Gengið var um ~7200 ára Gálgahraunið að vestanverðu.
Komið var m.a. inn á augljósa forna götu er ekki var að Hraunkarlsjá í fornleifaskráningu um svæðið, þrátt fyrir stórkarlalegar áætlanir um vegagerð í hrauninu. Reynslan hefur sýnt að fornleifaskráningum
 almennt er verulega ábótavant. Þrátt fyrir það hafa ákvarðanir hingað til verið teknar á úrvinnslu þeirra!!!
Gatan kom inn á Fógetastíginn svonefnda, hina gömlu leið millum Bessastaða og Reykjavíkur fyrrum. Víða eru tilkomumiklar hraunmyndanir, ekki síst þær er meistari Kjarval framlengdi á ógleymanleg listaverk (Gálgahraun).
Lengi voru munnmælasögur um bein í skútum í hrauninu við Gálgakletta, en Gísli Sigurðsson telur líklegt að sakamenn hafi að henginu lokinni verið dysjaðir í Gálgaflötinni skammt norðan við Gálgakletta. Nyrst risu hinir tilkomumiklu Klettar, en krummi hafði gert sér lítið fyrir og gert sér lítilmátlegan laup í einum þeirra.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.