Hvaleyrarsel – rétt
„…Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi.
Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla. Efri hluti Kapelluhrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfðann. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun, upp með Brunanum fyrrnefnda.“
Framangreind selsrúst „sunnan“ undir Selhöfða hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi. Mikið graslendi er bæði norðan og vestan við rústina.
Réttin framangreinda stendur enn í Selhrauninu, mjög heilleg og svo er að sjá að þangað hefur enginn komið um langa tíð.“
Umfjöllun um Hvaleyrasel og nágrenni þess má sjá víða á vefsíðunni.
Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.