Hetturvegur

Krýsuvíkurfjöll eru samnefni á fjöllunum á Sveifluhálsi ofan við Krýsuvík, s.s. Hettu, Hatti, Baðstofu, Hverafjalli og Engjafelli. Þá kemur örnefnið Smjördalahnúkur einnig við sögu.
Sveifluhals-gatnakerfiÍ örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir svæðið má m.a. lesa eftirfarandi: “Norður frá Drumbsdalavegi mun hálsinn hafa heitið Móhálsar, þótt það nafn sé nú glatað. Norður á hálsinum, á móts við Gestsstaðavatn, eru hnúkar og hæðir, sem mig vantar nafn á, og ef til vill eru þeir nafnlausir. Tekur þar við fjall það, sem heitir Hverafjall. Í Hverafjalli eru margir smádalir með hverum, bæði vatnshverum og brennisteinshverum, og heitir það svæði Hveradalir. Nokkuð suður og vestur frá Hatti er hæsti hnúkurinn þarna, og heitir hann Hetta. Er líkast, að hér sé komin allstórvaxin risafjölskylda.”
Ætlunin var að skoða Krýsuvíkurfjöllin og feta m.a. Ketilsstíg, Hettuskarðsstíg og nefndan Smjörbrekkustíg.
HettustigurÞegar örnefnalýsing Ara Gíslasonar er skoðuð er ekki að sjá framangreindan Hettuskarðsstíg. Þar segir: “Þá er vegur, sem heitir Hettuvegur eða Móhálsavegur. Ekki kann eg að staðsetja veg þennan.” Ari minnist ekki á Hettuskarð eða Hettuskarðsstíg. Þá getur hann ekki um Smjörbrekkur, Smjördalahnúk eða Smjörbrekkustíg. Annars staðar á vefsíðunni er sérstaklega fjallað um nefndan Hettuveg.
Gísli Sigurðsson getur um Hettuskarðsstíg í sinni örnefnalýsingu: “Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur.”
SmordalahnukurGísli segir Hettuskarð vera vestan Hettu, en minnist ekki á Hettuveg, sem mun að öllum líkindum vera einn og sami.
Þá segir Gísli: “Niður undan brekkunni voru Seltúnsbörðin. Á einu barðinu var brennisteinshrúga, sem ekki hafði verið flutt burt er síðasta ferðin í Námur þessar var farin. Hér litlu vestar var Engjafell og þar var Engjafellshver. Neðan undir Engjafelli eru Vaðlarnir. Þá er komið að Vaðlalæknum. Upp með honum er farið og er þá komið í Hveradali. Þar var námagröftur í Hveradalanámum. Má enn sjá dálitla hrúgu brennisteins í Hveradalabrekkunni, sem ekki hefur verið hirt þegar námavinnslan hætti. Upp Námahvamminn lá Námastígurinn frá fyrrnefndri hrúgu upp þangað sem brennisteinninn var tekinn. Hér voru líka Smjörbrekkur. Smjörbrekkustígur upp í Smjörbrekkuskarð. Ketilsstigur 27Upp frá Hveradölum til suðurs var brött brekka, Baðstofubrekka, en þar uppi voru klettar með sérkennilegri lögun. Eru þeir nefndir Baðstofa af lögun sinni, en þeir eru eins og burstir tvær og gnæfa við himinn. Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar fram undan er Gestsstaðavatn.”
Ennfremur segir Gísli: “Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm.

Hetturvegur 28Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og tekur þar við læk úr Hettu og Hettumýri og nefnist þá Hettumýrarlækur. Enn bætist lítill lækur við, kemur í Kringlumýri og Kringlumýrartjörn með hnúkinn Slögu á hægri hlið þegar vestur er haldið. Síðan rennur lækur þessi um lægð er nefnist Bleikingsdalur.”
Þar með er að öllum líkindum komin nokkuð heilstæð mynd á gatnakerfið á Sveifluhálsi umleikis og norðaustan Hettu. Ketilsstígur lá yfir Hálsinn frá Katlinum, framhjá Arnarvatni að Seltúni. Hettuvegur og Hettuskarðsstígur er einn og hinn sami; lá frá Krýsuvíkurgötunni frá Sveiflu um Hettuskarð og niður með vestanverðri Hettu. Neðst greindist hann í tvær áttir, annars vegar niður gildrag til vesturs þar sem gatan lá síðan til norðurs að Vigdísarvöllum og hins vegar áfram til norðurs upp dalverpi og ás uns komið var niður á Undirhlíðarveg.

Smérbrekkustígur

Smérbrekkustígur.

Smjörbrekkustígur lá upp Smjörbrekkur norðan Hettu inn á fyrrnefndan Krýsuvíkurveg um Sveiflu. Þar neðanvert lá vegurinn inn í Smjördali og er Smjördalahnúkur ofan þeirra, svo til beint vestur af Arnarvatni á vesturmörkum Sveifluháls. Sjá má Smjörbrekkustíg austan og niður með norðanverðri Hettu.

Hetta-21Líklega er einungis um að ræða götu frá Krýsuvík í dalina. Skoða þarf betur hvort einhverjar tóftir kunni að leynast í Smjördölum, en svæðið virðist um langt skeið hafa verið jarðhitasvæði og því umbreytingum háð. Hugsanlega gæti stígurinn hafa tengst brennisteinsvinnslu, en það á eftir að kanna líkt og annað þarna í dölunum. Í Kringlumýri er, að öllum líkindum, leifar elstu selstöðu á Reykjanesskaganum. A.m.k. er og verður það tilefni til enn einnar FERLIRsferðarinar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ari Gíslason – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Arnarvatn

Arnarvatn.