FERLIR lagði í lok marsmánaðar (2010) land og jökul undir fót og hélt að eldsupptökum gosstöðva á Fimmvörðuhálsi.
EldurGosið kom reyndar upp á Hruna í Goðalandi, en ekki á hálsinum sjálfum. Fetuð voru spor á Mýrdalsjökli upp í allt að 1.504 m.h.y.s., framhjá gígopi Kötlu og inn á berangurshálsinn millum Mýrsdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Leiðangursstjóri var Kári Björnsson, fumlaus með öllu, enda ekki lagt að sækja það (sonur Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings [Extreme Iceland]).
Um var að ræða gos er varð á sprungurein á tiltölulega afmörkuðu svæði. Gosið er að mörgu leyti líkt bæði Heymeyjargosinu (1973) og Surtseyjargosinu (1963), a.m.k. er um samskonar frumstætt “sjávarhraun” að ræða að mati jarðfræðings af frönskum ættum er var með í för. Samferða var einnig enskur fasteignasali, sem af einhverri ástæðu hafði sérstakan áhuga á eldstöðinni – hvað s.s. það táknar til lengri framtíðar er litið…
Annars var megintilgangur ferðarinnar að líta á og heyra í þessari nýfæddu systureldstöð þeirra fjölmörgu eldri er enn má sjá á Reykjanesskaganum.

Fimmvörðuháls

Á Fimmvörðuhálsi.