Ölkelda

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum jarðar.
Olkleda-22Ölkeldur eru kaldar eða rétt volgar uppsprettur sem finnast á háhitasvæðum og oft í jöðrum þeirra. Yfirleitt eru þær járnmengaðar og bragðvondar og vatnið rauðbrúnleitt, jafnvel svo liti heilu lækina. Þær þekkjast á Hengilsvæðinu (Hengladalir). Vatn úr þeim köldustu sem mest ólga af kolsýrunni er drekkandi þótt brúnleitt sé.
Kolsýruhverir og –laugar með kalkútfellingum koma fyrir á nokkrum háhitasvæðum, einkum við jaðra þeirra, eða þar sem virknin er dvínandi. Vatnið í þeim er grunnvatn fremur en yfirborðsvatn.
Kolsýran á Hengilssvæðinu er hugsanlega orðin til við afgösun í jarðhitageyminum þar sem koltvíoxíð og vetni (H2) berst upp í kaldara vatnskerfi og þéttist (Knútur Árnason & Ingvar Þór Magnússon 2001). Við slíkar aðstæður má ætla að ofan í berginu finnist talsvert af frumbjarga örverum sem nota vetni sem orkugjafa og framleiða metan (CH4) úr vetninu og kolsýrunni.
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3–) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hérlent ölkelduvatn undir 100 stiga hita telur Stefán Arnórsson í ofannefndri grein rétt að setja mörkin við 0,3 grömm/lítra.
Olkelda-23Það er mikils vert að fá góða læknishjálp þegar sjúkdóm ber að höndum en betra er þó að halda heilsunni og þurfa aldrei að sjá framan í lækninn,“ sagði Guðmundur Björnsson landlæknir í almennum fyrirlestri sem hann flutti á annan dag jóla fyrir 100 árum. En hvað gerði fólk fyrr á tímum til að halda heilsunni? Á 18. öld jókst áhugi á heilbrigðismálum meðal upplýstra manna og eitt af því sem þeir töldu mikilvægt var að njóta óspilltra afurða náttúrunnar eins og til dæmis ávaxta og vatns, en vatn er ekki bara vatn.
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir að á Íslandi séu sex tegundir af drykkjarvatni. Það eru jökulvatn, mýravatn, bergvatn, uppsprettu- og lindarvatn, kaldavermsl og hveravatn. Jökulvatn er ekki drukkið nema í neyð enda varla hæft til neyslu. Mýravatn kemur úr brunnum sem eru grafnir og í botnin sest gulur ryðleir en ofan á bláleit skán. Þetta vatn er barkandi á bragðið og veldur aldrei neinum óþægindum. Bergvatn er samheiti yfir ár- og lækjarvatn og það er ætíð kalt, tært, heilnæmt og algerlega bragðlaust.

Olkelda-24

Uppsprettu- og lindarvatn er eftirsóttast því það er léttara, kaldara og tærara. Kaldavermsl er ennþá kaldara og tærara en uppsprettuvatnið. Það er einnig heilnæmara og meira hressandi en allar aðrar bragðlausar vatnstegundir og það frýs ekki á vetrum. (Heyrt hef ég þá sögu að á stríðsárunum hafi bandarískir hermenn frétt af kaldavermsli og náð sér í vatn á brúsa. Síðan hafi þeir hellt því á bílvélar sem nokkurs konar frostlög en það virkaði auðvitað ekki og vélarnar sprungu í næsta frosti.) Hveravatn er víða notað til drykkjar þar sem það er lyktarlaust og auðveldara er að ná því en öðru vatni. Þegar það hefur kólnað er það kælandi svalt og bragðgott og þótt það sé lykt af vatninu þá er það oftast bragðlaust. Sagt er að menn kenni aldrei lasleika eða óþæginda af hveravatni.
Ölkelduvatn var ekki talið meðal þessara vatnstegunda enda hafði það sérstaka eiginleika. Ölkeldur hafa jafnan þótt merkilegt náttúrufyrirbæri og fyrir þær sakir dregið að sér athygli og á 18. öld voru þær rannsakaðar sem hugsanlega ein af helstu auðsuppsprettum landsins.
Olkelda-25En hvað er ölkelda? Skilgreiningin í Ferðabókinni er sú að ölkeldur eru „uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Þessi skilgreining dugar alveg enn í dag en í raun er hún miklu flóknari eins og fram kemur í grein Stefáns Arnórssonar prófessors í bókinni Eldur er í norðri.
Í Íslenskri orðabók segir um ölkeldur „lind með köldu vatni sem ólgar af kolsýru líkt og það sjóði“. Ölkelda er vatnsuppspretta þar sem vatnið er blandað koldíoxíði sem kemur úr kviku í iðrum jarðar. Þær finnast víða um land, heitar og kaldar, en einkum þar sem gosbelti er undir og úti um allan heim eru ölkeldur og sumar mjög þekktar sem heilsulindir. Þessi tengsl eru svo náin að í Íslenskri samheitaorðabók er samheitið fyrir ölkeldu, heilsulind.
Ólafur Olavius ferðaðist um landið til rannsókna tveimur áratugum síðar en Eggert og Bjarni og hann gaf vatninu einnig sérstakan gaum. „Öllum er kunnugt hversu frábærlega vatnið er nytsamlegt og hve mikil áhrif það hefur á heilsu og líf manna og dýra,“ segir hann. Ólafur bendir réttilega á að víða um Evrópu séu heilsulindir sem séu mikið sóttar af fólki til lækninga og Ísland gæti hugsanlega orðið nokkurs konar heilsuparadís enda hafi það „ómetanleg auðæfi heilnæms lauga- og ölkelduvatns“.

Olkelda-26

Hann taldi að það yrði landinu til mests gagns ef hægt væri að útrýma sjúkdómum en margir þeirra orsökuðust einmitt af óheilnæmu vatni og slæmu fæði. Lækning við mörgum sjúkdómum og kvillum væri hins vegar böð og vatnsneysla ef hvort tveggja væri í hæsta gæðaflokki eins og hérlendis.
Rannsóknir Eggerts og Bjarna og síðan rannsóknarleiðangur Ólafs vöktu athygli í Danmörku og Jón Eiríksson konferesráð, hinn óþreytandi baráttumaður fyrir bættum hag Íslands, fékk því til leiðar komið að ölkelduvatn var sent til Danmerkur til frekari rannsókna.
Þorlákur Ísfjörð sýslumaður og Hallgrímur Bachmann fjórðungslæknir sendu á annað hundrað flöskur af ölkelduvatni til Kaupmannahafnar haustið 1778. Vatnið var rannsakað af Aaskov líflækni og Weber lyfjafræðingi og síðar einnig af Abildgaard prófessor en þessar rannsóknir voru mun víðtækari og nákvæmari en Eggert og Bjarni höfðu gert á sínum tíma.
Aaskov líflæknir tók saman skýrslu um málið og sendi Jóni Eiríkssyni en niðurstaðan um gagnsemi ölkeldna var sú sama og hjá öðrum. Íslenska ölkelduvatnið var sambærilegt við það besta erlendis eins og til dæmis Seltzer, Pyrmont og Spa. Hvers vegna væri þá ekki hægt að byggja upp heilsuhæli á Íslandi og selja vatn þaðan í stórum stíl? Ekkert varð úr þeim ráðagerðum en ásókn í ölkelduvatn mun eitthvað hafa aukist á 19. öld.
Konrad Maurer ferðaðist um Ísland árið 1858 og skoðaði m.a. nafnkenndar ölkeldur.
Olkelda-27Jón Hjaltalín, sem var landlæknir á árunum 1855-1881, hafði mikla trú á lækningamætti vatnsins. Árið 1840 kom út í Kaupmannahöfn Lækningakver eftir hann en þá hafði hann nýlokið doktorsprófi í læknisfræði við háskólann í Kiel í Þýskalandi. Jón hafði verið í Þýskalandi í nokkur ár og kynnt sér geðveikrahæli og vatnslækningar en helstu sérfræðingar á því sviði voru þýskir. Hann var læknir í danska hernum um tíma en stóð síðan fyrir því að reist væri vatnslækningastofa í Klampenborg á Sjálandi og þar starfaði hann á árunum 1845-1851. Jón var einn helsti hugmyndasmiður og baráttumaður fyrir úrbótum í heilbrigðismálum allt frá því að hann lauk námi þar til hann hætti störfum. Hann var alla tíð umdeildur og lenti upp á kannt við marga samferðamenn sína enda lagði hann sig allan fram um að ná þeim markmiðum sem hann taldi nauðsynleg og var þá ekki ætíð með hugann við pólitískan leikaraskap.

Kaldavermsl-21

Hér mætti minnast á Tómas Stokkmann lækni í leikriti Henriks Ibsens, Þjóðníðingurinn, en hann stóð fyrir því að koma upp heilsuböðum í heimabæ sínum en lenti síðan í útistöðum við ýmsa fyrirmenn bæjarins vegna þess að vatnið var mengað. Jón Hjaltalín var líklega stundum á svipuðum nótum og Tómas Stokkmann. Af skrifum hans sem eru mikil að vöxtum má sjá hvaða aðferðum hann beitti við sjúklinga og hugmyndir hans um sjúkdóma. Lækningakver hans ber keim af því sem þá var vinsælast í Evrópu og hann hafði kynnt sér sérstaklega en það voru vatnslækningar. Jón taldi að hægt væri að lækna flesta sjúkdóma með „eintómu vatni“ og þar á meðal þá sem hann þekkti hvað best en það voru geðveiki og holdsveiki. Hann segir til dæmis um þá sem eru óðir að „eitthvert hið besta meðal við æði er að baða sjúkling jafnaðarlega í köldu vatni og hætta eigi fyrr en honum er orðið mjög kalt í hvert sinn. Líka er einkar gott að leggja kalda bakstra á höfuð honum og láta hann við og við fara í volg fótaböð“. (Þessar aðferðir voru raunar enn viðhafðar áratugum síðar á Kleppi.) Vitleysu (Dementria) var líka hægt að lækna með vatni vegna þess að „sjúkdómur þessi er oftast nær komin af meini í heilanum og mænukerfinu og þess vegna eru köld böð og einkanlega steypiböð og fossböð þeim einkar holl“.
Jón notaði einnig ölkelduvatn til lækninga eins og Konrad Maurer segir frá og í ævisögu Matthíasar Jochumssonar, Sögukaflar af sjálfum mér, er eftirfarandi frásögn. „Eitt sumar meðan ég bjó í Reykjavík hafði hún (þ.e. Ástríður dóttir hans) legið í barnsfararsótt. Tók ég hana þá suður til mín og kom vinur minn dr. Hjaltalín henni í það sinn til heilsu meðal annars með því að láta hana daglega, vikum saman, drekka ölkelduvatn blandað víni.“ Fjölmörg önnur dæmi eru um að fólk þakki heilsu sína ölkelduvatni og lagði á sig langt ferðalag til að fá slíkt vatn.
Olkelda-37Í Konungsskuggsjá er sagt að ekki sé hægt að reisa hús yfir ölkelduna og vatnið missi bragð og kraft ef það er flutt burtu. Það eru því ákveðin álög á staðnum og vatninu sem mönnum ber að virða svo hægt sé að nýta sér kraftinn. Það sama kemur fram í síðari frásögnum enda eru öll heilsuhæli reist við uppspretturnar og hvers vegna ekki gera það sama hérlendis. Það er ekki einungis hveravatnið, hvort heldur það er í Bláa lóninu eða í Hveragerði, og blávatnið úr Gvendarbrunnum sem er heilnæmt heldur einnig ölkelduvatnið. Milljónir manna um allan heim sækja í heilsulindir ölkelduvatnsins vegna þess að það telur sig fá bót meina sinna þar. Hinn frægi Hoffmann sem skrifaði lærða doðranta um ölkelduvatn á 18. öld sagði meðal annars: „Vissulega játa ég það sjálfur með óbrigðulli sannfæringu að ég vildi ekki vera læknir ef ég þekkti ekki dyggðir vatnanna og þá sérstaklega ölkelduvatnsins.“ Þótt það kunni að reynast erfitt að sanna hollustu ölkelduvatns með nútímavísindum þá er næsta víst að vatnið skaðar engan. Bólu-Hjálmar taldi sig hafa fengið bót meina sinna um tíma af ölkelduvatni en hann lagði það á sig að ganga úr Skagafirðinum út á Snæfellsnes til að drekka af heilsulindunum.
Íslenska ölkelduvatnið er auðlind sem við eigum að nýta eins og við nýtum annað vatn. Það vatn sem við getum nú keypt í flöskum úti í búð er ágætt til síns brúks en ekkert kemur í staðinn fyrir „gjöf frá náttúrunni“ eins og Konrad Maurer benti á.
„Sumar ölkeldur bafa í sjer brennisteinssúrt járn, og eru þær sterkari og áhrifameiri en þær, sem að eins hafa í sjer hið kolasúra járnið. Úr þeim verður að drekka með varkárni, því að drekki menn of mikið af slíku ölkelduvatni í einu, er hætt við, að það valdi innantökum, en að öðru leyti eru þær mjög kröptugar. Í Henglafjöllum eru margar ölkeldur; þær eru ljúffengar, en eigi mjðg sterkar; flestar þeirra eru heitari en ölkeldurnar fyrir vestan. Ölkeldurnar á Ölkelduhálsi, suðaustanvert við Henglafjöll, hafa í sjer talsvert kolasúrt natron og kali, og mundu því einkar góðar gegn magoaleysisgigt, enda hef jeg heldur sjeð góð áhrif af því vatni gegn veiklun í mænukerfinu.“
Kaldavermsl-22Í Þrengslum í Miðdal vestan megin við ána er stór kalksteinshver undir bröttum klettavegg, fast við ána. Hverinn myndar stóran kalksteinsstall og eru aðaluppspretturnar ofan á stallinum. Vatn úr mörgum smáuppsprettum koma hinsvegar fram undan stallinum og í mölinni til beggja handa, m.a ofan í ánni. Heitasta uppsprettan ofan á stallinum kemur upp í djúpri gjótu eða opi fast við klettinn. Vatnið var tært og hitastig þess var 91°C. Framar á stallinum var önnur talsvert kaldari uppspretta (39°C). Þar virtist vatn koma 72 upp um nokkur smáaugu innan um smásteina og grjót húðað talsverðum kalksteinsútfellingum. Grjótið hefur sennilega hrunið niður úr klettinum og mátti sjá nýhrunið grjót ofan á stallinum. Kalksteinsstallurinn er nokkuð farinn að láta á sjá, orðinn grár og farinn að molna og plöntur hafa tekið sér bólfestu í hliðum hans. Ástæðan er greinilega sú að heitt vatn seytlar ekki lengur fram af honum og nær ekki að viðhalda útfellingunum. Ofan á honum eru hinsvegar nýlegar útfellingar þar sem heitt hveravatnið leikur um. Grænar örveruskánir mátti sjá á klettunum ofan við heitara augað ásamt rauðbrúnum útfellingum. Talsverður grænn þörungavöxtur var í volgum eða köldum pollum á stallinum. Ljósmosagrænar og bleikar örveruslikjur var einnig að sjá á kalksteinsútfellingunum þar sem vatn seytlaði ekki reglulega en þar var hitastigið einungis á bilinu 4-17°C.
Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala (voru fyrrum nefndar Hagavíkurlaugar, en eftir landuppskipti færðust þær inn í Ölfusvatnsland). Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.

Heimild m.a.:
-Laugardaginn 10. febrúar, 2001 – Menningarblað/Lesbók eftir Ólaf Ísberg, sagnfræðing.
-Sæmundur fróði, 1. árg. 1874, bls. 188.
-Mat á umhverfisáhrifum jarðvarmavirkjana í Hverahlíð og við Ölkelduháls, Athugun á lífríki hvera – Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur nóvember 2006, Sólveig K. Pétursdóttir, Tryggvi Þórðarson, Steinunn Magnúsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson.
-isor.is

Ölfusvatnsölkelda

Ölfusvatnsölkelda.

Gufunes

Gufunes er nesið austur af Viðeyjarsundi, suðvestan Eiðsvíkur. „Gufunes virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð og kirkja (Maríukirkja) er þar komin um 1150 og henni fylgdi kirkjugarður. Gufuneskirkja var lögð niður 1886 en beinin úr kirkjugarðinum voru tekin upp árið 1968 og flutt í nýjan grafreit vegna byggingarframkvæmda Áburðarverksmiðjunnar.“ Skv. upplýsingum Sigurðar Hreiðars var kirkjan í Gufunesi hins vegar ekki tekin niður fyrr en 1888 þegar hafin var smíði nýrrar kirkju að Lágafelli sem kom í stað kirkjanna að Gufunesi og Mosfelli og sóknirnar sameinaðar.

Gufunes

Nú á dögum er Gufunesið hluti af Grafarvogshverfi. Norðaustan og norðan þess er Eiðsvík og Geldinganes og að sunnan er Grafarvogur. Ein útgáfa Landnámu segir frá Katli gufu Örlygssyni, sem átti þar vetursetu og önnur frá Gufu Ketilssyni. Getgátur eru einnig uppi um aðra ástæðu nafngiftar nessins, þ.á.m. uppgufun úr leirunum í sólskini um fjöru. Hús bæjarins, kirkjan og kirkjugarðurinn voru á hól vestan núverandi skrifstofubyggingar áburðarverksmiðju.
Örnefnin Akur og Fjósaklettar eru yst á Gufunesi. Talið er að korn hafi verið ræktað á Gufunesi eins og örnefnið Akurinn gefur til kynna. Einnig er líklegt, að jörðin hafi átt hlut í laxveiðum í Elliðaánum 1235. Viðeyjarklaustur eignaðist jörðina í kringum 1313 og hún er skráð sem slík 1395. Samtímis því var stunduð verzlun á Gufunesi. Við siðaskiptin 1248 varð jörðin eign konungs. Skömmu eftir að Skúli fógeti Magnússon fluttist til Viðeyjar lét hann flytja þaðan spítala, eða dvalarstað eldri borgara, til Gufuness (1752). Hann var lagður niður 1795. Jörðin var seld skömmu fyrir aldamótin 1800 og Bjarni Thorarensen skáld bjó þar 1816-33, þegar hann var dómari í landsyfirrétti.
Kirkjan var lögð af 1886 (1888) og beinin úr kirkjugarðinum voru flutt í nýjan reit sunnar í túninu 1978, þegar hafizt var handa við byggingu áburðarverksmiðjunnar.
GufunesÍ Fornleifaskráningarskýrslu fyrir Gufunes 2004 segir m.a.: „Elstu heimildir um Gufunes er að finna í Landnámu bæði í Hauksbók og Styrmisbók, bækur þessar eru samhljóða um landnámsmanninn Ketil gufu Örlygsson, ætt hans og mægðir. Þó er Hauksbók fyllri um búsetu hans en þar segir: „Ketill … kom út síð landnámatíðar; hann hafði verit í vestrvíking … Ketill tók Rosmhvalanes; sat hann þar hinn fyrsta vetr at Gufuskálum, en um várit fór hann inn á Nes ok sat at Gufunesi annan vetr. … Ketill fekk engan bústað á Nesjum, ok fór hann inn í BorgarfjQrð at leita sér at bústað ok sat inn þriðja vetr á Gufuskálum við Gufá.”
Fáar eða engar heimildir eru um Gufunes næstu aldirnar. Kirkja hefur verið sett í Gufunesi fyrir 1180 og helguð Maríu Guðsmóður því það ár er kirkjunni settur máldagi af Þorláki biskupi Þórhallssyni. Í máldaganum segir meðal annars: Mariu kirkia a gufunesi a xx c i lande oc kyr .ij. kross oc kluckur. silfr calec oc messo fot. tiolld vm hverfis. alltara klæþe .iij. Vatn ker. gloþa ker oc elldbera. slopp oc munnlogar .ij. lás oc kertta stikur .ij. Þar scal tíund heima oc af nio bæiom oc sva groptir. þar scal vera prestr oc syngia allar heimilis tiþir. ij. messor hvern dag vm langa fosto. messa hvern vigiliu dag. hvern dag vm jola fosto .ij. messor. nacqvern imbrodag a jola fosto. oc of haust. lysa fra mario messo vnz liþr paska vico.

Gufunes

Um 1230 er skrifað bréf um tolla og ítök Gufunesinga í Viðey, „ … sem Snorri Illugason lagði aptr.” Jón Sigurðsson forseti ritaði ítarlegan inngang að bréfinu í Fornbréfasafninu. Þar segir hann að Ásgeir prestur Guðmundsson, sem var fóstri Illuga, föður Snorra, sem lagði aftur tollana, muni líklega hafa verið sá sem talinn var með helstu prestum í Sunnlendingafjórðungi árið 1143 en hann andaðist líklega um 1180. Jón segir að síra Ásgeir hafi án efa búið í Gufunesi, að minnsta kosti um hríð. Hann telur Ásgeir hafa á ofanverðri ævi sinni selt Illuga fóstursyni sínum Gufunes en eftir hans daga hafi erfingjar hans rift kaupunum. Máldagi kirkjunnar hér að ofan gæti því lýst gripum og eignum kirkjunnar á ofanverðum dögum síra Ásgeirs.
SandfjaraÍ Sturlungu er getið um deilur þeirra Snorra Sturlusonar og Magnúsar Guðmundssonar biskupsefni, um arf eftir Jórunni ríku: ,,Jórunn hin auðga hét kona, er bjó á Gufunesi. Atli hét maðr sá, er at búi var með henni. Þeir voru þrír bræður, Svartr og Eiríkr, synir Eyjólfs Óblauðssonar. Í þann tíma andaðist Jórunn ok átti engan erfingja, þann er skil væri at en hon var í þingi með Magnúsi, ok ætlaði hann sér fé hennar, en skipta frændum hennar til handa slíkt, sem honum sýndist. En er Snorri spurði þetta, sendi hann suður á nes Starkað Snorrason. En er hann kom sunnan, hafði hann með sér þann mann, er Koðrán hét, strák einn, ok kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar, ok tók hann þat fémál af Koðráni.
Var loks gerð sætt þeirra og var landið leyst til handa Atla. Í bréfinu um tolla og ítök Gufunesinga í Viðey, sem fyrr var getið segir að: „ … þá andaðist Asgeirr. oc tokv þav arf epter hann Olafr Þorvarðs son oc kona hans.” Jón KlukknaportiðSigurðsson taldi ekki ólíklegt að sú kona hafi verið Jórunn ríka og hún hafi þá búið í Gufunesi um 1214 og andast um svipað leyti.
Í sögu Árna biskups Þorlákssonar er getið Þormóðar í Gufunesi og konu hans Þóru Finnsdóttur frá Hömrum. Þau hjón hafa líklega verið fædd um aldamótin 1200 og búið í Gufunesi einhvern tíma fyrir miðbik þrettándu aldar. Í máldaga um veiði í Elliðaám frá því um 1235 er nefndur Þormóður Svartsson og mun hann líklega vera þessi Þormóður.
MinnisvarðiLítið fer fyrir Gufunesi í heimildum fyrr en við siðaskipti. Þá er jörðin komin í konungseign og er hennar getið í fógetareikningum á þessum tíma. Tvíbýli hefur verið í Gufunesi á árunum 1548-1553 en þá er ein leigukýr Bessastaðamanna hjá Lofti, ábúanda í Gufunesi og ein hjá Gissuri á sama stað „…bleff hannem thenne lege til giffet forskipeferd till Sternes.”
Kirkjunnar í Gufunesi er getið í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar og gripir hennar og eignir taldar upp en þeim hafði fækkað mjög síðan fyrir siðaskipti. Í Jarðabókinni er Gufunes kirkjustaður og annexía frá Mosfelli. Sigurður lögréttumaður Högnason bjó þá á allri jörðinni. Landskuld jarðarinnar var að því er virðist níutíu álnir. Kúgildi kirkjunnar voru tvö, hálfum leigum galt hann presti en hélt hinum helmingnum, en leigukúgildi var ekkert. Kvikfénaður Sigurðar var tíu kýr, ein kvíga veturgömul, tíu ær með lömbum, einn sauður tvævetur, átta veturgamlir, tveir hestar, eitt hross og tveir folar tvævetrir. Jörðin gat fóðrað átta kýr, eitt ungneyti og tíu lömb, en heimilismenn voru átta. Hlunnindi bæði jarðar og kirkju voru góð.16 Hjáleigur eru skráðar fjórar í Jarðabókinni. Fyrsta hjáleiga er nafnlaus, en þar bjó þá Jón Knútsson, hugsanlega er það Knútskot. Önnur er Brands Kot, þar var ábúandi Guðbrandur Tómasson. Þriðja var Holkot, þar var ábúandi Jón Arason. 

Áletrun

Fjórða var Helguhjáleiga, þar voru ábúendur tveir, Helga Ólafsdóttir sem bjó á hálfri en Margrét Þorsteinsdóttir á hinum helmingnum. Ekki er vita hvar þessar hjáleigur voru nákvæmlega nema hugsanlega Knútskot. Gufunesjörðin átti landamerki að Keldum, Korpúlfssöðum og Eiði.
Kirkja var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi dagsettu 21. september. 1886 eru Mosfells og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar sóknir að Lágafelli. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðjuna 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum. Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu.
StekkurVarðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð. Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp og er notað þar við guðþjónustur.
Bæjarsjóður keypti jörðina árið 1924 ásamt Eiði og Knútskoti. Landsími Íslands lét reisa fjarskiptastöð á Gufunesmelum, þegar verið var að koma á talsambandi við útlönd 1935. Síðustu ábúendurnir í Gufunesi voru hjónin Þorgeir Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir en þau fluttu í Gufunes frá Viðey 1938. Þorgeir var landsþekktur glímukappi og hestamaður.
StekkurÁ stríðstíma hafði herinn aðsetur í Gufunesi og reis þá braggahverfi norðvestan við bæinn.
Áburðarverksmiðja var byggð fyrir austan bæinn 1952. Raskaði sú bygging mjög minjum samanber að flytja varð kirkjugarðinn. Gufunesbærinn var síðan fluttur 1954, eftir að Áburðaverksmiðjan var komin í rekstur. Nýi bærinn stendur enn við fyrrum Gufunesvog en mun sunnar, þar er nú rekin starfssemi ÍTR. Í Gufunesvogi voru sorphaugar Reykjavíkur til langs tíma og var vogurinn þá fylltur upp með sorpi.“
Þá segir í skýrslunni um einstakar minjar: Gufunes – kirkja, aldur: 1180-1886, horfin: Já. Staðhættir: ,,Kirkjustaður var í Gufunesi, … en þá var kirkjan flutt að Lágafelli. Kirkjan stóð 30-40 m sunnan við bæinn á hól einum. Þegar grafið var fyrir verksmiðjunni í Gufunesi var komið niður á kirkjugarð og var hann færður sunnar. Þar er nú klukknaport.” Fyrir dyrum hinnar niðurlögðu kirkju á Gufunesi var legsteinn sem mælt er að upp hafi komið úr moldu er kirkjan var stækkuð eða færð fram. Steinn þessi tilheyrði Högna Sigurðssyni bónda í Gufunesi sem lést 1671. Kirkjan var úr timbri með múrbindingi og borðaklæðningu árið 1782-84. Kirkjustaður var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi frá 21. september 1886 eru Mosfells- og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar að Lágafelli.“
KnútskotGufunes – kirkjugarður, aldur: 1180-1886, horfin: Já. Staðhættir: „Í örnefnaskrá yfir Gufunes kemur fram að: ,,Kirkjustaður var í Gufunesi fram yfir síðustu aldamót, en þá var kirkjan flutt að Lágafelli. Kirkjan stóð 30-40 metrum sunnan við bæ á hól einum. Þegar grafið var fyrir verksmiðjunni í Gufunesi var komið niður á kirkjugarð og var hann færður sunnar. Þar er nú klukknaport.” Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1952 af borgaryfirvöldum og Áburðarverksmiðjustjórn að á Gufunesi skyldi reisa verksmiðju, þá er hér hefur starfað í aldarfjórðung, var þeim er að þeirri ákvörðun stóðu ekki ljóst að á landsvæði sem úthlutað var, væri forn kirkjugarður, allt frá því á 13. öld, enda hafði yfirborð hans verið sléttað og staðsetning hans óljós. Hinn 28. júní 1965 var jarðvinna í næsta nágrenni við grunn nýbygginga stöðvuð, þar sem í ljós komu leifar grafinna í hinum gamla garði, sem var á allt öðrum stað en áætlað hafði verið. Þáverandi þjóðminjavörður Kristján Eldjárn, kom strax á staðinn ásamt biskupi og fleirum. Hinn 20. apríl tilkynnti biskup Íslands að moldir garðsins yrðu fluttar, með ákveðnum skilyrðum. Hinn 6. ágúst 1968 sama ár hófst flutningur ,,molda” undir stjórn Jóns Magnússonar bónda og verkstjóra frá Stardal. Verkinu lauk 3. okt. 1968. Sjá skýrslu ,,Færsla á gamla kirkjugarðinum í Gufunesi.”
MosfellskirkjaÁrið 1970 var kirkjugarðurinn nýi hlaðinn, samkvæmt hönnun Reynis Vilhjálmssonar. 34 ,,Hinn 6. ágúst var byrjað á að grafa upp og færa á nýjan stað gamla kirkjugarðinn í Gufunesi. Kirkjugarðurinn sem færður var líktist ávölum hólma vestast við syðstu áburðarskemmurnar. Stærð hans var 40 x 38 m hæð, um 1.8-2 m og slétt móhelluklöpp undir.Við uppgröftinn komu upp 768 mannabein eða höfuðkúpur, beinin voru látin í 125 kassa, sem allir voru af sömu gerð og stærð. Allar gamlar kistuleifar, sem voru ekki annað en fjalabútar voru látnar fylgja kössunum og raðað á botninn undir þá. 

Örnefnakort

Undir lokfjöl einnar kistunnar lá silfurskjöldur áletraður, Páll Jónsson sýslumaður, Elliðavatni, settur sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1801-1803, dáinn 1819. Og í annarri kistu fundust tvö silfurlauf af sömu gerð, en mismunandi stærð. Þessi lauf voru við höfða- og fótagafl. Í þriðju kistunni lá naglbítur. Þessir gripir eiga að fara á Þjóðminjasafnið, eftir ósk Þjóðminjavarðar Þórs Magnússonar. Hann kom og tók í sína vörslu bein Páls Jónssonar, sýslumanns.”
,,Í nýja grafreitnum er nú klukknaport. Grafsvæðið er hringlaga, um 35m í þvermál, hið ytra, en 15m – 19m hið innra. Veggir úr torfi, 0,8m á hæð að innanverðu og lækka jafnt út. Klukknaport er í NNV. Í garðinum er minnisvarði úr steini (granít) sem á stendur: „Hér hvílir duft þeirra, sem greftraðir voru að Maríukirkju í Gufunesi. Kirkja var í Gufunesi í fullar sjö aldir. Árið 1886 var hún niður lögð. Moldir kirkjugrunns og kirkjugarðs voru hingað fluttar árið 1968 til þess að friða þær fyrir umferð og mannvirkjagerð. SÆLIR ERU DÁNIR, ÞEIR SEM Í DROTTNI DEYJA. Op. 14,13. JESÚS KRISTUR ER Í GÆR OG Í DAG HINN SAMI OG UM ALDIR. Hebr. 13,8.“

Gufunes í dag

,,Nyrst, þar sem verksmiðjan er núna var mjög grasgefin flöt sem hét Akur”. Heimildir eru fyrir kornrækt í Gufunesi. ,,Akur var mjög grasgefið land, er var nyrst á nesinu.” Þar er nú geymsla. Nokkuð nákvæma staðsetningu akursins er að finna á korti frá 1922 og er hann þá staðsettur vestan við geymslu. Á þeim stöðum þar sem akurinn hefur verið er búið að fylla upp og búa til plan.“
Fyrsta hjáleiga Gufuness er ekki nefnd með nafni í Jarðabók Árna og Páls 1703, þar gæti þó verið um Knútskot að ræða, því að þar var ábúandi Jón Knútsson. Landsskuld var þá xlv álnir, leigukúgildi eitt og heimilismenn þrír.108 Í Jarðabók Johnsen sem nær yfir tímabilið 1835-1845 er Knútskot einnig nefnt Núpakot og er það eina hjáleiga Gufuness þá, jarðardýrðleiki var fimm hundruð og ábúandi einn sem var leigjandi. Gamla Knútskot var á bakkanum við voginn og var það í ábúð 1916 þegar túnakort er gert, en það var flutt ofar í brekkuna fyrir ofan veginn að Áburðaverksmiðjunni, en Gufunesútihúsin stóðu alltaf þar sem gamli bærinn var, samanber kort frá 1922. Engar rústir eru lengur sjáanlegar á þessu svæði. Gamla Knútskotið er farið undir fyllingar, en sléttað hefur verið úr því Knútskoti sem var í brekkunni. Ljósmynd af nýrra húsinu er t.d. að finna í Sögu Mosfellsbæjar.“
Frábært veður. Gangan um svæðið tók 1. klst. og 1 mín. Erfitt reyndist að finna einhvern inni á lokuðu svæði fyrrum Áburðarverksmiðjunnar, en snubbótt girðingin kom þó ekki í veg fyrir að svæðið væri skoðað með hliðsjón af framangreindu.

Heimild m.a.:
-Anna Lísa Guðmundsdóttir, Fornleifaskráning jarðarinnar Gufuness og hjáleigu hennar Knútskots, Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn, Skýrsla nr 115 – Reykjavík 2004.
-Sigurður Hreiðar, Mosfellsbæ.

Gufunes

Gufunes.

Setbergshellir

Gengið var frá Mosum sunnan Smyrlabúða og haldið norður Selvogsgötu. Ætlunin var að ganga um Gráhelluhraun, niður um Lækjarbotna og enda við stekkinn í Stekkjarhrauni.
Þegar komið var að Smyrlabúðarhrauni var gengið norður með vesturjaðri þess svo sem Selvogsgatan liggur. Ekki leið á löngu þangað til komið var að því er virtist hlöðnu gerði utan í grónum hraunbolla. Áður hafði jafnvel verið talið að þarna gæti hafa verið um hraunskrið úr hlíðinni andspænis að ræða, en við nánari skoðun virðist þarna vera um fyrrum hlaðinn vegg að ræða. Grjótið hefur verið tekið úr hlíðinni, enda handhægt, og raðað reglulega í bogadreginn vegg. Veggurinn virðist hafa verið hlaðinn til að loka af bollanum. Ekki er ólíklegt að þar fyrir innan hafi hestar eða fé verið geymt á ferðum Selvogsmanna í Fjörðinn. Þarna gæti jafnvel verið tilkomið búðarnafnið á Hraunið. Staðurinn er kjörinn áningarstaður áður en haldið hefur verið síðasta áfangann niður í þorpið. Hann er skjólgóður og ágæt beit við hendina.

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.

Annars eru framangrein hraun eitt og hið sama; Búrfellshraun. Það er talið hafa runnið um 5300 f. Kr.. Annar angi þess rann til norðurs og kom niður á Álftanesi, beggja vegna. Hraunið ber t.d. nöfnin Urriðavatnshraun (Urriðakotshraun), Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun, Flatahraun og Gálgahraun.
Hinn angi þess rann til norðvesturs. Í honum eru Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun og Stekkjarhraun.
Gengin var gatan framhjá Kershelli og haldið niður að Setbergshelli, gömlum fjárhelli Setbergsbænda og að hluta til Hamarskotsbænda. Gamla Selvogsgatan lá svo að segja í gegnum aðstöðuna, eða með austurjarðri hennar, skammt ofan við rétt eða stekk í gróinni laut.

Setbergshellir

Setbergsfjárhellir.

Hellirinn er með myndarlegri hleðslu Setbergshellismegin, auk þverhleðslu er aðskilur hann frá Hamarskotsbóndahlutanum. Í hellinnum vour síðast hafðar geitur, en Setbergsbóndi færði fé sitt úr hellinum, sem einnig var notaður sem selstaða um tíma, enda ber umhverfið þess glögg merki, upp á Setbergshlíðina norðan Þverhlíðar. Þar má sjá rústir hlaðins fjárhúss ofan við fallega hlaðna vörðu. Önnur fallega hlaðin varða er nokkur sunnar á hlíðinni, gegnt selinu.

Í stað þess að fylga Selvogsgötunni var gengi þvert á Gráhelluhraun og síðan haldið eftir því til norðurs, að Gráhellu.

Gráhella

Gráhella.

Gráhella er ílöng klettaborg í austanverðu hrauninu. Norðan undir henni eru hlaðnar rústir gerðist og húss. Þau mannvirki munu Setbergsbændur hafa nýtt sér fyrir fjárhald sitt, en Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi um og fyrir aldamótin 1900 var einn fjármesti bóndi landsvæðsins og jafnvel þótt lengra væri leitað. Faðir hans var um tíma bóndi á Geysi í Haukadal, en ættaður frá Álfsstöðum á Skeiðum. Var hann jafnan nefndur „hinn fjárglöggi“ því hann kunni skil á öllum fjármörkum sem kunna þurfti skil á. Dóttir Jóns á Setbergi bjó m.a. á Þorbjarnarstöðum í Hraunum og önnur á Urriðakoti, svo nærtæk dæmi séu nefnd.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – skilti.

Þegar komið var niður í Lækjarbotna var strax tekið eftir því að þar hafði nýlega verið sett upp upplýsingaskilti um vatnsveituna, sem þar var, en vatnsveita í Hafnarfirði átti aldarafmæli árið 2004. Skiltið stendur við hlaðnar undirstöður undir fyrrum lindarhús. Á því stendur eftirfarandi:
“Fram til 1904 var engin vatnsveita í hafnarfirði, en þða ár stofnuðu nokkrir Hafnfirðingar Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar. Félagið stóð meðal annars að því að grafnir vour brunnar á Jófríðarstaðarholtinu og þaðan lagðar vatnspípur vestur eftir bænum. Nokkur hús voru þá þegar tengd veitunni, en auk þess voru settir upp vatnspóstar víða um bæinn, þangað sem bæjarbúar sóttur sitt neysluvatn. Þessi vatnsveita varð þó snemma ófullnægjandi auk þess sem hún náði aldrei til alls þorpsins og því þurfti að grípa til frekari aðgerða.
Eftir að ljóst var að Vatnsveitan annaði ekki sívaxandi bæ ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1909 að kaupa eignir hennar og leggja nýja vatnsveitu ofan úr Lækjarbotnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir athugun Erlends Zakaríassonar og Th. Krabbe landsverkfræðings, en það þótti mjög hentugur kostur að leiða vatnið héðan vegna þess hæðarmismunar sem er héðan og niður að bænum. Byggð var vatnsþró í Lækjarbotnum og þaðan lögð þriggja tommu aðfærsluæð til bæjarins. Vatnsveita þessi dugði vel í nokkur ár, en þó þurfti oftar en einu sinni að víkka leiðslurnar til að auka flutningsgetuna.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar.

Árið 1916 var svo komið að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki nægilega vatnsmikil fyrir bæinn. Árið eftir var brugðið á það ráð, samkvæmt tillögu Jóns Ísleifssonar verfræðings, að veita vatni úr Kaldá yfir á aðfrennslusvæði Lækjarbotna. Var þá byggður 1.600 metra langur stokkur þar sem vatni var veitt úr Kaldá og sleppt niður í hraunið við suðurenda Setbergshlíðar, um þremur kílómetrum sunnan lindarinnar. Vonuðust menn til að vatnsheld jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna og varð það úr.
Þessi lausn dugði um tíma, en þó kom að því að betur þurfti að gera og hófust framkvæmdir á vatnsveitu frá Kaldárbotnum 1949, en vatnsmagnið þar er talið nægja bænum um ófyrirsjánlega framtíð. Lauk því verki í júní 1951”.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stífla.

Skammt neðar er hlaðin stífla, tengd vatnsveitunni í Lækjarbotnum. Ofurlítið norðar er áberandi grágrýtissteinn; eyktarmark frá Setbergi. Af útlitinu mætti vel ætla að í honum byggi huldufólk, eða a.m.k. álfar.
Læknum var fylgt niður að Stekkjarhrauni. Gengið var þvert á hraunið uns komið var að stekknum, sem hraunið dregur nafn sitt af. Hann er í náttúrlegri hraunkvos með klettaveggi á þrjá vegu. Framst er hlaðin fyrirstaða. Skammt suðvestar er hlaðið gerði í einni lautinni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 10 mín.

Stekkjarhraun

Stekkur í Stekkjarhrauni.

Ártún

Í Fornleifaskráningu jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, sem unnin var af Minjasafni Reykjavíkur árið 2010, má lesa eftirfarandi um Ártúnsrétt. Réttin, sem er orðin nokkur gróin, sést enn nokkuð vel ofan Ártúnsár (en svo nefnist Blikadalsáin neðan Mannskaðafoss) að norðanverðu.

Ártúnsrétt

Ártúnsrétt.

„Tóftir Ártúnsréttar eru 210 m norðaustur af bæjarhól Ártúns. Neðanvið tóftirnar eru einnig stríðsminjar, leifar stöðvar fyrir loftvarnarbyssu.

Rústirnar eru grasivaxnar. Stórt hólf, 12×12 m, sem opnast í suður með grjóthlöðnum veggjum, hæst 1,5 m. Austan við hólfið eru tvö minni, það efra er 7×7 m með grjóthlöðnum veggjum, hæst 1 m, ekkert sjáanlegt op. Hitt hólfið er 7×3 m, hæst 1 m, og opnast í vestur. Á milli þeirra gæti hafa verið eitt rými. Fyrir neðan og austan eru tveir grjóthringir en þeim hefur verið raðað saman með einfaldri steinaröð. Kristrún Ósk Kalmansdóttir man vel eftir lítilli rétt með þremur hólfum og almenningi fyrir kannski þrjátíu kindur en réttin var ekki notuð í hennar tíð. Minnst er á Ártúnsrétt árið 1842 í þinglesinni tilkynningu frá Runólfi Þórðarsyni í Saurbæ sem varðaði upprekstur búfjár á Bleikdal/Blikdal. Hlutverk hennar hefur án efa breyst í gegnum tíðina.
Rústirnar gætu hafa raskast eitthvað þegar herinn gerði stæði fyrir loftvarnarbyssur við réttina á heimsstyrjaldarárunum síðari.“

Heimkild:
-Fornleifaskráning jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, Minjasafn Reykjavíkur 2010.

Ártún

Ártúnsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Draugshellir

Samþykki jarðeigenda hafði fengist til að opna Draugshellinn í Litlalandslandi í Ölfusi. Hellirinn var lokaður fyrir allnokkru síðan (sennilega um 1960) til að varna fé inngöngu. Þá tapaðist vitneskjan um opið. Draugasaga er kennd við hellinn og hann því vel þjóðsagnarkenndur. Um Draugshelli er skráð saga í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem lézt þar fyrir 200 árum. Hann var jarðsettur að Hjallakirkju, en þoldi ekki við í jörðu, gekk því aftur, settist að í hellinum og gerði ferðamönnum glettingar.

Draugshellir

Bóndinn á Litlalandi við hellisopið.

Nú var ætlunin að reyna að finna opið og þar með hellinn. Þátttakendur mættu með stunguskólfur við Litlaland í birtingu. Byrjað var á því að bera saman gögn og munnmæli og bera hvorutveggja saman við landshætti
Í örnefnalýsingu fyrir Litlaland frá 17. nóv. 1968 eftir Eirík Einarsson, segir m.a.: „Sunnan undir honum (Litlalandsáss) er Draugshellir, lítill hraunhellir í mörkum Litlalands og Breiðabólsstaðar…“.
Í annarri örnefnaskrá fyrir Litlaland í Ölfusi segir m.a. um Draugshelli:
„Rétt ofan við Vörðuás, við markagirðinguna milli Breiðabólsstaðar og Litlalands, er lítill hóll og í honum lítill hellir, sem heitir Draugshellir.”
Þegar framangreind möguleg misvísun var borin undir heimamann kom í ljós að Litlalandsháls er múlinn eða ásinn ofan við hól þann, sem Draugshellir átti að vera við. Syðst í ásnum eru Rifjabrekkur. Allt virtist því koma heim og saman við fyrirliggjandi lýsingar.

Draugshellir

Grafið í Draugshelli.

Heimamaðurinn fylgdi þátttakendum á vettvang. Benti hann á stað í túninu, vestan hólsins, og sagði hon gömlu landamerki hafa legið úr vörðu sunnar í Leitarhrauni með línu í klofa í hlíðinni norðnorðaustan við bæinn. Vel mátti greina hin gömlu gróðurmörk því eldri girðing virðist hafa verið í línunni, skammt vestan núverandi girðingar. Þá benti hann á að fyrir ári síðan hafi op opnast í túninu á tilgreindum stað og vatn lekið þar niður. Hafi bóndinn fyllt upp í það með tveimur dráttarvélaskólfum.
Gróið hafði yfir það. Staðurinn var vestan við tilnefndan hól á landamörkunum, sem fyrr segir.
Hafist var handa við mokstur. Þátttakendur unnu kappsamlega og ekki leið á löngu að sjá mátti niður um opið. Skurður var stækkaður og lengdur og grafið var með stefnu á miðju jarðar. Eftir að hafa grafið mannhæðardjúpa holu og rúmlega það, opnaðist hellirinn. Hreinsað var frá opinu og við blasti hinn fallegasti fjárhellir, litlu minni en t.d. Bjargarhellir eða Strandarhellir. Einn þátttakenda skreið inn og skoðaði sig um. Mikil mold hefur runnið niður í hellinn á löngum tíma, en svona til að undirstrika að mannvistarleifar væri að finna í honum, skein ljósið á bein á moldinni í miðjum hellinum. Það var látið óhreift.

Draugshellir

Opið.

Ljóst er að mikil vinna verður að hreinsa moldina úr hellinum. Grafið var spölkorn áfram niður framan við opið, en ljóst er að þar er enn talsvert niður á fast. Hér getur því orðið um þarft verkefni fyrir vinnuskólabörn í Ölfushreppi að vinna á sumri komanda. Þá þurfa fornleifafræðingar að líta þarna við og skoða fyrirbærið, því til hliðar við innganginn, í moldinni virðist votta fyrir hleðslum.
Draugshellir er fundinn. FERLIRsfélagar voru ánægðir með ágætt dagsverk. Samráð verður haft við landeigandann um frágang við hellisopið.
Þjóðsagan er um Björn Jónsson í Haga. „Eitt sumar sem ofar ferðaðist Björn um lestatímann til skreiðarkaupa suður í Garð. Venjulegur áfangastaður ferðamann var þá eins og enn viðgengst á svokölluðum Rifjabrekkum millum Breiðabólstaðar og Litlalands í Ölvesi. Þótti mörgum illt þar að vera vegna draugs þess er oft gjörði ferðamönnum er á brekkunum lágu usla og ónáðir og hélt sig í helli þeim er síðan er við hann kenndur og kallaður Draugshellir. Reif hann og tætti sundur tjöld og fans fyrir sumum, en fældi hesta og jafnvel drap fyrir sumum. En ekki er þess getið að hann réðist á menn, en marga dreymdi þar illa í tjöldum sínum, en enginn var sá er vogaði að leggjast í hellirinn þótt tjaldlaus væri. Björn var við annan mann; voru þeir tjaldlausir, taka nú af hestum og bera saman farangur nærri hellinum draugsins. Þetta var að áliðnum degi. Regn var mikið. Förunautur Björns spyr þá hvursu hann hugði þeim um umbúnað, kvað það eitt tiltækilegt að þeir gjörðu sér skýli í farangrinum til að sofa í. Björn kvað þá í hellinum mundu taka á sig náðir. Förunautur hans var þess allófús, en kvaðst þó hans forsjá hlíta mundu. „Bessaleyfi hér á híbýlum,“ segir Björn. Ganga þeri síðan í hellirinn, búast þar um, tóku að snæða og lögðust til svefns. Var nú allt kyrrt. Lagsmaður hans sofnar skjótt, Björn vakir og verður var við er draugsi kom inn og litast um eins og hann undrist dirfsku komumanna er leyfðu sér að taka á sig náðir í hans híbýlum leyfislaust, en var annars óvanur að mæta þar gestum. Draugurinn ræðst síðan að förunaut hans og ætlar að kyrkja hann.

Draugshellir

Draugshellir.

Björn stóð þá upp, hratt draugnum frá og tók manninn í fang sér og bar hann út og lagði hann niður undir farangur þeirra, vakti hann því næst og bað hann gæta hesta þeirra, kvað drauginn hafa fælt þá í burtu, „en ég mun,“ segir hann, „fara að hitta betur húsbóndann fyrst hann gat ekki setið á sér við oss með eljarglettingar sínar.“
Björn fer að hitta aftur drauginn, spyr hann hvurnig á honum standi og því hann hafðist við hér við í helli þessum. Draugur svarar: „Sagt get ég þér sögu mína. Ég var ungur maður og þótti heldur ódæll. Ég átti heima austur í Fljótshlíð; var ég sendur suður í Njarðvíkur í skreiðarferð og sýktist á heimleiðinni og lagðist fyrir í helli þessum og dó á þriðja degi og fundu menn mig hér nokkru síðar. Var ég fluttur að Hjallakirkju og grafinn þar, en ég þoldi ekki í jörðu og gekk aftur og vitjaði hellis míns. Hefi ég síðan hér verið og gjört ferðamönnum ýmsar óspektir um átta ár.“ Björn spyr hvursu lengi hann ætli framvegis hér að verða. Draugur svarar: „Tuttugu ár og mun ég jafnan fara versnandi.“. „Fyrst þú fórst að gjöra mér glettingar skal ég vísa þér á bug héðan,“ segir Björn. „Hellir er í Hengilshömrum, þangað stefni ég þér. Skaltu þaðan aldrei út fara né nokkurn mein gjöra.“ Draugnum brá svo við að hann hljóp í skyndi út og tók á rás upp á fjall. Hefur síðan aldrei orðið vart við reimleik á Rifjabrekkum.“

Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar, III. bindi, bls. 592-593.

Draugshellir

Í Draugshelli.

Selvogsgata

„Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni.

Selvogsgata

Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, niður með Austurásum og síðan niður Hlíðarskarð. Þetta var ekki ferð um hefðbundna leið. Þetta var ferð um gömlu Selvogsgötuna eða Suðurfararleiðina eins og Selvogsbúar nefndur hana, en hún er liggur austar en Selvogsgata sú (stundum nefnd Hlíðarvegur, en var vetrarvegur (KB)) er kemur upp úr Kerlingarskarði og liggur niður með Draugahlíðum, að Hlíðarskarði.
Þegar komið var að jeppaslóðinni neðst í Grindarskörðum sást hvar hann liggur á gömlu götunni að hluta. Þegar komið var u.þ.b. þriðjung upp hlíðina beygði gamla gatan til hægri og síðan í hlykki upp hana. Auðvelt var að fylgja henni í hlíðinni því hún var mjög greinileg á köflum. Auðsýnt var að um hestagötu var að ræða. Gatan liggur að vörðu á hraunöxl svo til í miðri hlíðinni og síðan liðast hún áfram upp hana. Gatan hverfur þar sem vatn hefur lekið niður hlíðina og rutt með sér möl og grjóti, en kemur síðan í ljós í næst efstu brekkunni undir Stórabolla. Skammt neðar er varða. Þar liggur hún á ská upp hana og hefur greinilega verið lögið til. Efst við rætur Stórabolla er skarð í klöppina þar sem gatan liggur í gegn. Við skarðið er varða. Gangan upp í skarðið var auðveld, tók u.þ.b. 35 mín. í stað 50 mín. upp Kerlingarskarðið. Þaðan liggur gatan með gígnum að austanverðu og beygir með honum að sunnanverðu. Þar liggur hún til vesturs um gróna velli. Leifar gamallar girðingar er sunnan við Stórabolla. Hún liggur til vesturs og hefur verið hlaðið undir hana á kafla. Skömmu síðar var komið að gatnamótum.
Selvogsgata Vörðuð leið lá til suðausturs að Stórkonugjá og önnur til suðurs. Eystri gatan er að öllum líkindum Heiðarvegurinn er liggur þaðan um Heiðina há og yfir á Ólafsskarðsveg. Vestari götunni var fylgt yfir slétt helluhraunið áleiðis að Litla-Kóngsfelli.
Veður hafði hangið þurrt þangað til komið var suður fyrir Stórabolla. Þá léku litlir regndropar sér að því að falla ofurvarlega lóðrétt til jarðar. Golan virtist hafa gufað upp. Stillilogn og bráðfallegt veður. Miðbolli og Kóngsfellið böðuðu sig í heiðskírunni og dulrænum bjarma sló á Draugahlíðarnar. Spóavellingur fyllti loftið. Kistufellið vildi greinilega ekki láta sitt eftir liggja til að gera þennan dag ógleymanlegan. Hvítur snjókollurinn reis hæst upp úr nágrannahlíðunum, eins og hann vildi að eftir honum væri tekið. Svona eiga háir tindar að haga sér.

Hlíðarborg

Komið var að hárri vörðu. Við hana voru greinileg gatnamót. Gata lá við hana frá Selvogsgötunni og áleiðis yfir á Heiðarveginn.
Grindarskarðsgatan hélt áfram frá henni til suðurs. Hún var æ meir áberandi. Kastað hafði verið úr götunni á köflum – greinilega hesta- og lestargata. Hún lá niður með Litla-Kóngsfelli. Suðvestan við fellið, þar sem suðurgígur þess opnast, var komið að mótum þriggja gatna. Þrjár vörður voru við þau. Ein gatan lá áleiðis til norðvesturs að Selvogsgötu þar sem hún liggur efst við Draugahlíðar, önnur lá til suðausturs og sú þriðja til suðurs. Síðastnefnda gatan var greinilega framhalda af þeirri, sem fylgt hafði verið ofan frá Grindarskörðum. Hún var mjög áberandi og greinilega mikið notuð fyrrum. Kastað hafði verið upp úr götunni svo djúp för höfðu myndast. Tekið hafði verið úr hraunhöftum og gatan greinilega gerð eins greiðfært og unnt var. Henni var fylgt niður með hraunkanti sunnan Litla-Kóngsfells. Komið var að talsvert miklu gili í hlíðinni á vinstri hönd, sem vatn hafði mótað. Lækjarfarvegurinn var nú þurr, en einhvern tímann hefur verið þarna mikill lækur er streymt hafði niður með austanverðu apalhrauni, sem þarna er á hægri hönd. Loks hefur vatnið staðnæmst í krika og væntanlega myndað þar talsverða tjörn. Moldarbotn benti til þess að þarna hafi verið allnokkurt vatn fyrir ekki svo löngu síðan. Á kortum heitir þarna Stóri-Leirdalur. Gatan lá niður með lækjarfarveginum.
Nokkru neðan við gilið skiptist hún í tvennt. Stígur lá til vesturs í gengum apalhraunið þar sem það var mjóst og yfir á Selvogsgötuna (Hlíðarveg) þar sem hún krækir fyrir nef hrauns er runnið hefur úr Draugahlíðargígnum skammt þar fyrir ofan.
Varða er við hraunið þar sem stígurinn kemur út úr því. Hestagatan lá hins vegar áfram niður með hraunkantinum, fyrir hraunrana og síðan skiptist hún í tvennt; annars vegar liggur hún vestur og niður með Hvalhnúk og Austurásum og hins vegar áfram um Hvalskarð, í fallegum sneiðingi niður Litla-Leirdal, niður í Hlíðardal, um Strandardal, framhjá Kökuhól og áfram áleiðis niður í Selvog.
Fyrrnefnda gatan kom inn á Selvogsgötuna (Hlíðarveg – vetrarveginn) efst við vestanverða Austurása. Tvær vörður eru þar sem göturnar koma saman. Þaðan í frá liggur Selvogsgatan niður heiðina, áleiðis niður að Hlíðarskarði, vel vörðuð. Svo er að sjá sem Selvogsgata, eins og hún er vörðuð í dag, sé önnur og nær Draugahlíðum en sú, sem sýnd er á gömlum uppdráttum. Sú mynd, sem þeir sýna, fellur betur að þeirri götu, sem lýst er hér að framan. Áður en komið er niður brekkuna vestan Austurása liggur gata þar til vesturs. Þrjár vörður eru þar við og ein þeirra fallin. Þarna gæti verið um að ræða Stakkavíkurselstíginn er liggur væntanlega út með Vesturásum sunnanverðum og síðan til suðurs að Selsstíg ofan við Höfða norðvestan við Hlíðarvatn.
Í stað þess að fylgja Selvogsgötunni (Hlíðarvegi) áleiðis niður að Hlíðarskarði var gömlu hestagötunni fylgt niður Hvalskarð og áfram niður í Strandardal. Lítið er um vörður á þeirri leið, en hins vegar liggur gatan nokkuð vel við landslaginu. T.d. er um gróna velli er að fara í Litla-Leirdal. Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnúkur, mjór og allhár. Ólafur Þorvaldsson segir þjóðsöguna kveða á um að tröllkona norðan af fjalli hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnúkurinn þar suður af Hvalhnúkur. Undir hraunklettum vestan við götuna er komið er niður í Strandardal er Stínurétt. Slóði liggur upp í Strandardal, en gatan er liggur niður úr dalnum skammt vestan hans. Þar liggur hann áfram áleiðis niður að Strandarheiði, en girt hefur verið þvert fyrir hann.
Í fyrri FERLIRsferðum, þar sem gatan var rakin neðan frá Selvogi og áleiðis upp að dalnum, sést hún vel þar sem hún liggur upp heiðina. Við hana á einum stað er tóft, sem ekki er vitað hvaða tilgangi hefur þjónað.
Gengið var til vesturs með girðingunni þegar niður úr dalnum var komið. Valgarðsborg er innan girðingar svo hún var ekki “heimsótt” að þessu sinni. Hlíðarborg er hinsvegar “réttu megin” girðingar svo hún var barin augum. Frá borginni liggur gata. Við hana eru litlar gamlar vörður, sumar fallnar. Gatan sést vel af og til þars em hún liggur til vesturs niður heiðina, áleiðis að Hlíð. Henni var fylgt, m.a. framhjá hellinum Ána. Talsverðar hleðslur eru umhverfis opið. Einnig eru hleðslur sunnan við opið og norðan. Ekki er vitað annað en að hlaðið var um opið til þess að varna því að fé leitaði skjóls niður í hellinum.
Gatan liggur áleiðis að borginni undir Borgarskörðum, svonefnd Hlíðargata skv. örnefnalýsingu. Hún hefur verið vegleg Ániá sínum tíma. Bæði hún og Hlíðarborgin eru hlaðnar vestan undir hraunkletta í heiðinni. Neðan borgarinnar undir Borgarskörðum eru tóftir tveggja húsa utan í klettum, sennilega beitarhúsa frá Hlíð.
Gangan endaði síðan við einn bæjarhól bæjarins að Hlíð. Eldri tóftir eru norðan við þjóðveginn sem og á tanga sunnan við veiðihús SVFH, en útihús eru vestar með vatninu og hafa þau sennilega tilheyrt bænum, sem var við núverandi veiðihús. Í örnefnalýsingu segir að Hlíð hafi verið fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Gamli bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Þessi ganga var á Jónsmessunni. Þjóðtrúin kveður á um um ýmsa dytti henni samfara. Án þess að ætla að fjalla í löngum texta um álfa og huldufólks, ekki sést á nefndu kvöldi, er rétt að geta þess, að sá sem ekki trúði á álfa og huldufólk áður en hann lagði af stað í þessa ferð, gerir það núna. Borgarskörð draga ekki nafn sitt af fjárborginni undir Skörðunum heldur háum og virðulegum klettastandi skammt ofan við skörðin. Hann sést vel þegar gengið er að skörðunum ofan frá, en gæta þarf þess vel að fylgja kennileitum því annars…
SelvogsgataÍ lýsingu einni um þennan áfanga Selvogsgötunnar kemur eftirfarandi m.a. fram til frekari glöggvunar:
Selvogsgatan er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og Selvogs og hefur líklega verið farin frá því að menn settust að í Selvogi. Þetta er skemmtileg leið um áhugavert landsvæði og hollt er að leiða hugann að þeim aðstæðum sem forfeður okkar þurftu að takast á við til þess að draga björg í bú.
Áfram er haldið um skýra götu sem hófar hestanna hafa markað í tímans rás. Framundan eru Lönguhlíðar og Grindaskörð. Stóribolli og fleiri bollar blasa við en þeir hafa verið notaðir sem mið af sjó. Þegar í Grindaskörð kemur er gott að líta til baka og horfa yfir leiðina sem lögð hefur verið að baki og sjá hvað gatan er mörkuð í mosann og klöppina.
Frá Grindaskörðum er stefnt að litlu fjalli með stórt nafn, Kóngsfell, en það mun bera nafn af fjallkóngi þeirra í Selvogi. Þarna greinist leiðin og kallast vestari leiðin Hlíðarvegur sem skiptist síðar í Stakkavíkurveg. Haldið verður austustu leiðina sem er hin eiginlega Selvogsgata eftir greinilegum götum um Grafning og Stóra-Leirdal þar sem menn áðu ávallt þegar þeir áttu þarna leið um og fengu sér nesti og kannski smá brjóstbirtu. Síðan verður gengið upp í Hvalskarð eftir Hvalskarðsbrekkum með Urðarfelli að Hlíðarvatni. Tröllkona ein nappaði sér hval í Selvogi en til ferða hennar sást. Hún var elt og náðist þarna í skarðinu. Af fjallinu fyrir ofan Hlíðarvatn er fagurt útsýni. Þaðan sér yfir þessa afskekktu byggð Selvoginn, til Strandarkirkju og vitans. En það sem fangar augað er djúpblátt og óravítt hafið (Úr leiðarlýsingu Útivistar).
Við leiðarlýsinguna er rétt að bæta við ferðum námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þeir munu hafa farið um Grindarskörðin með hestalestir sínar. Leiðir liggja frá námunum, bæði ofan við Draugahlíðar og neðan.
Sjá MYNDIR.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Grindarskörð

Þórkötlustaðanes

Af einhverri óútskýrðri ástæðu hafa einhverjir haldið að vitinn á Þórkötlustaðanesi bæri nafnið „Hópsnesviti„.  Að vísu komst sú nafngift inn í eina lýsingu, en hún sem slík breytir ekki nafninu og landfræðilegri staðsetningu vitans. Nafnabrengl þessi eru þó að hluta til skiljanleg því af Þórkötlungum hefur vitinn jafnan verið nefndur „Nesviti“, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. Járngerðingar hafa hins vegar haft vitann fyrir augunum yfir Hópsnesið, en svo nefnist vestanvert Þórkötlustaðanesið.
Þórkötlustaðanesviti - mörkin (rauð lína)Viti þessi var byggður árið 1928 úr steinsteypu. Verkfræðingurinn Benedikt Jónasson hannaði vitann, en ljóshæð hans yfir sjávarmáli er 16 metrar. Vitahæðin sjálf er 8,7 metrar. Þórkötlustaðanesviti var löngum keyrður með ljósavél, en hann var rafvæddur árið 1961.
Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „En í vesturenda [] eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.“ Lón þetta er u.þ.b. 60 metra vestan við línu frá vitanum. Í annarri örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hóp segir: „Þorkötlustaðanes hefur fyrr verið nefnt. Það er allmikið nes, er gengur hér fram í sjó. Vesturhluti þess tilheyrir Hópi. Nokkuð framarlega í nesinu á merkjum er lón, sem heitir Markalón. Þar við er klöpp, sem er á merkjum.“
ÞórkötlustaðanesvitiHvernig gæti nokkrum manni, að framansögðu að dæma, dottið í hug að nefna vita eftir nábýlisjörð á annarra manna landi? Slíkt myndi hæglega geta valdið misskilningi á merkjum og jafnvel missi lands, sem forfeður vorir hafa hingað til verið fastheldnir á af sögnum að dæma. Rekinn á Nesinu hefur löngum verið ágreiningsefni og því varla hafa menn viljað gefa hið minnsta tilefni til að ætla mönnum annað, en þeir áttu nákvæmlega tilkall til hér fyrrum.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þórkötlustaði, I og II.
-Örnefnalýsing fyrir Hóp.

Þórkötlustaðanesviti handan við Járngerðarstaðasund

Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur:
Thorbjorn-229„Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt.
Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“.

Heimild:
Jón Böðvarsson, 1988:128

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

 

Vaktarabærinn

Vaktarabærinn, nú Garðastræti 23 í Reykjavík, er elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. Það var 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
VaktarabærinnÁrið 2008 samþykkti Borgarráð að kaupa Vaktarabæinn fyrir 25 milljónir króna. Vaktarabærinn er rúmlega 170 ára gamall. Mjög hefur þrengt að húsinu og hefur það staðið autt á síðustu árum. Vilji borgaryfirvalda er til að það standi áfram enda kaupir Reykjavíkurborg húsið til að endurnýja það og vernda á þeim stað sem það stendur. Húsið er um 80 fermetrar en lóðin tvöfalt stærri. Vaktarbærinn er nefndur eftir höfundi hússins, Guðmundi „vaktara” Gissurarsyni. Árið 2000 spurðust eigendur hússins fyrir um það hjá borgaryfirvöldum hvort leyft yrði að rífa Vaktarabæinn og byggja, í samræmi við deiliskipulag frá 1981, nýtt íbúðarhús á lóð nr. 23 við Garðastræti. Með fylgdi umsögn Árbæjarsafns, en málinu var vísað til Borgarskipulags þar sem það virðist hafa dagað uppi til þessa dags.
VaktarabærinnÞað eru ekki mörg ár síðan húsavernd og rannsóknir á byggingarsögu voru taldar lítið annað en sérviska og furðulegheit og jafnvel litnar hornauga af ráðamönnum sem töluðu með fyrirlitningu um danskar fúaspýtur. „Framfarasinnar” létu einnig hafa eftir sér að niðurrif gamalla bygginga væri mikilvægur þáttur í þéttingu byggðar í eldri hverfum þéttbýlisstaða og ekki síður forgangsverkefni en uppbygging nýrra hverfa. Verkalýðsforingjar fussuðu yfir þessu uppátæki og bentu á að ekki væri ástæða til að halda upp á húsnæði sem hefði bæði verið kalt og saggasamt og átt sinn þátt í bágu heilsufari alþýðunnar. En nú er öldin önnur sem betur fer.
GuðmundurByggingarsagan er orðin mikilvægur þáttur í rannsóknum á menningararfi þjóðarinnar og sveitarstjórnir og bæjaryfirvöld keppast við að hlúa að gömlum byggingum og gera þær þannig úr garði að þeir sem eiga leið um staldri við til að skoða þær. Verndun Vaktarabæjarins er því ánægjulegt skref.
Vaktarabærinn var bæði geymsla og íbúðarhús en hefur verið geymsla síðustu áratugina. Það er líklega byggt fyrir 1840 og því a.m.k. 170 ára gamalt. Vaktarabærinn er fyrsta timburhúsið í þessum hluta Grjótaþorps og er byggingarefnið timbur með járnklæðningu.
Um 1880 er húsinu breytt úr pakkhúsi í íbúðarhús og þá flytja í það hjónin Sesselja Sigvaldadóttir og Stefán Ólafsson ráðsmaður og múrari. Vaktarabaerinn-2Í húsinu fæddust sex synir þeirra, tveir létust í barnæsku en hinir urðu allir þjóðþekktir. Þeir voru Sigvaldi Kaldalóns læknir, tónskáld og ástmögur þjóðarinnar, Guðmundur Aðalsteinn einn helsti glímumaður landsins, Snæbjörn sem var landsþekktur togaraskipstjóri á Kveldúlfstogurunum og Eggert sem var kunnur söngvari og söng víða um Evrópu og Ameríku en hélt oft söngskemmtanir hérlendis. Snæbjörn bjó lengi í Suðurgötu 13 og þar leigði Sigvaldi hjá bróður sínum áður en hann flutti til Grindavíkur
Húsið er talið einstakt í menningarsögulegu tilliti og verður gert upp í upprunalegri mynd. Borgarráð hefur afsalað Garðastræti 23, Vaktarabænum í hendur Minjaverndar hf. Húsið verður gert upp í upprunalegri mynd, en það er talið vera frá árunum 1844 – 48. Það er fyrsta timburhús Grjótaþorpsins utan Innréttinganna.
Að sögn Nikuláss Úlfars Mássonar, arkitekts hjá Árbæjarsafni, eru öll hús sem byggð eru fyrir 1850 sjálfkrafa friðuð en í lýsingu á Reykjavík frá 1848 er þessa húss fyrst getið sem skemmu úr timbri við bæinn Grjóta sem Grjótaþorpið er kennt við en holtið þótti grýtt og var grjót úr því m.a. notað við byggingu Dómkirkjunnar. Byggt hefur verið við húsið 1860 og aftur 1880 og er það þá komið í núverandi stærð.

Vaktarabærinn

Guðmundur vaktari Gissurarson, sem bjó í Grjóta, byggði skemmuna en síðan eignaðist það Stefán Egilsson, faðir Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar. Sigvaldi fæddist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. Að sögn Nikuláss Úlfars var búið í húsinu fram á sjöunda áratug nýliðinnar aldar en síðan hefur það aðallega verið notað sem geymsla og nú er komin fram beiðni frá eigendum lóðarinnar um að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi þess. Nikulás Úlfar sagði að komið hefðu fram hugmyndir um að setja upp safn helgað minningu Sigvalda Kaldalóns í húsinu. „Þetta er hús með gífurlega mikið varðveislugildi,“ sagði Nikulás Úlfar.
„Varðveislugildið felst aðallega í því að þetta er að öllum líkindum fyrsta timburhúsið í Grjótaþorpi og eina húsið sem eftir er af Grjótabænum gamla, auk tengingarinnar við Sigvalda Kaldalóns.“ Hann sagði að með því að endurgera húsið í upphaflegri mynd með tjargaðri timburklæðningu og hvítum gluggum yrði húsið líkt því sem flest hús voru í Reykjavík fyrir um 150 árum og væri því gífurlega góður vitnisburður um fyrstu varanlegu byggð í einkaeign. Einnig væri hægt að hlúa að garði aftan við húsið með gamaldags stakketi. „Það er engin spurning að þannig væri þetta hús perla í miðborg Reykjavíkur,“ sagði Nikulás og sagði að nú þegar niðurrifsbeiðni væri fram komin þyrfti borgin að taka afstöðu til hvort það hygðist friða bæinn og leysa hann til sín frá núverandi eigendum eða hvernig hún sæi framtíð Vaktarahússins fyrir sér.

Vaktarabærinn

Borgarráð samþykkti á fundi sínum afsal á fasteigninni Garðastræti 23 til Minjaverndar hf. og er gert ráð fyrir að kaupverð hússins verði innt af hendi með endurgerð þess í upprunalegri mynd í miðborg Reykjavíkur. Komi til þess að fram þurfi að fara fornleifarannsókn mun Reykjavíkurborg bera af henni allan kostnað. Slík rannsókn fór fram árið 2009. En þrátt fyrir opinbera kostun er niðurstaða (skýrsla) rannsóknarinnar ekki aðgengileg almenningi á Vefnum (sem verður að teljast spurningarverð).
Í rauninni hefði borgarráð átt, af virðingu sinni og sem þakklæti til handa lögreglu höfuðborgarsvæðisins, að afhenda henni aðstöðuna í Vaktarabænum til þjónustu um ókomin ár. Þar hefði getað orðið til lítil og virðingarverð hverfastöð er sameinaði sögu og framtíð borgarinnar. Ólíklegt er að Minjavernd ríksins fái þá góðu hugmynd…Sjá einnig HÉR.

Heimildir m.a.:
-mbl.is, 28. febrúar 2001.
-Visir, 27. janúar 2008.
-Visir, 18. janúar 2008.
-mbl, 26. júní 2008.
-Vesturbæjarblaðið, janúar 2008.

Vaktarabærinn

Vaktarabærinn.

Jökulgil

Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, sagðist aðspurður vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa séð tóftir í Svínadal.
Við athugun á tóftunum neðan Trönudals kom í ljós gamalt kotbýli; Svínadalskot.

Málmplatan í Svínadalsá

Sigurður sagðist hafa verið á gangi í Svínadal fyrir stuttu og þá séð stórt brak úr þýskri herflugvél, sem þar fórst árið 1942 eða ’43. Eitthvað virðist hafa hrunið úr Trönu og sennilega eitthvað af braki þá komið í ljós. Það lægi nú í Svínadalsánni langt frá hlíðum Trönu. Flugvélin virðist hafa farist í gilinu norðan við Svínaskarð. Móðir hans mundi eftir því að hafa séð þýsku flugvélinni flogið lágt yfir bæina á sínum tíma og stefna inn dalinn. Tvær orrustuflugvélar bandamanna hefðu fylgt á eftir með miklum látum. Síðar hefði heyrst að flugmaður annarrar orrustuflugvélarinnar hafi náð að rekast á stél þýsku flugvélarinnar og hún þá farist skömmu síðar með allri áhöfn. Bretar [Ameríkanar] hefðu komið þar að mjög fljótlega og legið mikið á að komast inn í dalinn. Þeir hefðu fengið hesta og þrátt fyrir vonskuveður og myrkur hefðu þeir lagt af stað. Máttu þeir þakka fyrir að hafa ekki orðið úti á leið sinni, en eitthvað mikið virtist hafa freistað þeirra.

Svínaskarðsvegurinn

Lík þýsku flugmannanna, sum mikið brunnin, hefðu síðan verið flutt að Brautarholti á Kjalarnesi þar sem þeir voru grafnir. Af einhverjum ástæðum hefði lítið verið fjallað um atvik þetta opinberlega. Hugsanlega hafa bandamenn viljað halda því leyndu að flakið hafi lent í þeirra höndum – hafa sennilega frekar viljað láta Þjóðverjana halda að vélin hafi farist í hafi. Um borð gætu hafa verið dulmálsbækur og jafnvel einhver tæknibúnaður, sem upplýst gæti um áætlanir óvinarins. Nokkrum dögum síðar, eða 24. október 1942, var hins vegar þýsk Fucke-Wulf 200 Kurier flugvél skotin niður norðaustur af Borgarnesi. Atburðarins er getið í „Records of Events“, en þagað var um framhaldið. Samkvæmt slysaskráningunni átti atvikið sér stað kl. 09:45. Tvær P-39 orrustuflugvélar með T.F. Morrisson og M.J. Ingelido innanborðs eltu þýska Focke-Wulf Kurier flugvél norðaustur af Borgarnesi þar sem hún fórst skömmu síðar. Við eftirförina kom upp eldur í vélinni. Þessi flugvél fórst logandi í hánorður af Surtshelli. Þann 26. október er jafnframt skráð að leitarflokkur hafi fundið flakið af Focke-Wulf Kurier vélinni. Sjó látnir voru í henni. Verðmæt gögn og búnaður voru uppgötvuð. Þessi þýska flugvél var sérstaklega áhugaverð fyrir bandamenn vegna þess að hún var í rauninni ný útgáfa af Fucke-Wulf 200 Condor, sem Japanir höfðu sýnt mikinn áhuga er vélin var sýnd þar árið 1938. Ameríska leyniþjónustan vissi af vélinni og að Kurier-útgáfan væri ætluð Japansmarkaði. Hún var því skráð sem “Trudy” af bandamönnum sem erlend útgáfa er “gæti birst síðar”. Engin flugvél af  þeirri tegund var nokkru sinni afhent Japönum, en ein slík birtist þó hér á landi þennan októbermorgun árið 1942. Þar komu í ljós mikið af skjölum, eins og fram kemur í skýrslunni, sem síðar voru send með sérstakri viðhöfn út til Englands. Sjö áhafnameðlimirnir fórust allir. Enn má sjá það dreift um stórt svæði handan árinnar ofan Kalmannstungu.
Sigurður kvaðst vel geta vísað FERLIR á flakið í Svínaskarði. Stefnan var tekin á dalinn sem og á Trönudal í Kjós. Ætlunin var m.a. að staðsetja brakið úr þýsku flugvélinni sem þar fórst svo og skoða seltóftir í dölunum.
Eftirfarandi upplýsingar um selstöður Möðruvalla koma fram í Jarðabók Árna og Páls frá 1705: „Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“
Brak í JökulgiliUm Svínadalskot, hjáleigu Möðruvalla, segir: „…bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. …. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð, vide supra.“
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 kemur fram að á Möðruvöllum sé land mikið á Svínadal og í dalverpi Trönudals. Þar kemur jafnframt fram hvaða selstöður hafi verið í sókninni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Möðruvöllum verið á Svínadal.
Byrjað var á því að koma við að Möðruvöllum I og tal haft af Sigurði, sem bauðst þegar til að fylgja þátttakendum um svæðið svo og vísa þeim á flakið fyrrnefnda.
Í fasteignamatinu 1916-1918 kemur fram að land Möðruvalla sé mikið og gott öllum fénaði að sumri til. Sumt af því sé þó í talsverðri fjarlægð auk þess sem nokkuð snjóþungt sé í ½ Svínadal og smölun erfið. Í fógetareikningunum frá 1547-1552 er hálfs Írafells getið meðal fyrrum Viðeyjarjarða.
Þegar haldið var inn í Svíndal eftir gömlu þjóðleiðinni áleiðis um Svínaskarð blasti bærinn Írafell við á vinstri hönd. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur eftirfarandi fram um selstöður Írafells: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.“ Konungur átti hálft Írafell en sá helmingur sem tilheyrði honum var seldur 28. ágúst 1839. Írafell er sagt eiga mikið og gott land hvorttveggja til fjalls og láglendis í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840. Írafell, sem var konungsjörð að hálfu, er sagt 20 hundruð að dýrleika í Jarðatali Johnsens frá 1847. Í jarðamatinu 1849-1850 stendur eftirfarandi umsögn um Írafell: „Jörðin er kostagóð og landrík. Vetrarríki töluvert.“ Þar er þess jafnframt getið að Hulstaðir séu þrætuland milli Fremriháls og Írafells.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er land Írafells sagt mikið, allveg skýlt og gott til sumarbeitar. Mikið af landinu sé þó venjulega snjóþungt, einkum í ½ Svínadal, en eystri hlutinn er sagður hagsælli.
Nafnið Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars þarna í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 víðar. Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess Brak í Jökulgilieru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli. Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell. Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953, en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Miklar breytingar hafa orðið í Kjósinni á skömmum tíma. Ekki einungis hefur búfénaði fækkað heldur og hefur fólki fækkað. Þannig voru t.a.m. 18 skráðir til heimilis að Írafelli árið 1897, en einungis 2 árið 2003. Á Möðruvöllum I voru 27 heimilisfastir árið 1897, en 3 árið 2003. Af þessu má sjá að nú er ólíku saman að jafna þegar horft er til atvinnuhátta og fólksfjölda á einstökum bæjum sveitarinnar. Alls staðar hefur orðið veruleg fækkun, nema kannski að Eyjum.
Fucker-Wulf KurierAf framangreindum seljalýsingum í Svínadal að dæma var líklegast að finna tóftir þeirra beggja megin Svínadalsáar. Vitað var um rústir norðan Írafells er berja átti augum, norðan við svonefndan Grákoll.
Þegar gengið er upp í Svíndal frá Möðruvöllum er Bæjargil á hægri hönd, þá Vallalækur og Skyggnir. Sandhryggur er á milli Skessugils (nær) og Pokagils. Ofarlega í Skessugili er Skessuhellir og skessan sjálf, sem dagaði uppi efst á fjallinu við sólarupprás skömmu áður en hún náði helli sínum. Þá tekur Dyngja við og Múli. Ofar eru Miðflatir og Jökulgil. Neðar er Góðatunga og Mosahryggir austar. Enn neðar er Þjóðholt og Harðivöllur austar. Ofar og sunnar eru Hvannagil og Klofagil utan í Hádegisfjalli og Skálafellshálsi. Vestan við Írafell eru Flesjur og Gljúfurás. Norðan við Írafell er Grákollur, Axlir og Hvammur austan við bæinn. Þvergil er sunnar, í Hádegisfjalli.
Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju. Gamall þjóðvegur liggur um skarðið. Áður en akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna lá aðalleiðin milli Vestur- og Norðurlands annars vegar og byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar um Svínaskarð. Skarðið er í 481 m hæð yfir sjó.
Sigurður vísaði FERLIRsfólkinu á stóra málmplötu, græn- og bláleita, þar sem hún var í miðri Svínadalsánni milli Írafells og Möðruvalla II. Þetta er að öllum líkindum hluti úr þýsku flugvélinni, sem ætlunin var að reyna að staðsetja. Áin hafði skolað stykkinu u.þ.b. 5 km niður dalinn á 65 árum. Hann sagði föður sinn hafa farið á slysstaðinn nokkrum sinnum og jafnan komið til baka með hlut úr flugvélinni. Brakið ætti að vera í efsta gilinu að vestanverðu. Þar eru hamrar brattir og þrengsli er innar dregur.
Á slysstað 65 árum síðarSvínadalsá nokkru fyrir innan Möðruvelli og var ánni í fyrstu fylgt áleiðis suður Svínadal í áttina að skarðinu. Til að byrja með er leiðin hallalítil en landið þýft og skorningaótt. Á leiðinni var skyggnst eftir seltóftum. Dalurinn allur er selvænn og víða gætu verið tættur, einkum að vestanverðu. Á a.m.k. þremur stöðum gætu verið tóftir, en landið er nú svo stórþúfótt að ekkert er hægt að fullyrða það með vissu. Ofan við Skálafellsháls er ekki að vænta selstöðu. Austanverður Svínadalurinn var ekki kannaður að þessu sinni þar sem áin reyndist ekki vaðfær í leysingunum.
[Þegar landið austan árinnar var kannað nokkrum dögum síðar var gamalli götu fylgt frá Írafelli áleiðis að ánni til suðurs. Gatan virðist hafa verið grein út úr Svínaskarðsveginum, a.m.k. stefndi hún í áttina að honum vestan árinnar. Skömmu áður en gatan kom að læk í ána u.þ.b. miðja vegu í dalnum, var gengið fram á tóftir sels, eina tvírýma og eina staka; dæmigerð selshús. Tóftirnar eru grónar, en greinilegar, í skjóli undir grónum bakka í kvos og sjást ekki fyrr en komið er fast að þeim. Þarna er líklega um Írafellssel að ræða.
Írafellssel - loftmyndSkammt sunnar, handan lækjarins, er ílangur stekkur. Gatan er greinilegust að selinu, en þó má rekja hana áfram til suðurs með austanverðri ánni uns komið er að bugðu norðan gilsskornings að vestanverðu. Þar liggur gatan yfir ána og upp með grónu gilinu. Írafellsmóri lét ekki á sér kræla í rökkrinu, sbr. eftirfarandi].
Austan árinnar blasti Írafell við. Nafnið kemur kunnuglega fyrir, því þaðan er Írafellsmóri ættaður, einn þekktasti draugur landsins. Írafellsmóri var mjög magnaður og vann mörg óþurftarverk. Sumir segja, að hann sé enn á ferðinni, að vísu orðinn lúinn og þróttlítill, og fylgi ákveðnu fólki, sem er afkomendur þeirra, sem Móri var sendur til í upphafi. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Móra lýst svo: “Hann var klæddur í gráa brók að neðan, hafði mórauða úlpu fyrir bolfat með svartan, barðastóran hatt á hausnum með stórt skarð eða geil inn í barðið upp undir vinstra auga”. Móri hegðaði sér á ýmsan hátt öðruvísi en “kollegar” hans, því hann þurfti bæði rúm til að sofa í og mat að borða. Þetta fékk hann hvorttveggja, því annars hefndi hann sín grimmilega.
Gangan inn dalinn gekk greiðlega. Á kafla var gömlu þjóðleiðinni fylgt með vestanverðri hlíðinni, en er hún beygði niður að ánni neðan gilja var stefnan tekin svo til beint á Jökulgilið, þar sem brak úr þýsku flugvélinni átti að liggja.
Möðruvallasel í TrönudalÁ efstu brún skarðsins er mikil grjóthrúga? Sögn mun vera til um tvo smala sem deildu um beitiland. Sló í bardaga milli þeirra er lauk svo að þeir lágu báðir dauðir eftir. Þeir voru dysjaðir á þessum stað. En hitt er sennilegra að ferðamenn sem fóru hér um, hafi stansað hér smástund þegar upp var komið og samkvæmt venju kastað steini í grjóthrúgu, sem smátt og smátt stækkaði eftir því sem stundir liðu.
“Óefað hefur Svínaskarðið verið mörgum ferðamanninum erfiður þröskuldur, ekki síst að vetrarlagi í lausamjöll eða harðfenni. Og trúlega hafa margir borið hér beinin í aldanna rás. Á aðfangadag árið 1900 var 15 ára piltur, Elentínus Þorleifsson frá Hækingsdal í Kjós á heimleið frá Reykjavík og fór um Svínaskarð. Þegar hann kom ekki fram á ætluðum tíma var farið að huga að honum. Fannst hann látinn í skafli í háskarðinu. Ekki er vitað um fleiri alvarleg slys á þessari leið eftir þetta.”
Þegar komið var innst í Svínadal sást fyrrnefnda skarðið mjög vel. Nú virtist botn þess þakinn þykkum snjó. Lækur rennur niður úr því. Þegar komið var inn fyrir gilkjaftinn sást strax brak úr flugvélinni, málmhlutir og leiðslur.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór.
Junker 88Að standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt „Record of Events“ átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð og lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þars em eldur kom upp í brakinu. Nöfn áhafnarinnar er ekki getið í skýrslunni, en eflaust má nálgast þau í kirkjubókum Brautarholtskirkju. Hún var hins vegar lokuð er FERLIR kom þar að í aðdraganda ferðarinnar. Líkin, sem og lík hinnar flugáhafnarinnar, sem innig var grafin að Brautarholti, voru flutt í Þýska grafreitin í Fossvogskirkjugarði þegar honum hafði verið komið þar upp á sjötta áratug aldarinnar.
Útför þýskra flugmanna að Brautarholti - S. JóhFramangreint skýrir hvers vegna sjö nýlegar grafir sjást á ljósmyndinni hér að neðan, og þrjú ofan grafar. Vélin, sem fyrr fórst með þremur mönnum í Svínadal, fannst nokkru síðar en hin ofan Kalmannstungu.
Líklegt má telja að flugvélin hafi brotlent í hlíðinni beint norðan og ofan við gilið, sem liggur upp á milli Trönu og Móskarðshnúka, og að þar megi enn finna hluta úr henni, jafnvel hreyflana. Þar fyrir ofan eru þrjú þverskörð, sem og geta leynt einhverjum leifum. En, sem fyrr sagði, var enn talsverður snjór í giljunum, en fer óðum minnkandi. Ætlunin er að fara aðra ferð í Jökulgil og nágrenni er sumrar af júlí (sjá FERLIR-1121- Jökulgil – flugvélaflak).
Raðnúmer þýsku flugvélarinnar var 1726 og bar hún einkennisstafina A6+EH.
Eggert Norðdahl telur að hér að framan sé verið að lýsa öðru atviki er átti sér nokkru áður. „Loftbardaginn átti sér – að öllum líkinudum – stað í mikilli hæð (þ.m.t. skv. útsktift á samtali orrustuflugmannsins og flugstjórnar-miðstöðvarinnar á meðan bardaginn átti sér stað! Bandaríska vélin rakst í þá þýsku og fór í spuna, sem hefði haft þær afleiðingar að hún hefði farið niður líka, nema vegna þess að þær voru líklega í um 6000 feta hæð (Esjan er bara 850 m!) og alls ekki í lágflugi eins og einn ´sjónarvotturinn´ segir frá! Eins og áður sagði þá var það nokkuð örugglega allt annað atvik“.
Vesturhluta Svínadals var fylgt niður dalinn, niður með Múla og inn í Trönudal. Þar í mynni dalsins, vestan Trönudalsár, eru tóftir Möðruvallasels. Selshúsin eru suðvestan við stekk eða gerði, sem enn má sjá hleðslur í. Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Auk þess má lesa meira hér að neðan, en þar segir að einungis þrír af fjórum áhafnameðlimum hafi fundist. Ólíklegt er þó að áhafnameðlimirnir hafi verið fleiri en þrír í svo löngu flugi sem raun bar vitni.

Heimildir m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 414-415.
-Sigurður Sigurðsson, Lýsing Reynivallasóknar 1840. Landnám Ingólfs III. b. s. 256.
-Skúli Geirsson, bóndi Írafelli.
-Sigurður Guðmundsson, bóndi Möðruvöllum I.
Íslenskt fornbréfasafn XII:107.
Landnámabók
-Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram.
Skírnir 1953 (bls. 105-111).
-www.kjos.is
-Þjóðsögusafn Jóns Árnasonar.
-Mbl. 14. ágúst 1980.
-Karl Hjartarson.
-Sævar Jóhannesson.
-Eggert Norðdahl.

Eftirfarandi frásögn birtist á vefsíðu BBC og tengist flugslysinu í Jökulgili í Svínadal á stríðsárunum.

This story was submitted to the People’s War site by a volunteer from Swavesey Village College on behalf of Magus and Halldor and has been added to the site with his and her permission. They fully understands the site’s terms and conditions.
This story is written by Magnús R. Magnússon about his grandfather and great uncle.
Prior to the beginning of the war Germany did a lot of reconnaissance in Iceland (meteorological observations, possible aircraft landing sites etc.). Both the allies and the axis powers had realized the strategic military importance of Iceland for all transport across the North Atlantic.

– All convoys to Murmansk in Russia have to pass near Iceland
– The air route between North America and Europe is through Iceland

As Iceland declares itself independent, not having a military force, at the beginning of the war, all German activity ceases, at least for the time being. But plans were being drawn to invade.
Britain, knowing the strategic importance of Iceland invades on 10th of May 1940.
When Churchill visited Iceland during the war he told the Icelandic government that Iceland was lucky that Britain had arrived first since the allies would have taken it back at whatever cost had the Germans beaten them to it. Apparently the reason Britain moved so quickly to occupy Iceland was that some information had come out of Germany that the Germans had mobilised an army ready to invade Iceland in order to further isolate Europe from North America.
However the Germans scrapped the plans for the invasion because of more pressing matters i.e. the invasion of the Soviet Union. The British never got that news and continued to put armed forces in Iceland and, at its peak, 20,000 British soldiers were garrisoned in Iceland ready to fend of the invasion that never came.
Germany continued to send reconnaissance aircraft to Iceland throughout the war, usually from air bases in Norway.
My grandfather and his older brother were quite interested in aeroplanes like most boys and they remember quite a few instances were German planes came flying over Reykjavik.
In August 1941 my grandfather was on his way to work when he saw a Heinkel 111 come down through the clouds and fly low over the airfield. He thought it was going to drop some bombs but it didn’t. No doubt it was taking photographs. Shortly afterwards 2 Hurricane fighters took of and chased after the Heinkel but he thinks it got away.
Not only did he see a Heinkel 111 but in August 1942 he also saw a Focke-Wulf 200 Condor. He saw it flying over Reykjavík from a roof window. The next time he heard about the plane it had been shot down in Faxaflói. It was the first plane that was shot down by the Americans in the war. It was taking pictures of Hvalfjörður.
Hvalfjörður was the final stopping place for convoys before they set out on the last leg of their journey to Murmansk. Hvalfjörður was also the last place that H.M.S. Hood dropped anchor before heading out on its ill fated journey to intercept the German battleship Bismarck. My great grandfather told my father stories about being invited on board H.M.S. Hood as it moored in Hvalfjörður but that is another story.
The Focke-Wulf 200 was chased out to Faxaflói by two P-38 Lighting fighters from the Kelfavík airport. One of the P-38 was shot down and the pilot had to bail out. Then came Joseph D.R. Shaffer in an Aircobra from the Reykjavík airport and shot the Focke-Wulf down. It fell towards the earth ablaze and exploded as it hit the ocean with six men aboard.
In October 1942 Joseph Shaffer shot at a Junkers 88 over Þingvellir, the site of the old Icelandic Parliament, Alþingi, and chased it towards Hvalfjörður. It is said that the propeller of the Aircobra had hit the tail rudder of the Junkers 88 and it crashed in-between the mountains Esja and Skálafell. With the plane three German pilots died and were buried in the cemetery in Brautarholti.
My grand dad personally did not see the Junkers 88 but his brother, Halldór, has an interesting story about it.
On 18th of October 1942 my great uncle Halldór and his cousin called Halldór the Older, went by car to the farm Kárastaðir were Halldór was from. On their way back in the latter part of the day Halldór wanted to go by an old road and look for ptarmigans. He stopped on the heath Mosfellsheiði and they walked from the car, Halldór the Older with a shotgun and Halldór with a rifle. They went behind a hill out of sight of the car but didn’t find any ptarmigans and turned back. When they approached the car again, they were very shocked to see soldiers aiming a tripod mounted machine gun at them. Their commander, who had a pistol in his holster, walked to them and asked them if they had seen a German pilot land nearby with a parachute. They had not seen the German and then the commander asked if they could search the car. Halldór and Halldór the Older gave the soldiers permission. They found nothing and told them that they could continue on their journey.
The Junkers 88 had crashed in-between two mountains Esja and Móskarðshnjúkar. The reason the soldiers were looking was that they had only found 3 bodies at the crash site and the Junkers usually has a crew of four. After the war it was discovered that in order to be able to take on more fuel to extend the range of the plane, one crew member had been left behind.
A few days later, my great uncle and some friends of his went up to the crash site to have a look. My great uncle collected a fuel pump form the Junkers 88.
GrafirBut the story does not end there. Before I moved to England I lived on a farm just outside Reykjavík. Another farm Brautarholt, located nearby had a church and a cemetery. One stormy evening, late October 1942 there was a knock on the door at Brautarholt. The boy, who now is the farmer, was 10 years old at the time, went to the door. Outside there were some American soldiers and they asked to talk to his father.
The boy went inside to fetch his father and later told my grandfather that he remembered that the soldiers followed him into the house, which he remembered thinking of as being rather rude. They told his father that they had the corpses of three German airmen that needed to be buried. But the British military command had refused permission to have them buried in a cemetery in Reykjavík since it was not considered proper to bury enemy soldiers near your own soldiers. They asked permission to bury them in the cemetery in Brautarholt.
The old farmer took it upon himself to give permission to bury the three German airmen in the Brautarholt cemetery. They brought the corpses on stretchers, covered with sheets, dug the graves and put the corpses in. They had brought their own priest and he said a few words over the graves and the soldiers fired a volley of shots over the graves. The enemy soldiers had been buried with full military honours.
In all 13 German airmen were buried at Brautarholt. On each grave there was a stone with the letters E.D. for Enemy Dead and a number, presumably the numbers on the dogtags.
After the war the old farmer, whose name was Ólafur Bjarnarason, was visited by the German Ambassador. He presented Ólafur with a plaque expressing the gratitude of German mothers and fathers for giving their sons a resting place during times of great turmoil, and adding the phrase „A good mans deed will never be forgotten“.
In 1957 the remains of all German airmen that died in Iceland were moved to the cemetery in Fossvogur. Now there are 17 German WW2 airmen there.
And in that burial plot one can see the names of the three German airmen who died when their Junkers 88 was shot down on 18 October 1942. They are:
Franz Kirchmann, 22 years old, Josef Ulsamer, 25 years old and Harald Osthus, 30 years old.