Refagildra

Í Litla-Bergþór árið 1933 er m.a. fjallað um veiðar á “Holtaþór”:
“Þó lágfætt sé, þá er tófan afskaplega greint og útsjónarsamt dýr sem lætur ekki hvern sem er snúa á sig og því eru reynslan og þolinmæðin oft það sem miklu máli skiptir til að hafa vinninginn í skákinni. Venjulega tekur tvo til þrjá sólarhringa að vinna greni, en stundum kemur fyrir að það tekst á einum gangi sólar. En ef átt er við mjög stygg og erfið dýr sem kynnst hafa vondu af manninum og sloppið naumlega frá honum, þá getur þetta farið upp í allt að fimm sólarhringa. Margir þættir hafa áhrif á það hvernig gengur á grenjum og hefur veður mikið að segja. Best er að koma að greni í þurru og björtu veðri og góðu logni. í vætutíð er skyggni yfirleitt minna og vosbúðin meiri. Eins er rokið ekki mjög heppilegt því tófan er ákaflega lyktnæm og vindurinn getur borið með sér lykt af manni sem ofurnæmar nasir skolla skynja úr ótrúlega mikilli fjarlægð.
refabyrgi-221Alltaf er byrjað á að athuga þau greni sem næst eru byggð því þegar tófan heldur til svo nálægt sauðfé, þá er alltaf hætta á að hún fari að bíta þegar lambánum er sleppt út að vori. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þess að rebbi færi bú sín svo niður í byggð sem raun ber vitni. Stór þáttur í því hlýtur að vera að búskaparhættir hafa breyst mikið. Nú er sauðfé haldið meira og lengur inni við, en áður fyrr voru ær kannski að bera í nálægð við grenin. Einnig hefur sauðfé fækkað og í kjölfar þess er minna um mannaferðir í högunum, svo tófan hættir sér nær en áður. Svo er miklu minna af rjúpu á hálendinu en áður var, en hún er ein aðalfæða tófunnar. Svo sjálfsbjargarviðleitnin og fæðuleitin eiga sinn þátt í þessu. Eins hefur öll umferð um hálendið stóraukist og friðurinn því ekki sá sami og áður fyrir hið villta dýr.”
Í Andvara árið 1900 er fjallað um refaveiðar á grenjum: “Refadráp á grenjum og ráð til að ná út yrðlingum. Á gren, er liggja í heimalöndum eða búfjárhögum, er ætíð bezt að fara síðla dags, og einkum um þann tima, sem fé er rekið saman; því oft skeður, er refir eru í slíkum grenjum orðnir svo hund- og mannvanir, að þeir hrökkva við smalamensku heim á grenin. Er þá oft heppilegt fyrir skyttuna, að vera komin á undan þeim, þar þau þá eru grunlaus um mannkomu heima, en hlaupa að greninu með hraða. Þá skyttan kemur á grenið, skal ætíð fara að öllu með mestu varúð. Láta engan hávaða heyrast heim á grenið, og koma ætíð móti vindi, svo enga lykt leggi heim. Skyldi svo leynast við stein eða harð ögn frá greninu og bíða lítið eitt til njósna. Verði skyttan einskis vör, gengur hún heim að greninu með þeirri varúð, að ekki heyrist fótatak, velti til steinn eða annar hávaði heyrist. refur-221
Leggjast síðan niður að þeim munnanum, sem mestur umgangur virðist um, en liggja þarf ætíð svo haganlega með hendur og fætur, að fljótlega verði gripið til ef með þarf í inngangsmunnanum skal skal gapa og hvæsa eftir móðum hundi, svo títt og þungt, sem unt er. Þetta líkist því, þá dýrið kemur hlaupmótt úr ferðalagi sínu. Takist þessi eftirherming, heyrist samstundis þrusk inni í greninu. Skal þá fara með hægð úr grenmunnanum, en láta þó sömu mæði heyrast inn, og blanda þar við eins konar vinahljóði, lágu, en skræku, til að herðaá yrðlingunum út. Koma þeir þá tíðast allir út ýlfrandi, og þarf þá að viðhafa snarræði að taka þá, því oftast er þá annað eða bæði dýrin samstundis komin í skotmál, ef þau hafa heyrt til yrðlingaima. Komi bæðidýrin í senn, er áríðandi að skjóta fyrst hið styggara, sem strax er augljóst, hvort er. Lendi skotið fyrst á gæfara dýrinu, er venjulegast mjög ilt að ná hinu á eftir. Þar á mót hefir oft lánast, að ná hinu gæfara samstundis á eftir með því að veita því litla eftirför, eða láta yrðlingana kalla það lieim, sem gerist þannig: Er yrðlingarnir hafa verið teknir, eru þeir látnir í poka, en gæta verður að þeir hafi nóg rúm. Síðan eru þeir bornir á þann stað, sem skyttan hefir aðsetur sitt. Þar eru þeir látnir i næði, meðan mesta hræðslan hverfur, svo þeir fái matarlyst. Þeim er þá gefið volgt fuglakjöt, sem þeir þó þvi að eins eta, að vel sé farið með þá og hræðslan sé litil. Sé þar á mót iíla farið með þá, verða þeir ónýtir til að kalla dýrið að, eða jafnvel drepast úr hræðslu. Lánist að fá þá til að eta, hverfur hræðslan svo, að hægt verður að ganga úr skugga um, hverjir eru kjarkbeztir. Hinir eru svo drepnir, en þessir eru æfðir við meðferðina, sem má eigi vera harðneskjuleg, heldur verður að fara að þeim með lagi. Loks skal taka í eyru þeim, og blása stutt og snögt framan í þá. Þegar þeir þá aðeins ljúka upp gininu, en þegja, skal klípa snögt í eyrun og blása títt framan júní þar til skrækur kemur. Á þessu verður svo að herða, þar til hljóðin verða jöfn. Rennur þá dýrið að með hraða, og oft svo, að það er í 4—5 faðma færi. Þessi aðferð mun oftast sjálfsögðust við að ná síðara dýrinu undir þessum kringumstæðum.
refur-222Vanalega má fara nærri um, hvaðan refir koma að grenjum, þótt logn sé, og fer þá eftir því, í hvaða átt frá greninu sýnist vænlegast til fanga fyrir þá. Sé t.d. bygð annars vegar við grenið, skal skyttan leynast í gagnstæðri átt. Oft ber við, að grenjadýr leggjast á lambfé, Þegar fram á vorið kemur, þá þau eiga gren nálægt hygðum, t. d. í fjallshlíðum; en við slík gren er oft ilt um fylgsni fyrir skyttu og vökumann á hentugum stað í nánd við grenið. Á slíkum grenjum verður ætíð að hafast við fyrir ofan grenið. Standi þar að auk svo á, að vindur standi á hlið eða logn sé, má telja þess konar gren auðunnið. Bólstaðurinn er þá tekinn við stein eða í laut í hæfilegri skotmálsfjarlægð. Skal svo hlaða veggur steinum og gamburmosa, og láta það snúa að greninu, er upp snýr á jörðunni, svo engin litbreyting sjáist á garðinum frá jörðinni í kring. Á sama hátt skulu öll skotvirki útbúin. Þá liggja þarf á grenjum eða við þau að bíða dýranna, skal varast að vera á flakki á nóttunni, fyr en vissa er fyrir, að þau hvarfli ekki heim fyr en eftir dagmál. Þótt vanalega megi hepnast að dýrin verði með þessari aðferð ekki mannvör á nóttunni, ber oft við, að slíkt kemur fyrir að degi. Verður skyttan þá að taka þau úrræði, að vera þar eftir sem mest á gangi, en vökumaður heima. Þegar svo líður á daginn og dýrið sér manninn smámsaman, fer það að öskra, sem á að merkja, ef það vill reka manninn á burtu. Við fyrsta hljóð skal hlaupa nokkur fet aftur á bak. Þegar svo dýrið hljóðar aftur og meira en áður, á maðurinn að kippast ætið lengra, og standa hálfboginn. Mun þá tæfa hlaupa spölkorn, og gribba sig betur. Þá skal stökkva lengra en áður og detta flatur; mun hún þá enn espa hljóðin. Þannig verður skyttan að smáfæra sig með sömu aðferð, og stöðugt undan vindi, en lengja sprettina eftir því, sem dýrið sækir fastara að, þar til færi gefst þannig, að leiti ber af, og að öðru leyti hentugast þykir. Skal þá skjótast með hraða áfram, og svo þvert til annarar hliðar, og leggjast þar í leyni undir steini eða í gjótu. Kemur svo dýrið á eftir með flýti, ýmist skimandi eða lyktandi, með trýnið niður við jörð, eftir mannsförunum. Þegar dýrið svo kemur á krókinn á slóðinni, verður skyttan að vera viðbúin að senda skotið.
refaspor-221Enn eru sum grendýr, sem liggja í leyni og láta ekki á sér bera. Þessi dýr eru auðfundin á fuglakvaki, því lóur og spóar fylgja þeim í flokkum, einkum þá egg þeirra fara að unga. Má þá heyra upp á hár, hvar dýrin leggjast, sem ætíð er undan vindi frá fuglakvakinu. Sömuleiðis má næstum ætíð í þoku vita um ferðalag dýranna, með því að veita öllu þessu nákvæma eftirtekt. Skal þá ætið hlaupa í tíma nógu langt undan vindi frá greninu, áður en dýrið kemur í ljós. Þar skal leggjast, þar til heyrist eða sést, hvert dýrið stefnir, því þar eftir verður að færa sig.
Enn er að minnast á þau dýr, sem styggust eru og verst viðureignar fyrir þá sök, að þau hafa sloppið af grenjum og mætt hvekni fyrirfarandi ár, og eru þau dýr vanalega hinir mestu bitvargar. Gren þeirra eru vanalega fjarlæg bygðum, og aldrei skyldi yfirgefa þau úr því fundin eru, sem bezt er og með öll gren, fyr en skytta er fengin, sé hún ekki með í fyrstu. Við þessi gren er það sérstakt, að leggjast skal heima á þau, því eigi þarf að vonast eftir dýrum þeim nær greninu en stekkjarveg eða stutta bæjarleið frá, hvar þau helzt staðnæmast á hólum og hábörðum. Þegar fyrstu nótt, sem legið er á greninu, heyrast óhljóð og öskur frá dýrunum, og verður þá að veita nákvæma eftirtekt, hvar þau hafa oftast viðnám, sem vanalega er við steina eða urðarhryggi. Þangað skal svo fara daginn eftir og hlaða upp mosabyrgi, sem áður er um getið, sem skotvígi. Þegar skyttan flytur í byrgið að kveldi, skal hún ásamt vökumanni ganga undir ábreiðu og hafa með sér yrðling. Skyttan legst svo í byrgið, en vökumaður snýr með yrðlinginn heim á grenið aftur þá leið, er honum er tilvísað, og hefir hávaða nokkurn á leiðinni. Bezt er að flytja með sér vanda yrðlinga á gren þessi, einkum ef mishepnast kynni að ná þeim úr greninu. Þegar svo yrðlingurinn hjá vökumanninum hljóðar dýrin að, þá náttar, munu þau vinnast úr byrginu, þótt eigi verði ætið bæði hina sömu nótt.”

Heimild:
-Litli-Bergþór, 14. árg. 1933, 3. tbl., bls. 11.
-Andvari, 25. árg. 1900, 1. tbl., bls. 129-133.

Klofningar

Klofningar – greni.