Hamrahlíð

Hér eru tekin til frásagnar tvö smábýl, Hamrahlíð og Eiði, í Mosfellssveit. Hvorugt býlið stendur enn, einungis má sjá tóftir þeirra við fjölfarna vegi. Tóftir þess fyrrnefnda er nálægt Vesturlandsvegi ofan við Korpúlfsstaði og hið síðarnefnda á hæðarrana vestan við eiðið landmegin að Geldinganesi. Þau hafa verið svipuð að stærð og svipuð að gerð; lítið hús og matjurtargarður umleikis. Útihús stóðu skammt frá.
TóftirÍ bókinni Mosfellsbær, Saga í 1100 ár, er m.a. getið um smábýli þessi: “Smábýlið Hamrahlíð var á 19. öld í mólendinu ofan við Korpúlfsstaði og neðan við Úlfarsfell. Sumir þjófar létu sér ekki segjast þrátt fyrir dóma. Þannig var farið um Friðrik Þorkelsson (1834-1861) frá smábýlinu Hamrahlíð sem stóð skammt frá Blikastöðum. Hamrahlíð var í ábúð á síðari hluta 19. aldar og má enn sjá rústir bæjarins norðan Vesturlandsvegar á móts við samnefnt skógræktarsvæði. Árið 1857 var Friðrik í Hamrahlíð dæmdur til að greiða fjóra ríkisdali í fátækrasjóð fyrir að hagnýta sér 2-5 lítra af útskorinni kræklingabeitu. Þremur árum síðar var aftur kveðinn upp dómur yfir honum og skyldi hann hljóta 14 vandarhögg fyrir að hafa “snemma morguns í haust, er var, áður en fólk var komið á fætur á heimili hans, Gufunesi, stolið frá ekkjunni Helgu Hafliðadóttur (1790-1872) 3 dönskum specíum heilum, er voru í stokk í kistu hennar, sem stóð þar niður í stofuhúsi, var bæði stofan og kistan ólæst;… Enn fremur er það sannað, að hann hafi í fyrra vetur stolið frá húsbónda sínum Hafliða Hannessyni, gráum vaðmálsstúf…”
MosfellskirkjaÁrið 1850 bjó í Hamrahlíð Jón hreppstjóri er var dannebrogsmaður. Var hann sagður forlíkunarmaður og sáttargerðarmaður. Hann lenti þó sjálfur í illdeilum við sveitunga sína svo úr varð dómsmál. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún (1852-1936 sem er þekkt persóna í Innansveitarkróniku Halldórs Laxness í sögunni af brauðinu dýra. Þar segir frá vinnukonu prestsins á Mosfelli, Guðrúnu Jónsdóttur, sem hélt yfir Dalinn til að baka hverabrauð en villtist upp á Mosfellsheiði og fannst loks eftir nokkur dægur. Brauðið, sem henni hafði verið trúað fyrir, hafði hún ekki snert. Þessi kafli er nokkurs konar dæmisaga um að vera trúr yfir litlu en hér sækir Halldór hins vegar efniviðinn alls ekki í Mosfellsdal heldur á Suðurnes og var það allt önnur kona en Guðrún sem lenti í þeim hremmingum sem lýst er í bókinni. Guðrún bjó lengi í Mosfellsdal en það voru einmitt sex bændur úr Dalnum og einn að auki sem höfðuðu mál gegn föður hennar fyrir orðastríð í Kollafjarðarrétt hinn 27. september 1850.

Guðrún Jónsdóttir

Jón hreppstjóri átti að stjórna réttunum ásamt hreppstjóranum á Kjalaranesi en reiddist þegar bóndinn á Minna-Mosfelli fór ekki út úr almenningnum er féð var rekið inn í réttina. Bóndi kvaðst ekki fara eftir orðum hreppstjóra “til nokkurs hlutar, eða eftir því sem nokkur vitni hafa borið, ekki meira en hundi.” Af þessu urðu orðaskipti og háreysti á milli hreppstjóra og Dalbúa. Jón hreppstjóri kallaði Ólaf Jónsson (1805-1855) á Hraðastöðum versta tíundaþjóf og alla í Mosfellsdalnum þjófa. Bændur svörðuðu um hæl og höfðu í hótunum um að binda hreppstjórann. Tugur vitna var ekki sammála um hvað sagt var og sérstaklega áttu orðin að hafa fallið í hálfkæringi og því ekki marktæk. Svo fór að bændur í Mosfellsdal voru dæmdir í eins til fimm ríkisdala sekt fyrir kjafthátt við yfirvald sitt.
Hamrahlíð var í Lágafellssókn. Fyrrnefnd Guðrún var eitt síðasta dæmið um að vandalausum Mosfellingi var komið fyrir á heimili gegn greiðslu. Það var árið 1935. Á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var um haustið, upplýsti oddviti að “Guðrún Jónsdóttir  hefði verið sögð til sveitar frá 1. júní þ. árs og hefði hann komið henni fyrir hjá Hjalta Þórðarsyni bónda á Æsustöðum fyrir kr. 50.000 á mánuði.

Kaleikur

Hamrahlíð var þá komið í eyði fyrir löngu, en hún var á níræðisaldri er hér var komið við sögu. Guðrún lést árið síðar og var borin til grafar að Mosfelli þótt engin væri þar kirkjan. Tími sveitarmeðlima var liðinn en í fórum Guðrúnar Jónsdóttur fannst silfurkaleikur kirkjunnar að Mosfelli sem hafði verið jöfnuð við jörðu á horfinni öld. Helgigripnum var skilað til síns heima og prýðir nú Mosfellskirkju hina nýju. Eftir lifir örnefnið “Guddulaug” við Köldukvísl neðan við Gljúfrastein. Innansveitarkronika er sérkennileg blanda af sagnfræði og skáldskap og einstök meðal verka skáldsins. Efniviðurinn er sóttur í Mosfellssveit og byggir m.a. á deilu sem varð vegna kirkjumála í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld. Þá náði sveitin niður að Elliðaám og kirkjur voru í Gufunesi og á Mosfelli. Kirkjuyfirvöld ákváðu hins vegar að leggja þær niður og byggja nýja kirkju miðsvæðis í sveitinni, að Lágafelli. Ekki voru allir hrifnir af þessum ákvörðunum, einkum var mikil andstaða í Mosfellsdal gegn niðurrifi Mosfellskirkju sem var alls ekki gömul bygging, byggð 1852.
Ákvörðun yfirvalda varð ekki hnekkt, Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og sama árið reis GuddulaugLágafellskirkja af grunni. Hins vegar skiluðu einstakir gripir kirkjunnar sér ekki, menn söknuðu bæði kaleiks og kirkjuklukku sem var ævaforn. Kaleikurinn fannst, sem fyrr sagði, í fórum vinnustúlkunnar Guðrúnar Jónsdóttur, en klukkan var geymd að Hrísbrú í tæp 80 ár.
Í byrjun 20. aldar var þjóðvegur lagður ofan við Hamrahlíð. Árið 1957 gerði Skógræktarfélag Mosfellsbæjar samning við eigendur Blikastað um skógrækt í norðurhlíðum Úlfarsfells. Skógræktarreiturinn var nefndur Hamrahlíð til heiðurs smábýlinu skammt neðar, rétt ofan við mýrardrögin ofan Korpúlfsstaða.
Í Mosfellsveit var fjörugróður nýttur til beitar á fyrri öldum. Á bænum Eiði, sem stóð skammt frá Geldinganesi, var “Sölvafjara gagnvænleg til heimamanna brúkunar og þó óhæg mjög fyrir klúngri og klettum. ..Marálmur nokkur, …brúkast til að bjarga peningi í heyjaskorti.” Nafnið fékk bærinn af eiðinu milli lands og Geldingarness.  Geldinganes er tengt landi með eiði þessu og var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi svo sem síðar er getið. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan. Er nafnið þannig tilkomið.
KollafjarðarréttKlaustur var stofnað í Viðey árið 1225 eða 1226. Ekki liðu mörg ár frá stofnun Viðeyjarklausturs þar til að það tók að leggja undir sig bújarðir í grennd eyjarinnar. Tíu árum eftir stofnun þess hafði það eignast fimm jarðir og voru tvær þeirra í Mosfellsveit. Alls eignaðist Viðeyjarklaustur 28 jarðir í Mosfellsveit áður en yfir lauk, og gáfu þær af sér um fjórðung af tekjum þess. Eiði (1313) var ein þeirra. Svonefndar fóðurkvaðir voru miklar á smábýlin. Átti bóndinn t.d. að láta klaustrinu í té helming af heyjum sínum. Árið 1704 voru þrjú kúgildi að Eiði. Skúli fógeti Magnússon settist að í Viðey um miðja 18 öld og lagði tilað spítali, sem þar var, yrði fluttur þaðan í Gufunes. Jörðin Eiði var þá, ásamt fleiri nálægum jörðum (Brandskot, Hólkot, Fjóskot og Helguhjáleiga) lögð undir spítalann. Eiði var notað til að ala kvikfé sem æti handa fálkum. Um miðja 18. öld var þar tvíbýli. Býlið var smátt og bústofninn lítill, hús voru gluggalaus, þiljulaus og allslaus að innan.
Enn má sjá í tóftum Eiðis útlínur býlisins. Því fylgja og aðrar búsetuminjar líkt og gerðist á nágrenninu, einkum á Blikastaðanesi. Þar má enn sjá bæði leifar sjóbúða, verslunar og gerðist frá fyrri tíð.

Gerði

Í Blikastaðansi eru minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum. Þar eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á nesinu. Rústirnar eru grjóthlaðnar leifa sjóbúða og jafnvel verslunarstaðar fyrrum.
Sjóslys voru tíð fyrr á öldum. “Þann 15. maí 1776 drukknaði Árni Ánason frá Eiði út af Seltjarnarnesi og var jarðsettur í Neskirkjugarði. Á 3. áratug 20. aldar hugðu Reykvíkingar á landvinninga í Mosfellshreppi. Árið 1924 eignaðist Reykjavíkurborg jarðirnar Gufunes, Knútskot (innst í Grafarvogi) og Eiði. Kaupverðið var 150 þúsund krónur. Árið 1943 voru jarðirnar færðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur með lögum nr. 52, 14. apríl. Þá voru einnig jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnehreppi lagðar r af smáhýsum og görðum. engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði.
undir Reykjavík.
Brautryðjendur í rekstri áætlunar- og flutningabíla í Mosfellssveit voru Víglundur Pálsson og Karl (1903-1975) bróðir hans.  Þeir voru frá bænum Eiði í Mosfellshreppi til 1923, en búskapur lagðist þar af um svipað leyti.”

Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 23, 73, 77, 78, 103, 105, 109, 122, 123, 132, 140, 156, 169, 174, 186.

Eiði