Saltfisksetur

Segja má með sanni að Saltfisksetur Íslands sé ein ein mest áberandi skrautfjörður Grindvíkinga um þessar mundir – ljóslifandi saga sjómennskunnar frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa Þurrbyrgidags.
Eldri minjar fiskþurrkunar er víða að finna í umdæmi Grindavíkur, s.s. á Seltöngum, við Nótarhól við Ísólfsskála, í Slokahrauni í Þórkötlustaðahverfi, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, við Síkin á Hópsnesi, við Brunnana í Járngerðarstaðahverfi og á Hvirflum í Staðarhverfi.
“Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, vað saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegnum tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina, ” segir í kynningu á sýningu Saltfisksetursins í Grindavík, en þar er ekki aðeins farið yfir sögu saltfiskverkunar á Íslandi heldur fléttast saga sjómennsku og þróun skipa og veiða er rakin.

Saltfisksetrið

Sýningin er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið var opnað árið 2002 og kemur því í stað safns og hefur verið miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Saltfiskverkun

Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum, alls 510 m2. Grindavíkurbær var leiðandi aðili við byggingu setursins í samstarfi við stofnendur þess og aðra styrktaraðila. Bygging hússins var í höndum Ístaks hf, en hönnuðir sýningarskálans voru Yrki s/f arkitektar. 

Salfiskssetur

Í Salfiskssetrinu.

Samningur var gerður við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Saga  salfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Tæknin kemur við sögu þar sem notast er við sjónvörp á gólfum, sýningartjald á vegg, stærri sjónvörp og DVD spilara. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð.
Saltfisketrið er stór framkvæmdaraðili í Sjóarnum síkáta þar sem fjölmörg hátíðaratriði eru haldin í húsinu eins og fram kemur í veglegri dagskrá hátíðarinnar (menningarviðburðarskrá Grindavíkur).”
Segja má með nokkrum sanni að fáir aðfluttir Grindvíkingar virðast gera sér fullkomna grein fyrir þýðingu Salfisksetursins sem sögulegs minjasafns. Til áminningar má geta þess að á árum áður snart verkun þessi sérhvern fingur og sérhverja taug í líkama sérhvers íbúa þorpsins – svo nátengd var tilfinningin búsetunni að ekki var á milli skilið.

Heimild:
-Sjóarinn síkáti – fjölskylduhátíð í Grindavík 1.-3. júní 2007, bls. 4.

Saltfisksetrið