Garður

Í “Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)“, frá árinu 2008 má fræðast um eftirfarandi varðandi landamerkjaletursteina í landi Vara og Rafnskelsstaða í Garði:

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

“Er þar jarðfastur steinn LM. Svo norður með höfðanum í stein merktan LM við norðurenda höfðans. Er þá Brekkuland búið,” segir í örnefnalýsingu. Landamerkjasteinn milli Brekku og Vara er utan í Brekkuhöfða norðaustanverðum, um 60 m norðan við landamerkjastein.
Stór og aflangur, jarðfastur klettur. Leifar af landamerkjagarði liggja utan í höfðanum, óljósar þó.
Áletrunin LM er fremst eða austast á steininum, ofan á honum. Stafirnir eru mjög svipaðir og á steini, hvorutveggja hástafir, einfaldir að gerð og um 10 cm háir.

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

“…sjónhending upp á þjóðveginn. Þá norður með þjóðveginum, þar til kemur að stórum steini merktum við þjóðveginn,” segir í örnefnalýsingu.
Steinninn er um 390 m suðsuðvestur af Vörum, á suðvesturhornmörkum jarðarinnar. Um 20 m sunnan við steininn er íbúðasvæði í byggingu.
Steinninn hefur naumlega sloppið við íbúðaframkvæmdir, um 20 m sunnar. Steinninn er við vesturenda garðs.
Steinninn er jarðfastur, um 0,6 m á hæð. Letrunin er höggvin í norðurhlið hans, og er um 0,1 x 0,15 m að stærð. Á honum stendur LM með hástöfum.
L-ið hefur króka á endunum.

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

“Er þar jarðfastur steinn LM. Svo norður með höfðanum í stein merktan LM við norðurenda höfðans. Er þá Brekkuland búið,” segir í örnefnalýsingu. Syðri landamerkjasteinninn í Brekkuhöfða er í horni landamerkjagarðs, um 110 m vestur af bæjarhól.
Á þessum stað eru nokkrir jarðfastir klettar í þyrpingu utan í höfðanum.
Áletrinin er ofan á flatasta steininum sem er nokkuð mosavaxinn en virðist hafa verið kroppað ofan af honum. Áletrunin er LM og stafirnir einfaldir að gerð, um 10 cm háir. Grunnt er rist.

Áletrun – landamerki

Garður

Rafnkelsstaðir – landamerki (ML).

Merkjasteinn er inn í Grænugróf, neðst í grófinni, á bakkanum við fjöruna. Hann er um 670 m suðaustur af Rafnkelsstöðum og markaði land jarðarinnar til austurs.
Steinninn er á grýttum hluta neðst í grænni grófinni. Áletrun á steininum er afar greinileg, en hann er merktur ML í stað LM sem er á öðrum merkjasteinum í Garðinum.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna), Reykjavík 2008.

Garður

Garður – landamerki ofan Vara.