Regnbogi

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð. Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa.
regnb-2Til eru ýmsar tegundir regnboga, s.s. Bifröst, sem í norrænni goðafræði er brú ása af jörðu til himins, er einnig annað nafn á regnboga. Haggall er regnbogastúfur á hafi hrímbogi er regnbogi í éljagangi og lágum lofthita. Jarðbogi er regnbogi sem nær báðum endum til jarðar. Njólubaugur er regnbogi sem sést að nóttu til. Regnband er bútur af regnboga. Úðabogi er regnbogi í þoku eða yfir fossi. Þokubogi (oft nefndur hvítur regnbogi) er hvítur regnbogi sem myndast af litlu endurkasti í örsmáum úðadropum, þannig að litirnir blandast aftur. Regnbogi sést þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki er hægt að ganga að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar horft er á regnbogann er sólin í bakið.
Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.
Sólargeislar sem mynda regnbogann hafa brotnað við að fara inn í regndropa, síðan speglast einu sinni á bakhliðinni og brotnað svo aftur við að fara út úr dropanum.
regnb-5Upphaflegu geislarnir koma allir frá sól og stefna á þann punkt sem er andstæður sólinni á himinkúlunni, séð frá okkur (raunar yfirleitt í stefnu niður í jörðina).
Í venjulegum regnboga er litaröðin talin ofan frá; rauður, gulur, grænn og blár. Stundum má sjá tvöfaldan regnboga þar sem litaröðin í efri boganum er öfug. Efri boginn myndast við tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna. Regnbogar með þremur og fjórum speglunum eru til og mynda stóra hringboga um sólina. Þvermál þeirra spannar nærri 90 gráður. Óvíst þykir að þeir hafi sést í náttúrunni þar sem þeir eru daufari en venjulegir regnbogar og ógreinilegri vegna sólarbirtunnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-visindavefurinn.is

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan (-leiðin / -vegurinn) milli Hvalsness á Rosmhvalanesi og Grófinnar í Keflavík var fyrrum fjölfarin leið.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Eftir að Kaupmaðurinn flutti frá Básendum til Keflavíkur í byrjun 18. aldar þyrfti fólk í Stafneshverfinu, Hvalsneshverfinu og Fuglavíkurhverfinu að feta Hvalsnesliðina fram og til baka. Gatan lá upp á Miðnesheiðina vestan Melabergs, upp með Melabergsvötnum og áfram yfir heiðina austan Ró[sa]selsvatna og niður í Grófina.
Gatan, sem er vel mörkuð í landið, er nokkuð bein beggja vegna, en hlykkjast á kafla efst á heiðinni. Á þeim kafla voru hlaðnar vörður í svo til beina línu á milli hæstu brúna sitt hvoru megin, líklega svo auðveldara væri að rata leiðina, t.d. að vetrarlagi. Ekki sést móta fyrir götunni milli varðanna svo líklegt má telja að hún hafi meira verið notuð þegar frost var eða snjór þakti jörð. Nær allur þessi hluti götunnar, þessarar gömlu þjóðleiðar, er innan ytri varnargirðingar NATO og landsmönnum því óheimil umferð um hana. Vörður sitt hvoru megin utan girðingarinnar eru fallnar, en vörðurnar innan hennar standa enn vel varðveittar, enda verndaðar fyrir ágangi fólks. Þannig má segja að varnargirðingin hafi risið þarna undir nafni.
Ef vörðurnar eru skoðaðar virðast þær ólíkar og sérhver þeirra bera mannssvip. Þannig gætu hleðslumenn, sem væntanlega hefur verið þegnskylduvinna á staðarbændur, hafa verið að gera sér það að leik að móta fulltrúa yfirvaldsins þarna varanlega í vörðurnar, þ.e. yfirvaldið, prestinn o.s.frv.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Hvalsnesgatan er fyrir margra hluta merkileg. Þarna hefur séra Hallgrímur Pétursson, prestur í Hvalsnesi, en bjó fyrst um sinn að Bolafæti í Njarðvík, væntanlega gengið fram og til baka, auk þess sem hann hefur farið vesturleiðina austan Ósa því hann gegndi einnig Höfnum um tíma. Margir urðu úti á þessari leið á 18. og 19. öld og gæti það hafa verið tilefni vörðusmíðanna. Flestir voru þeir að koma frá kaupmanninum í Keflavík eftir að hafa þegið af honum ófdrjúgan viðskiptabónusinn.
Sá hluti varnargirðingarinnar, sem hindrar eðlilegan og þjóðlegan umgang um Hvalsnesgötuna er í rauninni óþörf. Hún stendur nú á heiðinni sem tákn um leifar gamalla þarfa og hægfara stjórnsýslu, líflausa stjórnmálaafstöðu um alltof langa tíð, hræðslu við eðlislæga ákvörðunartöku – og vanvirðingu við hina þjóðlegu arfleifð. Langflestir eru sammála um að fjarlægja þurfi girðinguna hið fyrsta og gefa áhugasömu fólki tækifæri til að skynja þau sýnilegu tengsl, sem enn eru til við forfeður vora og -mæður.
Skammt frá Hvalsnesgötunni, innan varnargirðingarinnar, er t.a.m. Fuglavíkuselið og myndarleg fjárborg skammt frá því, auk annarra fyrrum sögulegra mannvistarleifa.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan gengin.

Lúther

Þórunnarsel í Brynjudal gefur tilefni til vangaveltna varðandi selstöður í Brynjudal (og víðar). „Samkvæmt Jarðabókinni 1703 eru „berbeinur og skógarrunnar“ búnar að eyðileggja Þórunnarselstæðið, sem og hrjóstur og mosi.
Í árdaga landsins þegar það var viði vaxið milli fjalls og fjöru má ætla að selstæðin hafi frekar verið á Selið sunnan við ánaberangri (þ.e. norðan í móti) en ekki þar sem ryðja þurfti skóg (móti sólu) og því má ætla að fyrsta selstaða í dalnum hafi verið innst og syðst þar sem minnstur skógur var, þ.e. lægstur gróður, s.s. á Selflötum. Svo þegar landið kólnaði hefur þurft að færa selstöður á hlýrra svæði, þ.e. undir fjallahlíðar mót sólu. Allt var þetta þó háð veðurfari og búskaparháttum frá einu tímabili til annars. Telja má að mögulegt væri að heimfæra norskar selstöður hingað um árið þúsund. Menn hafa plantað þeim á sömu staði  hér og í Noregi  því staðhættir voru svipaðir og menn tóku sína siði með sér í önnur lönd, sbr. Vestur-Íslendinga.
Það má huga að því að þar sem skóglendi var hér í árdaga þá byggðu menn bú á mörkum (og ofan við) skóganna, sbr. Garðaflatir og Skúlatún (Múlatún) Gullbr.sýslu. Tóftir í fjöllum ofan Síðubæja í V-Skaftafellssýslu. Heilsárstóftir sem fara undir Kárahnjúkastíflu í S-Þingeyjarsýslu (Vestur-öræfum, upp af Hrafnkelsdal) og víðar.
Jarðabókin segir svo um selið: „Þórunnarsel liggur og í Ingunnarstaða landi, þar ætla menn bygð hafi verið til forna, og sjest þar bæði fyrir girðingum og tóftaleifum. Enginn veit nær það hafi eyðilagst, en eyðileggingunni valdið hafi snjóþýngd og vetrarríki. Hafa nú Ingunnarstaðamenn þar selstöðu þá er þeim líkar. Túnstæði alt er í
hrjóstur og mosa komið, og í því bæði berbeinur og skógarrunnar; kann því valla eður ekki aftur að byggjast, nema Ingunnarstöðum til baga og þó með stórerfiði.“ Jafnframt er þess getið að Hrísakot í Brynjudal hafi haft selstöðu á heimajörð og það á fleiri en einum stað.“
Selið norðan við ánaBerbeinur virðast hafa verið lauflaus tré, lágvaxin og jafnvel dauð. Runnar virðast og hafa verið komnar yfir selstöðuna (að hluta eða öllu leyti). Gróðurlítið og mosi. Það gæti vel staðist að selið hafi í fyrstu verið í sunnanverðum dalnum og síðan verið fært yfir ána. Á móti kemur að seltóftirnar að sunnanverðu virðast bæði nýlegri og reglulegri en hinum megin.
Af öðrum seltóftum á Reykjanesskaganum að dæma virðist hafa komist meiri regla á húsagerðina síðar. Svo virðist sem selin hafi jafnan tekið mið af húsagerðinni heimafyrir og þróun hennar. Yngstu selin virðast bæði stærst og reglulegust. Þar gæti þó tíminn haft eitthvað að segja, þ.e. nýjustu selin eru greinilegri en þau eldri og því virst stærri. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en nokkur valin sel verða grafin upp, þau aldursgreind og borin saman.
Ekki er útilokað að selið (núverandi tóftir) að sunnanverðu hafi byggst upp úr eldra seli, sem gæti þá hafa verið Þórunnarsel. Seltóftirnar að norðanverðu er erfitt að greina, að öðru leyti en því að þær eru mjög gamlar og í betra skjóli. Þá skemmir svolítið fyrir að fjárhús (með miklu grjóti) hefur verið byggt við þá selstöðu. Grjótið úr nefndum görðum gæti hafa verið notað í fjárhúsið og Þórunnarsel þá verið þar. Reyndar gætu báðar seltóftirnar verið leyfar Þórunnarsels – frá mismunandi tímum.
Hrísakot á að hafa haft selstöðu á eigin landi og víðar en á einum stað. Spurning er um selstöðu í Seldal. Hún gæti hafa verið frá Múla, en líka frá Ingunnarstöðum (eða Þorbrandsstöðum). Hrísakot gæti hafa átt land austan í dalnum, en mörkin gætu hafa (og hafa eflaust) tekið breytingum frá einum tíma til annars (sbr. tengsl og kaup jarðanna). Þegar rætt var við LLitla-Botnsselúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum, fróðasta núlifandi mann um minjar í Brynjudal, ltaldi hann Þórunnarsel þarna sunnan við ána, enda áberandi. Þá mundi hann ekki eftir selstöðu norðan við ánna. Ætla má að skútinn og aðstæður (runnar og takmarkaður gróður), sem þar er, gæti gefið tilefni til að ætla að þar hafi verið eldra sel.
Áhugavert væri að grafa skurð við syðra selið og skoða þykkt og gerð varðvegsins. Ef mikið af gömlum rótum eða greinum þar gæti það staðfest framangreinda hugmynd eða að öðru leyti lýst því hvernig aðstæður hafa verið þar áður fyrr. Jarðvegurinn að sunnanverðu er nú grynnri, en þó eru þar enn svæði, ekki ósvipuð þeim að sunnanverðu, sbr. grasbeðin þar við ánna.
Á þessu svæði gætu verið tóftir fleiri selja, s.s. innar með ánni. Menn nýttu jafnan ystu möguleg mörk jarðanna fyrir selstöðu, einkum í fyrstu. Virðist það hafa verið til að undirstrika eignarrétt sinn á landinu, auk þess sem með þeim hætti var nýtingin best. Oft var ágreiningur um landamerki og þá var ekki verra að hafa þar mannvirki er gátu staðfest eignarréttinn.
Selin virðast mörg hafa lagst af á 17. og 18. öld, bæði vegna mikilla kulda, hungurs og mannfæðar. Mannfæðin varð einmitt ein ástæða þess að selin lögðust alveg af á 19. öldinni, en í millitíðinni virðist hafa verið teknar upp selstöður frá betri megandi bæjum. Kuldinn og fátæktin gæti einnig hafa orðið til þess að kot voru byggð upp úr aflögðum seljum. Það átti þó ekki við um selin á Reykjanesskaganum.
Á síðasta stigi selsbúkaparins virðist annar háttur hafa verið hafður á en fyrrum og staðsetning seljanna önnur, þ.e. voru færð nær bæjum, einkum þar sem selsgatan var löng fyrir. Aðrar ástæður hafa og örugglega verið til staðar og stundum staðbundnar. Enn vantar flestar grunnrannsóknir v/þennan þátt búskaparsögunnar. Þangað til verður meira og minna um ágiskanir að ræða.
Brynjudalurinn er langt í frá að hafa verið tæmdur. Ætluninn er að skoða grónar tóftir sels í Eyjadal (4 km gangur), þ.e. sel frá Eyjabæjunum svo og sel í Svínadal og Trönudal (frá Möðruvöllum og Írafelli). Þessi sel gætu svarað að hluta framangreindum vangaveltum.

Í Þórunnarseli

Staðarborg

Á Vatnsleysuheiði, Kálfatjarnarheiði og ónefndu heiðunum þar vestur af ofan Vatnsleysustrandar-bæjanna má sjá leifar allnokkurra fjárborga, auk einnar uppgerðar, þ.e. Staðarborgarinnar.
LitlaborgFrá austri til vesturs má þarna m.a. sjá „Litluborg“ norðvestan Hafnhóla. Hún er nú gróin, en vel má sjá grjóthleðslur í henni. Vestar og norðvestar má sjá leifar tveggja borga á háum hraunhólum báðar í Þórustaðalandi. Norðan þeirra er svo Staðarborgin. Í Morgunblaðinu 1980 var varpað fram fróðleik um Staðarborgina, sbr.: „Á Íslandi eru fáar byggingar, sem teljast til fornminja, enda skiljanlegt, því það var ekki fyrr en um miðja 18. öld, sem Íslendingar fóru að reisa hús og aðrar byggingar úr varanlegu efni. Fram að þeim tíma, og raunar fram á þessa öld, var torfið og grjótið það byggingarefni, sem algengast var. 

Thorustadarborg-501

Þótt vel og vandvirknislega væri að unnið, þegar byggt var úr þessum efnum, skipti ekki síður máli að undirstaðan væri traust. En vel hlaðnir grjótveggir reistir á harðri klöpp, geta staðið áratugum saman án þess að þeir raskist. Slíkar hleðslur eru til og í þetta sinn skulum við skoða eitt slíkt mannvirki. Þá skreppum við suður á Vatnsleysustrandarheiði og skoðum Staðarborgina, en það er fjárborg, sem hlaðin var fyrir löngu síðan og stendur óhögguð enn. Gönguferðin er ekki löng að þessu sinni en ég vænti þess, lesandi góður, að þú teljir það ómaksins vert að skreppa þangað og skoða borgina.
Audnaborg 501Við ökum sem leið liggur áleiðis til Keflavíkur. Við Kúagerði greinast leiðir og skiptir engu hvor þeirra er valin. Ef við veljum gamla veginn meðfram ströndinni nemum við staðar ca. 3 km vestan við vegamótin. Þar förum við úr bílnum og göngum beint suður á hraunið. Næst veginum eru hæðir, sem skyggja á, en þegar yfir þær er komið blasir Staðarborgin við. Er þessi leið ekki nema tæpir 2 km alls. Hún er greiðfær, því hraunið er slétt og gróið víða.
En ef við höldum áfram upp á Strandarheiði Lyngholsborgblastir borgin við norður í hrauninu og ekki unnt að líta fram hjá henni, því hún ber þar við loft. Engin vandkvæði eru heldur, að nálgast hana úr þessari átt. Staðarborg er mikið mannvirki. Hún er eingöngu hlaðin úr völdum hleðslusteinum. Hæð veggjanna er um 2 m, þykkt þeirra um 1.5 m neðst. Borgin er hringlaga að innan. Þvermálið um 8 metrar og ummál hringsins að innan um 23 metrar. Að ofan eru veggirnir örlítið inndregnir, eins og byggingarmeistarinn hafi ætlað sér að hlaða hana upp í topp. Hleðsla steinanna og handbragðið allt er sannkallað meistaraverk og svo traust, að undrun sætir.
EnThorustadarborg-502 hvers vegna er þetta mannvirki hér langt uppi á heiði, fjarri öllum mannabyggðum? Fyrr á tímum var sauðfé ætlaðað bjarga sér á útigangi eins lengi og unnt var. Gripahús voru af skornum skammti heima við bæina, en skepnunum haldið þar til beitar sem best þótti hverju sinni.
Sauðamenn voru þá á flestum bæjum og var hlutverk þeirra að annast sauðféð og fylgjast með því dag og nótt, ef þurfa þótti. Til að spara húsbyggingar, voru hlaðnar borgir fyrir féð, þar sem það gat leitað skjóls í illviðrum og í þeim tilgangi hefur Staðarborgin verið byggð.

Refagildra-501

Gólfið í borginni er grasi gróið og bendir til þess að sauðfé hafi leitað þar skjóls eins og ætlað var. En hvenær var borgin byggð og hver vann það verk? Engar heimildir munu vera til um það aðeins munnmæli. Þar er sagt, að presturinn á Kálfatjörn hafi ráðið mann er Guðmundur hét til að hlaða borgina. Guðmundur valdi steinana af vandvirkni, dró þá víða að og raðaði þeim í langar raðir á holtinu, svo hann gæti betur áttað sig á því hvaða steinar ættu saman í hleðsluna. Síðan hóf hann verkið og ætlaði að hlaða borgina í topp, eins og snjóhús. Verkið sóttist vel og þar kom, að hann ætlaði að fara að draga veggina saman að innan. Þá kom Guðmundur prestur í heimsókn og leit á verkið. Sá hann þegar, að með því móti myndi fjárborgin verða stærra og myndarlegra hús en kirkjan á Kálfatjörn. Það gat hann ekki liðið og bannaði Guðmundi að fullkomna verkið. Við þetta bann reiddist Guðmundur heiftarlega, hætti á stundinni og gekk burtu. Enginn tók við af Guðmundi, svo borgin stendur nú, hálfkláruð eins og hann gekk frá henni. Enn í dag ber hún þessum óþekkta meistara sínum fagurt vitni um snilldar handbragð.
Skotbyrgi-501Staðarborgin var friðuð árið 1951 samkvæmt lögum um verndun fornminja. Engu má þar spilla á nokkurn hátt. Er þess að vænta að það verði virt um alla framtíð.“
Vestan Staðarborgarinnar er svo gróin Þórustaðaborg inni á milli hraunhóla. Þórustaðastígurinn liggur upp með henni. Vestar er Auðnaborgin eða Auðnastekkur. Sjá má leifar fjárborgarinnar á hól norðaustan stekksins (réttarinnar). Enn vestar er svo gróin Lynghólsborgin norðan undir Lynghól. Hún er greinilega mjög gömul, en enn má sjá hleðslur í veggjum og leiðigarð framan við opið mót suðri. Suðvestar er Hringurinn, allmiklar hleðslur, á lágum hól í hvylft á milli holta. Vestar er Gíslaborg. Henni hefur greinilega á einhverjum tíma verið breytt í gerði eða rétt á hól skammt austan iðnaðarhúsa ofan Voga. Vestan Vogavegar er svo Gvendarborg eða Gvendarstekkur.
Á allmörgum hólum milli fyrrnefndra fjárborga má bæði sjá leifar af hlöðnum refagildrum og nýrri skotbyrgjum eftir refaveiðimenn.

Heimildir:
-Morgunblaðið 31. júlí 1980.

Staðarborg

Staðarborg.

Festarfjall

Þegar ströndinni er fylgt má víða sjá hella, sem sjórinn hefur gert inn í bergið eða sem hluta hraunrása.
Viðarhellir er milli Þorlákshafnar og Selvogs. Takmörk nefndra sveita eru við Hraunsvíkhellinn. Hann er dæmigerður hellir í hömrum við sjó. Ægir brýtur sér leið inn undir bergið og þeytir síðan þakinu af skammt ofar, bæði með þunga sínum og þrýstingi. Þegar staðið er á bjarginu í ágjöf má bæði sjá og skynja afl hafsins því segja má að landið leiki á reiðiskjálfi.
Yst undir Hellisbergi við Hlíðarenda ofan Þorlákshafnar er Hellir, eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Þótt hellirinn sé nú langt uppi í landi er hann sjávarhellir frá lokum ísaldar. Hefur um 40 m. langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Við með suðurströndinni má sjá skúta í fjallsjöðrum ofan strandarinnar. Landið þarna hefur breyst mikið á umliðnum öldum. Eftir að síðustu ísöld lauk voru móbergshryggirnir og einstök fjöll áberandi norðaustur eftir og með Atlantshafshryggnum frá suðvestri. Síðan mynduðu dyngjurnar mikil hraunflæmi og fylltu að og út frá þeim. Loks bættu stærri og smærri sprungureinagos um betur. Nýjahraun, sem álverið í Straumsvík stendur á, rann t.a.m. árið 1151. Síðasta stóra gosið var á 13. öld, en á Reykjanesskaganum hefur gosið fram á 18. öld. Síðan hefur eldvirknin dvínað, en þar með er ekki sagt að henni sé lokið. Eldgos geta orðið hvenær sem er, en á líklega eftir að koma öllum jafn mikið á óvart þegar það verður.
StraumsvíkSjávarhellar í Herdísarvíkurbjargi og berginu milli Selatanga og Ísólfsskála eru allmargir, auk hella í Festisfjalli, ofan við Hraunsvík, í Staðarbergi og Hafnabergi. Í suma er hægt að komast með sæmilegu móti, en við aðra er erfitt um vik.
Grunur hefur verið um mikinn sjávarhelli utan við Straumsvík er náð gæti inn undir álverið og hugsanlega eitthvað up í hraunið. Vonir eru bundnar um samvinnu við kafara að kanna svæðið með ströndinni og huga að mögulegri innför. Að sögn kafara, sem hafa skoðað svæðið eru þar víða rásir inn undir bergið, en ekki er að heyra að þær hafi verið kannaðar með það fyrir augum að þar gætu verið verulegir hraunhellar.
Ef eldri ljósmyndum af álverinu í Straumsvík má sjá þrjú síló (rauð/hvít). Frásögn er af því að þegar eitt sílóið tók upp á því að halla var borað undir það. Þá kom í ljós tómarúm þar undir. Var brugðið á það ráð að dæla steypu niður um gatið daglangt. Þegar einn starfsmannanna gekk fram á sjávarkampinn sá hann hvar sjórinn var allur steypulitaður framanvert. Var verkið þá stöðvað. Sílóið var þó notað enn um hríð, en síðan rifið. Nú er þarna einungis tvö síló.
Ef þarna er stór sjávarhellir með öllu sem fylgt getur slíku jarðfræðifyrirbæri væri það einstakt í heiminum.
Sjávarhellir

Grindavíkurvegur

Grindavík er fallegt sjávarþorp við suðurströnd Reykjanesskagans. Frá Reykjavík tekur u.þ.b. 30 mínútur að aka þangað á 3×30 km hraða. Talan 3 er svo nátengd Grindavík að engu lagi er líkt. Bara nafnið sjálft er 3×3 bókstafir (Gri-nda-vík).

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn norðan Lágafells.

Til Grindavíkur liggja þrjár meginleiðir – um Ísólfsskálaveg úr austri, um Grindavíkurveg úr norðri og Reykjanesveg úr vestri. Fyrrum voru meginþjóðleiðirnar einnig þrjár; Prestastígur, Skipsstígur/Árnastígur og Skófellastígur/-vegur).
Landnámsmaður sté fyrst fæti í Grindavík árið 933, en þá höfðu liðið 3 þúsund ár síðan hraun það rann úr Vatnsheiðinni með sínum þremur gígum er nú myndar undirlag byggðarinnar við ströndina.
Synir Landnámsmannsins, Molda-Gnúps, voru þrír; Björn, Þórður og Þorsteinn. Sauðþráir afkomendur þeirra, fjárbændurnir, eiga einungis þrílembur. Þriðjungur þeirra bregður til fósturs.
Hverfin, sem byggð hafa verið í Grindavík, eru þrjú – Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðjunni, við núverandi höfn, og Þórkötlustaðahverfi austast.
Þrjár gamlar þriggja fiskroðsskóa þjóðleiðir lágu til Grindavíkur; Prestastígur frá Höfnum, Skipsstígur frá Njarðvíkum og Skógfellavegur frá Vogum.
1939 (3×3) var grafið skipalægi inn í Hópið, sem myndar núverandi hafnaraðstöðu í Grindavík.

Tyrkir

Tyrkirnir koma.

Um aldamótin 1900 voru íbúar þorpsins 353 talsins. Nú eru þeir 2.339 (m.v. 1. des s.l.) og stefna á þreföldum hraða í töluna 3.000.
Grindavík átti 30 ára kaupstaðarafmæli á síðasta ári. Efst hægra megin á vefsíðu bæjarins, www.grindavik.is, standa 3 orð; „Grindavík – 30 ára“.
Þriggja stiga körfur eru algengar hjá hina sterka körfuboltaliði bæjarins og knattspyrnufélagið tapar yfirleitt ekki leik með meira en þriggja marka mun.
Veður er afar gott í Grindavík, hiti oftast yfir 3×3 gráður að sumarlagi og varla undir –3 gráðum að vetrarlagi. Vindhraðinn er oftar en ekki þriðjungur af því sem hann ætti ekki að vera. Súrefnið er því þrefaldlega ferskara.
Höfuðlandáttir eru þrjár í Grindavík, vestur, norður og austur, en suður er hafáttin; þrisvar sinnum merkilegri en hinar þrjár.
Ef þríhöfða þurs væri til myndi hann búa í Þorbjarnarfelli ofan við Grindavík. Þar er Þjófagjá og Gálgaklettar skammt frá.
Í bæjarstjórn Grindavíkur eru fulltrúar þriggja flokka. Þrír bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum.
Þriðji í jólum er aðalhátíð síungra Grindvíkinga. Þá kveikja þeir þríefldir í öllu eldfimu og efna til staðbundinna óeirða í mótsögn við heilaga þrenningu.
Þriðji hver íbúi bæjarins er aðkomumaður, en hinir þrírþriðju eru innfæddir, svonefndir Grindjánar. Reyndar var og er talan 3 einnig heilög tala hjá indjáum.

Páll Vilbergsson

Páll Vilbergsson.

Árið 1532 börðust þýskir, enskir, danskir og lenskir við Grindavík um yfiráðin yfir versluninni og 1627 komu Tyrkir til Grindavíkur og numu 15 (3×3+3+3) manns á brott með sér. Síðan eru liðin þrisvar sinnum 126 ár.
Nú eru fleiri en þrjár verslanir opnar gestum og gangandi í Grindavík 3×3 klst á dag virka daga og vöruúrvalið hefur aldrei verið meira, þrjár tegundir af hverri vöru. Á veitingahúsunum þremur er þriðji bjórinn (33 cl) frír fyrir klukkan 3 þriðja hvern dag.
Í Grindavík er menningin nú orðið í þrívídd og minjasagan er óvíða aðgengilegri, a.m.k. fyrir einum færra en þrífætta.
Slagorð bæjarins er; „Grindavík – góður bær“ = þrjú orð. „Allt er þá er þrennt er“, er almælt máltæki meðal Grindvíkinga.
Mörgum finnst líka alltaf þrisvar sinnum skemmtilegra að koma til Grindavíkur en annarra stórra smábæja í landinu. Og þar skín sumarsuðursólin (3 ess) þrisvar sinnum skærar en t.d. á norðanverðum Reykjanesskaganum. Samt munar einungis tæplega 3×3+3+3 mínútum á þessum landssvæðum – þrjáþriðju ársins.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Astapahraun

I. Inngangur
Árið 1978 voru 26 skipafundir frá víkingaaldartímabilinu 800-1200 þekktir í Noregi, Svíþjóð, N-RústirÞýskalandi og Danmörku. Fjallað verður um skipafundi víkingaaldar á tímabilinu 800 (750) – 1050 á Norðurlöndum út frá rituðum heimildum og helstu fornleifum, sem fundist hafa. Athyglinni verður beint að Ásubergsskipinu og Gaukstaðaskipinu vegna aldurs þeirra, nýtingu, fundarstað og gripum, sem í þeim voru með hliðsjón af skreyti og samfélagsmynd víkingaaldar. Myndsteinar gefa vísbendingu um aldur og notkun skipanna. Einnig verður getið um íslenskar fornleifar og þekkingu, sem aflað hefur verið hér á landi um víkingaskip. Byggt er á reynslu skipasmiðs, sem hvað mesta reynslu hefur af efninu hér á landi.
Reynt verður að svara spurningunum:

1. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
2. Var um fleiri en eina tegund skipa að ræða?
3. Hver er þekking Íslendinga á víkingaskipum?

II. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
ArdreÝmis gögn staðfesta tilvist víkingaskipanna og staðsetja þau í tíma. Samkvæmt frásögnum af víkingaferðum í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Fyrsta víkingaskipaferðin er talin hafa verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið Lindisfarne.  Stílfærðar myndir í íslenskum handritum sýna lag skipanna.
Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar. Víst er að víkingar frá Danmörku og Noregi settust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög).
Í upphafi 10. aldar dró úr víkingaferðum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Haraldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170.
Danskir og norskir kóngar herjuðu á England á árunum 991-1085. Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Skipin voru forsendur slíkra leiðangra.
Vik-skipÍ Landnámu er getið um uppruna og notkun víkingaskipa, sem fluttu fólk, fénað og aðföng til Íslands á 9. og 10. öld. Víkingaskipin virðast skv. heimildinni flest hafa verið smíðuð í Noregi og nágrenni. Í Landnámu er því t.d. lýst að [Arnkell keypti þeim skip í Dögurðarnesi og fylgdi þeim út um eyjar] og að [Þórður hafði þá tvo vetur og tuttugu, er hann keypti skip í Knarrarsundi].
Í Landnámu (Sturlubók)  er fjallað um framangreind skip og þau nefnd orðum, sem notuð hafa verið fram til þessa dags. [Þá bjuggu þeir Grímur og Kveld-Úlfur kaupskip og ætluðu til Íslands… Þeir lágu til hafs í Sólundum. Þar tóku þeir knörr þann, er Haraldur konungur lét taka fyrir Þórólfi… Þeir bjuggu hvort-tveggja skipið til Íslands og þrjá tigu manna á hvoru…], [Auður var þá á Katanesi… Hún lét þá gera knörr í skógi á laun, en er hann var búinn, hélt hún út í Orkneyjar] og [þeirra son var Þórir farmaður. Hann lét gera knörr í Sogni].

Vskip-2

Langskip er nefnt á einum stað þar sem segir að [þá er Ásgrímur varð heill, gaf Eiríkur honum langskip…].
Ekki er fjallað um smíði og stærð skipanna, einungis heiti og notkun. Ástæðan er sennilega sú að þau hafi þá er sagan er rituð á fyrri hluta 12. aldar (sennilega um 1130), verið svo almennur þáttur í daglegu lífi að ekki hafi tekið því að lýsa þeim sérstaklega.
Hingað til lands kom fjöldi skipa og héðan fóru einnig mörg skipanna. Sum fórust sbr. eftirfarandi frásögn í Landnámu: [Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á Íslandi].
Skildir munu hafa verið á skipunum sbr. eftirfarandi frásögn úr Landnámu: [Hella-Björn son Herfinns og Höllu var víkingur mikill… Hann fór til Íslands og kom í Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi; síðan var hann Skjalda-Björn kallaður].

Kort

Víkingaskip (langskip) voru notuð í hernaði, einkum vegna þess hve grunnskreið þau voru, og með þeim (knörrum) fóru fram miklir þjóðflutningar á einni erfiðustu siglingarleið er um getur. Skipin þurftu því bæði að vera meðfærileg og geta flutt mikið í hverri ferð.
Skipunum fylgdu minni bátar sbr. frásögnina af Garðari Svavarssyni í Landnámu (Sturlubók): [Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt.]
Í Gotlandi og víðar hafa varðveist myndsteinar (rúnasteinar) frá tímabilinu 700-800. Sumir þeirra sýna myndir af skipum, sbr. meðfylgjandi mynd af Ardre-steininum. Myndirnar fléttast gjarnan sagnakenndu ívafi.  

III. Mismunandi gerðir skipa
ÁsubskipÁsubergsskipið var grafið út úr stórum haug í Vestfold árið 1904. Haugurinn var 40 m í þvermál og hefur upphaflega verið um 6 1/2 m á hæð. Hann stóð á sléttu, 4 km frá sjó, en á víkingaöld hefur verið skemmra að flæðamáli því að þá gekk sjór hærra.
Skipskumlið er 21.58 m langt (70½ fet) og 5.1 m á breidd (16.7 fet). Dýpt niður á kjöl var aðeins 1.58 m (5.2 fet). Skipið hafði verið notað sem gröf fyrir mektarkonu. Næst henni lágu leifar annarrar konu, hugsanlega þjónn, ásamt dýrmæt-ustu eigum hennar. Báðar höfðu þær verið lagðar í rúm í grafhýsi á þiljum. Í rúmunum hafa verið sængur, koddar og ábreiður. Talið er að eldri konan hafi verið Ása, dóttir Haraldar hins granrauða, konungs á Ögðum.
Gaukstaðaskipið er skilgreint sem langskip frá víkingaöld.  Í skipinu fundust m. a. 4 sleðar og 1 vagn, Vagn7 hestar og nokkrir uxar, kjölturakki og páfugl. Ennfremur var þar allskonar húsbúnaður. Vistir hafa, einnig verið þar og fannst tunna, sem vatn hafði verið geymt í. Haugurinn var rændur í fornöld. Þess vegnai fundust ekki í gröfinni skartgripir eða aðrir hluti af gulli og silfri.
Ásubergsfundurinn er þó ríkmannlegasta víkingagröf, sem nokkru sinni hefur verið grafin upp. Skipið og munirnir í kumlinu voru ekki í heilu lagi. Margir gripirnir voru komnir í smátt og má geta þess að sleði, sem fannst þar var í 1068 bútum.
Ásubergsskipið er allt úr eik. Það hefir verið fimmtánsessa (róið með fimmtán árum á borð), en auk þess hefir það haft segl og ætla menn að siglutréð hafi verið 13 m á hæð. Kjölurinn er viðamikill. Stefnin gnæfa hátt og hafa verið mjög útskorin og með gapandi höfuð.
FataAllt var skipið þéttað með ull. Það er mjög flatbotna og hefir því verið svo lágt á sjó, að talið er að það muni ekki hafa þolað úthafsöldur og því eingöngu verið ætlað til ferðalaga innan fjarða og innan skerja. Skipið hefur að öllum líkindum verið byggt á árabilinu 815-820, en það hefur verið orðið um 50 ára gamalt þegar það var sett í hauginn.
Munirnir veita miklar upplýsingar um háttu á höfðingjasetrum víkingaaldar. Má nefna margskonar búsmuni; handkvörn, suðupott úr járni, stórt trog, baksturstrog, marga bala, ýmiskonar trédiska og skálar, ausu, eldhússtól, tvær viðaraxir, eldhúshníf, lampa, vefstól, spjöld til spjaldvefnaðar. vífl o. m. fl. Þar fundust einnig kistur. En allra merkustu gripirnir eru taldir fjórhjóla vagn og 4 sleðar, allir útskornir. Þá fundust þar einnig útskornar súlur með drekahöfðum. Er útskurður á munum þeim, sem þarna fundust mjög misjafn, og þykir sýna að margir menn hafi komið þar að og sumir verið sannkallaðir listamenn í þeirri grein. Stýrin voru á sínum stað, aftarlega á stjórnborða.
Árarnar Uppgröftur-1voru tilbúnar á þiljum og þurfti ekki annað en bregða þeim í götin á árastokkunum, þar sem raufar voru sagaðar í brúnirnir, svo að blöðin kæmust í gegn um götin.
Sérstakur stíll í gripafræði er kenndur við Ásuberg. Ásubergsstíll er fyrsti eiginlegi víkingaskreytistíllinn á Norðurlöndum. Skrautið byggist upp á ýmiss konar dýrum og furðuskepnum, oft höfuðsmáum og með ólögulegan líkama. Oft togna útlimirnir í langa anga og vefjast dýrin þá hvert um annað og mynda mynsturheild eða net. Blómaskeið stílsins var fyrir árið 850. Stíllinn er náskyldur Borróstíl og eru þeir saman oft nefndir eldri víkingastíll.
Nútíma trjáhringagreining hefur staðfest að gröfin geti verið frá 834, sem er öllu heldur sá tími er trén voru höggvin til að gera grafklefann. Skipið og aðrir gripir sem fundust eru eitthvað eldri.

Gaukstaðaskipið-3

Gaukstaðaskipið var grafið upp úr stórum grafhaug í samnefndum bæ. Haugurinn var kallaður Konungshaugur. Hann stóð á grasbala, um 50 m í þvermál og um 5 m á hæð. Fylgdu honum þau munnmæli, að þar væri konungur heygður ásamt öllum gersemum. Grafið var í hauginn árið 1880. Í líkhúsi, timburklefa, á þiljum fannst beingrind af manni. Hann hafði verið lagður í rúm í skrautklæðum og með vopnum sínum.
Haugurinn hafði verið rændur í fornöld og voru öll verðmæti af silfri og gulli, sem gætu hafa verið þar, fjarri. Vopn, sem eru venjulega hluti af graffé norskra manna, var einnig saknað.
Skipið var 79 fet á lengd og 6.9 feta breitt. Það hefur verið smíðað í kringum 890. Skipið flokkast sem langskip og er lítið lengra en Ásubergsskipið. Gaukstaðaskipið var þó ekki eins ríkulega búið og Ásubergsskipið. Um borð fundust 3 aðrir minni bátar. Sá stærsti var 9.75 m á lengd. Þessi bátur hefur líklega verið fjarðar- eða fiskibátur, notaður við strandsvæðin. Stærri bátunum var róið með 6 árum (sexæringar). Minnsti báturinn var 6.60 m á lengd, líklega skipsbátur, notaður þegar skipið lá við akkeri eða til annarra nota í löngum sjóferðum. Honum var róið með 4 árum (fjóræringur).
Uppgröftur-2Hinn látni hafði með sér 3 öngla og tveggja hliða leikborð gert úr eik með leikmönnum úr horni, svipað og úr leik sem nú er nefndur mylla. Einnig voru um borð tjald, sleði og reiðbúnaður. Skeifur fundust einnig í gröfinni. Einn hlutur, þekktur sem „horseman roundel“ fannst einnig, en hann er skrautgripur úr bronsi og sýnir reiðmann. Leifar páfugls, konungslegs tákns, fundust í gröfinni, auk sex bikara, viðardisks, leifar nokkurra rúma og búnaðar fyrir sleða. Stór 750 lítra áma fannst, en hún gat geymt vatnsbirgðir skipsins. Þá fundust eldhúsáhöld um borð, viðarskál og stór bronspottur. Utan við skipið voru leifar af 12 hestum og 6 hundum.
Kjölurinn undir Gaukstaðaskipinu er 20.10 m langur, en sjálft var það 23.30 m stafna á milli, og um miðju er breiddin 5.24 m. Með 8 tonna þunga risti Gaukstaðaskipið um 0.75 m. Fullhlaðið risti það um 1.00 m.

Gauksst

Á árastokkunum eru 16 göt á bæði borð. Árunum hefur verið stungið í gegnum þau og hefur. Skipið hefur því verið sextánsessa hafskip, sem bæði mátti róa og sigla. Á siglingu hafa sérstakir hlemmar verið settir fyrir áragötin svo að sjór færi ekki þar inn. Utan á borðstokkum eru skjaldrimar. Þar hefur verið skarað 32 skjöldum á hvort borð, eða 64 alls. Í haugnum fundust 25 skildir, og voru sumir þeirra heilir. Hver skjöldur er um 94 sm í þvermál og allir gerðir úr þunnum grenifjölum. Á miðjum skildi er skjaldbóla, en hinum megin er mundriði. Sennilegt er að rendur skjaldanna hafi verið bryddar með leðri. Á skipunum hefir skjöldunum verið þannig fyrir komið, að þeir „skara“ hver annan. Þeir hafa verið málaðir, annar skjöldurinn svartur og hinn gulur.
ÁsuTalið er að höfðinginn, Ólafur Geirstaðaálfur, hafi dáið í kringum 900. Gaukstaðaskipið er allt úr eik nema þiljurnar; þær eru úr greni og furuborðum og hafa þau verið negld með trénöglum í bitana. Öll smíði skipsins ber vott um vand-virkni og hvað skipasmíðar hafa verið komnar á hátt stig þegar á víkingaöld. En skipið hefur ekki verið ónot-að áður en það var lagt í hauginn, áragötin eru slitin. Þetta er stærsta skipið, sem fundist hefur, en talið er að til hafi verið stærri skip.  

Ásubergsskipið hefir sýnilega verið innfjarðaskip en Gaukstaðaskipið  verið hafskip. Byggingarlag skipanna er mismunandi m. a. að því leyti, að  Gaukstaðaskipið er mjórra en innfjarðaskipið og hefur því verið meira gangskip. Í Ásubergsskipinu eru áraopin í efsta borði byrðingsins, en í Gaukstaðaskipinu voru 2 borð fyrir ofan árarnar. Á þann hátt hefur skipið verið betur til þess fallið að mæta miklum sjávargangi. Nútímabátar eru miklu mun stinnari.

Gaukssta

Þegar öldur skella á þessum stinnu bátum er meiri hætta á aðþeim hvolfi, en gömlu skipin hafa verið mikið eftirgefanlegri (beygjanlegri). Sé Gaukstaðaskipið t. d. mælt frá borðstokk niður um kjöl og að hinum borðstokk hefur skipið verið svo eftirgefanlegt, að þessi fjarlægð hefur getað minnkað um 10 sm til eða frá – að sjálfsögðu án þess leki kæmi að því. Skipasmíði Norðmanna hefur átt langa þróunarsögu, áður en hún komst á þetta stig. Frá holum trjábolum til víkingaskipanna er löng þróun, þar sem komin er sterkur kjölur á skipin, rengdur með járnnöglum, og bitar sem þiljurnar hvíla á. Ekki er fullvíst að seglútbúnaður hafi verið kominn í skipin fyrr en í lok 8. aldar. 

Gaukssta

Íslensk bátakuml hafa fundist hér á landi, öll með smábátum. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátakuml. Síðan hefur bæst í safnið bátakuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum og ýmsir munir komið í ljós. Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum af 6 m löngum báti og beinum af sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, armbaugar og hringur.
Í grein sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumlinu í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. „Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru t.d. bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
AsÞeir eru allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. „Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins.
Árið 2007 fundur fornleifafræðingar bátakuml í Aðaldal, 1000 til 1100 ára gamalt. Tveir fornmenn voru heygðir í bátnum, sem var um 4 kílómetra frá sjó. Báturinn var 7 metra langur og hátt í 2 metrar á breidd.

IV. Íslendingur og víkingaskipin
ÍslGunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, segir að þekking á smíði víkingaskipanna og sjóhæfni hefði glatast um tíma, en opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku (Hróarskeldu). Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi orðið í byggingu þeirra eftir það. Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Um 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Langskipin gátu verið allt upp í 50 m löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíþjóð. Það vó um 5 tonn.
IslendUm 700 var fyrst settur kjölur í  skip. Aukin kjöllengd þýddi aukinn hraði og meiri haffærni. Um 850 voru skipin orðin lík Gaukstaðaskipinu og þannig voru langskipin út víkingatímann. Kjölurinn var þykkastur um miðjuna og mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið safnaði loftbólum undir sig. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip valt ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm (þynnstur til endanna (16 mm)). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir „hanga” svo að segja á miðbikinu.

Íslend

Íslendingur er að hluta úr eik. Ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin, heil yfir. Hampur var í böndum skipanna.
Skyldir voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
ÍSlendingMastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna fyrrum.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er u.þ.b. meðal víkingaskip.

Ásub

Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., eða á sama hraða og vindurinn.
Hafurtask áhafnameðlima hef-ur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þess-um kistlum sínum þegar róið var. Sandur var í botni skipanna þar sem hægt var að kveikja eld.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Orðatiltækið „mikið í húfi” væri komið þaðan. Annað orðatiltæki: „fer mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notaður var til að koma skinnum á um 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann „fór mikið járn í súginn”.
Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði skipanna en almennt hefur verið talið. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skip Kólum-busar. Skip hans var þó  „koffort” miðað við víkinga-skipin.
Skipin hafa venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljót að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum.   

Lokaorð
ÁsubergVíkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum voru fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvenær fyrsta víkingaskipið var smíðað, en líklegt er að það hafi orðið til í aðdraganda víkingaaldar eftir langa þróun. Hönnun víkingaskipanna, einkum kjölurinn og „sveigjueiginleiki” skipanna, réði miklu um yfirburði þeirra, bæði hvað snerti grunnsiglingar og burði á löngum og erfiðum siglingaleiðum. Talsvert er til skráð í fornum heimildum um notkun og tegund skipanna, en lítið virðist vera til af nákvæmlega skráðum lýsingum um smíði þeirra og meðferð þar til skipin fundust í Ásubergi, Gaukstað og víðar. Síðan hefur mikillar vitneskju verið aflað. Ljóst er að smíði víkingaskipanna hefur grundvallast á hugviti og þeirri bestu þekkingu er um getur í langri sjólist. Skipin hafa verið einstaklega gagnleg og góð sjóskip. Siglingartækni nútímans grundvallast í raun á þeirri miklu þekkingu er þá var aflað – fyrir meira en þúsund árum síðan.
KnörrAf fornleifarannsóknum að dæma voru víkingaskipin af fleiri en einni tegund. Langskip voru t.d. notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en kaupför og knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn.
Skipin voru notuð til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk, t.d. sem grafstaður mektarfólks. Þau hafa, sum hver a.m.k., verið skreytt eftir stílfræði þeirra tíma.
Víkingaskipum sem gripum, smíði þeirra, mis-munandi gerðum, eiginleikum og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hér á landi í fornleifalegum skilningi. Ástæðan er helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar stórra skipa eða  hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá „hvarfi” þeirra. Minni bátar hafa þó fundist. Ekki er með öllu útilokað að fleiri skipaleifar og meiri eigi eftir að finnast hér við land – eða á landi.
Fornleifafræðin, sem og áhugafólk um efnið hefur, aflað dýrmætra viðbótarupplýsinga um víkingaskipin og án efa á þekkingin eftir að aukast í framtíðinni.
Við vinnslu ritgerðarinnar var reynt að takmarka efnið svo sem kostur var – þrátt fyrir að viðfangsefnið væri ærið. 

Heimildir m.a.:
-Agnar Helgason. 2004. „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“  Hlutavelta tímans. Menningararfur í Þjóðminjasafni. Ritstj. Árni Björnsson og  Hrefna Róbertsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík.
-Anne Stine Ingstad: Hva har tekstilene vært brukt til? Osebergdronningens grav.  Oslo, 1992 Oslo, 1992.
-Arne Emil Christensen: Kongsgårdens håndtverkere, Osebergdronningens grav.  Arkeologiske nasjonalskatt. Nytt Lys. 1992.
-AW Brøgger, H. Schetelig, Osebergfundet. AW Brøgger, H. Schetelig,  Osebergfundet. Gefið út af norska ríkisins árið 1917.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II . AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II. Kristiania, Kristiania, 1928.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Vikingskipene deres forgjenger og etterfølgere. Oslo, 1950 Oslo, 1950.
-Fyrirlestur hjá Gunnari Marel Eggertssyni hjá Símenntun Suðurnesja 23. nóv. 2004.
-Gísli Sigurðsson. 2000. Gaelic Influence in Iceland. Historical and Literary Contacts. A Survey of Research. 2. útgáfa. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
-Göran Burenhult. Arkeologi í Norden, bls. 454-459, Stockholm 1999.
-Íslensk þjóðmenning – Upphaf  Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, ritstj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.
-J. Graham-Campell. Viking Artefacts, British Museum, London. 1980.
-Jón Steffesen. Tímatal Ara fróða og upphaf víkingaferða. Saga 9 bls. 5-20. 1971.
-Kuml og haugfé. Kristján Eldjárn, 2. útgáfa – Adolf Friðriksson, 2000.
-Landnáma (1130) – Sturlubók.
-Lesbók Morgunblaðsins 1. júlí 2000 – Kortagerðarmaðurinn Samúel Eggertsson – Dóra Jónsdóttir, bls. 4-5.
-Lesbók Morgunblaðsins 19. september 1998 – Siglingar og landafundir Íslendinga á þjóðveldisöld – Guðmundur Hansen, bls. 4-5.
-M. Andersen, „Viking“, Kristiania, 1895.
-Magnus Magnusson, Lindisfarne; the Cradle Island, Stocksfield, Eng; Boston 1984.
-Morgunblaðið 23. febrúar 2004, baksíða.
-N. Nicolaysen, „Langskibet fra Gokstad“, Cammermeyer. 1882.
-Skipabókin – Almenna bókafélagið 1974.
-Sverre Marstrander, „De skjulte skipene“, Gyldendal 1986.
-Trausti Einarsson, Nokkur atriði varðandi fund Íslands, siglingar og landnám, Saga 8, bls. 43-64. 1970.
-V. St.  Morgunblaðið, 273. tölublað – II, 5. desember 1982 eftir Einar Pálsson.
-Þór Magnússon. Árbók Hins ísl. fornleifafélags, Bátskuml í Vatnsdal í Patreksfirði. 1966, bls. 5-32.

Auk þess:
http://odin.dep.no/odin/engelsk/norway/history/032005-990460/index-dok000-b-n-a.html
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/Vefir/landnam/islendingur.html
http://www.am.hi.is/handritasafn/sagaOgBokmenntir.php?fl=6
http://www.amnh.org/exhibitions/vikings/ship.html
http://www.atom.is/viking/captain/main.html
http://www.cdli.ca/CITE/v_knarr.htm
http://www.cdli.ca/CITE/vikingships.htm
http://www.hi.is/~danival/#Skip
http://www.hi.is/~eggthor/adferdir1/heimildir/efni/verkfornleifar.pdf
http://www.ismennt.is/not/hrefnabj/html/skip.htm
http://www.khm.uio.no/samlinger/vskip//
http://www.missouri.edu/~rls555/SCA/research/ships/ships.htm
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_brimnes.htm
http://www.pitt.edu/~dash/ships.html
http://www.simnet.is/sss/landafundir-grein-mbl.htm
http://www.skanerunt.nu/skepp.html
http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm
http://www.win.tue.nl/~engels/discovery/viking.html
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4268
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1789
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm)
http://www2.khm.uio.no/vikingskipshuset/english.php
http://runeberg.org/famijour/1866/0241.html
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Tj%C3%A4ngvide_image_stone
http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/a-a/

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Kapella

Í bókinni „Allt hafði annan róm áður í páfadóm – Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu„, sem Anna Sigurðardóttir tók saman 1988, er kafli;  „Heilög Barbara og kapellan í hrauninu“:

Heilög Barbara og kapellan í hrauninu
Kapella
„Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur samþykkt að láta gera félagsmerki. Fyrir valinu varð myndastytta frá fyrri öldum, sem fannst árið 1950 í Kapellunni við gamla Suðurnesjaveginn, nálægt þar sem verksmiðjan í Straumsvík stendur núna.
Þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, gróf í gólf kapellunnar og fann þar ofurlítið konulíkneski, sem hann sá undir eins að átti að tákna heilaga Barböru, en hún er sýnd í kirkjulegri myndlist með turn í fanginu.
Þessi litla konumynd mun vera elsta mannsmynd, sem fundist hefur í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.
Kennimerki Hafnarfjarðarkaupstaðar er viti. Hafnfirskum konum finnst þess vegna eiga vel við að taka þessa fornu konumynd sem merki Bandalagsins, þar sem konan heldur á turni, sem þá er eins og nokkurs konar samsvörun við vita Hafnarfjarðar.
Kapella
En þannig stendur á þessum turni heilagrar Barböru, að hún var kaupmannsdóttir í Litlu-Asíu um 300 árum eftir Krists burð. Þá voru miklar ofsóknir gegn kristnum mönnum. Barbara kynntist kristnum mönnum og gerðist kristin á laun, því að faðir hennar var heiðinn. Þegar hann komst að því, að dóttir hans var orðin kristin, gerði hann allt sem hann gat til að hræða dóttur sína frá trú hennar. Meðal annars lét hann reisa turn, þar sem Barbara átti að sitja innilokuð til þess að hún gæti ekki haft samband við kristna menn. Hún bað þá föður sinn að lofa sér að hafa þrjá glugga á turninum, og faðirinn leyfði það. Síðan spurði hann Barböru, hvers vegna hún hafi viljað hafa gluggana þrjá. Hún svaraði: Þrír merkja föður, son og heilagan anda. Varð þá faðirinn ákaflega reiður og seldi dóttur sína í hendur böðlinum, og var hún loks hálshöggvin fyrir tryggð sína við kristna trú.
Ein af þeim píslum, sem Barbara gekk í gegnum, var að logandi blysum var haldið að líkama hennar. En hún lét ekki bugast fyrir það. Síðan fóru menn að heita á Barböru til hjálpar gegn eldsvoða af ýmsu tagi. (Barbárumessa er 4. desember).
kapellaHraunið, þar sem kapellan stendur, er talið hafa runnið á 13. öld og kom úr Óbrennishólum við Undirhlíðar. Þetta hraun rann yfir alfaraveginn á Suðurnes.
Hvers vegna þessi kapella var reist, vita menn ekki, en fræðimenn hafa giskað á að þarna hafi fólk gert bæn sína áður en það lagði leið sína yfir nýrunnið hraunið. Það er líka einkennileg tilviljun að einmitt í þessari kapellu skuli finnast mynd þessarar helgu konu, sem menn hétu á sér til hjálpar gegn eldsvoða. Myndin er núna á Þjóðminjasafninu og geta allir séð hana þar þó lítil sé.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur fengið Gunnar Hjaltason gullsmið og listamann til þess að gera myndamót af Barbörumyndinni úr Kapellunni, og verður það notað sem merki á skjöl félagsins. Gunnar hefir líka verið beðinn að gera hálsmen með sömu mynd, og geta konur keypt það sem félagsmerki.“
Nokkrum árum eftir að Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði þessa grein birtist eftir hana bókarkorn (27 blaðsíður) um hl. Barböru úr Heilagra manna sögum um líf hennar og píslir. Þar eru og nokkur erindi úr Barbörudikti sem menn hafa geymt í minni og sungið allt fram á 19. öld.
Kapella
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er ein saga um Kapelluhraun: „Í Gullbringusýslu er hraun eitt mikið milli Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og heitir nokkur hluti þess Kapelluhraun og dregur nafn af kapellu sem í því stendur. Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar af mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er að í kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn.“
Heilög Barbara er m.a. verndardýrlingur námamanna og jarðfræðinga og þeir tigna hana og tilbiðja. Jarðfræðingar á Orkustofnun minnast Barböru sérstaklega tvisvar á ári allt frá 1980. Þeir halda hátíð í tilefni af messudegi hennar 4. desember og á vorin áður en þeir leggja af stað til rannsókna. Þá fer hátíðin fram í rústum Barbörukapellu í Kapelluhrauni. Þar vígja jarðfræðingarnir hamra sína og tól, gera sér glaðan dag og syngja nýjan Barbörudikt.
Kapella
Fyrsta vísan í Barbörudikti hinum nýja, en það er sálmur til heiðurs Barböru. Lag og texti er eftir Árna Hjartarson jarðfræðing á Orkustofnun, einn Barböruáhangenda þar. Textinn er alls 7 vísur og er Barbörudiktur jafnan sunginn þegar Orkustofnunarmenn koma saman til að minnast síns dýrlings:

Barbörudiktur
Gegn veraldarinnar vélráðum ég verndaður
er með sóma þótt reynt sé að blanda mér
beiskan drykk þá bykarinn fyllist með rjóma. Mín
gætir frú með turn af marmara, minn dýrlingur er Barbara. – (Árni Hjartarson)

Heimildir:
-Íslenskar þjóðsögur og æfintýri – Safnað hefir Jón Árnason, II. Ný útgáfa (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson), Rvk 1966, Kapelluhraun bls. 74.
-Allt hafði annan róm áður í páfadóm, Heilög Barbara og kapellan í hrauninu, Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu, Anna Sigurðardóttir tók saman, 1988, bls. 326-331.
Kapella

Mölvíkurvatnsstæðið

Eitt er það örnefni, enn a.m.k., sem ekki hefur verið hægt að finna með „goggli“, en það er Mölvíkurvatnsstæðið. Vatnsstæðisins er getið í örnefnaskrá fyrir Stað í Grindavík: „Upp af miðri Mölvík gengur klapparhryggur, Mölvíkurklöpp, upp fyrir Reykjanesveginn. Ofan við hana er Mölvíkurvatnsstæði (eintala).“
MölvíkurvatnsstæðiðVatnsstæðið er stórt af vatnsstæði að vera en þó ekki stærra en sambærileg „vatnsstæði“ í Grindavík, s.s. við Járngerðarstaði, Stað og Húsatóftir. Sérstaða þess er helst fólgin í að það er eina vatnsbólið á innanverðu Reykjanesinu. Allt um kring er landslagið bæði eyðilegt, sendið og fremur slétt. Ofar er Klofningahraunið með sínum stórbrotnu ýfingum. Austan við það er slétt mosavaxið Berghraunið og austan þess er hólótt Lynghólshraunið.
Vestan við Vatnsstæðið þekur svartur basaltsandur úr Sandvíkinni allt svæðið. Sandflákinn tekur höndum saman við bróður sinn úr Stóru-Sandvík vestan Hafnarbergs. Saman mynda þeir samfellu og hafa að mestu lagt undir sig utanvert Reykjanes. Ef ekki hefði komið til sandgræðsla á síðari áratugum hefði sandurinn lagt undir sig allt land á þessu svæði. Sandinn má vel sjá í Vatnsstæðinu. Augljóst er að þarna gætir náttúruáhrifa, þ.e. þegar stórbrimað er framanvert flæðir sjór upp á land og hækkar þá í tjörninni. Í „eðlilegu“ árferði lækkar í henni á ný og seltan minnkar í samsteningunni.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Mölvíkurvatnsstæðið-2Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Landgræðslustarfið hefur skilað mikilum árangri frá upphafi því tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Nú er talið að meira grói upp en það sem eyðist þótt enn eyðist mikill gróður og jarðvegur á Íslandi.
Starfshættir Landgræðslunnar hafa breyst mikið frá upphafi en þá voru flest verk unnin með höndum eða frumstæðum verkfærum. Meðal annars voru langir sandvarnargarðar hlaðnir úr hraungrýti.
Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.
Leitað var að hugsanlegum grjótgildrum umhverfis Vatnsstæðið, en engar fundust að þessu sinni. Ekki er þekkt þjóðsaga tengd vatnsstæðinu, sem verður að teljast í frásögu færandi. Fyrirhuguð er ganga um Klofningahraun fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stað.
-land.is

Mölvíkurvatnsstæði

Mölvíkurvatnsstæði – kort.

Stórasel

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli.
Storasel 201Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula í Vík, samkvæmt Hítardalsbók. Litlum sögum fer af Seli næstu aldirnar. Í Jarðbókinni frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, ábúandi er einn Ólafur Benediktsson. Heimilismenn 8 og níundi heilsuveikur mágur bóndans, torfrista, stunga og móskurður í Víkurlandi frí. Heimræði er árið um kring og lending sæmileg, ganga skip ábúandans eftir hentugleikum.
Jarðardýrleki er en óviss um 1835-1845 þegar Johnsen skráir, en þá er Bráðræði skráð sem hjáleiga Sels. 1803 segir fyrst frá Bráðræði, sem hjáleigu frá Seli, og Litla-Sel nefnir bæjarfógeti einn, sem hjáleigu þaðan. Prestur telur 5 býli á öllu Seli, en bæjarfógeti telur eigi ábúendur. Prestur, en enginn annar telur Sauðagerði með 5 býlum.
Seint á 18. öld bjó í Seli Þorfinnur Þorbjarnarson frá Skildinganesi. Hann var lögréttumaður um skeið og er þess getið í heimildum að hann hafi setið á Alþingi á tímabilinu 1787-1793. Með konungsúrskurði 1809 var ákveðið að prestsetur skyldi vera í Seli. Þangað fluttist Brynjólfur Sigurðsson (Sívertsen) dómkirkjuprestur (d. 1837). Sel var innlimað í Reykjavík 1835. Það átti jarðamörk að Hlíðarhúsum og Reykjavík. Sels bæirnir voru síðast fimm. Á lóðinni Holtsgata 41b stendur Stóraselsbærinn enn, reistur um 1885. Ívarssel, nú Vesturgata 66b, reis um 1870. Litlasel og Jórusel eru sambyggð hús á lóðinni Vesturgata 61. Litlasel mun vera reist fyrir aldamót en Jórusel síðar.
Litlasel 201Hér voru varir, Litla-Selsvör, og aðeins suðvestar, norðan við Sóttvarnarhúsið, sem nú er Mið- Selsvör, suðvestan hennar er svo Stóra-Selsvör, og Lágholtstangi gengur hér fram í sjó.
Á mbl.is árið 2005 segir eftirfarandi: „ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis.
Þau tómthúsbýli sem byggðust upp í landi Sels drógu mörg nafn af heimajörðinni og breyttist nafn Sels þá í Stórasel. Selsbæirnir voru síðast taldir fimm og voru, auk Stórasels, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Síðasta bæjarhús Stórasels, steinbær sem reistur var 1884, stendur enn á lóðinni Holtsgötu 41b. Einn ábúandi var í Seli 1703. Heimili í Stóra-Seli voru 3 samkvæmt manntalinu 1845 og er eitt af þeim Pálshús. Steinbærinn frá 1884 stendur enn á dálítilli torfu á sameiginlegri baklóð Sólvallagötu 80-84, Ánanausta 15 og Holtsgötu 31-41.
Er stærstur hluti bakgarðsins tekinn undir bílastæði og virðist Jorunnarsel 201hann hafa verið lækkaður eitthvað ef miðað er við hæð torfunnar sem bærinn stendur á. Sé um að ræða elsta bæjarstæði Sels, þá verður það að teljast nokkuð raskað, en vegna þeirrar torfu sem enn er eftir í kringum steinbæinn og að um er að ræða bæ með nokkuð langa búsetu er mögulegt að enn geti verið að finna nokkuð þykk mannvistarlög á þessum slóðum.
Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Litlasels er fyrst getið sem hjáleigu frá Seli í jarðalista bæjarfógeta frá árinu 1844. Árið 1848 var sonur Steingríms, Ólafur, talinn eigandi að þeim hluta Selslands þar sem Litlasel var byggt. Á Litlaseli munu um tíma hafa verið mörg býli og bjó Ólafur Steingrímsson á einu þeirra, á öðru Jakob bróðir hans, á þriðja býlinu bræðurnir Jón og Grímur Guðnasynir og á því fjórða Ívar Jónatansson, en það býli var alltaf kallað Ívarssel til aðgreiningar frá hinum. Árið 1881 byggði Magnús Pálsson tómthúsmaður timburhús rétt suðvestan við bæinn á Litlaseli sem síðar var kennt við Jórunni Eiríksdóttur ekkju og kallað Jórunnarsel.
Þremur árum síðar reisti Grímur Jakobsson íbúðarhús úr bindingi og múrsteini austan við Litlasel, nálægt því þar sem Vesturgata og Seljavegur mætast nú. Ivarssel 201Árið 1885 seldi Ólafur Steingrímsson syni sínum, Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra, hálfan Litlaselsbæinn og fjórum árum síðar fékk Guðmundur leyfi til að „byggja um bæ sinn á sama stað og með sama lagi og áður“. Þá byggði hann steinbæinn sem enn stendur á lóðinni.
Árið 1895 seldi Guðmundur eign sína Sigurði Einarssyni útvegsbónda. Tíu árum síðar var Sigurður látinn en ekkja hans, Sigríður Jafetsdóttir, bjó enn í Litlaseli ásamt dætrum þeirra. Litlasel var þá einnig heimili Magnúsar Einarssonar og fjölskyldu hans en í Jórunnarseli bjuggu Jóhann Þorbjörnsson tómthúsmaður, Halldóra kona hans og tveir synir. Árið 1913 seldi Sigríður Jafetsdóttir eign sína Karveli Friðrikssyni sjómanni og árið 1924 voru Litlasel og Jórunnarsel virt saman sem húseign hans. Ári síðar lét ekkja Karvels, Guðbjörg Kristjánsdóttir, stækka og endurbæta Litlasel og var þá innréttuð sérstök íbúð í risinu. Árið 1935 eignuðust Axel R. Magnússen og Margrét Ólafsdóttir húsin að Vesturgötu 61 og bjuggu þar síðan lengi og afkomendur þeirra eftir þau. Á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld höfðu íbúar Litlasels og Jórunnarsels flestir framfæri sitt af fiskveiðum, líkt og ábúendur hinna Selsbæjanna. Þeir sem gerðu út árabáta réru frá þremur vörum á þessum slóðum, Litlaselsvör sem var rétt neðan við vesturenda Vesturgötu, Miðselsvör dálítið suðvestar, neðan Miðselstúns, og Stóraselsvör enn suðvestar, þar sem göturnar Hringbraut og Eiðsgrandi mætast nú. Ekki er ljóst hvort húsin frá 1881 og 1889 sem eru númer 61 við Vesturgötu eru á elsta bæjarstæði Litla-Sels. Þó má gera því skóna að þau séu á svipuðum slóðum ef marka má textann úr skráningargögnum Minjasafns Reykjavíkur hér að framan þar sem segir að þau hafi verið byggð „á sama stað og með sama lagi“ og eldri bæir.
Miðsel, steinhús reist 1874, er nú horfið en stóð þar sem nú er húsið nr.19 við Seljaveg… Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Eru örlitlar líkur á að einhverjar leifar Miðselsbæjarins sé að finna í bakgarðinum fyrir aftan Seljaveg 19 eða í götunni fyrir framan húsið.“

Heimildir:
-mbl.is, 4. maí 2005 (lesið 14. mars 2012).
-Húsakönnun, drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur 2007.
-Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaðir við Sund. 3 bindi, bls.38.
-Íslenskt fornbréfasafn III. bindi, bls.220.
-J.Johnsen. Jarðatal, bls.121..neðanmálsgrein.
-Pál Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 39.
-Vigfús Guðmundsson (1936).
-Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarnes.
-Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Seljavegur-Ánanaust-Holtsgata-Vesturgata. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 135, bls. 10-11.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, bls. 121, 462.
-Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 47.
-Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. 1. bindi, bls. 269.
-Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr. 1560) – Borgarskjalasafn: Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943 (Br.nr. 200 og 327;; – -Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Ágúst Jósefsson (1959) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 85 -Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarness –Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi, Lykilbók, bls. 66-67.
-Guðjón Friðriksson (1991). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti, bls. 87.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 252.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr.1560).

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.