Refur

“Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld, eftir að innflutningur hófst á svokölluðum kransaugum eða refakökum öðru nafni. Kransaugu eru fræ austurlenskar trjátegundar. Aðaleitrið í þessu fræi er stryknin þótt magn þess sé ekki mikið, aðeins 1-2% af innihaldinu. Kransaugun voru mulin og hnoðuð inn í kjötbita.
Refaspor-221Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð á vegum sveitarfélags eru frá 1837, en almennt taka sveitarfélög að eitra fyrir refi upp úr 1860. Hreint stryknin í duftformi kemur til sögunnar upp úr 1870, en er ekki komið í almenna notkun fyrr en undir aldamót. Trú manna á mátt eitursins var mikil, og þar að auki var eitrunin með ódýrustu veiðiaðferðum, svo að á þessu tímabili var mjög slakað á grenjavinnslu. Ekker bendir samt til þess að skaði af völdum refa hafi minnkað og árið 1913 skrifar Jón Guðmundsson frá Ljárskógum grein í Frey, þar sem hann bendir á þetta atriði og telur ástæðuna vera þá, að ,,vesælustu, úrræðaminnstu og einföldustu dýrin” éti helst eitrið, en ,,athugulustu, harðgjörðustu og bestu veiðidýrin” verði helst eftir. Hann setur fram þá kenningu, að þessir eiginleikar séu arfgengir og því fjölgi hlutfallslega þeim dýrum sem eiginleikana hafi, þ.e.a.s. að stofninn sé í rauninni kynbættur.
Árið 1949 samþykkir Alþingi lög um eyðingu refa og minka (nr. 56), og á þessum lögum eru gerðar breytingar 1955 (samþ. á Alþingi 10. marz ’55). í þessum síðustu breytingum er hin illræmda lagagrein: „Skylt er að eitra fyrir refi og minka ár hvert í afréttum og heimalöndum. Stýfa skal hægri væng fugla þeirra, sem eitraðir eru”.
Hinn 10. marz síðastliðinn [1955] voru samþykkt á Alþingi Íslendinga Lög um breytingu á lögum nr. 56 frá 1949 um eyðingu refa og minka. Í 3. grein laganna stendur: „Í stað 1. málsl. 10. gr. laganna komi: Skylt er að eitra fyrir refi og minka ár hvert í afréttum og heimalöndum. Stýfa skal væng fugla þeirra, sem eitraðir eru”. Lög þessi hafa verið samþykkt án þess að leitað hafi verið álits nokkurra þeirra, sem einkum láta sig varðar. Dýravernd í þessu landi og hafa vökulan áhuga og ábyrgðartilfinningu fyrir því, að dýraríki landsins sé ekki sneytt um fram það, sem orðið er.
Eins og menn geta séð af lagagreininni, sem hér er prentuð, er lögboðið að eitra í afréttum og heimalöndum. Nú er vitað mál, að hundar naga hvers konar hræ.
refur-221Í júní 1957 gengu í gildi ný lög um eyðingu refa og minka. Þar var ákveðið, að ríkissjóður skyldi borga framvegis tvo-þriðju hluta kostnaðar. Töldu allir það vel ráðið. Áður voru það hrepparnir, sem kostuðu refaeyðingu að mestu einir.
Í þessum lögum var aftur á móti annað, sem menn deildu um og ávallt síðan. Það var ákvæði 11. gr. um „að skylt væri að eitra fyrir refi og minka”. Þetta valdboð Kom í meira lagi illa við þá, sem höfðu — af áratuga reynslu — verið vitni að því, að bitdýrum fjölgaði stórlega á þeim svæðum, sem eitrað hafði verið að staðaldri fyrir refi, með stryknineitri. Og nú fengu þeir líka sitthvað að heyra.
19. marz 1964, var samþykkt á Alþingi að breyta ákvæði 11. gr. fyrrn. laga á þessa lund: „Fresta skal að framkvæma ákvæði 11. gr. laganna um eitrun fyrir refi og minka næstu fimm ár. Jafnframt er bannað að eitra fyrir þessi dýr á sama tímabili. Það er með öðrum orðum bannað að eitra fyrir refi til 19. marz 1969.
Ástæðan fyrir þessari lagabreyt ingu var fyrst og fremst sú, að náttúruunnendur, sem fylgdust vel með arnarstofninum íslenzka, sönnuðu, svo ekki varð um deilt, að eitruð hræ, sem fyrst og fremst voru ætluð refum, voru á góðri leið með að gjöreyða arnarstofninum. Með því að hætta að bera út eitruð dauðyfli, næstu fimm árin, var gerð mjög virðingarverð tilraun til að bjarga arnarstofninum.
refur-223Tillaga var lögð fram um breytingu á lögum nr. 52, 5. júní 1957, um eyðingu refa og minka.
11. grein laganna falli niður, en í stað komi: „Stjórnum sveitar- og bæjarfélaga er heimilt að eitra fyrir refi og minka, ef nauðsyn ber til, samkvæmt fyrirmælum veiðistjóra og stjórnar Búnaðarfélags Íslands. Óheimilt er að eitra í hræ eða dauðyfli á víðavangi. Hið eitraða agn skal vel falið í gjótum eða holum, þannig að ekki sjáist úr lofti eða þótt gengið sé nærri eiturstaðnum.
Grenjaskyttum er heimilt að eitra fyrir yrðlinga í grenjum, þó skal eigi gripið til þess ráðs, fyrr en önnur ráð hafa brugðizt.
Oddvitum og bæjarstjórum skal látið eitur í té gegn skriflegri umsókn samþykktri af veiðistjóra. Lyfjaverzlun ríkisins annist sölu (dreifingu) eitursins, samkvæmt fyrirmælum landbúnaðar- og heilbrigðismálaráðuneytisins.” 7. grein reglugerðar um eyðingu refa og minka breytist í samræmi við ofanritað.
Greinargerð: Hinn 12. marz 1964 voru samþykkt á Alþingi lög um að fresta eitrun fyrir refi og minka næstu fimm árin. Eiturbannið fellur því úr gildi hinn 12. marz n. k. Í lögum og reglugerð um þessi mál, er sveitar- og bæjarstjómum gert skylt að eitra fyrir refi og minka.
Þessum lagaákvæðum er mjög hæpið og óvarlegt að framfylgja, og væri því æskilegra, að um eiturheimild væri að ræða, en ekki lögboðna skyldu.
Að fenginni 5 ára reynslu, sem eiturbannið hefur staðið, mælir margt á móti því að framlengja eiturbannið eða afnema með öllu eituraðgerðir fyrir refi og minka.”

Heimild m.a.:
-Landvernd, nr. 7 (1980) – Villt spendýr, bls. 70-73: Saga refaveiða, Páll Hersteinsson.