Gvendarbrunnar I

Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga.
Á árunum 1904-1905 hafði bæjarstjórn fjármagnað boranir í Vatnsmýrinni sem reyndust árangurslausar. Vatnið sem upp kom reyndist heitt og óhæft til drykkjar. Við boranir fannst einnig gull og samkvæmt efnarannsóknum var þar að finna ágætis gullnámu.
Guðllæðið í Reykjavík var skammlíft en áfram hélt undirbúningsvinna að vatnsveitu sem markaði tímamót með kaupum bæjarstjórnar á Elliðaánum.
Árið 1908 hófust framkvæmdir á vatnsleiðslu frá Elliðaánum og Gvendarbrunnum. Ári síðar voru leiðslurnar tengdar og vatnsveita í Reykjavík orðin að veruleika.