Eldborgir undir Geitahlíð – skilti
Við bílastæði Stóru Eldborgar við gamla Herdísarvíkurveginn undir Geitahlíð er skilti með yfirskriftinni „Eldborgir undir Geitahlíð“ og eftirfarandi upplýsingum:
„Stóra og Litla Eldborg eru syðstu eldvörp á yfirborði í Brennisteinsfjallakerfinu. kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma (síðustu 12.000 ár). Eldborgrinar eru myndarlegir gjallgígarr sem mynduðust í skammvinnum gosum á hringlaga gosopum eða stuttum sprungum. Þar gaus þunnfljótandi kviku með nokkurri kvikustrókavirkni.
Eldborgirnar ná eingöngu að myndast við hraungos og því er augljóst að jöklar voru ekki til staðar á Reykjanesi þegar eldsumbrotin urðu, en jöklar lágu síðast yfir Reykjanesi fyrir um 10.000 árum. Geitahlíð er aftur á móti móbergsstapi, myndaður við eldsumbrot undir jökli á jökulskeiði síðustu ísaldar. Stóra Eldborg og Litla Eldborg eru hluti af gígaröðum sem mynduðust með 1000 ára millibili. Stóra Eldborg er eldri og talin vera um 6000 ára og Litla Eldborg um 5000 ára.
Svæðið var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987 og eru eldborgirnar með fegurstu gíga Suðvestanlands. Stærð náttúruvættisins er 1200,5 hektarar.
Minjar eru á svæðinu og finnast hér þrjár dysjar. Talið er að tvær þeirra tilheyri systrunum Krýsu og Herdísi, en sú þriðja er nefnd smaladys.
Hér er einnig gömul þjóðleið, Herdísarvíkurgata.
Vinsamlegast gangið á skilgreindum stígum til að hlífa jarðmyndum og gróðri.
Náttúrvættið er í Reykjanesfólkvangi og hluti af Reykjanesjarðvangi.“












