Eiríksvegur

Eftirfarandi lýsing á leiðinni milli Reykjavíkur og Voga birtist frá vegfarenda í Ísafold árið 1890 undir fyrirsögninni „Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa“. Nefnir hann „Eiríksveginn“ svonefnda á Vatnsleysu- og Flekkuvíkurheiði „Vatnsleysuheiðarbrú“ eða „Svívirðinginn“ öðru nafni.
Alfaraleiðin vestan Kapelluhrauns„Ég las um daginn í Ísafold um póstveginn í Árnessýslu; og datt mér þá í hug, að einnig mætti rita fáein orð um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.
Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að athuga; en á vetrum í leysingum verða þær lítt færar eða stundum ófærar.
Þá kemur Fossvogslækur, lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komist, og það ber við, að hann verður með öllu ófær.
Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, lítt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitt utar, má fá hann mjög hallalítinn.
Þegar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sé; hún er rétt við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyngsli eru. Þá kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tugum ára; en trén í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.
Þá er nú úr því brýr yfir lækina, og vegur all góður þangað til kemur suður í Hafnarfjörð.
AlfaraleiðinÞar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hér um bil þar sem hann er brattastur; en auk þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og má það kallast hættulegt að ríða hann ofan að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsluna úr veginum, og er honum því einnig hætta búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rétt við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra manna, er búa þar í grennd. Af því, að sjórinn gengur þar rétt upp að veginum, standa skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim hætta búin; skipa-uppsátur er ekkert annað til þar í grennd.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. Þar standa þilskip, og liggja járnkeðjur af þeim yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli oft hafa hlotist slys af þeim. En þess ber að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu. Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur 10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skipin mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið eftir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að skólaeignin sé 1000 kr. meira virði en ella. Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að banna að hafa þar skipauppsátur, eða að leggja veginn annarsstaðar.
En látum oss halda lengra.
Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir túngarðinn í Flensborg, og verða menn þá að ríða sjóinn fram með garðinum, oft talsvert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt, svo að þar er mjög illt yfirferðar.

Almenningsvegur

En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðarmegin kemur; þar er hár bakki, sem upp verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tekur við dý, sem hver hestur liggur í.
Þegar búið er að draga þá upp úr því, er haldið suður Hvaleyrarholt. Þetta holt hefur ekki verið rutt í ár, og er það mjög seinfarið. En þegar kemur suður fyrir sandskörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun, Kapelluhraun, Almenningur og Afstapahraun. Um veginn gegnum þau ætla ég ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og steinvölum.

Vatnsleysuheiðarbrú

Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum „Svívirðingin“, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðs-markið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við hinn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og lengra ætla ég ekki að fara að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi.
Ég skal leyfa mér að láta í ljósi skoðun mína um það; það fara svo margir þennan veg, að vonandi er, að einhverjir fleiri en ég skýri frá, hvernig þeir álíti þessu best í lag hrundið.
Í Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa, og það sem allra fyrst, og væri það lítill kostnaður.
AlmenningsvegurGötutroðningana við Kópavogstún verður að brúa, og viðrist það auðgjört.
Kópavogslækjarbrúna þarf að athuga; það er of seint að gjöra það eftir að slys er búið að ljótast af því, hversu veikgjörð hún er. Í öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðanlega menn, sem vita hafa á því, dæma um það, hvort henni sé treystandi eins og hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar sem hann er, ætti alveg að leggja niður. Þar sem hann liggur upp Hamarinn, er mikils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega heldur engin lagaheimild til, að vísa mönnum burtu með skip sín, sem uppsátur hafa rétt fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-uppsátur þar og vegur geta ekki samrýmst. Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá Flensborg; annaðhvort er, að banna skólanum að hafa þar uppsátur, eða að leggja af sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ. e. undirorpinn sjávargangi, og menn verða að sæta sjávarföllum til að komast hann, þá virðist lítil eftirsjón í honum þar sem hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?
Hann ætti að leggjast sunnar upp Hamarinn en nú er, fyrir ofan bæinn „á Hamri“ neðan til í Jófríðarstaðaholti, fyrir sunnan Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hér um bil beina stefnu á Hjörskot. Það, sem ynnist við að leggja veginn þannig, hjá því sem nú er, mundi verða: vegurinn upp Hamarinn yrði ekki eins brattur, hann yrði ekki undirorpinn sjávargangi; vegfarendum yrði engin hætta búin af bátum, sem nú standa því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir oftast samsvarað vöxtum af 1000 krónum; menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá Ásbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að klifra upp sandskörðin hjá Hvaleyri.

Reiðskarð

Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera; hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strandarheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta sér. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa). Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn.
Ritað á Fidesmessu 1890.“

Heimild:
-Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða: Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa.
http://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/sagan/sogulegar-upplysingar/1890/nr/249

Eiríksvegur

Eiríksvegur.

Suðurreykjasel

Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé „selstaða góð“. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að „norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur.
Í Forarmýri sést Beitarhúsmóta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan við og undir þeim hálsi eru Selbrekkur. Neðst í Selbrekkum var sel og sjást rústir þess enn“. Upplýsingar þessar virðast vera teknar úr Fornleifaskrá fyrir Mosfellshrepp, gerð af Þjóðminjasafni Íslands. Í skránni er selið ekki staðsett. Þá segir: „Norðan til við Selbrekkur er Fuglaþúfa á meldragi og skammt í austur frá henni eru tóftir af sauðahúsi. Hætt var að nota sauðahúsin að Suður-Reykjum um aldamótin [1900] og mun Finnbogi Árnason síðastur hafa notað þau“. Þetta kom m.a. fram í viðtali við Oddnýju Helgadóttur í október 1989.
Dalurinn ofan við Suðurreyki heitir Húsadalur. Nær hann inn að Forarmýri. Neðan frá mýrinni rennur Varmá niður dalinn Hún kemur úr Bjarnarvatni innan við Reykjaborg. Ýmsir þverlækir eru í dalnum. Skammt ofan við bæinn eru nokkur sumarhús umhverfis talsvert gil, sem þar er. Trjárækt hefur verið stunduð við bústaðina svo víða eru allhá tré.

Sauðakofi

Í gilinu norðan megin við ána er skjólgóður hvammur. Skammt ofan við hann er gróin tóft. Líklega hefur þarna verið stekkur um tíma.
Húsadalurinn er vel gróinn, einkum að norðanverðu. Vestasti hluti dalsins hefur eflaust fyrrum verið framlenging á heimatúninu. Reykjafell er norðanvert og Reykjaborg sunnanvert. Hamrar hennar blasa við mót vestri. Vestan Reykjaborgar er Hádegisfell, lægra. Innar eru Þverfell að austanverðu og Bæjarfell að sunnanverðu. Milli Bæjarfells og Reykjaborgar er fyrrnefnt Bjarnarvatn.
Miðja vegu í dalnum eru rústir fjárhúsa (beitarhúsa). Annað er norðan við ána og hitt sunnan við ána. Síðarnefndu rústunum hefur verið raskað, en þó má enn sjá stærð þeirra og lögun sem og vegghæð, sem hefur verið óvenju mikil. Litlu A-laga húsi hefur verið komið fyrir í tóftinni með tilheyrandi raski.

Suðurreykjasel

Skammt norðaustar eru óreglulegar hleðslur, nokkuð stórar. Nyrst í þeim eru leifar af hlöðnu húsi. Þarna gæti hafa verið sauðhús og sauðagerði.
Fjárhústóftin norðan árinnar horfir mót suðri. Veggir eru grónir og standa. Vestan við og fast við hana er minna afhýsi með op mót suðri. Tóftin ber með sér að vera ekki mjög gömul; bárujárn hefur verið í þaki, a.m.k. undir það síðasta. Skammt ofar, fast við ána, hefur verið hlaðinn garður, nú gras- og mosavaxinn.

Og þá var bara að feta sig inn dalinn, yfir mýri, sem reyndar var frosin að þessu sinni, og upp að Selbrekkum þangað til Bæjarfellið var svo til beint í suður. Forarmýrarlækurinn kemur þar niður og sameinast Varmá. 

Suðurreykjasel

Skammt ofan og utan við mótin eru tóftir selsins. Þær eru mjög grónar og ekki auðvelt að greina rýmaskipan í fljótu bragði, en þó má gera það með lagni. Meginhúsið, baðstofan, er austast, en utan í því að vestanverðu hafa verið eldhús og búr sitt hvoru megin við innganginn í baðstofuna. Allar dyr hafa verið mót vestri. Selið er vel staðsett í dalnum í skjóli fyrir austanáttinni eins og svo algengt var um selstöður á Reykjanesskaganum. Neðan (sunnan) við selið eru stekkjartóftir, aflangur til suðurs. Stekkurinn hefur verið nokkuð stór, en er nú gróinn. Ekki mótar fyrir hleðslum nema með rannsókn, líkt og í selstæðinu. Op var mót suðri.
Forarmýrinn er nú að gróa upp og er hin myndarlegasta starmýri. Vestari hluti hennar er slétt og ekki langt að bíða að hún verði að túni.
Vel mætti beita hestum á mýrina og opinbera þannig tóftirnar til frekari skoðunnar. Ljóst er að bóndinn á Suðurreykjum hefur viljað nýta aðstöðuna til hins ítrasta og því farið með selstöðuna svo fjarri bæ sem unt var, a.m.k. um tíma. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar.
Telja má líklegt að seinna hafi selstaðan verið færð neðar með ánni og þá væntanlega upp í fyrrnefnt gil þar sem skjól er svo að segja fyrir öllum áttum, góður hagi og óþrjótandi vatn.

Beint upp af Selbrekkum, á berri melhæð er einmanna tóft. Horfir hún til norðvesturs. Tóftin, sem er gróin, er nokkuð heilleg og standa veggir t.a.m. enn. Ekki er gott að kveða á um hlutverk hússins, en það gæti þess vegna hafa verið sauðahús eins og segir í örnefnalýsingunni. Einnig gæti þarna hafa verið athvarf fyrir fólk á leið inn með Reykjafelli og niður með Norðurreykjaá í Helgadal og síðan í Reykjadal (Norðurreykjum). Berangur er nú umhverfis tóftina, en telja má líklegt að svæðið hafi verið mun grónara fyrrum.
Annars má telja líklegt að Húsadalurinn sé ekki mikið nýttur til útivistar þrátt fyrir fjölmargar áframhaldandi leiðir úr honum, s.s. til suðausturs að Bjarnavatni austan við Þverfell, yfir í Torfdal til norðausturs, til suðurs upp að Borgarvatni og áfram niður í Þormóðsdal eða til norðurs og niður með Norðurreykjaá, sem fyrr er lýst.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Suður-Reyki – 1991.

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1926.

Suðurnes

Þegar gengið er um Suðurnes norðvestast á Seltjarnarnesi ber margt forvitnilegt fyrir augu.
Golfvöllur þarlendra er á Nesinu, en umleikis hann með allri ströndinni er göngustígur sem varinn Sudurnes-222hefur verið með sjóvarnargarði svo Mar geti ekki gengið upp á völlinn. Á vefsíðu golfklúbssins Ness sést m.a. þetta um svæðið: „Í upphafi var golfvallarstæðið á helmingi Suðurnessins, suðvestur hluta þess. Túnin höfðu verið nýtt af hestamönnum. Vestast á Suðurnesi við innsiglingarmerki sem þá var uppistandandi, voru öskuhaugar Seltjarnarnesbæjar. Þar sem nú er önnur braut var æfingaskýli lögreglunar sem þá stundaði handtöku- og skotæfingar þar. Á núverandi æfingarsvæði voru fiskverkunartrönur og hesthús voru við Daltjörn.“
Sudurnes-223Þegar skoðað er aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 má sjá að Suðurnes þetta er í raun eyja tengt landi með granda eða samföstum gröndum; Bakkagranda í suðri og Kotagranda í norðri. Utan við hinn síðarnefnda er Seltjörnin en Bakkavík við hinn fyrrnefnda. Helstu örnefnin á Suðurnesi eru, ef gengið er réttsælis með Bakkavík, Leirur og suðvestast Suðurnestangi. Innan við tangann er Búðatjörn. Norðvestar er Helguvík og Urðin nyrst. Á henni voru sjóbúðir fyrrum sem síðar verða nefndar. Á miðju Suðurnesi var Réttin og norðan hennar Dældir eða Dalurinn. Bakkatjörn er framar, milli grandanna fyrrnefndu.
Lionsklúbbur Seltjarnarness hefur komið upp nokkrum upplýsingastólpum á strandleiðinni. Við Búðatjörnina stendur: „Búðatjörn (Fúlatjörn) – Fjaran suðaustan við trjörnina heitir Búðagrandi og sunnan við hana hafa staðið verbúðir eins og  Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð. Tanginn út frá Búðagranda heitir Suðurnestangi“.

Sudurnes-226

Við vörðu á Urðinni stendur: „Fyrst var reist hér varða eða sundmerki um 1780 til þess að auðvelda siglingu um Valhnúkasund. Endurreist oftar en einu sinni, síðast í atvinnubótavinnu 1930. Varðan eyðilagðist í stórviðri í febrúar 1996“.
Í Morgunblaðinu 26. október árið 1990 er fjallað um endurhleðslu leiðarmerkisins: „Viðgerð á leiðarmerkinu í Suðurnesi á Seltjarnarnesi er lokið. Nesskip hf. og Björgunarsveitin Albert gerðu með sér samkomulag um viðgerð á vörðunni sem var að hruni komin. Leiðarmerkið í Suðurnesi er merkt inn á sjókort sem gerð voru á seinni hluta 18. aldar. Danskur sjómælingamaður, kapteinn H. Mi nor, notaði leiðarmerkið í Suðurnesi sem mælingapunkt þegar hann var við sjómælingar á innanverðum Faxaflóa sumarið 1776.

Sudurnes-224

[Árið] 1930 fór fram umtalsverð viðgerð á innsiglingarvörðunni, en verkinu stjórnaði Albert vitavörður í Gróttu. Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi, sem ber nafn vitavarðarins í Gróttu, stóð hins vegar að viðgerð vörðunnar nú, 60 árum síðar. Seltjarnarneskaupstaður hefur ákveðið að laga umhverfi vörðunnar og tryggja að ágangur sjávar brjóti hana ekki niður aftur.“ Nú var að að sjá að enn einni viðgerðinni væri nýlokið.
Skammt utar (norðar) er skilti: „Ljóskastarahús – Stríðsminjar frá seinni heimstyrjöld. Héðan var fylgst með umferð skipa og flugvéla“. Og þar rétt hjá: „Setlög – jökulberg. Efst í fjörunni eru setlög með skeljabrotum ofan á jökulrúnum grágrýtisklöppum. Setlögin eru talin vera frá síðasta hlýskeiði um 70 – 100 þús. ára gömul“. (Á skiltinu er mynd af hávellu).
Sudurnes-225Fremst, þar sem grandarnir mætast, er skilti með ljósmynd. Á því eru öll helstu örnefni þegar horft er til norðurs yfir vestanvert Seltjarnarnes.
Í örnefnalýsingu fyrir Seltjarnarnes skráða eftir Kjartani Einarssyni á Tjarnarbóli 4, f: 1914, árið 1976, kemur m.a. eftirfarandi fram um Suðurnes: „Mótekja var neðan við Bakkagranda en ekki hægt að taka hann nema um fjöru. Seinast var þar tekinn mór 1939. Í honum voru stórir lurkar, lærissverir.
Nesið fyrir vestan, sem byrjaði áður fyrr við Ósinn, kallst Suðurnes. Hæsti blettur á því er Svartibakki, að austan við sjóinn. Leirur voru nefndar fram af útfalli Óssins. Á þeim voru maðkafjörur Framnesinga, þ.e. þeirra sem áttu heima vestan Þvergarðs. Syðst á Suðurnesi er Búðatjörn. Í daglegu tali var hún nefnd Fúlatjörn; í henni safnaðist fyrir þari, sem úldnaði. Vestan við tjörnina voru Búðir. Þrjú nöfn voru notuð, svo að Kjartan vissi til, Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð, talið frá austri. Grandinn austan við Búðatjörn heitir Búðagrandi og tanginn út frá honum Suðurnestangi. Skerið víkurmegin við hann nefnist Selsker. Vík suðvestan á nesinu nefnist Helguvík. Lítið sér nú fyrir henni. Frá henni er svokölluð Urð, sem nær alla leið að Seltjarnarrifi. Vestast á (í) nesinu er innsiglingarmerki, hlaðin grjótvarða, sem nefnist Suðurnesvarða. Í suðvestur af henni er sker, sem nefnist Kerlingasker. <

Sudurnes-227

Sú saga er um nafnið, að Seltirningar hafi eitt sinn farið í róður og haft kerlingu nokkra með sér, sveitarómaga. Hún átti að tína öðu í beitu á skerinu, meðan þeir skryppu úr á Svið. Þeir voru lengur í róðrinum en þeir hugðu, og þegar þeir komu aftur, var kerlingin flotin af skerinu. Sker, sem heitir Keppur, er suðaustur af Kerlingarskeri, kemur upp um stórstraumsfjöru.
Um það bil á (í) miðju Suðurnesi er merki, sem landmælingamenn danska herforningaráðsins settu upp [í byrjun 20. aldar]. Við það var svonefnd Rétt, fjárrétt, sem síðast var notuð 1930. Þar var haft í kvíum frá Hrólfsskála um 1880. Nokkur lægð er austarlega á Suðurnesi. Hún nefnist Dældir, í seinni tíð stundum kölluð Dalur. Það er smátjörn, sem áður fyrr hafði útfall í Ósinn.
Sudurnes-228Grandinn, sem liggur vestan á Seltjarnarnesi, nefnist Kotagrandi. Hann er milli Bakkatjarnar og Seltjarnar, sem nú er komin í sjó. Geta má þess, að á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1835 er Bakkatjörn nefnd Seltjörn. Utan við Seltjörn liggur Seltjarnarrifið, sem áður er getið“.
Í nefndri örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir um Suðurnes: „Sunnan hennar [Bakkatjarnar] heitir Bakkagrandi, malarkamburinn, sem þar er, og gegnum hann er Ós. Vestan við Bakkatjörn er svo annar skerjagrandi, sem heitir Kotagrandi.  Hann er milli Bakkatjarnar og Seltjarnar. Kotagrandinn liggur út í grasi vaxið landssvæði, ekki stórt um sig, sem heitir Suðurnes.  Þetta er láglent svæði frekar; norðaustur úr því liggur langt rif, sem heitir Suðurnesrif.  Það eru leifar þess lands, er eitt sinn myndaði Seltjörnina að norðvestan. Syðst á Suðurnesi er Búðatjörn og fram af henni er Búðagrandi; þar sem koma saman grandarnir, Bakkagrandi og Kotagrandi, er forarvilpa, sem heitir Dalur.

Sudurnes-229

Norðan við Búðatjörn eru gamlar sjóbúðir.  Þarna voru 1703 þrjár búðir: Stórabúð, Morastaðabúð, Hannesarbúð. Vestast í nesinu er Suðurnesvarða, nýlega hlaðin upp, og er innsiglingarmerki á Skerjafjörð. Svo var uppi á hánesinu Rétt og gerði í hring.“
Í bréfi um matsskyldu vegna fyrirhugaðra sjóvarnargarða á Suðurnesi má m.a. lesa eftirfarandi um jarðmyndanir, fuglalíf o.fl.: „Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis sé að finna merkar jarðfræðiminjar, þ.e. jarðlög með skeljaleifum frá síðasta hlýskeiði ísaldar og ísaldarlokum m.a. í víkinni inn af Svörtubökkum. Fyllt hafi verið yfir setlögin að hluta til og sandur hylji þau að einhverju leyti við núverandi sjóvarnargarða en setlögin verði sýnileg þegar fjari út. Ef umfang sjóvarnargarða aukist megi búast við því að sá hluti fjörunnar þar sem sandur safnist fyrir færist utar og þar með muni meira af setlögunum hyljast sandi. Með því verði bæði þrengt að setlögunum sjálfum og fjörumónum. Fram kemur að setlögin séu aðgengileg og gegni hlutverki við kennslu í Háskóla Íslands, sem og við komu erlendra rannsóknarhópa til landsins. Á kaflanum frá miðjum „tanganum” við austurhluta golfvallarsvæðisins og út með víkinni inn af Svörtubökkum. Fram kemur að við ljóskastarahúsið, á um 100 m breiðu svæði, sé að finna merkileg setlög með steingervingum og jökulrákaðar klappir. Á þeim kafla sé mikilvægt að fláar fyrirhugaðrar sjóvarnar nái ekki lengra niður í fjöruna en núverandi sjóvörn.

Sudurnes-230

Umhverfisstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir geti haft umtalsverð áhrif á merkar jarðfræðiminjar ef farið verði með fyllingu og grjótvörn lengra út í fjöruna. Setlög með steingervingum er að finna í fjörunni. Það sama eigi við um 100 m breitt belti neðan við Ljóskastarahúsið ef hækkun sjóvarna hafi í för með sér að grjótvörn nái lengra niður í fjöruna.
Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram aðí  Bakkavík sé auðugt smádýralíf og í víkinni sé mikilvægt fæðuöflunarsvæði fugla og því beri að leggja áherslu á að eins litlu fjörusvæði verði raskað við framkvæmdirnar og kostur sé. Bent er á að ef sandsvæði í fjörunni færist utar í kjölfar fyllingar geti það haft áhrif á fæðuöflunarsvæði fugla. Umhverfisstofnun bendir á að þarna séu einnig flóðsetur og hvíldarstaðir fugla, sem og fæðuöflunarsvæði auk þess sem varpstaðir kríu við Búðatjörn séu við framkvæmdasvæðið. Á þessu svæði sé því einnig mikilvægt að halda öllu jarðraski í lágmarki og athuga hvort ekki megi draga úr fyrirhuguðu umfangi grjótvarnar.
Fram kemur að til að tryggja leið andfugla frá varpstöðvum til sjávar telji Umhverfisstofnun að vænlegast sé að koma fyrir sniðbrautum á Sudurnes-231görðunum.“
Þótt ekki sé um langan hringveg að fara um Suðurnes er leiðin sérstaklega skemmtileg, ekki síst vegna framangreindra minja, fuglalífs og jarðlaga að ógleymdu útsýninu yfir hafflötinn við æði misjöfn birtustig.
Þegar hringleiðin var gengin í aprílmánuði fylltu margæsir á leið þeirra til Grænlands og Kanada golfvallaflatirnar og nálægar tjarnir. Allt umleikir spígsporuðu vorboðarnir, auk fjölda annarra ágætra fargesta. Þrátt fyrir ánægjuaugað verður að segjast eins og er að það er synd að verbúðirnar framangreindu skulu hafa farið forgörðum vegna augnabliks andvararleysis fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Kjartans Einarssonar.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Mbl föstudaginn 26. október, 1990, leiðarmerki endurhlaðið.
-Endurbætur á sjóvarnargörðum á Suðurnesi, Seltjarnarnesi. Ákvörðun um matsskyldu, Skipulagsstofnun 2004.
-nkgolf.is

Grótta

Grótta.

Hjallasel

Hjallasel í Ölfusi hafa jafnan reynst áhugasömu fólki erfið leitar og staðsetningar.
En fyrst svolítið um Solstigsvarda„sel“. Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju frá 1856 má lesa eftirfarandi um örnefnið „sel“: „Sel merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins og lög gera ráð fyrir; húsakynnin voru ætíð lítil og órífleg, ekki nema 2 herbergi eða svo, enda ekki mart manna að jafnaði. Alment var »haft í seli« á Íslandi lángt fram eftir öldum, uns það hætti, bæði vegna ódugnaðar og eins hins, að þörfin á að hafa í seli var aldrei eins mikil á Íslandi eins og t. d. í Noregi, nema þá rjett á stöku stöðum. En nöfnin eru mjög þýðingarmikil, einmitt fyrir búskap Íslendinga á fyrri öldum. Sel urðu að bæjum (kotum) líkt og fjós o.s.frv.“.
Í „Orðasafni í fornleifafræði“, sem Fornleifastofnun Íslands birtir á vefsíðu sinni er örnefnið „sel“ m.a. Hjalli-21skilgreint: „sel hk. [skilgr.] Bústaður í úthögum eða inn til fjalla þar sem búsmali, aðallega málnytupeningur, var hafður á sumrum. [skýr.] Tilgangur með selstöðu var margþættur: Að hlífa heimahögum við ágangi, nýta útbeit og slægjur og jafnvel eftirsókn í kjarnmeiri gróður. Sumstaðar hafa sel verið notuð sem beitarhús á vetrum. [enska] shieling“.
Ekki er að sjá á örnefnalýsingum að getið sé um selstöður bæjanna undir Hjallafjalli í Ölfusi. Í lýsingu af Hjalla segir m.a. að „vestan við Kerlingarberg er skarð nokkurt sem í heild kallast Selstígur, þó að nafnið eigi einkum við götuna, sem liggur þar upp á brúnina.“

Hjalli-25

Selsstígur þessi liggur frá Hrauni upp í selstöðu frá þeim bæ í hraunkrikanum undir Skógbrekku.
Í örnefnalýsingu fyrir Ytri-Grímslæk segir: „Klapparhóll og tóft af fjárborg. Nálægt miðju svæðisins er lágur klapparhóll og utan í honum er tóft af fjárborg. Var fjárborgin notuð af bændum í sveitinni fyrr á öldum og þá fyrst og fremst til að skýla sauðfé í vondum veðrum. (Munnleg heimild: Gunnar Konráðsson, nóvember 1997).“
Í örnefnalýsingu fyrir Hjallahverfi eftir Eirík Einarsson segir m.a. um þetta svæði:
„Nöfn utan gömlu túnanna, neðan brúnar Hjallafjalls. Með Bakka eru talin nöfn í Bakkabrekkum, út að Hjallarás, nema gatan út með fjallinu, en af efri bæjum sóknarinnar var hún nefnd Hjallagötur. Vestan við Bakkarás, upp við hlíðina, er fjárrétt sem heitir Hjallarétt. Þar var réttað vor og haust.

Hjalli-23

Rétt fyrir vestan Hjallarétt er gata upp á brúnina, þar sem hlíðin skagar einna lengst fram. Hún heitir Suðurferðastígur og Króksstígur. Allgóð hestagata. Litlu vestar, austan við Króksrás, bugðast önnur gata upp á brúnina. Hún heitir Kúastígur eða Króksstígur.
Rétt fyrir vestan Öxl er gata úr brekkunni upp á brúnina, og heitir Borgarstígur. Spölkorn fyrir vestan Borgarstíg er stór varða uppi á brúninni. Heitir hún Sólarstígsvarða. Aðeins vestan við hana er krókótt kindagata upp á brúnina. Hún heitir Sólarstígur. Í stórum, algrónum hvammi litlu vestar er enn gata og heitir Hraunsstígur.
Upp af Bolasteini er grasbrekka, og hellisskúti ofan hennar, en klettar í brúninni. Brekkan heitir Hellisbrekka. Framan í nefi vestan við Hellisbrekku er gata upp á brúnina. Hún heitir Steinkustígur.
Upp frá Króksstíg eru Suðurferðarmóar upp að Efrafjalli, fyrir vestan Hest. Þar eru grasbrekkur og lautir í brúninni fyrir vestan Leynira (þeir eru taldir með Bakka), og heita Suðurferðabrekka. Gatan þar upp brekkuna kallast Kálberstígur. Þannig var nafnið víst oftast borið fram, en mun eiga að vera Kálfsbergsstígur, kenndur við Kálfsberg, lítinn klettastapa þar í brúninni.
Vestan við Suðurferðabrekku. er Brattabrekka, með kletta í brún og hærri en brúnin austar og vestar. Rétt neðan við vesturenda Bröttubrekku er dálítil hæð, sem heitir Háaleiti. Þar hafði Jón Helgason bóndi á Hjalla, síðar kaupmaður í Reykjavík, sauðahús fram yfir aldamótin 1900. Sér þar fyrir rústum.

Hjallasel efra - á Efra-Fjalli-2

Í brúninni vestur af Bröttubrekku, og nokkru lægri, eru Selbrekkur, algrónar. Austast í þeim heitir Pall-Selbrekka. Neðan við Selbrekkur er dálítil lægð sem heitir Litli-Leirdalur (182), og niður frá honum, suðvestur frá Háaleiti er Stóri-Leirdalur. Vestan við Selbrekkur verður rani eða múli sem heitir Rjúpnamúli. Niður frá honum heita Lækjarmóar. Þar eru rústir sels eða stekks, og heitir Lækjarborg.“
Gengið var áleiðis upp í Lyngbrekkur og stefnan þá tekin upp í svonefndar Vatnsbrekkur með stefnu í átt að Skálafelli. Skammt norðaustar var komið í Selbrekkur. Í brekkunum kúrði fallegt sel; Hjallasel I. Þarna mun vera um að ræða gamla selstöðu frá Hjalla. Megintóttin er óvenjustór af selstóft að vera, en rými var austan við hana.

Hjalli-26

Tvískipt tóft var lítillega ofar (norðar) og síðan önnur skammt vestar. Á milli hennar og megintóftarinnar var garður. Tækifærið var notað og selstaðan rissuð upp. Gamall stígur liggur í móanum upp hlíðina og liðast áfram upp hana skammt vestan við selið. Að sögn Hjalta Þórðarsonar, bónda á Bjarnastöðum, sem er manna fróðastur um þetta svæði, átti þarna uppi einnig að vera selstaða, mjög gömul, frá Hjalla og síðar notuð sem sauðhús [fjárborg, sbr. Lækjarborg]. Um 20 mín. gangur er á milli seljanna til norðvesturs, í svonefndum Sellautum. Á milli seljanna, á Efra-Fjalli má sjá brak úr flugvél er þar fórst á seinni stríðsárunum.
Þegar Lækjaborgin er skoðuð má telja víst að þar hefur „einungis“ verið lítil fjárborg á annars litlum og lágum hól.

Fjallsendaborg

Enn má sjá talsverðar hleðslur í föllnum veggjunum sem og leiði- eða skjólgarða bæði suðaustan og norðvestan við hana. Telja verður ólíklegt að þarna hafi verið stekkur fyrrum, hvað þá selstaða. Líklegra er að selstaðan hafi við þar sem nú er Hjallaborg (stórt fjárhús og gerði) neðan við Selbrekkur.
Skammt suðvestar er Fjallsendaborgin, mjög gróin og stór á og utan í klapparhól. Fjárborgir voru á Reykjanesskaganum notaðar sem skjól fyrir útigangsfé því óvíða voru byggð fjárhús og/eða beitarhús á svæðinu fyrr en í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Vegna hversu slíkar byggingar eru tiltölulega nýlegar sjást minjar þeirra jafnan mjög vel í landslaginu. Ein slík er á lágum grónum hól skammt austsuðaustar, talsvert áberandi, norðan og ofan við Sólarstígsvörðu. 

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsing frá Hjalla.
-Örnefnalýsing frá Ytri-Grímslæk.
-Gunnar Konráðsson – munnleg heimild.
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, Bæjarnöfn á Íslandi, Hið íslenska bókmenntafjelag 1856, 4.b., bls. 475.
-Örnefnalýsing Eiríks Einarsson fyrir Hjallahverfi.
http://www.instarch.is/instarch/ordasafn

Hjallasel

Hjallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Kúagerði

Þeir, sem fara um Reykjanesbrautina, veita gjarnan reglulega hlaðinni vörðu athygli þar sem hún stendur við Vatnsleysuvíkina ofan við Kúagerði, norðan brautarinnar.

Kúagerði

Varðan í Kúagerði.

Varða þessi var hlaðin að frumkvæði Áhugahóps um bætta umferðarmenningu í byrjun sumars 1990 til minningar um þá sem látist höfðu eða slasast alvarlega í umferðinni á Reykjanesbrautinni. Þessi kafli brautarinnar hafði sérstaklega háa slysatíðni og þess vegna var ákveðið að hlaða vörðuna þarna – bæði til minningar um þá látnu og jafnframt öðrum vegfarendum til áminningar um að fara gætilega. Það var hleðslumaður úr Hafnarfirði, sem hlóð mannvirkið, fyrir lítið.
Í Kúagerði voru fyrrum tveir bæir, að talið er, Kúagerði og Akurgerði. Síðarnefndi bærinn fór undir hraun er Afstapahraunið nýrra rann frá Trölladyngjusvæðinu og niður í víkina á 12. öld. Sá fyrrnefndi var þarna einungis um skamman tíma.
Gróinn hóll er skammt utar með ströndinni, ofan við víkina. Nefnist hann Fagurhóll og Akurgerðisbakkar innan hans. Almenningsvegurinn gamli lá þarna um Kúagerði og sést reyndar enn ef vel er að gáð.
Kúagerði var frægur áningarstaður áður, gott vatn í tjörninni og nógir hagar í kring.

Heimild:
-Ragnheiður Davíðsdóttir – meðlimur í ÁBU.

Kúagerði

Kúagerði.

Skjaldarmerkið

Á vef Stjórnarráðsins er „Ágrip af byggingarsögu Stjórnarráðshússins“ eftir Þorsteinn Gunnarsson:

„Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, og þegar lögmenn og sýslumenn vísuðu málinu frá vegna kostnaðar, féll það niður um sinn.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Á árunum 1751–58 fóru gripdeildir og þjófnaður mjög í vöxt vegna hallæris í landinu. Málið kom til kasta Magnúsar Gíslasonar amtmanns sem taldi að öruggasta ráðið til þess að losna við vandræði af völdum þjófa væri að reisa í landinu hegningarhús. Og í sama streng tók stiftamtmaður. Nokkrum árum áður hafði Skúli Magnússon landfógeti orðað sömu hugmynd í erindi til stjórnarinnar og lagt til að fangarnir yrðu látnir vinna að spuna og öðrum störfum fyrir innréttingarnar nýju.

Hinn 20. mars 1759 var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi og tilgreindir tveir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði, annars vegar leiga af sakeyri, lögð fram af konungi, og hins vegar skattur af fasteignum, greiddur af eigendum. Þótt sjöttungur skattsins, sem Íslendingar kölluðu tugthústollinn, væri áætlaður af konungseign, var augljóst að landsmenn yrðu sjálfir að greiða ríflega helming byggingarkostnaðar.

Tugthúsið á Arnarhóli

Stjórnarráðshúsið

Tukthúsið 1820.

Þegar hér var komið sögunni, tók Magnús Gíslason að huga að framkvæmdum. Lagði hann til við stjórnina, að sakamönnum yrði gert að vinna að smíð hússins, og að henni lokinni, sem hann áætlaði að taka mundu fjögur ár, yrðu þeim gefnar upp sakir. Þá lagði hann einnig til að höfðu samráði við Skúla fógeta, að húsinu yrði valinn staður á Arnarhóli við Reykjavík. Þarf ekki að efa, að við staðarvalið hefur þeim Skúla gengið það helst til, að þeir sáu, að með því móti myndi auðveldast að nýta vinnu fanganna í þarfir innréttinganna.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Jón Helgason.

Vorið 1761 var hafist handa um undirbúning að byggingu hússins, aflað tækja og varnings og slegið upp skýli fyrir sakamenn, sem hófu þegar að draga að grjót og grafa fyrir veggjum, en umsjón með verkinu hafði Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli. Teikning að fangahúsinu hefur ekki varðveist, svo vitað sé, en fullvíst má telja, að hún hafi verið gerð af Georg David Anthon hirðhúsameistara. Í mars 1764 tók Anthon saman skrá yfir byggingarvörur til fangahússins og áætlaði kostnað við trésmíða- og snikkaravinnu að upphæð 1827 rd. og 16 sk. fyrir utan flutningskostnað til Íslands. Sigurður Magnússon trésmíðasveinn var ráðinn til að vinna tréverkið og Christopher Berger múrarasveinn, sem vann að múrverki á Bessastöðum, til að standa fyrir múrsmíðinni.

Tukthús

Tugthúsið í Reykjavík var byggt á árunum 1761-1770. Þar var fangelsið til húsa til ársins 1816 er því var lokað vegna hallæris og neyðar í landinu og fangarnir sendir til sveitar. Húsið hefur síðan verið nýtt sem bústaður stiftamtmanns, Landshöfðingjahús, stjórnarráðsskrifstofur, ýmis ráðuneyti hafa haft þar aðsetur auk skrifstofu forseta og nú forsætisráðuneytið.
Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á húsinu í tímans rás en upprunalegar teikningar munu ekki vera varðveittar. Á Þjóðskjalasafni er uppdráttur af húsinu frá 1803.
Um aldamótin 1900 lýsti Benedikt Gröndal hafa húsinu á þennan veg: „Það er langt hús og lágt, úr steini, og alls ekki samboðið tímanum; seinna var settur á það kvistur, og prýkkaði það nokkuð við það, en annars er allt fyrirkomulagið svo lélegt, að ýms prívathús eru miklu betri, og mun lítil ánægja vera að vera skyldaður til að búa í þessu hreysi, sem danskir sjómenn kölluðu „Hytte“ hérna um árið…“

Verulegur skriður komst ekki á byggingu fangahússins fyrr en sumarið 1765. Olli miklu um það, að innansleikjan við frágang Bessastaðastofu reyndist drýgri en Magnús áætlaði í fyrstu. En ekki var frágangi hennar fyrr lokið en Berger hóf að reisa fangahúsið ásamt tveimur af þeim Íslendingum, sem höfðu lært hjá honum múrverk á Bessastöðum. Þá réð hann tvo Íslendinga til viðbótar og hugðist kenna þeim steinhöggvaraiðn, en verkamenn hans og handlangarar voru tugthúslimir, eins og áður segir. Allt að einu miðaði verkinu hægar en Magnús gerði ráð fyrir. Þó mun það hafa verið trúa manna í ársbyrjun 1767, að þess yrði ekki langt að bíða, að fulllokið yrði. Hinn 17. ágúst 1767 finnur nýr amtmaður, Ólafur Stefánsson, sig knúinn til að tilkynna rentukammeri, að Berger múrsmiður verði enn eitt ár að vinna við fangahúsið. Sama ár var sent til landsins timbur í þakið, sem var þó ekki byrjað að reisa fyrr en 1769. Smíði hússins var að fullu lokið veturinn 1770–71.

Reykjavík 1836

Reykjavík 1836 – Uppdráttur Victors Lottin.

Ef að líkum lætur hefur stiftamtmaður látið fara fram skoðunargerð á húsinu fullsmíðuðu og sent rentukammeri, en það skjal hefur ekki varðveist, svo vitað sé. Með eftirfarandi lýsingu er reynt að bera í brestina: Húsið er 42 S alin að lengd og 16 álnir á breidd, ein hæð, með háu gaflsneiddu þaki. Það er byggt úr tilhöggnu grágrýti, veggir tvíhlaðnir og þakið timburklætt. Á framhlið eru átta gluggar og útidyr fyrir miðju; á bakhlið níu gluggar, þrír gluggar á hvorum gafli, einn niðri og tveir uppi, og sín útbyggingin (með kamri) á hvorum gafli. Allir gluggar eru með járnstöngum. Eftir endilöngu húsinu er múrveggur í miðju þess. Austan megin eru tvær stórar vinnustofur og milli þeirra lítill gangur og tvöfaldir kamrar, en í hvorum enda tveir klefar fyrir stórglæpamenn. Vestan megin er forstofa fyrir miðju með stiga upp á loft; í suðurendanum tvö herbergi og eldhús fyrir tugtmeistara og dyravörð, en í norðurendanum stórt eldhús og stofa fyrir ráðsmann. Uppi eru tvö herbergi í hvorum enda og tvískipt framloft með stiga upp á efra loft, þar sem eru geymslur. Á miðloftinu eru tveir litlir kvistgluggar og einn á efra loftinu. Í öllu húsinu eru timburgólf. Tveir múraðir reykháfar eru á húsinu og í því fimm veggofnar úr járni. Tugthúsið er talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga.

Reykjavík

Reykjavík á 19. öld.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fljótlega eftir að Danir höfðu dregist inn í Napóleonsstyrjaldirnar 1807 gekk hagur Íslendinga allur saman vegna siglingateppu og vöruskorts. Þetta kom hart niður á föngum í tugthúsinu, og 1813 tilkynnti stiftamtmaður tugthússtjórninni, að til þess að bæta úr yfirvofandi neyð almennings hefði hann orðið að hætta rekstri tugthússins um sinn og ákveðið að limirnir, sem þar voru geymdir, skyldu sendast á sínar sveitir „inntil frekari ráðstöfunar“. Ári síðar staðfesti stjórnin þessa ákvörðun stiftamtmanns og 3. maí 1816 var tugthúsið formlega lagt niður með kóngsbréfi.

Kóngsgarður
Stjórnarráðshúsið
Árið 1819 bar það helst til tíðinda, að hér urðu stiftamtmannsskipti. Tók þá við embættinu Moltke greifi, 29 ára að aldri, og kom hingað út ásamt konu sinni að kynna sér aðstæður. Þótti honum yfirréttarhúsið, sem stjórnin hafði keypt fyrir embættið, bæði óhentugt og fátæklegt, og sótti því um leyfi til að breyta hinu „ónotaða tugthúsi“ í embættisbústað. Er skemmst frá því að segja að erindi hans fékk skjóta afgreiðslu: Í apríl var gefinn út konungsúrskurður, sem heimilaði breytingarnar, og í framhaldi af honum var gerður vandaður uppdráttur að nýrri herbergjaskipan. Ole Peter Möller, kaupmanni í Reykjavík, var falið að sjá um breytingarnar á húsinu og lét hann vinna verkið veturinn 1819-20. Hinn 2. mars 1820 taldist verkinu lokið með ítarlegri úttekt sem staðfesti að viðgerð og innrétting var í samræmi við tilgreind fyrirmæli.

Hilmar Finsen

Hilmar Finsen.

Íbúð stiftamtmanns var komið fyrir norðan megin í húsinu með stofu, svefnherbergi og vinnukonuherbergi að framanverðu en eldhúsi, búri og borðstofu baka til. Í suðurhlutanum voru aftur á móti skrifstofur stiftamtmanns að framanverðu en salur og vinnuherbergi baka til. Og til að gera húsaskipan haganlegri en áður var, voru settar þrennar nýjar dyr á múrvegginn í miðju húsi, einar milli eldhúss og vinnukonuherbergis, aðrar milli stofu og borðstofu og hinar þriðju milli salar og innri skrifstofu. Auk þess var settur á húsið bakdyrainngangur norðaustan megin. Þá voru allir gluggar hússins stækkaðir frá því sem áður var og gólfin lækkuð um eitt fet til þess að auka lofthæðina.

Nú segir ekki af neinum meiri háttar breytingum á húsinu á því tímabili, sem það var bústaður stiftamtmanns, öðrum en þeirri, að mikill kvistur var settur vestan á húsið sumarið 1866. Árið áður hafði Hilmar Finsen, sonarsonur Hannesar biskups Finnssonar, verið skipaður stiftamtmaður. Þótti honum skorta á húsrými í Kóngsgarði og hafði í fyrstu uppi ráðagerðir um að byggja eina hæð ofan á allan vesturhelming hússins, en þar eð hann óttaðist að stjórninni þætti það of kostnaðarsöm aðgerð, fór hann fram á til vara að byggja „kvist á hálft húsið“. Dómsmálaráðuneytið samþykkti tillöguna og næsta sumar var kvisturinn byggður, eins og frá er sagt, og gerður dyraumbúnaður í gotneskum sögustíl, hvort tveggja úr múrsteinum. Var kvisturinn notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn. Einar snikkari Jónsson frá Brúarhrauni sá um verkið.

Landshöfðingjahús

Reykjavík 1786

Reykjavík 1786.

Hinn 1. apríl 1873 tók Hilmar Finsen við nýstofnuðu embætti landshöfðingja skv. konungsúrskurði 4. maí 1872. Meðan sú skipan stóð, eða á tímabilinu 1873–1904, var húsið við embættið kennt og nefnt Landshöfðingjahús.

Í bókinni Stjórnarráð Íslands 1904–1964 eftir Agnar Kl. Jónsson er svofelld lýsing á herbergjaskipun hjá Magnúsi Stephensen landshöfðingja síðustu árin sem hann var í húsinu:
„Á miðri vesturhlið hússins var aðalinngangurinn, svo sem alltaf hefur verið, og þar gengið inn í litla forstofu. Úr henni liggur stigi í sveig upp á efri hæðina. Inn úr forstofunni var gengið inn í borðstofu landshöfðingja, er var sæmilega stór stofa með tveimur gluggafögum til austurs … Suður úr borðstofunni var stærsta og veglegasta stofa hússins, enda nefnd salurinn. Voru á honum þrír gluggar til austurs … Innar af salnum var lítið herbergi með einum glugga til austurs … er nefndist kabinet í tíð landshöfðingja … Norðan megin við borðstofu landshöfðingja var eldhúsið … Voru þar tveir gluggar til austurs … Þarna í norðurenda hússins var líka brattur stigi upp á efri hæðina … Ennfremur voru þarna útgöngudyr (bakdyr) … Í vesturhelmingi hússins voru tvær stofur sunnanmegin við forstofuna og aðrar tvær stofur norðanmegin við hana, allar fjórar jafnstórar, og hver um sig með tveimur gluggum. Sunnanmegin var fyrst skrifstofa landshöfðingja og þar innar af svonefnt frúarherbergi. Var innangengt í báðar (sic) stofurnar úr salnum … Norðanmegin forstofunnar voru svefnherbergi landshöfðingja og fjölskyldu hans …Var innangengt í þessar stofur báðar úr eldhúsi landshöfðingja … Uppi á efri hæðinni, á suðurhelmingi kvistsins (vestanmegin), var hin almenna skrifstofa landshöfðingjaembættisins, og þar sátu landshöfðingjaritarinn (landritarinn, eins og hann var stundum nefndur) og skrifari. Norðanmegin í kvistinum voru skjalageymslur o.fl. … Í norðurenda þarna uppi … hafði landshöfðinginn … þrjú svefnherbergi auk þurrklofts.“

Reykjavík 1911
Sé lýsing þessi borin saman við lýsinguna frá 1820, þegar húsið var uppsmíðað og betrað fyrir Moltke greifa, og lýsingu frá 1837, þegar Bardenfleth tók við húsinu af Krieger, er auðvelt að draga upp skýra mynd af því, hvernig herbergjaskipuninni hefur verið breytt á þessu tímabili: Útbygging við norðurgafl er horfin, í norðausturhorni hússins hefur verið settur nýr stigi upp á efri hæðina í tengslum við bakdyrainngang, eldhúsið stækkað til suðurs, borðstofan minnkuð og svefnherbergi í norðvesturenda stækkað.

Aldamótaárið 1900 lýsir Benedikt Gröndal Landshöfðingjahúsinu með svofelldum orðum: „Það er langt hús og lágt, úr steini, og alls ekki samboðið tímanum; seinna var settur á það kvistur (eftir 1850), og prýkkaði það nokkuð við það, en annars er allt fyrirkomulagið svo lélegt, að ýms prívathús eru miklu betri, og mun lítil ánægja vera að vera skyldaður til að búa í þessu hreysi, sem danskir sjómenn kölluðu „Hytte“ hérna um árið; og í þessu húsi er landshöfðinginn skyldaður til að taka á móti öllum útlendum herrum, sem hingað koma á snærum einhverrar stjórnar, og er þetta ekki til mikils sóma fyrir landið.“

Stjórnarráðshús

Hannes Hafstein

Hannes Hafstein.

Hinn 1. febrúar 1904 gekk ný stjórnskipun í gildi, er landshöfðingjadæmið var lagt niður en heimastjórnin tók við. Þá tók Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, við stjórnartaumum úr hendi Magnúsar Stephensens, sem gegnt hafði landshöfðingjaembættinu í átján ár og flutti nú í nýbyggt hús sitt við Skálholtsstíg. Þar með var sögu hússins sem embættisbústaðar lokið. Samkvæmt stjórnskipunarlögunum, sem staðfest höfðu verið 3. október 1903, voru veittar 11.000 kr. „til að breyta hinum núverandi landshöfðingjabústað í stjórnarráðskrifstofur og búa þær út“. Magnús Th. S. Blöndahl trésmiður, síðar útgerðarmaður og alþingismaður og sá hinn sami og byggt hafði hús landshöfðingja við Skálholtsstíg (Næpuna), var ráðinn til að sjá um framkvæmd verksins.

Ekki hafa fundist nákvæmar lýsingar á verkinu, en það liggur í augum uppi að Magnús og menn hans hafa þurft að breyta meiru í norðurhluta hússins, þar sem áður var íbúð landshöfðingja, en í suðurhluta þess, þar sem voru skrifstofur embættisins og móttökusalur. Hinn 31. janúar 1904 birti blaðið Ingólfur svofellda lýsingu á Stjórnarráðshúsinu: „Hefur það nú verið skinnað upp og breitt til. Ráðherrann hefur salinn sem kallaður var og lítið herbergi þar innar af. Landritarinn er í eldhúsinu, en það er nú orðið að snoturri stofu. Firsta skrifstofa (kennslumála- og dómsmáladeild) veit niður að læknum og er þeim megin er landshöfðinginn hafði skrifstofu sína og dagstofu. Önnur skrifstofa (atvinnu- og samgöngumáladeild) er norðanvert við dirnar á sömu hlið. En borðstofan er orðin að biðstofu og diravarðarskíli. Þriðja skrifstofan (fjármála- og endurskoðunardeild) á að vera uppi. – Húsbúnaðurinn er fremur snotur og þó lítið í hann borið.“ Er þá í megindráttum lýst breytingum sem gerðar voru á húsinu 1904. Litla herbergið inn af salnum notaði ráðherra sem hvíldarherbergi, ef honum bauð svo við að horfa. Það var með einum glugga til austurs, en 1912 var bætt við öðrum glugga til suðurs.

Reykjavík 1846.
Í bók Agnars Kl. Jónssonar um Stjórnarráðið segir svo um næstu meiri háttar breytingu, sem gerð var á húsinu:
„Þegar ráðherrarnir urðu þrír árið 1917, varð að stækka Stjórnarráðshúsið, til þess að þeir gætu allir komizt þar fyrir, auk þess sem störf Stjórnarráðsins höfðu aukizt það mikið á stríðsárunum, að með réttu mátti segja, að veruleg þörf hafi líka af þessari ástæðu verið orðin á rýmra húsnæði fyrir skrifstofur þess. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árin 1916 og 1917 fór því stjórnin fram á sérstaka fjárveitingu til stækkunar á Stjórnarráðshúsinu, og segir svo um hana í athugasemdum við frumvarpið: „Húsrúmið í Stjórnarráðshúsinu hefur síðari árin verið af svo skornum skammti, að á sumum skrifstofunum hefur ekki verið rúm fyrir svo marga menn sem þurfti til að inna af hendi hin sívaxandi störf. Þegar ráðherrarnir urðu þrír – í stað eins ráðherra og landritara – skorti ráðherraherbergi og biðstofu handa einum þeirra. Stjórnin hefur því ekki séð sér annað fært en að stækka húsið með því að byggja kvist á austurhlið þess, sem samsvaraði kvistinum á vesturhliðinni, flytja dyravörðinn út í geymsluhúsið og breyta því í íbúðarhús fyrir hann. Með því móti fæst húsrúm, sem komizt verður af með um sinn fyrir Stjórnarráðið eitt saman. Breytingin er ætlazt á að kosti 27.000 kr.“

Reykjavík 1900

Séð yfir Tjörnina frá Hólavöllum um 1900. Torfbærinn Hólakot er í forgrunni. Á þessum tíma þótti Hólakot hálfgert hreysi nýtt af udirmálsfólki þess tíma. Drykkjuskapur loddi við marga íbúa torfbæjanna. Um aldamótin 1900 var rætt um óeirðamenn eins og Óla í Hólakoti, Jón sinnep og Stjána blá sem sagðir voru konungar götunnar í krafti ölæðis og ofstopa.

Alþingi samþykkti þessa fjárveitingu og sumarið 1917 var austurkvisturinn byggður. Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari gerði teikningu að kvistinum en Sigurjón Sigurðsson trésmíðameistari var ráðinn til að standa fyrir verkinu. Smíðinni var að mestu lokið um haustið og var þá (10. nóvember 1917) gerð á húsinu ný og endurskoðuð brunabótavirðing. Er þá lýsing hússins sem hér segir: „Húseign þessi er töluvert endurbætt. Húsið er einlyft með kvisti í gegn og 8 S al. risi, bygt úr grásteini, cementsljettað utan og með helluþaki á 5/4″ borðaskarsúð. Niðri í því eru 9 herbergi og gángur, allt kalksljettað innan nema undir gluggum eru brjóstþil; allt málað. Þar eru 5 ofnar. Uppi eru 8 herbergi, gángur, geymslu-klefi og vatnssalerni; allt þiljað og m. striga og pappír, málað og betrekt. Þar eru 6 ofnar. Á skambitum eru 3 herbergi og framloft.“ Samsumars var rifinn timburskúr við bakdyrainngang á austurhlið hússins og reistur þar nýr og stærri skúr úr steinsteypu.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið – skjöldur.

Í kvistinum fengust tvö rúmgóð skrifstofuherbergi fyrir atvinnumálaráðherra og fjármálaráðherra, en milli þeirra, gegnt stiganum, var útbúið lítið herbergi, sem notað var sem biðstofa fyrir þá næstu árin. Á neðri hæðinni var landritaraskrifstofan gamla – sem fjármálaráðherra hafði haft – lögð undir II. skrifstofu, sem þar með hafði lagt undir sig allan norðurhelming hússins niðri.

Eins og frásögnin ber með sér, kom fljótt í ljós að húsnæðið í Stjórnarráðshúsinu var síst of mikið; ýmist voru færðir til veggir eða kompur og skot dubbuð upp, að þau mættu koma að notum. Það var þó látið duga allt fram til 1939, þegar farið var að flytja sum ráðuneytin yfir í Arnarhvol. Um svipað leyti voru gerðar breytingar á súðarherbergjunum tveimur á syðra lofti hússins, þar sem verið höfðu skjalageymslur; vestan megin var útbúið herbergi fyrir aðalendurskoðanda ríkisins 1933, og austan megin herbergi fyrir atvinnumálaráðuneytið 1939, eftir að fjármálaráðuneytið var flutt í Arnarhvol. Ráðherraherbergið sunnan megin í austurkvisti var stúkað sundur í tvö lítil herbergi og gang, en geymslu undir súð vestan megin á nyrðra lofti hússins breytt í vélritunarherbergi.

Stjórnarráðshúsið 1907

Konungskoman 1907, Friðrik VIII., Hannes Hafsteins og fylgdarlið á hestum neðst á Hverfisgötu á móts við
Stjórnarráðshúsið.

Um aðrar breytingar á húsinu segir svo í bók Agnars Kl. Jónssonar: „Árið 1943 lét Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra flytja vegg í suðurhelmingi hússins vestan megin um eitt gluggafag, þannig að þar fengist ein stór stofa með forherbergi fyrir framan. Hefur skrifstofa utanríkisráðherra verið þarna upp frá því. Árið 1960 lét Ólafur Thors forsætisráðherra á sama hátt taka burt vegginn milli forsætisráðherraherbergisins og litla herbergisins innar af því, sem nefnt var kabinet, og þilja í staðinn af lítið herbergi fyrir framan ráðherraherbergið, eins og utanríkisráðherra hafði áður gert. Er því skipulagi í suðurhelmingi hússins niðri þannig fyrir komið nú (1969), að þar eru tvær rúmgóðar stofur, hvor fyrir sinn ráðherra, og smáherbergi fyrir framan þær fyrir starfsfólk þeirra“.

Jón Sigurðsson

Stytta Jóns Sigurðssonar framan við Stjórnarráðshúsið árið 1911 – „Verkin tvö og stöpullinn undir þeim eru eftir Einar Jónsson (1874-1954) myndhöggvara. Minna verkið heitir Brautryðjandinn. Eru nú á Austurvelli og voru flutt þangað árið 1931 þegar styttan af Hannesi Hafstein var reist á þessum sama stöpli fyrir framan Stjórnarráðið.“

Hér verður að lokum getið nokkurra helstu breytinga, sem gerðar hafa verið á húsinu á tímabilinu 1964-1996. Eftir að utanríkisráðuneytið flutti úr húsinu og skrifstofu forseta Íslands var komið þar fyrir 1973, var tekinn burt veggur milli skrifstofanna tveggja norðan megin í vesturhelmingi hússins og þiljað af lítið herbergi fyrir framan skrifstofu forseta. Eftir þá aðgerð var innra fyrirkomulag hið sama báðum megin forstofunnar í vesturhelmingi hússins. Herbergjum dyravarðar og deildarstjóra utanríkisráðuneytis var slegið saman og úr þeim gerð ein rúmgóð biðstofa, sömu stærðar og borðstofa landshöfðingja var á sinni tíð. Árið 1984 var hlaðið upp í glugga þann á suðurgafli hússins, sem settur var á húsið 1912. Um svipað leyti var skrifstofuherbergi norðan megin í austurhelmingi hússins stúkað sundur, þegar fjölgaði starfsfólki á skrifstofu forseta Íslands.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Á efri hæð hússins var herbergjaskipan komið í betra horf, eftir að menntamálaráðuneytið flutti úr húsinu. Þeim breytingum verður ekki lýst í smáatriðum en 1996 var fyrirkomulagið sem hér segir: Nyrst var skrifstofa ráðuneytisstjóra, með tveimur gluggum, syðst skrifstofa skrifstofustjóra, með einum glugga; þar í millum var herbergi ritara, með tveimur gluggum, en grynnra en þau fyrrnefndu og nam mismunurinn rúmri breidd opsins við uppgöngu stiga. Þá var tveimur herbergjum syðst í austurkvistinum slegið saman í eina skrifstofu með tveimur gluggum.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið um 1920.

Enn er frá því að segja, að sumarið 1995 voru gerðar endurbætur á frágangi þaks. Þá var tekinn niður reykháfur, sem settur hafði verið á húsið í upphafi aldarinnar, en hinir tveir, sem verið hafa á húsinu frá öndverðu, voru klæddir flögusteini, eins og gert hafði verið þegar þakið var hellulagt laust upp úr miðri 19. öld.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið 1930-1950.

Eftir að skrifstofa forseta Íslands flutti úr húsinu, var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu í þeim tilgangi að laga innra fyrirkomulag að breyttri notkun, endurskoða öryggismál og bæta tæknilegt ástand einstakra byggingarhluta. Sé gengið í bæinn eftir endurbætur, er fyrst komið í forstofu, sem eitt herbergja í húsinu hefur alla tíð haldist óbreytt að stærð og lögun. Þar eru veggir berir eins og jafnan áður og steinn á gólfi. Úr forstofu er gengið í biðstofu, sem ásamt tveimur forrýmum báðum megin forstofu er klædd brjóstþili og að ásýnd áþekk innri gerð hússins á tímabilinu 1873–1917. Inn af biðstofunni eru í suðurenda hússins skrifstofuherbergi aðstoðarmanns ráðherra og fundarherbergi ríkisstjórnar, en í norðurenda fundarherbergi og skrifstofa forsætisráðherra. Þessi herbergi eru nú heilklædd innan eins og 1820, þrjú þeirra með nýsmíðuðu brjóstþili og römmum, en hið fjórða og fyrstnefnda þiljað innan með leifum af klæðningum úr sal Moltke greifa. Á efri hæð hússins er frágangur allur einfaldari og með svipuðu sniði og tíðkaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar.“ – Þorsteinn Gunnarsson

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisraduneytid/stjornarradshusid/byggingarsaga/

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Þórkötlusdys

Eins og fram kom í lýsingu í FERLIR-822 (Klöpp) var gengið fram á slökkviliðsstjórann í Grindavík á Klappartúninu með fornleifaskrá fyrir Þórkötlustaðahverfi undir höndum. Þegar að var gáð stóð þar á einum stað um dys Þórkötlu; „Á túninu austan við bæinn [Klöpp] er hóll; Þórkötludys. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hún er“.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Kunnugt er að fornleifaskráningar eru ekki alltaf réttar (nokkur sárgrætileg dæmi sanna það), en þó er jafnan gengið út frá því að svo sé. Fram að þessu hefur jafnan verið horft á dys Þórkötlu í óslegnum hól í túninu austan við Hof. Þar hafa hinir elstu menn, sem vel þekkja til, talið hana hafa legið fram að þessu. Staðsetningin passar og við lýsinguna í sögunni þar sem segir að sú gamla hafi viljað láta grafa sig þar “sem hún sæi yfir Þórkötlustaðabótina.” Frá þeim stað sést vel yfir Bótina. Sambærileg sögn er um gröf Járngerðar sunnan við Járngerðarstaði. Slökkviliðsstjórinn hafði einmitt nýlega fjárfest í landsspildu þar sem nefnd dys á jafnan að vera. Þar ætlar hann að byggja sér hús, en skv. Þjóðminjalögum er svæðið friðað í a.m.k. 20 m fjarlægð frá fornleifinni.
Gengið var um Þórkötlustaðahverfið með framangreint í huga. Áður fyrr voru landshagir og staðsetning einstakra býla önnur en nú er. Hraunkot, sem var þurrabúð frá Klöpp, var t.d. í austurjarðri jarðarinnar. Nú eru rústir Hraunkots austan við Bjarmaland og Þórkötlustaði, en norðaustan við gamla Klapparbæinn. Þurrabúðamenn keyptur ekki jarðskikana, þeir áunnu sér þá með „hefðarrétti“.
Þjóðsaga Jóns Árnasonar segir að “Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Þórkötludys

Sigurður Gíslason við dys Þórkötlu í Þórkötlustaðahverfi.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.”
Í austur frá Þórkötlustöðum eru nú slétt tún að hraunjaðri Slokahrauns. Þar í túninu eru a.m.k. tveir hólar, óslegnir. Þeir voru gaumgæfðir, en komu varla til álita.
Í túninu á Klöpp er gróinn rúnaður klapparhóll. Hann virðist jafnan hafa verið nýttur. Er hann ílangur til suðurs og norðurs. Sjávarkamburinn er kominn svo til alveg að suðurenda hans. Hafa ber í huga að kamburinn hefur gengið a.m.k. 30 metra á land s.l. 30 árin. Fyrrum hefur kamburinn verið lægri því utan hans var löng sandfjara er náði a.m.k. 50 metra út frá ströndinni í lágfjöru. Um hana lá t.d. gamla sjávargatan, Eyrargata, frá Hrauni út á Þórkötlustaðanes.
Rætt var við Ísleif og Guðnýju Erlu Jónsbörn frá Einlandi, Benóný Benediktsson frá Þórkötlustöðum (sem seldi slökkviliðsstjóranum landsspilduna) og fleiri um hugsanlega staðsetningu Þórkötludysjar, en ekkert þeirra virtist hennar minnug.
Þá var rætt við Óskar í Hofi og loks Sigurð Gíslason frá Hrauni, þann núlifandi sem manna best veit um sögu og staðhætti í austanverðri Grindavík. Sigurður, sem nú er nær blindur, var ekki í neinum vafa, sagðist alltaf hafa heyrt af Þórkötlu undir stórri þúfu í túninu neðan við gamla Lambúskotið. Hann lýsti staðsetningu Þórköltudysjar þannig: “Hún er upp af Sólbakka, vestan við girðingu sem liggur í norður frá húsinu, austan og ofan við Hof. Þetta er stór þúfa í túninu, neðan við gamla Lambhúskotið í suðaustur – í neðra túninu. Óskar í Hofi slær blett frá Austurbænum, en þúfan tilheyrði Vesturbænum, talsvert neðan við Garðbæ, neðan og austar þar sem Lambhúskotið var.”

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Í framhaldi af þessu var Sigurður sóttur og gekk hann af öryggi að því búnu að dysinni. Þúfurnar eru tvær í túninu. Sigurður gekk að þeirri eystri. Áður hafði FERLIR verið bent á hina þúfuna ( Ól. Gamalíasson) sem hina meintu dys. Skýringin á henni er sögð vera sú að undir austari þúfunni hafi hundur Þórkötlu verið grafinn. Stutt er á milli þúfnanna.
Þar sem staðið var við dysina lýsti Sigurður staðháttum fyrrum: „Fjórar jarðir voru á Þórkötlustöðum; Tveir bæir voru í Vesturbæ, einn í miðbæ og tveir í Austurbæ. Þá voru Klöpp, Buðlunga og Einland á fjórðu jörðinni. Túnin náðu rétt upp fyrir dysina. Ofan við þau, í móunum, voru tómthúskotin, s.s. Lambhúskot og Hraunkot austast. Vestan við Sólbakka var kot sem hét Skarð. Þar kom Eyrargatan, sem nú er gleymd, upp úr fjörunni neðan við Buðlungu og Klöpp.

Klöpp

Klöpp – tóftir.

Gamli bærinn í Buðlungu var rétt vestan við Klapparbæinn. Nú má sjá í austurvegg hans sunnan við skemmuna. Skammt austar var Klöpp. Sjá má tættur bæjarins. Garður var milli bæjanna og sést hluti hans enn. Með honum að austanverðu lá sjávargatan. „Nýja“ húsið í Klöpp stóð sunnan við gamla bæinn, þar sem nú er steypt þró. Austan við gamla bæinn var byggt hús er nefndist Teigur. Marel í Klöpp og Árni í Teigi byggðu síðan samföst hús uppi á Leiti, sem enn standa. Eyvindarkot hafi þá verið skammt frá Klöpp, en var fært undir Leitið þar sem nú er skólahúsið. Sjá má hleðslur af hænsnakofanum við götuna. Vestan við leiði Þórkötlu lá gatan á milli bæjanna. Landnámstóft, að því er talið var, hafi sést þegar grafið var fyrir hlöðu milli Miðbæjar og Vesturbæjar. Hlaðan er hofinn sem og Vesturbærinn. (Sigurður vísaði á staðinn). Þar undir eru hinar fornu minjar. Brynjúlfur Jónsson segir m.a. frá athugun á þessari tóft í fornleifalýsingum sínum.

Þórkötlustaðir

Garður ofan Þórkötlustaðahverfis.

Ofar má sjá mikla steingarða, ofan við Heimaland, Efraland og Þórsmörk (Hvamm). Þá hlóð Þorsteinn Þorsteinsson frá Einlandi um 1930. Þeir hafa haldist nokkuð vel, en verið haldið við. Þeir voru á á mörkum Einlands. Fyrir aldarmótin 1900 voru Þórkötlustaðir hjáleiga frá Hrauni, sem og Buðlunga. Afi hans, frá Járngerðarstöðum, átti jarðirnar áður en hann fluttist að Hrauni. Hraun væri allt að því landnámsjörð því sagan segir að þar hafi búið Iðunn, dóttir Molda-Gnúps, þess er fyrstur byggði í Grindavík, sem síðar bjó á Þjósti. Líklegra væri að bær hans hefði verið á Járngerðarstöðum en á Hópi. Iðunn átti fóstursson er Svertingur hét og Svartsengi er nefnt eftir. Hann hafi tekið bú að Hrauni að Steinunni genginni. (Í Landnámu segir m.a. að „Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur“).
Austan við Hraun voru miklar tættur. Þær voru allar sléttaðar út eftir miðja öldina. Kristján Eldjárn hafði mikinn áhuga á þessum tættum, en ekki síst hafði hann áhuga á manngerðum hól að hluta vestan við Hraun, sem hann taldi vera heiðna dys. Þær væru fáar á Reykjanesi og þessi hafi því verið sérstaklega áhugaverð. Ekkert varð þó úr að hann rannsakaði hólinn.“
Sigurður lýsti því er hann var við smölun austan við Krýsuvík, dvaldi í köldum og vindasömum hellisskúta við réttina norðan við Kleifarvatn (Lambhagaskúta), gisti í tjaldi á Blesaflöt, hvernig Grindavíkurbændur nýttu Arnarfellsréttina sem vorrétt og Krýsuvíkurréttina undir Bæjarfelli sem rúningsrétt, útigöngu og innitöku fjárins um áramót þegar illa áraði, ferðum fólks um Skógfellastíginn o.fl., en þær lýsingar munu bíða annarra ferða.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þjóðskarð

FERLIR hefur þegar fundið í heimildum og staðsett 250 selstöður í fyrrum landnámi Ingólfs. Ekki er þar með sagt að láta skuli staðar numið. Ekki eru nema 3 ár síðan eitthundraðasta selstaðan var staðsett svo ýmislegt hefur áorkast síðan – aðallega vegna þrautseigju og dugnaðar þátttakenda. Ljóst er og að ekki eru enn öll kurl komin til grafar hvað þennan minjaflokk varðar. Það, sem valdið hefur nokkrum erfiðleikum og orðoð tilefni fleiri leitarspora en ella hefði þurft, eru misvísandi lýsingar, bæði eldri og nýrri.
SelstígurinnÍ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: „Selstaða er í heimalandi.“ Guðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Skv. heimildum á selstaða frá Melum að hafa verið í Melaseljadal í hlíðum Tindstaðafjalls. Þar var og kofi á bannárunum, notaður til brugggerðar. Líklegt er að kofinn hafi verið í selstöðinni.
Ætlunin var að fara upp í dalinn um Þjóðskarð með stefnu á Þjófagil og jafnvel upp í Tindstaðadal ofan við Kerlingargil. Meginmarkmiðið var að reyna að staðsetja selstöðuna, sem jafnframt gat hugsanlega hafa verið selstaða frá Melum sbr. Jarðabókina 1703. Sú átti þó að hafa verið í Mela-Seljadal, en svæði það er um ræðir virðist hafa fyrrum verið óskipt land jarðanna. Áður hafði verið haft samband við Sigurbjörn Hjaltason, bónda á Kiðafelli, en hann þekkir svæðið manna gleggst. Tók hann af allan vafa hvar Mela-Seljadal væri að finna í margberglagamynduðum hlíðunum ofan við svonefnt Tinnuskarð (Tindaskarð), sem skv. örnefnalýsingu fyrir Mela mun heita Melaskarð.
Áður en lagt var af stað var litið á ýmis gögn og heimildir. Í
sáttargerð frá 7. maí 1529 fékk Erlendur bóndi Þorvarðsson séra Þórði Einarssyni jörðina Mela á Kjalarnesi. Þórður tók við jörðinni fyrir hönd barna Orms Einarssonar en um var að ræða ógreiddar eftirstöðvar vegna vígsbóta eftir hann.
Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Í kaupbréfi sem talið er vera frá því um 1509 seldi Árni Brandsson Kolbeini Ófeigssyni í umboði Þorvarðs lögmanns Erlendssonar jörðina Tindstaði í Saurbæjarþingum fyrir 20 hundruð en Þorvarður skyldi greiða 21 hundrað í lausafé.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: „Selstaða er í heimalandi.“
Stekkjarskarð - Akrafjall fjærGuðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Deilan virðist hafa staðið um það, hvort land milli Þverár og Kleifa/Kleifar [bæði nöfnin notuð] tilheyrði Melum eða
Tindsstöðum. Neðanmáls í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir að í jarðamatinu 1802 komi fram að með Tindsstöðum sé hafður eyðipartur úr Mýdal [Miðdal] í Kjósarhreppi, svokallaður Mýdalspartur, sem sé konungseign. Mýdalspartur var svo seldur með konungsúrskurði 5. júní 1833.
Í jarðamatinu 1804 kemur eftirfarandi fram um jörðina Tindsstaði: „Med denne Jord [þ.e. Tindsstöðum] benyttes tillige en öde Gaards Part inden Reinevalle Rep Middalspart kaldet.“
Landamerkjabréf fyrir jörðina Tindsstaði var undirritað 27. maí 1890. Það var þinglesið 3. júní sama ár: „1. Að norðanverðu milli Tindstaða eru mörkin sem Miðdalsá ræður. 2. Að austanverðu milli Tindstaða og Miðdalskots eru mörkin Kerlingargil og gamall lækjarfarvegur sem vatn hefur runnið í til forna niður í Miðdalsá.
3. Að sunnanverðu milli TindstaðadalurTindstaðadals og Bleikdals eru mörkin eptir fjallsbrún og sem vötnun hallar. 4. Vestanverðu það sem Kleifar og Klettabrún ræður upp til hnefa. Landið frá Klettabrún inn að Þverá er sameignarland Tindstaða og Melamanna samkvæmt sáttargjörð anno 1763 – 31. maí.“ Undir þetta landamerkjabréf skrifaði fulltrúi eigenda Mela og fulltrúar þjóðjarðarinnar Morastaða og eigandi Saurbæjarjarða.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir að land Tindsstaða sé há og brött fjallshlíð og að nægt sumarland sé handa öllum fénaði. Að landi Tindsstaða liggur Melbær í Kjós sem er sameign við Tindsstaði og hafði verið notaður þaðan um langan tíma. Þess vegna er Melbær talinn með er heyafli Tindsstaða er metinn. Meðal kosta Tindsstaða er talið skógarítak sem er þó í fjarlægð.
Þann 20. júní 1927 var gengið frá landamerkjabréfi varðandi mörk jarðanna Ytri– og Innri-Tindsstaða. Bréfið var þinglesið 23. júní 1927. Mörkunum er þannig lýst: „Vestanverðu við há Dýjadalshnúk beina línu í Nóngilslæk þar sem hann rennur ofan af Tind[a, strikað yfir]staðadalsbrún og svo eftir Nóngilslæk niður fyrir tún, síðan eftir fornum lækjarfarveg ofan í Miðdalsá.“
Í fasteignamatinu 1932 kemur fram að býlið Melbær (Miðdalspartur) í Kjósarhreppi sé í eigu Daníels Magnússonar á Tindsstöðum.
Mela-SeljadalurEftir þetta koma, skv. upplýsingum Sigurbjörns, landamerkjabréf frá 2. júní 1921, júní 1922 og 15. nóv. 1928. Ekki er þar getið um minjar við efrimörk þau, sem hér var ætlunin að huga að.
Egill Jónasson Stardal getur nokkurra selja í grein sinni Esja og nágrenni sem birtist í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985. Þar stendur m.a.:“Skammt fyrir vestan Tindstaðabæi sem eru ystu bæir í Kjalarnesshreppi kemur lítil á úr Esjunni sem heitir Þverá og upp með henni er Melaseljadalur.“ Hér virðast áttir eitthvað hafa spillst því Mela-Seljadalur er í norðvestur frá Tindstöðum.
Einnig kom fram í vitnisburðum að Melasel væri í Mela-Seljadal utan við Þverá. Vitnið Álfheiður Þórarinsdóttir nefndi ákveðinn mann sem þar hafði haft í seli en annars virðist selstaðan ekki hafa verið nýtt svo vitnin minntust. Einnig höfðu sum vitni heyrt um Tindsstaðasel á Tindsstaðadal en ekkert þeirra virðist hafa vitað um notkun á því.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að jörðin Melar hafi hjáleigurnar; Útkot, Niðurkot og Norðurkot. Jafnframt kemur fram að hjáleiganna er ekki getið fyrr enn 1802.
Tinnuskarð (Melaskarð) - Tíðarskarð fjærLandamerkjabréf fyrir Mela og Norðurkot var undirritað 28. maí 1890 og því var þinglýst 3. júní sama ár. Í því stendur m.a.: „1. Mörkin að sunnan milli Hjarðarness og Melatorfunnar, fyrst úr jarðföstum steini með þúfu á, (vörðu) við sjóinn á jarðnefinu lítið eitt fyrir sunnan svokallaðan markalæk og svo þaðan beina stefnu í torfvörðu á mýrunum og svo þaðan beina stefnu í vörðu á miðjum stóra Sandhól, og þaðan beina stefnu í há fjallsbrúnina beina stefnu sem vötnum hallar til norðurs í Litlahnúk sem er fyrir vestan Díadalshnúk og niður í Þverá þar sem hún fellur í Melaseljadal og sem Þverá ræður niður í Kiðafellsá og svo sem Kiðafellsá ræður allt til sjávar, og svo sem fjara ræður allt suður að Hjarðarnesslandi sem áður er greint. 2. Landið frá Þverá allt fram á Kleifar eða Klettabrún er sameignarland Melamanna og Tindstaða samkvæmt sáttargjörð Anno 1763 þann 31. maí.“ Enginn er hjer viðstaddur sem eigandi eða umráðamaður Útkots og er honum því geymdur rjettur. Þessa landamerkjaskrá óskum við undirskrifaðir að þeir sem lönd eiga til móts við oss vildu undirskrifa. Þetta landamerkjabréf var samþykkt af umboðsmanni Hjarðarness. Á eftir undirskriftum þeirra eru veittar upplýsingar um slægjuland Mela, Niðurkots, Norðurkots og Útkots.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Norðurkot og Niðurkot talin með Melum. Í lýsingu á landi jarðarinnar kemur m.a. fram að hlíðin sé brött, skriðótt og klettótt. Meðal kosta jarðarinnar er t.d. talið upp að sumarhagar séu nægir og að hún eigi upprekstur í Blikdal. Meðal ókosta er m.a nefnt beituítak Saurbæjar og að jörðin Útkot sé sameign. Í umfjöllun fasteignamatsins um tún eyðijarðarinnar Útkots er þess getið að hún eigi annað óskipt í Melalandi.

Gamla þjóðleiðin - Kiðafell fjær

Landamerkjabréf sem lýsti mörkunum milli Mela og Norðurkots og Niðurkots var undirritað 2. júní 1921. Því var þinglýst sama dag. Samkvæmt því eru landamerki jarðanna eftirfarandi: „Að ofan úr Gilbotni ræður lækurinn milli bæjanna til sjávar, að því undanskildu, að landstykkið svokallað Sölvaflatir, sem tilheyra Melum eru fyrir norðan læk, en fylgja nú Norðurkoti, þess í stað fylgir Melum, það úr Niðurkotstúni er nefnist Skipaflöt og mannvirki þau er þar eru, hús og hlaða og ræður beinstefna úr torfvörðu við skurð fyrir ofan túnið í norðurhorn á kálgarði til sjávar; að ofan ræður nefndur skurður í lækinn. Hagbeit fyrir utan tún og slæjuland er óskipt land, sömuleiðis fjörubeit, allur reki, beitutekja selveiði og hver önnur hlunnindi til fjalls og fjöru og hefir hvor ábúandi, heimild að hagnýta eftir samkomulagi hlutfallslega eftir jarðarstærð meðan ekki verður skipt, eða öðruvísi umsemst.“
Brugghús mun hafa verið í Mela-Seljadal
á þeim tímum þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá. Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði segir m.a.: „Þverá myndast í Tindstaðadal.  Er yfirleitt lækur, en getur orðið ljót stundum. Hún er á merkjum móti Melahverfi og rennur svo í Kiðafellsá rétt fyrir ofan Kiðafell.  Þegar farið er upp á Mela-Seljadal, er farið um þetta Klif.  Á dalnum var haft í seli áður fyrr.“
Í örnefnalýsingu fyrir Mela segir m.a.: „Inn af brúninni og klettunum, séð frá Norðurkoti, er alldjúp og löng kvos, sem heitir Mela-Seljadalur ofan við Bollann og Hjalla. Eftir honum rennur Þverá.“ Að framansögðu mætti ætla að Mela-Seljadalur og Tindstaðadalur væri einn og sá sami. Svo mun þó ekki vera.
Þá segir: „Klifið er við endann á Mela-Seljadal. Þegar kemur yfir Melagilið, tekur Norðurkot við. Frá því eru flatir niður með læknum rétt fyrir neðan tún. Þær heita Sölvaflatir. Þar var slétt tún með læknum, og voru þar þurrkuð söl. Niðurkot er beint niður af Norðurkoti, niður við sjó, og Niðurkotsmýri var fyrir neðan hæðina milli bæjanna. Í Niðurkoti var síðast þurrabúðarfólk rétt fyrir aldamót. Nyrzti hluti gamla túnsins hét Aukatún.
Í Melafjalli upp af bænum eru skörð. Lækurinn, sem rennur um Melagil, kemur um Stekkjarskarð í brúninni, en nokkru innar er stórt skarð í klettana, sem heitir Þjóðskarð. Vestar er far í berginu eða plötunni, sem heitir Skessuspor. Milli þessara skarða er venjulega nefnt „Milli skarða“.

MannvistarleifarEkki er minnst á sel í örnefnalýsingu Mela, en hins vegar í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði. Í Jarðabókinni er þessu öfugt farið; getið um selstöður frá báðum bæjunum. Landamerkin eru þó enn við Þverá. Spurningin er hvort um tvær selstöður geti verið að ræða, sem teljast verður líklegra.
Gengið var tvisvar sinnum áleiðis upp að mögulegum selstöðum er að framan greinir. Fyrst var gengið um Þjóðskarð. Ofan þess er glögg gata er kemur undan hlíðinni skammt austar, frá gömlu alfaraleiðinni undir hlíðunum ofan við Mela. Líklegt má telja að sú leið hafi verið farin með nytjar frá selinu, enda bæði greiðfærari og betur aflíðandi en selstígurinn um Melagil (Tinnuskarð) er síðar verður getið um. Stígnum var fylgt upp brúnirnar. Augljóst var að þarna var um fyrrum valda og fjölfarna götu að ræða. Hún er aflíðandi upp hlíð. Kindagata liggur undir hlíðinni. Þegar götunni var fylgt lá hún beint upp að gili ofan við Melagil, svonefnt Stekkjarskarð í örnefnalýsingu Mela. Þar var hin selvænlegasta selstaða, en engar tóftir (að því er virtist). Í skarðinu eru fallegt stuðlaberg. Undir því er skjólgott. Þar virðist hafa verið stekkur fyrrum. Utan við skarðið er vel gróið grasi, en all þýft. Einn staður þar gæti bent til að hafa verið manngerður, en erfitt er að fullyrða um það. Annar litur er á gróðrinum þar en umhverfis, auk þess sem hvergi gæti verið um ákjósanlegri selstöðu að ræða; gróið skarðið sem álitlegur nátthagi, ummerki eru þar og um stekk, auk þess sem það er og gnægt vatns. Stígurinn fyrrnefndi lá beina leiða að staðnum.

Herminjar við Tíðarskarð

Þá var haldið bæði út með hlíðum og upp með skarðinu þar sem mun vera Mela-Seljadalur. Þrátt fyrir leit í dalnum, sem í rauninni er gróin kvos eða lægð undir hlíð ofan við Stekkjarskarð, fundust ekki mannvistarleifar. Lækur rennur um dalinn. Í honum ofanverðum eru verulegar dýjar.
Haldið var til suðurs að Þverá og henni fylgt upp í Tindstaðadal. Dalurinn sá er hinn „seljalegasti“ á að líta, vel gróinn og skjólgóður, auk þess sem lækur rennur um hann miðjan, áleiðis niður í Kerlingagil. Þrátt fyrir víðatæka leit um dalinn fundust hvergi selsleifar. Einn staður kom þó öðrum meira til greina, þ.e. skjólsæl lund undir brekkubrún, en ekki var hægt að greina þar mannvistarleifar með fullri vissu.
Hlíðinni var fylgt til baka að Mela-Seljadal, en þrátt fyrir endurtekna leit þar, fundust engar mannvistarleifar með staðfestu. Haldið var niður eftir Stekkjarskarði og selstígnum fyrrnefnda fylgt til baka. Neðar greindist hann í tvennt; annars vegar að fyrrnefndri leið og hins vegar niður Melaskarð (Tinnuskarð). Í skarðinu var stígurinn vel greinilegur alla leið niður á láglendið. Í miðju skarðinu er tindlaga berggangur og annar svipaður skammt utar, vestar. Undir skarðinu að austanverðu mótar fyrir stekkjarleifum.
ArnarhamarsréttinGamla veginum um Hvalfjörð var fylgt að upphafsstað. Hann er vel greinilegur undir hlíðinni, u.þ.b. 150-200 cm breiður. Svo virðist sam gamla þjóðleiðin undir hlíðunum hafi verið lagfærð og aðlöguð fyrstu sjálfrennireiðinni.
Samkvæmt upplýsingum Sigurbjörns bónda mun fyrsta póstferð á bíl frá Reykjavík til Akureyrar hafa verið 1933 og að „seinfarið hafi verið um Kjalarnes því þurft hefði verið að fara um moldarstíga undir Esju“. Í bók Halldórs á Reynivöllum segir að haustið 1929 hafi vegur um Kjalarnes verið kominn inn fyrir Tíðarskarð.
Um haustið 1929 var nýr vegur kominn á Kjalarnes og rétt inn fyrir Tíðarskarð. Endaði hann við heimreiðina að Hjarðarnesi. Gamli þjóðvegurinn var mun ofar en nú er, í fjallsrótum Esju. Kjósarhreppur lánaði fé til verksins til að flýta framkvæmdum. Á sama ári var brúin yfir Kiðafellsá byggð. Vegsamband ökutækja um Hvalfjörð komst á árið 1934, eða fyrir u.þ.b. 75 árum. Vegstæðið er þó fjarri því að vera það sama og nú er, sem fyrr segir. Gaman er því að fylga eftir gamla vegstæðinu suðaustan við Tíðarskarð með fjallsrótunum, allt að Kiðafellsánni.
Í bakaleiðinni voru skoðaðar merkilegar stríðsminjar við Tíðarskarð og litið á Kjalnesingarréttirnar; Saurbæjarréttina og Arnarhamarsréttina sunnan við skarðið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-504 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 381.

Saurbæjarréttin

Básar

Í sunnanverðri Háleyjabungu, ofan Háleyja á sunnanverðum Reykjanesskaga, milli Krossavíkur (Krossavík/Krossvík) og Sandvíkur, milli Grindavíkur og Reykjaness, er tóft. Hún er um 180×420 að innanmáli, hagalega hlaðin úr grjóti. Í dag er tóftin að mestu leyti fallin saman, en þó mótar enn fyrir rýminu og útlínum hennar. Dyr eru mót suðri. Elstu menn muna eftir því að gluggar voru á vestur- og austurvegg, en þeir eru nú vegggrónir.
haleyjar-toft-2014Vestan við tóftina er Krossavíkur, sem fyrr sagði. Vestan hennar er Krossavíkurberg innan við Krika. Í heimildum er þess getið að Garðakirkja á Álftanesi hafi átt rekaítök í Garðabás við Grindavík. Ef Garðar hafa átt þennan bás þá hlýtur það hafa verið vegna reka því ekki hafa þeir þurft á fisknum að halda því það er það eina sem þeir eiga heima fyrir, meira segja segir í jarðabókinni 1703; „útræði hið besta meðan fiskur var í Hafnarfirði. Rekavon í minsta lagi og nær engin..“!
Að sögn Helga Gamalíelssonar, fæddur á Stað árið 1947, kannaðist hann við örnefnin Básar (Hrófabás og Sölvabás) vestan Staðarbergs. Svæðið þar fyrir vestan væri honum minna kunnugt vegna fjarlægðar frá bænum. Þó fór hann oftlega um Básana og man vel eftir bátsflaki einu ofan Krossavíkur. Honum þætti ekki ólíklegt að kirkjan hafi nytjað rekann á þessu svæði allt frá tímum Skálholts og þangað til það færðist undir kirkjujörðina á Stað. Tóftin á Háleyjum væri það vel gert mannvirki að ekki væri ólíklegt að kirkjan hafi látið byggja hana á þessum stað og þá að öllum líkindum sem nytjastað, t.d. til að vinna rekaviðinn, sem þarna var drjúgur fyrrum. Innan við Háleyjar er gott bátalægi í sunnan og suðaustanstrengjum, en lendingin þar er slæm. Í fjörunni fann FERLIR, eftir lýsingu Helga, leifar af bátnum Helga frá Vestmannaeyjum (sjá http://ferlir.is/?id=4173).
krossavikurVið skoðun á tóftinni kom í ljós að nýlega hafði verið grafið í hana, þ.e. skurður inn um dyrna, þvert yfir gólfið og að útveggnum að norðanverðu. Hver það gerði er ekki vitað því ekki virðist liggja fyrir skýrsla um rannsóknina.

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1903 segir Brynjúlfur Jónsson eftirfarandi um tóftina á Háleyjum: „Á Krossvíkum er ekkert  örnefni á landi, sem bent geti á, að kross hafi staðið þar eftir að hraun var runnið yfir. Liggur því beint við að hugsa sér, að áður en hraunið rann, hafi þar staðið kross, en staðurinn sem hann stóð á, sé hrauni hulinn. Krossinn gerir ráð fyrir mönnum í nánd, — til hvers skyldi hann annars hafa verið reistur? — og bendir það til bygðar eða að minsta kosti til mannaferða. Nú er undantekning ef menn koma þar. Enn má nefna »Háleyjar« (eða Háleygjarr). Það er ágætur lendingarstaður, skamt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Aðeins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem bygð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er
krossavikur-21Jón hét bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó að heiman. Því bygði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa af þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending eigi verið notuð. Af hverju nafnið »Háleyjar« sé komið, get eg ekki vel hugsað mér. Þar eru engar eyjar; og þó svo væri, þá væri fyrri hluti nafnsins: »hál-« óskiljanlegur fyrir því. Helzt sýnist mér vit í að gera ráð fyrir, að »háleyskir« menn hafi sezt þar að í fornöld, og aðsetur þeirra verið kent við þá t. a. m. Háleygjabær (eins og Gaulverjabær), en svo hafi niðurlagi nafnsins verið slept, þegar bærinn (eða hvað það var nú) var ekki lengur til. En ekki er til neins að fara lengra út í þetta mál“.

Um framangreint má gera eftirfarandi athugasemdir; a) hraunið ofan við Krossvíkur rann um fimm þúsund árum fyrir landnám, b) í Háleyjum hefur varla verið góður lendingarstaður fyrir smábáta (stórgrýtt fjara) og vandfarin innsigling, c) Háleyjar eru austan við Krossvíkur, en ekki vestan, og d) ekkert bendir til annars en að sagan af „Jóni bónda á Vatnsfelli“ sé einber þjóðsaga því engar heimildir eru til um að búið hafi verið á Vatnsfelli áður en nýr bær vitavarðar var byggður þar árið 1878. Brynjúlfur segir jafnframt frá því í þessari frásögn sinni að byggð ku hafa verið ofan Krossavíkurbergs ([H]Rafnkelsstaðabergs) frá landnámi, en það er líkt með þeirri sögu og sögunni um „Jón bónda“, hvorki heimildir né minjar styðja þá lýsingu. Þá er hvergi í  næagrenninu að finna neinar leifar fiskvinnslu fyrrum, s.s. garða, þurrkbyrgi o.fl.
FERLIR hafði áður þaulleitað svæðið, en ekki enn fundið nein ummerki þessa (utan hlaðins skjóls í Skálafelli, sem er af öðrum toga).

krossaviku-25

Í Ægi árið 1916 kemur framangreint svæði m.a. í hrakningalýsingum sama árs, en hvergi er þó getið um tóftina, sem þá hefði átt að vera hið ágætasta skjól sjómönnum er lentu þar í sjávarháska og björguðust: „Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti i einmánuði (24. mars) 1916…
…Þorkötlustaðaskipunum hinum og einu úr Járngerðarstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; engin hinna náðu landi fyrir austan Staðarberg og urðu þvi að leita lendingu á Víkunum og lánaðist það flestum, sem náðu best, lentu þar sem heitir Jögunarklettur (»Kletturinn«), og þau næstu nokkuru utar (vestar), þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerðist á fjórða tímanum. Tvö skip til, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatlast, urðu að lenda upp á von og óvon þar sem heitir á Krossvíkum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanestá, og brotnuðu í spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orðinn þar við land, en enginn maður meiddist.
krossavikur-28Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á líf og dauða upp í urðarbás einn vestan við Skarfasetur. Í sama bili og skipið steytti, skall yflr ólag, sem kastaði því flötu og skolaði 8 mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar maður til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fótum á land þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeiddum, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði í spón. — Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðslum og slysum undir þessum erfiðu kringumstæðum, af því að Grindvikingar eru
alvanir að bjarga sér í brotalá og illum lendingum.“

Í framangreindri lýsingu er getið um „gamla verstöð?“ með spurningarmerki, sem virðist mjög eðlilegt því þá höfðu menn ekki annað fyrir sér um slíka en þjóðsöguna um „Jón bónda“ á Vatnsfelli. Hins vegar er gaman að geta þess að vitavarðahúsið við Reykjanesvita er jafnan í heimildum sagt verða á Bæjarfelli, sem er ekki rétt. Það er á Vatnsfelli, en hóllinn sunnan þess (vegarins) heitir Bæjarfell. Undir því er niðurgengur brunnur (gerður 1878) og útihús vitavarðarins sem og túngarðar.

haleyjar-toft-2014-2

Í svonefndum Básum eru nokkrir rekabásar; austast eru Sölvabásar á Staðarbergi, Hrófabásar ofan við Brimketilinn, tvær ónefndar ofan við Sandvík, ein ofan við Háleyjar og ein, sú vestasta, ofan Krossavíkur (austan Krossavíkurbjargs). Auk búðarinnar/- nytjastaðarins utan í Háleyjarbungu má sjá leifar af föllnu húsi ofan rekabássins í Krossavíkum. Telja má líklegt að þar hafi verið nytjaaðstaða fyrrum. Það er staðurinn, sem Helgi Gam. telur líklegast að svonefndur Garðabás gæti hafa verið forðum.

Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir m.a. um þetta svæði:
„Vestan við Klettinn er Sandvík. Niður í báðar víkurnar, Mölvík og Sandvík, er hægt að aka á bíl.- Skálholtsstaður átti fyrrum allan reka í Sandvík.
Gísli Brynjólfsson segir, að í Sandvík sé „talið, að hafi verið verbúð, jafnvel tvær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast ein af fáum „byggilegum“ stöðum á þessum auðnarslóðum.“
Sandvik-hledslurHvorki S.V.G né Á.V. kannast við að hafa heyrt talað um byggð í Sandvík.
Vestur af Sandvíkinni liggur lágur klettarani þar sem sjórinn hefur sorfið hvilftir og skot inn í bergið. Þar heita Sandvíkurbásar. Utan við þá hækkar bergið og heitir nú Háleyjaberg. Frammi við sjóinn er bergið 20-30 metra hátt og undir því stórgrýtt fjaran, Háleyjakampur. Út með honum, skáhallt frá landi, í suðvestur, gengur Háleyjahlein fram í sjó. Er hún um 400 metra langur klettahryggur. Dýpst er rétt innan við hleinina og ef farið er nógu nærri henni eru þarna góð lendingarskilyrði í sæmilega kyrrum sjó. Bungubreið dyngja skammt norður frá berginu nefnist Háleyjahæð. Er hún kúpumyndað eldfjall með stórum gíg í toppnum. -Allt svæðið, Háleyjahæð, Háleyjaberg, Háleyjakampur og Háleyjahlein, er einu nafni nefnt Háleyjar. Talið er, að á Háleyjum hafi fyrrum verið útræði. Til þess benda m.a. kofarústir framarlega á Háleyjabungu“.

Vestan við Háleyjahæð er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin, en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. (Ath.: í frb. var það oft haft Hrakkelsstaðaberg). Bendir nafnið til að þarna hafi einhvern tímann verið bær“.

Tóftin á Háleyjum er og hefur verið tilefni til vangaveltna um nokkurt skeið, bæði um tilefni hennar og notkun, en ekki síst um tilefni og niðurstöðu þeirrar rannsóknar, sem þar mun hafa átt sér stað nýlega.
Gunnar S. Valdimarsson vakti athygli FERLIRs á eftirfarandi: „Þar má benda á, þar sem þið haldið fram að engar heimildir séu til um neinn „Jón á Vatnsfelli“, að í inngangi Jóns Eiríkssonar að ferðabók Ólafs Ólavíusar (1. bindi, Rvk 1964) er getið um nýbýli á „eyðibýlinu Vatnsfelli í Gullbringusýslu“ á bls. 14. Þar kemur einnig fram að byggjendurnir hafi fengið verðlaun fyrir verkið, þar sem það var í samræmi við nýbýlatilskipunina frá 1776. Verðlaunin voru veitt árið 1778 og skv. Jóni Eiríkssyni birtist tilkynning um það í alþingisbókum en í tilvísuninni í ferðabókinni eru byggjendur reyndar ekki nafngreindir. Sé gert ráð fyrir að hér sé um Vatnsfell við Reykjanesvita að ræða kynni að vera meira til í sögu Brynjúlfs Jónssonar um Jón á Vatnsfelli en þið gefið í skyn. Ef annað býli með því nafni er í Gullbringusýslu er mér ókunnugt um það og bið þá forláts.“

Heimildir:
-Ægir, 9. árg. 1916, bls. 97-98
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið eftir Brynjúlf Jónsson – 18. árg. 1903, bls. 44.
-Örnefnalýsing fyrir Stað – Stofn lýsingar þessarar er í „Örnefni í Staðarlandi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók. Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
-Helgi Gamalíelsson frá Stað – fæddur 1947.

Háleyjar

Háleyjar – loftmynd.

 

Gjásel

Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Nýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
Huldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.

Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.

Hlöðunessel

Hlöðunessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.

Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.

Nýjasel

Nýjasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.

Pétursborg

Pétursborg – uppdráttur ÓSÁ.

Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.

Vogasel

Vogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.

Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.

Brunnastadassel-202

Brunnastaðasel.