neinn yrði fyrir meiðslum. Þar sem hér var um nýtt skip að ræða, var nokkuð gert til að ná því út aftur, til þess kom hingað danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í máimánuði, sem Uffe byrjaði á björgunarstafnin og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta skipið og steypa í göt, sem komin voru á botninn og einnig að sletta fjöruna, sem draga átti skipið eftir. Þegar þessi udnirbúningur var búinn, var á stórstreymsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2-3 lengdir sínar út. Einhverra hluta vegna var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar það var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira, og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn, að hægara hefði orðið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot, en að gera það meðan það lá í fjörunni.
Jarngerdarstadir-kort-139Fyrstu dagana í júlí gerði svo nokkurt s.s.-kast, storm og brim og þá, á einu flóðinu hvarf Ása algerlega, svo ekkert sást eftir, nema brak í fjörunni og ketillinn, þar sem skipið var.
Það virðist verka eins og dynamítsprengja, þegar brimsjóir falla ofan í skip með opnar lúgur; þunginn svo mikill á sjónum með samþjappað loft inni í skipinu, að þótt járnskip séu, tætast þau í sundur undan nokkrum sjóum.
Hinn 6. september 1936 strandaði svo síðast á Flúðunum. Það var enskur línuveiðari, Trocadiro. Nú var hægara með björgun manna, en verið hafði áður á þessum slóðum, því nú voru fyrir hendi nýtísku björgunartæki ásamt æfðri björgunar svit, enda gekk björgun greiðlega. Skip þetta var að fara til lúðuveiða hér s.v. af Íslandi, en kom þarna við á leiðinni og ílentist þar á Flúðunum.
Austast við Litlubót, uppi á kampinum, taka við Lönguklettar, vestri og eystri Þanghólar, Draugalóm, Sjálfkvíarklöpp, Fornavör, Kvíahúsakampur, Akurhúsakampur og Stokkavör. Niðri í fjörunni, talið frá Litlubót, eru svo þessi örnefni: Fúlalón, Sölvalón, Sjálfkvíalón, Kvosir, Langitangi, Helgubás og Akurhúsanef. Innan við Akurhúsanefið koma gömlu varirnr (uppsátrin) í Járngerðarstaðahverfinu; þær voru tvær og hétu Suðurvör og Norðurvör. Suðurvararsker var á milli varanna, og Brúnkolla er sker fas við leiðina inn í varirnar. Á lágum sjó vildi það oft til, að bátar lentu á eða utan í Brúnkollu, og þótti það heldur klaufarskapur hjá formönnum þeim, sem þar lentu. Árið 1928 eða 29 var byggð bryggja þarna á klappirnar á milli varanna, svo ekki þurfti eftir það að seila fiskinn, sem kallað var, úr bátunum. Var þá kastað upp á bryggjuna og þaðan ekið á bílum á aðgerðarstaðina. etta bætti mjög aðstöðu með aflann að geta ekið honum upp, í stað þess að bera á bakinu, se, frá fyrstu tíð hafði tíðkast. Varanna þurfti með áfram til að bjarga bátunum undan sjó, eftir hvern róður, – setja þá -, sem kallað var, og hélst það allt til ársins 1939, að vísir var gerður að uppgreftri á bátaleið inn í Hópið.
Hop-loftmynd-139Þarna 
á milli varanna rak þýska skonnortu, „Minnu“. var hún að sækja járnið úr „Oddi“, er kallaður var Bakka-Oddur, frá Eyrarbakka, sem einnig hafði slitnað upp af legunni og lent nokkru innar og verið rifinn. Rétt þegar járninu úr Oddi hafði öllu verið skipað um borð í „Minnu“, gerði s.a.-veður með nokkru brimi, svo hún slitnaði upp og rak í land, svo Oddur strandaði þannig aftur. Ekki var gefist upp við svo búið, því Minna var og rifin og síðan járnið úr báðum skipunum flutt í burtu.
Fyrir innan varirnar er svo Staðarvör; hún er talin vera frá tímum Skálholts-útgerðar.
Þar hafa tvö skip farið upp í klettana og brotnað. Hið fyrra hét Flóra. Það mun hafa verið rétt eftir aldamótin síðustu, að Einar G. Einarsson í Garðhúsum hafði fengið skip etta til að sækja saltfarm fyrir sig til Englands, eftir að það hafði fært honum farm af vörum frá Noregi. Það mun hafa verið upp úr miðju sumri, dag nokkurn í s.a.-kalda og góðu veðri, að skipið sást koma siglandi fyrir Hópsnesið úr þessari Englandsferð. Uppi var fótur og fit í landi, og Einar fékk þegar einn af helstu formönnum staðarins, Gísla Jónsson frá Vík, til að fara um borð.
Eðlilega var hópur manna í landi að horfa á siglinguna inn víkina, eftir að lóðsinn var kominn um borð. En heldur þótti þeim Einar fara að ókyrrast, þegar skipið hafði siglt undr fullum seglum inn á leguna, en hélt svo áfram, án ess að fækka seglum, beint til lands. Hann fór vitanlega að veifa og kalla, skipa þeim að sigla ekki lengra og láta akkerið falla, en ekkert dugði; skipið hélt áfram, þar til það stóð í botni í Staðarvörinni.
Heldur þótti þetta ámátleg sigling að fara þarna beint upp í fjöru í besta veðri. En skýring fékkst fljótlega, egar áhöfnin kom í land. Skipið var orðið svo lekt, að skipstjóri taldi ekki mögulegt að halda því á floti lengur og tók því það ráð að sigla því þarna upp. Það hafði og dottið í sundur, klofnað skömmu eftir að það strandaði og saltið fór allt í sjóinn.
Hop-ornefni-139Hinn 6. september 1921 slitnaði og upp af legunni 5-60 tonna vélbátur, frá Hafnarfirði. Sá var í saltflutningum fyrir Edinborgar-verslun og búinn að fara nokkrar ferðir á milli, þegar þetta vildi til. S.a. rok var og mikið brim. Báturinn fór upp á háum sjó og því hátt upp í kampinn í Staðarvörinni. Fjórir menn voru í bátnum og björguðust þeir allir, en báturinn brotnaði í spón á sama flóði og hann strandaði á. Bátur þessi hét Henry Reid.
Innan við Staðarvör kemur Staðarhúsakampur, á Svartiklettur. Hjá Svartakletti hafði Oddur strandað, sem áður var sagt frá í sambandi við Minnu. Oddur þessi var eign Lefolií-verlsunar á Eyrarbakka, sem hafði skip þetta í förum meðfram ströndinni yfir sumarmánuðina, en hafði það í öruggu lægi á vetrurna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það hafði átt að vera á leið í vetrarlægim er það strandaði þarna, komið inn með eitthvað smávegis, en fengið á sig s.a.-veður á legunni, svo það slitnaði upp. Mannafli hafði verið fenginn til að bera grjót að skipinu sjávarmegin, til að verja það fyrir sjávarágangi. En það mannvirki hafði lítið duga, og sjórinn fljótlega brotið skipið niður. það er talið, að Oddur hafi aðeins verið 30 tonn að stærð, en gufuketillinn úr honum, sem ennþá er þarna í fjörunni, bendir til að hann hafi verið eitthvað stærri. Það hafði heitið „Glytner“ og talin norskur galeas. Um það hefi ég ekki getað fengið neina greinilegar sagnir, en líkur eru til, aðs kip þetta hafi verið með vörur til pöntunarfélags, sem verið var að stofnsetja hér í Grindavík, en lenti við þetta áfall líka í strandi. Þetta mun hafa verið um síðustu aldamót.
Fyrir innan Svartaklett er Svíri. Fyrir innan hann kemur Hópið, með því að urðarkampur hefir hlaðist upp, milli sjávar og Hópsins. Sá kampur liggur frá Svíra að vestan og í Rifshaus að austan og heitir einu nafni Rif.
Nú er Hópið orðið höfn fyrir alla Grindavík, með því að grafinn var skurður í gengum Rifið, en það – Rifið – ver Hópið að mestu fyrir úthafsöldunni; hún brotnar þar, svo kyrrt er á Hópinu, þótt veltubrim sé fyrir utan.
Nordurvor-139Á Rifinu voru þrjár lægðir eða ósar, sem hétu Barnaós, vestast, þá Miðós og austast Hópsós; sá var dýpstur. Þegar farið var að grafa skipgengan skurð gegnum Rifið, var lagt í Miðsósinn að dýpka hann, fyrst árið 1939, eins og fyrr var sagt, með handverkfærum. Það var vitanlega ekki að búast við miklum árangri af því, en varð þó til þess að 10-15 tonna bátar gátu komist þar inn á öllum flóðum og notað Hópið fyrir legu. Sumarið 1945 var síðan fengið dýpkunarskip það, sem Reykjavíkurhöfn á, til að gera tilraun að grafa skurð gegnum Rifið. Tilraun efndi ég þetta, vegna þess að vitamálastofan taldi sig ekki geta rannsakað til fulls, hvort klapppir væru þarna ofarlega eða bara laust stórgrýti. Þetta heppnaðist vonum betur, því í þessari fyrstu atrennu var gerður 30 m. breiður skurður og 7-8 feta djúpur. Síðan má heita, að eitthvar hafi verið unnið að hafnarbótum, meira og minna, á hverju ári. Er keppt að því, að fá 14 feta dýpi í ósinn til að fiskiskipaflotinn geti farð þar óhindrað um á öllum fjörum, en á háum sjó má fullyrða, að flot fyrir allt að 1000 tonna skip. Því má og bæta við hafnar málin, að það hefði ekki mátt dragast mikið lengur, að úr rættist með höfn fyrir stærri báta, því sýnilegt var, að menn voru verulega að hverfa frá því að stunda róðra á trillubátum, svo það hefði þýtt algjöran fólksflótta frá Grindavík, hefðu þeir átt að verða ríkjandi lengur.
Innan á Svírann hafa svo verið byggðar bryggjur og bólverk með viðbætur innan í Hópið.
Þá eru örnefni í Hópinu. Innan undir Svíranum var Kvíavík, Rafnshúsarif, Krosshúsa-Vikradalur, Álfsfit og Eystri-Vikradalur. Þessi örnefni öll eru nú ýmist alveg eða að hverfa undir mannvirki við höfnina. Næst við Eystri-Vikradal kemur Hóllinn, þá Draugur. Fyrir neðan Draug eru Vötnin, og Vatnatangi; í Vötnunum hafði verið þveginn þvotta frá Hópi.
Sadvikið, fyrir neðan bæina á Hópi, fyrir austan það Lágin, þá Stekkjarbakki og fyrir utan hann Síkin. Þau eru lægð, sem sjórinn fellur upp í, langt inn með kampinum landmegin. Fyrir utan Síkin kemur svo Rifshaus eystri.
Hop-139Þá er búið að fara í kringum Hópið og komið á Rifshausinn, sem er austurendinn á Rifinu.
Upp á Rifið hafði eitt af þeim skipum rekið sem slitnaði upp af legunni. Þetta mun hafa verið rétt fyrir aldamótin. Skipið hét Fortuna, dönsk forenact. Þetta var kallað „Spekulantskip“. Það voru þau skip kölluð, sem voru með alls konar varning og versluðu við íbúana á höfnum hingað og þangað, dvöldu viku til 1/2 mánaðartíma á hverjum stað, eftir því hvað mikið var hægt að versla. Þarna var vitanlega um vöruskiptaverslun að ræða, þannig, að varningurinn var borgaður með framleiðslu á staðnum, þ.e. fiski, lýsi, ull o.s.frv. Eigandi eða forráðamaður skips þessa var Eyþór Felixson frá Reykjavík.
Næst utan við Rifshausinn er Hópsvör, þá Stekkjarvarða og Hellir. Þessi Hellir er klettahlein út úr kampinum. Utan við hleinina er samnefndur boði, sem beygt er utan við, þegar komið er inn fyrir svo kallaðan Sundboða og inn á lónið eða grunnleiðina inn á Hópið. Þrengsli eru því þarna á sundinu milli Sundboða og Hellisboða.
Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurinir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé kki getið, því þeir höfðu mannaforráð, sem sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Hopsnes-139Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land. þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkala það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykur allt hafa orðið að áhrínsorðum, annig að enginn bátur hefir farist á Þórkötlustaðasundi, en talið er að 20 bátar hafi farist á Járngerðarðastaðasund og enginn eftir að komið var í þá tölu.
Þarna á kampinum fyrir ofan Hellinn lenti árið 1940? vélbáturinn Aldan frá Vestamannaeyjum. Bátur þessi reri frá Vestamanneyjum deginum áður, en seinnipart þessa dags gekk í mikið s.a.-veður.

thorkotlustadanes-139

Báturinn náli ekki lendingu vegna vélarbilunar og rak því alla nóttina undan sjó og vindi. Það vildi þeim bátsverjum til lífs, að bjart var orðið, þegar þá hafði rekið vestur að Þórkötlustaðanesi, því austan á því var brimið svo stórkostlegt, að engin lífsvon gat verið að lenda þar. Þeim heppnaðist að draga upp fokkuna og sigla á henni fram fyrir nesið. Einn maðurinn á bátnum hafði verið á vertíð í Grindavík nokkru áður og rataði inn Járngerðarstaða- sund. Þegar báturinn hafði náð fyrir Þórkötlustaðanesið, tók hann til að sigla inn sundið, sem varla gat þó heitið sund, þar sem víkin var öll enn brimgarður. Em einhvern veginn heppnaðist þetta svo, að báturinn mjakaðist á fokkunni inn eftir sundinu. Enginn maður í landi trúði á, að þetta gæti gerts, því þegar báturinn hvarf alveg tímum saman milli hinna háu sjóa, bjuggust flestir við, að hver væri síðastur. En hann kom uppá öldutoppana og bar þá við loft, og áfram kom hann inn, þar til kom í áðurgetin þrengsli milli Sundboða og Hellisboða. Þá tók einn mikill brotsjór bátinn og færði hann svo hátt upp á kampinn, að bátverjar gátu á næsta útsogi gengið þurrum fótum á land úr bátnum.
Þegar farið var að athuga bátinn sjálfan, kom í ljós, að hann var mjög lítið brotinn, hann var því þéttaður og náð út fljótlega.
Fyrir utan Hellinn kemur Heimri-Bás, þá Syðri-Bás og Sölvaklappir þar fyrir utan. Fram af Sölvaklöppum er kerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á Kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið á sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landmörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkur hundruð metra langur skerjatangi fram í sjóinn, er kallast Nestá; fer á kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.
thorkotlustadahverfi-129Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sljóslys, sem orðið hefir í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Það má segja, að þegar hin ótömdu náttúruölf eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf bbúast við slysum. En þarna fórst  stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.
Gamalt máltæki segir, „að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni“. Og víst er um það, að náttúruöflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja. Þennan dag reru allir bátar í Grindavík, í sæmilegu veðri, en upp úr hádegi fór að hvessa, með slyddubyl. Kl. 7-8 um kvöldið var svo komið fárviðri og alltaf sama slyddan. Vegna slyddunnar mun Hópsnesviti ekki hafa sést, fyrr en komið var vestur fyrir hann, því áveðurs hefir hlaðist á rúðurnar. Grindvíkingur mun hafa verið um 20 mílur austru frá vitanum, svo ekki er hægt að segja að miklu munaði, ca. 100-200 metrum, sem hann hafði orðið innan við nestána, en það dugði til að valda slysinu.
Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhverfs staðar í þessum látrum hafi skip strandað á árunum milli 1880-90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfarm. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnaði. Sumarið 19?? í norðan kalda og slétum sjó sigdli og þarna upp á nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut uppi á næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu. Einhver leki kom að skipini og var fenginn mannafli úr landi og öflug dæla frá Reykjavík til að halda skipinu þurru. Þetta hepnaðist og skipið komst burtu. Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðarvíkina. Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23, mars 1932. Veður var gott, s. kaldi og lítið brim, en svarta þoka. Bátar reru seint frá Grindavík þennan morgun vegna þokunnar. Fyrstur á sjó frá Þórkötlustöðum þennan morgun varð Guðmundur Sloki-ornefni-139Benónýsson frá Þórkötlustöðum.
Er þeir komu út fyrir sundið, sáu þeir þúst mikla undan leiftrunarhól og einnig bát með áhöfn. Þetta var hinn strandaði togari uppi í fjöru, en skipshöfnin var komin í björgunarbátinn og út á hættulausan sjó. Guðmundur fór til bátsins og bauðst til að draga hann til lands, og þáðu þeir það. Sem fyrr er sagt var ágætis veður, og fljótlega fóru skip að hópast að strandinu. Upp úr hádegi voru komin þarna enskt eftirlitsskip, tveir eða þrír enskir togarar, danska varðskipið Fylla, og með þeim síðustu kom svo varðskipið Ægir á strandstaðinn. Einar M. Einarsson, skipstjóri Ægis, var þá orðinn frægur fyrir sín björgunarafrek á strönduðum skipum. heyrði ég sagt að Ægir hefði og náð þessum togara út með því að koma taug í togarann, þannig að hún festist ekki í botni. En Guðmundur Benónýsson telur, að hið enska eftirlitskip hafi endanlega kippt togaranum á flot. Þarna nálægt þessum Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðsta út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um við Grindavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.

Innan undir Leifrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917 ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síldartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Dag þann, sem strandið varð, hafði verið gott veður, s.a. andvari, súld og svarta þoka. Um hádegisbilið vissi fólk ekki fyrr en að í þokunni birtist ferlíki mikið inni á víkinni, sem greint varð að væri þrísiglt skip, er kom siglandi inn eð Slokkunum og vestur á víkina. Þegar kom á víkina virtist skipshöfnin fyrst verða landsins vör og gerði hún þá tilraun að venda skipinu út um. Það misheppnaðist vegna lognsins, og skipið seig á hliðina upp í kletana þarna. Skipshöfnin fór fljótlega í skipsbátinn og kom í land. Þess er sérstaklega innst í sambandi við skipshöfnina, 8 eða 9 menn, að það voru eingöngu gamlir menn. Stríðið, sem þá var búið að standa í þrjú ár, hefir verið farið að segja til sín og taka þá yngri til sín. Með því að nokkur hreyfing var á skipinu þarna á skerjunum fór það fljótlega að gefa sig, og undir kvöld stranddaginn fékk hreppstjórinn mannafla til að bjarga tunnunum og öðru verðmæti, sem hægt var að ná.
thorkotlustaðanes-uppdrattur-139Þegar um borð kom, þótti sýnt, að skipshöfnin hefði verið að byrja máltíð, en truflast snögglega, því lagt var á borð í káetu og borðsal og nóg á borðum. Björgunarmennirnir töldu sig fyrst hafa tekið til við að ljúka máltíð skipshafnarinnar og ar byrjað björgunarstarfið, enda mun það hafa orðið síðasta máltíðin í skipinu því. Það liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma Drítarklappir, þá Stekkjarfjara og varirnar í Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan, byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo og þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.
Hið eina, sem telja má, að óhönduglega hafi farið í sambandi við þessar bryggjurgerðir, var lenging og stækkun á þessari bryggju. Í raun og veru var peningum kastað þar í sjóinn, því að verk þetta var unnið sama árið og ósinn inni í Hópið var grafinn, svo eftir stækkunina var hin endurbætta bryggja aðeins notuð næstu vertíð á eftir af tveimur trillubátum og síðan ekki söguna meir.
Innan við varirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri-Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 18. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Ekki er vitað um annað að miða tímatal við en að bóndinn, sem þá bjó í Einlandi í Þórkötlustaðahverfi, hét Hannes. Einhvern tíma seinni part vertíðar í landlegu hafði  hann vaknað í rúmi sínu við hávaða úti á hlaðiinu, heyrðist þar manna mál, en gat ekkert orð gripið. Hann klæddi sig og fór út að vita, hvað um væri að vera. Þegar út á hlað kom, var þar stór hópur manna. Hópurinn var allur á barmi hlandforar, sem var þar á hlaðinu. Þar höfðu þeir umsvif mikil og tal, svo honum fannst þeir helst vera óðamála. Hannes fór í hópinn að vita, hvað um væri að vera, og reyndust þeir þar að vera að braska við að draga einn stóran og feitan félaga sinn upp úr hlandforinni. Þetta reyndist að vera skipshöfn af franskri skútu, sem strandað hafði þar í Bótinni, en það var sjálfur skipstjórinn, sem verið var að bisa við að draga upp úr hlandforinni. Hann hefir sennilega gengið á undan hópnum, en eitthvað verið óklár á staðhætti og sennilega verið nær því að drukkna þarna en við sjálft strandið….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Miðsel

Í örnefnalýsingu Merkiness segir m.a.:
mongusel-221„Upp frá Merkineslægðum og sunnan Arnarbælis hækkar landið ört , og austur undir mörkum rísa nokkrir brattir hólar gróðurlausir, sem nefndir eru Norður-Nauthólar. Í suðvestur frá þeim, miðja vegu að merkjum, er graslendi nokkuð, þar sem landið er einna hæst.  Þar mót norðvestri má sjá tóftir, sem nefndar eru Merkinessel.  Hvort það er sama selstaðan, sem sagt er frá 1703, að væri vatnslaus og þyrfti að þíða snjó fyrir pening, og ef hann væri ekki til, væri ekki vært í selinu (?).  Þetta er talið mjög gamalt sel.  Svo var þetta sel aflagt og fært enn innar.
Merkinsessel-221Ofan í djúpum, þröngum dal, austan við þar sem landið er hæst, eru tóftir, og er mælt, að einsetukerling, er bjó í Merkinesi, hafi haft þar í seli.  Enn í dag er þetta nefnt Möngusel. Þá skerst landið þvert af gjá, sem er frá suðvestri til norðausturs, og í þeirri gjá austanvert í landareigninni er annað sel, Merkinessel.  Það hafa margir nefnt Möngusel.  Upp frá þessari gjá, sem er nokkuð breið og óregluleg, nyrzt í landinu er mjó (?), eins og 150 faðmar, er öll gróin lyngi, valllendi.  Þar er jarðsig og hamraveggir.  Öll þessi gjá heitir Mönguselsgjá. Stefnir hún svo til suðvesturs, og syðst er hún ekki undir 300 faðma breið. Þar hættir gjáin, og við tekur Kinn, sem nær alla leið út að sjó hjá Stóru-Sandvík.Midsel-221
Suður og upp frá Mönguselsgjá hækkar landið aftur, og eru mosaþembur með hraunhólum.  Lengst til suðvesturs eru tveir einstakir hólar, nefndir Syðri-Nauthólar.  Vafi er, hvort þeir eru um merkin.  Upp frá þessu landi, sem enn hækkar, vex lynggróður.“
Ætlunin var að leita uppi hinar fornu minjar Miðsels (eldra Merkinessels), Merkinessels (hins yngra) og Möngusels. Hafnaheiðin býður ókunnugum ekki upp á mikla möguleika því hún er bæði tilbreytingarlaus og villandi göngufólki. En ef horft er framhjá hvorutveggja má með þolinmæði og góðum vilja nálgast framangreinda áfangastaði.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Merkines.

Merkinessel

Merkinessel.

Ísólfsskáli

Örnefnin „látur“ og „sel“ eru víða við Reykjanesskagann, s.s. Selsker, Selhella og Sel[ja]vogur] og Selhelluvogur í Ósum, Selsker við Sandgerði (Fuglavík), Selvík við Hólmsberg, Látrar og Láturtangar við Hvassahraun, Selatangar austan Ísólfsskála, Selalátur á Selatöngum, Látur og Litla- og Stóra-Látraflöt fremst á Þórkötlustaðanesi, Selaklettar við Garð að auðvitað að Selvogi ógleymdum. Örnefnin Selsker og Selatangar eru einnig við Stafnes.

LandselurÍ örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker segir m.a: „Nokkur smásker sunnan við grynnri bátaleguna í Sandgerði heita Selsker. Bæjarskerseyri öll tilheyrir Bæjarskerjum (nema Borgarklettur) og er söguleg fyrir ýmsa hluti. Þar hefi ég séð mest af sel saman kominn fyrir aldamót. Þeir lágu í mörgum hópum uppi á Eyrinni um fjöru og tugum saman í hverjum hóp eins og fjárbreiður. En þegar sjór hækkaði og undir þá féll, moraði öll víkin af sel og raunar báðum megin Eyrar. Bændurnir höfðu selanætur, sem þeir lögðu í Eyrarsundin á hentugustu staði, Og munu hafa haft drjúga veiði, einkum fyrr á tíma.
ÚtselurMeðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun. Og Bæjarskerseyri var auðug af sölvum, en það kunnu þeir bændur, sem fluttir voru á Miðnes austan af Síðu, vel að meta, þar voru söl notuð sem mannafóður um miðja 19. öld. Það var að vísu ekki almennt gjört á Miðnesi í mínu minni, en þeirra var aflað í stórum stíl til skepnufóðurs og þóttu ómissandi.
SelatangarÁ tíma seglskipanna, einkum meðan mest var af frönskum skonnortum, svo að telja mátti um og yfir hundrað daglega í Stafnesdjúpi, strönduðu þau oft við Miðnes, þegar útsynningarnir dundu á með brimi og myrkri. Eyrin, lág en föst fyrir, teygði anga sinn um eina sjómílu út, hún var því sem eins konar gildra fyrir skipin, enda strandaði fjöldi þeirra á Eyrinni.
Þó nokkrir áratugir hafi þessu öllu breytt, selurinn horfið af Eyrinni, síðan vélbátar komu með skelli eins og vélbyssuskothríð.“
Hér er þess getið að skothríð fæli selinn frá látrum, enda mun staðreyndin vera sú.
Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir: „Nótarhóll dregur nafn af því að dregið var fyrir sel í Gvendarvör og nótin síðan geymd á hólnum.“ Nótarhellir er við Seltanga. Örnefnið er af sömu ástæðum þar.

HringanóriLátur eða sellátur er svæði nærri sjó, þar sem selir kæpa (eignast kópa). Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig, og eru meðal annars allvíða við strendur Íslands. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu, og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð. Það hefur löngum verið talið til hlunninda, ef látur voru í námunda við bæi, enda hafa selir verið veiddir frá fornu fari, fyrst vegna kjöts og skinna, en í seinni tíð einkum vegna skinna (þá aðallega kópar) og til að halda hringormi í skefjum.

KampselurHvallátur eru einnig til, og setti Bjarni Einarsson þá tilgátu fram að þau væru kennd við rosmhvali, það er að segja rostunga. Sú tilgáta þykir mjög sennileg, en er erfitt að sannreyna þar sem rostungar eru orðnir sárasjaldgæfir við Ísland.

Sellátur fyrirfinnast víða við strandlengju Íslands. Landselir eru flestir á svæðinu frá Ströndum til Skaga við Húnaflóa

VöðuselurÍ nágrenni Reykjavíkur þykir látur við Stokkseyri og Eyrarbakka einna best til þess að skoða seli, þótt ekki haldi margir þeirra til þar. Hindisvík á Vatnsnesi er sögð vera besti staður landsins til að skoða seli, en látrið þar var friðað um 1940 fyrir atbeina Sigurðar Norland (1885-1971), sem þar bjó.

Selir halda mest til í látrum frá fengitíma og þangað til kóparnir eru orðnir vel syndir. Tvær selategundir kæpa við Ísland, landselur og útselur, og er yfirleitt betra að komast að landselslátrum ef menn eru forvitnir eða í veiðihug.

Fengitími landsela er í ágúst og september og þeir kæpa á vorin, í maí og júní, í látrunum. Kóparnir liggja fyrstu vikuna en taka svo til sunds. Þegar kóparnir eru byrjaðir að braggast, þá byrja fullorðnu selirnir að fara úr hárum, seinni Blöðruselurhluta sumars, áður en fengitíminn hefst að nýju, en þá halda selirnir sig frekar til sjós.

Útselir byrja að kæpa á haustin og stendur kæpingin yfir frá október fram í febrúar. Kópar útsels halda til á þurru landi þangað til þeir hafa skipt um feld, og þegar þeir eru byrjaðir að stálpast, á vorin, þá hefst fengitími fullorðnu selanna.

Þar sem látur eru koma þau gjarnan fyrir í örnefnum. Þannig eru til Sellátur í Tálknafirði og Sellátranes í Rauðasandshreppi, Hvallátur og Látrabjarg í Vestur-Barðastrandarsýslu. Látrar eru til (og hafa bæði þekkst sem Sellátur og Hvallátur að fornu) og Látraströnd í Suður-Þingeyjarsýslu og Sellátur er bæði til í Breiðuvíkurhreppi í Snæfellsnessýslu og í Helgustaðahreppi í Suður-Múlasýslu. Hvallátur heitir eyjaklasi á Breiðafirði, og Hvallátradalur er í Lambadalshlíð í Dýrafirði.

Rostungur

Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar tegundir í viðbót eru þekktar hér við land sem flækingar, en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Þessar tegundir eru vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Einnig hafa rostungar (Odobenus rosmarus) sést hér við land en þeir eru þó mjög sjaldséðir.

Þegar skoða á sellátur er vert að hafa í huga að villt dýr, líkt og selir og fuglar, geta verið viðkvæm fyrir umferð manna og því ber að hafa eftirfarandi atriði í huga þegar þau eru skoðuð:

Til að njóta heimsóknar í sellátur til fulls er nauðsynlegt að vera útbúinn góðum sjónauka. Ekki er æskilegt að fara nær selum á landi en ca. 100 metra. Ef dýrin breyta hegðun sinni, gerast óróleg eða flýja í burtu frá þér er það  merki um að þú sért kominn of nálægt.
SelláturTil að ná góðum myndum af dýrunum er nauðsynlegt að vera útbúinn myndavél með góðri aðdráttarlinsu. Það er frekar ólíklegt að ná góðum myndum af selum og fuglum á venjulegar myndavélar.
Gakktu rólega og hljóðlega um heimkynni villtra dýra. Forðastu hróp, köll, hlaup og snöggar hreyfingar.
Þó selir séu afskaplega fallegir, geta þeir einnig verið hættulegir ef þeim er ógnað. Vinsamlegast snertið því ekki veik eða særð dýr, heldur látið vita á afgreiðslu Selasetursins eða til landeigenda.
Vinsamlegast snertið ekki kópa sem villst hafa frá móður sinni. Hættulegt getur verið að fara á milli kóps og urtu.
Vinsamlegast snertið ekki fuglsunga, eða veika og/eða særða fugla heldur látið vita á afgreiðslu Selasetursins.
Leyfið dýrunum að skoða ykkur, forvitinn selur getur t.d. synt ansi nálægt sé honum ekki ógnað á neinn hátt. Tillitsemi borgar sig.

Heimild m.a.:
-Wikipedia.com
-Selasetur Íslands.

Selir

Selir á Skógtjörn á Álftanesi.