Hlemmur

Hlemmur
Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur (Árbæjarsafns); “Húsakönnun Snorrabraut – Hverfisgata – Rauðarárstígur – Laugavegur” árið 2004 eftir Páll V. Bjarnason, arkitekts, og Helgu Maureen Gylfadóttir, sagnfræðings, má lesa eftirfarandi um Hlemmtorg og nágrenni:
Vatnsþróin um 1920“Á mótum Rauðarárstígs, Hverfisgötu og Laugavegar er svokallað Hlemmtorg sem í daglegu tali kallast Hlemmur. Þar rann Rauðará (Rauðarárlækur) til sjávar. Á ofanverðri 19. öld var gerð brú yfir lækinn til að greiða fyrir umferð en ekki þótti hún merkileg og var því jafnan nefnd Hlemmur. Mikilvægi svæðins í kringum Hlemm jókst til muna eftir því sem byggð þokaðist austur á bóginn og umferðaþunginn varð meiri. Fyrsti vísir að torgi var kominn eftir 1930 og tengist það því að árið 1931 var leið númer 1 hjá Strætisvögnum Reykjavíkur með endastöð við vatnsþróna hjá Hlemmi. Svo var það árið 1970 að ákveðið var að aðalmiðstöð Strætisvagna Reykjavíkur skyldi vera á Hlemmi og jókst þá umferðin til muna um þetta svæði.
Vatnsþróin var reist árið 1912 rétt austan við Hlemm. Hún var úr steinsteypu og tæpur meter á hæð og þrír metrar á Vatnsþróinlengd. Í henni var rennandi vatn enda vatnsveitan þá tekin til starfa í Reykjavík. Vatnsveitan kom árið 1909 og voru þá gerðar þrjár opinberar vatnsþrær til að brynna hestum. Ein var við hestaréttina að Laugavegi 16, önnur á Lækjartorgi og hin þriðja við Hlemm. Fleiri vatnsþrær voru í Reykjavík en sú við Hlemm var einna kunnust enda var hún í alfaraleið.
Ýmsar hugmyndir hafa verið um endurbætur á Hlemmtorgi í gegnum tíðina. Á sjötta áratugi 20. aldar voru uppi hugmyndir um að endurgera vatnsþróna og setja upp styttu til minningar um að Hlemmur hafi verið áningarstaður fyrir hestalestir áður en haldið var úr bænum. Pantaði Reykjavíkurborg verk eftir Sigurjón Ólafsson í tilefni af fimmtugsafmælis listamannsins og átti að setja verkið upp á Hlemmtorgi. Verk Sigurjóns nefnist Klyfjahesturinn. Ekki varð þó úr að styttan væri sett upp á Hlemmtorgi eins og til stóð heldur endaði hún á tungunni milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar.

Gasstöð Reykjavíkur
KortEitt af þeim húsum sem hér er kannað er íbúðarhús stöðvarstjóra Gasstöðvar Reykjavíkur, Hverfisgata 115. Um aldamótin 1900 fóru menn að huga að öðrum orkugjöfum í Reykjavík en olíu og kolum. Í bæjarstjórninni var mjög tekist á um hvort hinn nýji orkugjafi skildi vera raforka eða gas. Snemma kom til tals að virkja Elliðaárnar en það þótti dýrt auk þess sem raforkuver fyrir bæjarfélög í Noregi og Englandi, að svipaðri stærð og Reykjavík, voru rekin með tapi. Helsu rökin með byggingu gasstöðar voru þau að allur almennngur í Reykjavík hefði frekar efni á að taka inn gas en rafmagn. Fór svo að tilboði frá fyrirtækinu Carl Francke í Bremen í Þýskalandi var tekið í byggingu gasstöðvar. Framkvæmdir hófust í ágúst 1909 og var lokið í september 1910.

Gasstöðin

Gasstöðinni var fundin staður á svæðinu fyrir ofan Rauðarárvík á Elsumýrarbletti, en nyrsti hluti Norðurmýrar var kallaður Elsumýri. Elsumýri heitir eftir Elsu Ingimundardóttur en hún var umsvifamikil mósölukona eftir miðja 19. öld.9 Á lóðinni var reistur stór gasgeymur, verksmiðjuhús og íbúðarhús gasstöðvarstjóra. Í húsi gasstöðvarstjóra var íbúð á efri hæðinni en á neðri hæðinni var verslun með gasáhöld og skrifstofur fyrirtækisns. Fjarlægð íbúðarhússins frá gasstöðvarhúsunum var ca. 60 álnir/37.6 m.
Fyrsti gasstöðvarstjórinn var Erhard Schoepke, umboðsmaður þýska fyrirtækisins. Hann hafði áður verið gasstöðvarstjóri í Noregi. Gasstöðin var rekin fyrir eigin reikning fyrirtækisins til 1916, er bæjarstjórnin tók yfir reksturinn. Schoepke staldraði stutt við en gasstöðvarstjórarnir á eftir honum voru ávallt þýskir, þangað til í heimstyrjöldinni fyrri að Englendingar neituðu að selja gasstöðinni kol nema skipt yrði um stöðvarstjóra. Þá varð Brynjólfur Sigurðsson, sem þá nam tæknifræði í Noregi, ráðinn gasstöðvarstjóri og hélt hann því starfi þangað til stöðinni var lokað árið 1955.
Klyfjahesturinn

Gasnotkun í Reykjavík hafði þá farið minnkandi frá 1937 er Sogsvirkjun tók til starfa. Fljótlega upp úr heimsstyrjöldinni fyrri varð Reykvíkingum ljóst að vatnsaflvirkjun í Elliðaám eða jafnvel Soginu var grundvöllur frekari framfara.
Gasstöðin var þar sem nú er aðalstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu 113-115.

Nafngiftir gatnanna
Nafngiftir gatnanna sem hér um ræðir eiga rætur sínar að rekja víða.
Snorrabraut er kennd við Snorra Sturluson en gatan var til ársins 1948 austasti hluti Hringbrautar.
Hverfisgata var upphaflega aðalstígurinn í Skuggahverfi og byggðist fyrst sá hluti götunnar sem liggur milli Vatnsstígs og Vitastígs. Gatan var síðan lengd að
Klapparstíg og um 1900 náði hún niður að Lækjartorgi. Götunnar var fyrst getið í manntali árið 1898.
Rauðarárstígur er kenndur við jörðina Rauðará. Rauðarárholt er klapparholtið milli Kringlumýrar og Norðurmýrar en Klyfjahesturinnbæjarhúsin á Rauðará stóðu suðaustur af holtinu. Götunnar var fyrst getið í manntali árið 1906.
Laugavegur kemur fyrst fram í manntali árið 1888. Gatan dregur nafn sitt af Þvottalaugunum í Laugardalnum og var upphaflega gerð til að greiða fyrir þeim sem áttu erindi inn í Laugardal til að þvo þvotta. Fram á 9. áratug 19. aldar náði vegurinn þó ekki lengra en upp að Klapparstíg, en þá var hann lengdur í austur. Um 1905 má segja að Laugavegurinn hafi verið fullbyggður inn að Barónsstíg.”

Heimildir:
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 44–45.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 138.
-Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur, bls. 56 – Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 138.
-Æsa Sigurjónsdóttir: Listaverk Sigurjóns Ólafssonar í alfaraleið sýningarskrá LSÓ, 2004
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögurstaður við Sund, R–Ö, bls. 175.
-Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur, bls. 381 – Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 67–68.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 68.
-Kort af svæðinu úr Borgarvefsjánni.
-Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 333.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 8.
– Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 337.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 128–129.
-Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 336.
-1730.07.2004, http://www.borgarvefsja.is/website/bvs/bvs.html
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 33–34.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, A–G, bls. 126.
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 34.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 68.
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 40–41 og bls. 43–44.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 73.

Hlemmur

Hlemmur 2015.