Eitrun fyrir refi

Eitur

Í Dýraverndaranum árið 1957 er m.a. fjallað um þá umdeildu ráðstöfun að eitra fyrir refi:
„Hinn 9. nóvember 1956 birti Þorsteinn Einarsson, ritari Dýraverndunarfélags Íslands, grein í Morgunblaðinu um eitrun þá, sem fjáreigendur í Reykjavík og nágrenni hugðust stofna til í fullkomnu refagildra-339heimildarleysi og í vanþökk bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þorsteinn benti þar meðal annars á, hver óhæfa væri að eitra, meðan leyfðar væru rjúpnaveiðar og búast mætti við, að skotmenn hirtu eitraðar rjúpur, legðu þær sér og sínum til munns eða seldu þær náunganum. Bændur virtu að vettugi fundarboðun fjáreigenda í Reykjavík og nágrenni, og fór ekki fram nein eitrun fyrr en nokkru eftir áramót. Grein Þorsteins vakti mikla og verðuga athygli.
Morgunblaðið birti, hinn 23. desember 1956, grein eftir Þórð bónda Halldórsson á Dagverðará í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi, og er fyrirsögn greinarinnar: AUir refirnir orðnir dýrbítir og minkaplágan brátt verri en mæðiveikin. Hann færir rök fyrir því, að með því að minkurinn eyði fuglum, þá hafi refurinn orðið að leita sér meira on áður bráðar í hjarðir bændanna. Hans reynsla er sú — eins og raunar allra annarra, sem ekki eru hreinir og beinir fáráðar í þessum sökum, að alls ekki allir refir hafi verið dýrbítir, og ræðir hann einkum ráð til útrýmingar minkunum, sem fengið hafa — að mestu í friði fyrir forsjármönnum búnaðarins í landinu — að auka kyn sitt og nema nýjar og nýjar lendur. Ráð hans eru sýklahernaður (minkapestarsýklar) og gildrur. Séu gildrurnar búr, þar sem hænsn séu agnið — og þannig um búið, ao hænsnin þurfi ekki að hungra eður þyrsta. Má af þessu marka, að Þórður leggur ekki mikið upp úr gagnsemi eitrunar fyrir refi eða minka.
refur-338Í Tímanum birtist 4. janúar þ. á. grein, sem Hinrik Ívarsson, bóndi í Merkinesi í Höfnum í Gullbringusýslu hefur skrifað. Greinin heitir Eitur eða skot. Hinrik er reyndur og slyngur veiðimaður, og kemur það fram í grein hans, að hann er á sömu skoðun og aðrir, sem bezt þekkja til tófunnar og háttalags henriar. Hann segir meðal annars: „Staðreyndin er, að við drepum ekki bitvargana á eitruðum hræjum.“ Það er með öðrum orðum skoðun hans, að eitrun fyrir refi nái alls ekki tilgangi sínum. Hann bendir á í grein sinni, að hæpið sé að þakka eitrun fækkun refanna um síðustu aldamót. Þá hafi gengið magnað hundafár, og muni það hafa átt drýgstan þáttinn í fækkuninni. Hinrik telur, að grein Þorsteins Einarssonar hafi frekar miðað að verndun manna en refa — og við eyðingu refa megi ekki gæta mannúðar, heldur grimmdar, því að refurinn berjist fyrir tilveru sinni með miskunnarlausu stríði. Þeir, sem draga í efa rök okkar dýraverndunarmanna fyrir gagnsleysi eitrunar gegn refum, ættu að mega treysta orðum Hinriks, sem sannarlega vill tæfu feiga, en er okkur þó fyllilega sammála.
refabyrgi-337Hinn 17. janúar 1957 var í Tímanum grein eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi, sem hann kallar Eitrun fyrir tófur á víðavangi á eftir að hefna sín geipilega. Guðmundur skorar á fróða menn að upplýsa, „hvort nokkurn tíma hefir nokkur dýrbítur verið unninn með eitri.“ Hann segir það staðreynd í sínu byggðarlagi, „að aldrei voru skæðari dýrbítir en á meðan sem kappsamlegast var eitrað.“ Hann lýsir því og yfir, að hann telji eitrun ómannúðlega, og þar sem hún sé gagnslaus, eigi að leggja hana niður og beita skotvopnum við útrýmingu refa.
Í Morgunblaðinu 23. desember 1956 er grein, sem heitir Er konungur íslenzkra fugla að deyja út? Aðalþættir þessarar greinar eru umsagnir þeirra dr. Finns Guðmundssonar og Magnúsar Jóhannssonar útvarpsvirkja, en hann er frá Skjaldfönn á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp, og við Ísafjörðinn hafa ernir löngum orpið. Báðir þessir menn segja, að örninn sé að deyja út, sé að týnast íslenzkri náttúru eins og geirfuglinn. Orsakirnar eru þeir sammála um. Telja þeir þær vera:
1. Eitrun fyrir refi.
2. Fullorðnir fuglar hafi verið skotnir, eggjum verið rænt og ungar drepnir.
Magnús nefnir ákveðin dæmi þess, að ernir hafi drepizt af eitri, enda eru þeir hræætur. Grein þessi er mjög alvarleg aðvörun til þjóðarinnar um að standa vörð um þær litlu leifar arna, sem ennþá hjara hér á landi, og þá fyrst og fremst ásökunarþrungin áskorun um að hætta að eitra fyrir refi.
Guðmundur Einarsson málari og myndhöggvari birti í Tímanum 23. janúar s.l. grein, sem hann nefnir Eigum við að eitra fyrir landvætti? Feitletrað upphaf greinarinnar er þannig: „Enn sígur á ógæfuhliðina hjá erninum á Íslandi, og munu nú vart yfir 20 fuglar á lífi eða orpið í 7—8 hreiður.“ Ennfremur segir höfundur: „Ég hygg að almennt geri landsmenn sér ekki ljóst, hvað okkar fábreytta dýralíf hefur misst, ef örninn verður aldauða á Íslandi. Er hann þó einn landvættanna.“ Enn stendur í þessari grein: „Eitrun hreinræktar dýrbít, því það eru refirnir, sem sízt eru hræætur.“
Þessi mikilhæfi listamaður kann manna bezt að meta tign og fegurð íslenzkrar náttúru og hefur reynzt mjög áhugasamur um náttúruvernd. Hann er á sama máli og þeir menn í bændastétt, sem bezt þekkja refinn, eðli hans og lifnaðarhætti.“

Heimild:
-Dýraverndarinn 43. árg. 1957, 1. tbl., bls. 14-15.

Eldvörp

Leiðigarður fyrir tófu í Eldvörpum