Grindavík – vetrarvertíð

Allar leiðir liggja til Grindavíkur„, sagði leiðsögumaðurinn, sem hvað gjörla þekkti landið sitt; Ísland.
Framangreint var gjarnan mælt í upphafi vetrarvertíðar fyrrum.
i landÍ Lesbók Mbl. þann 1. okt. árið 1955 lýsti séra Gísli Brynjólfsson Hópinu í Grindavík: „En sú kom tíðin, að Hópið í Grindavík varð Grindvíkingum til annarra og meiri nytja heldur en hrognkelsaveiða
. Nú má segja að Hópið sé lífæð plássins, undirstaða tilverunnar á þessum uppgangsstað. Nú er Hópið ein sú bezta höfn á landinu þar sem stærstu fiskiskip geta farið hindrunarlaust út og inn. Í staðinn fyrir opna og erfiða brimlendingu smárra báta – er nú öruggt lægi stórra skipa, sem leggjast upp að bryggjum og bólverkum, þar sem er öll hin fullkomnasta aðstaða til útgerðar.
Þessi bylting í útgerðaraðstöðunni hefur valdið miklum breytingum í „byggðaþróun“ Grindavíkur.“
Vetrarvertíðin fyrrum stóð frá kyndilmessu, 2. febrúar, til 11. maí. Þá var mikil hofn„umferð“ árabáta um verstöðvarnar hvarvetna. Á vetrarvertíð í dag, árið 2010, er hún reyndar engu minni. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Hópinu á sunnudagsfebrúar-mánuði þegar línubátarnir voru að koma að, hver á fætur öðrum. Segja má að bátar þessir haldi uppi merki fornvertíðanna, enda mikilvægið síst minna en áður var, hvort sem horft er á afkomu íbúanna eða þjóðarbúsins alls.
Ef tíminn hefði staðið í stað myndi afla þessara báta hafa verið seilað í land úr vörunum; Fornuvör, Suðurvör, Norðurvör, Skökk og Staðarvör, skipt og verkaður á staðnum. En þar sem tíminn hafði færst fram til nútíma var aflanum nú skipað í land í körum með krönum frá bryggju, lyftarar notaðir til að forfærslu og hann ísaður og færður í hús. Bryggjugjöld þarf að greiða skv. gjaldskrá. Svo góð er tæknin og svo góðar hafa gæftir verið, að í stað ótakmarkaðrar handfæraveiðinnar fyrrum, koma aflatakmarkanir nú – löngu fyrir hin gömlu vertíðarlok.
Grindavík