Valgarðsborg

Öxl skilur af Strandardal og Hlíðardal vestan Svörtubjarga. Úr bergöxlinni sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem var ómetanleg fyrir heyskapafólk í dölunum. Efst í Hlíðardal var bær Indriða lögréttumanns Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Ætlunin er að finna Sælubunu og tóftir af bæ Indriða.

Strandardalur

Varða við Katlabrekkur.

Auk þess var ætlunin að skoða Vogsósasel, Hlíðarborg, Hlíðarsel, Valgarðsborg, Hlíðarveg, Selvogsgötuna gömlu (Suðurferðaveg), Dísurétt, Borgarskarðsborg og tóftir vestan hennar, auk Ána.
Lagt var af stað frá réttinni austan Hlíðarvatns. Gengið var upp að Vogsósaseli, tóftir þess skoðaðar og síðan haldið upp slóða áleiðis að Hlíðarborg. Eftir að hafa skoðað borgina, sem er í heiðinni vestan undir háum hraunhól, fallega hlaðin, var haldið spölkorn til suðurs, yfir girðinguna, og litið á tóftir meints Hlíðarsels. Ekki er vitað til þess að selið hafi verið skráð. Reyndar gildir það einnig um Hlíðarborgina, sem er þarna skammt norðar.
Selstígurinn vestan tóftanna sést enn vel. Seltóftirnar eru vestan undir grónum hól, en sunnan hans er Valgarðsborg. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Stefnan var tekin inn á Hlíðargötu er liggur frá Hlíð, upp með Hlíðarfjalli og inn með Kötlubrekkum. Nefjavarða er þar á Rofunum. Gísli Sigurðsson segir í lýsingu sinni um þetta svæði að “ekkert örnefni sé á Hlíðarfjalli uppi, þar til kemur að Hlíðarfjallsenda, þar sem það hverfur undir Katlahraunið, sem er uppi á brún, fyrir ofan Katlabrekkur.

Sælubuna

Sælubuna í Standardal.

Í Katlahrauni eru grónar lautir, og var slegið þar áður fyrr. Hér er komið á aðalleiðina úr Selvogi til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Leiðin liggur af Katlabrekkubrún, skáhallt upp og yfir Katlahraunið. Katlabrekkur eru framan í brún, vestan við Björgin. Þær eru rétt við vegslóðann, farið er milli þeirra og Bjarganna. Þegar upp er komið, blasa við á hægri hönd Hlíðardalir, Hlíðardalur efri og Hlíðardalur neðri, vestan við Stóra-Urðarfell. Efri dalurinn er stærri.
Á milli dalanna er Dalshryggur, svolítill berghryggur eða klettar.” Farið var fyrir endann á honum. Þá blasti við lægð í Urðarfellin. Fram af þeirri lægð er Kálfsgil, sem er á landamerkjum Hlíðar og Strandar.
Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum (1677-1716) hafi grafið Bók bókanna, mestu galdrabók allra tíma, Gullskinnu, í Kálfsgili. Segir í sögunni að sá, sem ráði þeirri bók, hafi vald á því sem hann velja vildi.
Bunga er í Urðarfellunum alveg fram á Svörtubjörg. Þar í er Sælubuna, uppspretta út úr klettum, og rennur ofan í Strandardalinn. Hún þornar aldrei alveg. Strandardalur er austan eða suðaustan við Kálfsgil. Er Litla-Urðarfell fyrir austan, en Stóra-Urðarfell fyrir vestan.

Strandardalur

Strandardalur.

Urðarfellin eru skriðurunnin fell, en ekki hraun. Litla-Urðarfell er nokkurn veginn stakt, hnöttótt ofan með klappabrúnum. Þar eru fellin einna hæst. Hæðin fram á Björgin er frá Litla-Urðarfelli. Kálfsgil er myndað af vatnsrennsli úr fellunum. Það er á mörkum Hlíðar og Strandar. Í stórleysingum rennur vatn úr Kálfsgili fyrir austan Katlabrekkur.
Austan við Litla-Urðarfell eru Merarbrekkur. Fyrir innan (norðan) Stóra-Urðarfell er lægð, sem kölluð er Móvatnsstæði. Snarhallar af fellinu ofan í það. Þar var smáblettur, þar sem var mótak frá Hlíð. Það var eini mórinn, sem til var í Selvogi, en hann var lélegur.

Svörtubjörg

Við Stígshella í Svörtubjörgum.

Svörtubjörg blasa við sjónum alls staðar úr Selvogi, bæði af sjó og landi. Þau eru oft í daglegu tali kölluð Björgin. Vestari endi Bjarganna er mið af sjó. Vestarlega á Björgunum ber Grágæsanípu hátt. Það er klettur, sem slútir fram. Þar var oft hrafn. Eiríksvarða er því sem næst á Björgunum miðjum. Sagt er, að Eiríkur prestur á Vogsósum hafi hlaðið hana til varnar gegn Tyrkjum. Eitt fet er frá Eiríksvörðu fram á brún.
Sagt er, að sá, sem hreyfi vörðuna, eigi að fara fram af Björgunum. Varðan stendur enn. Austast í Björgum er Gatahóll. Geta bæði menn og skepnur gengið í gegnum hann. Einna hæst eru Björgin um Grágæsanípu og Eiríksvörðu, og Gatahóll er einnig hátt, líkt og Eiríksvarða.
Kindaslóði er alveg niður í Björgin. Þar fóru kindur niður og í Stígshellra, sem eru smáskútar fyrir neðan. Fyrir þá fennti í norðanbyljum, og fé tepptist þar. Þeir eru vestarlega við Björgin. Vestan við Björg, niður undan Stígshell(r)um, er Hofmannaflöt; þar var áningarstaður.”

Hlíðardalur

Tóft Erlends í Hlíðardal.

Fallega hlaðin varða er á klapparrananum er aðskilur dalina. Undir henni er Sælubuna. Hún er greinilega sírennslislind og kemur úr hlíðinni. Eflaust er vatnið úr henni allra meina bót. Leitað var eftir tóftum af bæ Indriði í Hlíðardal. Mikið gróðurrof hefur orðið í dalnum. Einungis eru nú torfur upp með hlíðum Urðarfells. Fallegur einir á klöpp gaf þó dalnum lit. Hlíðardalur er ekki fullkannaður, enn á eftir að skoða efsta hluta hans m.t.t. hugsanlegra tófta. Það verður gert á sumri komanda.
Í bakaleiðinni var komið við í Dísuréttum í Katlahrauni vestan Hlíðardals. Um er að ræða fallega hlaðna rétt austan undir hraunhól. Erfitt getur reynst að finna hana í hrauninu. Þegar leitað var að réttinni fannst stór og fallegur hellir. Um er að ræða hraunbólu, um 3 m á hæð og um 15 metra breiða. Inn úr henni er rás og innan af henni þverrás. Vel er hægt að ganga þar uppréttur. Úr loftinu hengu um tveggja metra langar rætur. Fallegar klakamyndanir voru á gólfum. Þau eru slétt og ekkert fallið úr loftum. Hellirinn er ekki fullkannaður, en hann er a.m.k. 40-50 m. langur.

Borgarskraðsborg

Borgarskarðsborg.

Gengið var niður Borgarskarð og vestur Hlíðarveg með Hlíðarfjalli. Borgarskarðsborg neðan við skarðið var skoðuð sem og tóftir skammt vestan hennar, við Hlíðarveg. Stefnan var tekin á hellinn Ána og síðan haldið sem leið lá að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Dísurétt

Dísurétt.

Lakastígur

Lakastígur liggur frá Hveradölum niður að Lönguhlíð innan við Innbruna Eldborgarhrauns í Þrengslum.
Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar Lakastígurliggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.
Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur Syðri-Eldborgkm austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra.
Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði. Vestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m.
VörðurSkammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbunga Skálafells, heitir Langahlíð. Norðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703:
„Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, Horft af Syðri-Eldborgþá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.“
Eldborgir sjást suðvestur af Lakastíg. Það hraun, Eldborgarhraun, sem rann áleiðis að Hjalla er miklu mun eldra en kristni á Íslandi. Það átti upptök sín í Eldborg undir Meitlum, mikilfenglegum gíg, sem hlaðið hefur upp háan gígbarm að vestanverðu. Hins vegar er gígurinn opinn mót suðaustri og liggur hrauntröð frá honum fram eftir hrauninu. Reyndar eru gíganir undir Meitlunum tveir; Nyrði- og Syðri-Eldborg. Ofan af gígbarmi Eldborgar sést vel yfir þetta hraun og allt til Þorkálshafnar, en til norðausturs yfir eystra sprungusvæðið þar sem áðurnefnd eldstöð ofan Hveradala.
Öskulag, sem kennt er við landnám, úr gosi er átti sér stað liðlega einni öld fyrir kristnitöku, er bæði ofan á Þurárhrauni og Eldborgarhrauni, Þess vegan vita menn að hvorugt þeirra er Kristnitöku-hraunið.
KortKristian Kålund (1872-’74), Þorvaldur Thorodssen (1882), Guðmundur Kjartansson (1943), Trausti Einarsson (1951) og Þorleifur Einarsson (1960) töldu allir að hraunin úr Eldborgum í Hveradala-brekkum og Meitlum væru hið svonefnda Kristnitökuhraun.
Það virðist vera fyrst um og eftir 1977 að jarðfræðingar átta sig á því að hvorugt hraunanna, sem flæddu fram af heiðarbrúninni niður í Ölfus séu Kristnitökuhraunið frá árinu 1000. Jón Jónsson, jarðfræðingur, birti grein í Náttúrufræðingnum 1977 og þar kemur fram að greining á aldri yngsta hraunsins á Hellisheiði reyndist vera um 1850 geislakolsár. Með öðrum orðum; hraunin, sem runnu niður í Ölfus, og talin voru þau sem ógnuðu bæ goðsins á nefndum tímamótum, voru búin að vera hluti af landslaginu þar í mörg ár áður en land byggðist.
Jón Jónsson skrifaði grein í Náttúrfræðinginn 1979 og er frásögn hennar “Kristnitökuhraunið”. Þar segir Jón frá því að landnáms-öskulagið hafi fundist í jarðvegi undir Svínahraunsbruna. Þar með sé ekkert því til fyrirstöðu, að fundið sé það hraun sem getið er um í Kristni sögu og hin fyrsta gosheimild í sögu þjóðarinnar sé því í meginatriðum rétt.
Að þessu sinni var gengið suður yfir Innribruna neðan Lágaskarðs, skoðuð rétt undir Syðri-Eldborg og önnur í Innribrunatröð, uppgróna vörðuröð austan Stóra-Meitils á Meitilstöglunum og tóft þar á leiðinni uns staðnæmst var við suðurhorn Stóra-Meitils við Þrengslaveg.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Eldborg

Eldborg í Þrengslum.

 

Gerðavellir

Grindavíkurbær og Saltfisksetrið vígðu nýtt sögu- og örnefnaskilti á Gerðavöllum.
Af því tilefni var bæjarbúum og gestum boðið til gönguferðar um Vellina og næsta nágrenni. Á skiltinu er uppdráttur Virkiðaf svæðinu með öllum helstu minjum og örnefnum. Um er að ræða 6. skiltið í röð slíkra í Grindavík, sem einn FERLIRsfélaga hefur m.a. haft umsjón með. Sjöunda skiltið verður vígt við Hraun austan Grindavíkur í septembermánuði n.k. (2009). Með því hefur meginhluti þéttbýlishverfa Grindavíkur verið teiknaður upp m.t.t. sýnilegra og sögulegra minja í tengslum við helstu örnefnin. Hugmyndin er og að nýta svo efnið til útgáfu fyrir þá sem vilja eignast uppdrættina á kortunum svo og til kennslu í grunnskólum bæjarins.
Í fróðleik á skiltinu á Gerðavöllum segir m.a. (textinn er ónákæmari hér): „Á
Gerðavöllum og nágrenni má m.a. sjá leifar eftir svonefnda Junkara, sem hér voru við fiskveiðar á 14. og 16. öld. Sumir telja að gerðið geti verið enn eldra, frá fyrstu tíð verslunar á 13. öld eða jafnvel frá upphafi búsetu í Grindavík.
Þá eru örnefni er minna á Rásinsögusvið „Grindavíkurstríðsins“ árið 1532, s.s. Virkið og Engelskalág, en sá atburður breytti verslunarsögu landsins svo að segja á einni nóttu. Á svæðinu eru einnig minjar um búskap Járngerðarstaða-bænda frá fyrri tíð. Utar á kampinum er rétt á Skyggni. Í hana voru trippi rekin á vorin og þau klippt áður en þau voru rekin upp á Selsvelli. Gamla kirkjugatan yfir á Stað lá hér um til 1908 og  ekki má gleyma sjóskrímslunum er héðan hafa sést endrum og eins um aldir. Á landakorti frá 1590 eftir Gubrand Þorláksson, biskup, eru t.a.m. teiknuð inn mörg hafskrímsli, sem höfundur byggir líklega á eigin reynslu.
Utan í Stekkhól er stekkur og á hólnum er hlaðið, uppgróið, mannvirki, hugsanlega dys eða brenniker, þ.e. eldur var kveiktur á hólnum þegar vantaði skip af hafi eftir að myrkvaði enda útsýni af hólnum hvergi betra yfir Járngerðar- og Staðarsund. Í Bjarnagjá og Hrafnagjá er fjölbreytt lífríki sem og í fjörunni með strandlengjunni.
Meðfylgjandi uppdráttur er unnin upp úr örnefnalýsingum fyrir Járngerðarstaðahverfi eftir lýsingum þess fólks er best þekkir til staðhátta. Sérstakar þakkir eru færðar Lofti Jónssyni, Guðlaugi Tómassyni, Tómasi Þorvaldssyni, Gunnari Tómassyni og Guðjóni Þorlákssyni. Í textanum er auk þess vitnað í Þjóðsögur og ævintýri Einars Ól. Sveinssonar (1952), Öldina okkar 1518 og 1532, Sögu Grindavíkur eftir Jón Þ. Þór (1994) og fyrirlestra Jóns Böðvarssonar um Grindavíkurstríðið (2006).

Junkaragerði
LitbrigðiGerðavellir eru nefndir eftir gerði Junkaranna. Garðarnir sjást enn mjög vel þótt sjórinn hafi brotið af þeim að austanverðu. Einar Ól. Sveinsson segir svo frá í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum: „Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem Hóllvindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki.
Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.
Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á Stekkuraftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlangt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti.“

Verslun og fiskveiðar útlendinga
MarkhóllMeð Ensku öldinni er átt við þann hluta sögu Íslands þegar Englendingar öðrum fremur sigldu til Íslands til að veiða og kaupa skreið og aðra vöru (t.d. vaðmál og brennistein) í skiptum fyrir ensk klæðaefni, mjöl, bjór, vín og fleira. Hún hófst skömmu eftir að Svarti dauði herjaði á landið (1402 til 1404) og siglingar frá Noregi lögðust að mestu leyti af í kjölfarið.
Um 1500 voru í raun tveir “kaupstaðir” á Íslandi; Hafnarfjörður og Grindavík. Síðarnefndi staðurinn stóð betur að vígi því hann var aðalhöfn Skálholtssbiskups, sem hafði skip í förum. Bændur greiddu m.a. skatt sinn í osti, sem seldur var í Evrópu, en korn o.fl. flutt til landsins í staðinn. Grindavík var því mikil höfn um langan tíma og það löngu eftir að “Grindavíkurstríðinu” lauk. Um það má t.d. lesa á sambærilegu skilti í Staðarhverfi.

Bjarnagjá

Enska tímabilinu lauk með bardaganum og drápi Englendinga í virki Jóhanns breiða hér ofan við Stórubót í júní 1532. Þetta leiddi til þess að 16. öldin er stundum kölluð þýska öldin í Íslandssögunni. Elstu menn segja að enn megi sjá leifar virkisins sem og „Enskulágar“ eða „Engelskulágar“ þar sem hinir ólánssömu Englendingar voru grafnir. En sá bardagi átti sér langan aðdraganda.
Fram til 1300 veiddu Íslendingar aðallega við landið. Skömmu fyrir 1300 gjörbreyttist ástandið. Noregskóngur hafði einkaleyfi á veiðum við allar eyjar er tilheyrðu Noregi. Aðrir þurftu að fá leyfi til að veiða þar eða versla. Yfirleitt var slíkt leyfi ekki veitt. Síðast á 14. öld breyttist þetta ástand. Englendingar urðu fyrstir til að sækja á fiskimiðin við Ísland. Fram yfir 1380 voru fiskiskip yfirleitt lítil og yfirleitt ekki vel fallin til úthafssiglinga.

Hrafnagjá

Ný siglingatækni kom fram og Norðurlandabúar töpuðu forystunni á höfunum, en Englendingar tóku yfir; fyrst með tvímastra, þrímastra og jafnvel fjórmastra skipum. Fyrir 1400 voru Englendingar farnir að sigla á slíkum skipum hingað.
Fiskur var aðallega hertur. Árið 1432 kom þýskt fyrsta skipi hingað, en það var á vegum Hansakaupmanna. Noregskóngur hélt fast í einkaleyfi sitt til vöru-, veiði- og verslunarferða á sínum svæðum. En vegna þess að norsk skip gátu veitt nær markaðinum í Evrópu var hann ekki eins fastheldinn á þennan rétt sinn er fjær dró. Er Englendingar fóru að koma til Íslands bannaði Noregskóngur för þeirra til landsins. Englendingar og Íslendingar tóku ekki mark á því banni. Íslendingar ömuðust að vísu í fyrstu við fiskveiðum Englendinga, en fögnuðu vöruflutningum þeirra og verslun. En fyrir vöruflutninga Englendinganna fengu þeir “þol til fiskveiða”. Englendingar urðu loks sterkastir við landið og víða með aðstöðu.  Þjóðverjar, sem komu um 1430 urðu fljótlega vinsælli. Þeir keyptu fisk og skreið á allt að 70% hærra verði og seldu sína vöru ódýrari. Mikil eftirspurn var eftir fiski í Evrópu svo þeir gátu selt hann á margfalt hærra verði þar. Trúarbrögð, fastan, var aðalástæðan. Þjóðverjar voru einnig vinsælli en Englendingar vegna þess að hinir síðarnefndu stálu oft á tíðum fiski frá Íslendingum; fiski sem safnað hafði verið saman til sölu um vorið.

Katrínarvík

Þetta varð til þess að Englendingar töpuðu smám saman öllum höfnum sínum (sem að vísu voru ekki eiginlegar hafnir í okkar skilningi, heldur viðleguaðstaða). Englendingar höfðu haft Hafnarfjörð fyrir aðalhöfn (Grindavík var nr. tvö), en þeir sigldu jafnan til Straumsvíkur. Um 1480 ráku Þjóðverjar Englendinga frá Hafnarfirði og Straumsvík (Þýskabúð) og tóku sér fasta búsetu í Hafnarfirði. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði.

Junkaragerði

Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes.
Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori). Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. 

Tóft

Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.

Grindavíkurstríðið
brotÞá víkur sögunni hingað til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu til Grindavíkur. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum.

Kortið

Um þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.

Gengið um Junkaragerði

Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stórubót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir, alls fimmtán manns. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.

Skiltið

Diðrik sló upp veislu, en eftir nokkra daga gaf byr svo skipi Peter Gibson var siglt til Bessastaða, enda nú metið eign danska kóngsins. Herinn var um kyrrt í Grindavík í 10 daga, enda Englendingarnir þar til alls vísir. Margir þeirra höfðu verið á sjó þegar atlagan var gerð og þótti þeim aðkoman að landi heldur kuldaleg.
Með “Grindavíkurstríðinu” lauk svonefndri “Ensku öldinni” á Íslandi, en átökunum  lauk ekki, því fór fjarri. Það var upphafið að átökum stórþjóða. Með því hófst “styrjöld”, sem átti eftir að standa í langan tíma. Hinrik VIII. frétti fljótlega af átökunum. Svo virðist af skrifum hans um þetta mál að hann hafi verið mjög kunnugur hér á landi. Maximillian Þýskalandskeisari frétti einnig fljótlega af átökunum.

Kort

Í kjölfarið fylgdi þras og síðan friðasamningar á milli Dana, Englendinga og Þjóðverja.

Skrímsli
Á landakortum fyrri alda má oft á tíðum sjá, auk landa og örnefna, hinar ýmsu kynjaskepnur hafsins. Landakönnuðir og kortagerðamenn, sem vildu láta taka sig alvarlega, skráðu það eitt er þeir sjálfir sáu eða fengu staðfest eftir áreiðanlegustu heimildum. Af því að dæma ættu kynjaskepnurnar að hafa verið til á þeim tímum, þótt ekki hafi alltaf tekist fullkomlega að teikna þær af ítrustu nákvæmni, þ.e. hvað varðar lögun og lit. Stærðina höfðu menn þó jafnan á hreinu og voru ekkert að draga úr henni svo Sæskrímslineinu næmi. Oftar en ekki brá skepnunum einungis fyrir stutta stund og yfirleitt við verstu aðstæður, s.s. í myrkri, brábrimi eða þegar einhver var í sjávarháska. Vitað er, ef tekið er mið af steingervingum, sem fundist hafa, að til voru forsögulegar skepnur, bæði í sjó og á landi, er voru ægilegri og með annað svipmót en nú þekkist og miklu mun stærri, lengri og hærri. Margar frásagnir eru til af skrímslum hér á landi og enn eru að finnast kvikindi, sem ættu að vera útdauð fyrir löngu.“
Hið skemmtilegasta við framtakið er að verkið er unnið af öldnum Grindvíkingum, sem síðan hinir yngri geta nýtt sér í námi, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Um 80 manns gengu um svæðið með leiðsögn.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Rétt

Klifhæð

Í Árbókinni 1943-48 segir Ólafur Þorvaldsson frá leiðinni milli Herdísarvíkur og Sýslusteins. Þar fjallar hann m.a. um Selhól, Hrísbrekkur (Litlu- og Stóru-), Klifhæð og Sængurkonuhelli:
Vegurinn„Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, ,,niður á milli hrauna“, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, en Kolhraun á vinstri. Gamlaveg hefur að mestu verið hætt að fara eftir að rudd hafði verið gata gegnum tvö brunabelti austan Geitahlíðar, og þar með vegur sá, sem enn er farinn, tekinn sem aðalvegur. Báðir bera þessir vegir merki mikillar umferðar, enda önnur aðalleið úr Árnes- og Rangárvallasýslum sem skreiðarvegur til Suðurnesja. Frá Kolhrauni, sem er löng brunabreiða austur af Seljabótarbruna, liggur gamli vegurinn austur hraunið. Þá er austarlega kemur á hraunið, ber mest á nokkuð grónum hryggjum eða hæðum, sem liggja frá NV til SA, og eru það Löngubrekkur. Nokkru austar og nær fjalli, þar sem hraunið er hæst og austur af hér, er allstór hóll, Selhóll. Nafn þetta mun hann hafa
hlotið af fornri götu, sem er skammt norður af honum, og hefur verið selgata út á Seljabót, en sést nú orðið óglöggt. Norðaustur af Selhól er dálítill blettur af mjög brunnu hrauni, sem virðist miklu yngra en hraunið þar umhverfis, og heitir þessi brunablettur Selhólshraun. Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á þeirri leið. Snúum við nú aftur í vesturátt og förum út með vegi. Fyrst liggur vegurinn um hólótt land og óslétt. Þegar út á móts við Selhól kemur, en hann er skammt neðan vegar, er farið yfir dálítinn hæðarhrygg, sem heitir Ingimundarhæð. Þegar út yfir hana kemur, taka við sléttar hellur, og er von bráðar komið að dálítilli hæð, sem er fast við veginn norðanmegin, gróin móti suðri, en grasflöt fram af. Er þetta Litla-Hrísbrekka. Nokkru vestar gengur hár brunahryggur norðvestur frá fjallinu fram að veginum, og er hér komið að Stóru-Hrísbrekku. Þar er gras í bollum og brekkum, svo og viðarkjarr nokkurt.
HrísbrekkurFrá Stóru-Hrísbrekku er land á fótinn vestur á Klifhæð. Þar sem hún er hæst, liggur vegurinn gegnum klauf, sem rudd hefur verið í mjótt, en hátt brunahaft. Skammt austan undir klifinu, sjávarmegin götu, er lítill hellir, snúa dyr mót austri, en lágar mjög, þetta er Sængurkonuhellir. Sagan segir, að þar hafi göngukona ein endur fyrir löngu alið barn. Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar.
Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur.“
Leit var gerð að framangreindum Sængurkonuhelli m.v. lýsinguna. Lítill skúti fannst á svæðinu sem og tvö op í stærri hraunrásir, sem verða skoðaðar síðar.

Heimild:
-Ólafur Þorvaldsson, Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-48, Herdísarvík í Árnessýslu – Stutt lýsing jarðarinnar, bls. 133-134.

Selhóll

Selhóll.

Grindarskörð

Sögn er um að þýsk flugvél hafi nauðlent undir Lönguhlíðum 1941 eftir að skotið hafði verið á hana í Öskjuhlíð. Áhöfnin, fjórir menn, eiga að hafa komist af. Þeir sprengdu flakið í loft upp og leifar þess eiga síðan að hafa verið fjarlægðar.
SvæðiðÞrátt fyrir að sagan öll sé með ólíkindum eru ummerki í Gráhrauni, nyrst í Rjúpnadyngjuhrauni, rétt utan við Reykjanesfólkvang. Þar neðan við er Skógarhlíð, efsti hluti Heiðmerkulands á Elliðavatnsheiði. Þrír krikar ganga inn á milli hrauntungna; Grenikriki vestast, þá Miðkriki og Skógarkriki austast. Ofan þeirra er svæðið, sem ætlunin var að skoða með hliðsjón af framangreindu.
Þá var og ætlunin við tækifæri að skoða svæðið á hraunsléttunni ofan við Kerlingargil ofan Lönguhlíða. Einnig var ætlunin að skoða undir og ofan við svonefndar Lönguhlíðar norðan við Þrengslin. Þar, innst í Hellum undir Sandfellum, voru lengi vel leifar af flugvél, m.a. hjólabúnaður. Neðar liggur gömul þjóðleið, Lakastígur um Lágaskrað og síðan Selsstígur niður að Kerlingarbergi ofan við Hraun í Ölfusi.
TóftFrásögnin sem slík er lyginni líkust og virðist vera hreinn uppspuni. En þótt ekki hafi beinlínis verið færðar sönnur á sannleiksgildi hennar, og beinum tilvitnunum í heimildir er ábótavant er samt sem áður ástæðulaust að fullyrða algerlega að hún sé að öllu leyti beinlínis röng – a.m.k. ekki fyrr en aðstæður allar og sennilegir möguleikar á öllum hugsanlegum stöðum hafa verið skoðaðir nánar. Sagnfræðingar vilja gjarnan festast í þeirri kenningu að ekkert sé til nema það hafi áður verið skráð og þá af fleiri en einum. Ef fara ætti þeirri formúlu væru t.d. fæstar minjarnar á Reykjanesskaganum til. Auk þess ber að hafa í huga að ekki er alltaf allt satt sem sagt hefur verið (eða skráð).
Engin ástæða er þó til að véfengja algerlega haldlitlar upplýsingar, jafnvel orðróm
. Sagnfræðin heimilar einungs staðfestu þess, sem þegar hefur verið skráð, en þegar heimildir urðu til var það án viðurkenningar fræðigreinarinnar. Hér er fjallað um efnið vegna þess að það er áhugavert og atburðir gerðust m.a. á Reykjanesskaganum.

Heinkel 111Eftirfarandi umfjöllun birtist í Lesbók Mbl 28. mars 2009 (hafa ber í huga að eldri lýsingar eru til af sama atviki, s.s. eftir Björn Tryggvason, en allar óstaðfestar m.t.t. fyrirliggjandi heimilda): Ævintýralegur flótti frá Íslandi – Ævintýraleg flóttasaga var opinberuð af Árna B. Stefánssyni lækni, sem rifjaði upp sögu þýsks flugstjóra í Lesbók 1994. Greinarhöfundur hefur rannsakað baksvið sögu flugstjórans enn frekar og segir hér frá því sem hann hefur komist að um einstæða flóttasögu þýskra hermanna frá Íslandi.
LögreglustjóriEkki gat Árna B. Stefánsson grunað að grein hans Stríðsleyndarmál afhjúpað er birtist í Lesbókinni 1994 var að mati þeirra þýskra í Freiburg brot á þarlendum læknaeiði um samband sjúklings og læknis. Í greininni rifjaði hann upp minnisblöð sín af viðtali sem hann átti við þýskan flugstjóra á hersjúkrahúsi. Saga flugstjórans var skilgreind sem þýskt ríkisleyndarmál. Ég lét snara þessari grein yfir á þýsku og sendi út til allra sem tengdust rannsóknarvinnu minni í að finna nafn flugstjórans, flugvélartegundina og flugsveitina sem hann þjónaði, en þetta vantaði í sögu Árna. Hér heima fékk ég sérstakt rannsóknarleyfi frá utanríkisráðu-neytinu og dómsmálaráðuneytinu til að grúska í gömlum pappírum en það stóð á rannsóknarleyfinu frá forsætisráðuneytinu. Það barst mér á þann sérstaka hátt að mér var vísað út af Þjóðskjalasafni Íslands í boði forsætisráðherra Íslands og ráðuneytisstjóra hans. Þá grunaði mig strax að eitthvað væri til í sögu þýska flugstjórans um ævintýri hans á Íslandi. Þetta var haustið 1994. Nú, 19. mars 2009, voru liðin 68 ár síðan þýski flugstjórinn nauðlenti flugvél sinni undir Lönguhlíð á Reykjanesi rétt við gömlu göngubrautina yfir Grindarskörð. Það var lögreglustjórinn í Reykjavík 1941 sem lét fjarlægja vélina, allt er horfið.“
Hafa ber í huga að Langahlíð nær ekki að Grindarskörðum. Margir telja þó Kerlingarskarð milli Grindarskarða og Lönguhlíðarhorns vera Grindarskröð. Lengi vel var hins vegar brak úr flugvél í Lönguhlíðum við Kerlingargil, sem er skammt vestan við Lönguhlíðarhorn. 

Frásögn Árna
He 111Frásögn Árna í Mbl 11. júní 1994 bar fyrirsögnina Stríðsleyndarmál afhjúpað. „Það var á Þorláksmessu fyrir réttum 15 árum að fundi okkar bar saman. Hann lá ekki á minni deild, hann lá á krabbameinsdeildinni, var í geislameðferð. Það hafði verið mikið að gera, ég nýbyrjaður á augndeildinni, þýskan hjá mér ekkert sérlega góð, eiginlega hafði ég ekki áhuga á að ræða við hann, eða að vera með einhverja Íslandskynningu. En nú voru að koma jól og auk þess hafði hann enn á ný látið liggja fyrir mér skilaboð um að hann vildi ræða við mig. Ég gekk fram í anddyrið, hann stóð það í reykjarsvælunni með sígarettu í munnvikinu, vel til hafður, góðlegur eldri maður, eins og afi í myndabók. Hann sagði „þú ert Íslendingur, er það ekki“, jú sagði ég, „ég verð að tala við þig“. Ekki jók það nú áhuga minn, en áhersla hans á „verð“ fannst mér þó dálítið óvenjuleg. Hvað vildi hann vita um Ísland svona rétt fyrir jólin? Skrýtið þetta „verð“, rétt svona flaug í gegnum hugann. Hann lagði höndina vingjarnlega á öxl mér og sagði „við skulum fara inn fyrir“. Honum var mikið niðri fyrir og hann sagði mér sögu:

Það eru liðin tæp 40 ár og þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál,“ sagði hann og ég hugsaði, hann er eitthvað ruglaður. Augnabliki síðar varð ég ekkert nema eyru og skammaðist mín. Frásögn hans hefur oft leitað á mig, einnig var það ósk hans að ég segði frá þessum atburðum. Í raun var þetta hans hinsta ósk, við sáumst ekki meir, hann fór heim á aðfangadag og lést skömmu eftir áramót.

„Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af sögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum fjörutíu árum,“ sagði hann. „Stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi.“ Síðan dró hann djúpt andann og hélt áfram. „Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri í þýskri vél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretarnir voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnabyssum í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu um 20 km austur eða suðaustur frá Reykjavík.“

JunkerHann lýsti þessu nákvæmlega og virðist þetta hafa verið á grágrýtissléttunni vestur eða suðvestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Ég verð að játa að langt er um liðið, síðan hann sagði mér þetta og ekki get ég lengur munað hvort hann minntist á flugvélartegundina, Henkel minnir mig, Junkers voru hér þó aðallega. Þá er ég ekki viss um ártalið, 1940 eða 1941, Reykjavíkurflugvöllur virtist að mestu kominn. Þetta var ansi ótrúlegt, en svo hélt hann áfram. „Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn. Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana síðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttinni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komumst á mót við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands.

He 111Ég var orðlaus. „Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands,“ sagði hann. Honum hafði greinilega létt mikið. Síðari hluta stríðsins dvaldi hann svo í Norður-Noregi við Tromsö og þjónaði í flugdeildinni, sem varði Tirpitz, systurskip Bismarck, sagði hann mér.

„Heyrðu,“ sagði hann að lokum, „svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað.“ Sem hann og gerði: Juan Fernandez/Schiff 28.

DönitzÉg var uppveðraður af þessu og skrifaði strax heim, þeim manni, sem ég vissi fróðastan um þessi mál. Svarið var stutt og laggott, „þetta stenst ekki“. Reyndar tók hann dýpra í árinni en það. Mér mislíkaði svar þetta mjög og sárnaði fyrir hönd sögumanns míns.

Fáránlegt er að ætla að dauðvona maður láti sér detta í hug að segja einhverjum svona lygasögu. Það var og er óhugsandi í mínum huga. Eftir þessar undirtektir gat ég ekki fylgt þessu nánar eftir. Sögumaður minn var látinn og lítið að gera. Því miður láðist mér að taka niður nafn hans. Miðann með skipsnafninu setti ég inn í bók og hugðist fylgja þessu eftir þegar heim kæmi.

Fjórum árum síðar, stuttu eftir heimkomu úr námi, leitaði frásögnin á mig. Þrátt fyrir mikla leit var mér lífsins ómögulegt að finna miðann. Vegna þeirra undirtekta, sem ég áður hafði fengið, treysti ég mér ekki að birta frásögn sögumanns míns opinberlega án frekari sannanna.

Síðastliðið vor rakst ég svo loksins á nafnið, ég hafði skrifað það á öftustu síðu bókar einnar og hent miðanum, það var þannig engin furða að mér tókst aldrei að finna hann þrátt fyrir mikla leit.

GastergepoNú loksins get ég efnt loforðið, sem ég gaf gamla manninum á Þorláksmessu 1978. Loksins get ég komið þessu frá mér og get sjálfur andað léttar. Ég hef reynt að sannreyna þessa sögu, en ekki haft árangur sem erfiði. Hafnaskjöl Vestmannaeyja- hafnar 1940-­1941 eru annaðhvort týnd eða ekki aðgengileg. Hafnsögumaður í Vestmannaeyja- höfn frá þessum árum segir engin spænsk skip hafa legið þar í höfninni á þessum tíma. Hugsanlegt er að eitthvað komi út úr athugun, sem ég hef komið í gang á þýskum stríðsskjölum, ekki geri ég mér þó miklar vonir. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fas gamla mannsins, einlæg og skilmerkileg frásögn hans, hve mjög honum létti við að deila þessu með einhverjum. Er þetta með eftirminnilegustu jólagöfum, sem ég hef fengið. Í raun er mér sama hver trúir og hver ekki, frásögnin er í mínum huga sönn.

Þetta er hetjusaga úr seinni heimsstyrjöld; málsstaður Þjóðverja, andstæðinga okkar, er aukaatriði. Flugstjóri þessi gerði það ómögulega, hann nauðlenti hér og kom áhöfn sinni úr landi, án Brakþess að nokkur yrði þess var, eða áttaði sig á því síðar. Sagan er svo lygileg að það tekur varla tali. Tvo til þrjá km suðvestur af Bláfjallaskálanum, rétt vestan við kantinn á Strompahrauni eru leifar flugvélar. Ekki veit ég hvort saga hennar er þekkt. Staðsetning þessi, eða önnur lík, fellur vel að frásögn gamla mannsins. Er það von mín að þið lesendur hafið af þessum línum mínum nokkra ánægju, nú þegar liðin er rétt rúmlega hálf öld frá því að atburðirnir áttu sér stað. Í mínum huga er þetta frásögn gamals manns af sérkennilegri heimsókn til Íslands á erfiðum tímum. Saga af hetjudáð.

Geti einhver ykkar lesenda staðfest sögu þessa þætti mér vænt um að sá hinn sami setti sig í samband við mig.“

Hafa ber í huga að brakið, sem Árni minnist á í jaðri Strompahrauns, er af „Bresku Gránu“.

Leyniförin
Guðbrandur heldur áfram. „Alexander Holle flugstjóri leggur af stað í Íslandsleiðangurinn um hádegið Brakhinn 19. mars 1941 á He 111 flugvél sem var sérútbúin í langflug með flugþol upp á 12 klst. Þeir fara frá Sola-flugvelli í Stavangri í Noregi sem Þjóðverjar höfðu þá lagað mikið síðan frá innrásinni. Það var búið að lengja flugbrautir og bæta alla aðstöðu. Flugvélin hefur verið yfirhlaðin í flugtaki með fjóra menn um borð og troðfull af bensíni. Það var ekkert smá peð sem Hitler hafði sent eða rekið út í þennan ævintýraleiðangur samkvæmt beiðni frá Karl Dönitz flotaforingja og yfirmanni kafbátadeildar, en yfirmaður hans, Raider flotaforingi, þvoði hendur sínar af aðgerðinni og afskiptum af herskipinu Bismarck. Sérfræðingur Adolfs Hitlers í þessum leiðangri var samkvæmt bestu heimild Íslandsvinurinn Wilhelm Canaris, flotaforingi og yfirmaður þýsku Abwehr-leyniþjónustunnar, sem var sá eini í leiðangrinum sem hafði komið áður til Íslands. Vinur hans var skrifstofustjóri hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, þegar þetta gerðist. Aðrir um borð voru loftskeytamaður og siglingafræðingur, en annar þeirra slasaðist í nauðlendingunni og varð ógöngufær. Þeir nauðlenda flugvélinni rétt eftir kl 4.15 í miklu roki sem þá brast á. Neyðarkallið sem þeir senda út um kvöldið náði ekki mikið lengra en að Hellu á Rangárvöllum eða rétt rúmlega það, þaðan berst það símleiðis yfir á sérstakan fulltrúa Þjóðverja á Íslandi sem var konsúll Svíþjóðar og frá honum til lögreglustjórans í Reykjavík. Það er síðan 23. mars sem eigendur skipafélagsins Ísafoldar hf., eigendur skipsins m/s Eddu, fá fyrirmæli um að fara úr Reykjavíkurhöfn með fulllestað skip, til Hafnarfjarðarhafnar og sækja þangað tvo Þjóðverja, fara út á ytrihöfn Reykjavíkur og bíða. Hinir tveir voru sóttir á bíl við Þrengslaafleggjarann og selfluttir til skrifstofustjórans á Hellu og voru þar gestir fram til 30. mars, er þeir voru fluttir yfir til Vestmannaeyja. Annar þeirra var Wilhelm Canaris. Þeir eru í Eyjum til 5. apríl er S/S Spica kemur og flytur þá til Reykjavíkur og þannig sameinaðist áhöfnin um borð í m/s Eddu. Eddan fer frá Reykjavík til Spánar 6. apríl og er þýska áhöfnin komin um borð í kafbátinn U-98 hinn 11. apríl. Alexander Holle flugstjóri lét skrá þetta ævintýri sitt sem nauðlendingu á sjó við Noreg, bjargað úr gúmmíbát um borð í þýskan kafbát, eftir skotárás frá þeim ensku hinn 19. apríl 1941. Einn slasaður.

Flóttinn
Canaris„Hálfsögð er saga þá einn segir frá,“ segir í gömlu íslensku máltæki og á það við um flóttasögu Þjóðverjans sem er á þessa leið: ,,Það eru liðin tæp 40 ár, þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál. Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum 40 árum, stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi. Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri á þýskri flugvél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretar voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnarbyssu í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu 20 km austur eða suð-austur frá Reykjavík. Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn.
Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana Stríðsminjarsíðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttunni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komum til móts við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands. Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Heyrðu, svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað: Juan Fernandez/Schiff 28.“ Í frásögn Árna kom einnig fram að flugstjórinn hafi verið í flugsveitinni sem varði orrustuskipið Tirpitz í Noregi en því skipi var sökkt haustið 1944. Mér þótti þessi flóttasaga frekar ótrúleg, hún gekk einfaldlega ekki upp. Ég fékk mikla skemmtan og fróðleik við það að hringja í alla bændur á svæðinu til að forvitnast um árabáta sem gátu verið til taks á svæðinu þarna um vorið 1941.

Gamla

Þarna voru ferjubátar, bátar til selveiða og stórir útróðrarbátar í Bakkafjöru og er einn þeirra á safninu hans Þórðar við Skóga. Ætli ég sé ekki eini maðurinn á Íslandi sem hefur tekist að æsa upp þennan rólyndismann, Þórð safnvörð í Skógasafninu, hann gafst alveg upp á mér og vísaði mér á bræður sem bjuggu á bænum Bakka við samnefnda fjöru. Þaðan fékk ég ævintýrasögur af hafnsögubátnum Létti frá Vestmannaeyjum sem kom þarna upp í fjöruborðið þegar færi gafst, setti út lítinn árabát sem sótti fólk upp á sand og flutti út í Létti og út til Eyja. Það var sama hvar ég spurði frétta, enginn bóndi á svæðinu kannaðist við að bát hafi verið stolið öll stríðsárin en bræðurnir á Bakka töldu ekki útilokað að þeir hafi verið fluttir út í Eyjar með hafnsögubátnum Létti. Fógetinn á Hvolsvelli kafaði djúpt í gömul skjöl embættisins en fann enga kæru um stolinn bát öll stríðsárin. Það var fyrst við rannsóknir á flóttaskipinu sem í ljós kom að Þjóðverjarnir fjórir höfðu skipt liði, tveir voru við Hafnarfjörð og þar flugstjórinn en tveir fóru austur að Hellu.

Flóttaskipin
VestmannaeyjarÞýska flóttaskipið í Vestmannaeyjahöfn, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi í frásögn þýska flugstjórans, varð nú að ráðgátu ef einhver sannleikskjarni var í frásögninni. Söfnunareðli landans kom nú að góðu gagni. Á Þjóðskjalasafni fann ég dagbækur tollgæslunnar í Vestmannaeyjum og síðan komst ég yfir vinnslu- og framleiðsluskýrslur á fiski með upplýsingum um til hvaða landa fiskurinn fór. Á þessum skýrslum voru upplýsingar um skip sem komu inn og út úr Vestmannaeyjahöfn, hvert þau fóru og hvaðan þau komu. Þau sem fóru til Evrópu fóru öll á England, síðan fóru skip til Ameríku en ekki frá Vestmannaeyjum heldur Reykjavík. Það var sigling m/s Eddu til Spánar í apríl 1941, frá Reykjavík með saltfisk og gotu, sem vakti furðu mína og undrun eins og ástandið var í mars og apríl 1941, en stuttu áður höfðu þýskir kafbátar sökkt þremur íslenskum fiskiskipum og Þjóðverjar lýst yfir hafnbanni á Ísland sem var yfirlýsing um árásir á öll íslensk skip. Lánið lék við mig er ég fann skipsdagbók m/s Eddu undir nafninu m/s Fjallfoss og síðan lögskráningarbók um áhöfn skipsins fyrir árið 1941. Með dagbók hafnsögumanna Reykjavíkurhafnar, fyrir sama tímabil, tókst að leysa gátuna.
Þetta var Tripizhreint ótrúlegt, Schiff 28 reyndist vera S/S Spica, norskt flutningaskip, þriggja mastra skúta með hjálparvél, systurskip S/S Arctic sem Fiskimálanefnd ríkisstjórnar Íslands átti. S/S Spica kemur til Vestmannaeyja og losar 55 tonn af áburði. Tekur Þjóðverjana tvo og flytur inn á Reykjavíkurhöfn, leggst þar utan á Edduna undir kolakrananum þar sem vitni mitt sér Þjóðverjana tvo fara úr Spica yfir í Edduna. Þar eru fyrir hinir tveir Þjóðverjarnir, en þeir höfðu komið um borð í Edduna í Hafnarfjarðarhöfn hálfum mánuði áður. Þær tvær vikur um borð í skipinu eru síðan ein ævintýraleg saga sem ekki verður sögð hér. ,,Juan Fernadez“ verður kallmerki fyrir m/s Eddu á siglingaleiðinni til Spánar eða þangað til kafbáturinn U-98 stöðvar Edduna og tekur um borð Þjóðverjana fjóra og flytur þá til Frakklands eftir 23 daga flótta í íslenskri lögsögu. Þegar Eddan kemur til Íslands úr þessari ferð er hún seld til Eimskipafélagsins og fær nafnið Fjallfoss.

Leitin að þýska flugstjóranum
Sögusviðið 1941Fyrstu vísbendingar um þýska flugstjóra og heimsóknir þeirra til Íslands á stríðsárunum fann ég hjá Landmælingum Íslands, en þar hafði safnast fyrir fróðleikur um þessar heimsóknir, aðallega myndir og lýsing á búnaði sem Þjóðverjar notuðu við loftmyndatökur. En þar var líka að finna mörg nöfn áhafnameðlima í þessum Íslandsleiðöngrum. Tveir hermannanna svöruðu bréfum mínum veturinn 1994 til 1995. Þá var veraldarvefurinn ekki kominn til sögunnar og allt gekk hægt fyrir sig. Þessi tvö sambönd reyndust sögunni dýrmæt því hér voru á ferðinni gamlir menn sem þjónuðu þýska flughernum út frá Noregi. Þeir voru í samtökum uppgjafahermanna í Þýskalandi sem hittust alltaf reglulega til að skála í bjór og gráta fallna félaga frá þessum árum. Þessum mönnum sendi ég nú frásögn Árna. Greinina fékk ég birta í málgagni þýskra uppgjafahermanna, „Kameraden“. Í frásögn Árna kemur fram að flugstjórinn þjónaði í flugdeildinni sem varði skipið Tirpitz úti í Noregi, en það sökk haustið 1944. Hafi frásögn þýska flugstjórans frá Íslandi verið ráðgáta þá voru ævintýri hans úti í Noregi ekki síður dularfull. Ég er búinn að liggja yfir skipulagi þýska flughersins árum saman til að finna flugsveitina sem hugsanlega gat hafa sent flugvél til Íslands í þennan leiðangur í mars 1941. Öll sambönd notuð, togað í alla strengi í Þýskalandi, en allt kom fyrir ekki.
Það auðveldaði ekki rannsóknina óvissan um Holleflugvélartegundina því flakið var horfið. Ég fékk sendar tjónaskýrslur yfir allar flugvélar sem saknað var árið 1941 en þar í var fyrirvari um að dagsetningar gætu verið rangar eða bókhaldið falsað, að gögn vantaði frá mörgum flugsveitum eða þeim eytt samkvæmt skipun að ofan. Íslandsvinirnir sem lent höfðu í ævintýrum við Ísland höfðu ekki setið auðum höndum í ellinni og ekki allir svarað kalli Foringjans um að eyða öllum gögnum um aðgerðir við óvininn á árunum 1938 til 1945. Einn þessara manna var Roman Gastager flugstjóri, sem á sinn hátt segir sögu könnunarflug- sveitarinnar sem flaug út á Atlantshaf frá Frakklandi. Flugsveit þessi var 1.(F)123, en F stendur fyrir þýska orðið Fernaufklarungsgruppe. Aðeins ein áhöfn lifði fram yfir árið 1945, eða fjórir menn. Werner Fehse flugstjóri segir sögu flugsveitarinnar 1.(F)124, sem var með bækistöð í Noregi frá 1940 til 1945. Þetta er greinargóð lýsing á skipulagi og aðgerðum flugsveitarinnar og hvernig þeir týndu tölunni frá ári til árs, áhöfn fyrir áhöfn, eða þangað til þær eru sameinaðar flugsveitinni 1. (F)120, en það er einmitt sú flugsveit sem er í reglulegu flugi til Íslands, en þó fyrst frá júní 1941. Þýska veðurstofan var með flugvélar í leiðöngrum til Íslands frá haustinu 1940. Þeir voru hér eins og gráir kettir en töpuðu aldrei flugvél á Íslandi svo vitað sé. Rudi Schmidt flugstjóri gefur út sögu flugsveitarinnar KG 26, sem einnig var með bækistöð í Noregi. Þetta var ekki könnunarflugsveit heldur árásarflugsveit sem notaði sprengjur og tundurskeyti. Yfirmaður þessarar flugsveitar hafði tvær He 111-flugvélar sem voru sérútbúnar til langflugs og það verður önnur þeirra sem nauðlendir á Íslandi í leynileiðangri fyrir Adolf Hitler og Carl Dönitz, yfirmann kafbátadeildar þýska flotans. Alexander Holle var þá flugstjóri en líka æðsti yfirmaður KG 26, sem hafði það hlutverk að finna skipalestir á leið frá Íslandi til Murmansk í Rússlandi og granda þeim. Þegar Holle segist vera að verja herskipið Tirptiz
 síðar í stríðinu þá hafði hann heldur betur hækkað í tign og var þá orðinn Oberst Holle, einn æðsti yfirmaður þýska flughersins í Noregi. Hann var fæddur í Bielefeld í Þýskalandi 27.2. 1898 en lést í München 16.7. 1978, áttræður að aldri.

Eftirmáli
He 111Við rannsókn þessa ótrúlega máls kom margt undarlegt upp sem freistandi er að skoða nánar. Þannig fékk ég vísbendingu um að skrifstofustjórinn á Hellu hefði verið myrtur ásamt tveimur nafngreindum Íslendingum úti í Þýskalandi eftir 1956, í kjölfar þess að háttsettum þýskum foringjum Hitlers var sleppt úr fangabúðum. Þetta var einhvers konar hefndaraðgerð háttsettra nasista. Það verða síðan tollverðir í Vestmannaeyjum sem fletta ofan af Arctic-málinu. Skip Fiskimálanefndar læðist út úr höfninni í Vestmannaeyjum í skjóli myrkurs fyrstu vikuna í desember 1941, án þess að Bretar skoði farm og farmskjöl. Ég bar þetta undir loftskeytamanninn á S/S Arctic í þessari ferð sem þá sagði að „þeir hefðu verið sendir með matvæli til Vigo, stærstu bækistöðvar þýskra kafbáta á Spáni“.

Hellan

Mínar heimildir herma að það hafi ekki bara verið áhöfnin á S/S Arctic sem var handtekin við komuna til Íslands í febrúar 1942, heldur einnig símamálastjórinn, lögreglustjórinn, stjórn og forstjóri Fiskimálanefndar og það hafi verið Kunigund,[kann að vera ranglega stafsett] ameríski sendifulltrúinn, sem fletti ofan af liðinu í nafni OSS, leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna. Þetta var fyrsti og einn stærsti sigur á nasistum í Evrópu. Það verður síðan ameríska herverndarliðið á Íslandi sem hrekur Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra frá völdum um vorið 1942 þegar málið upplýstist. Besta dulmálið í ævisögu er að finna í svari við spurningu söguritara Agnars K. Hansen, sem þá var flugmálastjóri Íslands en áður lögreglustjórinn í Reykjavík. Söguritarinn spyr Agnar ,,hvort hann ætli að segja sögu lögreglustjórans á stríðsárunum“. Agnar svarar: „Ef sú saga verður sögð verður hún á við bestu James Bond-söguna,“ en eins og allir vita var James Bond leyniþjónustumaður. Ég bíð nú eftir því að gögn um OSS, (Overseas secret service) leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem slapp undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.“

Brak

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.
Þýsk flugvél, sambærileg Heinkel 111, fórst í Svínadal í Esju eftir skotárás árið 1942.
Við skoðun á Gráhrauninu kom í ljós að grámosinn (hraungambrinn) er horfinn þar á stóru hringlaga svæði, ca. 30 m í ummál. Líklega hefur mosinn brunnið fyrir ca. 30-40 árum. Ekki er ósennilegt að eldingu hafi lostið þarna niður og eldur kviknað í mosanum. Eftir stutta stund hafi síðan gengið rigning inn á svæðið og slökkt eldinn. Ef það hefði ekki orðið hefði mosahraunið að öllum líkindum allt brunnið á stóru svæði. Engin ummmerki voru eftir utanaðkomandi hluti, s.s. flugvélahluti.

SvæðiðAðspurður nánar um slysstaðinn svaraði höfundur greinarinnar eftirfarandi: Brak úr vélinni fannst undir Lönguhlíð inn við Grindarskörð en brakið sjálft var fjarlægt af málmsöfnurum, tveir bræður frá Hafnarfirði sumarið 1941, vængir, hjólastell, mótórar og stél. Ég tel mig hafa verið á, í, við ætlaðan nauðlendingarstað skv. lýsingu sjónarvotts af vegsummerkjum en mikið álbrak var á svæðinu haustið 1941. Svæðið er austast í Lönguhlíðinni þar sem skemmst er á milli vegarins og skriðu sem þar rennur fram úr hlíðinni. Ég er hér að tala um Bláfjallaafleggjaran frá Hafnarfirði og upp í Bláfjöll. Brakið sést að hluta á loftmynd frá 1942.“

Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið „undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð“ með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.

Huldur

Brak í Sveifluhálsi.

Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canson-vélar, sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðdahls, mun „.032“ vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. „Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var„.
Sjá einnig meira um Flugvélaflök á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Heimild:
-Lesbók mbl 28. mars 2009 – Guðbrandur Jónsson – gudbrandur@drangey.is
-Byggt á frásögn Árna B. Stefánssonar í mbl. 11. júní 1994.
-Eggert Norðdahl.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

 

Eldvörp
Nýlega fundust nokkrir hellar á litlu svæði efst í Eldvörpum. M.a. var sagt frá sprungu, sem gengið er inn undir, hvelfingu, rauðleitri rás með litlu opi í þunnu gólfi. Undir væru líklega tvær hæðir. Aðrir smáhellar, lítt kannaðir, væru og á svæðinu með – litbrigðum í. Jafnframt fylgdi lýsingunni að járnkarl þyrfti til að rýmka lítið op í stærsta hellinum til að komast áfram niður á við.
EldvörpEldvarpahraunin eru nokkur. Bæði hafa þau runnið í gosum á mismunandi tímum og einnig hvert á fætur öðru í samfelldum goshrinum. Eins og flestum er kunnugt er um að ræða gos á sprungurein, en Eldvarpareinin er u.þ.b. 10 km löng (þ.e. sá hluti hennar sem er ofan sjávar), en hún nær frá Staðarbergi í suðri og í tvo smágíga ofan Lats í norðri. Gjall- og klepragígar í röðinni eru einstaklega fallegir og formfagrir með ótal jarðfræðifyrirbærum.
Eldvarpahraunin sum hver eru a.m.k. 2000 ára gömul en önnur frá því á 13. öld (1226). Arnarseturshraunin eru einnig fleiri en eitt þótt jafnan sé talað um hrunið, sem rann á svipuðum tíma (1226) undir því nafni. Eldra Afstapahraun er 4000-4500 ára og má sjá móta fyrir því á nokkrum stöðum þar sem það kemur undan nýrra hrauninu.
Arnarsetur er nafn á gígnum efst á hæðinni. Reyndar er nú búið að eyðileggja gíginn, sem hið forna arnarhreiður var á.
EldvörpÞegar gengið var í gegnum hraunin áleiðis að leitarsvæðinu var ýmist farið í gegnum helluhraun eða apalhraun, en vant fólk hélt sig á helluhrauninu.
Eitt af einkennum gosanna á þessu svæði Reykjanesskagans er svonefnd blandgos (eða blönduð gos). Þá ryður heit og þunnfljótandi kvikan sér í fyrstu upp á yfirborðið yfir gjóskudreif og myndar slétt helluhraun. Þegar líður á og kvikan kólnar rennur hún sem seigfljótandi grautur, hægt og sígandi, jafnvel langar leiðir. Við það mundast apalhraun, gróft og úfið. Í þeim festir gróður fyrr rætur, enda yfirleitt skjólgóð auk þess sem þau draga í sig hita frá sólinni og varðveita hann betur en slétt hraunhellan. Hellar eru hins vegar oftast í helluhraunum þar sem þunnfljótandi kvikan hefur runnið í rásum undir storknuðu yfirborðinu, líkt og neðanjarðarár. Þegar fóðrið minnkar lækkar í „ánni“ og holrúm myndast. Op verða þar sem þakið fellur niður eða þar sem uppstreymi gass og gosefna hefur orðið. Þetta er nú bara lýsing á hellamyndun í einföldustu mynd.
Þegar komið var inn á svæði Eldvarpahellanna efri kom í ljós að það er tiltölulega afmarkað, annars vegar af Gíghrauninu sunnan Þórðarfells og hins vegar af Arnarseturshrauni í austri og Illahrauni í suðri. Til suðvesturs, að granngígum Eldvarpa, virtist hraunið hins vegar samfellt.
Efstu gígarnir eru tveir (sýnilegir). Sá nyrðir er stærri, en sá syðri formfagurri. Leiðsegjandi dagsins, Grindavíkur-Björn, sagði þann syðri og minni mynna á kórónu. Því var tilvalið að nefna hann „Kórónna“, enda bar hún öll einkenni slíks grips.
EldvörpSunnan nyrstu Eldvarpagíganna er afmörkuð helluhraunslétta, Þangað virtist þunnfljótandi kvika haf runnið eftir rás úr megingígnum, sem suðaustan undir og við nyrsta gíginn, og komið þar upp, myndað kvikutjörn sem hefur risið hæst á börmunum. Þegar rásin fann sér leið áfram, sat storknað þakið eftir – það seig og barmarnir umhverfis urðu greinilegir á yfirborðinu. Handan við „tjörnina“, í hraunskilunum má sjá grónar hvylftir þar sem einir, lyng og jafnvel hvönn haf fest rætur. Á einum stað, sem er sérstaklega foritnilegur, gætu hugsanlega leynst mannvistaleifar undir gróðri. Til suðurs frá þeim stað virðist liggja stígur, sem nú er orðinn mosagróinn.
Skoðaðir voru smáhellar sunnan og við Eldvörpin efri. Ein rásin virtis nokkurra tuga metra löng, en lág.
Þá var tekist á við meginverkefni dagsins – komast niður í sprungu og jafnhenda járnkarl þar til áþjáns gólfinu. Þegar komið var niður í sprunguna virðist vera um kvikuuppstreymisop, eða -sprungu að ræða, þriggja metra háa. Innst í henni var gasuppstreymisop, formlaga lagað. Ef lýst var með ljósi niður mátti sjá niður í kjallara. Járnkarlinn, í æfðra manna höndum og þolgæddra, braut sig smám saman niður á við. Eftir því sem gatið stækkaði í gólfinu varð eftirvæntingin meiri. Þegar það var orðið nægilega rúmgott var skriðið niður.
Undir niðri var um 6 m ílangt herbergi, u.þ.b. tveggja metra hátt. Uppstreymisop, líku því að ofanverðu, var suðvestast í því – of lítið til að halda förinni áfram niður á við. Niðurstaðan var bæði í senn neikvæð og jákvæð. Hið neikvæða var að ekki skyldi vera þarna stór og merkileg rás er leitt gat til einhvers ennþá meira. Hið jákvæða var að rásin taldi því lögmál hellamanna er það að jafnaði skilar tuttugusta hvert gat slíkum árangri.
Skoðað var í nágrenni við gígana. Nokkrir smáhellar voru skoðaðir við gígana.
Þá var stefnan tekin upp í hrauntröðina miklu vestan Gíghæðar (Arnarseturs). Ætlunin var að berja Kubb í Arnarseturshrauni augum. Göngulínan var ákveðin í beina stefnu og gangan notuð til að leita í leiðinni þetta annars lítt gengna svæði. Víða voru hvylftir og lítil jarðföll, en engir hennar.
Eldvörp.Kubbur er í raun hluti af hrauntröðinni frá Arnarsetri. Að ofanverðu liggur hann inn undir hraunið stefnuliggjandi. Ef þeirri leið er fylgt verður loks komið að gati í gólfinu, er liggur niður í kjallara. Þessi rás er um 15 metra löng. Ef farið er inn í rásina að neðanverðu, er fljótlega komið inn í stórt jarðfall. Milli þess og ofanverða kaflans liggja undur Kubbsins. Komið er inn á neðri hæðin að neðanverðu. Fljótlega má sjá gatið á milli hæðanna. Inna við það á neðri hæðinni er gófið slétt og rásin heil. Hún er ekki löng, en áhugaverð. Sveigur er á rásinni til vinstri og hún endar fljótlega þar sem loft og gólf koma saman í storknuðum hraunmassa. Þessi hluti er u.þ.b. 50 metra langur (ef vel er teygt á snúrunni). Breiddin er um 5 metrar og lofthæðin að jafnaði um 2 metrar.
Ekki var kíkt á Hvalinn og fleiri nágrennishella Kubbsins að þessu sinni. Stefnan var tekin vestur hrauntröðina miklu. Nafnið Arnarsetur er sennilega komið frá Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, en Grindvíkingar nefndu hæðina jafnan Gíghæð. Svo mun hafa verið raunin er gamli Grindavíkurvegurinn, sá er fyrst var gerður akfær rennireiðum, en hann lá einmitt um Gíghæðina. Verkstjórinn var úr Hafnarfirði, en verkamennirnir úr Grindavík. Þetta var um 1916.
Gengið var á ská niður hraunið með stefnu á upphafsstað.
Gangan og skoðun svæðisins tók 4 klst og 4 mín.

Kubbur

Op Kubbs.

Bíldfellssel

Leitar var leifa Bíldfellssels. Leitin var sérstaklega áhugaverð af tveimur ástæðum; í fyrsta lagi er ekki getið um selstöðu frá Bíldsfelli í Jarðabókinni 1703, en á móti kemur að örnefnin „Selhlíð“ og „Seljamýri“ eru til í suðvestanverðu fellinu og neðan þess.
Bildfellssel-501Jafnan, þar sem „sel“-örnefni koma fram í heimildum, má ætla að örnefnið hafi orðið til vegna selstöðu þar eða í námunda. Við leit FERLIRs neðan Selhlíðar fundust líka fornar tóftir, nánast jarðlægar, er ætla megi að kunni að hafa verið selstaða frá Bíldsfelli til forna.
Ögmundur Sigurðsson gerði örnefnalýsingu fyrir Bíldsfell árið 1921. Í henni má m.a.lesa eftirfarandi:
„Þessarar jarðar er fyrst getið í Landnámu, er þar sagt: „Þorgrímur Bíldur nam lönd öll fyrir ofan Þverá og bjó að Bíldsfelli. Leysingi hans var Steinröður, son Malpatrix af Írlandi. Hann eignaðist öll Vatnslönd.“
Þetta mun hafa gerzt nálægt miðri landnámsöld, eða nálægt 900. Þorgrímur Bíldur var bróðir Önunds Bílds, þess er nam land ofan til í Flóa, og bjó í Önundarholti. Þeir bræður höfðu herjað á Írlandi, áður þeir kæmi til Íslands.
Billdsfell-502Steinröður hefir verið Íri, fyrst þræll, og síðan leysingi Þorgríms Bílds. Hann virðist hafa verið af góðum ættum og vel mannaður. Þorgrímur gaf honum frelsi og gifti honum dóttur sína, „hann eignaðist öll Vatnslönd.“
Þá er þetta gjörðist var ekki til nafnið Grafningur, en löndin meðfram Þingvallavatni, sem þá hét Ölfusvatn, og Úlfljótsvatni nefndust Vatnslönd, þar sem nú eru lönd Ölvisvatns, Villingavatns og Úlfljótsvatns.
En nú vita menn eigi, hvar bær Steinröðar, Steinröðarstaðir, hafi staðið. Nokkrir ætla, að það hafi verið í Vatnsbrekku í Nesjalandi. Þar kvað votta fyrir rústum miklum, mjög gömlum, en eigi er hægt að segja um það með vissu.
Billdsfell-503Þverá er sama áin, sem nú nefnist Tunguá, er skilur lönd Tungu og Torfastaða. Hefir þá Bíldsfellsland náð frá Tunguá að Vatnslöndum, þ.e. Úlfljótsvatnslandi. Tunga hefir síðar byggzt.
Eigi er hægt að vita, hvort ættingjar Þorgríms Bílds héldu óðali sínu langt eða skammt, en hins má geta, að þeir bræður, Önundur og Þorgrímur Bíldur, urðu kynsælir menn.
Það líða þessu næst 300 ár, að Bíldsfells er hvergi getið í handritum. Á þrettándu öld, eða árið 1220, ritar Magnús biskup Gissursson máldaga kirkjunnar á Bíldsfelli. Hefir hann eflaust gert það á eftirlitsferð (visitatio). Máldaginn hljóðar svo:
„Kirkja að Bíldsfelli er helguð Maríu drottningu, Pétri postula, Nicolas biskupi. Kirkja á X hundr. í landi, klukkur II, altarisklæði II, tjöld um sönghús og eldbera.“ Magnús Gissursson var biskup í Skálholti frá 1216-1236, ágætur höfðingi, af ætt Haukdæla.

Billdsfell-504

Næst, þá er Bíldsfells er getið, er það 177 árum síðar, eða árið 1397. Það er enn máldagi kirkjunnar, sem til er frá þeim tíma, eftir Vilchin biskup (Vilchinsmáldagar). Hann var biskup í Skálholti 1394-1406. Lét hann rita máldaga allra kirkna í biskupsdæminu, og þykja þeir merkilegir.
Ennþá líður langur tími, þangað til getið er um Bíldsfell. Það er eigi fyrri en eftir 1700, að Árni Magnússon og Páll Vídalín fara um og meta jarðir á Íslandi. Það mun hafa verið 1706, að Árni ritaði í jarðabók sína um Bíldsfell: „Munnmæli eru, [að] hér hafi til forna kirkja verið, merki til þess eru kirkjugarðsleifar kringum fornt hússtæði, þar sem nú er enn geymsluhús ábúanda. Rök vita menn hér engin önnur til, og enginn man hér hafi tíðir veittar verið. Jarðardýrleiki óviss, því jörðin tíundast engum.
Í örnefnalýsingu fyrir Bíldsfell segir m.a.: „N
eðst í Hlíðinni, upp af Grjótunum, er Bláimelur, en Breiðabrekka upp af honum. Innst á Hlíðinni, næst Fjallaskarði, eru Miðaftanshnúkar. En þar sem Hlíðin er hæst heitir Háþúfa, og niður af henni Háþúfubrekkur.

Billdsfell-506

Uppi á háhlíðinni eru Háþúfutorfur. Vestan til, spölkorn vestar en Háþúfa, er Háaberg, og brekkan vestan undir því heitir Háabergsbrekka. Niður af henni, meðfram ánni, er Seljamýri.“
Og að lokum skal þess getið að Ögmundur mælti svo fyrir, að þessi litla bók (örnefnalýsingin) fylgdi Bíldsfelli, þó eigendaskipti verði á jörðinni, og sé jafnan í vörzlum þess búanda, sem býr á Bíldsfelli.
Efst í nefndri Seljamýri mótar fyrir tóftum. Þær eru að vísu orðnar jarðlægar í þýfi og mosa, en enn má sjá rými. Þarna er greinilega um mjög fornar mannvistarleifar að ræða, áður óþekktar, sem ástæða væri til að rannsaka. Mjög líklega hefur selstaða þessi verið orðin gleymd þegar gerð Jarðabókarinnar var undirbúin á síðari hluta 17. aldar.  

Heimild:
-Ögmundur Sigurðsson, Hafnarfirði 10. júlí 1921 – örnefnalýsing, ÖÍ.

Bíldsfell

Bíldsfelll séð til norðausturs.

Helgusel

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.:
„Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í Helgusel-221jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani“.
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: „Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.“
Helgusel-223Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú nyrsta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Syðri tóftirnar eru ógreinilegri og minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum. Stærsta tóftin virðst hafa verið stekkur.
Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru fyrrefndar þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir til þess að þarna hafi verið stekkur. Hinar tvær virðast hafa verið kvíar og þá í tengslum við selið og stekkinn. Ef svo hefur verið þá styrkir það líkur á að um tvö selstæði hafi verið í Helguseli á sama tíma.
helgufoss-221Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: „Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Gömul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: „Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. Var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum. Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að Helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar“.
Stöldrum við og skoðum framangreint aðeins nánar, ekki síst út frá Gunnlaugs sögu ormstungu. Nefndur Gunnlaugur var sonur Illuga, svarta, sonar Egils Skallagrímssonar. Helga var dóttir Þorsteins, hvíta, sonar Egils Skallagrímssonar, bróður Illuga. Þorsteinn bjó með föður sínum að Borg í Borgarfirði. Egill átti þá einnig Mosfell í Mosfellsdal, auk fleiri jarða. Egill var mikils metinn; enda þá bæði „mesta skáld Íslendinga“ og sá „Íslendingur, sem flesta útlendinga hafði drepið hér á landi“. Draumur hafði opinberast konu Egils. Hann var reyndar í svart/hvítu og á þessa leið: Svanur hafð tillt sér á bæjarburstina. Tveir ernir mættust þá yfir bænum, þeir börðust og svo fór að báðir féllu dauðir til jarðar. Að því búnu flaug svanurinn á brott með val er bar þar að.
helgusel - uppdrattur IIIGunnlaugur festi sér Helgu á næstu dægrum til kvonfangs í þrjá vetur meðan hann fór utan til að læra til skálds og víkings. Þetta var árið 993. Gunnlaugur ferðaðist m.a. til Noregs, Svíþjóðar og Englands; öðlaðist frægð og frama, auk gersema að launum. Hann hitti m.a. Hrafn Önundarson, sjálflært skáld. Tókust þeir á um athygli konungs Svíþjóðar – og tapaði Hrafn þeirri orrahríð. Fór hann heim til Íslands og bað Þorstein um að fá að „kaupa“ Helgu. Þorsteinn færðist undan og bað hann um að koma aftur að ári þar sem þriggja vetra biðtíma Gunnlaugs væri ekki enn lokið, sem og Hrafn gerði. Gunnlaugur tafðist í Englandi um ve
Eftir umleitan Hrafns að framangreindum tíma loknum fékk hann loks samþykki Þorsteins fyrir „kaup“ ástmögursins á Helgu, sem þá var talin fegursta kona Íslands – „og þótt víða væri leitað“.
Þau Hrafn og Helga fluttust, að loknu vetrarbrúðhlaupi þeirra, að Mosfelli. Helga réði öllum ráðum sínum af ráðdeild að Mosfelli – og nýtti m.a. hið fagra umhverfi til eigin ánægju sumarlangt til hins ýtrasta. Fór svo þó um veturinn á eftir að Helga ákvað að fara aftur ein að Borg í Borgarfirði til langdvalar, en Hrafn sat eftir að Mosfelli. Ástæðan var einfaldlega sú að Helga hafði enn ást á þeim er hafði unað henni í „hvamminum“ fyrrum. Margir þekkja síðan framhaldið; einvígi Hrafns og Gunnlaugs, síðasta „löglega“ einvíginu hér á landi, einvígi þeirra í framhaldi af því á landamærum Noregs og Svíþjóðar þar sem báðir létu lífið fyrir hvors annars falsatlögur. Í kjölfarið fylgdi giftusamband Helgu og Þorkels með fimm barna auðn og samstöðu um langa framtíð.
Af framangreindu er alls ekki svo ólíklegt að örnefnin „Helgufoss“, „Helgusel“ og „Helguhóll“ hafi verið nefnd miklu mun fremur til heiðurs framangreindri Helgu Þorsteinsdóttur, barnabarni Egils Skallagrímssonar, en sá hinn sami eyddi síðustu æviárum sínum á landaeign sinni að Mosfelli í Mosfellsdal (þar sem hann gróf að lokum silfursjóð þann er Egilssaga grundvallast á (og nú er táknmerki Mosfellsbæjar)).

Helgusel

Helgusel – Helgufoss ofar.

Seltjarnarnes

Í Vikunni 1987 er fjallað um „Nesstofu – eitt elsta steinhús landsins„:
„Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svokallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólmi.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnugreinin. Íslendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum mæli á 14. og 15. öld og kom þá skreiðarútflutningur einnig til sögunnar. Byggð fór því að þéttast ört við sjávarsíðuna.
Við siðaskiptin náðu Skálholtsbiskupar eignarhaldi á flestum jörðum hreppsins og lögðust þær undir konung um miðja 16. öld. Íbúum fór fjölgandi á nesinu næstu aldirnar og á fyrri hluta 18. aldar var þar einna þéttbýlast á öllu landinu.
Tveir atburðir áttu sér stað á 18. öld sem mörkuðu spor í sögu Seltirninga. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og landlæknisembætti var stofnað á íslandi. Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn og aðsetur hans var í Nesi við Seltjörn. Í kjölfar aðskilnaðar Seltjarnarness og Reykjavíkur missti hreppurinn smátt og smátt mestan hluta af landi því sem tilheyrði honum. Nú er svo komið að innan marka gamla Seltjarnarneshrepps eru þrír kaupstaðir og hátt í helmingur þjóðarinnar hefur þar búsetu.
Um aldamótin 1900 hljóp mikil gróska í útgerð á nesinu og taldist hreppurinn til stærstu útgerðarstaða á landinu. Hafnaraðstaðan var þar heldur bágborin og leiddi það til þess að Seltirningar urðu að selja fiskiskipaflota sinn til Reykjavíkur. Seltirningar tóku upp landbúnað að nýju eftir útgerðarævintýrið en hann leið undir lok í heimsstyrjöldinni síðari. Byggð var þá tekin verulega að þéttast og Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi 1974.

Seltjarnarnes

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson á tindi Heklu.

Nesstofa stendur við Bakkatjörn á vestanverðu nesinu og þaðan er aðeins örstuttur spölur út í Gróttu. Útsýnið þennan bjarta vordag var stórbrotið. Akrafjallið bar við heiðskíran himin og Esjan skartaði sínu fegursta. Í fjarska blasti Snæfellsjökull við i öllu sínu veldi. Byggðin hefur í tímanna rás færst nær Nesstofu og nú er svo komið að glæsileiki þessa einfalda húss nýtur sín ekki sem skyldi.
Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum landsins, var reist á árunum 1761 til 1765. Hún hefur nú verið færð í sitt upprunalega horf og senn verður opnað þar læknisfræðilegt sögusafn, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sögulegt gildi Nesstofu verður ekki dregið í efa. Þar bjó á árunum 1763 til 1779 fyrsti landlæknir okkar Íslendinga, Bjarni Pálsson, og var hann fyrsti Íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði. Hann var skipaður landlæknir 1760 og beið hans þá mikið og erfitt starf. Ásamt því að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og hafa með höndum lyfjasölu var honum falið að annast læknakennslu, kenna ljósmæðrum og að auki að hafa eftirlit með tukthúslimum. Þrátt fyrir drepsóttir, hungur og gífurlegan barnadauða hófst Bjarni ótrauður handa. Læknaskóla starfrækti hann allan sinn starfstíma í Nesi og lyfjabúð til ársins 1772.

„Reykjavík og Kópavogur hjáleigur Seltjarnarness!“

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.

Við sem búum á þéttbýlissvæðunum suðvestanlands höfum ekki undan að fylgjast með örri þróun byggðarinnar. Í önn dagsins hverfur tíminn og þegar litið er upp úr annríkinu blasa við nýir byggðakjarnar þar sem áður voru mýrar, grýtt holt og berangur.
Sagt er að æðri máttur hafi leitt Ingólf Arnarson til Reykjavíkur. Víst er að Reykjavíkursvæðið hefur um margt einstæð náttúruskilyrði til þéttbýli sem skapast hefur á síðustu áratugum vegna gjörbreyttra atvinnuhátta þjóðarinnar.
Land það sem Reykjavíkurborg á í dag er hluti af Seltjarnarneshreppi hinum forna sem náði frá Gróttu upp að Hólmi og milli Elliðaárvogs og Kópavogs. Með stofnun kaupstaðar í Reykjavík fyrir 200 árum hófst sú þróun að taka land Seltjarnarneshrepps til þarfa þéttbýlismanna. Nú eru þrír kaupstaðir innan gömlu hreppamarkanna og býr þar nær helmingur þjóðarinnar.
Enginn hreppur á Íslandi hefur orðið fyrir slíku landaafsali sem Seltjarnarneshreppur. Seltirningar geta því með sanni sagt að Reykjavík og Kópavogur séu hjáleigur frá Seltjarnarnesbæ.“

Í „Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi árið 2006“ er byggðasaga Nessins rakin:
Seltjarnarnes
„Til að geta sett niðurstöður fornleifaskráningar í fræðilegt samhengi er nauðsynlegt að hafa hugmynd um sögu byggðar á svæðinu sem er til rannsóknar. Byggðasaga er einn sá grunnur sem áætlanir um frekari rannsóknir, t.d. uppgrefti, ættu að byggja á. Vitneskja um sögu byggðar eykur líkur á að rannsóknarefni fornleifafræðinga séu mótuð og þar af leiðandi fáist markvissari niðurstöður. Heimildir sem nýtast við ritun byggðasögu eru t.d. fornrit, þ.e. Landnáma, Sturlunga og Íslendingasögur, fornbréfasafn, tölur um dýrleika jarða og upplýsingar um staðsetningu kirkna og bænhúsa. Almennt er álitið að bæir, þar sem kirkjur eða bænhús stóðu, hafi byggst snemma, enda hafi þau almennt verið stofnsett fljótlega eftir árið 1000. Þá eru kuml óræk sönnun um forna byggð. Einnig koma bæjanöfn að góðu gagni þegar á að reyna að ákvarða í hvaða röð jarðir hafi byggst, sem og landamerki.
Ólíkt stórum hluta landsins hefur þegar verið ritað talsvert um byggðasögu Seltjarnarness.
Seltjarnarnes
Árið 1936 birtist greinin „Hversu Seltjarnarnes byggðist” eftir Ólaf Lárusson í Landnámi Ingólfs og átta árum síðar í ritgerðasafni hans Byggð og sögu. Björn Teitsson gerði einnig ítarlega grein fyrir sama efni í grein sinni „Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna” sem birtist í Safni til sögu Reykjavíkur sem gefin var út 1974. Fyrir áhugasama um sögu og þróun byggðar á Seltjarnarnesi má einnig benda á Seltirningabók sem út kom 1991 en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um upphaf byggðar á nesinu og þróun hennar allt fram á síðustu ár og grein Orra Vésteinssonar í ráðstefnuriti íslenska Söguþingsins frá 1997 þar sem hann fjallar m.a. um Nes í grein sinni Íslenska sóknarskipulagið og samband heimila á miðöldum.
Sökum þess að töluvert hefur verið fjallað um byggðarsögu Seltjarnarness er hér markmiðið að draga saman helstu staðreyndir um landnám og byggðarþróun á nesinu sem þegar hafa verið settar fram en jafnframt nota fornleifaskráningu og þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið á nesinu allt fram á síðustu ár til að bæta við myndina og dýpka skilning á byggðarþróuninni. Hér er mest stuðst við grein Ólafs Lárussonar enda hefur flest sem um landnám og byggðarsögu á Seltjarnarnesi fram að þessu byggt á úttekt hans.
Sú umfjöllun sem hér fylgir um byggðasögu Seltjarnarness, eins og reyndar skýrslan í heild, afmarkast við mörk Seltjarnarness eins og þau eru í dag. Heitið Seltjarnarnes er því notað yfir kaupstaðarlandið eins og það er nú en ekki hinn forna Seltjarnarneshrepp sem náði yfir allt nesið sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og til fjalla. Enginn vafi leikur á því að jörðin Nes er landnámsbýli þess svæðis sem nú er kallað Seltjarnarnes.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð – áletrun. Þvergarður fjær.

Ólafur Lárusson rökstuddi í úttekt sinni á landnámi og byggðarþróun á Seltjarnarnesi að Nes hafi byggst upp fljótlega eftir landnámi í Reykjavík. Á undanförnum áratugum hafa fornleifarannsóknir verið gerðar í Nesi og styðja þær hugmyndir um að Nes hafi byggst mjög snemma, fljótlega eftir að landnámsgjóskan féll. Rannsóknir á Þvergarði og á garði við Bygggarðsvör sýna að þessir garðar voru byggðir snemma eða á 10.-11. öld. Aldur Þvergarðs bendir til að þegar á 11. öld hafi verið komið a.m.k. eitt býli á Innnesi. Ekkert er vitað um hlutverk garðsins í Bygggarði þó að tilgáta hafi verið sett fram um að hann hafi tengst byggræktun. Ekki er þó óhugsandi að sá garður gæti verið landamerki, eða byggður til að girða af heimatún Bygggarðs enda má ætla að Bygggarður hafi verið eitt af fyrstu býlunum sem byggðust úr landi Ness.
Samkvæmt kenningum Ólafs Lárussonar var Nes í upphafi lakari jörð en Reykjavík. Ness er fyrst getið í heimildum um 1200 en þá er kirkja á jörðinni. Fyrsti nafngreindi ábúandinn í Nesi var Hafurbjörn Styrkársson sem skv. heimildum átti ættir að rekja til Ingólfs Arnarssonar og bjó í Nesi um 1280. Af heimildum má sjá að sonur Hafurbjarnar og sonarsonur hafa búið í Nesi eftir hans dag og voru þeir allir í heldri manna tölu. Af heimildum má því ætla að í Nesi hafi verið ríkmannlega búið á 13. öld. Lítið er hins vegar vitað um eigendur Ness frá 14. öld og fram að siðaskiptum þegar jörðin var orðin eign Skálholtsstóls.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Mýrarhús Seltjarnarnesmegin.

Ólafur segir að það megi sjá af heimildum að Nes hefur verið höfuðból alls hins gamla Seltjarnarness, a.m.k á 13.-14. öld og er lítil ástæða til að draga þá túlkun í efa. Frá fornleifafræðilegu sjónarmiði er ekki augljóst af hverju Nes ætti endilega að hafa byggst á eftir Reykjavík. Örnefnið ‘Nes’ gæti vel verið frumlegra og myndi hafa hæft vel fyrsta býlinu á nesinu sem báðar jarðirnar eru á. Nes var dýrari jörð en Reykjavík á seinni öldum (120 hundruð á móti 100 hundruðum) og kirkjan í Nesi var miklu betur eignum búin en sú í Reykjavík. Hvernig sem því hefur verið varið er ekki ástæða til að ætla að langt hafi liðið milli þess sem jarðirnar tvær byggðust, og verður e.t.v. aldrei hægt að skera úr um það.

Seltjarnarnes

Nesstofa – kirkjugarður.

Kirkjumáldagi frá 14. öld sýnir að þá var Neskirkja mjög vel stærð og voru eignir hennar dæmigerðar fyrir kirkjur á stórbýlisjörðum. Frá þeim tíma geta heimildir þriggja jarða sem byggst hafa út frá Nesi. Það eru Eiði, Bakki og Bygggarður. Í máldaga kirkjunnar kemur fram að hún á: „…þriðjunginn í heimalandi [Ness] með rekum, skógum og afréttum, Eiðslandi, Bakka og Bygggarði“ Þetta orðalag má túlka á tvenna vegu. Annars vegar sem svo að kirkjan eigi jarðirnar þrjár í heild en hins vegar hún eigi þriðjung af þeim öllum. Ólafur kýs að túlka það sem svo að Neskirkja eigi þriðjung úr jörðunum þremur. Þetta segir hann benda til þess að þessar jarðir hafi byggst út úr Neslandi eftir að kirkjunni var gefinn þriðjungur jarðarinnar og því sé hlutfallsleg eign kirkjunnar í býlunum sú sama og í heimajörðinni. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé allt eins líklegt að hjáleigurnar þrjár gætu einmitt hafa verið komnar í byggð þegar kirkjunni var gefið landið og hún fengið hluta af hjáleigunum eins og af heimajörðinni.
Seltjarnarnes
Þessar vangaveltur er vart hægt að leiða til lykta að svo stöddu en ef við fylgjum kenningu Ólafs má gera ráð fyrir að jarðirnar þrjár hafi verið byggðar eftir miðja 11. öld (1056 í fyrsta lagi í biskups tíð Ísleifs Gissurarsonar) en fyrir miðja 14. öld. Ólafur gerir ekki tilraun til tímasetja upphaf býlanna frekar. Eins og áður segir benda rannsóknir á Þvergarði til að garðurinn hafi a.m.k. verið byggður á 11. öld og samkvæmt því mætti ætla að á þeim tíma hafi býli á Innnesinu, Eiði og/eða Lambastaðir, þegar verið í byggð. Garðlag frá 10. öld við Bygggarðsvör þarf ekki endilega að tengjast byggð þar en ekki er ólíklegt að hann tengist fyrstu búsetu á jörðinni. Hafi stórbýlið Nes verið einrátt á nesinu fram á seinni hluta 11. aldar eða jafnvel allt fram til miðrar 14. aldar sé það harla óvenjulegt. Eðlilegra er að áætla að úr landi landnámsjarðarinnar Ness hafi á strax á 10. öld byggst annað býli á Innnesinu (Eiði eða Lambastaðir) og jafnvel Bygggarður eða Bakki. Hugsanlegt er að á fyrstu öldum hafi þessar jarðir legið undir Nes – verið hjáleigur þaðan. Eftir að kirkja var byggð í Nesi hefur Nesbóndinn gefið henni þriðjung úr landi sínu með rekum og afrétt og úr öllum afbýlunum þremur sem þá voru í byggð, eða býlin í heild sinni.
Seltjarnarnes
Ólafur Lárusson heldur því fram að áður en umræddar jarðir byggjast frá Nesi hafi ein jörð þegar verið byggð úr Neslandi. Þetta er jörðin Lambastaðir, nálægt merkjum við Reykjavík. Á Lambastaði er fyrst minnst í rituðum heimildum um 1500 en Ólafur telur þó að bærinn sé mjög gamall. Ástæðan er sú að Neskirkja átti engan hlut í jörðinni. Ólafur telur nafnið einnig benda til hás aldurs því að mannsnafnið Lambi sé ekki þekkt eftir lok sögualdar. Með þessum rökum heldur hann því fram að Lambastaðir séu næstelsta býlið í Nessókn og hafi byggst á 10. eða snemma á 11. öld. Við þessa röksemdafærslu Ólafs er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi má segja að hafi Lambastaðir verið fyrsta jörðin sem byggðist úr landi Ness megi ætla að Þvergarður hafi verið byggður til að marka landamerki þessara tveggja jarða mjög snemma. Samkvæmt því hlyti Eiði að vera byggt úr landi Lambastaða en þá er erfitt að skýra hvers vegna Neskirkja átti þriðjung úr landi Eiðis. Í öðru lagi má benda á að þau rök Ólafs sem snúa að bæjarnafninu Lambastaðir eru mjög veik og kemur þar tvennt til.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

Rannsóknir á bæjarnöfnum hafa sýnt að oftast má ætla að bæir sem bera einkvæð náttúrunöfn séu að jafnaði eldri en þeir bæir sem bera mannanöfn og endinguna “staðir”. Samkvæmt því má ætla að landnámsbær innnessins sé Eiði fremur en Lambastaðir. Hins vegar má benda á að e.t.v. er líklegra að Lambastaðir séu kenndir við lömb fremur en mannsnafnið Lambi. Björn Teitsson hefur sett fram þá tilgátu að Lambastaðir hafi byggst upp á rústum lambhúss, líklega á 14. eða 15. öld. Björn gerir þó enga tilraun til að skýra hvers vegna kirkjan átti ekki hlut í Lambastöðum líkt og í hinum hjáleigunum þremur.
Ef litið er á örnefni lögbýlanna á Seltjarnarnesi má sjá að auk Ness eru tveir bæir sem bera náttúrunöfn og samkvæmt örnefnakenningu mætti ætla að þeir væru eldri en hinir sem bera samsett heiti. Þetta eru Bakki og Eiði.25 Bæjarheitið Bygggarður bendir til að þar hafi verið garður um byggrækt áður en jörðin byggist upp en athygli vekur að af þeim jörðum sem hafa byggst upp á Seltjarnarnesi á eftir Nesi er Bygggarður hæst metin eða á 30 hdr og gæti það bent til að jörðin sé á meðal elstu bæja þó rétt sé að ítreka að munurinn á dýrleika er ekki mikil. Það sem einna helst styður kenningu Ólafs um háan aldur Lambastaða, auk kirkjumáldagans, eru selstöður nessins. Aðeins tvö býli á nesinu, höfuðbýlið Nes og Lambastaðir, áttu selstöðu svo vitað sé.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – AMS-kort.

Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli en Nes í Seljadal. Önnur býli á nesinu áttu ekki sérstakrar selstöður í upphafi 18. aldar og má vera að þannig hafi það alltaf verið. Þetta mætti auðveldlega túlka í þá átt að ítök Lambastaða hafi verið meiri en hinna býlanna á nesinu og jörðin þá elst á eftir Nesi.
Að samanlögðu er erfitt að fullyrða nokkuð um hvaða býli byggðist fyrst á eftir Nesi. Margar vísbendingar benda til að Eiði, Bygggarður og Bakki byggist fljótlega upp, líklega strax á 10. öld eða á fyrri hluta þeirrar 11. Hvort mögulegt er að Lambastaðir hafi byggst upp á undan býlunum þremur skal ósagt látið. Hvað sem segja má um nákvæman byggingatíma býlanna er ljóst að á 14. -15. öld eru greinilega auk Ness, að minnsta kosti fjögur býli í Nessókn.
Þegar skoðaðar eru þær upplýsingar sem tiltækar eru um byggð á Seltjarnarnesi fram að siðaskiptum vekur athygli að ekkert bænhús er í sókninni þó að algengt hafi verið að bænhús væru á öðru til þriðja hverju lögbýli frá fyrstu öldum. Þetta bænhúsaleysi má e.t.v. að hluta skýra með smæð sóknarinnar en ekki er ólíklegt að yfirburðir Ness í dýrleika, landgæðum og stærð spili einnig inni í og Nes hafi einfaldlega frá upphafi borið höfuð og herðar svo langt yfir aðra bæi í sókninni að ekkert hinna lögbýlanna hafi nokkru sinni náð valdastöðu innan hreppsins.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1915.

Síðla á 15. öld eða snemma á þeirri 16. eignaðist Skálholtsstóll Nes en um siðaskipti (miðja 16. öld) lét stóllinn Nes og Eiði, sem þá var greinilega orðin sjálfstæð jörð, af hendi til konungs í skiptum fyrir aðrar jarðir.
Talið er Mýrarhús hafi verið byggð um 1600 en býlið varð lögbýli um 1700. Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að í Nessókn voru samtals 37 bústaðir og 158 íbúar 1703. Af þessum 37 bústöðum voru sjö lögbýli, 19 hjáleigur en fjórir bústaðir af öðrum toga (tómthús, húsmennskubýli o.s.frv.). Flestar af hjáleigum og tómthúsum á Seltjarnarnesi voru nafngreindar en Ólafur giskar á að þau býli sem höfðu nafn hafi verið eldri en þau sem ekkert höfðu. Flestra nafngreindu býlanna er getið í fyrsta sinn í Jarðabók Árna og Páls og því erfitt að rekja sögu þeirra lengra aftur. Ólafur gerir þó tilraun til að ráða í heiti þeirra og geta sér þannig til um tilurð þeirra og byggingartíma. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að nokkur hjáleiganna sé eldri en frá 14. öld.
Þegar jarðabókin er gerð 1703 var engin jörð á Seltjarnarnesi bændaeign. Bakki og Bygggarður voru kirkjueignir en aðrar jarðir voru eign konungs. Eignarhald á flestum jörðum á Seltjarnarnesi hafi því færst frá bændum, sem virðast hafa átt meirihluta jarða á Seltjarnarnesi á 15. öld yfir á Skálholt og Viðeyjarklaustur, og síðar yfir til konungs.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1969.

Árið 1703 tilheyrðu lögbýlunum sjö á Seltjarnarnesi 19 hjáleigur. Langflestar hjáleigur tilheyrðu Nesi, enda sjást yfirburðir þess gagnvart öðrum býlum á svæðinu á dýrleika seint á 17. öld, en þá var Nes dýrari jörð en öll önnur lögbýli í sókninni samanlagt. Að samanlögðu taldi Ólafur að helstu drættir byggðasögu Seltjarnarness væru ljósir þó að ritheimildir um svæðið væru heldur fátæklegar fram til 1400-1500. Hann segir ljóst að Reykjavík sé landnámsjörð alls hins forna Seltjarnarness en fljótlega eftir landnám hafi Nes byggst. Fram til loka 10. aldar telur Ólafur að Reykjavík hafa borið höfuð og herðar yfir Nes en hann telur Nes hafa náð undirtökum á svæðinu á 11. öld. Ástæður þess eru óljósar en þó telur Ólafur líklegast að 3-4 jarðir hafi á þeim tíma þegar verið byggðar út frá Reykjavík og það hafi þrengt að höfuðbólinu. Hann virðist telja hjáleigubyggð hefjast fyrir alvöru nokkru síðar í Nessókn sökum þess að þær hljóti að byggjast nokkru eftir að kirkjunni í Nesi var gefinn þriðjungur af landinu þar. Þessi röksemdafærsla er því höfuðatriði í umfjöllun Ólafs en ýmislegt hefur komið í ljós á síðustu áratugum sem gerir það að verkum að hana má draga í efa. Forn merkjagarður á Valhúsahæð bendir til byrjað hafi verið að skipta upp landi Ness fremur snemma.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1982.

Þrátt fyrir að hjáleigubyggð yrði blómleg í Nessókn eins og í Reykjavík og e.t.v. á sama skeiði (ólíkt því sem Ólafur hélt fram) virðist Nes halda stöðu sinni sem höfuðból svæðisins allt fram á 18. öld þegar þéttbýlismyndun hefst í Reykjavík. Hvort sem Nesbóndinn skipti landi sínu niður af meiri kostgæfni eða að landkostir á nesinu voru einfaldlega betri til ábúðar þegar fram liðu stundir skal ósagt látið. Eftir stendur að Nesbændur ná til sín völdum og áhrifum á fyrstu öldunum eftir landnám og halda hlutverki sínu sem höfuðból Seltjarnarness hins forna allt fram til 18. aldar.
Þéttbýlismyndun hófst ekki fyrir alvöru á Nesi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina en hún átti sér þó talsverðan aðdraganda. Þegar jarðabók Árna og Páls var gerð [1703] voru 37 heimili á Seltjarnarnesi og 158 íbúar. Öll lögbýlin nema Nes og drjúgur hluti hjáleiganna voru mjög nærri sjó og þau býli sem stofnuð voru á 18., 19. og fram eftir 20. öld voru flest alveg við sjávarmál. Greinilegt er að nálægð við sjó var höfuðatriði sem haft var í huga við staðsetningu býlanna. Heimilunum á Seltjarnarnesi virðist hafa fækkað talsvert á 18. öld og í upphafi 19. aldar voru þau 20 talsins en íbúatalan hélst óbreytt. Ekki er að sjá miklar breytingar á íbúafjölda eða fjölda bústaða á nesinu á 19. öld en um 1900 hafði heimilum á nesinu aftur fjölgað og voru þau þá 35. Í kringum aldamótin 1900 var mikil útgerð stunduð frá Seltjarnarnesi en skútuútgerð lauk á fyrsta áratug 20. aldar og komu þar ýmsar ástæður til s.s. hafnleysi og aðstöðuleysi í landi.

Seltjarnarnes

Mýrarhús og Pálsbær.

Allt fram til 1925 voru flestir bústaðirnir reistir á gömlu hjáleigu- og tómthússtæðunum. Eftir 1925 hefst hinsvegar íbúðabyggð á Seltjarnarnesi á landi sem áður hafði verið nýtt til slægna og beitar. Eins og algengt er var sú þéttbýlisbyggð sem fyrst reis á Seltjarnarnesi blanda af bæjar- og sveitarmenningu. Húsin voru byggð við götur en útihús voru gjarnan á baklóðum og víða var sjósókn stunduð samhliða smávægilegum búskap.
Þéttbýlismyndun á Seltjarnarnesi hófst austast á nesinu og fyrsta jörðin sem formlega var skipt undir íbúðahúsabyggð var Lambastaðir. Á árunum 1930-1940 reis þar íbúðarhúsahverfi. Á vestanverðu nesinu reis fyrst þéttbýli við götuna Tryggvastaðabraut, sem síðar var breytt í Lindarbraut. Byggðin sem þar reis var í upphafi sumarhús en mörgum þeirra var fljótlega breytt í heildsársbústaði.
Frá upphafi byggðar á Seltjarnarnesi og fram yfir aldamótin 1900 var þungamiðja nessins á Framnesinu, í höfuðbólinu Nesi og hjáleigum hennar. Á árunum 1914-1939 var rekið útgerðarfélag í Melshúsum og voru umsvif í kringum það mikil. Líklega hafa þau umsvif átt sinn þátt í því að byggðamynstur á svæðinu tók að breytast eins mikið og raunin var og þungamiðja nessins að færast austur.
Seltjarnarnes
Í síðari heimstyrjöldinni voru umsvif hersins mikil á Seltjarnarnesi. Mest voru þar 4-5 braggahverfi; á og við Valhúsahæð þar sem lang stærsta braggahverfið (Grotta Camp) reis ásamt miklum eftirlits- og varnarstöðvum, í Suðurnesi og í Bollagörðum (RN Fixed Defence Statio) þar sem einnig voru eftirlitsstöðvar, hjá Hæðarenda (Boulogne Camp) og við Sæból (Sabol Camp) í Lambastaðahverfi. Ólíkt því sem víða gerðist í þéttbýli hér á landi í stríðslok myndaðist ekki íslenskt braggahverfi á Seltjarnarnesi. Ástæðan var sú að hreppsnefnd krafðist þess að braggarnir væru rifnir og fjarlægðir. Eina undantekningin frá þessu voru braggar í Hæðarenda sem þá tilheyrði Reykjavík. Þar var braggabyggð allt til 1970.
Hinn nýi Seltjarnarneshreppur varð formlega til í ársbyrjun 1948. Íbúar í honum voru um 500 og flestir þeirra bjuggu í Lambastaðahverfi þó einnig væri allþétt búseta á vestanverðu nesinu. Árið 1974 fékk Seltjarnarnes kaupstaðarréttindi og voru íbúar þá tæplega 2500, flestir í Stranda-, Nes- og Melhúsahverfi. Á síðustu þrjátíu árum hefur íbúatalan næstum tvöfaldast og byggð er nú þétt á öllu nesinu austan Ness.“

Lambastaðir

Seltjarnarnes

Lambastaðir – túnakort 1916.

Á jörðina er fyrst minnst um 1500 í skrá um landamerki milli Víkr á Seltjarnarnesi (Reykjavíkr), Örfæriseyjar, Eiðs og Lambastaða. Skrifað um 1570 (Bessastaðabók). Þar segir: „þadann og vestur j griot gard firir svnnann eidz tiornn og ofan þar sem gardvrinn geingvr sydvr j sio firir avstan lambastadi“ DI VII 458.
Þann 10. mars 1553 er minnst á Lambastaði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: „Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke…. Lampestadom iiij köer.“ DI XII 524.

Seltjarnarnes

Lambastaðir 1910.

3. júlí 1556 eru Lambastaðir meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungs í skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.

Lambastaðasel

Lambastaðasel.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign. „Munnmæli eru að af þessari jörð sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,“ JÁM III, 235. Hjáleigur 1703: Tjarnarhús, Melshús og voru þá báðar í byggð. Afbýli 1916: Melshús, Melstaður, Sanitas og Vegamót. Í Seltirningabók segir (bls. 103): „Um 1865 var jörðin seld undan Lambastöðum og hún þá talin vera 5 hundruð eða fjórðungur af verði heimajarðarinnar.“

Hrólfsskáli

Seltjarnarnes

Hrólfsskáli – túnakort 1916.

1703: Konungseign.
Jarðarinnar fyrst getið í jarðabók frá um 1584. Þá kemur fram að konugur seldi Hrólfsskála og Lambstaði fyrir þriðjung í Reykjavík. Í Jarðabókinni er Hrólfsskáli „hálfbýli kallað, því það hefur ekki fyrirsvar haft nema að helmingi mót lögbýlisjörðum inn til tveggja næstliðinna ára. Jarðadýrleiki er óviss.“ „Munnmæli eru að af þessari jörð [Lambastöðum] sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,“ JÁM III, 235-6
1703: „Túnin brýtur og fordjarfar sjáfargángur, so að ei er húsum óhætt. Engjar eru öngvar. Útigángur enginn og haglaust um sumur.“ JÁM III, 237.
1916: Tún austara býlis 3,2 teigar, garðar 2300m2. Tún á vestara býli 2,8 teigar, garðar 1700m2. „Túnið allt sléttað, nema mýrlendi bletturinn og litlar blettir stórgrýttir. Utantúns kálg. stór og túnblettur lítill – talinn með.“ Túnakort 1916.

Bakki

Seltjarnarnes

Bakkakot – Bakki og Bakkakot.

1703: „Backe, bygð í óskiftu heimalandi ness á Seltjarnarnesi og nú lögbýli kallað. Jarðardýrleiki er óviss.“ JÁM III, 238. Neskirkjueign.
1397: Neskirkja á: „Þridiunginn i Heimalandi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109) Sjálfstæð jörð a.m.k. frá 14. öld en átti óskipt land með Nesi og taldist hjáleiga þaðan í jarðab. 1760. Á Bakka er aftur minnst í Gíslamáldaga um Nes 1575. Þar er aftur sagt að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Bakka með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).

Nes við Seltjörn

Seltjarnarnes

Nes, Knútborg nyrðri, Knúborg syðri og Litlibær – túnakort 1916.

120 hdr. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
Í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá 1367 er minnst á Neskirkju: „Nesia sysla lix. Nichulas kirkia a seltiarnarnese a sex manna messuklæde. allt annad suo sem Vilchinsbok jnne helldur“ Hítardalsbók DI III, 220. Á Neskirkju er einnig minnst 1379 í máldaga Jónskirkju í Vík (Reykjavík). Þar segir „Jonskirkia j vik aa land alltt at seli. landsælding og selalatur j erfærisey. sælding j akvrey. rekann allann a kirkivsandi. fiordvng reka j mots vid nes. eyngey og lavgarnes. vtan seltiornn og lavgarlæk.“ DI III 340.
Til er máldagi Neskirkju frá 1397. Þar segir: „Nichulaskirkia i Seltiarnarnesi a: fiordung veida j Ellidaaum. þridiunginn i Heimalanndi med rekumm skogumm oc afriettumm. Eidzlandi. Backa oc Byggardi. Half Krossvyk ad vidreka. Herkistader ad vidreka ollumm. Arland nedra. Þar skal vera prestur oc diakn,“ Máld. DI IV 108-109.
Seltjarnarnes
Frá árinu 1546 hefur varðveist bréf í fornbréfasafni um Neskirkju. Þar segir: „Eingeyar maldage Kirkian ä fiordung j öllum reka millum fossvogslækiar utan ad kirkiusande. og j seltiörn.“ DI VII 52.
Árið 1546 kemur fram í Fornbréfasafni að Gizur biskup byggir Eyjólfi bónda P(áls)syni jörð dómkirkjunnar Nes á Seltjarnarnesi um þrenna tólf mánuði, með þeim greinum, er bréfið hermir. DI XI 527.
3. júlí 1556 er Nes meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.
1575: „Kirkian ad Nese ä Seltiarnarnese. a Thriðiung i heimalande. med [rekum. Skögum. afrettum. Eijdzlandj Backa og Bijggarde. Hälf Krossavijk ad vidreka. Herkestader ad vidreka øllum. Arland nedra. Jtem fiordung veidar i Ellida Äm.“ Gíslamáldagar DI XV 637.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

26.5.1797: Neskirkja aflögð; (PP, 110) [konungsbréf]. Bændaeign þar til 1397-1546, Þá Skálholtsstólseign en 1556 varð hún konungseign. Kirkjan í Nesi átti upphaflega þriðjung í heimalandi, Bakka, Bygggarði, Eiði og Árlandi [síðar Ártún] en hlutur hennar í heimalandi, Eiði og Árland voru tekin undan en 2/3 af Bakka og Bygggarði voru látin í staðinn og töldust þær kirkjujarðir að öllu frá því á 16. öld. Bakki og Bygggarður höfðu óskipt land við Nes fram á þessa öld. Nesjörðinni hafa upphaflega fylgt skógar og afréttir og mögulega selstaða þar sem heitir Nessel. Grótta var hjáleiga, fyrst getið 1547-52. Bakki talin hjáleiga í jarðab. 1760.
1703 voru Nýibær, Jónshús, Gesthús, Þýskhús, Smiðshús, Móakot, Kot og Ráðagerði hjáleigur en heima við bæinn voru Bakrangur, Norðurbær, Jakobshús, Dugguhús og 1 ónafngr. tómthús. Seinna byggðust Knútsborg, Litlibær, Nýlenda og Bollagarðar og vel er hugsanlegt að þau hafi öll byggst upp á gömlum – bæjarstæðum eins og Jónshúss, Þýskhúss, Smiðshúss og Kots en staðsetning þessara býla er annars týnd. Nesi tilheyrði Akurey en í jarðab. 1803 er þar talin dúntekja og heyskapur. Nes var landlæknissetur frá 1760 til 1834.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Minnst er á Hafur-Björn sem bjó í Nesi í sambandi við landnám Ásbjörns Össurarsonar milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns í Landnámabók (H353) bls 395 ÍF I. Bærinn Nes virðist á fyrstu öldum jöfnum höndum nefndur Nes og Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnes er minnst í nokkrum biskupasögum og Sturlungu en oft erfitt að skera úr um hvort átt er við allt Seltjarnarnes eða bæinn Nes þótt það síðarnefnda virðist oftar raunin. Seltjarnarnes er nefnt í Sturlungu (I. bindi, 184. kafla, bls. 253). Þar getur um atburði sem áttu að gerast 1216: „En um vorið um stefnudaga fór Snorri suður á Seltjarnarnes og hafði tvær ferjur af Akranesi og fjóra tigu manna á hvorri. Þeir létu fáa eina sjá er þeir fóru suður að nesinu“.

Nessel

Nessel.

Af heimildum að dæma hefur Nes snemma verið ein af bestu jörðum landsins sbr.: „[1226]: Máldagi settr á alþíngi, um osttoll til Viðeyjar klaustrs af Kjalarnes þíngi. (Vottar að þessum máldaga voru m.a.:) Styrkár Sveinbjarnarson var merkr bóndi í Kjalarness þíngi; hans ætt er talin í Landnámab. v, 14 : Ísl. s. I, 320, og var hann kominn af ætt Íngólfs landnámsmanns; sonr hans var Hafrbjörn í Seltjarnarnesi, sem hafði mest bú og bezta hýbýla skipan á Íslandi af bændum í sinni tíð (Árna bisk. s. kap. 26) DI I 495. Á Nes er minnist í víða í biskupasögu Árna biskup.
1280: „Nú því at hann [Árni biskup]rýmði fyrir herra Ásgrími fór hann heim í Skálaholt ok var þar stundum en stundum í Seltjarnarnesi ok með honum Ellisif Þorgeirsdóttir ór Holti, þess er fyrr er nefndr.“ Biskupasögur III, Árna Saga 58. kap. bls 83.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

1280-1281: „Þann vetr var herra Loðinn ok með sveina sína í Seltjarnarnesi með fyrrnefndum Hafrbirni ok veitti hann allstórmannliga ok vóru þá kyrr ein tíðindi. Ok er vár kom fóru þeir Jón lögmaðr þann hlutalands sem ófarinn var um haustit, ok er dró at þingi bjogguz menn til ferðarinnar hverraf sínum heruðum. Herra Árni byskup reið ok til þings ok með honum mart lærðra manna en herra Loðinn ok allir handgengnir menn með honum.“ Biskupasögur III, Árna Saga 62. kap. bls 86. (Svipaður texti er einnig í Sturlungasögu II í köflum 43 og 45 bls 810-811).
1550: Jtem komer Ion Grönlandt till en iiij manefar paa Seltenes wthen formandskop oc er her till skepet j tonde mell oc j tonde sijre oc mijn frj mand her Semen Gislessen fro Tolleüer Grimsen.
Fógetareikningar DI XII 184 Seltjarnarnes einnig nefnt í fógetareikningum árið 1548 DI XII 12.
16. apríl 1556: Erindisbréf Knúts hirðstjóra Steinssonar B. Á íslenzku. 8. Vm skipte a Alfftaness jordum. J attunda mata hefur Kong May. befalad Knute Steinssyne. ad taca til sijn allar þær jardir sem liggja ä Alfftanese og Seltiarnarnese er Skalhollt[s] stikte til heyrer. þo skal hann vtleggia aptur til jafnadar virdingar stiktinu so margar jardir og mikla rentu aff þeim sem vndir krununa liggia. Og Bæde j þessu sem odru leite Knutur Steinsson [kong maiestets gagnsemdar [og goda. epter hans fremstu magt og formegan. DI XIII 109 1916 er tvíbýli á bænum. Tún austara býlisins 4,96 teigar auk 0,5 teiga í Einingu. Tún vestara býlis voru 7,98 teigar, 0,57 teigar í útgræðslu auk 0,6 teiga í Einingu. Garðar austara býlis voru 380 m2 heima en 970 m2 norður við sjó. Garðar vestara býlis 1040 m2, norður við sjó 1390m2.

Grótta

Seltjarnarnes

Grótta – túnakort 1916.

Hjáleiga frá Nesi. Fyrst getið 1547-1548 í Leigna, landskylda og skreiðargjaldsreikningr Kristjáns skrifara af konungsjörðum. Þar segir: „Item met Lambage v legekiör. landskyldt xv öre. ij lege vj förenger smör dt. her er ij foder en ij ar gamell nödt oc iiij lamb oc aff foder en 3 ar gamell nöd oc iiij lam oc ij landskyldt j ar gamlle quege for xl alner oc j thönde öll for xx allner oc fich Thume v öre ij formandskop for en sexereng ij Gröthen“ DI XII 111-112. Einnig er minnst á Gróttu í fógetareikningum árin 1548: DI XII 130, 1548-1549: DI XII 138, 1549-1550: DI XII 153, 1550: DI XII 184, 1552: DI XII 413, 421, 424 og var þá útræði þaðan.

Seltjarnarnes

Grótta 1961.

Þótti með betri jörðum á Nesinu á 18. öld en spilltist af flóðum, sennilega Básendaflóðinu 1799 og var í eyði um skeið á fyrri hluta 19. aldar. Fyrir flóðið mun bærinn hafa staðið á breiðu nesi.
1703: „Tún hjáleigunnar brýtur til stórskaða sjávarágángur. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 244.
1916: Tún 1,5 teigar, allt slétt. Garðar 740m2. „Túnið alt er umgirt sjógarði er sjór fellur að í miklum flóðum, helst að n.a. a. og s. Klappir og grjót hlífir vestur hliðinni og s.v. Gengin er grandi til lands um fjöru …“ Túnakort 1916.

Bygggarður

Seltjarnarnes

Bygggarður – túnakort 1916.

Neskirkjueign. Sjálfstæð bújörð a.m.k. frá 14. öld. Fyrir 16. öld átti Neskirkja aðeins þriðjung í Bygggarði eins og heimalandinu. Útjörð Bygggarðs var óskipt með Nesi fram á þessa öld og hefur jörðin því byggst úr Neslandi.
1397: Neskirkja á: „Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109). Í hlutabók Kristjáns skrifara frá 1548 segir eftirfarandi: Jtem en lod paa en sexering bijgardhen (sbr. DI XII 130). Jörðin er einnig talin upp í Hlutabók Eggerts hirðsstjóra Hannessonar frá 1552-1553, en þar segir: „Jtem komer Byerne Raffensön tiill en vjeringh ij Biggaaren. Jtem sende iegh tiill en sexeringh ij Byggaren j tonde miell. Jtem sende iegh tiill en vjeringh ij Byggaren j tonde syre (sbr. DI XII 570, 581, 585).

Seltjarnarnes

Bygggarðar 1963.

1703 voru 4 ónafngreindar hjáleigur með Bygggarði. Í Seltirningabók segir: „Örnefnið bendir til kornræktar en ekkert er nánar um það vitað. Jörðin komst öll í eigu Neskirkju og eftir að hún var lögð niður, lenti Bygggarður í eigu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Ábúð var á jörðinni um tíma eftir 1840 boðin upp og voru þá ábúendur þar fremur skamman tíma hver. Eftir að Nessöfnuður var stofnaður, fékk hann jörðina og loks keypti Seltjarnarneshreppur hana. Var landi hennar þá úthlutað undir iðnaðarsvæði.“ Seltirningabók, 152.
Jörðin fór illa út úr Básendaveðrinu 1799 og er talið að búskaparskilyrði hafi versnað eftir það.
1703: „Túnin brýtur sjávargángur skaðlega, so að ei er görðum nje heyjum óhætt. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 247. 1916: Tún 2,7 teigar heima, 0,2 teigar í Eining. Garðar 600 m2.

Mýrarhús

Seltjarnarnes

Mýrarhús – túnakort 1916.

Dýrleiki óviss 1703, konungseign. „Mýrarhúsa er fyrst getið í jarðabók frá árunum 1633-34,“ segir í Seltirningabók (bls. 157). Mýrarhús eru 1703 talin hálflenda; þau eru byggð úr stekk frá Eiði um 1600. Ö-Seltjarnarnes AG, 4.
Á 18. öld bjó Þórður Einarsson í Mýrarhúsum og var Þórður afkastamikill skipasmiður svo að höfundur Seltirningabókar ályktar að á seinni hluta 18. aldar hafi verið eins konar skipasmíðastöð í Mýrarhúsum (bls. 159.)
1703: „Túnin brýtur sjávargángur. Engjar eru öngvar. Útihagar næsta því öngvir.“ JÁM III, 250. 1916: Tún 1,67 teigar, allt sléttað nema grjót og malarblettir, engin garður.

Eiði

Seltjarnarnes

Eiði – túnakort 1916.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign.
1397 á Neskirkja: „Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.“ (DI IV 108-109). Þann 10. mars 1553 er minnst á Eiði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: „Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke….. Eyde ij köer.“ DI XII 524.

Seltjarnarnes

Eiði.

3. júlí 1556 er Eiði meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. „sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.“ DI XIII 139.
Árið 1575 kemur fram í Gíslamáldaga að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Eiðis með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).
1703: „Túnin brýtur sjór til stórmeina. Engjar eru öngvar. Hagar og útigangur í lakasta máta.“ JÁM III, 251.
1916: Tún 3 teigar, allt sléttað, garðar 274 m2.

Í skýrslu um „Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004“ segir af sjósókn Nesbúa:

Seltjarnarnes

Spil ofan við Bygggarðsvör 2002.

„Fáar minjar eru nú eftir um útgerð á Seltjarnarnesi. Sjóhús og naust eru horfin, en varir frá býlum má þó víða greina. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 eru þrjár verbúðir á jörðinni í Nesi reyndar nefndar með nafni, þ.e. Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð í Suðurnesi, en þar fram undan má sjá móta fyrir vör á stórstraumsfjöru.
Ritaðar heimildir skortir að mestu um sjósókn Seltirninga þar til á 18. öld. Gera má þó ráð fyrir að þeir sem bjuggu á Seltjarnarnesi hafi stundað sjósókn allt frá landnámstíma.
Á 14. öld jókst útflutningur á fiski og jarðir við sjávarsíðuna sem höfðu útræði hækkuðu því í verði. Á 15. öld hófst baráttan milli Englendinga og Þjóðverja um fiskinn og á 16. öld komu þýskir kaupmenn sér upp bátum og gerðu út frá jörðum við Faxaflóa. Ætla má að þeir hafi rekið einhverja útgerð frá Seltjarnarnesi samanber nafnið á hjáleigunni Þýskhús, sem var í Nesi í upphafi 18. aldar.

Seltjarnarnes

Pálsbæjarvör.

Hér mætti skjóta inn almennt um mikilvægi fiskmetis fyrir afkomu þjóðarinnar á liðnum öldum eftirfarandi í Íslandslýsingu Odds Einarssonar Skálholtsbiskups frá því um 1590: “Næst á eftir mjólkurmat og kjöti af kvikfénaði er mikill hluti fæðu Íslendinga venjulegur fiskur. Er hann fyrst hertur nægilega í vindi og sól, þá barinn með lurkum eða fremur steinsleggjum, þar til hann er orðinn vel meyr og eftir það má svo á þörfum bera hann í ákveðnum skömmtum fyrir hvern einstakan, er að snæðingi situr og eta með smjöri sem brauðsígildi. Þessi fæða er talin hin heilnæmasta og eigi aðeins til að seðja hungrið, heldur og ágætlega til þess fallin að efla þrótt og fjör.” Þessi lýsing gildir einnig að mestu um mataræði allt frá landnámstíma, því þrátt fyrir akuryrkju framan af öldum, einkum byggrækt, kom harðfiskur að meira eða minna leyti í stað kornmatar að talið er.

Seltjarnarnes

Nýlenduvör.

Á 17. og 18. öld áttu útvegsbændur og leiguliðar á Seltjarnarnesi fjölda opinna skipa og þaðan voru einnig gerðir út svokallaðir konungsbátar. Fylgdi sú kvöð mörgum jörðum að ábúendur urðu að sjá um þessa konungsbáta svo lengi sem kóngsútgerð hélst, en Bessastaðavaldið hirti af þeim tekjur. Fjöldi vermanna safnaðist til Seltjarnarness á vertíðum. Meðal þeirra voru Borgfirðingar fjölmennir.
Við upphaf 19. aldar voru 25 býli í Seltjarnarneshreppi og af þeim voru öll nema 7 með einhverja skipaeign. Þessi áraskip voru smá, flest tveggja manna för. Upp úr miðri öldinni varð á þessu breyting. Farið var að gera út sexæringa og áttæringa og á þeim mátti sækja dýpra og fara lengra. Seltirningar fóru að stunda veiðar á miðum suður í Leiru og undan Vatnsleysuströnd. Ekki var þessi ágangur vel séður af Suðurnesjamönnum og risu af honum mótmælasamþykktir og málaferli. Af þessu að dæma hefur landinn löngum deilt um það hvernig fiskveiðiréttinum skuli hagað áður en landhelgin var útfærð stig af stigi í 200 mílur á liðinni öld og handhafar framkvæmdavaldsins komu á umdeildu fiskveiðikvótakerfi.

Seltjarnarnes

Nesvör.

Árið 1895 áttu Seltirningar um 40 opin skip en fimm árum síðar voru aðeins tvö eftir. Um 1885 fóru útvegsbændur á Seltjarnarnesi að taka sig saman um að kaupa þilskip eða skútur. Voru gjarnan tveir til þrír menn sem stóðu að hverju skipi. Fyrstu skipin voru skonnortur, 30-40 lestir að stærð. Upp úr 1895 var síðan farið að kaupa svokallaða kúttera frá Bretlandi, en þeir voru margir 80-100 lestir. Þó að skipin stækkuðu var ekki um breytingar að ræða á veiðunum. Áhöfnin á skútunum vann því ekki saman heldur dorgaði hver við sitt færi, enda netaveiðar ekki stundaðar almennt hér á landi fyrr en eftir aldamótin 1900. Fiskurinn var saltaður, fluttur heim á Nesið og þurrkaður þar og merki má m.a. sjá um það við Bygggarðsvörina og víðar á Seltjarnarnesi.
Árið 1904 náði skútuútgerð Seltirninga hámarki, og voru þá gerð út þaðan 10 þilskip. En það fór svipað með skútuútgerðina og útgerð opinna skipa, henni hrakaði furðufljótt. Árið 1909 var ekkert þilskip eftir og þegar kom fram á árin milli stríða stunduðu Seltirningar helst hrognkelsaveiði.“

Í yfirliti um „Skráðar minjar á Seltjarnarnesi“ er sagt frá Neskirkju og -kirkjugarði:

Seltjarnarnes

Nes.

„Kirkja/kirkjugarður suðaustan við Nesstofu. Rústir eru ekki sjáanlegar á yfirborði. Þegar grafið var fyrir hitaveituskurði að Nesstofu árið 1979 fundust þarna grafir og veggjarhleðslur sem taldar eru vera frá kirkjugarðinum, og var svæðið þá lauslega athugað af safnverði á Þjóðminjasafni. Leifar grjóthlaðins veggjar utan um matjurtagarð virðast geta verið framhald veggjarins sem fannst 1979. Árið 1994 kannaði Línuhönnun hf. svæðið með jarðsjá að frumkvæði Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Niðurstöður mælinganna þykja benda til þess að tekist hafi að afmarka útlínur kirkjugarðsins að hluta, og finna líklega staðsetningu kirkjunnar.
Kirkju í Nesi er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200. Elsti máldagi hennar, sem þekktur er, er frá 1397. Talið er að þegar hann var gerður hafi kirkjan í Nesi verið úr torfi. Hún var þá auðug að jörðum. Árið 1642 er Neskirkja sögð “stæðileg að máttarviðum”; sú kirkja var líklega að mestu leyti úr torfi og grjóti. Árið 1675 var svonefnd Úlfhildarkirkja reist, vegleg kirkja úr torfi og með miklu tréverki. Lýsing á henni er talin geta bent til þess að hún hafi verið útbrotakirkja, en þær voru sjaldgæfar hér. Úlfhildarkirkja er sögð illa farin 1780, og 1785 var enn reist ný kirkja í Nesi, sú síðasta sem þar stóð. Það var glæsileg timburkirkja, en árið 1797 var helgi aflétt af henni og Seltirningum gert að sækja kirkju í Reykjavík. Neskirkja fauk í Bátsendaveðrinu 1799.

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson – minnismerki við Nesstofu.

Kirkjugarðurinn umhverfis Neskirkju er fyrst nefndur í vísitasíu frá 1758; menn voru greftraðir þar að minnsta kosti til 1813.“

Á Mbl.is, 17. júlí 1994, segir; „Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799„:
„Morgunblaðið sagði nýlega frá því að kirkjustæðið hefði verið staðsett nokkuð nákvæmlega með jarðsjártæki, sem virkar eins og ratsjá nema hvað því er beint í jörðina. Það er því ekki úr vegi að grípa niður í árbók Jóns Espólins, þar sem fjallað er um Bátsendaveður. Frásögnin er í kafla, sem ber nafnið „Vetrarþúngi, vedr ok brim.“ Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799: „Urdu því skadar hvervetna sem mestir máttu verda hér. Þá tók ofan at grundvelli kirkjuna at Nesi vid Seltjörn.“

Heimildir:
-Vikan 18.06.1987, Nesstofa – eitt elsta steinhús landsins, bls. 32-33.
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.
-Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004.
-Skráðar minjar á Seltjarnarnesi – http://www.seltjarnarnes.is/media/skipulag/Skradar-minjar.pdf
-Mbl.is, 17. júlí 1994 – Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799 – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/146782/
-Beinafundur hjá Nesi við Seltjörn, Þjóðminjasafn Íslands 2000.

Seltjarnarnes

Grótta.

Minna-Mosfellssel

Hér verður lýst leifum tveggja selja: Litla-Mosfellssels og Hrísbrúarsels, en þau eru bæði norðan Mosfells, sunnan Leirvogsáar.

Litla-Mosfellssel
Litla-Mosfellssel-501„Stóra- og Litla-Sveinamýri eru neðarlega við Leirvogsá. Þar er allmikið flæmi öðru nafni nefnt Selflatir. Selás er við Sveinamýrar“ (Ari Gíslason). Gróðurlítill ás á syðri bakka Leirvogsár, sem liggur ca. í A-V. Norðurhluti hans er allgrýttur og vaxinn mosa. Svæðið milli ássins og fjallsins er þýft mýrlendi (Ágúst Ó. Georgsson).
(I) Rústin stendur á lágum hól, sem sker sig nokkuð úr umhverfinu. Hóllinn er talsvert þýfður og grasi vaxinn. Norðan hans rennur Leirvogsá um 30-40 m í þá átt. Hóllinn er á mörkum graslendis og grýtts mosavaxins svæðis. Tóftin er um 2,5 x 4,5 m að innanmáli. Veggjaþykkt er 1-1,5 m. Hæð veggja er víðast um 0,4 m, nema NV-veggur, sem er um 0,7 m. Við NV-gafl á suðurlangvegg eru dyr en tóftin skiptist í tvo hluta.
Litla-Mosfellssel-503Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli (d. 1865), segir að á þessum ás hafi staðið selrúst. Skrásetjari gekk um allan ásinn og víðar þarna í nágrenninu. Var þetta eina rústin, sem fannst á eða við ásinn. Kemur lýsing Magnúsar, hvað staðsetningu varðar, vel heim og saman. Hús þetta hefur byggt verið úr torfi og grjóti (Ágúst Ó. Georgsson). Einar Björnsson, Litla-Landi og Guðmundur Þorláksson, Seljabrekku, vissu um þessar rústir. Telja þeir, að um selrústir sé að ræða. Eru þær beint niður undan s.k. Gatkletti, sem er austan í Mosfelli og sést greinilega frá veginum sem liggur norðan við Leirvogsá. Ekki hafa þeir heyrt sagnir um, hvaða sel þetta hafi átt að vera.

Litla-Mosfellssel

Litla-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Stóra- og Litla-Sveinamýri eru neðarlega við Leirvogsá. Þar er allmikið flæmi öðru nafni nefnt Selflatir. Selás er við Sveinamýrar“ (Ari Gíslason). Gróðurlítill ás á syðri bakka Leirvogsár, sem liggur ca í A-V. Norðurhluti hans er allgrýttur og mosavaxinn. Svæðið milli ássins og fjallsins er þýft mýrlendi (Ágúst Ó. Georgsson).
(II) Um 100 m SA við [123716-240-16] er annar hóll og á honum eru tvær rústir. Önnur rústin er án efa af kvíum. Er hún grafin niður í hólinn en veggir eru úr grjóti. Innanmál eru um 2 x 5 m. Fast við er hústóft og er hún staðsett þannig að bakgafl (suðurgafl) hefur þjónað sem aðrekstrarveggur. Innanmál eru um 2 x 3 m. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð um 0,5 m og hæð ca. 0,7 m (dýpt).

Hrisbruarsel-501

Má láta sér detta í hug að húsið, sem fjær er, hafi verið íveruhús eða svefnskáli (Ágúst Ó. Georgsson). Rúst I [123716-240-16] og II virðast álíka gamlar að sjá. Þó svo langt sé á milli þeirra (um 100 m) má vel ætla að þær eigi saman. Um 100 m norðan við þessar rústir rennur Leirvogsá. Ekki skal fullyrt frá hvaða bæ sel þetta var notað, en líklega hefur það verið Mosfell (Ágúst Ó. Georgsson). Einar Björnsson, Litla-Landi og Guðmundur Þorláksson, Seljabrekku, vissu um þessar rústir. Telja þeir, að um selrústir sé að ræða. Eru þær beint niður undan s.k. Gatkletti, sem er austan í Mosfelli og sést greinilega frá veginum, sem liggur norðan við Leirvogsá. Ekki hafa þeir heyrt sagnir um, hvaða sel þetta hafi átt að vera.

Hrísbrúarsel
SvinaskardsvegurÍ heimild frá árinu 1704 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi. Landþröng er ef ei er brúkuð selstaða“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 325-326). Í Örnefnalýsingu Hrísbrúar er getið um sel: „Að norðanverðu meðfram frá merkjum heita fyrst Selflatir. Þær munu hafa tilheyrt selinu í gamla daga. Þetta eru fallegar flatir, af sumum nefndar Blómsturvelli“ (Ari Gíslason).
Lítil kvos, öll grasi vaxin og áberandi græn. Sker sig þannig vel frá umhverfinu. Hvammur þessi er um 30 m breiður. Hér er um eina rúst að ræða sem telja má nokkurn veginn örugga. Stærð hennar að innan er um 2 x 4 m. Dyr hafa verið á miðjum vestur langvegg. Tóft þessi er að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið (austanvið). Veggir eru útflattir og breiðir. Hæðin er ca. 0,5 m en þykktin ca 1-2 m. Við hlið þessarar rústar að norðan mótar fyrir einhverju, sem verið gæti önnur tóft. Sé hér um tóft að ræða, hefur hún verið um 2 x 2-3 m að innanmáli. Þessi „tóft“ er samsíða fyrst töldu rústinni og hefur haft dyr móti vestri. Sunnan við fyrstnefnda rúst mótar ógreinilega fyrir einhverju, sem verið gæti tóft. Sé svo hefur hún verið að innanmáli um 2 x 2-3 m. Inngangur hefur að líkindum verið á móti vestri. Um 8 m vestan við síðasttöldu rúst er eitthvað. Hér gæti verið um einhver mannaverk að ræða. Þarna virðist hafa verið grafið ofan í brekku, sem hallar lítið eitt til norðurs. Stærð þessa er um 3,5 x 5 m, dýptin um 0,5 m, opin til norðurs, en fyrir framan opið er nokkurn veginn slétt flöt. Allar þessar rústir eru fornlegar að sjá. E.t.v. gætu þetta verið selsrústir frá Hrísbrú (sbr. skrá um menningarminjar bls. 65). Niðurgrafna tóftin hefur þá verið kvíar en hinar selið (Ágúst Ó. Georgsson).
Munnmæli: Guðmundur Þorláksson, bóndi Seljabrekku, sagði 25.7.1980:
Hrisbruarsel-502Við sunnanverða Leirvogsá, á móts við bæinn Gröf er holt eða hæð. Kveðst Guðmundur hafa séð einhverjar rústir þar. Líklega er um seljarústir að ræða en gæti þó verið stekkur. Skoðaði hann þetta ekkert nánar, heldur sá rústirnar úr fjarlægð. Á herforingjaráðskortinu danska er svæði þarna rétt hjá kallað Sveinamýri. Sagt er að svæðið sem rústirnar eru á kallist Selflatir. Ágúst Ó. Georgsson merkti Selflatir inn á ljósrit af 1:50000 korti, skv. tilsögn Guðmundar Skarphéðinssonar, bónda á Hrísbrú. Ber þeim Guðmundum saman um hvar Selflatir hafi verið. Rústin er sem sagt norðan við Mosfell (fjallið), nálægt ánni (Leirvogsá) og á móts við bæinn Gröf í Kjalarneshreppi.“
Leifar einnar selstöðu enn eru norðan Mosfells, líklega einnig forn selstaða frá Hrísbrú (sjá síðar).

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006.
-Agnes Stefánsdóttir, Rúna K. Tetzschner, Guðmundur Ólafsson, Ágúst Ó. Georgsson, Kristinn Magnússon og Bjarni F. Einarsson. Reykjavík 2006 – Þjóðminjasafn Íslands.

Heimildaskrá:
-Ari Gíslason. Minna-Mosfell. Örnefnastofnun Íslands. ópr.
-Ari Gíslason. Hrísbrú. Örnefnastofnun Íslands. ópr.
-Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbók 1604.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gefin út af hinu íslenzka fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 1923-1924.

Munnlegar heimildir:
-Einar Björnsson, bóndi Litla-Landi.
-Guðmundur Þorláksson, bóndi Seljabrekku.

Egilssaga

Safn til Sögu Íslands og ísl. bókmennta (athugas. við Egils Sögu) , bls. 272.